Vísir - 18.01.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 18.01.1938, Blaðsíða 2
VlSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Páll Steingrímsson. Skrifstofa og afgreiðsla Austurstræti 12. S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Eitt í dag--- DLÖÐ Framsóknarflokksins “ hafa verið mjög fastheld- in við það, að nefna Sjálfstæð- isflokkinn öðru nafni en hann liefir sjálfm- valið sér, og jafn- an kallað hann „íhaldsflokkinn“ eða „Ihaldið“. Út af þessu er þó brugðið í Tímadagblaðinu s.l. laugardag. I þvi blaði er mikið um það rætt, hve gagngerð breyting liafi orðið á „Sjálf- stæðisflokknum“ „síðan 1929, þegar Jón Þorláksson var for- maður flokksins“. En á þessum tíma, „síðan 1929, þegar Jón Þorláksson var formaður flokksins“, segir blaðið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi „breyst úr fastheldnum íhalds- flokki í ábyrgðarlausan lýð- skrumsflokk“. Og blaðið harm- ar þessa „breyíingu“ ákaflega, og virðist jafnvel svo sem það telji það liggja alveg í augum uppi, að með þvi að við svo búið rnegi ekki standa, að eng- inn „fastheldinn íhaldsflokkur“ sé til í landinu, þá verði Fram- sóknarflokkurinn nú að takast hlutverk slíks flokks á liendur. Á sunnudaginn virðist blaðið þó hafa tekið nokkurum sinna- skiftum í þessu efni, og nefnir Sjálfstæðisflokkinn aldrei ann- að en „íhaldið“, að fornum sið, og telur blaðið það nú liina mestu nauðsyn, að yfirráð „íhaldsins“ hér í Reykjavik verði brotin á bak aftur, eins og í öðrum höfuðborgum Norð- urlanda, þar sem andstæðingar þess fari nú með völd. megi allir vita, að það sé ein- mitt Tímaliðið og Jónas, sem liafi gert allt, sem nýtilegt liafi verið gert í landinu siðustu ára- tugina. Og þá að sjálfsögðu fyrst og fremst í Reykjavík og fyrir Reykvíkinga! Síðastliðinn föstudag birti Tímadagblaðið yfirlýsingu, undirritaða af Jónasi Jónssyni, „út af árásinni á Framsóknar- flokkinn, í ýmsum miður á- reiðanlegum blöðum, fyrir það að hann sé nú i kosningabanda- lagi við kommúnista í bæjar- og sveitarstjórnarkosningum“. Og i þessari yfirlýsingu er sagt, að rétt þyki „að taka það fram, í eitt skifti fyrir öll, að stjórn Framsóknarflolcksins er alger- lega andvíg pólitískri samvinnu við kommúnista og nasista“, cins og þrásinnis liafi verið lýst ydir og sé á vitund flokks- manna um allt land! En hvernig ællar Framsókn- arflokkurinn þá að fara að þvi, að taka við völdum liér í bæn- um ásamt öðrum „andstæðing- um íhaldsins“, og eftir sem áð- ur, að vera andvigur hverslcon- ar „pólitískri samvinnu við kommúnista" ? Skákþing Reykjavíkui*. 5. umferð (6. í 1. fl.) var tefld í gær. Meistarfl.: Áki Pét- ursson 1—Benedikt Jóh. 0, Magn. G. Jónss. 1—Stgr. Guðm. 0, Einar Þorv. 1—Guðm. Ólafss. 0. — 1. fl.: Vigfús Ólafss. 1— Magnús Jónss. 0, Ingim. Guðm. 1—Jón B. Helgas. 0, Vígl. Möll- er 1—Hösk. Jóh. 0, Jón Guðm. 1—Á. B. Knudsen 0, Kristj. Sylv. 1—Óli Valdemarss. 0. — 2. fl. A: Sæm. Ólafss. 1—Ingi- m. Eyjólfss. 0, Karl Gíslason 1 —Guðj. B. Bald. 0, Bolli Thor- oddsen V2—Anton Sigurðss. V2, Stefán Þ. Guðm. 1—Þórir Iryggvas. 0, Þorst. Gíslas.