Vísir - 12.01.1938, Page 2

Vísir - 12.01.1938, Page 2
VÍSIR Japanir segja ekki Kína formlega stríð á hendur. Æstustu hernaðarsinnarnir fengu ekki kröfum sínum framgengt á keisaralegu ráðstefnunui. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Tokiofregnir herma, að reynt sé með öllu móti að halda því leyndu, sem ákvörðun var tekin um á keis- aralegu ráðstefnunni. Það hefir síast út, að æstustu hernaðarsinnarnir hafi ekki fengið kröfum sínum framgengt — þ. e. að Japan segði Kína formlega stríð á hendur, en ætlan margra er, að afleiðing þess mundi hafa orðið sú, að fleiri þjóðir hefði flækst inn í stríðið. En enda þótt Japan ætli ekki að segja Kína formlega stríð á hendur verður styrjöldinni í Kína haldið áfram, uns öll mótspyrna gegn Japönum þar er brotin á bak aftur. United Press. SIGUR KÍNVERJA VIÐ TSINIANG. London, 12. jan. FÚ. Kínverjar halda því en þá fram, þrátt fyrir mótmæli Japana, að þeir hafi unnið stórsigur við Tsiniang nokkuru sunnan við Tsi-nan, og að járnbrautinni sem liggur vestur í Sliansi-fylki sé nú ekki lengur hætta búin af her Japana sem sækir að norð- an. Sagt er að Chiang Kai Shek sé lagður af stað til þessara vígstöðva. Fjármálaráðherra Kína sagði í gær, að kínverska stjórnin myndi gera alt sem í hennar valdi stæði til þess að borga vexti af erlendum skuldum, en að tolltekjur síðastliðins árs hrykkju ekki til þess. JBretar óttast að Mið- jarðarltaflnu verði lokað. I»eir víggirða bopgip á sjóleiöinni suðup fypip Afpiku. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Daily Herald flytur í morgun grein um það, að verið sé að fullgera víggirt flotalægi í Freetown í Sierra Leone og í Höfðaborg til þess að vernda þessa sjóleið til Indlands, ef Miðjarðarhafið verður ekki fært, ef einhverri þjöð tekst að loka Suez-skurðinum. í Freetown er verið að auka uppfyllingar, hæta skilyrði til að skipa eldsneyti um borð í skipin o. s. frv. Þá er verið að reisa sterk virki alstaðar umhverfis höfnina og auka hermannaskálana, svo að þeir taki enn stærra setulið. Þegar þessu verður lokið, verður Freetown mjög mikilvægur staður frá hernaðarlegu sjónarmiði, eins og Singapore í Asíu, þó verður Freetown ekki eins öfluglega víggirt. Á Robbeneyju, sem liggur við höfnina í Höfðaborg, er einnig verið að reisa sterkar víggirðingar. Eru Englendingar auðsjáanlega farnir að óttast um völd sín í Miðjarðarhafi vegna ágengni ítala. — United Press. TtSIB DAGBLAÐ Útgfcfandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Páll Steingrímsson. Skrifstofa 1 ,. 10 > Austurstrætr 12. og afgreiðsla | S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Allra vinur. IÓNAS Jónsson vorkennir ® mjög „hinum eiginlega Alþýðuflokki“, sem liann kallar svo, það „ólán“, sem hann hafi orðið fyrir, „að vera lagstur undir sina mestu öfundar- og óvildarmenn, kommúnistana“. En eins dauði er annars brauð. Og svo virðist sem Jónas geri sér hinar bestu vonir um, að Framsóknarflokknum muni fljóta nokkuð gott af þessu „óláni“ Alþýðuflokksins. „Það mun sannast, þegar líða tekur fram á kosningaundir- húninginn“, segir Jónas, „að ýmsir góðir og gegnir Alþýðu- fl.menn munu athuga vandlega hvernig þeir geta best farið með alkvæði sin, meðan flokks- stjómin er í hugleiðingu við vötnin ströng í seli Stalins hér á landi“. — Og Jónas ætlast til þess, að þessir „góðu og gegnu“ Alþýðuflokksmenn láli