Vísir - 05.02.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 05.02.1938, Blaðsíða 3
LEIKHÚSIÐ. Fy rirvinnan. Lcikrit í 3 þáttum, eftir W. Somerset Maugham. Leikfélag Reykjavíkur hafði frumsýningu á „Fyrirvinn- unni“ fimtud. 3. þ. m. Er leikritið hnittið og skemti- legt með afbrigðum. Leikfélag- ið á þakkir skiíið, fyrir að hafa sýnt það, enda kunnu leikhús- gestir að meta það og guldu leikendum þakkir með dynj- and lófataki, bæði við þátta- skifti og fyrir einstakar setn- ingar, sem voru smellnar og vel sagðar. Efni leiksins skal ekki rak- ið, en aðeins minst á frammi- stöðu leikendá, sem var prýði- leg. Aðalhlutverkið, „Fyrir- vinnuna“, leikur Ragnar Ilvar- an. Leikur hans er rólegur, glæsilegur og heldur athygli á- horfandans jafnt og þétt. Konu hans, Margery, leikur Soffía Guðlaugsdóttir. Hún tekur myndarlega á hlutverki sínu, eins og hún er vön, og er skemtilega óeinlæg og utan- garna, er á móti blæs. Börn þeirra leika þau Alda Möller og Indriði Waage. Hef- ir Indriði einkum orð fyrir ungu kynslóðinni um gagnrýni á foreldrum og þess háttar ó- þörfu rusli, og er hann mjög skemtilegur i þessu hlutverki. Alda Möller hefir ekki langan leikaraferil að baki sér, en full ástæða er til að vænta góðs af henni, eftir leik hennar í þessu lilutverki að dæma. Brgnjólfur Jóhannesson leilc- ur Alfred Granger, sem er mjög fyndinn og slcemtilegur að eig- in áliti. Fögnuðu áhorfendur lionum ákaft, þegar er liann kom inn, liress og sprækur og mikill á ferðinni. Konu hans, Dorothy, leikur Arndís Björns- dóttir. Kýmni hennar er hárfín og markviss, og brást ekki lield- ur i þetta sinn. Börn þeirra léku þau Regína Þórðardóttir og Gunnlaugur Ingvarsson. Frú Regína er mjög skemtileg í þessu lilut- verld, og í síðasta þætti er leilc- ur hennar hæði fjörugur og til- breytingaríkur. Gunnlaugur er lítt vanur leikari og hlutverk lians viðaminst, og má vel við una leik hans í svona vanda- sömu leikriti. í hyrjun leiks i fyrsta þætti heyrðist ekki vel til leikend- anna, og má vafalaust kenna þvi um, að þarna voru með að verki hinir óvanari leikendur, sem ekki hafa ennþá tamið sér nægilega skýrt tungutak. Er á leið leikinn, og liinir vönu leik- endur komu til skjalanna, hvarf þetta. Somerset Maugham er best þektur hér sem skáldsagnahöf- undur. Skáldsögur lians eru á- gætar, en ekki sérlega skemti- legar. En sé leikrit lians öll eins skemtileg og „Fyrirvinn- an“, má óhikað telja liann með allraskemtilegustu leikritahöf- undum. Leikritið er gáfuleg, fyndið og mikið umliugsunar- efni. Verður dálítíð fróðlegt að sjá, livernig því verður tekið, þvi að það er nokkur próf- steinn á hæfileika leikhúsgesta til að meta prýðilegt leikrit og snjallan leik. Ragnar Kvaran hefír sett leikinn á svið, og er verkið honum til sóma. adeins Loftur. VISIR Alþýðublaðið dæmir framkomu Héðins Valdimars- sonar „öheyrilega“. Fiskiféiao íslðnds. ÁÍalfHndnr |ess var haldlnn í gær. Socialistar eg-na Héðin með daglegnm svÍTÍrdingiim. P ins og kunnugt er er sterk w hreyfing uppi innan Al- þýðuflokksins, sem vinnur að því að Héðinn Valdimarsson verði rekinn úr flokknum. Þessi hreyfing hefir enn þá sem komið er meira aðhafst bak við tjöldin en að hún hafi kom- ið opinberlega fram, en nú virð- ist margt benda til þess, að