Vísir - 10.02.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 10.02.1938, Blaðsíða 3
C áttasemjari ríkisins hefir ^ kvatt þá Kjartan Thors formann Félags ísl. botnvörpu- skipaeigenda og Sigurjón A. Ólafsson formann Sjómanna- félagsins á fund sinn síðdegis í dag. Það mun hafa ýtt undir þá á- kvörðun sáttasemjara að kalla nú fulltrúa aðilja á sinn fund að útgerðarmenn hafa samþykt að fleiri skip fari ekki út en þau tvö, sem nú eru að ufsaveiðum en áformað var að Hannes ráð- herra færi út nú þessa dagana á ufsaveiðar. Útgerðarmenn vilja að skipin verði inni þar til náð er samn- ingum en að þau verði ekki dreifð svo hægt sé að ná til þeirra þegar samningum er lok- ið. — Útgerðarmenn vilja fyrir hvern mun að því verði hraðað að samið verði og er ekki á- stæða til að lialda annað en að fulltrúar sjómanna óski einnig eftir því að hægt verði að koma á samkomulagi sem fyrst. Alþýðuhlaðið reynir hvað það getur til að spilla fyrir sam- komulagi með því að birta æs- ingagreinar fullar af ósann- girni og frekju í garð útgerðar- manna. Ætti a. m. k. atvinnu- málaráðherranum að vera það Ijóst að flokkshlað hans gerir engum greiða með ]>vi að liefja illgirnislegar árásir á annan að- ilann i þeim sanmingum, sem nú fara í hönd, heldur gætu slíkar árásir orðið til að tor- velda alt samkomulag. Eflir stjórn rauðliðanna á at- vinnuvegum landsins <?r nú svo komið að dýrtíðin eykst en þeg- ar hið vinnandi fólk leitar sér kjarabóta vegna aukinna erf- iðleika á að sjá sér og sínum farborða, hittir það fyrir merg- sogna atvinnuvegi, sem ekki sjá nokkra leið til að verða við kröfunum nema með þvi að þyngja enn skuldabyrðina og Blekkingap stj órnarbladanna. auka rekslurshalla atvinnuveg- liðnum árum, sem öll hefir arms. Þeir örðugleikar, sem nú eru á samningum milli sjómanna og útgerðarmanna stafa af stjórn rauðliðanna á atvinnuvegum á miðað að því að drepa þá niður. Þegar rauðliðar því deila á útgerðina í sambandi við samn- ingana við sjómenn, hitta þeir sjálfa sig fyrir. Socialistar vilja ekkert gera nema fyrir peninga. ö IN nýkjörna bæjarstjórn ** Hafnarfjarðar hélt fyrsta fund sinn á þriðjudaginn. Var bæjarstjóri kosinn Frið- jón Skarphéðinsson cand. jur., fyrrum lögfræðingur Olíuversl- unar Islands, en sökum fjar- veru hans gegnir Guðm. Giss- urarson störfum bæjarstjóra á- fram fyrst um sinn. Forseti bæjarstjórnar var kosinn Björn Jóhannesson. Alþýðublaðið skýrir frá fundi þessum og segir, að sjálf- stæðismenn hafi ekki kosið í neinar nefndir, nema þær sem væru launaðar. Auðvitað er þetta hreinn uppspuni, því sjálf- stæðismenn kusu í 9 nefndir, sem allar eru ólaunaðar en komu ekki manni að nema í 8 af þeim. Sjálfstæðismenn kusu ekki í sumar nefndir og stafar það af því, að socialistar hafa aldrei viljað laka neitt til greina, sem sjálfstæðismenn hafa lagt til málanna á hæjarstjórnarfund- um, en í nefndum hafa þeir stundum þótst vilja taka lillög- ur sjálfstæðismanna til greina og hafa verið gerðar ýmsar á- lyktanir í nefndunum, sem sjálfstæðismenn liafa samþykt, en þegar socialistar, sem