Vísir - 14.01.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 14.01.1938, Blaðsíða 2
VÍSIR DAGBLAÐ Útgef andi: BLAÐAÚTGÁPAN VÍSIR HJF. Ritstjóri: Páll Steingrímsson. Skrifstofa I t ¦ • í Austurstræti 12. og afgreiðsla ! S í m a r: Afgrciðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Þung verður sú ganga. A ldrei hefir nokkur megandi ™ stjórnmálamaður hér á landi, gert flokki sínum slíkan bjarnargreiða, sem Héðinn Valdimarsson hefir gert Al- þýðuflokknum með sameining- unni við kommúnista. Flokkur- inn er i fullkomnu „hernaðar- ástandi". Bestu menn hans hafa rótgróna andúð á kommúnist- um og öllum þeirra kenningum og eru sannfærðir um að Al- þýðuflokknum stafi vansæmd og ógæfa af sámstarfi og sam- neyti við kommúnistana. Þessir menn halda nú að sér höndum og taka ekki þátt i baráttunni sem er hafin og gera mun út um hver örlög Alþýðuflokksins verða næstu ár. 1 dag er ekki lýðræðissinnaður verkamanna- flokkur til á íslandi. Sú ósam- stæða heild, sem stendur að A- listanum, er pólitískur bastarð- ur, áður óþektur i íslenskum stjórnmálum,, byltingarsinnað- ur aðili, háður erlendu valdi. Ekki er líklegt að Alþýðu- flokkurinn muni bera gæfu lil fyrst um sinn að losa sig undan valdi kommúnista og þræða þá götu sem bestu menn hans telja farsælasta. Þessir menn eru nú í svipinn valdalausir og verða að horfa á það, án þess að geta nokkuð spyrnt á móti, að margra ára starf þeirra sé að engu gert. Eina von þeirra til þess að flokkurinn komist úr faðmlögum kommúnista — er sú, að samfylkingin bíði algeran ósigur, Að eins á rústum sam- fylkingarinnar getur Alþýðu- flokkurinn fundið aftur sína réttu stefnuskrá og sameinað kraftana til áframhaldandi frið- samlegrar lýðræðisstarfsemi. Það má kallast sérstök kald- hæðni örlaganna, að framlíðar- gengi flokksins skuli vera háð þvi, að sem mestan ósigur bíði sá listi, sem hann að nafninu til styður. Því stærri sem ósigurinn verður, því fyr losnar flokkur- inn við þann kommúnistiska sótthita, sem þjáð hefir hann undanfarið og nú ógnar tilveru hans. Mikið hafa mennirnir að Valdimarssyni fóstbræðralags Melkólf". Þeir þeir jafnaðar- þakka Héðni fyrir að leita við „þrælinn timar eru nú liðnir er þrællinn mælti það jafnan „að sæll þættist hann ef Oddkell ætti hann". Nú er hann orðinn húsbóndinn á heimilinu. Því verður nú ekki lengur leynt hvernig högum er háttað, því að ilt er úlfshárin að gylla. Þurig verður mörgum jafnað- armanninum gangan að kjör- borðinu 30. janúar, því að jafn- aðarmennirir geta því að eins sigrað að samfylkingin falli. Komi hún sterk út úr kosning- unum er engin von um að hér verði nokkur lýðræðissinnaður jafnaðarmannaflokkur starf- andi næstu ár. Eigi Alþýðu- flokkurinn að standa verður samfylkingin að falla. Verði svo, mun flokkurinn losna við tvenn vandræði í senn, komm- únistana og Héðinn. ERLEND VÍBSJÁ: Italir og Albanía. ítalir hafa sem kunnugt er beitt sér fyrir ýmsum framkvæmdum í Albaniu og hefir því veriS haldiS fram, aS þær hafi veriS þannig skipulagSar í upphafi, aS ítölum mætti mikill hagur aS verSa, ef til styrjaldar kæmi á Balkanskagan- um, og þeir veitti Albönum liS. ÁriS 1925 var myndaS félag í því skyni, aS stofna til ýmislegra verklegra framkvæmda í Albaniu. StóSu ítalir aS