Vísir - 10.01.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 10.01.1938, Blaðsíða 2
VÍSTR TÍSIR DAGBLA9 Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Páll Steingrímsson. Skrifstofa í > Austurstræti 12. og afgreiðsla | Sí mar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Útrýming. grein, sem birtist í Alþýðu- * blaðinu daginn eftir að fulltrúaráð verkalýðsfélaganna ákvað að leita samkomulags við kommúnista, um sameigin- legan lista i bæjarstjórnarkosn- ingunum, er sagt frá því, að aðalritari alþýðusambands kommúnista hafi nýlega látið svo "um mælt, i avarpi til franska kommúnistaflokksins, „að leiðtogar socialistaflokk- anna standi í þjónustu auð- valdsins" og að Stalin hafi haft á réttu að standa, þegar hann hafi sagt, „að það væri ómögu- legt að útrýma auðvaldinu án þess að útrýma fyrst jafnaðar- stefnunni í verkalýðshreyfing- unni." Daginn eftir að „samfylking" Alþýðuflokksins og Kommún- istaflokksins í bæjarstjórnar- kosningunum var ákveðin, og samkomulag fengið um bæjar- fulltrúaefni flokkanna, lét blað kommúnista svo um mælt í forustugrein sinni, að með þeirri samfylkingu væri „stígið veigamesta skrefið í átt fram- tíðarstarfsins, unninn einn af þýðingarmestu sigrum i alhlíða baráttu verkalýðsins." Markmið „framtíðarstarfs- ins" er samkvæmt ummælum Stalins og aðalritara alþjóða- sambands kommúnista, að „út- rýma auðvaldinu", en það er „ómögulegt án þess fyrst að út- rýma jafnaðarstefnunni i verka- lýðshreyfingunni". Og einmitt þess vegna er „samfylkingin" „veigamesta skrefið" og „einn af þýðingarmestu sigrum i verkalýðsbaráttunni, að henni er ætlað að „útrýma jafnaðar- stefnunni í verkalýðshreyfing- unni". 1 forystugrein þeirri í blaði kommúnista, frá 8. þ. m. sem að framan er getið er að sjálf- sögðu lögð meiri áhersla á það, að samfylkingin sé „fyrst og fremst sókn og vörn gegn íhaldinu". Enda segir blaðið, að alþýðan skilji það, að féndur hennar séu ekki fyrst og fremst í hópi alþýðunnar. Hinsvegar er blaðið svo sem ekki í nokk- urum vafa um það, að alþýð- unni sé það full-ljóst, að hún eigi einnig féndur í sínum hópi, og þeir féndur hennar eru vit- anlega „leiðtogar socialista", eða forvigismenn jafnaðarstefn- unnar, sem Stalin segir að óhjá- kvæmilegt sé „að útrýma fyrst", áður en röðin komi að auðvald- inu! Alt þetta hefir mönnum lengi verið ljóst. Hinir gömlu „leið- togar socialista", eða Alþýðu- flokksins, hafa ekki gengið þess duldir, að markmiðið með sam- fylkingarbaráttu kommúnista væri það, að „útrýma jafnaðar- stefnunni i verkalýðshreyfing- unni", og þeim er það Ijóst, að sá „grundvöllur að sameiningu verkalýðsflokkanna i framtíð- inni", sem kommúnistar ætla að skapa með „samfylking- unni" er kommúnisminn. Og'að sjálfsögðu er Ieiðtogum komm- únista það ekki síður ljóst, að „samfylkingin" er ekki fyrst og fremst „sókn og vörn gegn ihaldinu", heldur hljóti hún ein- mitt að tryggja sigur „íhalds- ins" i svipinn. Hinir gömlu leiðtogar soci- alista hafa orðið undir í sam- fylkingarbaráttunni. Allir fylg- ismenn þeirra, sem nokkurn greinarmun kunna að gera á „jafnaðarstefnunni" og komm- únismanum, skoða ósigur þeirra i þessari baráttu sem sinn ósig- ur. Það er þvi mjög f jarri sanni, að samfylkingin hafi vakið nokkurn þann „eldmóð" i brjósti þess hluta Alþýðu- flokksins, eins og blað komm- únista talar um. Og eins og for- maður Alþýðuflokksins hefir látið strika nafn sitt