Vísir - 09.02.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 09.02.1938, Blaðsíða 2
V 1 S I R VfSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VfSIR H.F. Ritstjóri: Páll Steingrímsson. Skrifstofa I 1 Austurstræti 12. og afgreiðsla | S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Þyngsta hlassið. I ónas Jónsson, forma'ður ^ Framsóknarflokksins, seg- ir í forystugrein í Tímadagblað- inu í gær, að enginn flokkur hafi „varað meira við kommún- ismanum“ en Framsóknar- flokkurinn og megi þar einkum nefna „hin rnörgu og rökföstu skrif framsóknarflokksins“, þ. e. hans, Jónasar, sjálfs. Af „skrifum“ þeim, sem hirst hafa í blaði Framsóknarflolcks- ins um kommúnismann og kommúnista, eru mönnum minnisstæðust þakkarávörp þau, sem það hefir flutt komm- únistum í einstökum kjördæm- um úti um landið, þar sem kommúnistar hafa stutt fram- hjóðendur Framsóknarflokks- ins í þingkosningum, í stað þess að efna til vonlausra fram- hoða á móti þeim af sinni hálfu. Hafa hlöð flokksins einnig brýnt það mjög fyrir kommún- istum, að takmark þeirra og Framsóknarflokksins væri eitt og hið sama, og varað þá inni- lega við því, að spilla fyrir því með „klofningsstarfsemi sinni“, að þvi marki yrði náð. í rauninni er afstaða Fram- sóknarflokksins til kommúnista mjög svipuð þeirri afstöðu, sem Alþýðuflokkurinn tók til þeirra á Alþýðusambandsþinginu 1936 og Héðinn Valdimarsson liefir síðan beitt sér fyrir, að sá flokk- ur hagaði sér samkvæmt. Á Alþýðusambandsþinginu 1936 var samþykt að bjóða komm- únistana velkomna í Alþýðu- flokkinn, ef þeir vildu ganga í hann eða „sameinast“ honum. Á sama hátt hafa hlöð Fram- sóknarflokksins breitt faðminn á móti kommúnistunum og hoðið þá velkomna í hóp fram- sóknarmanna, ef þeir vildu ganga í flokkinn. Þannig mætli í rauninni ætla, að Framsóknarflolckurinn væri þá á þeirri sömu „braut ósigr- anna“, sem blað flokksins segir í fyrradag að Alþýðuflokkurinn háfi látið leiðast á út, fyrir at- beina Héðins Valdimarssonar, með sameiningar- og samfylk- ingar samningum sinum við kommúnista. En blaðið gætir þess ekki svo sem vert er, að Alþýðuflokkurinn hefir orðið að dragast með annað hlass, engu „sigurstranglegra“ í aug- um kjósenda sinna, en mök sín við kommúnista. En það er samvinnan við Framsóknar- flokkinn á undanförnum árum. I þeirri samvinnu hafa hags- munir kjósenda Alþýðuflokks- ins verið svo mjög fyrir borð bornir, að engin von var til þess, að flokkurinn gæti haldið liylli þeirra óskertri til lang- frama. Hinsvegar liggur það að vísu í augum uppi, að því óhag- stæðari sem sú samvinna var líkleg til þess að verða Alþýðu- flokknum, því varlegar hefði hann átt að fara um það, að lofa kjósendum sínum „gulli og grænum skógum“ áður en hún var liafin, og því fráleitara var það „Iýðskrums“-kapphlaup, sem flokkurinn lióf við komm- únista með „starfsskrá“ sinni á Alþýðusambandsþinginu 1936 og þeim byltingarkendu kröf- um, sem hann har fram á næsta Alþingi. En þó að Alþýðuflokknum væri það vafalaust hollara, eins og Tímadaghlaðið er að brýna fyrir honum, að semja sig meira að háttum sósíalistaflokkanna á Norðurlöndum, en hann hef- ir gert, og taka þá sér til fyr- irmyndar i viðskiftunum við kommúnista, þá verður hins- vegar að gæta þess, þegar borið er saman gengi hans og þeirra flokka, hve miklu erfiðari að- staða lians er. Sósíalistaflokk- arnir á Norðurlöndum eru að visu allir í stjórnaraðstöðu í samvinnu við aðra flokka, en þeir