stofnun félags þessa, er nefnist Svea, og hefir tíu ára skýrsla um starfsemi þess ný- lega veriS birt. FélagiS hóf þó ekki starfsemi sína í hinu litla ríki Zogs konungs fyrr en 1926, er ít- alir veittu Albönum 70 milj. gull- franka lán. Til ársloka 1935 hefir félagiS, sem fékk þetta fé til um- ráSa, notaS 55.900.000 gullfranka til framkvæmda þeirra, sem þaS hefir haft meS höndum í Albaniu. Verk þau, sem unnin hafa verið, virSast hafa veriS unnin til þess aS efla viSskifti og atvinnuvegi Albana, en þeim hefir veriS hagaS svo, aS ítölum væri mikil þæg- indi aS, ef þeir þyrfti aS veita Albönum hernaSarlega aSstoS. Svea hefir haft meS höndum aS- allega aS byggja brýr, leggja vegi og bæta hafnir, aSallega höfnina í Durazzo. Ennfremur hafa veriS gerSir skipaskurSir og stíflugarS- ar, hermannaskálar reistir, sjúkra- hús og fangelsi. Mest fé hefir ver- iS lagt fram til vegagerSa, enda mátti Albania heita vegalaust land. KostnaSur viS vegalagning- arnar hefir orSiS mikiS meiri en áætlaS var. 33.700.000 gullfrankar hafa veriS notaSir til vegagerS- anna. Liggja nú sæmilegir vegir milli helstu borga landsins. Vegur var lagSur af ítölskum verka- mönnum, frá Durazzo og Alessio viS Adriahaf til landamæra Jugo- slaviu viS Dibra og Ocrida-vatn, en þaSan liggur járnbraut til Usk- ub í Jugoslaviu. Samgöngurnar meS ströndum fram hafa veriS mjög bættar. Alls hafa Italir bygt 1100 brýr í Albaniu árin 1925— T935. ÞjóSveg er í ráSi aS leggja suSur meS öllum landamærum Jugoslaviu og Albaniu. Mikil á- hersla er lögS á hinar stórkost- legu hafnarbætur í Durazzo, þar sem nú er lægi fyrir stærstu her- skip (vafalaust ætluS ítölskum herskipum). Hafnarbæturnar hafa kostaS 9.500.000 gullfranka. Af 11 milj. gullfranka, sem fóru til opin- berra bygginga, gekk % til her- mannaskála og sjúkrahúsa. —¦ 69 af hverjum hundraS verkamönn- um, sem unnu aS þessu öllu, voru ítalir. Á f járlögum Albaníu nú eru útgjöld áætluS 26 milj. gullfr., en tekjurnar aSeins um 19 milj. gull- fr. Tekjuhallinn, 6,5 milj. gullfr., en hann er greiddur af ítölum. ÞaS eru ítalir, sem borga reikníngana, og raunverulega ráSa öllu í Alban- iu. Þeir taka viS 70% af útflutn- ingsvörunum og Albanir flytja inn einn fjórSa af þeim vörum, sem þeir verSa aS kaupa f rá'öSrumjþjóS- um, frá ítölum. ÞaS eru ítalir, sem halda Öllu gangandi í Albaniu, si#j óyimlii S&elt SGS^a Jafimðai*meitii neitudu henni um studning í gengismálinu, en raunverulega vopu þad tii- rauniF Chautemps til þess ad koma á vinraiifriði, sem feldu stjórn lians. Alþýðufylkingin rofin. EINKASIŒYTI TTL VlSIS. London í morgun. Chautemps, forsætisráðherra Frakklands, hefir beðist lausnar f yrir sig og ráðuneyti sitt. Gerðist þetta í þingf undarlok í nótt, um kl. 4, en þá höf ðu socialistar lýst yfir, að þeir gæti ekki greitt atkvæði með trausts- yfirlýsingu, sem Chautemps krafðist, vegna stefnu stjórnarinnar í gengismálinu. Lebrun ríkisforseti byrjar viðræður við leiðtoga flokkanna þegar í dag árdegis. Gerir hann sér vonir um, að myndun nýrrar stjórnar verði lokið í kvöld. — Ýmsar getgátur eru þegar komnar fram um það, hvernig bin nýja stjórn verði skipuð. 