Vísir - 15.01.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 15.01.1938, Blaðsíða 3
YÍSIR Socialistar neyta allra bragða tii þess að stöðva togaraútgerðina. Þ©If þopðu samt ekki að stöðva Arlnbj öpn liersi með valdi. DINS og kunmijgt er hefir Sjómannafélagið auglýst nýjan kauptaxta fyrir ís- og saltfisksveiðar er gekk í gildi um áramótin. Má enginn sjómaður láta skrá isig á sldp fyrir lægra kaup, en togaraeigendur hafa hinsvegar ekki enn gengið að kröfum sjó- mannafélagsins, og er þvi ljóst að verkfall muni verða er skip- in koma til lands og skrásett verður á þau á ný. Togararnir eru nú úti á ís- fisksveiðum og reyna að nota eftir föngum þann batnandi markað, sem er i Englandi í jánúar. En Alþýðublaðið þyrstir í, að broddum socialista megi takast að stöðva skipin og nota þá -stöðvun til æsinga í bæjar- stjórnarkosningunum. Því er það, að Alþýðublaðið í gær birt- ir grein um að Arinbjörn hersir, einn af togurum Kveldúlfs hafi „stolist“ úr höfn, án þess að gefa socialistum tækifæri á að hindra sjómennina í að, fara út á veiðar á ný. Arinbjörn kom snemma dags þann 11. þ. m. með hrotna vindu hingað inn og lét fara fram viðgerð á skemdunum. Til þess að afli sá, sem skip- ið fékk í ferðinni yrði ekki ó- nýtur, var liann settur yfir i Snorra goða, og að lokinni við- gerð daginn eftir að slcipið kom inn lét það úr höfn aftur. Skipið tók dálítið af ís til við- hótar, sjómennirnir kusu til hæjarstjórnar og síðan var veiðiferðinni haldið áfram. Samkvæmt venju bar ekki skylda til að skrá að nýju á Arinbjörn hersir, þótt hann kæmi hingað inn vegna bil- unar, þar sem litið er svo á, að um samhangandi ferð sé að ræða, þótt þetta óhapp með vindubrotið kæmi inn í milli. Og því fer fjarri að skipið liafi „stolist“ úr höfninni. Öllum yfirvöldum, sem hlut eiga að máli mun hafa verið kunnugt um alla málavexti, og var svo litið á að engin skrán- ingarslcylda væri fyrir heridi. Fór Kjartan Thors nýlega f. li. togaraeigenda á fund lög- reglustjóra og spurði hann livort eigi yrði fylgt sömu venju og áður við lögskráningu um áramót. Lögreglustjóri vildi kynna sér þetta mál frekara, og er hann hafði það gert, tjáði hann K. T., að hann hefði skýrt rétt frá um venjuna, en vildi þó bera málið undir ráðherra, þar eð Sjómannafél. krafðist Lreytinga á venjunni. Óskaði lögreglustj. þá eftir úrskurði atvinnumálaráðharra um þetta mál, og gat þess, að liann mundi ekki breyta fyrri venju, nema að fyrirskipan ráðherra. En engin slík fyrirskipan hefir komið frá atvinnumálaráðh. Broddum social. og kommún- ista var ennfr. fullkunnugt um ferðir togarans. Þeim var kunn- ugt um að járnsmiðir voru að vinna að aðgerð á togaranum og ennfremur höfðu þeir sína fulltrúa við, þegar sjómennirn- ir kusu til bæjarstjómar, en þeir hefðu naumast farið að kjósa, ef ætlunin hefði verið að leggja skipinu upp inni á Skerjafirði. í Mönnum eins og Sigurði Ól- afssyni, gjaldkera Sjómannafé- lagsins, sem hefir það embætti, - að snuðra ofan í öllu við höfn- ; ina, var fullkunnugt um ferðir togarans, og svo mun hafa ver- | ið um aðra forystumenn félags- ? ins. En sannleikurinn í málitiu 5 