Vísir - 05.01.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 05.01.1938, Blaðsíða 3
VlSIR Innanbæjarsamgöngunum verður að kippa strax í lag. Ekkert samkomulag enn á milli Mreyflls og Stræíisvagnanna. Elsku litli drengurinn minn og fósturbróðir oklcar, Rögnvaldur Sbagfjörð, vei’ður jarðsunginn 6. þ. m. og hefst með bæn á heimili okkar, Grundarstíg 3 kl. 11 fyrir hádegi. Kristbjörg Jónsdóttir og börn. I gær varð að samkomulagi milli stjórnar bifreiðasljóra- félagsins Ilreyfils og stjórnar Strætisvagnafclagsins, að skip- uð skuli samninganefnd er starfi að því af hálfu beggja að- ila, að koma á sáttum i yfir- í'tandandi deilu. Ilefir Strætis- vagnafélagið tilnefnt þá Ólaf Þorgrímsson og G. E. Nielssen endurskoðanda til að taka sæti i nefndinni af sinni hálfu. ,.IIreyfiH“ liefir tilnefnt þá Hjört B. Ilelgason form. fé- lagsins og Ivristján Jóhannesson og af hálfu skipulagsnefndar fóllcsflutninga tekur Björn BI. Jónsson, form. nefndarinnar, sæti í nefndinni og auk þess hafa deiluaðilar komið sér sam- an um að hafa Sveinbjörn Jóns- son hrm. með i ráðum við sá ttaumleitanirnar. Kom nefndin saman á fyrsta fund sinn fyrir hádegi í dag. „Hreyfill“ ’ neitaði að leyfa, að setja vagnana í umferð í dag. Margir telja rétt, að um leið og þessi nefnd var sett á laggirnar hefðu vagnarnir aft- ur verið settir i umferð. Það var farið fram á það af hálfu Sræt- isvagnafélagsins, að létt yrði af banninu á starfrækslu vagn- anna, en því var neitað. Bifreiðastjórarnir, sem mjög hafa verið óánægðir með rekst- urinn undanfarið, munu telja, að óþægindi þau, sem stöðvun- in bakar bæjarbúum, gætu létt þeim samningana og jafnvel orðið til þess að aðrir aðilar gripu inn í til að koma vögnun- um í umferð, og að þau afskifti yrðu þeim í liag. Það er mjög almenn óánægja meðal bæjarbúa út af stöðvun strætisvagnanna og þeir óska, að þessum innanbæjar-sam- göngum verði liið fyrsta kipt í lag. Þrátt fyrir það, þótt sam- komulag yrði innan nefnd- arinnar um meginatriði í samkomulagi milli bifreiða- stjóra og Strætisvagnafélagsins, gæti farið svo að vagnarnir yrðu stöðvaðir lengi út af á- greining um minni háttar atriði sem væri ólíkt minna virði en þeir hagsmunir, sem bæjarbúar hafa af því að innanbæjarsam- göngurnar séu i lagi. Það er því full nauðsyn að þeir opinberu aðilar, sem um þessi samgöngumál fjalla, geri þegar í stað ráðstafanir til að kippa málinu í lag. Það er vitanlegt, að Strætisvagnafélagið hefir undanfarið verið rekið á óvið- unandi hátt. Fjárhagur þess í miklu ólagi og flestir vagnarn- ir, sem notaðir hafa verið í á- beran di niðurlægin garás tandi. Samgöngurnar í höfuðstað landsins má ekki reka á þann hátt. Úr því verður að bæta hið skjótasta. Bæjarrekstur á vögnunum. Socialistar þutu óðara upp með það, er deila þessi kom upp, að sjálfsagt væri að bær- inn læki að sér rekstur vagn- anna. Halda þeir því fram, að i þvi felist öryggi fyrir bæjar- I)úa