Vísir - 07.02.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 07.02.1938, Blaðsíða 3
V t S I R völdám Mþýdulokknum. Fjöldi Alþýdufiokksmanna krefst þess ad Hédinn verdi rekinn úr flokknum. ALÞÝÐUBLAÐIÐ, sem er í höndum Jóns Baldvins- sonar, eyðir nú daglega mest- öllu rúmi sínu í baráttuna gegn Héðni og sameiningunni. Blaðið er nú orðið einhliða málgagn þeirra, sem þykjast ekki vilja hafa samneyti við kommúnista , en öðrum Al- þýðuflokksmönnum, svo sem Héðni, er bægt frá, eftir vald- boði Jóns Baldvinssonar. Það er talið, að sá mikli áróð- ur, sem nú er hafinn gegn Héðni Valdimarssyni af flokks- mönnum hans sé aðeins undir- búningur undir frekari ráðstaf- anir gegn því, sem Stefán Jó- liann og Jón Baldvinsson nefna klofningsstarfsemi. Það er einnig vitað, að f jöldi manna, sem eru í AI- þýðuflokknum krefjast þess, að Héðinn verði tafarlaust gerður rækur úr flokknum. Hafa bæði Jón Baldvinsson og Stefán Jóhann og fleiri foringjar flokksins, fengið að heyra háværar áskoranir í þessa átt, en skrefið hefir þó ekki verið stigið enn. 1 Alþýðublaðinu í fyrradag upplýsir Jón Baldvinsson, að Héðhin hafi sagt upp ábyrgð- inni, sem liann er í fyrir Al- þýðuprentsmiðjuna og Al- þýðublaðið. Mun Héðinn hafa gert þetta í bræði sinni, er hann fann að blaðið var honum nú algerlega lokað. Færi svo, að Héðinn hröklað- ist úr Alþýðuflokknum yrði hann að segja af sér formanns- stöðum í Dagsbrún og í Jafnað- armannafélagi Reykjavíkur, en í löguin j>essara félaga er svo lcveðið á, að formaður þeirra skuli vera úr flokki socialista. Samkvæmt samþykt þings Alþýðusambandsins, er kom saman í liaust er lögð áhersla á, að liver maður slculi stöðv- aður í starfsemi sinni, „sem geri sig sekan um klofnings- starfsemi hættulega einingu flokksins“. Foringjar Alþýðuflokksins, með Jón Baldvinsson í broddi fylkingar hafa dæmt Héðin sekan um hið fordæmda at- hæfi, sem þing Alþýðusam- bandsins kvað svo á um að bæla yrði niður. F.n þeir, sem þekkja Héðin Yaldimarsson búast við að hann muni eldd láta reka sig orða- laust úr Alþýðuflokknum og svifta sig völdunum í Dagsbrún Skautahlanp- in i Davos. Engnestangen setti heimsmet. Osló, 5. febrúar. Heimsmeistarakepnin i Davos byrjaði í dag árdegis. í 500 metra hlaupinu varð Engnes- tangen fyrstur á 41.8 sek. og setti nýtt heimsmet. Freisinger frá Bandaríkj unum vai*ð annar á 41.9 sek., sem er nýtt Banda- ríkjamet. - NRP.-FB. I gær réru allir bátar úr Keflavík — um 30 að tölu. Kl. 19 í kvöld voru 14 bátar komn- ir að landi. Ekki hefir frést um nein slys, en flestir bátanna mistu mikið af línu, Afli var tregur. (FÚ). og Jafnaðarmannafélaginu og áhrifum á gang mála í Al- þingi með útilokun frá nefndar- slörfum. Sumir Alþýðuflokksmenn bú- ast við, að Héðinn taki nú upp harða baráttu fyrir því, að ná Alþýðusambandinu á vald sitt og kommúnista. Þar er að mæta Jóni Bald- vinssyni, sem er forseti sam- bandsins, og reynist Alþýðu- flokksmennirnir sannspáir, kemur bardaginn til með að standa á milli hans og Héðins, um völdin í félögum og flokki socialista. Skákþing íslendinga Fimta umferð skákþingsins fór