er sá, að sjómennirnir vildu | sjálfir fyrir hvern mun fara ■ út á veiðar og kærðu sig alls j ekki um að lenda í hringiðu verkfalls og upphlaupa. Móti ; þessum eindregna vilja sjó- mannanna treystust brodd- arnir ekki til að rísa, enda þótt þá blóðlapgi til að stofna til vandræða fyrir togurun- um, sem nú eru að veiðum. Síðan á að hreiða yfir hinn sanna kjarna málsins með þvi að láta líta svo út, sem togar- inn liafi „stolist“ úr höfn. Blaðið talar ennfremur um að sjómennirnir verði látnir gefa „skýrslu“ út af þessu. Sú skýrsla, ef einhver verð- ur, mun ekki verða á annan veg en þann, að sjómennirn- ir hafi fyrir hvern mun vilj- 1 að hafa atvinnuna áfram og i ekkert kært sig um að verða i skákpeð í verkfallsleik so- . cialista. ! En hugurinn til útgerðarinn- ; ar sést Ijóslega hjá socialistum. j Það er þeim mestur þyrnir í i augum, að skipin slculi á erf- iðum tima reyna að halda uppi f veiðum og draga með þvi björg i í hú landsmanna. Socialist- ar eru þvi sárreiðastir, að ekki skuli með ólögum hafa verið unt að stöðva einn togarann, vegna þess, að bæði útgerðar- mennirnir og sjómennirnir vildu halda áfram að veiða. Á slíkum atburðum sem þessum sést hinn sanni hug- ur socialista í velferðarmál- um alþýðunnar. Þeir hugsa mest um að nota þau mál til að skapa deilur sér til fram- dráttar, en minna um atvinn- una sem er í veðL Slíka menn kýs enginn mað- ur, sem vill vinna. Þeir eru féndur atvinnunnar, þvi á vínnuskorti og vinnudeilum lifa þeir. Háöldruð kona látin. Stykkishólmi, 14. jan. FÚ. 1 gærdag lést í Stykkishólmi frú Jólianna Ivarsdóttir sem áð- ur hjó i Rúffseyjum á Breiðar- firði. Hún var fædd á Melum á Skarðsströnd hinn 9. febrúar 1841 og skorti þvi um mánuð til að ná 97 ára aldri. Áður en hún fluttist til Stykkishólms liafði hún aðeins dvalið á tveimur bæjum í Skarðsstrandarlireppi, Melum og Rúffseyjum. Skákmét N oi’dlendinga, Fimta umferð á Skákþingi Norðlendinga var tefld síðastlið- ið miðvikudagskvöld. Úrslit urðu þau i 1. flokki A, að Guð- mundur Arnlaugsson vann Hjálmar Theódórsson, Jón Ingi- marsson vann Anton Sölvason, Júlíus Bogason vann Jóhann Snorrason og biðskák varð milli Eiðs Jónssonar og Óla Her- mannssonar. Þá lauk hiðskák Eiðs Jónssonar og Jóhanns Snorrasonar og vann Jóhann. 1 fyrsta flokki B, vann Krist- ján Theódórsson Arnljót Ólafs- son, Sigmundur Jónsson vann Unnslein Stefánsson og jafn- tefli gerðu Haukur Snorrason og Guðbjartur Vigfússon. Sjötta umferð á Skákþingi Norðlendinga var tefld í gær- kvöldi. — 1 fyrsta flokki A, vann Jón Ingimundarson Óla Hermannsson, Hjálmar Theó- dórsson vann Eið Jónsson og Jóhann Snorrason vann Anton Sölvason. Jafntefli varð milli Júlíusar Bogasonar og Guð- mundar Arnlaugssonar. Bið- skák Óla Hermannssonar og Eiðs Jónssonar varð jafnlefli. — I fyrsta flokki B, vann Guð- mundur Eiðsson Kristján Theó- dórsson, Ilaukur Snorrason vann Arnljót Ólafsson og Guð- bjartur Vigfússon vann Sig- mund Jónsson. — Hæstur í 1. flokki A, eru Guðmundur Arnlaugsson með 51/2 vinning af sex skákum og í fyrsta flokki B, Guðbjartur Vig- fússon með 4M.) vinning af fimm skákum. Sjöunda umferð verður