gegn því að slíkar stöðvan- ir, sem þessar geti átt sér stað. En því fer fjarri að svo sé. Það eru ekki nema nokkrir mánuð- ir liðnir síðan verkfalli var skelt á í því skyni að stöðva flutning á kolum til Gasstöðvarinnar, sem er bæjarfyrirtælci og hefir ekki minni þýðingu fyrir íbúa bæjarins alment lieldur en Strætisvagnarnir, heldur miklu meiri þýðingu. UM HVAÐ ER SKÝRSLAN sem Guðm. Ó. Guðmunds- syni var meinað að lesa upp á Dagsbrúnar-fundinum? Á fundi þeim sem haldinn var i fyrradag í verkamanna- félaginu „Dagsbrún“, og á- kvörðun tók um liina nýju stjórn félagsins, heimtaði formaðurinn Guðm. Ó. Guð- mundsson að mega lesa upp skýrslu um viðslcifti sín við Héðin Valdimarsson og Oliuverslun íslands, en Guð- \ mundur liefir verið starfs- | maður lijá því fyrirtæki um j langt skeið. Héðinn bannaði j að G. Ó. G. væri leyft að lesa 1 þessa skýrslu upp á fundin- um og var formanninum synjað um hið umbeðna leyfi. Mörgum verður nú á að spyrja, um livað þessi skýrsla sé, sem formaður Dagsbrún- ar óskar að lesa upp á fundi en liúsbóndi lians, Héðinn Valdimarsson, synjar þver- j lega að leyft verði. Er Héð- | inn að meina G. Ó. G. að bera ■ fram persónulega vörn í t máli, sem hann ef til vill er [ ranglega borinn sökum? Er í verið að synja formanni \ Dagsbrúnar að hrinda af sér þeim orðrómi, sem nú geng- ur fjöllunum hærra hér í bænum um fjárreiður hans við B. P.? Hvers vegna má eklci skýrslan koma fram i dagsljósið? Um livað er hún? I gærdag hafði lögreglan hendur í Iiári 18 ára gamals pilts, sem kannaðist við að liafa framið þrjú rán á götum bæj- arins, liafði rænt töskum af konum. Hafði liann þá aðferð, að hann hjólaði fast upp að konunum, reif af þeim töskurn- ar og lijólaði á brott. Fyrstu tvö ránin framdi hann á Þorláksmessu, rændi pakka af konu í fyrra skiftið, en tösku i hið síðara. Hirti hann pening- ana og eyddi, en kastaði veslc- inu. Þriðja ránið framdi liann 30. des. Rændi hann þá veski af konu, er var á gangi á Grettis- götunni, eyddi peningunum eins og’ fyrri daginn og henti því síð- an í sjóinn. Þegar Vísir átti tal við lög- regluna i morgun, var ekkert nýtt að frétta af innbrotinu á Njálsgötu 54. Siys á togara. B.v. Gulltoppur kom til Flat- eyrar i fyrradag með báseta, sem liafði slasast. Varð liann fyrir sjó og slengdist til. Brotn- aði framhandleggurinn, önnur pípan. Maðurinn heitir Þorberg- ur Jónsson og er búsettur hér í bænum. — Hann varð eftir á Flateyri. Heims sýning in í New York Sérstök ftski— afurða sýning. Ivaupmannahöfn i gær. FÚ. Stjórn heimssýningarinnar í New York hefir ákveðið að efna til sérstakrar sýningardeildar fyrir fislcveiðar og fiskafurðir frá öllum löndum í heimi, sem þar eiga sérstaklega hlut að máli. Af þessu tilefni liafa Norð- menn skipað sérstaka menn til þess að annast um þátttöku þeirra í þessari sýningu. NORÐMENN OG HEIMSSÝN- INGIN 1 NEW YORK 1939. Formaður undirbúnings- ncfndar þátttöku