fram í gærkveldi. — 1 meist- araflokki fóru leikar sem hér segir: Einar Þorvaldsson vann Guðbjart Vigfússon, Steingr. Guðmundsson vann Ásmund Ásgeirsson, en Eggert Gilfer og Baldur Möller gerðu jafntefli. Nú er lokið fyrri umferðinni í meistaraflokki, nema hvað Ein- ar á eftir að ljúka tveim bið- skákum, við Baldur og Steingr. Baldur er hæstur með 3J4 vinn. Einar og Steingr. liafa 3 livor, Gilfer 2i/2, Ásmundur 1 og Guð- bjartur 0. — 1. flokkur A: Garðar Þorsteinsson vann Ingi- mund Guðmundsson og Jón Guðmundsson vann Hersvein Þorsteinsson. Skákinni milli líelga Kristjánssonar og Sæ- mundar Ólafssonar varð að fresta; Helgi er Hafnfirðingur og komst ekki til bæjarins vegna fannfergis. — 1. flokkur B: Höskuldur Jóliannsson vann ,Óla Ilermannsson og Hjálmar Theódórsson og Egill Sigurðs- son gerðu jafntefli. Skákirnar milli Jóns Þorvaldssonar og Arnljóts Ólafssonar, og Jóhanns Snorrasonar og Sigurðar Lárus- sonar fóru í bið. — 2. flokkur: Þórir Tryggvason vann Ólaf Einarsson, Gunnl. Pétursson vann Jón Emilsson, Sigfús Jón- asson vann Karl Gíslason, Har- aldur Björnsson vann Björn Axfjörð, IJákon Hj. Jónsson vann Bjartmar Kristjánsson, Slefán Þ. Guðmundsson vann Sig. Jóhannsson, Gestur Pálsson vann Einar Bjarnason, Kristín- us Arndal vann Anton Sigurðs- son, Guðbjörn Jónsson vann Kaj Rasmussen, Ingólfur Jóns- son vann Svein Loftsson, Þorl. Þorgrimsson vann Inga Eyj- ólfsson, og jafntefli gerðu Guð- jón Tómasson og Guðm. Guð- mundsson og Sæm. Kristjáns- son og Aðalsteinn Halldórsson. Pétur Jónsson átti frí og fékk vinning. Þrem skákum í 2. fl., sem Ilafnfirðingar tóku þátt í, varð að fresta. Næsta umférð fer fram í kvöld kl. 8. Hitaveitan í erlendum blöðum. Allmörg ensk og amerísk blöð birta fréttir og greinir um liitaveituna, m. a. New York Times, er flutti grein eftir Har- old Butcher, sem nefnist: Hot Springs in Iceland. Reykjavilc to pipe them to its homes as well as Public Buildings. FB. Tónlistarfélagið,: Bláa kápan. - Frumiýning - Án þess að lialda því fram, að frumsýning Tónlistarfélagsins á ofannefndri óperettu eftir Wal- ter Kollo liafi verið listrænn stórviðburður — engum er greiði ger með ýkjum í þessu efni — má þó óhikað og ýkju- laust fullyrða, að frumsýningin hafi verið ein með þeim á- nægjulegustu, sem Reykvíking- um hefir verið boðið upp á á síðari árum og ágætur árangur af þvi milda starfi, sem í und- irbúning hennar hefir verið lagt. Áhorfendur virtust líka vera á einu máli um þetta. Voru fagnaðarlætin engu minni en þegar „Meyjaskemman“ var sýnd í fyrsta sinni, fyrir 3 ár- um síðan, og er þá allmikið sagt. Margir verða til þess að bera saman þessar tvær óperettur, „Bláu kápuna“ og „Meyja- skenununa“, eins og líka eðli- legt er, þar sem Meyjaskemm- an er það eina sambærilega, sem sést hefir á íslensku leik- sviði. Báðar eru þær egta óper- ettur, þ. e. a. s. liæfileg blanda af viðkvæmni (sentimentalitet), gáska og kýmni. Munurinn er lielst sá, að í „Meyjaskemm- unni“ voru þessi „element“ samsteyptari heldur en í „Bláu kápunni“. Það má svo að orði kveða, að þar væri kýmni i við- lcvæmninni og