tefld í kvöld og sú siðasta á morgun og hefst þá keppni milli fjög- urra manna, eða tveggja efstu manna í livorum flokki A. og B. um efstu sætin. FÚ. ERLENDAR FRÉTTIR. Frh. af 2. bls. Skipulagning iðnaðar- og atvinnumála. London 15. jan. FÚ. Roosevelt forseti átti i gær fund með fulltrúum fésýslu- stofnana og verldýðssamtak- anna. Jolin Lewis, formaður róttæka verkamannasambands- ins, sagði að loknum fundinum, að þeir sem tekið hefðu þátt i lionum, hefðu sannfærst um uauðsyn þess að skipuleggja iðnað og atvinnumál. Roosevelt forseti hefir tilkynt áð öll einkafyrirtæki, sem reki starfsemi í þágu þess opinbera (holding companies), verði að vera leyst upp og segist hann ekki eingöngu eiga við strætis- xagnafélög. Til þess séu nokkr- ar leiðir, segir forsetinn, en ekki liefir liann sagt liverja leiðina hann ætli að velja. Akranesi, 14. jan. FÚ. Útgerð frá Akranesi. Frá Akranesi ætla 23 bátar að stunda fiskveiðar á vetrar- vertíðinni, og eru þeir síðustu að búast á veiðar. — Margir hátanna réru i gær og var afli tregur. Mestur afli á bát var 6000 kg. I dag réru 5 bátar. — Frú Ingileif Símonardóttís*, Bakkastig 4, andaðist í gærmorgun, 86 ára. Jarðarförin, sem væntanlega fer fram að Hjalla i Ölfusi, verður auglýst síðar. Jón Pálsson. Bréf frá Vínarborg. í desember 1937. Á fjárhagsáætlun Vínarhorg- ar er gert ráð fyrir útgjöldum, er nemi 403 milj. schillinga. Tekjur eru áætlaðar 396 jnilj. sch., en þær sjö miljónir, er á vantar, eru að nokkuru lcyti til frá fyrra ári, eða verða teknar að láni. Til verklegra framkvæinda verður varið 50.6 milj. scli., en launagreiðslur starfsmanna nema 146 milj. sch. Framlagið til að örfa ferðamannastraum- inn er hækkað um 120 þús. upp í 670 þús. scli. Því miður fer tala þeirra er verða að þiggja at- vinnuleysisstyrk síhækkandi, en jafnframt fer barnsfæðingum fækkandi. Hið síðarnefnda hefir i för með sér að skólabörnum fækkar í horginni. Hafa þvi ýmsir skólar verið lagðir niður og þeim breytt i íbúðarhús. Stór liður á útgjaldahlið á- ætlunarinnar er fjárveitingin til byggingar markaðsskála fyrir ávaxta-, grænmetis- og blóma- sölu. Samtals eiga markaðsskál- arnir að kosta fullgerðir 300 milj. sch. Atvinnubótafénu er að mestu leyti varið til bygginga og gatna- gerðar. Heilar húsaraðir hafa verið rifnar niður, en í þeirra stað bygð ný og heilsusamlegri ibúðarhús og götur breilckaðar að mun. Þ. 23 nóv. síðastliðinn áttu austurrísku járnbrautirnar 100 ára afmæli og liyggjast þær að breyta mjög rekstri sínum á þessu ári, m. a. í því tilliti að geta veitt enn fleiri mönnum at- vinnu. Er ætlunin að fara að nota eingöngu rafmagn sem orkugjafa, bæði til að nota það vatnsmagn, sem þegar er virkj- að og ýta undir frekari virkjan- ir. Þá yrði það og rnikill sparn- aður á erlendum gjaldeyri, ef ekki þyrfti að flytja inn nein kol til járnbrautanna. Auk þess liefja járnhrautirnar samvinnu við rikið til að auka ferða- mannastrauminn til landsins. Fá allir erlendir ferðamenn, er þangað koma í vetur alt að 40% afslátt af fargjöldum sín- um. Er og i ráði að gefa inn- lendum ferðamönnum einhvern afslátt. Á síðasta ári voru