Vísir - 11.02.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 11.02.1938, Blaðsíða 3
Ný llokksstofuun í nppsiglmgn. Stjórn Alþýðusambandsins hefir með yfirgnæf- andi meirihluta samþykt, skv. tillögu frá Jóni Baldvinssyni, að Héðinn Valdimarsson skuli gerður rækur úr Alþýðuflokknum. Stjórn Alþýðusambandsins skipa 17 menn, sem dreift er um alt land og sendu utanbæjarmennirnir atkvæði sin í símskeytum í fyrradag og í gær. RÖKSTUÐNINGUR JÖNS BALDVINSSONAR. Ályktun sambandsstjórnar- innar hefst á því að vitnað er í ályktun þings Alþýðusambands- ins frá 14. þingi þess 1937 sem gerð var þegar sameiningar- makkið við kommúnista stóð sem hæst, að „nauðsynlegt sé, að i þessum málum (þ. e. sam- einingarbraskinu), þangað til full sameining er fengin, komi Alþýðufl. fram og sérstak- lega sambandsstjórn, sem einn maður gagnvart kommúnista- flokknum, og að hver sá, er tekur sig út úr geri sig sekan um klofningsstarfsemi, hættu- lega einingu flokksins, er nauð- sjm beri til að kornið sé í veg fyrir“. Eftir þessari yfirlýsingu Al- þýðusambandsþingsins er Héðinn dæmdur rækur. En dómarar Héðins útskýra einnig í liverju brot lians á þess- ari yfirlýsingu sé falið og grein- ist sá xökstuðningur í þrent: 1) að Héðiím hafi haldið uppi eftir 1. des 1937, „stöðugu samningamakki við forsprakka Kommúnistaflokks íslands og 2) að Iléðinn hafi „i mál- gagni andstæðingaflokks hafið áróðursstarfsemi gegn Alþýðu- flokknum og þeim mönnum, er fara mcð mál flokksins í um- boði sambandsþings, fyrir það eilt, að flokkurinn og meiri- | hluti sambandsstjórnar fylgir þeirri stefnu, er sambands- þingið fyrirskipaði“, 3) að Héðinn hafi „sagt upp þeim ábyrgðum, sem hann er í fjTÍr „Alþýðublaðið“ og „Al- þýðuprentsmiðjuna“. Tillaga Jóns Baldvinssonar endar svo á þessa leið: „Klofningsstarfsemi Héðins Valdemarssonar, áróðursstarf- semi hans gegn Alþýðuflokkn- um í málgagni andstæðinga hans og tilraun hans til að hnekkja fjárhagslega aðalfyrir- tækjum flokksins, miálgagni hans og prentsmiðju, gengur alt svo freklega gegn samþylct- um sambandsþings gegn Al- þýðuflokknum og fjárhagsleg- um möguleikum hans til áfram- haldandi starfs fyrir stefnu Al- þýðuflokksins, að eg tel hvorki að hann geti átt sæti í sam- bandsstjórn né í Alþýðuflokkn- um hér eftir og geri því þá tillögu að Héðni Valdemarssyni verði vikið úr Alþýðuflokkn- um og þar með úr stjórn Al- þýðusamhands íslands og Al- Jjýðuflokksins og úr þeim störfum, er Alþýðusamband- ið eða Alþýðuflokkurinn kann að Iiafa falið honum“. ÓSIGURINN OG EKKERT ANNAÐ FELDI HÉÐINN. Það blandast engum hugur um, að það var ósigur samfylk- ingarinnar í Reykjavík og víðar í síðustu bæjarstjórnarkosning- um, sem gerir það að verkum að Héðinn Valdemarsson er nú brotlrekinn úr flokki sósialista. Héðinn er ekki rekinn af nein- um ástæðum sem koma inn á það, að liann sé ekki í rauninni eins góður og gildur sósíalisti að skoðun til, eins og liver annar Alþýðuflokksmaður. Ástæðan er eingöngu sú, að liann barðist fyrir samfylkingu og sú sam- fylking féll ekki kjósenduin í geð. Hefði sainfylkingin sigrað i Reykjavík og þó liún liefði ekki komið að nema 6—7 mönnum, þá hefði Héðinn Valdimarsson aldrei verið rekinn. Jón Bald- vinsson hefði þá slegið feitu rauðu striki yfir alt það ósam- ræmi, sem liann segir að sé milli samfylkingarboðskapar Héðins og