viðkvæmni i gáskanum. Og vitanlega eru lög meistarans Schuberts með tals- vert öðrum blæ, en lögin í „Bláu kápunni“, og má þó eng- inn skilja þetta svo, sem það sé sagt til að niðra þeim. Lögin eru flest hressileg og skemtileg og falla ágætlega við efni leiks- ins. Og eins og hinum ágæta söngstjóra, dr. Mixa, er einkar lagið, hefir honum tekist að hrífa bæði liljómsveit og söngv- ara með sér inn í „stemningu“ hvers lags, á þann hátt að á- heyrendur hljóta að hrífast með. Áheyrendur kannast líka sjálfsagt við sum af lögunum frá gildaskálum eða útvarpi, og niun það síst spilla fyrir áhrif- unum. — Leikstjóranum, Har- aldi Björnssyni, liefir tekist að fá leikendurna, sem sumir eru lítt vanir — fæstir þó alls óvan- ir — til að inna af hendi furðu góðan samleik. Af einstökum leikendum ber fyrsta að nefna Sigrúnu Magn- úsdóttur, sem leikur Anette, eina af greifadætrunum þrem. Hún var, með einu orði sagt, ágæt, enda hefir liún þarna lilutverk, sem er alveg við liennar liæfi, unga og fjöruga stúlku, spriklandi af kátínu og barnslegum gárungsskap. Pétur Á. Jónsson var sömuleiðis mjög góður í hlutverki friherrans af Biebitz-Biebitz, sem liafði það fyrir auka-atvinnugrein, að ætt- leiða unga og metorðagjama menn. Menn vita að Pétur býr yfir liressilegri og kjarnmikilli kýmni, en liitt kom kannske einhverjum á óvart, á hve ein- faldan og fállega sannfærandi liátt hann gat leitt I Ijós þá mildu eiginleika sem brá fyrir lijá friherranum, bak við hið kæruleysislega yfirbragð. — Yin lians, Rambow greifa, föð- ur ungu stúlknanna leikur Ósk- ar Guðnason mjög svo viðkunn- anlega. Svanhvít Egilsdóttir og Bjarni Bjarnason léku aðal- elskendurna, Beate greifadóttur og Jolin Walter. — Þetta mun vera í fyrsta skifti, sem frú Svanhvit kemur fram á leilc- sviði, enda har leikur hennar nokkur merki þess, eins og von- Iegt er. Bar einkum á því fram- an af leiknum, en það lagaðist er á leikinn leið. Verður ekki annað sagt, en að hún hafi, eftir atvikum, skilað þessu fyrsta lilutverki sínu mjög sómasam- lega. Söngrödd hennar er ágæt. Bjarni læknir lék sitt hlutverlc með öruggum smekk. Arnór Halldórsson leikur Gottlieb Knuse, skósmíðasveininn, sem er ástfanginn af ærslabelgnum Anette og fær hennar, eins og vera ber, þrátt fyrir það, þótt hann, þegar til kemur, liirði ekki um ættleiðingu friherrans. Arnór sýndi á köflum allgóðan leik, einkum í seinni þáttunum, en nokkuð háir það honum, að hann virðist vera dálítið í vand- ræðum með hreyfingar sínar á sviðinu. — Um önnur smærri lilutverk er ekki ástæða til að fjölyrða. Þau voru yfirleitt all- vel leikin. Tónlistarfélagið og aðrir for- göngumenn og stjómendur þessarar sýningar, — og eink- um þó dr. Mixa, sem er lífið og sálin 1 öllu, sem hann kem- ur nálægt — eiga miklar þakk- ir skildar fyrir sýningu þessa. Mun þeim einnig verða þakkað á viðeigandi liátt. Meyjaskemm- an var sýnd i kringum 30 sinn- um við mikla aðsókn. Mér þyk- ir ólíklegt annað, en að eittlivað svipað eigi að liggja fyrirí „Bláu kápunni“. G. M. 0~~$Ém$öE£> aðeins Loftur. Eftir William Henry Chamberlin. Japanir eru