—Ár- sæll Júl. biðskák. — 2. fl. B: Ein. Ein. V2—Jóh. Halld. %, Björn Björnsson 1—Þorst. Jóli. 0, Ingi Guðm.—Daði Þork. 0 (fjv.), E. Blomquist 1—Sig. Jóh. 0, Þorst. Þorgr.—Sæm Kristj. biðskák. — 2 fl. C: Egill Sig. 1—Gestur Pálsson 0, Ól. Einarss. 1—Óskar Lár. 0, Guðj. Jónss. V2—Guðm. Guðm. %, Gísli Finnss. 1—Otto Guðj. (fjv.), Kr. Arndal 1—Aðalst. Ilalld. 0. Nú er enginn þörf á „fast- lieldnum íhaldsflokki“, og eng- inn „harmagrátur“ kveðinn yf- ir því, að Sjálfstæðisflokkurinn sé hættur að rækja hlutverk slíks flokks. Og Framsóknar- flokkurinn telur sig sjálfkjör- inn til að liafa á hendi foryst- una fyrir „andstæðingum í- haldsins“, sem nú eigi að taka við völdunum í Reykjavík, eins og í öðrum höfuðlxirgum Norð- urlanda. „Fellið íhaldsmeiri- lilutann í bæjarstjórninni, svo að Reykjavík verði ekki eina höfuðborgin á Norðurlöndum, sem stjórnað er af hugsjóna- snauðu og framtakslausu aftur- haldi“, segir blaðið! En til þess eiga Reykvíkingar að fylkja sér um lista Framsóknarflokksins! Og í bandalagi við socialista og kommúnista á Framsóknar- flokkurinn síðan að taka við völdunum í bænum! Þannig dorgar Tímaliðið ann- an daginn eftir fylgi hinna „fastheldnustu íhaldsmanna“, en hinn daginn kjassar það kommúnista og er angurvært yfir því, að kommúnistar láti svo sem þeim þyki allt „betra en íhaldið og Jónas“. Og þó PatursoD á konnogs- fnndi Kalundborg, 17. jan. — FÚ. Palurson, kongsbóndi í Fær- eyjum, er fyrir nokkuru kom- inn til Kaupmannahafnar og hefir lagt fyrir konung beiðni fjölda færeyskra jarðeigenda um það, að lögþingið verði rof- ið og nýjar kosningar til lög- þings látnar fara fram í Fær- eyjurn. Gekk hann fyrir konung í dag og var forsætisráðherra Dana, Stauning, viðstaddur. Konungur sagðist hafa tekið á móti gögnum þeim er Paturson liefði lagt fram og mundi nú aflienda forsætisráðherra þau til frekari athugunar og mundu síðan verða teknar ákvarðanir um hvað gera slcyldi í þessum málum. SjálfstæSismenn, sem kosningarétt eiga úti á landi, en verSa ekki komnir á sinn kjörstað á kosningadaginn, mun- iö aö kjósa hjá lögmanni hið fyrsta, svo aö atkvæöi yðar kom- ist til skila í tæka tíö. Állar uppl. viövíkjandi kosningunum fá menn á kosningaskrifstofu Sjálfstæðis- flokksins í Varðarhúsinu. Sími 2398. HERSKIP Á JANGTSEFLJÓTI. Eftir að Japönum tókst að rjúfa hindranagarðana í Jangtse-fljóti, eru samgöngur nú komnar í líkt liorf og áður. Á myndinni sjást bresk og amerisk herskip á fljótinu við Nan- king. Kínverskur her 9 km. frá Hangchow. Japanir liraða liðsauka irá Sliangliai. Myndapleg L. H. Miiller kaupmaður f Rcykjavík liefir fært Austur- bæjarbarnaskólanum að gjöf 20 pör af skíðum ásamt sLöfum og öðrum útbúnaði, sem skíöum fylgir. — Þessi sldði verða lán- uð tii skiflis efstu beklejum skólans í skíðaferðir undir um- sjón kennara. Skiðin nægja að jafnaði einum bekk, þvi nokkur börn eiga skíði. —- Migni Bá2i ?. b. Þersteini it Ilafnarbáturinn Magni kom liingað í gær með vélbátinn Þorstein, sem liann liafði náð út, en v.b. Þorsteinn strandaði skamt fyrir sunnan Búðir á Snæfellsnesi fyrir nokkuru. Var liann að sækja