ályklana Alþýðusam- bandsþingsins. Þeir sem nú eru ákafastir í að troða Héðin Valdi- marsson niður, hefði þá kepst um að hreiða yfir það að þeir hefðu nokkurntíma nokkuð liaft við samfylkingu að athuga. Þetta sést Ijóslega á aðstöðu Stefáns Jóhanns og lians fylgis- manna fyrir kosningarnar. MENNIRNIR, SEM VILDU BÍÐA OG SJÁ. Þégar fuíítrúaráð verklýðs- félaganna tók það liliðarstökk undir forystu Héðins að gera samfylkingu við kommúnista, reis Stefán Jóhann þegar upp og hans flokkur og töldu sam- íylkinguna ólöglega. Þeir viðurkendu ekki starfsskrá þá, sem fnlltrúamðið og komm- únistar komu sér saman um, en voru þó eftir sem áður á hinum „ólöglega“ lista fulltrúaráðsins. Ef Stefán Jóhann, Jón Axel, frú Soffía og aðrir þeir sem á listanum voru og- telja sig sama sinnis, hefðu verið einlægir í hlýðni sinni við vilja Alþýðu- sambandsþingsins, þá hefðu þeir vitaskuld átt þá þegar að rísa upp gegn hinu „ólöglega“ athæfi og segja sig af listanum og tefla fram nýjum lista móti Héðni og kommúnistum. En í slað þess er þetta fólk áfram á lisíanum og gerist því meðábyrgt á því „ólög- lega“ athæfi og „klofnings- starfsemi“, sem framin var þá að dómi stjórnar Alþýðu- sambandsins, sem það kvað upp yfir Héðni í gær. Ástæðan til þess að Stefán Jóhann og þeir sem lionum fylgdu tóku það á sig að gerast meðábyrgir um hinn „ólöglega.“ lista var sú, að þeir vildu bíða og sjá — biða og sjá livert samfylkingin hefði . góð áhrif eða ill. Víða að af Iandinu komu áskoranir um samfylk- ingu og sósialistar og kommún- istar féllust nær álstaðar i faðma við kosningarnar. Stefán Jóliann og fleiri liinir hægfara vildu fá að sjá hvort bak við þessa samfylkingaröldu stæði raunverulega kjarni flokksins, og ef svo væri og kosningarnar sýndu hagnað af samfylking- unni átti að reikna það þeim mönnum til réttlætingar, sem fyrir henni börðust. Ef „sam- fylkingin“ hefði sýnt góðan árangur var það ætlun Stefáns Jóhanns og Co., að verða sam- fylkingarmenn. Og af óvissunni um hvað væri lieillavænlegast, sátu þeir kyrrir á hinum „ólög- lega“ lista. Þegar á það er litið, að af- staða Stefáns Jóhanns og flestra þeirra sem nú dæma Héðin Valdimarsson, til samfylkingarinnar, maikað- ist algerlega af því hvort þeir mundu hafa persónulegan og flokkslegan hagnað af henni, þá verður það að teljast yfir- drepsskapur af lökustu teg- und, ef þessir sömu menn ganga nú fram fyrir skjöldu, berja sér á brjóst og segja: Vegna þess að Héðinn Valde- marsson barðist fyrir sam- fylkingu, þvert ofan í vilja Alþýðusambandsþings — þá skal hann flokksrækur ger! LANGUR AÐDRAGANDI. Þótt Héðinn Valdemarsson sé nú rekinn úr Alþýðuflokknum fyrir þá sök að hann liafi verið í samningamakki við kommún- ista, á brottrekstur hans sér dýpri rætur. Héðinn hefir fyr komist í andstöðu við aðra for- ingja flokksins og heldur hefir farið það orð, að ýmsir væru orðnir þreyttir á skapofsa hans og samvinnustirfni. Ein fyrsta alvarlega ágjöfin, sem vinátta Héðins við sam- verkamenn sína í stjórn flokks- ins fékk, var þegar landkjörið var afnumið og Jón Baldvins- son, sem verið liafði landkjör- inn, óskaði eftir að verða þing- faiaður Reykvíkinga. Þar var Héðni að mæta og lauk þeim viðskiftum svo, að Jón var sendur vestur á Snæfellsnes i vonlaust framboð. Síðan liefir fleira sviplíkt borið við og þegar Héðinn cr nú rekinn er það endir