Vísir - 21.01.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 21.01.1938, Blaðsíða 3
V t S I R Helgi H. Eiriksson: Það, sem andstæðingar S.jálfstæðisflokksins telja honum einna helst tii foráttu í st.jórn hans og meðferð á bæ.jarmálum Reykjavíkur, er athafnaleysi og kyr- staða. Reyna f>eir að tel.ja borgurum bæ.jarins trú um það, að liér hafi ekkert gagnlegt verið gert af hálfu bæ.jarst.jórnar, allan þann tíma, sem S.jálfstæðisflokk- urinn, eða „ilialdið“, eins og þeir kalla það, hafa farið með völd i bænum, en það er, eftir sögu sumra þeirra, í siðastliðin 150 ár, eða síðan Reyk.javík fékk kaup- staðarréttindi. Jafnframt þessum staÖhæf- ingum um athafnaleysi sjálf- stæðismanna lofa þeir svo alls- konar framkvæmdum og fríö- indum, ef þeir fá meirihlutaað- stöðu, og að bæta úr öllu höli bæjarmanna. Það þarf nú varla að eyða mörgum orðum að því, að sýna lxvað þessar staðhæfingar hafa við lítil rölc að styðjast. Hver heilvita maður, sem les lýsingarnar af Reykjavík, eins og hún var fyrir 150 ár- um síðan, fyrir 50 árum síð- an og jafnvel fyrir 10—20 árum síðan, og sér Reykjavík eins og hún er nú, hlýtur að sjá hverjum stakkaskiftum hún hefir tekið til bóta og hverjar framfarir hér hafa orðið. Hér er komið víðáttumikið og víða vel hygt götulcerfi, vatnsleiðsla um allan hæinn og viða um nágrenni hans, með einhverju besta vatni, sem þekkist í nokkurri horg. Hér er gas um allan bæinn til suðu (sem einnig var áður notað til ljósa) rafmagn til ljósa og einn- ig nú til hitunar og suðu. Hér er rúmgóð og vel bygð höfn og hafnarmannvirki. Hér eru slcól- ar, skemtigarður, leikvellir og margt fleira, og loks er verið að undirbúa eitt mesta menn- ingar- og velferðar-fyrirtæki þessa bæjar, og þessa lands, hitaveituna, og verður hún framkvæmd að miklu leyti á þessu ári, ef andstæðingum okkar tekst ekki að stöðva það. Og allt eru þetta verk og framkvæmdir sjálfstæðis- manna og „íhaldsmanna“ Reykjavíkur. Þeir hafa bygt göturnar, vatnsleiðsluna, gas- stöðina, rafmagnsstöðina við Elliðaárnar og raforkuverið við So,gið. Þeir hafa bygt höfnina, hafnarbólvirkin og hafnarhúsin, barnaskólana, sundlaugarnar,Sundhöllina o. fl. OG ÞEIR MUNU BYGGJA HITAVEITUNA. Allar þessar framkvæmdir hafa verið gerðar eftir ítar- legar athuganir og fullkominn fræðilegan undirbúning. For- sjálni og fyrirhyggju hefir ver- ið gætt eftir föngum við fram- kvæmdirnar, og fyi’irtækin síð- an rekin með gætni og hagsýni, enda bæði framkvæmdir og rekslur vanalega fenginn bestu og færustu mönnum í hendur. Þetta er nú sú kyrstaða og það athafnaleysi, sem andstæð- ingarnir eru að rægja og skamma sjálfstæðismenn í bæj - arstjórn Reykjavíkur.fyrir. Það er þessi lieilbrigða og rólega, en þó að ýmsu leyti öra, þróun bæjarfélagsins, sem þeir líta öf- undaraugum, enda hafa þeir liagað sér öðruvísi, þar sem þeir hafa ráðið og stjórnað. Þar hafa aðalframkvæmdirnar verið þær, að taka atvinnutækin og atvinnumöguleikana af borgurunum, og láta ríki og bæjarfélög braska með þau, oft undir stjórn óvanra manna, sem meira liafa metið flokks- hagsmuni og stjórnmálalega af- stöðu, en heill fyrirtækjanna. Afleiðinganna var þá líka skamt að bíða: hrörnun at- vinnuveganna, atvinnuleysi og aukin sveitaþyngsli í einni eða annari mynd. Þrátt fyrir það, að ríkisvald- ið