Vísir - 06.01.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 06.01.1938, Blaðsíða 2
V 1SI R VtSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR HJ'. Ritstjóri: Páll Steingrímsson. Skrifstofa og afgreiðsla Austurstræti 12. S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Sundrung eða eining. JJ ÖPŒ) barátta er háð um það U þessa dagana í Alþýðu- flokknum, hvort floltkurinn eigi að ganga til hæjarstjórnar- kosninganna liér i hænum einn og óstuddur eða í „samfylk- ingu“ við kommúnista. Svo hörð eru átökin um þetta, að það hriktir í öllum máttarvið- um flokksins, og engar líkur virðast til þess, að liann fái staðist þau lieill og óskiftur. Fyrir úrslit hæjarstjórnar- kosninganna í Reykjavík varðar það engu, livort kommúnistar og socialistar hafa sameiginleg- an framboðslista í kjöri, eða sinn listann hvorir. Þeir geta engar vonir gert sér um sigur í þeim kosningum, hvorki sam- einaðir né sundraðir. Og bar- átta sú sem nú er háð innan Al- þýðuflokksins, miðar heldur ekki að því, að auka sigurvonir flokksins nú eða gengi hans, fyrr eða síðar. Hún er háð um völdin í flokknum en ekki völd- in í bænum. Alþýðuflokkurinn beið ósigur í alþingiskosningunum í sumar. Herfilegasta ósigur sinn beið hann hér í Reykjavík. Og siá ó- sigur hans var fyrst og fremst ósigur Héðins Valdimarssonar, en að öðru leyti afleiðing af undirlægjuhætti flokksins í samhúðinni við Framsóknar- flokkinn og jöfnum höndum ó- sjálfstæði lians gagnvart kröf- um og kenningum kommún- ista, Héðni Valdimarssyni varð það ljóst eftir þingkosningarn- ar, að veg sinum og völdum innan Alþýðuflokksins mundi hætta búin. Stafaði sú hætta ekki hvað sist af undirróðri kommúnista, sem mjög var beint gegn honum, sifeldum dylgjum þeirra um „auðvalds- hagsmunina“ og „hringa“-vald- ið innan Alþýðuflokksins o. s. frv. Gegn þessum undirróðri snérist H. V. þannig, að hann tók upp baráttuna fyrir „sam- einingu“ flokkanna, mjög á móti vilja annara leiðtoga Al- þýðuflokksins, en bersýnilega í ]>ví skyni að „reyna að bjarga sinni pólitísku framtið", eins og Iilað kommúnista orðaði það, áður en þvi skildist hve „þægt verk“ Héðinn var að vinna kommúnistum með þessu. En þetta hafa þeir nú látið sér skiljast, enda felt niður alt hjal um auðvaldshagsmunina í Al- þýðufloklcnum og hringavaldið. Héðinn beið ósigur á auka- bingi Alþýðusambandsins í haust. Á því þingi var „sam- fylkingunni“ hafnað með öllum greiddum atkvæðum, einnig at- kvæði Héðins Valdimarssonar! En jafnharðan hefur hann sam- fylkingarbaráttuna á ný, og nú virðist hann ætla að bera sigur úr býtum. Á fundi fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna í fyrrakvöld var samþykt með litlum atkvæða- mun að leita samkomulags við kommúnista um sameiginlegan lista fyrir Alþýðuflokkinn og kommúnistaflokkinn i bæjar- s t j órnarkosningunum. Það er ekki minst á þessa samþykt fulltrúaráðsins i AI- þýðublaðinu í gær, ekki með einu orði, og hefir blaðinu þó að sjálfsögðu verið kunnugt um hana. En þó að samkomulags- ins verði „leitað“, þá er það að vísu ekki komið á. En ef lil vill ná þó kommúnistar þeim til- gangi sínum að sundra Alþýðu- flokknum. ERLEND VÍÐSJÁ: Útvarp og áfengi. í allmörgum löndum hefir þatS vakið óánægju, aS útvarp hefir veri’ö notiö til þess aö flytja aug- lýsingar, er beint eöa óbeint hvetja menn til þess aö neyta áfengis, a‘ö- allega áfengs öls. Hefir átSur verið vikiö a'ö því í greinum hér í blaö- inu, hverja gremju þaö vakti, er amerískar útvarpsstöövar fluttu auglýsingar frá ölgerðarhúsunum um hversu hollur bjór væri og hversu skynsamlegt þaö