næt- urgistingar útlendinga i Aust- urríki 20 miljónir að tölu. Við Argentinienstrasse í Vín- arhorg er verið að reisa stór- byggingu, sem ætluð er útvarp- inu auslurríska. Þegar þessi bygging verður fullgerð, á liausti komanda, verður þar fullkomnasti útvarpssalur i Ev- rópu. Kostnaðurinn við þessa byggingu er svo mikill að orðið hefir að grípa til þess örþrifa- ráðs, að hækka afnotagjöldin. Vakti það mikla óánægju um alt Austurríki og urðu mikil blaðaskrif út af því. Líffærafræðingurinn, Dr. Pick, hefir smíðað „smásjá“, þar sem hægt er að athuga lif- andi menn og stækkar hún 700 sinnum. Við tekninska háskól- ann hefir verið stofnað nýtt prófessorsembætti fyrir flugvís- indi. Hinn þekti flugmálasér- fræðingur og frömuður dr. Leo Kirste liefir verið ráðinn í þetta embætti. Fyrir skemstu hélt dr. Picc- ard, háloftaflugmaðurinn heimsfrægi, hér nýlega fyrir- lestur og sagði þá, að liann myndi hefja næsta flug sitt hér i Austurríki. C-listinn er listi sjálfstæðismanna í Rvík. Skákþingið. BiSskákir voru tefldar í gær. — 1 meistaraflokki vann Steingr. Guð- mundsson Guðm. Ólafsson, Einar Þorvaldsson Steingr. Guðmundsson og Guðm. Ólafsson vann Sturlu Pétursson. 1 2. flokki: Gestur Páls- son vann Gísla Finnsson, Kr. Arn- dal vann GiíÖin. Guðmundsson, og Þorst. Gíslason og Guðjón B. Bald- vinsson gerðu jafntefli. — 4. umf. var tefld í 1. flokki: Kristján Sylv- eríusson 1—Víglundur Möller o, Jón B. Helgason. —-Sig. Lárus- son y2, Vigfús Ólafssoni—Hösk. Jóhannesson o, Ingim. Guðm. 1—- Árni B. Knudsen o, Óli Valdemars- son 1—Jón Guðmundsson o, Guðm. S. Guðmundsson 1—Magnús Jón- asson o. —4. umferð (og 5. í 1. flokki) verður tefld á morgun kl. 1. Mjölkursamlagið og Reykjavík. í Morgunblaðinu 12. þ. m. eru talin upp nokkur mál, og þar með sýnt fram á, að rauðu flokkarnir liafa lagt Reykjavik í einelti. Þó er ekki í þessari upptalningu minst á mjólkur- skipulagið. Manni verður á að lialda, að þetta stafi af því, að hlaðið telji þetta mál svo lítíls- verl fyrir Reykjavik, að það taki ekki að minnast á það. Þetta er þó hygt á miklum misskilningi. Mj óllcurframleiðsla Reykvik- inga var mikill þáttur í atvinnu- lifi bæjarbúa, þar eð borgarar bæjarins framleiddu þriðja hluta allrar þeirrar mjólkur, sem var neytt sem reglulegrar nýmjólkur (óunnin mjólk) í hænum, eða um 2.000.000 lítra og nemur það að uphæð kr. 800.000. Þessi mikla upphæð valt svo í viðskiftum bæjarins til eflingar atvinnulífinu í hæn- um. Hvaðan var nú þetta fjár- magn tekið? Af óræktuðu landi bæjarins, sem var móamýrar, melar og grjótholt. Framtaks- samir menn höfðu lagt fé og krafta í að rækta þetta óarð- bæra land, og það hafði vitan- lega orðið kostnaðarsamt; svo mikið fé liggur í þessurn lönd- um, sem eru rétt að segja ný- ræktuð og því litið af því fé, sem hefir verið lagt í ræktun- ina, komið til baka. Reykvískir mjólkurframleið- endur hafa orðið að búa sér til jarðirnar úr rnjög óaðgengilegu efni (landið), en aðrir framleið- endur liafa tekið við ræktuðum jörðum og fá mikinn heyskap og alla heit af landi, sem mannshöndin liefir ekki snert við að rækta. Reykjavik þarf á mikilli