hefir að mörgu leyti ofsótt Reykjavík og gert henni erfið- ara fyrir en öðrum bæjarfélög- um, þá hefir henni verið svo vel stjórnað, að hún er best slæða bæjarfélagið hér á landi. Það þarf þvi engan að undra, þótt andstæðinga okkar langi til þess að ná hér í meirihluta aðstöðu, einkum þegar þess er gætt, að viða er nú orðið fá- tæklegt fyrir, þar sem þeir hafa ráðið. Þeiin er það skiljanlega kappsmál, að geta skapað hér féitar stöður við útgerð, bygg- ingar og fleira, á kostnað Reykjavíkur, meðan eitthvað er til af eignum, sem bærinn á, og bæjarbúar geta eitthvað látið af hendi raluia. En hve lengi það yrði undir stjóm kommúnista, sem nú eru að gleypa alla vinstri floldíana í sig, er ekld erfitt að segja. Eg veit, að eng- inn Reykvíkingur, hvort sem liann er rauður eða hvítur, er í nokkrum vafa um það, að at- vinna og greiðslugeta alls þorra bæjarbúa yrði horfin eftir örfá ár, ef kommúnistar með aðstoð socialista og framsóknarmanna kæmust hér í meirililuta í bæj- arstjórn. Þetta er því í húfi í kosning- unum nú. Munið það, sjálfstæðismenn! Athugið það, allir hugsandi Reykvíkiri|gar. HELGI H. EIRÍKSSON. Skákþing Reykjavíkur. 6. umferö (7. í 1. fl.) var tefld í gær. Úrslit urðu þessi í meist- araflokki: Bened. Jóhannsson -—Sturla Pétursson J4, Áki Pét- ursson 1—Magnús G. Jónsson o, Hafst. Gíslason J4—Steingr. Guö- mundsson J4- — I 1. flokki: Árni Knud'sen J4—Óli Valdemarsson Hösk. Jóhannsson 1—-Jón Guö- mundsson o, Jón B. Helgason 1— Vígl. Möller o, Magnús Jónasson y2—Ingim. Guðmundsson J4, Vig- fús Ólafsson 1—Sig. Lárusson o, Kristján Sylveríusson J4—Guöm. S. Guömundsson y2. — 2. fl. A: Stefán Þ. Guðmundsson 1—Anton Sigurðsson o, Bolli Thoroddsen 1 Guöjón B. Baldvinsson o, Ingim. Eyjólfsson J4—Karl Gíslason J4, Sæm. Ólafsson 1— Þorst. Gísla- Son o, Ársæll Júlíusson 1— Þórir Tryggvason o. — 2. flokkur B: E. Blómkvist 1—Daöi Þorkelsson o, Ingi Guömundsson 1—Þorst. Jóhannsson o (fjarv.), Bjöm Bjömsson 1—Jóhannes Halldórs- son o, Einar Einarsson 1—Þorl. Þorgrímsson o, Sæm. Kristjánsson 1—Sig. Jóhannsson o. — 2. flokk- ur C: GuSm. Guömundsson 1— Ottó Guðjónsson o (fjarv.), Ól. Einarsson 1—Guðjón jonsson o, Egill Sigurösson 1—Óskar Lárus- son o, Kristínus Arndal J4—Gest- ur Pálsson )4, Aöalsteinn Hall- drsson 1—-Gísli Finnsson o. —í kvöld veröa tefldar biöskákir og 8. umferð í 1. flokki. 0sann.iiid.iii um bræðslusildar- verðlð. Finnai8 Jónsson ©rðinn að liopnrekn í stjóm verk- smidjanna* Fulltruar Sjálfstæðisflokksins i stjórn Síldar- verksmiðja ríldsins og blöð flokksins hafa ætið beitt sér fyrir því að greitt væri fult verð fyrir bræðslusíldina við afliendingu. Þetta verð hefir á hverjum tíma verið ákveðið í sam- ræmi við það verð, sem þá hefir verið á afurðunum, mjöli og lýsi. — Stefna Sjálfslæðisflokksins og fulltrúa lians er óbreytt. Það var sainkvæmt tillögu sjálfstæðismanna, að lieimildin til þess að kaupa síldina við af- liendingu, stcndur nú nákvæm- lega eins orðuð í nýju verk- smiðjulögunum og hún var áð- ur í g'ömlu lögunum. Það er því þýðingarlaust fyrir Alþýðublaðið að vera að stagast á ósannindum Finns Jónssonar um bræðslusíldarvcrðið. Enda kemur það úr hörðustu átt, þeg- ar Finnur er nú að brigsla Sjálfstæðisflokknum um það, að liann vilji stuðla að lægra verði á bræðslusíld, en vera