Vísir - 26.01.1938, Blaðsíða 4

Vísir - 26.01.1938, Blaðsíða 4
V 1 S I R Einstæðings ekkjan. Gjafir til hennar, afhentar Vísi: 5 kr. frá L. S., i kr. frá H. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 25 kr. frá H. B. Áheit á Hallgrímskirkju í Saurbæ, af- hent Vísi: 25 kr. frá H. B., 11.10 kr. frá H. J., Cambr. Fertugsafmæli á í dag Óli M. ísaksson fulltrúi, •Frakkastíg 6 A. Leynivínsala allmarga tók lögreglan um síð- astl. helgi, e'ða 8 alls, og hefir :sekt sjö þeirra sannast. Dómur fellur næstu daga. Bifreiðar. Þeir sjálfstæðismenn, sem ekki hefir verið talaS viS um lán á einkabifreiSum til notkunar í bæjárstj órnarikosningunum, len hafa hugsa'ð sér aS lána bifreiS- ar, eru vinsamlegast beSnir aS gera aSvart á skrifstofu flokksins í dag. Sími 2398. Póstferðir fimtudaginn 27. janúar 1938: Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar (Öf., Eb., Stk.). HafnarfjörSur, Seltjarnar- ues. Brúarfoss til Leith og Kö- benhavn. Lyra til Vestmannaeyja, Færeyja og Bergen. Fagranes til Akraness. — Til Reykjavíkur: Mosf ellssveitar-, Kj alarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- 0g Flóapóstar. (Öf., Eb., Stk.). Hafn- arfjörSur. Seltjarnarnes. Dettifoss aS norSan. Fagranes frá Akranesi. Aðalfundur Málarasveinafélags Reykjavík- ur var haldinn í AlþýSuhúsinu sunnud. 23, jan. Stjórnin var öll endurkosin og skipa hana: Form. Sæmundur Sigurðsson, varaform. Þorvaldur Kristjánsson, ritari Jökull Pétursspn, gjaldkeri Stein- grímur Oddsson, varagjaldkeri Sveinn Ingi Guðjónsson. Útvarpið í kveld. Kl. 18.45 íslenskukensla. 19.10 VeSurfregnir. 19.20 Hljómplötur: Sönglög eftir Schubei't. 19.50 Fréttir. 20.15 Bækur og menn (Vilhj. Þ. Gíslason). 20.30 Kvöld- vaka: a) Lodewyckz prófessor (frá Ástraliu) : Um Ástralíu: 150 ára landnámsæfmæli Breta þar. b) Magnús Jónsson prófessor: Erindi. c) Síra SigurSur Einars- son: Kaflar úr norrænum bók- mentum, II. d) Ýms lög. 22.15 Dagskrárlok. Ilæturlæknir. Kristj. Grímsson, Hverfisg^ 39, sími 2845. Næturvörður í Reykja- víkur apóteki og Lyfjabú'Sinni I'ö- unni. NÁNARA UM LAND- SKJÁLFTAHRÆRINGARNAR. I gær. -- FÚ. Siðastliðna nótt, kl. 0.36, fundu menn landskjálftakipp í Reykjavik. Kippurinn telst væg- ur eða 4—5 styrkleika stig eflir lýsingum að dæma. Sumir telja að brakað liafi í húsum og hús- gögn nötrað og ýmsir vöknuðu af svefni. Landskjálftamælir sýnir hræringar 12—15 sek. Ná- lægt 1% mínútu. Síðar kom annar kippur mjög vægur og sá þriðji — minni en sá fyrsti en meiri en sá siðari — kom um klukkustund síðar, eða kl. 1.35. Fréttastofan átti i dag simtal við þrjá staði i nágrenni Reykja- víkur, en livergi hefir orðið landskjálfta vart.Staðirnir voru: Reykjanes, Hveradalir og Grund í Skorradal. — Á Reykjanesi og Grund var þó fólk á fótum um það leyti sem fyrsti kippurinn fanst í Reykjavík. Upptök þess- ara kippa eru að svo komnu ekki kunn. — VERBBRÉF 30—40 þús. í veðskuldabréf- um, veðdeild, kreppubréfum eða víxlum og einnig útistand- andi skuldir, óskast til kaups strax. Tilboð, merkt: „Verð- bréf“, sendist afrg. Vísis. Kaupum veðdeildirbFéf Suðurgötu 4. Sími 3294. Opið 1—3. NJÓSNARI NAPOLEONS. 