á miklu lengri sögu en þeirri, sem rakin er i tillögu .Tóns Baldvinssonar, sem prentuð er í Alþýðublaðinu í gær, og tilfærð er hér að fram- an. DAGSBRÚN OG JAFNAÐARMANNA- FÉLAGIÐ. Ef brottvikning Héðins Valdi- marssonar úr Alþýðuflokknum þýddi það, að afskiftum lians af þjöðmálum væri þar með lokið, væri vissulega ástæða til að fagna, því að á því sviði hefir aldrei verið prýði að honum og væri margt betur, ef Héðinn hefði aldrei nálægt stjórnmál- um komið. En brottrekstur Héðins girð- ir hvergi nærri fyrir það, að hann geti beitt sér í opinberum málum. Hann er þingmaður eftir sem áður, og verður í kosn- ingu þeirri, sem nú stendur yfir 1 „Dagsbrún“ kosinn formaður þess félags. Hvernig fer um völd hans í Jafnaðarmannafé- laginu er ekki séð. Ef til vill heldur liann þar völdum áfram og má vel vera að það félag kjósi fremur að segja sig úr Alþýðusambandinu en afneita Héðni. Þeir sem þekkja Héðin, bú- ast ekki við að hann gefist upp baráttulaust og að viðskiftum hans og Jóns Baldvinssonar sé nú lokið með fullum sigri hins fyrnefnda. Það mun rétt fyrir Slefán Jóhann og þá sem standa í flokki með honum, að taka enn á ný þá afstöðu að biða og sjá! Skákþing Islendinga Níunda umferð fór fram i gærkveldi. í meistaraflokki fóru leikar svo að Einar Þorvaldsson vann Ásmund Ásgeirsson, en biðslcákir urðu milli Baldurs Möller og Guðbjarts Vigfússon- ar og Eggerts Gilfers og Stein- gríms Guðmundssonar. — Bald- ur hefir nú 6 vinninga (og 1 biðskák), Einar 5 og Steingrím- ur 4. — Aðeins tvær umferðir eiu nú eftir i meistaraflokki. 1. flokkur (úrslitakepni). Jafntefli varð milli Jóns Þor- valdssonar og Sig. Lárussonar, en biðskák milli Sæm. Ólafs- sonar og Jóns Guðmundssonar. 2. flokkur: Guðjón Tómasson vann Sigfús Jónasson, Gunn- laugur Pétursson vann Guðm. Guðmundsson, Jón Barðason vann Eggert Isalisson, Haraldur Bjarnason vann, Hákon Jóns- son, Björn Axfjörð vann Bjart- mar Kristjánsson, Sig. Jóhanns- son vann Iíristinus Arndal, Þór- ir Tryggvason vann Guðbjörn Jónsson, Guðm. Einarsson vann Anton Sigurðsson, Þorl. Þorgrímsson vann Jón Emils- son, Einar Bjarnason vann Ing- ólf Jónsson, Sveinn Loftsson vann Inga Eyjólfsson, Jóhann Bernhard vann Stefán Guð- mundsson, Edvald Blomkvist vann Karl Gíslason, Gestur Pálsson vann Aðalstein Hall- dórsson, biðskák varð milli Sæm. Kristjánssonar og Kaj Rasmussen. Pétur Jónsson átti frí. — Guðjón Tómasson (14 ára gamall drengur) er enn liæstur, hefir nú 6V2 vinning. Næslur eru Gunnlaugur Péturs- son og Jón J. Barðason, báðir með 6 vinninga. 2 umferðir eru nú eftir í 2. flokki. 1 kvöld keppa i meistara- flokki: Steingrímur með hvitt móti Baldvi, Guðbjartur með hvítt móti Ásmundi og Gilfer með livitt móti Einari. Yerður þetla óefað ein fjörugasta um- ferðin, enda er nú kepninni langt komið. Teflt verður eins og vant er i Yarðarhúsinu og heí'st kepnin ld. 8. IIALLGRlMUR HELGASON. FÚ. hafa borist fjögur blöð frá Leipzig er skýra frá árshá- tið félags útlendra háskóla- manna þar í borginni (Deutsch- Auslándischen Akademiker- Klubb), en þetta er félagsskap- ur útlendra liáskólamanna er þar stunda nám og Þjóðverja, sem álierslu leggja á lcynni við þjóðir þeirra. — Ilallgrímur Helgason frá Reykjavík, sem undanfarna vetur hefir stund- að tónlistarnám i Leipzig var kjörinn í stjórn þessa félags- skapar í fyrra og endurkosinn