Vísir - 15.01.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 15.01.1938, Blaðsíða 2
V t S I R TtSIB DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Páll Steingrímsson. Skrifstofa og afgreiðsla Austurstræti 12. Si m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Lítið að óttast. r YLGI S j álf stæðisf lokksins hefir, farið mjög ört vax- andi hér í bænum síðustu árin. I bæjarstjórnarkosningunum 1934 reyndist atkvæðamagn hans álíka og samanlagt at- kvæðamagn allra hinna flokk- anna. í Alþingiskosningunum, hálfu ári síðar, var mismunur- inn á atkvæðatölu hans og allra andstöðuflokkanna mn 250. í Alþingiskosningunum s.l. sum- ar fékk hann 2155 atkvæðum meira en allir hinir flokkarnir samanlagt. Það má þannig ráða það af nokkurum líkum, að sjálfstæðismenn hér í bænum muni ekki kvíða þvi svo mjög, að þeir bíði lægra lilut í hæjar- stjórnarkosningunum 30. þ. m. Timadagblaðið er nú hinsveg- ar komið að þeirri niðurstöðu, að blöð Sjálfstæðisflokksins muni liafa töluverðan heyg af Framsóknarílokknum i þessum kosningum. Segir hlaðið, að þau beini nú „aðalsókn sinni fyrst og fremst gegn Framsókn- arflokknum“ og þykir sýnt af því, að þau muni „óttast Fram- sóknarflokkinn mest“, enda muni mest liættan á þvi, að „þangað“ missi flokkurinn „liið fyrra fylgi sitt“. Það mun nú rétt vera, að sjálfstæðismönnum standi elcki ínikill ótti af „samfylkingu“ so- cialista og kommúnista. Mönn- um er það yfirleitt ljóst, að að- altilgangur samfylkingarinnar er allt annar en sá, að herða sóknina gegn Sjálfstæðisflokkn- um, þó að kommúnistar láti það í veðri vaka. En jafnvel þó að blað Framsóknarflokksins megi vafalaust gera sér góðar vonir um það, að flokknum muni áskotnast einhver slæð- ingur af „úrghngs“-atkvæðum frá „samfylkingunni“, þá er þess varla að vænta, að það nægi til þess að gera hjáleiguna að höfuðbóli, eða að Sjálfstæð- isflokkurinn þurfi nokkurar á- hyggjur að hafa af því. Hinsvegar er kosningabarátt- an ekki háð þannig af fram- sóknarmönnum, að um það þurfi að óttast, að fylgi Sjálf- stæðisflokksins muni láta leið- ast á villigötur fyrir þá sök. Og blað Framsóknarflokksins má ekki láta það villa sig, þó að blöð stjálfstæðismanna geri sér og lesendum sínum það til gam- ans og dægrastyttingar, að gagnrýna nokkuð málfærslu þess og „umhyggju“ framsókn- aimanna fyrir hagsmunum Reykvíkinga, eins og hún hirt- ist annarsvegar í verkum og binsvegar í skrifum þeim og ræðum, þegar kosningar eiga að fara fram i bænum. Það verður nú ekki annað ráðið af blaðaskrifum fram- sóknarmanna þessa dagana, en að þeir geri ráð fyrir því, að það megi alveg einu gilda livað bor- ið sé á borð fyrir kjósendur i Reykjavík, aðeins að nógu djúpt sé tekið i árinni um það, hve hörmulega bænum hafi verið stjórnað af sjálfstæðis- mönnum. Að þessu var nú nokkuð vikið hér i blaðinu i fyrradag. En i gær yfirgnæfa firrurnar, sem Tímadagblaðið gæðir lesendum sínum á, þó alt sem það liefir flutt áður af slíku tagi. Þannig segir blaðið t. d. frá þvi i grein á fyrstu síðu, að það hafi í fyrradag bent á „eft- irfarandi staðreyndir“ um stjórn sjálfstæðismanna á bæn- um „á kjörtímabilinu, sem er að verða lokið: Að útgjöld bæjarins hafi „liækkað árlega um röskar tvær miljónir króna“! Að fátækraframfærið hafi „hækkað árlega um IVí miljón kr.“! Að útsvörin hafi „liækkað á ári á þriðju miljón kr.“!