Vísir - 11.01.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 11.01.1938, Blaðsíða 2
VÍSIR Segja Japanir Kinverjnm formlegfa strid á hendur? EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. w Imorgun hófst ráðstefna í Tokio, sem tekur fullnaðarákvörðun um það, hvort Japan skuli segja Kína formlega stríð á hendur. Japans- keisari heldur ráðstefnu þessa með stjórn sinni og æðstu embættismönnum og er það eigi nema á allra al- varlegustu tímum, sem slíkar ráðstefnur eru haldnar* Keisaralega ráðstefnan er hafin, þegar þetta er símað, og um allan heim bíða menn þess með óþreyju að fá vitneskju um hvaða ákvarðanir þar verði teknar. VlSIR DAGBLÁÐ Útgcfandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Páll Steingrímsson. Skrifstofa \ > Austurstræti 12. og afgreiðsla ) S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Verðlaunin. Héðinn Valdimarsson hefir nú unnið að því af miklu off- orsi mánuðum saman að „sam- eina“ Alþýðuflokkinn og Kommúnistaflokkinn. Hann hefir gert það í fullri óþökk hinna best metnu leiðtoga Al- þýðuflokksins, og nánustu sam- herja sinna að fornu, en að vísu elcki að nýju. Það hefir lengi verið takmark Héðins, að ná æðstu völdum í Alþýðuflokknum og um leið í verkalýðssamtökunum. Fyrir nokkurum árum einbeitti hann kröftum sínum að því á Al- þýðusambandsþingi, að Jóni Baldvinssyni yrði hafnað sem forseta Alþýðusambandsins, en hann sjálfur kjörinn í lians stað. Þessi tilraun hans mis- tókst að því sinni. En það varð að eins til þess, að hann breytti um aðferð, til þess að ná tak- marki sínu. Síðan hefir hann lagt hið mesta kapp á það, að sveigja stefnu Alþýðuflokksins meira og meira í áttina til kommúnista. Hann þckti svo skap Jóns Baldvinssonar, að hann þóttist þess fullviss, að þetta væri líklegasta leiðin til að vinna fylgi flokksins undan honum, því að hann mundi fyrr segja skilið við flokkinn en hann léti leiðast út í slíkar villigötur. Nú hefir Héðni að minsta kosti í svip íekist að vinna bug á áhrifavaldi Jóns innan flokks- ins, og sjálfur gerist hann hand- genginn kommúnistum ásamt fylgismönnum sínum. Hann hefir verið kommúnistum hinn auðsveipasti í öllum samning- um sínum við þá, enda verið mjög upp á þá kominn í þessari baráttu sinni. Það er líka auð- sætt, að kommúnistar telja ekki starf Héðins í sína þágu mikilla launa vert. Miklu fremur virð ast þeir hafa notað sér þörf hans til þess að þröngva honum til að gera nokkura yfirból fyrir fyrri misgerðir við þá. Þannig munu þeir hafa talið, að Héðinn þj'rfti að bæta fyrir óvægilega meðferð á einum flokksmanna sinna, sem um eitt skeið var í þjónustu hans, og varðveitti ekki sem trúlegast verðmæti, er falin voru umsjá hans. Þennan mann lögðu þeir fyrir Héðin að setja við hlið sér í stjórn Dags- brúnar — og fela honum alla fjárheimtu félagsins, svo að hann mætti þannig öðlast fulla uppreisn og meðtaka trúrra þjóna verðlaun? Hinsvegar hef- ir þeim litist svo, að þeini hæri ekki sjálfum að útreiða Héðni verðlaun þau, er hann hefði unnið til í þjónustunni við þá, heldur ætti hann að heimta þau sem bætur af samherjum sín- um, sem að fornu höfðu verið, fyrir þrjósku þeirra og mót- þróa gegn yfirgangi lians. Og