Norðmanna i sýningunni i New York fer bráðlega til New York, til þess að athuga svæði það, sem Norð- menn fá undir sýningarhöll sína til þess að ræða við full- trúa Norðmanna i Amerílcu um samvinnu. — Osloborg hefir veilt 100.000 kr. til þátttöku i sýningunni. Bergen hefir fengið sérstakt boð um þátttöku og hefir undirbúningsnefnd verið ‘ skipuð þar i borg. NRP. — FB. Miklip ku.ld.aF* Kalundborg í gær. FÚ. Óvenju miklir kuldar og snjó- ar eru nú um alla Mið- og aust- ur Evrópu. Afar kalt ’er viða á Rússlandi sunnanverðu. Á Suð- ! ur-Þýskalandi er viða 18 stiga ; frosí. I Appenninafjöllum á Italíu var síðastliðna nótt á ýmsum stöðum mælt 21 gráðu frost. Á Spáni eru víða miklar liörkur — frá 8—15 gráða frost. — Fréttastofan hefir borið þessa fregn undir veðu rstofuna og lætur hún í ljós að Norður- löndin þurfi ekki að óttast sér- stakar hörkur af þessum kuld- um, og ber það saman við það sem danska veðurstofan segir um horfurnar í Danmörlcu. Or- sökin til þessa er sú, að heitari loftstraumar berast nú inn yfir Norðurlöndin norðan og vestan og jafnvel þó að þeim fylgi úr- koma og slyddubrið þá á ekki að geta orðið svona kalt meðr þeir verka. Danska útvarpið bætir því við eftir dönsku veð- urstofunni að.af veðurfregnum frá Norður-Þýskalandi megi sjá þess vott að þessir heitari loftstraumar nái að verka þang- að suður. Slysfarir og slysavarnir 1937- (Samkvæmt upplýsingum frá erindreka Slysavarnafélags ís- lands, Jóni Bergsveinssyni). Slysfarir é sjó liafa verið með minna móti á árinu 1937, eða nokkuð fyrir neðan meðallag frá þvi er Slysavarnafélag ís- lands var stofnað. Samtals liafa 27 innlendir menn druknað á árinu, þar af 8 skolað út og fallið fyrir borð á skipum, 11 druknað út af bryggjum og fast við land og 8 druknað af bátum, sem fórust. Meðal þeirra voru tveir unglingspiltar, sem drukn- uðu af smábát (kajak) í Þor- lákshöfn 4. april s. 1. Auk þess fórst einn erlendur togari — „Loch Morar“, frá Aberdeen, með allri áliöfn, 12 mönnum. Strandaði skipið að næturlagi milli Stokkseyrar og Eyrar- bakka í suðaustan stormi og af- taka brimi 31. mars s. 1. Voru allir skipverjar druknaðir, þeg- ar vart varð við strandið snemma morguns, enda engar líkur taldar til, að hægt liefði verið að bjarga skipshöfninni, þótt vitað hefði verið um strand- ið, þegar það varð. Fjórir vélbátar yfir 12 smá- lestir fórust og strönduðu á ár- inu og 9 vélbátar undir 12 smiá- lestir. Auk þess strönduðu 2 vél- bátar yfir 12 smálestir, er náð- ust út aftur og var gert við. Eitt síldveiðagufuskip hlaðið síld sökk, en skipverjar björguðust allir. Eitt vélskip danskt, sem var í flutningum milh Dan- merkur og íslands strandaði, en skipverjar björguðust allir. Fjórir enskir togarar liafa strándað hér við land á árinu, en ekkert slys á mönnum hlot- ist við það. Tveir þeirra náðust út aftur og var gert við þá hér á landi, svo að þeir komust helm. Hinir — „Favorita“ og „Regal“ eyðilögðust. Um 60 manns hefir verið bjargað úr sjávarháska hér við land á árinu, þar af um 40 fyrir starfsemi Slysavamafélags ís- lands, að meira eða minna leyti. Á árinu liefir Slysavarnafélag íslands keypt björgunartæki fyrir um 5000 kr., auk þess sem greitt hefir verið upp í byggingu björgunarskipsins, sem ætlað cr til starfa hér við Faxaflóa og væntanlega verður fullsmiðað í þessum mánuði og getur tekið til starfa í febr. næstk. Tvær slysavarnasveitir hafa bæst við á árinu. Önnur á Húsa- vík (kvennadeild) og hin á Hólmavík. Félagatala mun svipuð og um siðustu áramót eða máske ofurlítið meiri, eitt- hvað á níunda þúsund. Starf- semi félagsins liefir átt sömu vinsældum að fagna eins og á undanförnum árum. Velvilji al- mennings til þeirrar viðleitni félagsins að draga úr sjóslysun- um, liefir komið berlega i ljós á ýmsan hátt, t. d. með peninga- gjöfum, áheitum, kaupum á minningarspjöldum, stofnun BLÓM SPRINGA ÚT í GÖRÐ- UM NORÐUR í SVARFAÐAR- DAL. Fréttaritari útvarpsins í Dal- vík getur þess að á Völlum í Svarfaðardal séu blóm nýút- sprungin. Blómin eru stjúp- móðir og bellis. (FÚ). Bœtap fréffír Veðrið í morgun. í Reykjavík I stig, mest í gær 4, minst í nótt i stig. Úrkoma í gær 2.9 mm. Yfirlit: LægS fyrir suðvestan ísland á hreyfingu í norðaustur. — Horfur: Faxaflói: Vaxandi suðaustanátt, sennilega hvassviðri meö kveldinu og rign- ing. — Skipafregnir. Gullfoss er á útleið. Goðafoss er í Hamborg, en Dettifoss fer þaðan í dag áleiðis til Hull. Brú- arfoss og Lagarfoss eru í Kaup- mannahöfn. Esja er væntanleg til Reykjavíkur í fyrramálið og Sú<5- in frá Vestmannaeyjum og út- löndum. Columbia kom i morgun meS timburfarm til Völundar. 75 ára verður á morgun frú Sigríður Sigurðardóttir, Njálsgötu 60B. Áramótafagnaður templara verður haldinn að Hótel ísland n.k. laugardagskveld. Þátttakend- ur gefi sig fram í dag og á morg- un. Sjá nánar í augl. á 4. bls. Ármenningar halda afmælisfagna'ð sinn í Iðnó á föstudagskveldið. VerSur þar .margt til skemtunar og aö lokum dansleikur. Skemtunin er aðeins fyrir félagsmenn og gesti þeirra. Sjá nánar i augl. Gjöf Hringsins. Þess skal getið, í sambandi við fregnina í gær um fégjöf kven- fél. Hringsins til fátæklinga í bænum, að öllum þrem prestum bæjarins var afhent féð til út- hlutunar. Kvennakór Framsóknar. Söngæfing í kvöld. Mætið all- ar stundvíslega. V.K.F. Framsókn minnir félagskonur á að greiða gjöld sín fyrir aðalfund. Fjármála- ritari er við á skrifstofunni alla fimtudaga kl. 4—6. Næturlæknir er í nótt Kjartan Ólafsson, Lækj- argötu 6B. Sími 2614. — Nætur- vöröur í Laugavegs apóteki og Ingólfs apóteki. Útvarpið í kveld. 19.50 Fréttir. 20.15 Bækur og menn (Vilhj. Þ. Gíslason). 20.30 Kvöldvaka: a) dr. Einar Öl. Sveinsson: Ævisöguþættir, III. b) GuSbrandur Jónsson prófessor: Þjóðsögur. c) Síra Sigurður Ein- arsson: Upplestur. Epnfremur sönglög og harmónikulög. Aflasölur. Kári seldi 1347 vættir í Grims- by í gær fyrir 692 sterlpd. Skalla- grímur seldi í Hull 1968 vættir fyrir 752 stpd. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Hjörleif Jónsdótt- ir og Þórður M. Hansson, Njáls- götu 7B. S.l. föstudag opinberuðu trúlof- un sína ungfrú Lára Guömunds- dóttir, Veghúsastíg 1 og Valdimar H. Guðjónsson, Lindargötu 8A. Á nýársdag opinberuðu trúlof- un sina ungfrú Anna Lilja Guð- jónsdóttir og Guðni Guömunds- son. — Njósnari Napóleons. í neSanmálssögunni í gær var prentvilla, sem rétt þykir að leiS- rétta. Þar stóð, í aftasta dálki: Allsherjarsýningin áöur, les : Alls- herjarsýningin árið áður. Hvöt. Athygli skal vakin á augl. í blaðinu í dag frá sjálfstæðis- kvennafélaginu Hvöt, þar sem segir að fundi félagsins sé frest- að vegna forfalla. íþróttafélag kvenna. Fimleikaæfingar félagsins hefj- ast aftur mánudaginn 10. þ. m. Ottt liættuF blaðasölii* I gær seldi Otti Sæmunds- son blöð á götunum í síðasta sinn. Ætlar liann að leita sér mentunar, hann er orðinn 19 ára, en fju-st ætlar hann að taka sér hvíld. Það var fyrst árið 1928, að Otti fór að selja blöð, en liaustið 1932 varð hann „bIaðakongur“ og það hefir hann verið siðan. Munu margir sakna Otta, er hann hverfur frá þessu starfi sinu, því að hann hefir aflað sér margra vina og mikilla vin- sælda meðal Reykvíkinga. Biður hann Vísi að færa öll- um viðskiftavinum sinum kveðju sína. og þakkar við- skifti þeirra. Vísir vill að lokum þakka Otta margra ára gott sam- starf. M.s. Dronning Alexandrine fór frá Kaupmannahöfn i morg- un áleiðis hingaö. Er það fyrsta póstferð hingaö til lands frá Dan- mörku á árinu. S j ómannakveðja. FB í dag. Farnir áleiðis til Englands. Vel- líöan allra. Kærar kveöjur. Skipverjar á Gylli. Knattspymufélag Reykjavíkur byrjar æfingar í öllum flokkum á morgun í KR-húsinu. Knattspyrnen á Englandi. í síöustu umferö í 1. deild fóru leikar sem liér segir: Arsenal— Everton 2: 1, Birmingham—Stoke City 1:1, Blackpool—Hudders- field 4:0, Brentford—iBolton 1: 1, Derby County—Leicester o: 1, Grimsby—Preston 1:1, Leeds— Charlton 2: 2, Liverpool—Chelsea 2:2, Manch. City—Wolverhamp- ton 2:4, Middlesbrough—Sunder- land 2: 1, West Bromwich—Ports- mouth 1:2. — Staöan er nú þessi í 1. deild: Leikir Mörk Stig Brentford 24 40—32 30 Arsenal 23 43—27 27 Leeds 23 41—35 27 Wolverhampton . 21 3<>-25 26 Preston 23 37—27 2g Bolton 22 38—31 25 Charlton 21 32—26 25 Huddersfield ... 23 31—32 24 Stoke City 23 36—25 23: Chelsea 22 42—42 23 Sunderland 23 34—39 23 Middlesbrough .. 22 O T 0 22 Leicester 23 32—38 22 Derby County .. 22 36—44 22 Birmingham . ... 22 30—27 21 Grimsby 23 26—37 20 West Bromwich . 21 37—43 19 Liverpool 22 33—40 19 Everton 23 37—41 18 Manch. City .. . 21 36—40 l8 Blackpool 24 30—40 18 Portsmouth . ... 23 33—47 17 y Eftirtekt hefir þaö vakið, hve tvö neöstu félögin, Portsmouth og aðeins Loftur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.