vikur til Arnarstapa í þeirri ferð. — Bát- urinn lá í sandi og var óbrot- inn. Magni fór upp eftir til þess að reyna að ná honum út og gekk það vel. London í morgun. FÚ. Japanir viðurkenna, að hersveitir Ivinverja séu nú aðeins rúma 9 kilómetra frá Hangchow og hraða Japanir þangað liðs- auka frá Slianghai. Japanir tilkynntu í gærmorgun enskum fréttarilara „Man- cliester Guardian“, Timberley að nafni, að skeyti sem liann lagði inn á sunnudaginn liefði ekki verið sent og að liann væri beðinn að mæta á japönsku lögreglustöðinni. Timberley neit- aði að verða við þeirri kröfu, og kærði fyrir breskum yfirvöld- um að skeyti lians hefði verið stöðvað. Breski ræðismaðurinn í Shanghai liefi tekið málið til meðferðar. Kínverjar hafa gert árás á stöðvar Japana við Wu-hu. Likup til þess að liafist veröi lianda áður Jangt lídur. Pootung, sem er suð-austurhvcrfi Slianghai-borgar og liggur sunnan Wliang-poo fljóts, hefir verið lýst í liernaðarásland. .lapanir segjast þurfa að „hreinsa“ það, af 3000 kínverskum hermönnum sem ennþá hafist þar við. Chaatemps repir aftur EINIÍASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. ocialistaflokkurinn var á fundi í alla nótt og var samþykt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, að taka ekki þátt í myndun stjórnar, er Chautemps myndar. í álykt- un, sem gerð var, segir, að so- cialistar muni haga sér sam- kvæmt samkomulagi við annan flokk í samfylkingunni og mun þar átt við kommúnista. Er því talið, að socialistar muni neita stjórn Chautemps unt allan stuðnin^1, ef kommúnistar geri það. Eru því litlar líkur til, að Chautemps hafi hepnina með. Um aðeins tvent virðist þá vera að ræða: Samfylkingarstjórn (alþýðufylkingarstjórn) undir forustu socialistaleiðtoga eða þjóðstjórn undir forustu Herri- ot. — United Press. Osló, 17. janúar. Bonnet fjármálaráðherra gafst upp við tilraunir sínar til þess að mynda nýja stjórn í Frakklandi, vegna mótspyrnu sósialista. Lebrun ríkisforseli fól þá Leon Blum, foringja só- síalista, að mynda stjórn, en hann reyndi að mynda alþýðu- fylkingarsljórn með virkri þátt- töku kommúnista, en í slíkri stjórn vildu vinstri borgaralegu flokkarnir ekki eiga þátt, þ. e. þeir vildu ekki hafa samvinnu við kommúnista. Lebrun sneri sér á nýjan leik í dag til Chau- Ofviöpid á Englandi. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. rjátíu og fimm menn biðu bana í ofviðrinu um síð- astliðna lielgi. — Það er nú staðfest, að ski{)ið Glanroyd sökk. United Pi’ess. Hí sókn Tið Teruel. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. arcelonafregn hermir, að uppreistarmenn hafi byrjað mikla sókn við Teruel og orðið nokkuð ágengt á Celadasvæðinu, United Préss. temps forsætisráðherra og félst liann á að gera nýja tilraun. — Frankinn er skráður á 13.85 í Osló í dag. — (NRP.