Vísir - 01.02.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 01.02.1938, Blaðsíða 2
V I S I R Flugvélaflotai* verða á ný sendir til eftirlits á Mid— jaröarliafi EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Það hefir vakið feikna gremju um alt Bretland, að bresku kaupfari hefir verið sökt við Spán af kafbát, sem menn ekki vita deili á. Blöð- in segja, að sjóræningjahernaðurinn á Miðjarðarhafi sé byrjaður aftur og kenna því um, að fyrir nokkru voru kallaðir heim flugvélaflokkar, sem voru við eftirlits- störf á Miðjarðarhafi. Er nú talið víst, að flugvélaflot- ar verði aftur sendir þangað, svo og verði nýjum tund- urspilladeildum skipað að fara til Miðjarðarhafs. VÍSIR DAGBLAÐ Útgcfandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Hitstjóri: Páll Steingrímsson. Skrifstofa | \ Austurstræti 12. og afgreiðsla ! Slmar: Afgreiðsla 3400 Xitstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 VerS 2 krónur á mánuði. Lansasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. A braut ósigranna. k LÞÝÐUBLAÐIÐ segir í gær, .í grein um úrslit bæjar- og sveitarstjórnarkosn- inganna viðsvegar um landið, að kosningabandalögin hafi „yfir- leitt eltki reynst heillavænleg fyrir AlþýðufIokkinn“. A blaðið að sjálfsögðu með þessu fyrst og fremst við bandalagið við Kommúnistaflokkinn eða „sam- fylkinguna“, þó að það láti 1 því efni eitt og liið sama yfir Framsóknarflokkinn og Komin • únistaflokkinn ganga. En hverjum hefir nokkuru sinni getað komið til hugar, að til samfylkingarinnar milli Kommúnistaflokksins og Al- þýðuflokksins liafi verið stofn- að í því skyni, að það „banda- lag“ reyndist lieillavænlegt fyrir Alþýðuflokkinn ? Það eru kommúnistar, sem upptökin eiga að samfylking- unni. Þeir hafa barist fyrir henni eftir boði miðstjórnar al- þjóðasambands kommúnista í Moskva, sem fyrst og fremst vill lýðræðissinnaða „alþýðu- fIokka“ allra Ianda feiga og vinna að því að útrýma „jafn- aðarstefnunni“, úr verkalýðs- hreyfingum. — Það var Héðinn Valdimarsson sem átti aðalsök- ina á hrakförum Alþýðufloklcs- ins í Alþingiskosningunum hér í bænum í sumar. Með ofsa sin- um og ofslæki hafði hann flæmt hina gætnari kjósendur flokks- ins frá honum, og var fyrir þá sök sjálfur í þann veginn að verða „landflótta“ úr flokkn- um. Það var þegar sýnt, að eftir því sem Alþýðuflokkurinn nálg- aðist meira stefnu kommúnisía, undir forystu þessa óhappa- manns, því örara hrundi fylgið af flokknum. En af því liefði liverjum manni mátt vera það Ijóst, að leiðin til þess að afla flokknum aftur trausts þeirra manna, sem voru að hverfa frá honum mjmdi ekki vera sú, að gera bandalag við kommúnista, undir forystu þessa pólitíska „útburðar“, sem í rauninni virt- ist þegar liafa runnið skeið sitt á enda, sem forystumaður flokksins. Og enginn slcyldi heldur ætla að kommúnistar hafi stofnað til bandalagsins við Héðin í þeirri trú, að það mundi líklegt til þess að auka álit og traust Kommúnistaflokksins. Hinsvegar munu þeir ckki liafa átt völ á neinum álillegra manni, innan Alþýðuflokksins, til þess að vinna það hlutverk flugumannsins, sem Héðinn bauð þeim að takast á hendur. En það hefir ekki þólt í það horfandi, þó að þjónninn þætti ekki líklegur til að auka á hróð- ur húsbændanna, ef honum að eins tækist að koma fram vilja þeirra og þeirra, sem þeir eiga að þjóna. En er þá tilganginum náð? Hefir flugumannsstarf Héðins Valdimarssonar innan Alþýðu- flokksins tekist svo vel, að vökl kommúnista í flokknum sé trygð til frambúðar? Það má gera ráð fyrir því, að Alþýðuflokksmennirnir, sem létu ginnast til samstarfa við kommúnista í þessum kosning- um í voninni um að samfylk- ingin mundi vinna glæsilegan sigur, eins og þeim liafði verið gefið fyrirlieit um, hafi „vaknað við vondan draum“, er þeim urðu kunn kosningaúrslitin. Hinn fyrirheitni sigur, varð að ósigri. En er Alþýðuflokkurinn þá kominn svo langt á „braut ósigranna“, að hann geti ekki snúið aftur? ERLEND VÍÐSJÁ: Teruel. í yfirlitsgrein