út af sam- fylkingarlistanum, eins munu þeir flokksmenn hans, sem mest traust hafa til hans borið, af öllum leiðtogum flokksins, margir hugsa sig tvisvar um, áður en þeir greiða Mstanum at- kvæði. í blaði kommúnista er gert ráð fyrir þvi, að „með sameig- inlegum lista fari ekkert at- kvæði forgörðum hjá verka- lýðsflokkunum". Og svo mundi það líka reynast, ef flokkurinn væri einhuga um listann og um samvinnuna. En af þvi að svo er ekki, er hætt við því, að van- höldin verði mikil. En það er líka algert aukaatriði i augum kommúnista. Þeir vita að engin von er um sigur þeim til handa í kosningunum. Sá sigur, sem þeir keppa að, er „útrýming jafnaðarstefnunnar í verkalýðs- hreyfingunni", útrýming hinna gömlu leiðtoga socialista, og þann sigur þykjast þeir nú þeg- ar hafa unnið að hálfu leyti. ítalir fá ekki ú hafa togarastði í Þórshöfn Fréttaritari útvarpsins í Kaup- mannahöfn telur sig hafa orðið þess visari í dag, að danska stjórnin hafi endanlega neitað að gefa samþykki sitt til þess, að italski fiskikaupmaðurinn Gismondi fengi leyfi til þess að að setja upp bækistöð fyrir ífalska togara í Þórshöfn í Fær- cyjum. FÚ. Kalundborg 9. jan. FÚ. Eins og áður hefir verið frá skýrt, hefir danska stjórnin nú neitað að gefa samþykki sitt til að ítalir fengju bækistöð fyrir fimm togara í Þórshöfn. Jafn- framt hefir það orðið að sam- komulagi milli ríkisstjórnarinn- ar og fulltrúa Færeyinga, að lögþingið og ríkisstjórnin setj- ist á rökstóla til þess að finna færar leiðir til að bæta Færey- jngum það atvinnutjón, er þeir telja sig hafa beðið við þessa ráðstöfun stjórnarinnar. Hefir stjórnin þegar undirbúið ýmsar tillögur í þessu efni, sem meðal annars miða að því, að veita Færeyingum aukinn styrk til fiskniðursuðu, veita aukið fjár- magn til kolavinslu á Færeyj- um, hjálpa með lánum og styrk- veitingum til þess að auka skipastólinn og gera hann ný- tiskari, og auk þess veita fé til þess að hlynna að landbúnað- Rúmenska sfjórain e* eim*æOisstj órn, segir Kapl konungui-. „Verdi ég óánægður með gerðir henna? krefst ég breytingar", Hðsetaverkfall i fefr EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. D blaðið: aily Herald birtir í morgun viðtal við Karl Rúm- enakonung, og er viðtalið vegna stjórnar- skiftanna þar (í landi. Karl segir m. a. við .:.:* m Stefna st jórnarinnar hef- ir engin áhrif á bandalag Rúmeníu eða stefnu í utan- ríkismálum. Hver einasta af rikisstjórnum mínum verður að hafa samþykki mitt. Sama dag sem eg verð óánægður með st jórn þeirra á málefnum þjóðarinnar, mun eg kref jast breytingar. Þegar hann var spurður um ráðstafanirnar gagn- vart Gyðingunum, sagði hann, að þær væri að eins gegn þeim Gyðingum, sem hafa komist inn i Rúmeniu á ólöglegan hátt, f rá Galisiu í Póllandi eða Rússlandi, en þeir eru í hæsta lagi 250 þúsund. Karl sagði að þessir Gyðing- ar hefði gert innrás í landið, ekki komi til mála að vísa þeim úr landi, en ómögulegt sé að veita þeim stjórnmálaleg rétt- indi. Bætti Karl því við, að eng- ir þyrfti að óttast það i öðrum löndum, að ekki yrði á allan hátt komið vel fram við þessa menn. Karl neitaði þvi algerlega, að hann hefði í hyggju að stofna til einræðis i landinu, en hvað framtíðinni við kemur, sagði hann þetta: „Ákvörðun mín mun fara eftir þvi, hvað eg álít koma sér best fyrir hina rúm- ensku þjóð." — United Press. KONUNGLEGT BRÚÐKAUP. Kalundborg 9. jan. FÚ. 1 Aþenu hefir