“ Kjörtimabilið, „sem er að verða lokið“, er 4 ár. Á þessum 4 árum ættu útgjöld bæjarins að liafa hækkað um að minsta kosti 8—10 miljónir króna, samkvæmt því sem blaðið seg- ir. Fátækraframfærið ætti að bafa liækkað um 6 miljónir og útsvörin um 8—12 miljónir, eða öllu meira en öll útgjöldin! Samkvæmt fjárhagsáætlun hæjarins fyrir s.l. ár voru öll útgjöld lians áætluð innan við (5 milj. eða nálega helmingi lægri en blaðið segir að hækk- unin hafi verið á kjörtímabil- inu. Fátækraframfærið var á- ætlað sem svarar tæplega fjórða hluta þess sem blaðið segir að það liafi hækkað og útsvörin, sem svarar þriðjungi liækkun- arinnar, sem blaðið segir að hafi orðið á þessum 4 árum! Fyrir fjórum árum ættu út- gjöld bæjarins þvi að hafa ver- ið nokkurum miljónum minni en ekkert, þurfamennirnir að hafa greitt nokkurar miljónir i bæjarsjóð og borgararnir að liafa fengið nokkurar miljónir úr bæjarsjóði í stað þess að þeir nú verða að greiða honum út- svör! ERLEND VÍÐSJÁ: 30.000 PÓLSKIR GYÐINGAR SETJAST AÐ Á MADA- GASKAR Þegar iYvon Delbos, utanríkis- málaráSherra í Chautempsstjórn- inni frakknesku, var á ferðalagi sínu til Póllands og fleiri landa í desember s.l. náöist samkomulag um þa 8, í grundvallaratriðum, milli hans og pólsku stjórnarinn- ar, að 30.000 pólskar GySinga- fjölskyldur fengi leyfi til þess aS fiytja til frakknesku nýlendUnnar Madagaskar og setjast þar aS. Er taliö, aS þetta samkomulag muni milda Pólverja, en þeir hafa iSu- lega aS undanförnu gefiS í skyn, aS þeir muni bera fram kröfur um nýlendur og greiSari aSgang aS hráefnaauSlindum í öSrum heims- álfum. Nýlenduþörf þeirra stafar ekki síst af því, segja þeir, aS í PóIIandi er mikill fjöldi GySinga, sem nauSsynlegt sé aS fái skilyrSi til þess aS flytja á brott og setj- ast aS í öSru landi. Hefir þaS iSu- Deif ki lelii upp alli ni un. al 1- wjar Iðllist á nokkfi iðrskiluila, ir seíjð. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Tokio-fregnir herma, að Japanir hafi nú gefið upp allar vonir um, að Kínverjar fallist á friðarskilmála Japana, fyrr en þeir verði gersigraðir. Hefir þó, að því er Yomiuri Shimbun segir, verið tekin ákvörðun um, að slíta stjórnmálasambandinu við Kína. Hermálaráðherrann hefir kallað á sinn fund 24 af hinum rosknari og reyndari herforingjum Japana, til þess að ræða um að herða sóknina á hendur Kínverjum. Samtímis hefir ríkisstjórnin ákvarðað að halda áfram óbreyttri stefnu gagnvart Kína, þ. e. að kúga Chiang Kai-shek stjórnina til þess að verða við öllum kröfum Japana. United Press. London, 15. jan. FÚ. Fylkisstjórinn í Shantung hefir verið tekinn af lífi í Hankow, fyrir það að hafa yfirgefið Tsining með her- sveitir sínar og látið borgina af hendi við Japani. Tveir aðrir herforingjar Kínverja voru teknir af lífi um leið og fylkisstjórinn vegna uppreistar og agaleysis er þeir höfðu leyft innan hers síns. Kínverski herinn í Shan- tung er nú kominn 10 mílur norður fyrir Tsining. — Stjórnarmyndon i Frakk- landi mnn verða lokið í kvðld, EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Enn hefir ekki tekist að mynda (stjórn á Frakklandi. Bonnet, fjármálaráðherra í stjórn Chautemps, hefir gert tilraunir til stjómarmyndunar, með litlum breyt- ingum, að því er menn ætla. Sarraut hefir átt tal við formenn flokkanna um stjórn undir forsæti hans. Kommúnistar og só- síalistar eru taldir fylgjandi stjórn þar sem Leon Blum sé for- sætisráðherra. Alment er búist við að dragi til úrslita um þessi ' mál í kveld. United Press. Oslo, 14. jan. Líklegastir til þess að mynda stjórn í Frakklandi eru taldir vinstriflokkaleiðtogarnir Dala- dier, Herriot eða Leon Blum. — Frankar voru skrásettir 13.40 á kauphöllinni í Oslo í dag, en í London 152.50 á sterlings- pund. NRP. — FB. PEIPING, sem orðin er liöfuðborg leppstjórnar Japana, sem á að taka við af Nankingstjórninni. Gatan, sem sést á myndinni, er