um Spánarstyrj- öldina áriS sem leiS í merku am- erísku blaði segir, aÖ þrátt fyrir sigra þá við Teruel, sem hafi blásiö stjórnarli'Sinu nýjum kjarki í brjóst, hafi komiS glögglega í ljós alt árið sem leiS, ab stjórnar- liSar eru ekki eins sterkir fyrir hernaSarlega og Franco, end'a hafi hann veriÖ í sókn mestan hluta ársins — aSeins einu sinni eða tvisvar hafi stjórnarliöar gert til- raun til öflugrar sóknar, en ann- ars hafi þeir nærri altaf varist. En rétt er aö geta þess, að ítalir a. m. k. studdu Franco mjög ári<5 sem leiö, vafalaust miklu meira en aðrar þjóöir studdu stjórnina, sem auk þess mun hafa sé'5 sér sinn hag í aö vera áfram í varnarstööu, meöan hin mikla aukning Katalon- iuhersins enn fer fram. Margir hermálasérfræöingar eru þeirrar skoöunar, að aðstaöa stjórnarinn- ar fari batnandi því lengra sem líður, aö því leyti, aö hún hefir þá mannfleiri og betur æfÖari hér á aö skipa, svo fremi, aö ekki komi r.ýjar miklar liösendingar til Franco frá ítalíu. En þrátt fyrir þaö, aö Franco var í sókn áriö sem Ieið með þeim árangri sem al- kunnugt er, að hann náöi stórum landshlutum á sitt vald, er tvent, er hermálasérfræöingum verður einna tíðræddast um í hugleiðing- um sínum um siöastliöin áramót, og þetta tvent er, að Madrid virö- ist næstum óvinnandi, og bardag- arnir um Teruel. Menn benda á hvert óhagræði það er Franco, ef Teruel veröur áfram í höndum stjórnarliðsins. Teruel er aöeins 6o mílur frá austurströndinni og meö Teruel í höndum sér eru allir flutningar milli Madrid og Barce- lona stórum auöveldari — svo og milli Madrid og Valencia um Te- ruel. Gæti Franco ná'Ö Tcruel aft- ur og sótt fram nokkrar milur væri hann nálægt því marki, að geta klofiö í tvent þann hluta Spánar, sem stjórnarliðar hafa og þar með væri hann í rauninni bú- inn aö vinna úrslitasigur í styrj- öldinni. Það er því ekkert furðU- legt, áö það er mest barist á Spáni i nánd viö Teruel. Skipafregnir. Gullfoss er í Reykjavík. Goða- foss er væntanlegur til Vestmanna- eyja í nótt. Brúarfoss er á leið til Kaupmannahafnar frá Leith. Detti- foss fór í gærkveldi áleiÖis til út- Ianda. Lagarfoss er á Akureyri. Selfoss fór frá Antwerpen í dag. — Edda kom í gærmorgun frá Hafnarfirði. Súðin er væntanleg úr hringferð í kvöld eða nótt. Barcelonafregnir herma, að 11 menn hafi druknað, er breska eimskipinu Endymion var sökt fyrir sunnan Pinosohöfða, ná- lægt Cartagena. Meðal þeirra, sem fórust, var skipstjórinn og kona hans og sænskur eftirlits- maður, sem var á skipinu til eft- irlits fyrir hlutleysisnefndina. United Press. 150 LÍK FUNDUST EFTIR LOFTÁRÁSINA . Á BARCELONA. í Barcelona hafa fundisl lík 150 manna sem fórust í loft- árásunum er flugvélar uppreíst- armanná gerðu á borgina í gær, en það er óttast, að f jöldi særðra og dáinna liggi í rústum húsa sem ekki hefir enn teldst að rannsaka. SKYNDIÁRÁSIR. London, 31. jan. — FÚ. Uppreistarmenn á Spáni til- kynna, að hersveitir þeirra hafi gert tvær skyndiárásir, aðra í Cordoba-héraði en hina í grend við Granada, og báðar með góð- um árangri. Ennfremur, að þeir hafi hrundið áhlaupi stjórnar- hersins í Norður-Aragoniu. ÁHLAUP OG GAGNÁHLAUP. Stjórnin viðurkennir, að her uppreistarmanna hafi gert á- lilaup í Estra-madura, en segir að annar af tveimur stöðum, sem uppreistarmenn tóku, hafi náðst aftur úr höndum þeirra. Spénapþing sett í Barcelona. Spanska þingið var sett í Barcelona í dag og voru þar viðstaddir ýmsir þingmenn frá öðrum löndum lil þess að láta þinginu í té samúð sína. Þar á meðal fjórir frá Danmörku. Meðal kveðjuskeyta er þinginu bárust var eitt frá sextíu og fjórum þingmönnum i fulltrúa- deild Bandarílcjaþings. (FÚ í gær). Verda þau feld úr sáttmála þjóda- feandalagssátt- málans? London, 31. jan. — FÚ. Fulltrúar hinna 28 þjóða, sem eiga sæti í nefnd þeirri sem fjallar um endurbætur á sátt- mála Þjóðabandalagsins, komu saman á fund i Genf í dag. Til- laga kom fram frá Svíum, Hol- lendingum og Svisslendingum, að ákvæðin um refsiaðgerðir