verið mikið um dýrðir í dag. Páll krónprins á Grikklandi gekk i dag að eiga hejrtogainnuna af Brunschvig- Liineburg. Voru þau gefin sam- an eftir grísk-kaþólskum hjú- skaparformála með stórkost- legri viðhöfn og aðstoðuðu 30 biskupar við hjónavígsluna. — Fjöldi útlendra gesta voru við- staddir, fulltrúar frá flestum ríkisstjórnum og konungsfjöl- skyldum í Evrópu. Fyrir hönd dönsku konungshjónanna mættu Knútur príns og kona hans, Karoline Matthilde prin- sessa. inum meira en undanfarið, m. a. með auknum styrkveitingum til fjárræktar. Stjórnin hefir og fleiri tillögur og ráðagerðir i fórum sínum, sem komið geta til framkvæmda, ef forráða- menn Færeyinga fallast á. JAPANIR TÓKU TSINGTAO. EINKASKEYTITIL VlSIS. LONDON 1 MORGUN. Frá Tokio er símað, sam- kvæmt fregnum frá Tsien- tsin, að japanskir sjóliðar hafi verið settir á land í Tsingtao í gær. Sló þegar í bardaga milli þeirra og kín- verskra hersveita, en Kínverj- ar hörfuðu undan áður en langt um leið. Japanir f ást nú við að leita uppi leyniskyttur og hermenn, er hafa falist í húsum borgarinnar. United Press. hetjunum í Teruel, sem vörðust, þar til þeir voru að verða hungurmorða. — Londbn 10. jan. FÚ. 1 útvarpi frá Sevilla réðist de Llano með mikilli heif t á upp- reistarforingjann i Teruel, sem gafst upp ásamt liði sínu á laug- ardaginn. Hann nefndi hann „þrjótinn, sem gafst upp án þess að ráðfæra sig við yfirboð- ara sina". Samkvæmt heimildum spðnsku stjórnarinnar hafa flestir særðir hermenn meðal uppreistar- manna, sem gáfust upp í Teru- el, verið sendir í sjúkrahús i Valencia. Stjórnin hefir gefið fyrirskipanir um að fylstu mannúðar skuli gætt í meðferð fanganná. NÝ MÁLAMIÐLUN ÁRANGURSLAUS. Enn þá hafa menn það fyrir satt, að sendiherrar Þjóðverja í Tokíó og í Kina séu að reyna að koma á vopnahléi, og vissa er fyrir því, að þýsku stjórninni er það mikið áhugamál að endir verði bundinn á styrjöldina í Kína. Þessar málaleitanir virðast þó ekki bera neinn verulegan árangur, þvi að í dag Iýsir sendiherra Japana í Kína opinbérlega yfir því, að engin von sé um frið af hendi Japana meðan stjórn Chiang Kai Sheks situr að völdum og sú stefna sé ríkjandi í landinu sem hann hafi haldið fram. Japanir séu þegar búnir að setja fram lág- markskröfur sínar, en þeim hafi ekki verið sint að neinu. Stjórn sú er Japanir hafa sett á stofn i Peiping hefir skipað sérstaka nefnd til þess að rannsaka fjármál og gjaldeyrismál Norður-Kína með það fyrir augum að stofna nýjan gjaldmiðil og gjaldeyrisfyrirkomulag er hvili að öllu leyti á hinu japanska yen. — FÚ. FJÁRHAGSÖNGÞVEITI YFIRVOFANDI 1 JAPAN. Fjármálaráðherra japönsku stjórnarinnar hefir á ráðherra- fundi leitt stjórninni fyrir sjónir, að styrjöldin i Kina hljóti að hafa í för með sér stórkostleg útgjöld svo að ekki verði hjá því komist, ef syrjöldin heldur áfram, að taka stór lán. 1 sambandi við þetta varar ráðherrann stjórnina við því, að stórkostlegar lántökur geti vel leitt til gengishruns, svo að Japan komi til að standa í svipuðum sporum eins og Þýskaland eftir ófriðinn mikla. — FÚ. FRANCO VIÐURKENNIR ENGAR VERÐBRÉFASÖLUR SPÆNSKU STJÓRNARPNNAR. London, 8. jan. — FU. Franco hershöfðingi birtir opinberlega tilkynningu i dag, þar sem hann viðurkennir ekki neinar verðbréfasölur spænsku stjórnarinnar, útflutning hennar á verðbréfum og verðmætum, né neitt annað er hún hafist að af slíku tagi og kveðst skoða það lögleysu