kraf- an um brottrelcstur Héðins verði ekki lengur þögguð niður. Alþýðublaðið lét þau orð falla fyrir fáum dögum, að und- irróðursstarfsemi sú sem þróast hefir innan Alþýðuflokksins og unnið hefir að sameiningu með kommúnistum, yrði naumast lengur þolað. í gær gengur þetta blað sósí- alista feti framar. Það gerir starfsskrá Héðins og kommún- ista, sem haldið var leyndri þar lil Þjóðviljinn birti hana í gær, að umtalsefni og telur efni hennar miða að því að „falsa kosningaúrslitin“. Sú grein starfsskrár Héðins & Co. sem hér er átt við er um það, að „fari svo að svo miklar breyt- ingar verði gerðar á listanum (þ. e. A-listanum) að menn komi inn i bæjarstjórn í annari röð en á listanum er, skal sá flokkur, sem missir sæti vegna þessara breytinga, fá varamann, er stöðugt sitji i bæjarstjórn- inni, í stað þess sætis sem hann hefir mist.“ Eins og við horfði fyrir kosn- ingar bjuggust margir i herbúð- um Héðins við, að kommúnist- ar yrðu strikaðir út af óánægð- um sósíalistum og þetta á- kvæði var sett til að tryggja kommúnistum sæti sarnt, þótt kjósendur liefðu látið í ljósi með útstrikunum að þeir vildu ekki kommúnista. Um þetta ákvæði í leynisamn- ingi Héðíns segir Alþýðublaðið í gær: „Hér var um fáheyrt brot á lögum og lýðræði að ræða og óheyrilegt, að nokkur Alþýðu- flokksmaður skyldi láta hafa sig til þess að skrifa undir slíkan samning. (Leturbr. Alþbl.). Alþýðublaðið er hér ekki myrkt í máli. Það kveður upp ú'r með að það sé „óheyrilegt“ að Héðinn og Sigfús Sigurhjart- arson hafi skrifað undir samn- inginn við kommúnista. Aðstaða Héðins Valdimars- sonar er ekki öfundsverð um þessar mundir. Eftir þann mikla ósigur, sem hann beið á sunnudaginn var, verður hann nú að þola dagleg- ar ásakanir um „óheyrilega" framkomu undírróður og „fals- anir“ í blaði þess flokks, sem hann enn ]iá telst tíl. Sjómannakveðja.. FB. föstudag. LagSir af stað áleiðis til Eng- lands. VellíSan. Kærar kveSjur. Skipverjar á Snorra goða. Sameináða. Áætlun Samema'öa gufuskipafé- lagsins fyrir þetta ár er nýkomin út. Dronning Alexandrine er ein í ferSum og fer eingöngu hra'S- fei'Sir. Ferðir hennar verða eins og að undanförnu, kemur hingað þriöja hvern sunnudag, og eru ferðirnar 16 á þessu ári. inn Valdimarsson. Er aðalefni þess, að Stefán Jóhann hafi svikið stefnu fulltrúaráðsins og kommúnista, og staðfestir með ummælum sínum alt það, sem kommúnistar hafa áður haldið fram um brigðmælgi sósíalista. En athugavert er, að Héðinn segir berum orðum, að Jón Baldvinsson hafi komið þvi til leiðar, að hann fengi ekki bor- ið hönd fyrir höfuð sér i Al- þýðublaðinu, og hafi hann skrifað grein út af deilum þeim, sem nú standa yfir, en Jón bannað Alþýðublaðinu að birta greinina. Ef þetta er rétt, þá hefir Jón Baldvinsson nú „kastað hanskanum“ að Héðni. Virðist því sú hreyfing innan Alþýðuflokksins, sem vill láta ósigrana bitna á Héðni, nú hafa byr meðal foringjanna. En fyrst svo er, má vera, að innan skamms megi vænta ýmsra atburða. Eftir er að kjósa framkvæmda- nefnd. Fundur var lialdinn i Odd- fellowhúsinu i gær, til að kjósa í sýningarráð fyrir New York- sýninguna 1939. Á síðasta fundi um þetta mál liafi nefnd verið skipuð til að tilnefna 10 menn i ráðið, og var listi hennar samþyktur en á honum voru