Penn- sylvania Avenue. lega komiö mjög skýrt fram, aö Pólverjar hafa horn í síöu Gyö- inga í landi sínu, og vilja losna viö þá og hafa Gyðingar á stund- uni orðið fyrir miklum ofsóknum. Hinsvegar er á það að líta, að fjöldi Gyðinga frá öðrum löndum settust að í Póllandi og Gyðingar eru afar fjölmennir í landinu, um 3.500.000, og vafalaust var þess íull þörf, að greiða fyrir þvi, að sem flestir þeirra, er standa uppi blásnauðir, fengi tækfæri til þess að flytja á brott. Meðan innflutn- ingurinn var mestur til Palestina flutti mikill fjöldi pólskra Gyð- inga þangað, en nú er að mestu lokað fyrir þann innflutning, aö ekki sé talað um það, að fyrr fluttu Gyðingar frá Póllandi sem öðrum löndum í stórhópum til Bandaríkjanna, en þar eru nú harðlæstar dyr. — Afleiðingin af samkomulagi Delbos og pólsku stjórnarinnar er talin rnuni vera sú, að Pólverjar verði kröfuvæg- ari um nýlendur en þeir hafa verið. 131 ræðast við. EINKASKEYTI TIL YÍSIS. London, í morgun. Stoyadinovitch, forsætisráð- herra Jugoslaviu er kom- inn til Berlínar. Ætlar hann að eiga viðræður við von Neurath, Göring og Hitler. — Stoyadinovitch var tekið með opnum örmum, er hann sté út úr lest sinni í Berlín. United Press. Og sennilega mundi frekar draga úr hinum vaxandi Gyðingaofsókn- um í Póllandi, ef þeir færi aö •flytja úr landi í allstórum stíl. Fréttir í dag frá ýmsum löndum. MANSJÚKÓ: Nýtt japanskLrússneskt deilu- efni. London 15. jan. FÚ. Rússnesk flugvél liefir orðið að nauðlenda í Manchukuo. Rússneska stjórnin hefir lcært það fyrir japönslcu stjórninni að pósti úr flugvélinni hafi ver- ið rænt. Japanir hafa sagt þeim að snúa sér íil stjórnarinnar í Manchukuo. BANDARÍKIN: Amerísk herskip send til Ástralíu. London 15. jan. FÚ. Hin þrjú amerísku herskip, sem send liafa verið til Ástralíu til þess að taka þátt í 150 ára afmælishátíð New South-Wales ríkisins, munu fara til Singa- GYLT SVERÐ EÐA RÝTINGUR? London 15. jan. FÚ. í gær kom japanskt skáld eitt, Makato Watanabi, inn á skrifstofu hreska sendiherr- ans í Tokio, og rétti að hon- um rýting eða sverð. Um þetta fara tvær sögur. Lög- reglan segir að hann hafi rétt sendiherranum rýting og agt: „Hér er persónuleg kveðja mín til Mr. Anthony Edens“. Japönsk bloð segja, að hann hafi rétt sendiherr- anum gylt sverð í viðurlcenn- ingarskyni fyrir það starf, sem sendiherrann hafi unnið í þvi skyni að efla vináttu Breta og Japana. pore í kurteisisheimsókn, og vera þar þegar hin nýja flota- stöð Breta í Singapore verður formlega opnuð 14. febrúar. Japönsk blöð gera mikið úr þessari frétt og halda því fram, að með þessu séu Bretar og Bandaríkjamenn að sýna, að þeir hafi tekið upp sameigin- lega stefnu í Kyrrahafinu. „Óheyrileg móðgun gegn vin- samlegri þjóð“. London 15. jan. FÚ. Sendiherra Þýskalands í Wasliington, Dieckhoff, hefir lagt fram mótmæli við Cordell Hull gegn ræðu sem William Dodd, fyrverandi sendiherra Bandarikjanna i Berlin, flutti í New York á miðvikudagskvöld- ið. Dodd hafði sagt, að Hitler rikti nú með fullkomnara ein- veldi, en noklcur einvaldsherra í Þýskalandi á miðöldunum hefði gert. Hann bætti því við, að Hitler hefði á fimm árum látið taka af lífi fleiri persónulega andstæðinga sína, en Karl II. Englandskonungur, á 20 árum, á 17. öld. Cordell Hull svaraði Dieck- lioff því, að þar sem Dodd væri ekki lengur i þjónustu þess op- inbera, þá hæri stjórnin enga ábyrgð á orðum lians, og hann liefði fullkomið málfrelsi. Di- eckhoff taldi orð Dodds hafa verið „óheyrileg móðgun gegn vinsamlegri þjóð“. Niðurl. erl. fr. á 3. bls. aðeins Loftup.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.