blaðlesendaþjóð. í landinu eru gefin út um 1435 dagblöð og er upplag þeirra um 19 miljónir eintaka, þ. e. a. s. meira en eitt eintak á hverja fjölskyldu i landinu. Eklcert land í Asíu jafnast þarna á við Japan. Kemur það auðvitað að miklu leyti af þvi, að Japan er eina landið i Austur-Asíu, þar sem skólaskylda er lögboðin. Risarnir meðal japönsku blaðanna eru Osaka Mainichi og Tokyo Niclii Niclii (sem eru eign sama fyrirtækis), Osaka Asahi og Tokyo Asalii.Menn vita ekki með vissu hve stór upplög þessara blaða eru, en það er álit- ið að Osaka Mainichi liafi um 2.2 milj. kaupenda og Tokyo Niclii Niclii 1.2 milj. Kaupenda- f jöldi liinna tveggja Ashai-blaða er vafalaust mjög líkur. Menn furðar ef til vill ó þvi, að Osaka-blöðin skuli hafa Lestrarfélag kvenra. Fundur mánudaginn febr. kl. 8V2 e. h. í Oddfellowhúsinu (stóra salnum). 1. Félagsmál. 2. Frú Oddný E. Sen talar um kínverskar konur. 3. Frú Guðrún Ágústsdóttir syngur einsöng. Félagskonur mega taka með sér gesti. Konur, sem hafa hug á að ganga í félagið, velkomnar á fundinn. Stjórnin. Bcbíop fréíiír Veðrið í morgun. I Reykjavik — 1 st., mestur hiti í gær 3 st., minstur í nótt o. Ur- koma í gær 9.8 mm. Kaldast á land- inu í morgun — 2 st., á Hellissandi og i Kvígindisdal, allsstaðar annars- staðar frostlaust, heitast 7 st. á Fagradal. Yfirlit: Alldjúp lægð yf- ir Norðurlandi á hreyfingu í norð- austur. Onnur lægð yfir Grænlands- hafi. — Horfur: Faxaflói: Suð- vestan og vestan kaldi. Dálítil snjóél. Skipafregnir. Gullfoss er á Akureyri. Goða- foss fer vestur og norður í kvöld. Brúarfoss er í Kaupmannahöfn. Dettifoss fer frá Grimsby í kvöld. Lagarfoss var í morgun á Norður- firði. Selfoss er á leið til Vest- mannaeyja frá Leith. Lyra fór frá Færeyjum kl. 6 í gær, væntanleg hingað á miðvikudagsmorgun. Gamla Bíó Vegna þeirrar sýningar, sem féll niður í gær vegna bilunar á raf- magninu, verður aukasýning kl. 7 í kveld í Gamla Bíó. Myndin, sem sýnd er kl. 9 heitir „Hann stal brúð- inni“ og er bráðfyndin og skemti- leg. — Aðalhlutverkin leika Joan Crawford, Clark Gable og Franchof Tone. Kl. 7 er sýnd myndin Land- nemarnir. Björgvin Frederiksen, vélsmiður, hefir stofnað véla- verkstæði á Lindargötu 26. Kom Björgvin frá útlöndum með Gull- fossi síðast, að afloknu námi hjá Sabroe-verksmiðjunum í Aarhus. Hefir hann áður verið við nám hjá Landssmiðjunni í 4 ár, og út- skrifaðist þaðan sem vélsmiður og hafði 1. einkunn bæði úr skóla og smiðjunni. Síðan var Björgvin eitt ár við bóklegt nám í Danmörku og loks hjá Sabroe og kynti sér alt viðvikjandi uppsetningu og meðferð frystivéla, og hefir tekið sér það starf nú. Drotningin kom að vestan og norð- an i gærmorgun, fer út i kveld. Þýskur togari ko'm inn í gær með slasaðan mann. Hafði hann fót- brotnað. Bjarni Björnsson ætlar að skeinta Reykvíkingum annað kvöld kl. 7.15 i Gamla Bió'. Er orðið all-langt siðan Bjami hefir skemt bæjarbúum, en hann hefir verið að „safna í sarpinn" eins og hann segir og íeggur nú upp með „nesti og nýja skó“. Aðal- skemtiatriðið verður útvarpskvöld, Höfnin. Tryggvi gamli kom af ufsaveið- um i