1 fyrsta lagi er gert ráð fyrir þvi, að Lebrun athugi hvort social- istar geti myndað stjórn, í öðru lagi, ef það mishepnaðist, að Baladier verði falið að mynda samsteypustjórn með höfuð- stuðningi frá miðfíokkunum, í þriðja lagi, að Herriot myndi vinstriflokka stjórn með stuðn- ingi kommúnista, í f jórða lagi, að mynduð verði þjóðstjórn, af miðflokkunum og vinstriflokk- um og loks, að mynduð verði stjórn, sem allir róttækir flokk- ar standa að, undir forystu Sar- raut. LEON BLUM leiðtogi socialista, sem Lebrun ríkisforseti muri að líkindum snúa sér til, með beiðni um, að hann reyni að mynda stjórn. segir amerískt blaS, sem uin þetta skrifar. Albanir virSast ekki enn geta komist áfram upp á eigin spýtur, og mikil óvissa er um framtíS landsins. Hún veltur fyrst og fremst á framtíS ítalíu. Fari svo, aS Italir t. d. fengi svo miklu aS sinna annarsstaSar, aS þeir gæti ekki sint Albönum, gæti hæg- lega fariS svo, aS þeir mistu aftur tögl og hagldir þar — því aS hin- um BalkanþjóSunum er illa viS af- skifti ítala af málefnum Albana — og Albanar eru engan veginn ánægSir sjálfir, nema Zog kon- ungur og þeir, sem honum fylgja. En hann á sér andstæSinga marga í landinu víSa. Chautemps sagði af sér, er kommúnistar höfðu ráðist heiftarlega á hann, fyrir ó- vinsamlega framkomu gagn- vart verkamönnum. Svaraði Chautemps þá: „Ef þið viljið vera lausir allra mála stend- ur ekki á mér að fallast á það". Skildu menn þessi ummæli svo, sem Alþýðusamfylkingin væri rofim Þá ákváðu socialist- ar, að greiða ekki atkvæði með Chautempsstjórninni. United Press. I FÚ.-fregn í morgun segir svo: Jafnaðarmenn og komm- únistar vildú fylgja þeirri stefnu, að koma i veg fyrir gengishrun. Chautemps var því mótfallinn og hélt því fram, að með þvi að ráða gengi frankans væri stjórnin að brjóta í bág við þriggja velda samninginn um gjaldeyrismál, en einungis á þann hátt væri unt að tryggja frið. Hin raunverulega orsök til þess að stjórnin sagði af sér er þó ekki þessi ágreiningur milli flokkanna, heldur afstaða at- vinnurekenda til vinnulöggjaf- arfrumvarps Chautemps, eða öllu heldur til tilrauna þeirra sem Chautemps hefir gert und- anfarið til þess að koma á vinnufriði. Þeir neituðu að sækja ráðstefnu á þriðjudaginn var, er Chautemps hafði boðað lil, og hófust þá þegar gifurleg spákaup með frankann á kaup- höllinni í París og ollu þegar gengishruni. En við að reyna að hefta gengishrunið, notaði franska stjórnin mest allan gengisjöfnunarsjóð sinn og ef lengra hefði verið gengið a þeirri braut, þá hefði þurft að íaka fé úr Frakklandsbanka og hefði það mælst illa fyrir. Þegar þingfundur kom sam- an i gærkveldi til þess að ræða gengismálin samkvæmt beiðni Chautemps forsætisráðherra, flutti forsætisráðherrann ræðu, en henni var fremur illa tekið. Var þá fundarhlé til þess að socialistar og kommúnistar SARRAUT. gæti borið sig saman. Að því loknu tilkyntu jafnaðarmenn, að ráðherrar þeirra mundu segja sig úr flokknum ef Chau- temps héldi stefnu sinni til streitu. — Þá sagði Chau- lemps, að hann leysti þá frá öllum skuldbindingum um stuðning sem eingöngu væri veittur i því skyni að rjúfa ekki fylkinguna. Atkvæðagreiðslan gekk á móti stjórninni, og að loknum þingfundi sagði hún af sér. Tariarfélaisíuiiir í Nýja Bíá. Landsmálafélagið V'örður heldur fund í Nýja Bíó á sunnu- daginn kemur og verður þar rætt um bæjarstjórnarkosning- arnar. Bjarni Benediktsson, Pétur Halldórsson, Guðmundur Ás- björnsson, Jakob Möller, Guð-' mundur Eiríksson, Valtýr Stef- ánsson og Ólafur Thors taka til máls á fundinum. Fundurinn hefst kl. 1,45 e. h. Allir sjálfstæðismenn eru velkomnir á fundinn meðan, húsrúm leyfir. , Skákþingid. 