liafa framkvæmdina á liendi, hafa tekið að heita þeim, hefir með- ferðin orðið á þann veg sem þeim likaði, en öðruvísi en ætl- að var, en á eftir hefir átt að klína áhyrgðinni yfir á sjálf- stæðismenn. Vegna þessa kæra sjálfstæðismenn sig ekki um að laka sæti í þessum nefndum, svo sem fjárliagsnefnd, fram- i'ærslunefnd og útgerðarráði. — Sjálfstæðismenn hafa ekki und- anfarið haft menn í útgerðar- ráði og er það vel farið. Þeir ætla að lofa socialistum að starfa að því í friði, sem nú er þeirra mesta áhugamál, að velta skuldasúpu bæj arútgerðarinnar yfir á almenning í hænum. Sjálfstæðismenn hafa fyrir löngu tekið afstöðu gegn þessu atliæfi, en ekki fengið áheyrn. Sem dæmi um óstjórnina á því fyrirtæki, sem socialistar hafa stjórnað, var tapið árið 1936 um 200 þús. lu\, ef afskrift á skip- um hefði verið reiknuð, eins og vera ber, og hefir engin togara- útgerð í Hafnarfirði verið rekin með slíkum endemum, því hún hefir sett met í taprekslri. Fréttaritari Alþýðuhlaðsins i Hafnarfirði skýrir frá því, að sjálfstæðismenn séu svo launa- gráðugir, að þeir vilji aðeins sitja í launuðum nefndum, sem ekki er rétt, eins og að framan segir, en fréttaritaranum hefir verið nokkur vorkun, því póli- tíslc harátta socialistahroddanna í Hafnarfirði miðast aðeins við að ná í laun handa sjálfum sér og í þessu sambandi má geta þess, að 4 af 5 fulltrúum social- ista í bæjarstjórn hafa tekjur, Skákþing tslendinga Áttunda umferð fór fram í gærkveldi. í meistarflokki fóru svo leikar, að Guðbjartur Vig- fússon vann Eggert Gilfer, jafntefli varð milH Ásm. Ás- geirssonar og Baldurs Möller en hiðskák milli Einars Þorvalds- sonar og Steingr. Guðmunds- sonaf. Baldur hefir nú 6 vinn- inga, en Einar og Steingr. 4. I 1. flokki A vann Garðar Þorsteinsson Helga Kristjáns- son, jafntefli varð milli Sæ- mundar Ólafssonar og Her- sveins Þorsteinssonar og ý)li Valdimarsson vann Ingimund Guðmundsson. Þetta var síðasta umferð í þessum flokki og varð Sæmundur Ólafsson hæstur, hafði 5 vinninga. Jón Guð- mundsson var najstur með 4 vinn.; Óli Valdimarsson hafði 3, liersveinn og Helgi 2]4 og Garðar og Ingimundur 2. 1 1. flokki B: Jóhann Snorra- son vann Óla Hermannsson, Arnljótur Ólafsson vami Hösk- uld Jóhaúnsson, Jón Þorvalds- son vann Iljálmar Theódórsson, en jafntefli varð milli Sig. Lár- ussonar og Egils Sigurðssonar. Sigurður er liæstur í þessum llokki, með 5% vinn., Jóhann og Jón hafa 4^4, Arnljótur 4, Egill 314, Hjálmar 3 og Óli Her- mannss. og Höskuldur með IV2 vinn. — Fjæstu tveir mennirnir úr 1. fl. A (Sæm. Ólafsson og Jón Guðm.) og fyrstu 3 menn- irnir úr þessum flokki keppa nú saman til úrslita um verðlaun I 1. flokki, og liefst sú kepni í kvöld. 2. flokkur: Sigfús Jónsson vann Gunnl. Pétursson, Guðjón Tómasson vann Edv. Blom- lcvist, Jón Barðason vann Ólaf Einarsson, Haraldur Björnsson sem þeir afla sér vegna póli- íískrar aðstöðu. Einn hefir 8400 kr. í laun, tveir hafa 12—15 þús. kr. og einn frá 15—20 þús. ltr. Þegar á þetta er litið er ákaf- lega eðlilegt þó þessir menn álíti, að enginn geri neitt nema fyrir peninga. — Fimti fulltrúi socialista í hæjarstjórn hefir að vísu ekkert fengið ennþá, en ryður sér nú braut að stallinum og híður eftir tuggunni. Jarðarför mannsins mins, föður okkar og tengdaföður, Jónasar Jónssonar, fer fram föstudaginn 11. febrúar og hefst meðliúskveðjuað heimili lians, Ilverfisgötu 66, kl. 1 e. li. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Margrét Magnúsdóttir. Guðlaug Jónasdóttir. Þorlákur Guðmundsson. vann Þóri Tryggvason, Hákon Hj. Jónsson vann Guðbjöm Jónsson, Aðalsteinn Ilalldórs- son vann Anton Sigurðsson, Sigurður Jóliannsson vann Jón Emilsson, Sæm. IGistjánsson vann Ingólf Jónsson, Kaj Ras- mussen vann Inga Eyjólfsson, Einar Bjarnason vann Svein Loftsson, Björn Axfjörð vann Guðm. Einarsson, Jóliann Bern- hard vann Bjartmar Kristjáns- son, Eggert ísaksson vann Gest Pálsson, Kristínus Arndal vann Þorl. Þorgrímsson, en jafntefli varð milli Stefáns Þ. Guð- mundssonar og Karls Gíslason- ar. Skákin milli Helga Guð- mundssonar og Guðm. Guð- mundssonar fór í bið. Hæstur að vinningum í þessum floklei er Guðjón Tómasson, piltur um fermingaraldur; hefir liann 5% vinn. Hefir drengurinn teflt á- gætlega og valcið mikla atliygli, og er þess vert, að leggja nafn lians á minnið. Gunnl. Péturs- son og Sigfús Jónasson eru næstir með 5 vinninga, en Sig- fús hefir auk þess biðskák með góðum möguleilcum. í kveld tefla þessir í meislara- flokki: Baldur hefir livítt móti Guðbjarti, Einar liefir hvítt móti Ásmundi og Gilfer hvítt móti Steingrími. — Skákirnar hefjast kl. 8 i Varðarhúsinu. FLUGVÉLAR ELTA BRESKT SKIP. Oslo, 9. febrúar. Flugvélar eltu breska skipið Pelliam, 4.400 smálestir að stærð, við austurströnd Spánar i gær. — NRP.-FB. Samkvæmt FÚ-fregn komst skipið heilu og höldnu til hafnar. IRADDIR frá lesöndunum. FLOKKUR ALÞÝÐUNNAR í RÚSTUM. Mætti eg biðja um rúm fyrir eftirfarandi linur. Eg sé af blöð- unum og vissi reyndar áður, að mikill ágreiningur er milli Héð- ins annarsvegar og þeirra so- cialista, sem honum fylgja, og Jóns Baldvinssonar og hans manna hinsvegar. Eg hefi kynst þessum mönnum báðum árum saman fyrir langt samstarf og skal ekki láta neitt uppi um það, livernig mér hefir geðjast að þeim hvorum um sig. Það sem eg vildi segja er þetta: Það er fyrst og fremst makkið við framsóknarflokkinn, sem hefir eyðilagt alþýðuflokkinn. Það hefir tekið fjæir vöxt hans og viðgang. Við höfum ekki getað beitt okkur fyrir áhugamálun- um vegna þess, að alt hefir orðið að fara eftir því, sem j framsóknarflokkurinn vildi. Al- ! þýðuflokkurinn liefir verið bundinn á höndum og fótum og litlu komið fram, því að for- ingjar hans hafa hugsað meira um sig sjálfa heldur en um efl- ing alþýðusamtakanna. Nú vit- um við öll, sem kunnug erum, að Héðinn hefir aldrei verið fús til samvinnu við framsóknar- mennina. Hann hefir viljað að flokkurinn — flokkur alþýð- unnar — væri óháður. Það liafa hinir ekki viljað, þeir hafa ! verslað sig upp í allskonar j stoður og emhætti og hagur i fólksins og flokksins æfinlega ! verið númer 2. Mér finst þvi ekki