í þessu skyni hefir Héðinn verið settur í heiðurssætið á sameiginlegum framboðslista Alþýðuflokksins og Kommún- istaflokksins í bæjarstjórnar- kosningunum, sjötta sætið, sem telja verður „baráttusætið“ á þeim lista. Ef ekkert fer for- görðum af því alkvæðamagni sem Alþýðuflokkurinn og Kommúnistaflokkurinn fengu í alþingiskosningunum í sumar, geta þeir nú í sameiningu lcom- ið að sex mönnum í bæjar- stjórnarkosningunum. En það, hvort nokkuð eða hve mikið kann að fara forgörðum af þessu atkvæðamagni flokk- anna í hæjarstjórnarkosning- unum, veltur algerlega á því, hve vel alþýðuflokksmennirnir sækja kosningamar og hversu trúlega þeir skila samfylking- unni atkvæðum sínum. Þannig eiga alþýðuflokksmennirnir, sem Héðinn kúgaði til þess að heygja sig fyrir samfylkingar- valdboðinu, að „róa lífróður" fyrir hann í kosningunum, í þakklætisskyni fyrir það, og gjalda honum þannig „trúrra þjóna verðlaun“, eins og hann liefir goldið fyrrverandi starfs- manni sínum, þeim sem ætlað er sæti við hlið hans í stjórn Dagsbrúnar. Dailr veita Færeying- nm 400.000 kr. fisk- veiialán. Danska stjórnin er nú að íhuga að veita Færeyingum nýtt fiskveiðalán að upphæð 400 þúsund krónur og er það einn liðurinn í fyrirætlunum þeim sem stjórnin hefir með höndum til jiess að bæta Færey- ingum það, að þeim var synjað um leyfi til þess að gera sanm- ing við Gismondi um bækistöð fyrir ítalska togara í Þórshöfn. (FÚ.). - Suðupför dPe S. Blöndals. 10. jan. FÚ. Dr. Sigfús Blöndal bókavörð- ur, er kominn lieim úr för sinni lil Suðurlanda, en þangað fór hann í þvi skyni að afla sér heimilda til bókar sem hann er að rita um Væringja í Mikla- garði og áhrifa byzantiskrar menningar á fornmenningu Is- lendinga. Dr. Sigfús skýrir fréttaritara útvarpsins svo frá, að á ferðalagi sinu hafi hann dvalist í Konstantinopel, Aþenu og Bari á Ítalíu, þar sem Vær- ingjar höfðu bækistöðu sína. Rannsakaði dr. Sigfús söfn á þessum stöðum og átti viðræð- ur við ameríska og þýska forn- fræðinga sem rannsakað hafa þessi mál. Annars óskaði hann ekki að láta neitt uppi um ár- angur farar sinnar fyr en hann hefir unnið úr því efni sem hann hefði viðað að sér. Kalundborg, i gær. FÚ. VINDHÖGG VAN ZEELANDS. Blöð í London taka lieldur dauflega í það, að mikill árang- ur verði af rannsóknum Van Zeelands um möguleika á aukrx- ingu viðskifta. Þykjasl þau þeg- ar vita í hverju tillögur hans séu fólgnar og kalla þær vind- högg. Ráðstefnan er fyrst og fremst haldin vegna þess, að Kínverjar hafa hafnað þeim kostum, sem Japanir hafa sett þeim sem skilyrði fýrir þvi, að stríðinu verði hætt. Það er því ákvörð- un um framtíðarstefnu Japan gag-nvart Kína, sem um er að ræða. Að því er United Press hefir fregnað, mun ríkisstjórnin leggja til, að stríðinu verði haldið áfram, uns alger sigur er unninn á Kínverjum, og er því frekast búist við, að stríðs- yfirlýsing verði niðurstaðan. í því sambandi er vert að minna á, að er til formlegrar styrjaldar kemur, ætla Japan- ir sér, samkvæmt yfirlýsingu sendiherra síns í London, að gera róttækar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir, að Kínverjum berist vopn, m. a. með því að herða hafnbannið á Suður-Kína. En