væri a'iS drekka bjór daglega. Jafnvel börn- unum var bjórinn talinn hollur. Til hvers, spurðu meim, var að fræða æskulýðinn i skólum lands- ins, um skaðsemi áfengisins, ef þannig var útvarpað ? Leiddi þetta til öflugra samtaka gegn slikri misnotkun útvarpsins. Svip- að hefir orðið uppi á teningn- um í Bretlandi. Ölbruggunarhúsin, sem þar eins og vestra, verja æ meira fé til auglýsinga, hafa teygt anga sína inn í B.B.C. (stöðvar breska útvarpsfélagsins), og leiddi óbein auglýsingastarfsemi þeirra til þess, að kunnir bindindisfröm- uðir mótmæltu harðlega, að út- varpið væri notað á þennan hátt. Merkt amerískt blað skýrir frá því, að mótmælin hafi borið þann árangur, að stjórn B.iB.C. muni gæta þess framvegis, að áfengis- undirróður verði ekki til þess að spilla hinu góða áliti breska út- varpsins. „Oss þykir ákaflega Ieitt", sagði einn af yfirmönnum B.B.C. í viðtali við hið ameríska blað, um þetta efni, „að til þess skyldi koma að menn fyndi sig knúða til mót- mæla af þessum ástæðum. Vér höfum aflað oss álits fyrir ríka á- byrgðartilfinningu og fyrir að hafa gætt þess vandlega, að halda skildi heiðurs vors hreinum. Og þess munum vér gæta framvegis, sem hingað til“. Leikurum, sem koma fram í breska útvarpinu, hefir verið bannað að líkja eftir drukknum mönnum o. s. frv. og ennfremur hefir verið bannað, að taka til flutnings neitt, sem getur talist a.uglýsing um áfenga drykki. dvanaleg tvilirafsilBi London 5. jan. FÚ. í Ástralíu hafa fæöst tvíburar og er annar þeirra fæddur á ár- inu 1937, en hinn árið 1938. Anna'ð barnið fæddist laust fyr- ir miðnætti á gamlárskvöld, en liitt í gær, eða fimm dögum síð- EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Fregn frá Konstanza hermir, að tundurspillirinn Regina Maria hafi verið dreginn þangað all- mikið laskaður. Michael krónprins í Rúm- eníu var farþegi á tundurspillinum, sem lenti í hinu mesta fárviðri. Tundurspillirinn var á leið til Aþenuborgar með Michael krónprins, sem fer þangað til þess að taka þátt í hinu kon- unglega brúðkaupi, er þar verður haldið á næstunni. Tveir tundurspillar drógu Regina Maria til Konstanza, en er þangað kom liélt krónprinsinn áfram á járnbrautarlest til Aþenuborgar. Samkvæmt opinberri tilkynn- ingu meiddist Michael krón- prins ekki, en um tíma leit svo út, sem skipið mundi farast. Ofviðrið var svo mikið, að skip- ið stórskemdist ofanþilja og all- ir björgunarbátarnir brotnuðu. Loftskeytaútbúnaður skipsins bilaði og sjó skolaði niður í vél- arrúmið, svo að sloknaði undir kötlunum. United Press. Skeytaeftirlit Japana í Shanghai. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. 0 Imorgun var öllum kínverskum starfsmönnum við símafélögin í Shanghai sagt upp, en Japanir tóku við stöðum þeirra. Þá seitu þeir og ritskoðunar- menn á skrifstofur félaganna. Japanir tilkynti félögunum, að ritskoðunarmennirnir myndi allir verða látnir liafa að- eins eina sameiginlega skrifstofu til umráða, og um þá skrif- stofu yrði skeyti allra félaganna að fara. 1 tilkynningu, sem þeir gáfu út í morgun, segja þeir að ritskoðunin sé enn ekki hafin. United Press. London í morgun. FÚ. Síðan að Japanir tóku að sér yfirstjórn á ritsímastöðvunum í Slianghai hafa engar fréttir borist um vörn Kínverja, hvorki á svæðinu umhverfis Shangliai né annarsstaðar í Kína. Það síð- asta sem fréttist var það, að Kínverjar hefðu eyðilagt sex japanskar flugvélar með árás- inni sem þeir gerðu á flugvöll Japana í Wu-hu. Útgjöld l»kka um ÍOO milj. sterlings- punda. London 5. jan. FÚ. Roosevelt Bandaríkjaforseti lagði boðskap sinn um fjárlög- in