eru liver í sinu landi aðal- stjórnarflokkurinn, sem ræður mestu um allar stjórnarfram- kvæmdir. Aðstaða þeirra í stjórnarsamvinnunni er því sambærileg við aðstöðu Fram- sóknarflokksins hér, og gerólik aðstöðu Alþýðuflokksins. Gengi sósíalistaflokkanna á Norður- löndum hefir farið vaxandi nú um skeið, en mjög á kostnað samstarfsflokkanna, sem yfir- leitt liafa farið hnignandi að sama skapi, eins og Alþýðu- flokknum hefir farið í sam- vinnunni við Framsóknarflokk- inn. Það sæmir þannig ekki sem hest Framsóknarflokknum, að núa Alþýðuflokknum því um nasir, að hann sé á „braut ó- sigranna“ eða að brýna það fyr- ir honum, að honum heri að stilla kröfum sinum sem mest í hóf. Alþýðuflokkurinn hefir lengst af verið svo lítilþægur í samvinnunni við Framsóknar- flokkinn, að það ætti að mega virða lionuin það til vorkunnar, þó að honum verði það á i ógáti, að ætlast til þess að eitthvað frekara tillit verði tekið til þarfa hans, en að sjá einstaka flokks- mönnum hans fyrir beinum og bitlingum. ERLEND VÍÐSJÁ: LEIKFÖNG OG HERNAÐARANDI. Kunnara er en frá þurfi að segja, að mikill hluti þeirra barnaleik- fanga, sem árlega eru búin til í heiminum, eru til þess fallin, að vekja áhuga fyrir hernaði. Mætir friðarvinir um heim allan, uppeld- isfræðingar og kennarar o. m. fl. stétta menn, hafa haft opin augu fyrir þessu, og hvatt til þess, að unnið væri að því, a<5 útrýma slík- um Ieikföngum. Lítið hefir þó á- unnist í þessa átt. En fyrir nokkru voru hafin samtök í Svíþjóð, sem líklegt er talið, að hafi sín áhrif víðar en þar í landi. Um tólf kunn sænsk kvennafélög hafa komið á fót skipulagsbundnum • samtökum til þess að fá konur til þess að hætta að kaupa hernaðarleikföng handa börnum. Starfsemi þessi hófst í Svíþjóð fyrir nokkurum mánuðum, og fyrir síðastliðin jól var einkum unnið röggsamlega að þessu áhugamáli, með blaðaskrifum, fyrirlestrum á fundum, útvarpsfyr- irlestrum o. s. frv. Einnig var leit- Það ep aöalmálid, sem um er kosið á Nordap-Iplandi í dag9 en þap fapa nú fram aimennar þingkosningap. EINKASIŒYTI TIL VÍSIS. , London, í morgun. i dag fara fram almennar þingkosningar í Norður- írlandi. Símfregnir frá Belfast herma, að víðtækar ráð- stafanir hafi verið gerðar til þess að halda uppi reglu, og er mikið vara-lögreglulið haft til taks. Kosningar þessar vekja alheims athygli, því að aðal- málið, sem um er kosið, er sameining írska fríríkisins og Ulster í eitt ríki, þ. e. að alt írland lúti einni og sömu stjórn, en fyrir þessu hafa írsku lýðveldissinnarnir bar- ist, með De Valera í broddi fylkingar, en í Ulster hefir verið talsverð andúð gegn hugmyndinni, enda Ulster- búar, sem hafa verið konunghollir mjög, tíðum átt í brösum við Suður-íra. Ýmsum getum er að því leitt hvernig kosningaúrslit- in muni verða, en alment búast menn við, að Ulster- búar vilji halda við núverandi stjórnarfyrirkomulagi, en hitt er víst, að hafi sameiningarmenn mikið eða nokkuð fylgi, mundi það verða fríríkismönum mikil hvatning í baráttu þeirra fyrir „sameinuðu írlandi“. United Press. AL CAPONE „SLEPPIR SÉR“. Einkaskeyti til Vísis. London í morgun. Frá San Francisco er símað, að illræmdur glæpa- maður, Al Capone að því er United Press hefir fregnað, sem situr í fangelsi fyrir skattsvik, hafi skyndilega fengið æðiskast og komið ötlu í uppnám í fangelsinu. Þessir atburðir gerðust í Al- catraz-fangelsinu, sem er ramgerasta fangelsi í heimi. Capone hefir verið fluttur í fangelsissjúkraluísið