19 inni — hún hafði klætt sig svo af ásettu ráði, — hún hafði verið nógu liyggin til þess að sjá fyr- ir, að Gerard mundi koma til hennar æstur og þreyttur, og hún liafi talið sig örugga, ef hún kæmi fram fyrir liann, eins og hann var þá skapi farinn, í allri sinni dýrð, ef svo mætti segja. Vilanlega sá eg aldrei íbúð hennar, sem hann ávalt líkti við töfrahöll. Vafalaust ýkti hann — taldi skraut íbúðarinnar miklu meira en það var. Að minsta kosti get eg ekki ímynd- að mér, að Aubusson-ábreiður og Bartolozzi- koparstungur liafi verið á efstu hæð í liúsi í einu fátækrahverfi Lyonborgar. Hinsvegar vil eg fúslega viðurkenna, að ibúðin hafi verið ger- ólik því, sem Gerard liafði ætlað — og liann hafi séð hana í gullnum Ijóma, því að, eins og eg vék fyrr að, var bann þegar að eg liygg, ást- fanginn í mærinni, þótt bann gerði sér það ekki ljóst.“ Það verður þvi að teljast nokkurn veginn víst þar sem Gerard de Lanoy sjálfur kannaðist við það, að Lorendana bafi birst lionum þannig, að bún var sem vera af öðruni lieimi í augum lians, svo fögur og dásamleg, að allar grunsemdir i hennar garð lijöðnuðu í liuga lians þegar í stað, — allar þessar hræðilegu grunsemdir, sem böfðu kvalið bann frá þvi er þau skildu í Fosse ■de la Part-Dieu, þessar grunsemdir, sem nærri lá, að firti liann vitinu. Ekki þannig að skilja, að grunsemdírnar upp rættist með öllu úr huga hans — en þær voru ékki lengúrrefstar á haugi, er hún nú stóð þög- ul fyrir framan hann — og hann gat ekld leng- ur reynt að telja sjálfum sér trú um, að vinir hans hefði liaft rangt fyrir sér. Hvernig gat liann liafa neitað þvi? Ilún var yndisleg — ekki aðeins hún sjálf — heldur virtist liún hafa það á valdi sínu, að geta látið öðrum liða vel i ná- lægð sinni. Það var engin furða, að glæsimenni eins og de Neuvic og Mericourt yrði stórhrifnir af fegurð liennar og öllu hinu dularfulla og laðandi við framkomu hennar. Eftir eitt eða tvö augnablik steig hún fram um fet og i’étti honum aðra af þessum yndis- legu höndum sínum og sagði af látleysi: „Eg beið með bádegisverðinn þar til fyrir fjórðungi slundar. Eg var viss um, að þér munduð koma“. Gerard kannaðist við, að honum liafði aldrei fundist liann vera erldbjálfi nema á þeirri stundu. Tunga hans var bundin. Hann fékk engu orði upp komið. Hann gat ekkert sagt, nema eitthvað á þá leið, að það hefði verið miklum erfiðleikum bundið, að finna Grenelle- götuna. Iiann hafði tekið liendina, sem liún rétti bonum, og kysti liana af virðuleik. Hann slepti ekki takinu, fyrr en bún dró liana hægt til sin. „Ef þér hafið ekki enn snætt liádegisverð,“ sagði hún glaðlega, „vilduð þér þá eklci setjast að borði með mér?