þessir menn: Hallgrímur Benediktsson, Eggert Kristjánsson, Aðal- steinn Kristinsson, Helgi Pét- ursson, Helgi Bergs, Thor Thors, G. Vilhjálmsson, Matt- hías Þórðarson, Ásgeir Þor- steinsson og Finnur Jónsson. Ríkisstjórriin tilnefnir 5 menn, og eru þeir þessir: Jón- as Jónsson, Steingr. Steinþórs- son, Emil Jónsson, Jón Bald- vinsson og Árrii Friðriksson. Hver af hinum kjörnu full- trúum má tilnefna varamann i sinn stað. Ráð þetta skal kjósa þriggja manna framkvæmdanefnd, en ráðið á að koma saman innan skamrns, og kveður Jón Bald- vinsson það saman. Bæjarstjóm Vestmannaeyja, hín nýkjörna, hélt fyrsta fund sínn í fyrradág. Forseti bæjar- stjórnar var lcosinn Ástþór Matt- híasson. Enn fremur var kosiö í ýmsar nefndir o. fl. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Jónína Siguröardóttir, Flókagötu 5 og Guðmundur Stef- ánsson, Hverfisgötu 64. Aðalfundur Fiskifélagsins var haldinn í gær í Kaup- þingssalnum. Geir Sig- urðsson skipstjóri setti fund- inn í forföllum Kristjáns Bergs- sonar, forseta félagsins, sem nú liggur í sjúkrahúsi. Fundarstjóri var kosinn Benedikt Sveinsson, en ritari Arnór Guðmundsson. Skýrsla forseta um störf félagsins á liðnu ári var lesin upp af Geiri Sigurðssyni. Starfsmenn Fiski- félagsins giáfu skýrslur um störf sín á árinu: Ámi Friðriksson fiskifr. (sem starfað hefir und- angengin 6 ár hjá félaginu en nú veitir forstöðu fiskirann- sóknum Atvinnudeildar Háskól- ans), Þorsteinn Loftsson vélfr. og dr. Þórður Þorbjamarson. Niðurstaða þorskrannsókna s. 1. ár varð sú, að búast mætti við betra aflaári í ár, en síðustu ár eða síðan árið 1932. — Voru skýrslurnar yfirleitt hinar fróð- legustu og vöktu mikla athygli. Skákþlng íslendinga I gærkveldi fór fram fjórða umferð í Skákþingi Islendinga og fóru leikar sem hér segir í meistaraflokki: Ásmundur Ásgeirsson vann Guðhjart Vig- fússon, Einar Þorvaldsson vann Eggert Gilfer, og Bald- ur Möller vann Steingrím Guð- mundsson. Baldur er nú hæst- ur með 3 vinninga, — og liefir að auki eina biðskák með mikl- um möguleikum. 1. flokkur A: Jón Guðmunds- son vann Garðar Þorsteinsson, Hersveinn Þorsteinsson gerði jafntefli við Óla Valdimarsson, Helgi Kristjánsson gerði jafn- tefli við Ingimund Guðmunds- son. Sæm. Ólafsson átti frí. — Sæmundur og Helgi eru hæstir með 2% vinning hvor. — 1. flokkur B: Egill Sigurðsson vann Jóliann Snorrason, Sig- urður Lárusson vann Arnljót Ólafsson, Hjálmar Theódórs- son vann Höskuld Jóliannsson, en biðskák varð milli Jóns Þor- valdssonar og Óla Hermanns- sonar. Sigurður Lárusson er enn hæstur með 3% vinning, 2. flokkur: Guðjón Tómas- son vann Ólaf Einarsson, Guðm. Guðmundsson vann Þóri Tryggvason, Helgi Guð- mundsson vann Jón Emilsson, Edvald Blomquist vann Gunn- laug Pétursson, Jón Barðason vann Eggert Ísaksson, Guðm. Einarsson vann Einar Bjarna- son, Karl Gíslason vann Anton Sigurðsson, Sigfús Jónasson vann Kristínus Arndal, Björn Axfjörð vann Kaj Rasmussen, Haraldur Björnsson vann Guð- björn Jónsson, Sigurður Jó- hannsson vann Svein Loftsson, Gestur Pálsson vann Ingvar Eyjólfsson, Ingólfur Jónsson vann Pétur Jónsson og Jóhann Bernhard og Hákon Hj. Jóns- son gerðu jafntefli. Skákir Ste- fáns Þ. Guðmundssonar og Bjartmars Kristjánssonar, Þor- leifs Þorgrímssonar og