Vísir - 01.02.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 01.02.1938, Blaðsíða 3
VÍSIR SjilfstsfisiBBi sækja á, ea rauða liðið vikur. Maldid sékn ykkaF éfram sj álfstæöismenia I l/ osningaúrslitin í Reykjavík ^ hafa vakið hinn mesta föjgnuð meðal allra sjálfstæðis- manna, bæði hér í bænum og eins úti á landsbygðinni. Reylcvíldngar tóku að vonum hart á móti hinum sameinaða flokki rauðliðanna og má segja, að nú séu rústir einar eftir af flokki socialista. Þrátt fyrir látlausa lygalier- ferð í margar vikur í þremur dagblöðum varð endirinn sá íyrir rauðu fylkinguna að hún tapaði sjötla sætinu yfir til s j álfs tæðismanna. Viðnámsþróttur sjálfstæðis- flokksins í Reykjavik virðist vera óbilandi. Þrátt fyrir hinn mikla áróð- ur rauðu flokkanna hefir Sjálf- stæðisflokkurinn nú um 2 þús- und atkvæði fram yfir alla þrjá rauðu flokkana samanlagða. Þessi sigur sjálfstæðismanna er eðlilegur. Á sama tima, sem riki og bæjarfélög þau, sem rauðliðar hafa stjórnað, sökkva dýpra og dýpra, þá veitir Reykjavík þó enn viðnám og hefir enn bolmagn til að ráðast i verklegar framkvæmdir, sem eru þær stórfeldustu, sem gerð- ar hafa verið enn á landinu. Reykvíkingar hafa litið. á ríkið, sem rauðliðar hafa stjórnað, og bæjarfélögin, þar sem þeir hafa verið við völd. Reykvíkingar, sem hafa best tækifæri nálægðar sinn- ar vegna til að fylgjast með í þjóðmálunum, hafa séð ríkis- búskapinn, sem fyrir 10 ár- um var blómlegur, verða að rúst í höndum rauðliðanna. Og Reykvíkingar hafa und- anfarin ár þurft að taka á móti þúsundum manna, sem leitað hafa utan af lands- bygðinni, hingað, eftir að rauða stefnan hafði náð að koma atvinnu þeirra í kalda kol. Þegar Reykvikingar hafa at- hugað þessar staðreyndir, hefir það orðið að bjargföstum á- setningi þeirra, að fara sínar eigin leiðir, en breyta ekki eftir rauðu fyrirmyndunum í stjórn ríkisins og bæjanna úti á land- inu. TAP RAUÐLIÐA. Sé borið saman við atkvæða- lölurnar 1934 eru sjálfstæðis- menn, á þeim stöðum, sem máli skiftir, í sókn. Sé miðað við síðustu Alþing- iskosningar er það áberandi hvað rauðliðar liafa mist fylg'i á ýmsum stöðum. Er þá fyrst að telja Reykja- vík, en þar hafa socialistar og kommúnistar fengið 413 atlcv. minna en þeir fengu báðir í vor. Tímaliðið liefir aftur á móti heimt aflur þau atkvæði, sem það lét sérstaklega til kommún- ista í vor. V'estmannaeyjar sýna þó lilutfallslega enn meira tap, því þar fær rauða samfylkingin nú um 120 atkv. minnna en við Al- þingiskosningarnar 20. júni. Á Isafirði hefir samfylkingin einn- ig tapað. Á Akureyri liafa bæði socialistar og kommúnistar lapað en Tímaliðið tútnað lit að sama skapi, en fylgi sjálfstæðis- manna staðið í stað að kalla. Það er yfirleitt einkennandi fyrir þessar kosningar hve fylgi sjálfstæðismanna hefir verið fast og traust, en fylgi samfyllc- ingarinnar hrakandi. HALDIÐ SÓKNINNI ÁFRAM, S JÁLFSTÆÐISMENN! Þessar kosningar liafa sýnt það, að rauða aldan er að brotna, en að sjálfstæðisstefnan á traust og örugt fylgi, sem gott er að byggja á. Og það mun verða haldið áfram að byggja á þessu trygga fylgi. Með höfuðstaðinn í farar- broddi munu sjálfstæðismenn nú hefja nýja sókn um alt land í þeim tilgangi að hnekkja rauða liðinu til fulls. Fylgi rauðliðanna er bilandi í hinum stærri bæjum, þar sem þeir hafa fengið að sýna sig. En smærri bæirnir munu koma á eftir. Það er mikið verkefni, sem bíður sjálfstæðismanna og þeir munu leggja sitt ítrasta fram, til að leysa það. Skákþingið. fer að þessu sinni fram hér í Reykjavík í sambandi við aðal- fund Skáksambandsins, sem nú stendur yfir. Þátttakendur