“ Án þess að bíða eftir svari geklc liún á und- an honum inn í annað herhergi, þar sem var lcringlótt borð með fögrum dúki á. Borðbún- aðurinn var hinn fegursti, af silfri ger og postu- líni, svo skrautlegur, að prinsessu mundi sæmt hafa. Og áður en Gerard fengi áttað sig á þessu var hann sestur andspænis henni. Hann sat þögull fyrst í stað, án þess í raun og veru að þÆR REYKJA FLESTAR TE.OFANI ST. FRÓN nr. 227. — Fundur annað kvöld kl. 8(4- Dagskrá: 1. Upptaka nýrra félaga, og eru innsækjendur beðnir að mæla i Góðtemplarahúsinu kl. 8J4. — 2. Kosning embættismanna. — 3. Hagskráratriði: a. Guðmund- ur Símonarson: Einsöngur. b. Páll Kr. Pálsson: Píanóleikur. c. Dans. — Félagar, f jölmennið og mætið ld. Sy2 stundvislega. (375 fíIlJQfNNiNtiAR] FILADELFIA, Hverfisgötu 44. Samkoma á fimtudaginn kl. 8y2. Allir velkomnir. (379 SNÆtll TVEGGJA herbergja ibúð til leigu fyrir utan bæinn, nú þeg- ar. Uppl. i síma 3346. (377 STÓR og góð stofa til leigu í vesturbænmn. A. v. á. (386 LÍTIÐ herbergi á neðri liæð, óskast, með eldunarplássi, í vesturbænum, fyrir eldri konu. Uppl. í síma 4694. (384 Fer vel með hörund yðar. DR JÚG og SPRINGUR EKKI. 2 HERBERGI og eldbús ósk- ast 14. maí. Helst sem næst miðbænum. Tilboð, merlct: „S.“ sendist Visi. (370 14. MAÍ, vanlar velstætt eldra fólk fjögra herbergja ibúð í rólegu nýtísku liúsi, nálægt miðbænum, tvent í heimili. Til- boð, merkt: „38“ sendist Visi, fyrir sunnudag. (369 NNA^ GÓÐ STÚLKA óskast. Uppl. Hofsvallagötu 15, uppi. (374 GÓÐ STÚLKA óskast strax. Uppl. í síma 4714, milli 5 og 7. (376 STÚLKA, 16—17 ára, óskast nú þegar. Uppl. á Þórsgötu 22. (378 HATTASAUMUR og breyt- ingar. Hattastofa Svönu Láréttu Hagan, Austurstræti 3. — Sími 3890. s (168 STÚLKA óskast í létta vist á gott heimili i grend við bæinn. Uppl. á Suðurgötu 2. (381 2 STÚLKUR óskast til Grindavíkur. Uppl. í sima 4331, eftir kl. 7. (382 STÚLKA óskast. Uppl. Hellu- sundi 6, niðri. (383 LÁTIÐ innramma myndir yðar og málverk hjá Innrömm- unarvinnustofu Axels Cortes, Laugaveg 10. (509 fÍKAUPSKAF’i'R] Njkomin fa leg og góð svört og blá spari- fataefni. — Talsvert úrval af fallegum og góðum mislitum fataefnum. — Nokkur falleg og góð og blý frakkaefni. H. Andersen & Sön Aðalstræti 16. KAUPUM allskonar flöskur, bóndósir, meðala- og dropaglös. Bergstaðastræti 10 (búðin) frá kl. 2—5. Sækjum. (373 VARAHLUTIR í Chevrolet 4- cylindra til sölu með tækifæris- verði. F. A. Kerff, Tjarnargötu 10. — ' (380 VIL KAUPA mótorhjól. Stað- greiðsla. Uppl. í síma 4887, kl. 5—8 í dag og 10—12 á morgun. (385 BARNAVAGN og kerrur á- valt fyrirliggjandi. — Notaðir teknir til viðgerðar. Verksmiðj- an Vagninn, Laufásvegi 4. (372 FULLVISSIÐ yður um að það sé „Freia“-fiskfars, sem þér kaupið. „Freia“, Laufásvegi 2. Sími 4745. (371 SKAUTAR og slcautaskór til sölu. Uppl. Barónsstig 25. (387 KÁPU- og kjólaefni frá Saumastofunni, Laugavegi 12, eru til sýnis í Rammaverslun Geirs Konráðs, Laugavegi 12. Sími 2264. (341 VÍSIS KAFFIÐ gerir alla glaða. hafa neitt vald á sér, liugsunum sínum