gríðarmikið af vopnum og skotfærum hefir boríst til Kínverja um Hong- kong, og lengi verið hætt við árekstrum út af því, milli Jap- ana og Breta. BRESKA RÁÐUNEYTIÐ KEMUR SAMAN. Daily Express segir, að breska ráðuneytið muni koma saman á fund, til þess að taka ákvörð- un um hvað gera skuli, ef Jap- anir reyni að hefta hergagna- flutninga um Hongkong. Mun breska stjórnin taka til íhugun- ar, hvort senda skuli fleiri her- skip til Hongkong. BANDARlKIN OG HLUTLEYSISLOGIN. Blaðið er þeirrar skoðun- ar, að formleg stríðsyfirlýs- ing muni hafa þau áhrif, að Bandaríkin muni tilneyðast að beita hlutleysislögunum og banna útflutning hergagna bæði til Japan og Kína. United Press. Ófpiðapæfin- týri Japana. Aðvaranir Tjármála- manna. Kalundborg, í gær. FÚ. Japanski innanríkismálaráð- herrann sem mjög hefir horið á í stjórninni undanfarið lagði það til á stjómarfundi í gær i viðurvist keisarans, að Japanir segðu Iíinverjum formlega strið á liendur. Fjármálamenn í Jap- an aðvara stjórnina um það, að hætta sér ekki lengra en komið er út í ófriðaræfintýrið og er orsökin talin vera sú, að jap- önsk skuldabréf falla nú í verði á kauphöllum utan lands og innan, en herforingjarnir halda því fram, að héðan af verði ekki aftur snúið og hið eina sem komið geti til mála af hálfu Japana sé að taka undir sig svo mikið af Kína, að eitthvað verði til að borga með. ÞJÓÐARATKVÆÐI UM STYRJÖLD. TILLAGA LUD- LOWS FELD. London 11. jan. FÚ. Tillaga Ludlows öldungaráðs- manns, um að þjóðaratkvæði færi fram áður en Bandaríkja- stjóm gæti sagt annari þjóð strið á liendur, var feld i full- trúadeild ameríska þingsins í gær. Enskur feriifræiinuur skotim til baiia i Palestina. London 11. jan. FÚ. Enskur fornfræðingur að nafni Starkey, var skotinn til hana í gær í Palestina. Starkey var á leið frá Hehron að stað nokkrum þar í grend, þar sem liann var við fornleifagröft, og ferðaðist í hifreið. í fylgd með honum voru tveir þjónar, auk ökumannsins. Vopnaður flokk- ur Araba stöðvaði bifreiðina, i-ændi Starkey öllu þvi verð- mæti er hann bar á sér og skaut hann síðan til bana, en hinum mönnunum var slept. Starkey var 46 ára að aldri og hafði unnið að fornleifagreftri á þessum slóðum í 6 ár. HefiatiruQaufl á Hkranesi. Síðastliðinn föstudag fór Björn Blöndal löggæslumaður til Akraness, samkvæmt beiðni lögreglustjórans þar og gerði ásamt honum liúsrannsókn sama kvöld lijá Stefáni Gunn- arssyni Tyrfingsstöðum í Ytri Akranesshreppi. — Við liús- rannsóknina kom í ljós að bruggun liafði átt sér stað, en livorki fanst þar brugg né hruggunartæki. — Næsta dag var téður Stefán Gunnarsson kallaður fyrir rétt á Akranesi, cn með því að framburður hans var mjög ósamhljóða framburði vitna flutti löggæslu- maður hann með sér til gæslu- varðhalds í Reykjavík. — I gær yfirheyrði lögreglustjórinn á Akranesi Stefán aftur og með- gekk hann þá að hafa bruggað áfengi rétt fyrir göngur síðast- liðið liaust og að hafa selt á Gamlárskvöld afgang af þeirri hruggun. — FÚ. SKÁKÞING NORÐLENDINGA. Önnur umferð á skákþingi Norðlendinga á Akureyri var tefld í gærkvöldi. I fyrsta flokki vann Guðmundur Arnlaugsson Jóhann Snorrason, Hjálmar Theódórsson vann Anton Sölva- son, Jón