liafa aldrei ver- ið jafnmargir sem nú, sérstak- lega í I. og II. flokki. Er það ljóst tákn þess, að áliugi manna fyrir skúklistinni fer vaxandi. Þátttakendur í meistaraflokki verða: Eggert G. Gilfer, Einar Þorvaldsson, Ásmundur Ás- geirsson, Steingrímur Guð- mundsson, Baldur Möller og hinn nýi skákmeistari Norð- lendinga, Guðbjartur Vigfússon frá Húsavík. Má telja að hér séu bestu skákkraftar Islands saman komnir og keppnin um meist- aratitil Islands því mjög tvísýn. Þátttakendur í 1. fl. verða 14, í 2. fl. 20—30. Teflt verður í Varðarliúsinu á hverju kvöldi kl. 8 og liefst keppnin í kvöld. Þáttlakendur í 2. fl. mæti þó 15 mín. fyr til sætaskipunar. Aðgangseyrir er kr. 1.00 fyrir kvöld og kr. 5.00 fyrir öll kvöld- in i einu. BjSrguna^skútan Sæbjðrg. Ivaupmannahöfn, 31. jan. FÚ. Björgunarslcútan „Sæhjörg“ sem smíðuð liefir verið á skipa- smíðastöðinni í Frederikssund i Danmörku liefir nú farið fyrstu reynsluför sína og tókst ágæt- lega. Viðstaddir voru i förinni fulltrúar frá skipasmíðastöð- inni, fulltrúi frá Bolindersfélag- inu í Sviþjóð. Þorsteinn Þor- steinsson skipstjóri í Þórshamri i Rcykjavik, sem liefir séð um smíði skipsins og fl. Kristján Ivristjánsson skipstjóri og ís- lensk áhöfn mun innan fárra daga taka við skipinu og er gert ráð fjrrir að það leggi af stað frá Danmörku í kringum 10. febrú- ar. — Útvarpið vikuna sem leið. Vísir mun nú byrja á því að flytja vikulega dóm um starf- semi útvarpsins. Um allan heim er útvarp- ið ritdæmt, og þykir það gefast vel, ])ví að það er bæði aðhald fyrir forráðamenn útvarpsins, þá sem flytja þar eitthváð og fyrir allan þorra lilustenda. Þetta hefði mátt verða liér á landi fyrr, en Vísir verður nú fyrstur til þess að taka upp þessa sjálfsögðu nýbreytni. —o—■ Vikan, sem leið, er ekki heppilegt sýnishorn af útvarps- viku, og er því að ýmsu leyti leitt að þurfa að byrja á lienni, en einhversstaðar skal byrja. — Stjórnmiálin eyðilögðu vik- una; tvö kvöld heil fóru í póli- tískt þvarg milli stjórnmála- manna, eða manna, sem við stjórnmál fást, og átti þetta að vera undirbúningur undir bæj- arst j órnarkosningarnar. Ýmislegt gott hafgi þó út- varpið að bjóða, til dæmis erindi Björgúlfs læknis Ólafs- sonar um lífsskoðun Malaya; er efnið slcemtilegt og fróðlegt, því er vcl fyrir komið, og það er ágætlega flutt. Efni, sem eru eins fjarlæg eins og þetta, eru sérstaklega vekjandi til umhugs- unar og til að hrista menn upp úr einhæfi. Það er þó nokkuð langt milli þessara erinda. Þá var ágætt erindi hins flæmska prófessors, Lodevyx, um Ástral- íu, og mjög eftirtakanlegt, að hann skyldi benda lá sölumögu- leika á islenskum afurðum þar; við slíku verður að leggja eyr- un. Þá var og bráðskemtilegt er- indi, er prófessor Magnús Jóns- son flutti á kvöldvökunni, enda er altaf framsetning hans fram- úrskarandi lifandi og flutning- urinn ekki síður. Erindi dr. Símonar Ágústsonar um van- gæf börn var og i eðli sinu gott, en f jarska þurt, og ætti þó að vera hægt að segja skemtilega frá því ekki síður en öðru. Mið- ur gott var aftur á móti erindi Jóns Magnvissonar kandidats úr flokki um liöfuðstefnur i bók- mentum á 18. og 19. öld. Það var að eins grind, ekki ólik kenslubók við mentaskóla eða eitthvað þvi likt. Viðfangsefnið er skemtilegt, og á að vera hægt að gera það lifandi, en liitt skal játað, að það er svo umfangs- milcið, að það hemst naumast í slíkum útvarpserindafl. svo að vel sé. Væri hetra að taka út úr einstök atriði og fara vandlega í þau. Ungfrú Þórunn Magnús- dóttir rithöfundur la»s upp kafla vir skáldsögu eftir sig „Að Sól- bakka“; sá sem þetta