Fram- sóknarflokkinn njóta j>ess, að hann vilji Iivergi nærri koma „seli Stalins hér á landi“. Nú skilst mönnum liinsveg- ar, að sel Stalins hér á landi séu í rauninni fleiri en eitt og fleiri en tvö. Og þó að eitt af þeim sé hérna i Reykjavík, eins og eitt af pottbrotunum, þá muni þau einnig vera víðar, eins og pottbrotin, og kunni því ef til vill ekki aðeins Alþýðuflokkur- inn, „hinn eiginlegi“, að mega „labba lotinn“. Og hvernig mundi nú ástatt um „Iiinn eiginlega“ Framsókn- arflokk í þessu efni? Það er þannig ástatt um hann, að hann hefir ratað í ná- kvæmlega sama „ólánið“ við „vötnin ströng“ í seljum Stal- ins viðsvegar um landið. Það hefir verið sagt frá því i blöð- um allra flokka, nema þá ef til vill Framsóknarflokksins, að „allir vinstri flokkarnir“ hafi komið sér saman um sameigin- lega lista í sumum kauptúnun- um, svo sem Eyrarhakka, Borg- arnesi og víðar, og svo muni einnig vera á ísafirði og í Hafn- arfirði. Framsóknarflokkurinn er því undir sömu söldna seld- ur eins og Alþýðuflokkurinn í þessu efni. I sumum kaupstöð- unum hafa allir flokkarnir hver sinn lista í kjöri, t. d. á Seyðis- firði og Akureyri, og skiftir það engu máli, þó að Fram- sóknarflokkurinn liafi viðar sérlista en Alþýðuflokkurinn. Samfylking allra þriggja „vinstri“ flokkanna, í þessum kosnjngum, er staðreynd, sem ekki verður deilt um. Ilinir „góðu og gegnu“ Alþýðuflokks- menn hér í Iteykjavík, sem kunna að liafa skömm á sam- fylkingu Alþýðuflokksins og Kommúnistaflokksins, munu því liugsa sig tvisvar um, áður en þeir gefa Framóknarflokkn- um atkvæði sín. Jónas telur Framsóknar- flokknum það mest til ágætis, enda segist hann hafa markað þá „línu“ flokksins sjálfur, end- ur fyrir löngu, að hann geti verið allra vinur og þurfi því engum að vera trúr. Hitt fer nú að verða nokkurnveginn aug- ljóst, að trygð flokksins við samstarfsflokkana muni ekki svo mjög liáð því, hvort þeir flokkar hneigjast meira eða minna að byltingu eða ofheldi. Að minsta kosti verður þess litt vart nú í undirhúningi hæjar- og sveitastjórnarkosninganna, að Alþýðuflokkurinn hafi „fall- ið í ónáð“ hjá honum fyrir þá sök, að liann „liefir orðið fyrir þvi óláni að vera lagstur undir sína mestu öfundar- og óvild- armenn kommúnistana“. Þrátt fyrir þetta „ólán“ Alþýðu- flokksins, heldur Framsóknar- flokkurinn staðfastlega trygð við liann í kosningaundirbún- ingnum og tekur fullan þátt í því „óláni“, sem hann hefir orðið fyrir. Virðist Jónas þann- ig hera Framsóknarflokknum ver söguna en hann á skilið, þegar hann segir, að flokkurinn muni ekki síður reiðuhúinn að „standa við hlið íhaldsins“ en sinna fornu samherja, ef svo heri undir. ERLEND VÍÐSJÁ: Makedonia. Fyrir nokkuru voru hátíSahöld • mikil í Skoplie, stærstu borginni í þeim hluta Madedoniu, sem féll Serbum í hlut, er Tyrkir uröu a'5 láta Makedoniu af hendi, og voru hátíSahöldin í tilefni af því, aS 25 ár frá því, aö Makedoniumenn voru leystir undan ánau'ðaroki Tyrkja. Sta'ðurinn var fagurlega upplýstur og fagnaður mikill. Fjöldi hátt settra Serba var viS- staddur, uppgjafahermenn, sem barist höf'ðu gegn Tyrkjum, og tugir þúsunda Makedoniumanna. Segir í amerísku blaSi, sem birtir frásögn um þetta, a'S önnur eins hátíS hafi ekki veriS haldin í Makedoniu öldum saman. — Ára- tugum saman var Makedonia eitt- hvesrt mesta ófri'Sarhættusvæði álfunnar. Tyrkir höfðu mestan