rétt að skamma Héðin ein- an fyrir niðurlægingu alþýðu- flokksins, en hitt er náttúrlega „Skáldskaparíþróttin á íslandi". Svo nefnist ritgerð ein (sér- prent úr blaðinu Framsókn), sem nýlega er út komin í bækl- ingsformi. Höfundurinn er Snæ- björn bóksali Jónsson. Tilefni ritgerðarinnar er einkum er- indi það um einkenni íslenskrar braglistar, sem Sir VVilliam A. Craigie, hinn lærði íslandsvin- ur, flutli í Oxford á síðastliðnu ári. Hinn breski öðlingur og vísindamaður er þaulkunnugur íslenskri ljóðlist, sem kunnugt er, og bókmentun vorum öllum að fornu og nýju. Einkum mun hann þó liafa kynt sér rækilega ríninakveðskap þjóðarinnar. Og hann hefir hinar mestu mætur á þeim kveðskap, þó að margt sé þar illa sagt og óskáld- lega. Snæbjörn Jónsson er og rímnavinur fullkominn og her ekki slíkt að lasta. Rímnakveðskapurinn var ó- missandi hlekkur í bókmenta- festi þjóðarinnar. Þá er þjóðin tók að dotta og andleg starfsemi öll eða flest að leggjast i dá, komu rímna- skáldin til sögunnar, hófu upp raust sína og héldu þjóðsálinni vakandi. Og þó að „röddin“ væri ekki að jafnaði „hugljúf og hrein“, þá var þó þarna á ferðinni sú andlega hræring, sem har ljós og líf í bæinn, liélt fólkinu uppréttu, svifti af því svefnhettunni og yljaði því stundum inn að hjartarótum. En þó að þessu væri þannig háttað, þá verður því ekki neit- að, að allmikill hluti rímna- kveðskaparins er ósvikinn leir- burður. Kenninga-hnoðið og hrönglið er óskaplegt, en hor- tittir, bögumæli og hverskonar skrípi ganga ljósum logum. Sumt er blátt áfram óskiljan- leg vitleysa, og annað, sem skiljanlegt á þó að lieita, verður ekki lesið kinnroða-laust. Yrkis- efnin eru og venjulega liarla ó- merkileg, oft og einatt Ijótar og óskáldlegar kynjasögur, sem nauðsynlegt hefði verið að fegra í ljóði og lyfta þann veg í æðra veldi. En höfundunum tekst það sjaldnast. Þá liefir, að því er séð verður, suma að minsta kosti, skort alt í senn: vandvirkni, smekkvisi og skáld- gáfu. Samt var þessari andlegu framleiðslu þeirra vel tekið. Hungruð þjóðsálin þráði eitt- livað nýtt. Og fólkið hlustaði og ræddi síðan af áhuga og kappi örlög manna þeirra og kvenna, sem 11111 var kveðið. Þetta var hin eina sálar-fæða lýðsins, sem eitthvert nýjabragð var að. Og án hennar hefði alt verið autt og snautt og kalt. Sjálfsagt er við það að kannast, að innan um allan sor- ann og óþverrann í rimnakveð- skapnum, glitrar víða á fágæt- ar perlur og gimsteina-djásn. Og vitanlega hafa sumir rimna- höfundar verið mikil skáld. Svo var til dæmis um einn hinna síðari, Sigurð Breið- fjörð, enda mun hann alla stund verða talinn meðal höfuðskálda. — Og þrátt fyrir allan þann sóðaskap, sem hann liefir óneit- anlega og að óþörfu gerst sekur um, þá blossar þó upp við og við í ljóðum hans dásamlegt flug- elda-skraut hins hreina og tæra skáldskapar. Sigurður var lista- maður og vafalaust mikið skáld að eðlisfari. En hann var harn síns tíma og rímur hans verða að metast með liliðsjón af rimnakveðskap þjóðarinnar um og laust fyrir lians daga. Hver og einn dregur