-FB.). London, 18. jan. — FÚ. Fulltrúar jafnaðarmanna í franska þinginu sátu á fundi i alla nótt til þess að ræða afstöðu sína til stjórnar sem Cliau- temps kynni að geta myndað. Að lokum var samþykt að liafna öllum tilboðum um sæti i stjórninni en að jafnaðarmenn störfuðu að öðru leyti með öðr- um flokkum ér myndi alþýðu- fylkingu. Horfur til þess að Cliautemps takist að mynda stjórn eru því taldar betri i morgun, en þær voru í gær- kveldi. C-listiim er listi sjálfstæðismanna í Rvík. Kaupmannaliöfn, 17. jan. - FÚ. (Einkaslceyti). „Kristilegt dagblað“ liefir átt viðtal við Guðmund Hliðdal póst- og símamálastjóra um hina fyrirliuguðu flugleið milli íslands og Noregs og ennfrem- ur um flug innanlands lá Islandi. Lætur póst- og símamálastjóri, Guðmundur Hlíðdal, i ljós von- ir um, að þessi flugleið geti bor- ið sig fjárliagslega. Annars skýrir blaðið frá því, í sömu grein, að skoska flugfélagið „Higliland Airways“ muni hafa í hyggju að koma á föstum flug- ferðum milli Skotlands og Is- lands með viðkomu i Færeyj- um. Bernt Balchen, forstjóri norska flugfélagsins hefir einn- ig verið spurður um horfur á framkvæmd þessa máls af tíð- indamanni frá blaðinu „Aften- posten“ í Osló, og lætur hann svo um mælt að liann trúi ekki öðru, en að flugleiðiji yfir Atl- antshaf, með viðkomu á ís- landi, komist innan skanuns í framkvæmd, með því að bæði Rússar, Svíar, Norðmenn og Danir hafi allir áliuga fyrir því að af þessu verði. FLUGVÉL FLUGFÉLAGS AK- URE'YRAR IŒMUR í FEBR. Flugfélag Akureyrar á von á fiugvél sinni í lok næsta mán- aðar. Mun flugvélin liafa bæki- síöðvar sínar jafnt á Akureyri og í Reykjavík. Ekki er búist við að hún muni hefja fastar flugferðir milli þessara staða, lieldur vera til taks þar sem mest er fyrir hana að gera. Mun verða lientugast — segir Agnar Kofoed-IIansen — fyrir 3—4 menn að sameina sig um flug ' — þar eð flugvélin er fjögurra farþega flugvél. Flugvél þessi er alveg ný, smíðuð sérstaldega fyrir Flugfélag Akureyrar og kostar um 50 þúsund krónur. SVIFFLUGFELAG ÍSLANDS hefir í samráði við Flugmálafé- lag Islands ákveðið að stofna svonefnt Model-flugfélag fyrir yngstu áliugamenn flugmál- anna og mun félagið sýna ým- islegt þessu viðvíkjandi í skemmuglugga Haraldar Árna- sonar í þessari viku. Verða þar sýndar smáflugvélar og flug- vélahlutar, gert af þýska svif- fiugkennaranum Carl Reich- stein og.af félögum Svifflugfé- lagsins undir hans tilsögn. Hafa — segir Agnar Kofeed-Hansen — æskumenn annara landa lagt1 cljúgan skerf til útbúnaðar flug- véla með störfum sínum i Mo- del-félögum. Þessir yngstu á- liugamenn verða á aldrinum 9 —18 ára, en eftir það geta þeir gerst félagar í Svifflugfélagi Is- lands. Svifflugfélag Islands starfar nú af fullum krafti og eru fé- lagar um 50 — þar af hafa 10 lokið fyrsta prófi. Heimdallur heldur i kveld kl. 8V2 útbreiðslufund fyrir unga íólkið í Varðarhúsinu. Frambjóðendur ungra sjálf- stæðismanna við bæjarstjórn- arkosningarnar 30. þ. m. munu taka til máls, þ. á m. þeir: Bjarni Benediktsson, prófessor, Gunnar Thoroddsen, cand. jm’., Sig. Jóhannsson verslunarm. og Björn Snæbjörnsson bókari. Munu þeir ræða og skýra stefnumál flokksins. Alt ungt fólk, sem áhuga hef- ir fyrir þeim þörfu og mikil- vægu málum, sem sjálfstæðis- flokkurinn liefir á stefnuskrá sinni, ætti að f jöhnenna á fund- ina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.