eða gerð- um. Hann vissi það eitt, að liann sat þarna og starði á hana, uns hún sagði: „Eg vona, að þér séuð svangir. Hér er sil- irngur á borðum, Bressekjúklingar, kaldur á- bætisréttur og rauðvín úr Rónár-dal, sem eg liygg að yður muni bragðast vel. Það er drykk- ur, sem mér fellur betur á þessum tíma dags en kampavín“. Það, sem gerðist næstu klukkustund, mundi Gerard de Lanoy aldrei nema óljóst. Hann át ágaetis rétti, sem voru prýðilega framreiddir, og hann drakk liið rauða vín, og Lorendana skenkti sjálf í glas lians. Hann talaði litið, en hlustaði með þeim mun meiri eftirtekt á hina mjúku, vel þjálfuðu rödd hennar. Hún var slyng i viðræðu þessi — njósnari — eða dans- mær — eða hvað Iiún nú var. Hún hafði lesið mikið og séð alt, sem vert var að sjá, að því er virtist, söfn, málverk, verið tíður gestur í óperuleikliúsum og í leikhúsum. Hún ræddi um seinustu óperu Gounods, Romeo et Juliette, spurði Gerard hvort liann hefði séð hana og heyrt. Lögin voru einkar fögur, sagði hún, en óperan mundi aldrei ná sömu vinsældum og Faust. Og — hafði hann lesið Monsieur de Ca- mors, eflir Octave Feuillet. Það var mikið um þá bók rætt. Og livert var álit lians á hinum nýja rithöfundi, Emile Zola, sem margir töldu grófan, vegna raunsæisstefnu lians, en liún taldi liann liöfund, sem var að hrista af sér viðjar til- gerðarlegrar slcáldsagnalistar, sem hafði verið of lengi við lýði. Eitt sinn skaut Gerard að henni þeirri spurn- ingu, hvernig á þvi stæði, að htm ætti heima í þessum leiða, rykuga, ólireina borgarhluta, og liann reyndi að ræða það, án þess að særa hana, hversu undrandi hann hefði verið yfir að finna liana i töfrahöll i skuggahverfi í Lyon. „Þér komu til þess að finna mig“, svaraði liún, „eklti til þess að skoða götuna, sem eg bý við“. En liún eyddi því, er hann reyndi að ræða þetta frekara. „Hafið þér tekið eftir Corot-málvefkinu mínu“, sagði hún. „Eg var svo heppin að geta keypt það af málaranum sjálfum“. Það var svo sem fullgreinilegt, að liún kaus ekki að ræða frekara við hann um ibúð sina, og það hefði verið ókurteisi af honum, að halda þvi til streitu. Hún stóð upp og gekk á undan honum inn i setustofuna, þar sem málverkið, er var vissulega fagurt, hékk á vegg, en ann- ars sá Gerard litið, nema Lorendana sjálfa á þessari stund. Meðan liún helti kaffinu í bolla hans, en þau drukku kaffi í setustofunni, ræddi hún niður- rifsstarfsemi Haussmanns. „Það er eyðilegging- arstarfsemi, að rífa görnul hús, sein geyma margar sögulegar minningar“, sagði hún. „SUk- ir staðir eru i rauninni eign alls hins mentaða lieims.“ Um alt þetla ræddi hún lipurlega, eins og kona, sem er alvön að taka þátt í samræðum, gagnrýnandi, með vel völdum orðum. Orðin streymdu af hinum skarlatsrauðu vörum lienn- ar. Því að varir hennar voru enn skarlats- raúðar og hár hennar var enn tinnudökt, en Gerard var nú að verða svo ástfanginn i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.