ritar hefir ekki lesið bókina, en hafi ung- frúin valið besta kaflann lir bókinni, þá er hún ekki góð, því þetta var langdreginn vefur um ekki neitt. Vonandi er, og ólik- legt, að höfundinum hafi mis- tekist valið, svo ekki sé þetta að marka. Ungfrúin hefir góða, en óþjálfaða rödd, og framsögn- in er ekki góð, úr þessu hvort- tveggja hlýtur að véra hægt að bæta. Hljómsveitin var eíns og vant er, en nokkuð mikið var það að fá „Álfakonginn“ eftir Schu- bert þrisvar sömu viku. br. Oslo, 31. jan. FB. Norska stýrimannafélagið hélt landsfund í gær í Trond- lieim. Sibvad Tholo var kosínn formaður. — Samkvæmt blað- inu Nidaros hefir félagið ákveð- ið að segja upp gildandi launa- samningum að því er strand- ferðir snertir, frá því á vori næstkomandi. NRP. — FB. — Sðngtir Marin Markan fær gðða dðma. Kaupmannahöfn, 31. jan. FU. Öll Kaupmannahafnarblöðin fara lofsamlegum orðum um söng Mariu Markan, en hún söng eins og áður er sagt á veg- um danska útvarpsins í gær. T. d. skrifar „Berlingske Tidende“ á þá leið að María Markan sé framúrskarandi dugleg söng- kona sem með óvenju fagurri rödd hafi sungið Aríu eftir Veber og Puccini. Ennfremur að álieyrcndur liafi virtst vera Alúðar þakkir vottum við öllum þeirn, er auðsýndu oklc- ur samúð við andlát og jarðarför móður okkar og tengda- móður, Margrétar Þorsteinsdóttup, Böm og tengdabörn. mjög ánægðir með söng liennar. Á svipaða lund slcrifa hin blöðin og öll taka þau það fram að rödd söngkonunnar sé óvenju- lega tilkomu mikil. Rauðu flokkarnir kenna hvor öðrum um ósigurinn. Dmmæli Alþýðublaðsins og Þjóöviljans. IT osningabandalögin hafa 11 yfirleitt ekki reynst heilla- vænleg fyrir Alþýðuflokkinn“, segir Alþýðublaðið í gær. Blaðið tekur auðsjáanlega þegar afstöðu gegn sameining- unni — gegn Héðni og komm- únistum, en fer þó hægt. Pennar hinna hægfara social- ista, sem vildu lialda Alþýðu- flokknum sjálfstæðum, fá nú aftur aðgang að blaðinu eftir liinn geig\rænlega ósígur sam- fylkingarinnar. En sagan er ekki nema hálfsögð. Nú fara í hönd lokaátökin um yfirráðin í Alþýðuflokknum, milli Héðins og kommúnista og hinna, sem halda vilja aðskildum reitum beggja hinna rauðu flokka. Sú barátta kemur fyrst og fremst til að standa innan verklýðsfé- laganna. Fulltrúaráð þeirra hér i bænum er á bandi kommúnista en Alþýðusambandið verður að- al-vígvöllurinn, þar sem úr- slitaátökin fara fram um það, hvort Alþýðufloklcurinn eigi að hverfa eða halda áfram að lifa. kommUnistar deila á ALÞÝÐUFLOKKINN. Kommúnistar deila í Þjóð- viljanum í morgun ákaft á Al- þýðuflokksmenn fyrir ólieilindi þeirra í kosningabaráttunni. Segir blaðið, að samfylkingin liafi gefist vel, þar sem henni hafi verið framfylgt „af heil- indum“, og nefna Siglufjörð sem dæmi. Ræðst blaðið á Stef- án Jóliann fyrir að vilja eldd fallast á stefnuskrá fulltrúa- ráðsins, en til þess liafi lionum boðið skylda. Það skin út úr greinum kommúnista i morgun, að þeir líta nú á Alþýðuflokkinn og kommúnista sem einn flokk. Tala þeir um „bæði blöð flokks- ins“, nefnilega Alþýðublaðið og Þjóðviljann. Segja þeir einnig, að samstarfið á sunnudaginn hafi tengt þau bönd, sem eng- inn megi slíta, og Alþýðublað- inu muni ekki haldast uppi að verða áfram einkafyrirtæki nokkurra manna, sem séu á móti sameiningu. Kommúnistar og Héðinn eru enn alráðnir í að ganga af Al- þýðuflokknum dauðum, og sést ekki,aðósigurinn á sunnudaginn hafi nokkuð breytt þvi hugar- fari, heldur jafnvel liið gagn- stæða. Kosninga- urslitin. Auk þeirra úrslita, sem birt voru í blaðinu i gær, eru komin þessi úrslit: Á Sandi komu fram tveir list- ar, frá