dám af sínum sessunaut og mörgum hættir til þess, að vanda sig miður, þegar við ekkert er að keppa — þegar sigurinn er vís, þó að vetlinga- tökum sé beitt. — Ef Sigurður Bjarnason, eitt hið síðasta og jafnframt' ágætasta rímnaskáld þjóðarinnar, hefði kveðið rím- ur samtímis Sigurði Breiðfjörð má óhikað gera ráð fyrir, að hinn slyngi Breiðfirðingur hefði vandað sig betur en liann gerði oft og einatt. Þá hefði hann vissulega haft „hitann í haldinu“ og mátt hafa sig allan við, ef hann vildi lialda til jafns við Húnvetninginn. Snæbjörn Jónsson minnir á þau orð Einars Benediktssonar, að hann telji „rímnakveðskap fullkomlega samboðinn skáld- ment vorri“. — E. B. liefir kveðið „Ólafs rímu Grænlend- ings“, sem kunnugt er. Hún er löng og merkileg — 157 sléttu- handavísur — og vafalaust eitt- hvert mesta afrekið, sem unnið hefir verið í rímnakveðskap þjóðarinnar. Hátturinn er erfið- ur og svo skorðaður, að litlu má muna, enda liafa flest skáld sneitt lijá honum af mestu. Sumar vísurnar í „Ólafs rímu“ — og raunar mjög margar — eru fullkomin meistaraverk, en þó ber mansöngurinn af. Þar er liver vísan annari belri. En öll ber ríman fagurt vitni liöfð- ingsskap þeim og tign, sem ein- kennir ljóðagerð Einars Bene- diktssonar. Hann veltir sér ekki í leirflögunum eða stingur sér í forarpyttina, hvorki í „Ólafs rímu“ né öðrum kveðskap. Og hann mundi sjálfsagt ætlasl til þess, að rímnakveðskapurinn ef til þess kæmi, að farið væri að iðka hann á ný — yrði fág- aðri, göfugri og meiri skáld- skapur en hinn gamli reyndist. —o— Þess gætir víst ekki til neinna muna, að skáld vor liafi orðið fyrir verulegum álirifum frá rímnahöfundum, t. d. síðustu 100 árin. Þó er líklegt, að nokk- urra áhrifa frá hestu ljóðum Sigurðar Breiðfjörðs gæti í sumum kveðskap Þorsteins Er- lingssonar. Og rejst hefir liann Sigurði fagran bautastein í kvæði sínu: „Ljósálfar“. Þar segir 111. a. svo um „gamlar rimna stökur“, og mun einkum eða jafnvel eingöngu átt við kveðskap (stökur) Sigurðar: Þær eru margar lærðar litt, leita 'skamt til fanga, en þær klappa yndisþýtt, eins og hörn á vanga. Og ennfremur: Mörg sú neyð, sem örgust er og eg kveið í liljóði, síðast leið við söng lijá þér Sigurður Breiðf jörð góði. . . —'O— Snæbjörn bóksali lætur þesS getið í ritgerð sinni, þeirri er nefnd var í uppliafi þessara orða, að „nokkrir umkomulillir almúgamenn“ hér í Reykjavík „liafi reynt nú á síðustu árum að slá einskonar skjaldhorg um rímnabókmentirnar, bæði mcð samtökum og á annan hátt“. — Vel sé þeim fyrir það. — Rím- urnar, illar og góðar — og þó auðvitað einkum liinar hestu — áttu og eiga enn fullan rétt á sér i bókmentum þjóðarinnar, og er nokkuð að því vikið hér að framan. Þær komu í góðar þarf- ir, þegar önnur hnossgæti and- ans voru torfengin. Snæbirni Jónssyni er manna best til þess trúandi, að hafa gát á því, að „skjaldhorgin“ rofni ekki, sú er hann nefnir í ritlingi sínum, því að hann er kunnur að því, að lialda fast á hverju máli, er hann lætur til sín taka. P. S.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.