3. umferS var tefld í gærkveldi. Úrslit urSu í meistarafl.: Haf- steinn Gíslason 1 — Benedikt Jó- hannsson o, Einar Þorvaldsson 1 —¦ Áki Pétursson o, Sturla Pét- urson og GuSm. Ólafss. biSskák. — í 1. f 1.: Oli Valdemarss. % —¦ Vígl. Möller %, Ingim. GuSm. 1] — Kristján Sylv. o, Árni Knud- sen 1 — Vigfús Ólafsson o, Sig. Lárusson 1 — Hösk. Jóh. o, Jón B. Helgas. 1 — Magnús Jónass. o, Jón GuSm. og GuSm. S. GuSm. biSskák. —• 2 fl.A.: Sæm. Ólafss. 1 —¦ Anton SigurSss. o, Karl Gíslas. yi — Þórir Tryggvas. %, Stef. Þ. GuSm. 1 — Bolli Thor- oddsen o, Arsæll Júlíuss. 1 —1 Ingim. Eyjólfss. o, Þorst. Gísla- son — GuÖjón B. Baldv. biðskák. — 2. fl. B.: Þorst. Jóh. 1 —1 Þorl. Þorgr. o, Ein. Ein. i —- DaSi Þork. o, Björn Björnss. I — Sig. Jóh. o, E. Blómquist i — Ingi GuSm. o, Sæm. Kristj. I — Jóhannes HalIdL o. — 2. fI.C.,l: Kristínus Arndal i — ól. Ein. "o^ GuSm. GuSm. i ¦—¦ Gestur Pálss. o, Óskar Lár. i — Gísli Finnss. o, GuSj. Jónss. i — Ottó GuSj. o, Egill Sig. i — ASalst. Halld. o. — í kvöld verSur tefld 4. umferS í 1. fl. og biSskákir í öSrum flokk- um. LEBRUN RlKISFORSETL Kínve&jai» tóku Tsining aft- ui* með skyndiáhlaupi, London, i morgun. — FÚ. Fregn frá Kína hermir að snemma í morgun hafi kínverski herinn gert skyndiáhlaup á Tsining og tekið hana á ný. Hinn kínverski her var staddur vestanmegin skipaskurðarins „Grand Canal", en skurðinn lagði og skipaði þá kinverski hershöfðing^ inn öllu liði sínu að gera áhlaup. Ef þessi frétt reynist söhn, þá hefir Tsining fallið Kinverjum og Japönum i hendur sitt á hvað fjórum sinnum á síðastliðnum fimm dögum. Hersveitir Japana sem sækja að norðan og sunnan i áttina til Suchow, eru að eins 150 mílur hvor frá annari og er tilgang- ur þeirra að koma i veg fyrir að Kínverjar geti hörfað vestur á bóginn. Hershöfðingi Japana i Shanghai sagði i gær að öll útlensk skip yrðu að fá leyfi Japana til þess að sigla upp eða niður eftir Yangtse-fljóti. Daginn áður hafði breska stjórnin lagt áherslu á, að hún teldi bresk skip haf a tvimælalausan rétt til þess að sigla eftir Yanglse-fljóti hvora leið sem væri. FJÁRHAGUR KÍNA. Kung forsætsráðherra, en hann var áður f jármálaráð- herra, sagði 1 dag, að kínverska stjórnin myndi geta að fullu mætt skuldbindingum sínum um greiðslu vaxta á erlendum lánum. Hann sagði að á fyrstu 7 mánuðum ársins 1937 hefðu lekjur ríkisins farið langt fram úr því sem áður hefði þekst, og að þrátt fyrir styrjöldina hefðu tekjurnar á síðastliðnu ári farið fram úr tekjunum fyrir árið 1936. Hinn nýi sendiherra Kína í Sovét-Rússlandi kom til Am- sterdam í dag með flugvél. Hann er sonur Sun Yet Sen, hins fyrsta forseta kínverska lýðveldisins. Sendiherrar Kína í París og Haag fóru til móts við hann í Amsterdam. Það er sagt að hann eigi að leggja fyrir Sovétstjórnina tillögur um að- stoð Sovét-Rússlands við Kína gegn Japönum. Framh. ERLENDRA FRÉTTA er á 3. bls.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.