hluta landsins fyrir Balkanstyrj- öldina 1912 og stórveldin höfðu stöðugt áhyggjur af, aS styrjöld mundi brjótast út vegna Make- doniumálanna. í fyrsta lagi vildú Makedoniumenn losna undan Tyrkjum, en auk þess, þótt íbúar Makedoniu væri einhuga gegn Tyrkjum, áttu þeir í stöðugum ill- deilum innbyrSis. Serbneskir, grískir og búlgarskir flokkar vopnaSra manna óSu uppi. ÁriS jgi2 sameinuSust Búlgarar, Serb- ar, Grikkir og Montenegromenn um aS reka Tyrki úr Evrópu. Búl- garía var ’í mestri hættu í styrj- öldinni, en Búlgarar börSust vel og báru hita og þunga dagsins enn frekar en Serbir, sem unnu marga sigra. Þessir bandamenn unnu sig- ur á Tyrkjum. Því næst hófust erjur milli sigurvegaranna, en aS lokum fékk Serbía meira en helm ing Makedoniu, Grikkir nokkurn hluta og Búlgarar hitt. Land þaS, sem Serbir fengu, er um 14.000 ferh.mílur eSa stærra en Holland, en íbúatala landsvæSisins er um 1.500.000. Alt var þar í afturför og menning öll á lágu stigi. En undangengin 25 ár hafa Serbir gert mikiS í umbótaskyni þarna. Járnbrauta- og vegasamgöngur hafa veriS bættar, skólar reistir, um 600 talsins, og margt fleira mætti telja. Alt er meS vestrænni brag en áSur var og hefir enn frekara færst í þaS horf, eftir aS Serbía upp úr heimsstyrjöldinni varð hluti hins nýja ríkis, Jugo- slaviu. Velgengni er þar meiri en áSur, en Makedonium'enn sjálfir eru þó ekki í alla staSi ánægSir, því aS hinn mikli draumur þeirra hefir ekki ræst, aS Makedonia veröi sjálfstætt ríki. En serbneska Makedonia er ekki eini hluti Jugo- slaviu, sem vill verSa óháSur, Kró- atar vilja líka fá sjáfstæSi sitt, og jafnvel Serbar. En framtíSin ein sker úr, hvort þessar þjóSir geta sætt sig viS, aS Iönd þeirra sé hlutar hins júgoslavneska ríkis. ÞaS lifir Iengi í gömlum glæSum, og þaS eru enn mörg hættusvæSi á Balkanskaganum. Nopska stór- þingid sett. Oslo, 11. jan. Stórþingið kom saman til fundar i dag árdegis. Hambro var kosinn forseti með 80 at- lcvæðum, Magnus Nilssen vara- forseti með 141 atkv. Óðals- þingið kaus Stöstad forseta, en Myklebust varaforseta. I Lög- þinginu var Moen kosinn for- seti, en Moseid varaforseti. — Stórþingið verður liálíðlega sett á morgun. — NRP. — FB. Sjómannakveðja. 11. jan. FB. Lagðir af stað áleiðis til Eng- lands. Vellíðan allra. Skipshöfnin á Snorra Goða. BRETARIHONGKONG ÞJÁLFA KÍNVERJA. Berlín, 12. jan. —- FÚ. ! í Hong-Kong hafa Bretar komið sér upp nýjum lier- deildum skipuðum ungum Kín- verjum sem eru undir forystu enskra herforingja. Sagt er frá því, að mikið af verðmætum Idnverskum lista- verkum hafi fallið í liendur Japönum er þeir tóku Nanking. Spánn, LOFTÁRÁS Á BARCELONA EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Giskað er á, að 25 menn hafi beðið bana, en 45 særst, er flug- vélar uppreistarmanna gerðu loftárás á Barcelona í gær- kveldi. Tjónið af loftárásinni varð mest í úthverfunum. United Press. HOLLENSKU SKIPI SÖKT. London 12. jan. FÚ. I gær var skotið tundurskeyti á hollenskt skip sex milum und- an strönd Spánar, milli Valen- cia oð Alicante. Skipinu var sökt. ENN BARIST VIÐ TERUEL. Uppreistarmenn segja, að harðvítugar orustur séu háðar norðan og suð-vestan við Teru- el og að nokkur hluti uppreist- arhersins innan borgarinnar verjist enn í járnbrautarstöð- inni Þetta kemur algerlega í bága við fréttir frá stjórninni. Sænska rikis~ þingið sett. Stokkhólmi 