Aðal- steins Halldórssonar fóru í bið. Næst verður teflt á sunnu- dagskvöld kl. 8. Þá eigast við í meistaraflokki: Gilfer hefir livitt á móti Baldri, Steingr. hvítt á móti Ásmundi, og Guð- bjartur hvítt á móti Einari. Teflt verður i Varðarhúsinu. Alúðar þakkir vottum við öllum þeim, er auðsýndu okk- ur samúð við andlát og jarðarför mannsins mins og fóstur- föður, Sigmundar Guðmundssonar. Málfríður Jónsdóttir. Jón G. Jónsson. Messur á morgun:. í dómkirkjunni: KI. n síra Friðrik Hallgrímsson, kl. 2 síra Bjarni Jónsson. í fríkirkjunni: KI. 2(barnaguös- þjónunsta) og kl. 5 síra Árni Sig- urösson. 1 Hafnarfiröi: Kl. 2 sjómanna- messa, sira Jón AuSuns. 1 Laugarnesskóla: Kl. 10.30 barnaguSsþjónusta. Kl. 5 sjó- mannamessa, síra Garðar Svav- arsson. í kaþólsku kirkjunni: 1 Reykja- vík: Lágmessa kl 6,30 og 8, há- messa kl. 10, kvöldguSsþjónusta meö prédikun kl. 6. í HafnarfirÖi: Hámessa kl. 9, kvöldguðsþjónusta með prédikun kl. 6. VeSrið í morgun: í Reykjavík — 1 st., minst frost í gær — 2 st., mest í nótt — 5. Úr- koma 1.5 m.m. Kaldast á landinu í morgun —8 st. á Blönduósi, minst- ur kuldi — 1 st. í Reykjavík, Vest- ínannaeyjum, Papey og á Reýkja- nesi. Yfirlit: Lægöin er nú yfir Noröurlandi og mun þokast hægt austur eftir. Horfur: Faxaflói: Vestan og norðvestan kaldi. Nokk- ur snjóél. Fyrirvinnan, eftir W. Somerset Maugham, verSur sýnd annaö kveld kl. 8 í Iðnó. Skipafregnir. Gullfoss er á leiö til Siglufjarö- ar frá ísafirSi. GoSafoss er i Reykjavík. (Brúarfoss er í Kaup- mannahöfn. Dettifoss kemur til Grimsby í dag. Lagarfoss var í morgun á leiS til Djúpavogs frá Óspakseyri. Selfoss fór frá Leith i nótt áleiSis hingaS. 65 ára verSur á morgun Jónas Híro- nýmusson, Vesturgötu 65. Messað í ASventkirkjunni sunnudaginn 6. febrúar kl. 8.30 síSdegis. — O. J. Olsen. Óperettan. Bláa kápan var sýnd í annaö sinn í gærkveldi fyrir troðfullu húsi og viö óhemju fögnuö áhorf- enda. Næst veröur leikið á mánu- dagskveld kl. 8)4. S jálf stæðisf élö gin í HafnarfirSi halda skemtun í Goodtemplarahúsinu í kveld kl. 8)4. Brynjólfur Jóhannesson leik- ari og Gisli SigurSsson, söngvari, skemta. SíSan veröur dansað. Verslunarmannafélag Reykjavíkur. ÁfmælishátíS félagsins, sem írestaö var laugardaginn fyrir kosningar, verSur haldin að Hótel Borg á miövikudaginn kemur. — Mun ætlun atvinnurekenda flestra aS opna ekki skrifstofur sínar né verslanir fyrri en eftir hádegi, kl. 1, svo að menn geta „sofið út" eftir skemtunina. — FélagiS hefir stofnaS skrifstofu.á 3. hæS í Ing- ólfshvoli og er ætlunin meS henni aS leiSbeina verslunarfólki um at- vinnu og önnur vandamál. Ranghermi var þaö í blaðinu í gær, aS Helgi H. Eiríksson hefSi veriS kosinn í stjórn Sjúkrasamlags Reykjavíkur af hálfu SjálfstæSisflokksins. Átti að vera dr. med. Helgi Tómasson, sem átt hefir sæti í stjórninni áSur. Póstferðir mánudaginn 7. febrúar: Frá Reykjavík: Dr. Álexandrine til út- landa. Fagranes til Akraness. GoSafoss vestur og noröur. — Til Reykjavíkur: Lyra frá útlöndum. Fagranes frá Alcranesi. Grímsness og iBiskupstungnapóstur. Útvarpið á morgun. 9.45 Morguntónleikar: Kvintett í b-moll, Op. 115, eftir Brahms (plötur). 11.00 Messa í dómkirkj-r unni (síra Fr. Hallgrímsson). —• 12.15 Hádegisútvarp. 