ætti, eftir verðlagi afurðanna. Til skamms tíma hefir væl þessa sama Finns verið einna á- mátlegast yfir því, að Sjálfstæð- isflokkurinn gerði altof liáar kröfur til verksmiðjanna um verð bræðslusíldar. Það hefði ekkert vit verið í þvi að fara fram á kr. 6,00 fyrir rnálið árið 1936 og kr. 8,50 árið 1937. Þessar kröfur áttu þó stoð sina í afurðaverðinu eins og það var, þegar bræðslusíldarverðið var ákveðið fyrir þessi tvö und- anfarin ár. En Finnur taldi þá nauðsyn- legt að hafa verðið lægra. Ann- ars áttu verksmiðjurnar að hafa farið á höfuðíð. Sjálfstæðisflokkurinn og fulltrúar hans í stjórn Síld- arverksmiðja ríkisins fylgja sömu stefnu og hingað til um fast verð fyrir síldina við af- hendingu. Allir útreikningar Finns um tap útgerðarmanna og sjómanna á þeirri tilhögun sem hann spinnur upp, ai Sjálfstæðisflokkurinn haf fallist á, eru því gjörsamleg út í hött. Væri nær fyrir Finn að ger grein fyrir því hve mörg hundi uð þúsund krónum sjómenn o útgerðarmenn liafa tapað ráðsmensku hans á verksmiðj unum. Ivannske myndi liann þ skýra frá miljónarfjörðungi, e fór í byggingu á misliepnuð þróarbákni. Kannske myndi hann útlist liagnaðinn á því að taka 2750 mál í þessa þró, sem geviru síldina ekki betur en það, a 6000 mál liggja eftir óunnin t næsta sumars, en úr 21.500 má um fengnst ekki nema tæpleg helmingur af venjulegu afurðí magni og það litla sem fekst va léleg vara. Samt fór þrisva sinnum lengri tími til þessara vinslu en venjulega fer t vinslu á sama magni. Kannske vildi Finnur skýr | frá því, að þrátt fyrir öll „me in“ í afköstum verksmiðjam einn og einn dag er meðalvin an á sólarbring yfir allan tíi ann minni en áður. „Metin“ urðu að vanmetui Kannske vildi liann skýra f því að þrátt fyrir, að varið hei verið til „endurbóta etc.“ 3 þús. á einn ári, þurfa ver smiðjurnar nú meiri viðgerð 1 nokkurn tíma áður. Ýmsum mönnum í stjórna flokkunum ofbauð óstjó Finns á verksmiðjunu: Síðasta Alþingi Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda sainúð við andlát og jarðarför konu, móður og stjúpmóður okkar, Ósk Bjarnadóttur. Tómas Guömundsson. Jónína Tómasdóttir. Laufey Tómasdóttir. Vilhelmina Tómasdóttir. Unnur Tómasdóttir. Jardariör móöur okkar, Þópu Þórapinsdóttur, fer fram frá Dómkiukjunni á morgun, 22. þ. m. og hefst frá heimili hennar Skála, kl. 1 e. h. Fyrir hönd fjölskyldunnar Árni Pjetursson, Þórður Pjetursson. _____ Fiskifélai lioreos vill b» tooaraireiðar. Kaupmannaliöfn, 20. jan. FÚ. (Einkaskeyti). Fiskifélag Noregs hefir sent stjórninni ályktun þar sem því er lýst yfir, að ef Stórþingið fallist á að heimila togaraveiðar, þá muni fiskimennirnir sjálfir finna upp einliver úrræði til þess að koma í veg fyrir að þær viðgangist. í ályktuninni er einnig skorað á stjórnina að banna þær togaraveiðar, sem nú eru reknar í Noregi. Formaður fiskifélagsins, Steffensen stórþingsmaður lief- ir átt ítarlegt viðtal við „Aften- posten“ í Osló um þessa ályktun. Hann lieldur þvi fram, að tog- araveiðar séu hvarvetna reknar með stórkostlegu tapi, og vitnar í þeim efnum til íslands. Hann segir í blaðinu að Islendingar verði árlega að verja stórfé til þess að jafna þann lialla, sem verði á togaraveiðum þeirra, og þessvegna leggi nú Islendingar alt kapp á, að koma fislcveiðum sínum í það horf, að liverfa frá