og er hafður þar undir sífeldu eft- irliti. Blaðið San Francisco News birti þessa fregn fyrst allra blaða. UNITED PRESS. fíðtækar ráðstafanir gerðar til hjálpar Papanini-Ieiðangrioam Oslo 8. fehrúar. Frá Moskva er simað, að rannsóknaskipið Murmanet og ísbrjóturinn Taimyr sé lögð af stað til þess að leita að isjakan- um, sem Papanini-leiðangurinn hefst við á. Auk þess verður síð- ar sendur ísbrjóturinn Murman hirgur af kolum og matvælum til misseris leiðangurs. — Ráð- stjórnin rússneska hefir nú beðið dönsku stjómina að taka þátt í því starfi, sem unnið verður til þess að koma Papa- ninileiðangrinum til hjálpar. Lauge Koch Iandkönnuður hef- ir gengið frð björgunaráætlun. Hann telur hæpið, að koma muni að gagni að senda leið- angra frá Eskimóanesi og Myggbukta, þvi að þessir staðir sé of norðlægir. — Hoel docent hefir hvatt til samvinnu í þessu starfi með Norðmönnum og Dönum í Grænlandi og mun leggja áætlun þar að lútandi fyrir sendiherra ráðstjórnarinn- ar í Oslo. Það eru sex staðir á Austur-Grænlandi, sem til mála gæti komið að senda aðstoðar- leiðangra frá. Norðmenn og Danir á sex stöðvum milli Myggbukta og Scoresbysunds ætti að áliti Hoels, að vera reiðuhúnir að senda hjálpar- leiðangra til rússnesku leiðang- ursmannanna, þegar þeir nálg- ast land. NRP—FB. að til leikfangaframleiðenda og þeir hvattir til þess að framleiða leik- föng, sem betur eru við hæfi barna en hernaðarleikföng. Árangurinn varð sá, að fyrir jólin kom mikið á markaðinn af öðrum leikföngum, svo sem hestar, hreindýr og mörg önnur dýr, haglega skorin í tré, o. m. fl. — Amerísk blöð geta allítar- lega um þessi samtök sænskra kvenna og telja þau mjög til fyrir- myndar. Pesar mesia i- skip líssa lárst. Oslo 8. fehrúar. Mikil þoka var, er U.S.S.R. U6 rakst á fjallið fyrir suðvest- an Murmansk. Það er nú stað- fest, að 13 menn hiðu hana en 6 var bjargað. Þetta var stærsta loftskip ráðstjórnarríkjanna. — Ráðstjórnin hefir ákveðið að úthluta hverri fjölskyldu þeirra, sem fórust, 10.000 rúblum og árlegum styrk. NRP—FB. London, 8. fehr. FÚ. Loftskipið var hið fyrsta úr hinum fyrirhugaða loftskipa- flota sem Sovét-stjórnin ætlar til innanlands póst- og farþega- flutninga. Skipið hafði lagt af stað frá Moskva á sunnudags- morguninn og átti að fara til Murmansk, en ef ferðin tækist vel átti að nota loftskipið til þess að sækja Papaninileiðang- urinn. íbúar í afskektu þorpi urðu varir við að loftskipið flaug þar yfir seint um kvöldið, en þá var komið hriðarveður. Skömmu síðar heyrðu þeir hverja sprenginguna á fætur annari og óttuðust þegar að loftskipinu hefði hlekkst á. Leit var liafin að því, og fanst það ekki fyr en á miðnætti. Það hafði rekist á fjallstind og kviknað í þvi. Þeir sem af komust, voru allir meira og minna meiddir. Samkvæmt skýrslum Sænska útgerðarmannasambandsins liggja nú 94 skip ónotuð í sænskum höfnum og er smá- lestatala þeirra 164.000, en það er 63.000 smálestum meira en fjTÍr einum mánuði. Orsökin virðist vera, að ókyrð er komin á flutningamarkaðinn. — NRP —FB. I.ikill hleti heims' flota Breta sendnr til Miöja ðarhaft. Kalundborg, 8. febr. FÚ. Stór hluti af heimaflota Bret- lands liefir nú verið sendur á vettvang til þess að taka að sér gæsluslörf í vestanverðu Mið- jarðarhafi. Er talið að Bretar hafi nú meðal annars á þessum slóðum 45 tundurspilla og mörg heitiskip, þar á meðal ýms beitiskip af allra nýjustu gerð, sem hæði eru útbúin til þess að geta sent frá sér flug- vélar og að verjast loftárásum. Samlcvæmt ummælum sem Anthony Eden lét falla í breska þinginu í gær þykir ástæða til að ætla að skip þau sem fara með ránum um Miðjarðarhaf og á- rásarflugvélar þær sem vart hefir orðið við hafi hækistöð sína á Majorca. Dr. Niemöller undirbýr vörn sína. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. YFIRHEYRSLURNAR yfir dr. Niemöller falla niður í dag, en halda áfram á fimtudag og föstudag. United Press hefir komist á snoðir um, eftir áreið- anlegum heimildum, að Nie- möller sitji í Moabit-fangelsinu og undirbúi vörn sína, því að hann vilji engan verjanda. — Gangi málsins er haldið strang- lega Ieyndum og þýsku blöðin minnast ekki á það. United Press. Sifl. P. Sívertsen fyrv. vígslubiskup og guðfræði- prófessor andaðist í nótt að heimili sínu eftir langa van- lieilsu. Þessa mæta og þjóðkunna manns verður nánara minst síð- ar hér í blaðinu. Bætt hósakpni í sveitum. Minnl hús relst en áður. FÚ. 8. febrúar 1938. Á siðastliðnu ári voru reist 125 íbúðarhús og peningshús með tilstyrk ýmissa sjóða er veita fé til hæltra húsakynna í sveitum landsins. — Þar af hef- ir Byggingar- og landnámssjóð- ur lánað út á 50 hús úr steini, Nýbýlasjóður 55 liús úr steini og timbri og Ræktunarsjóður 20 hús, bæði íbúðarhús og pen- ingshús. —• Aldrei fyr hafa á einu ári ver- ið reist í landinu svo mörg hÚ3 með tilstyrk opinberra sjóða. — Þórir Baldvinsson bygginga- fræðingur segir að ástæður fyrir því séu aðallega tvær. Önnur er sú að Nýbýlasjóður er tekinn til starfa og hin er sú að nú reisa menn alment minni hús en áður — en við það geta fleiri menn orðið aðnjótandi lánanna. Hvert fullgert steinhús liefir kostað frá 5 til 10 þúsund krónur. Fá- ein hús hafa komist niður fyrir 5 þúsund krónur og einstaka hús hefir farið yfir 10 þús. kr. Verð þessara húsa má telja mjög lágt þegar þess er gætt, að á árinu varð gifurleg liækkun á byggingarefnum. — Fréttastofan spurði í sam- bandi við þetta hverjar voru lielstu breytingar í húsagerð í sveitum liin síðustu misseri og segir hann þá: Helstu breytingar aðrar en þær, að húsin eru nú minni en áður eru þær, að þægindi í íbúð- arhúsum fara vaxandi. Mörg ný íbúðarhús liafa baðherbergi og gerir Teiknistofan kröfur um að í liús sem kosta yfir 5000 kr. komi snyrtiherbergi eða baðher- bergi. í þessum efnum hafa far- ið saman aulcnar kröfur al- mennings og þeirra sjóða sem leggja fram féð. Þá er og tals- vert tíðkað að reisa einlyft hús, kjallaralaus. Slík hús geta ver- ið ódýr og löguleg og mjög þægileg til íbúðar. Algengast er þó að reisa eina hæð á kjallara og fer eftir staðhátíum hvort betur á við. — Eins og að undanförnu eru flest íbúðarhús i sveitum þann- ig gerð, að útveggir eru tvöfald- ir og torftróð á milli veggja. Það er ódýrast og gefst vel ef torfið er þurt og gott reiðings- torf. Loks er miðstöðvarhitun í flestum nýjum húsum og sömu- leiðis vatnsleiðslur og skolp- leiðslur. — Fulltrúaráð Noregsbanka samþykti í gær ársreikning bankans fyrir 1937. Nettoliagn- aður af rekstri bankans varð 3.748.000 kr. Arðgreiðsla var á- lcveðin 8%. — í ræðu, sem Rygg aðalbankastjóri flutti, gaf hann yfirlit yfir árið, sem hann taldi mjög gott, en þess hefði þó sést merld, að stefna mundi ííiður á við aftur. Erfiðleika sé að vænta, þegar viðskiftin við önnur lönd minka aftur og aft- urkippur kemur í flutninga á sjó landa milli. — NRP—FB.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.