fram í fulltrúadeild Banda- ríkjaþings í dag. Áætluð út- gjöld eru 100 miljónum ster- lingspunda lægri en í fyrra. Ráðgert er að verja minna fé en í fyrra til opinberra verka, en meira til þess að koma i veg íyrir tjón af völdum flóða. Til landvarna er ráðgert að verja 11 miljónuin sterlingspunda meira en í fyrra, og verður framlag það, sem gert er ráð fyrir á fjárlögunum í þessu skyni, ef til vill aulcið siðar. Síldvefdap NGfdmaima. Sildveiðar Norðmanna ganga nú svo vel, að afli er sá besti, sem verið hefir árum saman. Yerð á Þýskalandsmarkaðinum er 10 krónur fyrir hektolitra, en á öðrum mörkuðum 12 kr. Talsvert af síldinni er selt ísað til Póllands. (FÚ). Bretar taka svari GjS- inga í Bfimeoíi. London 5. jan. FÚ. Breski sendiherrann i Rú- meniu hefir verið beðinn af breska utanríkismálaráðuneyt- inu að fara á fund rúmensku stjórnarinnar og minna liana vinsamlega á að Bretar telji sig samábyrga Rúmenum og fleiri þjóðum gagnvart minni liluta þjóðflokkum samkvæmt samn- ingi þar að lútandi, sem gerður var árið 1919. Samkvæmt þess- um samningi skuldbundu Rú- menar sig ásamt nokkrum öðr- um þjóðum, til þess að virða réttindi þjóðernis-minnihluta, trúarbragða-minnihluta, eða þess minnihluta sem talar sér- staka tungu. Þar á meðal eru réttindi til þess að hafa sér- skóla og til þess að nota tungu- mál minnildutans á stjórnmála- legum vettvangi. Þessi ráðstöf- un bresku stjórnarinnar stend- ur í sambandi við ráðstafanir þær sem hin nýja stjóm í Rú- meníu hefir gert gagnvart Gyð- ingum. Sendiherra Frakka á Buka- rest hefir fengið samskonar til- mæli frá sinni stjórn og hefir komið þeim á framfæri við rik- isstjórnina. „POPULAIRE“ RÆÐST Á RÚMENSKU STJÓRNINA. Franka blaðið „Populaire“, blað Leon Blums, birtir dag- lega árásargreinar á hina nýju stjórn í Rúmeniu, þar sem hún er meðal annars harðlega sök- uð um Gyðingaofsóknir. Blað- ið hvetur til þess, að tekið sé upp viðskiftabann við Rúmen- íu meðan stjórn Goga sitji þar að völdum. London 5. jan. FÚ. Egipski þjóðernisflokkurinn, Wafdistar hefir klofnað, með þvi að þingforsetinn, Ahmed Mahe, hefir myndað nýjan þjóðernisflokk, en þingforsetan- um var vikið úr flolcki Nahas Pasha í fyrradag, eftir háreisti það sem varð i þinginu, þegar Nalias Pasha ætlaði að taka til máls. Hin nýja flokksstjórn hefir gefið út yfirlýsingu, þar sem ráðist er á flokksstjórn Nahas Pasha og hann sakaður um að hafa horfið frá grund- vallarliugsjónum flokksins. Hin gamla flokksstjóm undir forystu Nalias Pasha hélt fund í gærkveldi og ákvað að kalla saman þing Wafdista innan skamms og hefja pólitíska liðs- söfnun í landinu. Líflátsdðmar og ðairðir f Pale- stlaa. London 5. jan. FÚ. í Palestinu var Beduini frá Trans-Jordaniu dæmdur til dauða fyrir herrétti. Hingað til hafa tveir af þeim sem dæmdir liafa verið til dauða, verið lif- látnir, en aðrir liafa fengið dómi sínum breytt. Tveir Gyðingar hafa í dag hlotið alvarleg skotsár. Annar þeirra varð fyrir árás þar sem hann var að vinna, en liinn varð fyrir skoti, er árás var gerð á almenningsvagn á leiðinni til Jerúsalem frá Jaffa. Termlborg er ofi I hfiod- nm stjðrnarhersims. Fólkið varð hungurmorða í seinasta vígi uppreistarmanna. London í morgun. FÚ. Stjómin á Spáni tilkynnir að hún liafi hrakið leyfar uppreist- arhersins úr síðasta vigi upp- reistarmanna innan Teruel, en það voru skrifstofur héraðs- stjórans. Þeir hermenn sem uppi stóðu flýðu ofan í neðan- jarðargöng borgarinnar, er nú verið að leita þar að flótta- mönnum. Þegar stjórnarlier- mennirnir gengu inn í skrif- stofur liéraðsstjórans kom í ljós, að allmargar