væru feld úr gildi, eða þá að öðrum kosti, að hverri þjóð yrði i sjálfsvald sett livort hún tælci Italskt sklp ferst vlð Cornwall. EINKASIÍEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. RÁ Stives í Cornwall er símað, að fjögur lík hafi rekið á land af ítalska skipinu Alba, sem fórst í ofviðri 100 metra frá Cornwall-strönd. — Nokkura menn af áhöfninni vantar. — Björgunarbátur frá Stives komst að skipshlið, en við það fóru 33 manns í sjóinn. Margir náðu taki á bátnum og var bjargað. Sjómenn í landi syntu út að skipinu og aðstoð- uðu við björgunina. United Press. Ofviðpið vid Opkneyjap. Togarinn Lelcestershire först í ofviðrinu. London, 31. jan. — FÚ. Relcald fanst af skipi í morg- un rekið við Orkneyjar. Af loft- skeytatækjum skipsins, sem eru meðal þess sem rekið hefir, þyldr sannað, að rekaldið sé úr Grimsby-togaranum Leicester- shire, enda sást hann síðast á laugardaginn 40 mílur norð- vestur af Skerry. Fimm lík hef- ir rekið á land. Aftaka veður var á þessum slóðum um helgina. Flugvél. sem lagði af stað frá Stromness i gær, náði ekki ákvörðunarstað og var farið að gera ráðstafanir til þess að leita hennar, þegar skeyti barst um að hún væri heil á lnifi. upp refsiaðgerðir eða ekki. Full- trúi Sviss lagði áherslu á það, að landið væri þannig sett, að Svisslendingum væri nauðugur einn kostur, að vera algerlega lilutlausir einkanlega þar sem nágrannalönd þess, Ítalía og Þýskaland væru nú komin úr Þjóðabandalaginu. aðeins Loftur. Fárviðri á Norðnrsjó Skip leita liafna 1 liundradatali. Oslo, 31. jan. FB. Fárviðri fór yfir Vestur-Nor- eg og Norðursjó síðastliðinn laugardag og aðfaranótt sunnu- dags. Strandferðaskipum seink- aði af völdum ofveðursins og fjölda mörg skip urðu að leita hafna. Miklar skemdir urðu á húsum og bryggjum og allar fiskveiðar hafa stöðvast um stundar sakir. Gamlir sjómenn segjast ekki muna annað eins fárviðri undangengin 40 ár. Um 900 fiskskip og bátar liggja veð- urteptir í Haugasundi. — Sænska flutningaskipið Capella tilkynti yfir Utsira-loftskeyta- stöðina aðfaranótt sunnudags, að vél skipsins hefði bilað og stöðvast, og Ijósavélin væri ekki í lagi. Neyðarsenditækin, sem þurfa lítinn straum, voru notuð, en því lengra sem skipið rak suður á'bóginn, því veikari urðu neyðarmerkin, og loks misti Utsira samband við skipið. — Sænska flutningaskipið Hebe kom til Haugasunds í gær all- mjög brotið. Hafði það fengið sjó á sig, sem sópaði brotl með sér helmingnum af stjórnpall- inum og öðrum björgunarbátn- um. Manntjón varð ekki á skip- inu. Talið er, að viðgerð á skip- inu mun taka 6 daga. Frá Varde á Jótlandier símað,að vegnaþess liversu mörg neyðarskeyti komu frá skipum, hafi stöðin hætt að sinna öllum öðrum skeytum. — Um 30 skip hafa lagst fyrir Skagann. Þýskur björgunarbát- ur dró Osloarskipið Carmelfjell lil Hamborgar vegna bilunar. — NRP. — FB. Skai* af sép finífup. Magnús Gíslason, strokufang- inn, sem allir munu liafa heyrt getið, hefir að undanförnu setið í gæsluvarðlialdi vegna þjófnað- ar, sem hann er talinn viðrið- j inn. Á föstudag, er honum var ; borinn hádegisverður, notaði hann borðhnífinn til að skera j af sér fremstu kögla litla fing- i urs, en hafði áður deyft fingur- inn með því að hinda um liann snærisspotta. Var það ætlun Magnúsar að láta flytja sig á sjúkrahús og gera síðan tilraun til að sleppa þaðan. Er þetta ekki í fyrsta skifti sem Magnús veitir sjálfum sér áverka, því að eitt sinn, er hann sat i fang- elsi í Kaupmannahöfn, reyndi liann að skera sig á púlsinn, og í annað sinn, er hann var stadd- ur suður með sjó skaut hann í vöðva á öðrum framliandleggn- um. Mun Magnús liafa haft i hótunum viðvikjandi ýmsum mönnum, er liann komist ír varðhaldi aftur. Skjaldarglíma Ármanns fer fram í kvöld kl. g í Iðnó. — Keppendur í glímunni eru 8, með- al annara: Lárus Salómonsson og Sigurður Hallbjörnsson. A‘<5 glím- unni lokinni verður hin ágæta skíðamynd I.R. sýnd.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.