utanflokkamönnum og samfylkingu Framsóknar og socialista. Fengu utanflokka- menn 57 atlcv. og 3 menn, liinir 51 og 2 menn. Tæp 50% neyttu atkv.réttar síns. Flateyri. Þar féldc listi sjálf- stæðismanna 120 atkv. og 2 menn, en listi socialista og íramsóknarmanna 135 atlcv. og 3 menn. Suðureyri við Súgandafjörð. Þar fengu sjálfstæðismenn 66 atkv. og tvo menn kosna, soci- alistar 68 atkv. og 2 menn og framsóknarmenn 58 atkv. og einn mann. Bolungarvík. Þar sigraði Sjálfstæðisflokkurinn, féklc 180 atlcv. og fjóra menn, en fram- sóknarmenn og socialistar 159 atkv. og 3 menn. Á Fáskrúðsfirði var eklci kosið, því að þar kom aðeins fram einn listi, frá socialistum. Sauðárkrókur. Þar fengu sjálfstæðismenn og óháðir borgarar 202 atkv. og 3 menn, en samfylkingin, framsóknar- menn, socialistar óg kommún- istar 276 atlcv. og 4 menn. I Hrísey féklc Sjálfstæðis- flokkurinn 51 atlcv. og 1 mann, en socialistar og framsóknar- menn 81 atkv. og 2 menn. í Ólafsfirði báru ýmsir borg- arar fram lista og hlaut liann 194 atlcv. og kom að 3 mönnum. Verklýðsfél. iÓlafsfjarðar fékk 102 atkv. og 2 meim. Stolckhólmi, 31. jan. FB. Fríherra Gerhard Löwen, fyr- verandi sendilierra, er látinn. Hann heimsótti ísland sem full- trúi Svíþjóðar. í opinberri skýrslu til stjórnarinnar hvatti liann til þess, að Svíar stofnuðu aðalræðismannsembætti á Is- landi, og var farið að ráðum hans. Var það lionum milcið gleðiefni. Hann var mikill Is- landsvinur og vann að auknum kynnum Svía og íslendinga af á- liuga. — H. W. Einlcaskeyti frá Kaupm.höfn 31. jan. FU. Flest Kaupmannahafnarblöð- in hafa skrifað meira og minna um bæjarstjórnarkosningarnar á Islandi, t. d. segir Extrabladet að menn muni biða úrshtanna í þessum kosningum með tals- verðri eftirvæntingu, þar sem vel geti svo farið, að þær hafi úrslitaáhrif fyrir ráðandi stjórnmálastefnu á íslandi hin næstu ár. Langar greinar um bæjarstjórnakosningarnar hafa einnig flutt „Social Demokrot- en“ og „Ivristeligt Dagblad“. Gigandaskifti á Gísli Jónsson vélstjóri hefir fyrir skemstu keypt Bíldudal af Ágústi Sigurðssyni, kaupmanni. Hefh’ afkoma almennings þar á staðnum, íbúar eru um 500, verið léleg undanfarin ár, en Gisli hygst að bæta úr þvi með þvi að koma þar á fót tveim fyrirtælcjum. Ætlar liann að reisa rækjuverksmiðju, sem veiti 90 manns atvinnu og kaup- túninu 300—500 þús. kr. árlega, náist samkomulag um að Fiski- málanefnd greiði framlag það til verksmíðjunnar, sem lög- skipað er. Þá ætlar Gísli að lcoma á fót fiskmjölsverksmiðju, sem vinni úr fiskúrgangi og verð- litlum fislctegundum. Einnig ætlar hann að bæta hafnar- mannvirlci, sem mjög hafa far- ið lirörnandi undanfarin ár. In«brot á þremnr stððsm í nótt. I nótt var brotist inn í Liver- pool-útbú á Baldursgötu 11 og stolið 130 kr. í peningum, vindl- ingum og sælgæti. Ennfremur var gerð tilraun til innbrots á Bragagötu 38 (í mjólkurbúð) og mishepnuð innbrotstilraun á Nönnugötu 5. Allsstaðar var viðhöfð sama aðferð, þ. e. brjóla hurðir eða gler í liurðum til þess að geta seilst í smelcklás og opnað að innanverðu, en það var ekki hægt á Nönnugötu. — Rannsóknarlögreglan liefir mál- ið til meðfergar. Ilefir hún handtelcið 2 unga menn, sem grunur hvílir á að valdir sé að innbrotunum. Póstferðir miðvikud. 2. febr.: Frá Reylcja- vik: Kjalarness-, Kjósar-, Reykja- ness-, Olfuss- og Flóa-póstar. — Hafnarfjörður. Laxfoss til Borgar- ness. — Til Reykjavíkur: Kjalar- ness-, Kjósar-, Reykjaness-, Olfus- og Flóapóstar. Hafnarf jörður. Lax- foss frá Borgarnesi. Norðanpóstur og Snæfellsnesspóstur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.