konur og börn höfðu haldist þarna við á- samt hermönnunum, og liðið mjög verulegan skort. Hafði sumt af þessu fólki orðið liung- urmorða, en það sem var á Iífi var þegar flutt í sjúkrahús. Einu matvælin sem fundust í bygg- ingunni var lítið eitt af baunum og liafði þessum mat verið deilt meðal þeirra sem þarna voru króaðir inni. Um bardagana í grend við borgina berast engar fréttir ennþá eru þar miklir kuldar. í frétt frá St. Jean de Luz er sagt að stjórnin sendi liðsauka til Teruel. Berlín 6. jan. FÚ. Sagt er að Prieto, hermála- Próf. dr. Halldór Hermannsson sextugur. Það var mikið, liapp, þegav prófessor Fiske, hinn mikli vel- gerðamaður þjóðar vorrar, tók Halldór Hermannsson i þjón- ustu sína og fól lionum síðan á hendur hið íslenska bókasafn sitt við Cornell háskólann eftir sinn dag. Þar kom réttur maður á réttan stað. Halldór fékk þarna til umönnunar eitt hið ágætasta bókasafn um alt sem ísland snertir og hefir síðan liaft augu á hverjum fingri hvar sem eitthvert rit kom út, er eitt- livað kom íslandi við, og náð þvi samstundis í safn sitt. Er auðsætt, hve mikilsvert það er fyrir oss, að svo fullkomið bókasafn er nú til afnota öllum þeim, er íslensk fræði stunda vestan bafs. En hitt er þó rnest um vert, að þetta safn hefir í liöndum próf. Halldórs Her- mannssonar orðið eins konar ljósvarpa íslenslcrar bókfræði út um allan heim, en það hefir það orðið með bókfræðiritum þeim, er Halldór hefir samið og safnið gefið út. Er þar fyrst að telja bókaskrá safnsins sjálfs: Catalogue of the Ice- landic Collection beqneathed by Willard Fiske, Ithaca, New York 1914. Hún er 755 bls. og nær til 1912. Það ár voru í safn- inu 10200 bindi og eru þau öll í skránni nema um 500, sem voru um rúnir, en um þau gaf próf. H. H. út sérstaka skrá 1917. 1927 kom svo út viðauki við bókaskrá safnsins fyrir ár- in 1913—26, og er hún 284 bls. Sýnir það, hve geysiört safnið vex. Þá er liið mikla safn Islandica. 1. hindi þess kom út 1908 og eru bindin nú orðin 25. 1 þessu merkilega safni hafa birst bókaslcrár yfir íslendinga- sögurnar, fornaldarsögurnar, Noregskonungasögur, Yínlands- ferðirnar, fornlögin, Eddurnar, og eru þar ekki að eins taldar útgáfur og þýðingar, lieldur og það, sem um bækurnar hefir verið ritað í bókum og tímarit- um, og er auðsætt, hve geysi- legur verkaléttir það er hverj- um manni, sem fæst við eitt- livað af þessum efnum, að geta þannig á augabragði séð, hvað taka þarf til greina. Þá eru bókaskrárnar um íslenskar bækur á 16. og 17. öld ekki síð- ur þarfar. Önnur bindi ritsins eru jTirlitsverk um íslenska tungu, fornbókmentirnar, hand- ritin, landabréfin, tímarit og blöð til 1874, Vínlandsferðirnar, eða útgáfur, svo sem íslendinga- bókar, eða lítt kunnra handrita, eða rita um einslalca menn, svo sem Eggert Ólafsson, Joseph Banlcs, Sæmund Sigfússon og Oddverja, að ógleymdu ri|itiu um íslenska nútíðarhiií'imla (1913), sem mörgum ljBir komið vel. í formálum og ifn- göngum þessara rita fær höf- udurinn oft ástæðu til að gera grein fyrir aðaleinkennum bólc- menta vórra og sögu þeirra um leið og hann sýnir stöðu ritsins í þeim. Alt, sem hann skrifár, ber vott um mestu vandvirkni og heilbrigt mat. Með ritum sínum hefir pró- fessor Halldór Hermannsson unnið þjóð sinni hið rnesta þarfaverlc. Hann liefir jafn- framt sem kennari í íslenskum — ' ,w»- ' i ■ ! f ráðherra Spánar, liafi nýlega látið þá ósk í ljós, að Fraklc- land færi að veita stjórninni virlca aðstoð vegna styrjaldar- innar, en léli sér ekki nægja eintóma samúð og fögur orð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.