13.00 Ensku- kensla, 3 fl. 13.25 íslenskukensla, 3. fl. 15.30 MiSdegistónleikar frá' Hótel ísland. 17.10 EsperantóT kensla. 17.40 Útvarp til útlanda (24.52 m.). 18.30 Barnatími. 19,20 Hljómplötur: Dansar úr sónötum. 19.50 Fréttir. 20.10 Norræn kvöld, I: Danmörk. a) Form. Norræna félagsins: Ávarp. b) Sendiherra Dana: RæSa. c) (20.30) Dönsk tónlist í(endurvarp frá Kaupm- höfn). d) (21.00) Jón Helgason biskup: Ræöa. e) Danskir söngv- ar (plötur). f) Upplestur (Har- aldur Björnsson, o. fl.). g) Lög úr „Elverhöj" (plötur). — 22.15 Danslög. 24.00 Dagskrárlok Helgidagslæknir á morgun: Björgvin Finnsson. Vesturgötu 41, sími 3940 M.s. Dronning Alexandrine fór frá Akureyri í gærkveldi á- leiöis til SiglufjarSar og er nú á leiS þaSan til Isafjarðar. Skipiö er væntanlegt hingað á morgun. Esja var á Raufarhöfn í morgun. — Skipið er á leiö til Siglufjarðar, snýr þar viö og kemur sömu leiS til baka. „ílandi eldvaðenda og hinna langlífu“, heiti fyrirlestur, er herra Ivan Krestanoff flytur í GuSspekifé- lagshúsinu annað kveld kl. 9. —; Þetta land eldvaSendanna og hinna langlífu er Búlgaría. Mun fyrir- lesarinn sýna skuggamyndir með fyrirlestrinum. Herra Krestanoff er málfræöingur og aö öllu hinn merkasti maSur. Mun hann mæla á Esperanto en Þórbergur rithöf- undur ÞórSarson þýSa mál hans á íslensku. Líklegt þykir mér, aö marga muni fýsa aS heyra þenna fyrirlestur, ekki síst þar sem ætla má, að hér sé tækifæri til aö fræSr ast um þaS aS einhverju leyti, hvernig á að fara aS því, að verSa: 100 ára eð meira! — Giétar Fells. Fyrirlestur um Grænland og íslendinga- bygðir hinar fornu og endalok þeirra, heldur SigurSur Sigurðs- son, fyrrum búnaSarmálastjóri, á morgun kl. 2 e. h. i Nýja Bíó. —1 ÁriS 1923 fór SigurSur til Græn- lands og fór þá um alla Eystri- bygS, en í fyrra fór hann aftur til Grænlands og fór þá um Vestri- bygö, svo langt norður, sem álitiS er að íslendingar hafii nokkuru sinni komiS, til Króksfjaröar- heiSar. Fyrirlesturinn fjallar einn- ig um afdrif íslendinga vestur þar. Mega menn vænta góSrar skemt- unar við að hlýSa á SigurS, því aS hann kann frá mörgu aS segja á þessum slóöum, enda maSur glöggskygn. Fiskmjöl til manneldis. Frá því í júlí í sumar hefir GuS- mundur Jónsson, verkfræSingur, unniS aö rannsóknum á fiskimjöli og notagildi þess til manneldis og hafa þær rannsóknir borið góðan árangur. í því tilefni bauS hann í gær Fiskimálanefnd, bankastjór- um, ráSherrum og blaöamönnum aS boröa ýmsa rétti, er frk. Helga SigurSardóttir, matreiöslukona, haföi matreitt úr mjölinu. Réttirn- ir voru þessir: Venjuleg fiskisúpa, brún fiskisúpa, tómatfiskisúpa, fiskibuff, fisk„gratin“ og fiska- bollur. Voru réttirnir ljúffengir. FiskimjöliS er framleitt úr fisk- inum meS beinum o. s. frv. Er hann aöeins slægSur og tekin úr honum tálknin. Útvarpið í kveld: 18.45 Þýskukensla. 19.10 VeS- urfregnir. 19.20 Strokkvartett út- varpsins leikur. 19.50 Fréttir. 20.11 Kveld Slysavarnafélagsins: Ávörp, ræSur, söngur, hljóSfæraleikur. 22.00 Danslög. Næturlæknir: í nótt: Bergsveinn ólafsson, Hávallagötu 47, sími 4985. Aðra nótt: v\xel Blöndal, Mánagötu 1, sími 3941. NæturvörSur í nótt í Laugavegs og Ingólfs ápótekum, en næstu viku í Reykjavíkur apó- teki og LyfjabúSinni ISunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.