rnorgun með 120 smálestir. Þórólfur kom frá Englandi í gær þar sem 20 ræðumenn af ýmsum stéttum mun taka til máls, en heyrst hefir að Helgi Hjörvar muni, að ósk fundarmanna, taka að sér að stjórna fundinum. Þá verða gam- anvísur, t. d. „Er það ekki dásam- legt“, „Sundhallarvinur“ o. fl. — Verður vafalaust gaman að hlusta á Bjarna annað kvöld. Nýja Bíó sýnir um þessar mundir myndina „Konan mín svonefnda". Er mynd- in ágætlega vel leikin og lærdóms- rík. Aðalhlutverkin leika Rosalind Russell og John Boles. Ferðafélag fslands heldur skemtifund að Hótel Borg þriðjudaginn 8. febr. kl. 8.15. Guð- mundur Einarsson, myndhöggvari, segir frá vetrarferðum i Alpafjöll- um og sýnir skuggamyndir. Dans- að til kl. 1. Aðgöngumiðar seldir í Bókaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar. stærri kaupendatölu en Tokyo- blöðin, þar sem Tokyo hefir 6 milj. íbúa, en Osaka að eins 3 miljónir. Osaka liggur hinsveg- ar í enn þéttbýlara umhverfi og margar borgir eru þar í nánd, þar sem engin blöð eru gefin út, vegna þess að þau standast ekki samkepnina við hin fjársterku Osaka-blöð. Japönsku blöðin eru afar fjölbreytt. Taka þau sér Vestur- landablöðin mjög til fyrirmynd- ar á ýmsum sviðum. í útlitinu „uppsetningu“ og letri, fylgja þau stærstu blöðunum i Amer- iku. Aðalfréttin er á 1. síðu (sem er síðasta síðan, því að Japanir fara „aftan að siðun- um“). Fyrirsagnirnar eru oft geysistórar, en „bomban“ er sjaldan látin springa fyrri en í enda greinarinnar. Amerísku blöðin reyna hinsvegar að hrífa þegar í stað athygli lesandans, en Japaninn þolir biðina. Myndir, teikningar og landa- bréf eru afar nauðsynleg í jap- önskum blöðum til þess að þau fái þrifist. Þegar Bernhard Shaw, liáð- fuglinn enski, kom til Japan fyrir nokkurum árum síðan og sá allan hópinn af blaðamönn- unum, sem vildi tala við liann, varð honum að orði: „Eru allir Japanir blaðamenn?“ Japönsku blöðin hafa nefnilega afar marga starfsmenn, eftir Ev- rópumælikvarða. Tokyo Nichi Nichi liefir meira en 3000 manns i þjónustu sinni Og Osaka Asalii um 2000, og eru þá ótaldir allir sendisveinarnir og vikapiltarnir. Japanskir blaðamenn eru venjulega stúdentar. Hjá Asahi og Nichi Niclii blöðununm fær byrjandinn 80 yen á mánuði og getur, ef hann er duglegur og liugvitssamur, komist upp i 200 yen, en auk þess fær liann launauppbót (arðshluta) árlega eða tvisvar á ári, en stærð lians fer eftir dugnaði. Þessi laun eru lág á ameriskan mælikvarða, en mjög sæmileg, samanborið viði önnur laun i Japan. Sumir japönsku háskólarnir liafa stofnað kensludeildir fyrir blaðamenn, en J>ær liafa ekki reynst svo vel sem skyldi. Þykja þeir, sem þar liafa lært ekki eins alhliða duglegir, sem aðrir. Stærstu blöðin eru sem áður segir Nichi Niclii og Asalii- hlöðin og er samkepnin milli þeirra afarhörð. Nota þau þvi ýms brögð til að sigra í sam- kepninni og fer á ýmsa vegu. Margir munu minnast þess, þegar japanska flugvélin „Hinn guðdómlegi blær“ (Kamikaze) flaug á mettíma til Lundúna, Voru það Asahi blöðin, sem kostuðu þá för, en er heim

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.