togaraveiðunum en stunda þær með svipuðum skipakosti eins og Norðmenn gera nú. verksmiðj ulögunum. F innur varð að bita í það súra epli, að þrátt fyrir stjórnarsamvinnu Framsóknar og socialista treysti yfirgnæfandi meirililuti Alþing- is, engu siður en sjómanna og útgerðarmanna, öðrum betui*, en lionum til þess að stjórna verksm ið j unum. Því betur sem verksmiðjun- um er stjórnað, því liærra getur bræðslusíldarverðð verið, að til- tölu við afurðaverð. Það liefir úrsliía þýðingu í rekstri verksmiðjanna, að þeim sé stjórnað eftir öðrum sjónar- miðum en þeim, sem ríktu i stjórn Sildareinkasölunnar eða í stjórn sócialista á ísafirði. Nú þegar hinni fyrirhyggju- litlu „vanmeta“-stjórn Finns Jónss. á síldarverksmiðjunum hefir verið þokað úr öndvegi, þannig, að Finnur situr nú í einskonar skammakrók í stjórn verksmiðjanna, er full vissa fyrir því, að bræðslusíldarverð- ið muni hækka, að tiltölu við afurðaverð, en mundi þó verða hærra, ef afleiðingarnar af óstjórn Finns lægju ekki eins og mara á verksmiðjunum. Kosningaskrifstofa SjálfstæSisflokksins er í Vari5- arhúsinu og er opin daglega frá kl. 10—12 árd. og 1—4 sí?5d. Þar fá menn allar upplýsingar viövíkj- andi kosningunum. Úp Dölum. 19. jan. — FÚ. Úr Dölum skrifar fréttarilari útvarpsins ahnenn tíðindi sem hér fara á eftir: Tíðarfar. Á vetrinum fram til áramóta hefir verið mjög hagstæð veðr- átta og sauðfé ýmist lítið eða ekki gefið og hross hvergi lekin í hús nema nauðsynlegustu gripir, svo sem dráttarhestar og sumstaðar reiðhestar. I hríð- arveðrinu sem gerði um mest- alt héraðið dagana 23. til 25. okt. var sauðfé smalað lil hýs- ingar, en slept aftur undir eins. Um 18.—19. nóvember kólnaði aftur og snjóaði og síðan befir fé víðast hvar verið liýst — en án gjafar að mestu leyti. Hefir þetta mjög létt á heyjum og kemur sér vel, þar sem þau eru viðast hvar stórhrakin og all- miklu minni en áður. — Fóður- bætir, mjög mikill, liefir verið keyptur þrátt fyrir stórfelda fækkun sauðfj ár. Fóðurbætir- inn er að mestu síldarmjöl, en nokkuð af mais. — Fjárkvillar. Kvillar hafa legið í sauðfé, einlcum í suðurliluta sýslunnar, bæði mæðiveiki og einnig lungnapest, sem liefir gert usla á stöku bæ. — Níræðisafmæli. Þann 28. fyrra mánaðar átti níræðisafmæli ekkjan Valgerð- ur Brandsdóttir á Nýp á Skarðs- strönd. Er hún vel ern og and- lega heilbrigð og hefir sæmi- lega sjón og lieyrn. Valgerður var gift Guðmundi Stefánssyni er lengi bjó á Nýp og er hún þar nú. Ær ber í byrjun árs. Þann 4. þ. m. bar mögótt ær í Eskifirði tveimur gimbrum,. svartri og mögóttri. Ærin er sex vetra og var geld árið sem leið. Ærin er eign Jóns Magn- ússonar smiðs. Á liann fáar slcepnur en fer manna best með þær. Bæði lömbin lifa og taka góðum framförum. (FÚ). Barðist 106 lotur. Áður en tekinn var upp sá siður, að linefaleikarar berðust með hönskum, voru loturnar, sem bardaginn átti að standa sjaldan ákvéðnar fyrirfram, beldur barist þar til annar lá. Rétt fyrir áramótin lést einn af lmefaleikaköppum „berhenta“ tímans, Jake Kilrain, 78 ára að eldri. Árið 1884 barðist hann i Rúðuborg á Frakklandi um heimsmeistaratignina í þunga- vigt við Breta að nafni Smith. Bardaginn stóð i 106 lotur (rúml. 7 klst.) og var hvorug- um dæmdur sigurinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.