11, jan. FB. Sænska ríkisþingið var hátíð- lega sett í dag í Stokkhólmshöll af Gústav konungi. í hásætisræðunni lagði kon- ungurinn áherslu á, að hinir ó- rólegu tímar í heiminum, ætti að vera áminning til þjóðarinn- ar um að vera vel á verði um sjálfstæði og öryggi þjóðarinn- ar, en einnig hvatning til auk- innar þátttöku i samstarfinu friðinum til eflingar. Meðal nýmæla, sem boðuð eru, er stofnun til heilsuvernd- ar ahnennings, aukin menning- arleg starfsemi á ýmsum svið- um, ennfremur verður aukið fé lagt fram til atvinnumála, jarð- ræktar, til þess að hindra út- breiðslu smitandi búfjársjúk- dóma o. m. fl. — H. W. Sllðarframleiðsla Bússa Norski verslunarráðunautur- inn Joliannesen skýrir svo frá að Sovét-ríkin framleiði núorð- ið alla þá síkl sem þau þurfi að nota og yfirhöfuð séu slæmar horfur um aukna síldarsölu til Evrópulandanna, nema ef vera kynni lil Eystrasaltslandanna og Póllands. (FÚ.). Stikkun sjálfvirku stððvarinnar Um þessar mundir fer fram stækkun á sjálfvirku símastöð- inni í Reykjavík. Stækkunin nemur fjórum 500-mímera vélasamstæðum eða alls 2000 númerum og stækkar stöðin úr 4000 númerum, sem nú eru í notkun, upp í 6000 númer. — Verkið var hafið um mitt síð- astliðið sumar og von er um, að þvi verði lokið i júnimánuði í sumar. Sjálfvirlca stöðin í Reykjavik tók til starfa 1. des. 1932 en nálægt fjórum árum síðar — eða haustið 1936 — voru öll símanúmer upp gengin og nú eru margir komnir á bið- lista. -— Áætlað er, að stækkun- in fullnægi þörf bæjarins um það bil næstu 8 ár — en mjög fer það eftir vexti bæjarins og, athafnalífi og öðrum atvikum. Stækkun stöðvarinnar er að öllu leyti unnin af íslenskum mönnum. — Urnsjón með verk- inu hefir Tómas Haarde síma- stöðvarstjóri i Reykjavik. FÚ, Skákþlng Norö- lendinga. Þriðja umferð á Skákþingi Norðlendinga var tefld í gærkveldi: Úrslit urðu þau í fyrsta flokki A, að Guð- mundur Arnlaugsson vann Ant- on Sölvason, Hjálmar Theódórs- son vann Óla Hermannsson, Jón Ingimarsson vann Júlíus Boga- son, en biðskálc varð milli Eiðs Jónssonar og Jóhanns Snorra- sonar. Hæstir i 1. flokki A eru nú: Guðmundur Arnlaugsson og Iljálmar Theódórsson með þrjá vinninga hvor. — í fyrsta flokki B, urðu úrslit þau, að Guðbjartur Vigfússon vann Guðmund Eiðsson, Ilaukur Snorrason vann Sigmund Jóns- son, en jafntefli varð milli Unn- steins Stefánssonar og Kristjáns Theódórssonar. Biðskák Unn- steins og Guðmundar Eiðsson- ar lauk með jafntefh. — 1 öðr- um floklci eru nú hæstir: Jó- liann Möller og Gunnlaugur Sigm’geirsson, með 3 vinninga hvor. — Fjórða umferð vei’ður tefld í kvöld. Norski verkalýðsflolck- nrinn gengnr í II. „lnternationale“. Oslo, 11. jan. Miðstjórn norska verkalýðs- flokksins hefir með öllum at- kvæðum gegn einu samþykt, að Verkalýðsflokkurinn skuli inn- ritast í alþjóðasamband jafnað- armanna, svo kallaða „annað internationale". Tillagan verð- ur send öllum flokksdeildum til meðferðar og á atkvæðagreiðslu félaganna um tillöguna að vera lokið fyrir 1. mars n. k. NRP. — FB. VERÐUR FÆREYSKA LÖG- ÞINGIÐ ROFIÐ? Kaupmannahöfn, 12. jan. — FÚ. (Einkaskeyti). Johannes Paturson kóngs- bondi í Færeyjum er farinn til Kaupmanjiahafnar í erindagerð- um færeyskra jarðeigenda og mun hann fyrir þeirra hönd fara þess á leit við konung, að hann rjúfi lögþingið færeyska.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.