eina, með því að hún hafi ekkert vald til þess að ráðstafa opinberu fé Spánverja. Bretar og Banda- ríkjamenn smlía mðri 46000 smá- iesta herskip. Fregnirnar frá Bómaborg um að Mussolini hafi ákveðið að auka herskipaflotannn um tvö ný orustuskip, tvö önnur or- ustuskip, 8 beitiskip og tugi tundurspilla og kafbáta, vekja alheimsathygli. Þegar þessi á- form hafa verið framkvæmd, Iiafa ítalir mesta kafbátaflota heims, svo fremi, að önnur stórveldi grípi ekki þegar í stað til ráðstafana til þess að auka kafbátaflota sína. En svo horfir nú, vegna flotaaukningaáforma ítala og Japana, að Bretar og Bandaríkjamenn hefji þegar i stað stórfelda aukningu her- skipaflota sinna. Ensku blöðin skýra frá því, að Bretar og Bandaríkjamenn ætli að smíða mörg 46.000 smálesta beitiskip, vegna flotaaukningaáforma Japana. NBP—FB. Forsætisráðherra Frakklands hefir boðað fulltrúa verka- manna og atvinnurekenda á ráðstefnu í því markmiði, að leysa deilumál þeirra og koma á vinnnufriði í landinu. NBP— FB. ~~ptn$5. Sandur 9. jan. FÚ. I dag hófst verkfall hjá há- setum á Helhssandi. — Hafa undanfarið staðið þar yflr samningaumleitanir milli ful>- trúa háseta og útgerðarmamta um hlutaskifti á vertíðinni, eli ekki náðst samkomulag. Grein- ir á um hálfan hlut. Nokkrir út- gerðarmenn, sem standa fyrirt utan Útgerðarmannafélag Hell- issands, hafa þegar gengið aj5 kröfum háseta. adeijris Uoftup. SkíBaferíir um öelgina Skíðafélag Beykjavikur fór 1 gærmorgun í skíðaför upp & Hellisheiði. Tóku þátt í förinni um 120 manns. Sumir fóru i Innstadal, aðrir voru i Gíghól og í Beykjarfelli, en aðalhópu*. inn var í brekkunni við Skíða- skálann, enda var snjórinH mestur þar. Annars var snjólít- ið á Hellisheiði. Veður var ágætt allan daginn.austan kaldi, nokkurra stiga frost og gqti skiðafæri. hMk 8 ir. Frambod sjálfstædis- manna út um land., Seyðisfirði, 9. jan. FÚ. Á lista SjáKstæðisflokksins til bæjarstjórnarkosninga & Seyðisfirði eru 10 efstu menn: Jón Jónsson, Firði, Halld. JónB, son kaupmaður, Gisli Jónsson verslunarmaður, Einar Bland- on, Benedikt Jónasson forstjóri, Benedikt Þórarinsson bankarit- ari, Jónas Jónsson verslunar stjóri, Kári Forberg símritari, Jón Stefánsson kaupmaður og Einar Hilmar lyfsveinn. Listinn er skipaður 18 mönnum. Vestmannaeyjm. FÚ Sjálfstæðisflokkurinn hefir lagt fram lista sinn til bæjarr stjórnarkosningar í Vestmanna- eyjum. Tiu efstu menn listaiis eru: Ásæll Sveinsson útgerðar- maður, Ástþór Matthiasson for- stjóri, Guðlaugur Gíslason fot- stjóri, Haraldur Eiríksson raf- virki, Ólafur Auðunsson út- gerðarmaður, Þorsteinn Jóns- ison útgerðarmaður, Hinrik Jónsson lögfræðingur, Tómas Guðjónsson afgreiðslumaður, Ólafur Jensson póstafgreiðslu- maður og Eirikur Ásbjörnsson útgerðarmaður. KULDARNIR Á MEGINLANDI ÁLFUNNAR. FÓLK HELFRÝS Á VÍDAVANGI. Kalundborg 9. jan. FÚ. Daglega eru að berast fregn- ir um fannfergi og illviðri, og er frostgrimdin svo mikiL að fólk finst helfrosið á víða- vangi. 1 þorpi einu suður við Svartahaf fundust 6 manns hel- frosnir í morgun, á vegarbrún skamt utan við þorpið og var því líkast, sem þeir hefðu sest niður til þess að hvíla sig, en frostið yfirbugað þá. 1 Konstanz er víða þrijggja metra djúpur snjór og öskrandi hríðarbyllur í dag. Hafa tveir menn orðið þar úti í úthverfum borgarinnar. 1 Bukharest var 36 stiga frost á Celsíus í gær.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.