Ingimarsson vann Eið Jónssson, og Júlíus Bogason vann Óla Hermannsson. í fyrsta flokki B. vann Guð- bjartur Vigfússon Arnljót Ól- afsson og Kristján Theódórs- son yann Sigmund Jónsson. — Biðskák varð milli Unnsteins Stefánssonar og Guðmundar Eiðssonar. — í öðrum flokki eru nú efstir: Jóliann MöIIer og Gunnlaugur Sigurbjörnsson með 2 vinninga hvor. — Þriðja umferð hefst í kvöld. (FÚ.). J es Zimsen kaupmaður Fæddur 13. apríl 1877. Dáinn 3. jan. 1938. Við fráfall Jes Zimsens hefir verslunarstétt íslands mist einn af hinum ágætustu merkisber- um sínum. Það eru slikir menn, sem á öllum tímum bera uppi hróður sínnar stéttar. Eg kynt- ist Jes þegar við háðir vorum ungir og eg get með sanni sagt, að eg hafi engan betri mann þekt. Ungur fór Jes Zimsen til Danmerkur og hagaði verslun- arnámi sínu þannig, að hann byrjaði þar sem lærlingur og vann sig áfram þar til hann var fullnuma í starfinu. Að afloknu námi kom hann hingað heim aftur og hyrjaði sjálfstæðan at- vinnurekstur og leið þá ekki á löngu áður en menn tóku eftir honum, ráðdeíld hans og mann- kostum, og var hann snemma liafður í ráðum um ýmsar framkvæmdir á sviði verslunar- og atvinnumála. Jes Zimsen var meðal þeirra fyrstu, er sáu nauðsynina á því, að koma hér á togaraútgerð, enda var hann um Iangt skeið formaður í stjórn Fiskveiða- hlutafélagsins „Island“ og fram- kvæmdastjóri þess, auk þess sem hann rak umsvifamikla verslun. Þá var liann einn meðal stofnenda Sjóvátryggingarfélags íslands og hafði í mörg ár verið form. félagsstjórnarinnar, er hann féll frá. Áður hafði hann verið meðstjórnandi í Þilskipa- ábyrgðarfélagi Faxaflóa. Hann var formaður í Styrktar- og Sjúkrasjóði Verslunarmanna er hann dó og var meðal stjóm- enda í Verslunarráði íslands við stofnun þess. Þá var hann og framkvæmdarstjóri Hins ís- lenska steinolíuhlutafélags. Hér er ekki rúm fvrir frekari upptalningu á þeim trúnaðar- störfum sem Jes Zimsen voru falin, en þau voru mörg, og hann rækti þau öll með þeirri samviskusemi er einkendi alt hans starf. Jes taldi mig lögfræðilegan ráðunaut sinn, en það er satt best að segja að eg leitaði eins oft til hans um lieilræði eins og Iiann til mín sem lögfræðings, því það var ávalt örugt að leita til Jes Zimsen um vandamál; með sinni víðtæku þekkingu og reynslu gat liann krufið mál- efnin til mergjar og hann sagði hispurslaust kost eða löst á hverjum hlut, en hann gerði það með þeirri lipurð, sem honum var meðfædd. Oft er eg sat hjá honum á skrifstofu hans, varð eg þess var, að eldri Reykvík- ingar komu til hans og leituðu ásjár um ýms vandamál, og hann hafði altaf tíma til að lilusta á þá og veita þeim aðstoð sína. Eg minnist þess að eg sagði einhvern tíma við kunningja okkar beggja, að livorki hann eða nokkur annar maður gæti kent Jes Zimsen að segja ósatt. Þetta var ekkert oflof, jiannig var hann, stiltur og látlaus, en glöggur og réttsýnn atorkumað- ur er aldrei gat fylgt röngum PANAY, ameríski fallbyssubálurinn, sem Japanir söktu, og mestar æs- ingarnar urðu út af, svo að við lá að Bandarikin færi í ófrið við Japani. Er þetta fyrsta myndin, sem birtist af Panay í ís- lcnsku blaði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.