nýmjólk að lialda, i minsta lagi 6—7 miljónum lítra á óri. Bærinn á land útfrá sér, sem verður eftir því aðgengi- legra til ræktunar, sem lengra kemur frá bænum; á eg þar við jarðirnar Breiðholt, Elliðavatn, Ártún og Árbæ. Væri nú alt þetta Iand orðið ræktað, eins og löndin næst bænum, mætti sjálfsagt framleiða á því alla þá mjólk, sem bærinn þarf að nota. Það er því ekki svo lítið fram- tíðarspursmál, að ekki sé lok- að fyrir þróun þessa atvínnu- reksturs. Mjólkurskipulagið er að tvennu leyti árás ó hagsmuni bæjarbúa. í fyrsta lagi að þvi Við bœjaiþilin Við bæjarþilin er biðin góð um bjartar sumarnætur, er lind í túni sinn yrkir óð og eyrarrós döggum grætur, og lífsþyrst vaxtarþrá hjalar hljóð við hlakkandi bjarkarætur. . . En — lastaðu ei fuglinn, sem flýgur hátt og fjarlægðarblámann þráir, sem svífur djarfur í sólarótt og syngur — elskar og dáir geimdjúpið voldugt vítt og blátt. Þeir vængjuðu eru — of fáir. . * Gretar Fells. leyti, að það sviftir framleið- endur frelsi til beinna og ó- háðra viðskifta við neytendur og sviftir þá fullum fjórða liluta tekna þeirra, sem þeir áð- ur hafa notið, og liefir það vit- anlega í för með sér, að hefta alla framþróun og koma þeim flestum fjárhagslega á kné. I öðru lagi sviftir skipulagið neyt- endur þeirri aðstöðu að geta fengið nýja og óskemda ný- mjólk, sem að margra dómi getur varðað líf og heilsu manna, einkum á þetta við um ungbörnin. Fyrir harðfylgi fárra manna, tókst að fó mjólkurlögin svo úr garði gerð, að framleiðendur gátu fengið undanþágu til að selja beint til neytenda, en þeirri undanþágu fylgja afar- kostir, er gera flesta fráhverfa því ráði. Með þvi að þá verður að greiða verðjöfnunargjald og mjólkurmagnið úr hverri kú er reiknað til skatts miklu hærra en það í raun og veru er. Fáein- ir menn hafa þó haldið þessari leið og þannig bætt úr bágmd- um nokkurra neytenda, og er það meira að þakka sjálfstæðis- þrá og þrautseigju þessara manna, en að efni leyfi slíkt og er eg ekki viss um að það sé metið að verðleikum af þvi fólk fylgist ekki með örðugleik- um framleiðendanna. Nú rná vænta þess af þeim breytingum, sem verið er að gera á mjólkur- lögunum og ganga i gildi næstu daga, að verðjöfnunargjaldið verði hækkað svo mikið, að ] ekki geti komið til mála að framleiðendur standist slíkf. í uppliafi voru margir van- trúaðir á að mjólkurskipulagið- yrði til mikilla bóta og virðist reynslan benda til, að þeir liafa liaft rétt fyrir sér. Hin ósvifna árás á liagsmuni Reykvildnga, hæði neytenda og framleiðenda, verður ekki réttlætt með því, að þetta hafi varðað alþjóðar heill. Má þvi til stuðnings henda á það, að i Danmörku liefir sams- konar mjólkurskipulag horið þann árangur, að í stærri horg- um er neyslumjólk seld á 40 aura líterinn, en framleiðendur fá 10 aura fyrir líter í sinn hlut, og í Noregi eru lilutföllin svip- uð. Eftir að nú á að jafna verðið til framleiðenda hvar sem þeir eru á verðjöfnunarsvæðinu, er viðbúið að í sama horfið sæki hér. í Danmörku eru fjölmenn- ar og ríkar borgir og vinsluvar- an úr mjólkinni er metin sú

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.