í vetur. — Blöðin í Leipzig skýra svo frá, að á árshátíð þessari hafi Hallgrímur Helgason leik- NÝR STJÖRNMÁLAFLOKK- UR Á UPPSIGLINGU? HVAÐ GERIR HÉÐINN? Sá orðrómur fór um bæ- inn i gær, að Héðinn Valdi- marsson, sem nú hefir vei'ið rækur ger úr flokki social- ista, hefði í hyggju að stofna til blaðaútgáfu, þar sem hann hefði nú eigi lengur aðgang að Alþýðublaðinu, en alment telja menn hæpið, að Héðinn gangi í flokk kommúnista. Ætla margir að Héðinn æth að freista að stofna nýjan stjórnmálaflokk — og enn aðrir, að Héðinn muni verða tekinn i sátt af socialistum — þegar frá líður. Bæjor- fréffír I.O.O.F. 1=1192118V2 = Veðrið í morgun. I Reykjavík 2 stig, minst frost í gær —3, mest í nótt —5 st. Ur- koma í gær 3.4 mm. Yfirlit Alldjúp lægð fyrir vestan og norðvestan land á hreyfingu í norðaustur. — Horfur: Faxaflói: Suðvestan átt með allhvössum skúrum eða slyddu í dag, en gengur í norðvestur með éljagangi í nótt. Skipafregnir. Gullfoss, Selfoss og Lagarfoss eru í Reykjavík. Lagarfoss fer til Austfjarða og útlanda i kvöld. — Goðafoss fór frá Siglufirði í dag áleiðis til Isafjarðar. Brúarfoss er á leið til Leith frá Kaupmanna- höfn. Dettifoss er í Hamborg. — Tryggvi gamli kom af ufsaveiðum í morgun með um 100 smál. og lv. Sigríður með um 130 skpd. af þorski. Lyra fór í morgun. St. Framtíðin hér í bæ er 20 ára í dag, stofn- uð 11. febr. 1918. Afmælisins verð- ur minst á fundi á mánudag og samsæti að Hótel ísland 19. þ. m. Sumardvöl í Danmörku. Eins og sjá má í auglýsingu á öðrum stað i blaðinu býður Bröde- rup lýðskóli ungum islenskum stúlkum skólanámskeið í 3 mánuði og hefst það 3. maí. Kennarar eru 6 og verða kend öll almenn fög, Svo og hannyrðir og kjólasaumur. Forstöðumaður skólans, Jens Mari- nus Jensen, vinnur mjög að því að kynna skólafólk á Norðurlöndum og hefir farið margar ferðir með danskt námsfólk til Noregs. Ársskemtun V. R. hófst með borðhaldi að Hótel Borg á miðvikudagskvöld kl. 8. — Ræður margar voru fluttar undir borðum. Meðal ræðumanna voru: Vilhjálmur Þ. Gíslason skólastjóri, Eyjólfur Jóhannsson framlcv.stjóri, dr. Oddur Guðjónsson, Egill Gutt- ormsson, formaður félagsins, Har- aldur Árnason, og Engilbert Haf- berg. Fór skemtunin hið besta fram að öllu leyti. Landskjálftakippirnir sem sagt var frá í Vísi i gær, eru taldir hafa átt upptölc sín 70—80 km. írá Reykjavík, og jafnvel úti í Faxaflóa. ið Klaver-sónötu eftir sjálfan sig og farist það meistaralega úr hendi. Getur blaðið „Leip- ziger Neueste Nachrichten“ þess 24. janúar, að sónötu, þessa hafi tónskáldið sjálft fyrir nokkru leikið í útvarpið i Reykjavík og sé það fyrsta Klaver-sónata eft- ir íslenskan höfund. — „Neue Leipziger Zeitung', og „Leipzig- er Tagezeitung“ geta einnig um þetta tónverk Hallgríms Ilelga- sonar og fara lofsamlegum orðum um flutning lians á því við þetta tækifæri. aðeins Loftup. SQiiÉkkanir Mki mjólknr- verliö. Verðhækkun mjólkurinnar er nú ákveðin og mun hækkunin nema 2 og 3 aurum á lítra, frá og með næsta sunnudegi að telja. Guðm. Eiríksson, fulltrúi Sjálfstæðisfloliksins i Mjólkur- verðlagsnefnd, beitti sér gegn liækkuninni með þeim árangri, að mjólkurverðið var ekki hækkað eins mikið og stjórnar- liðar lögðu til. Guðm. Eiriksson taldi og sjálfsagt, að framleið- endur fengi það fé, sem verð- liækkuninni nemur, en tillaga lians um þetta var feld. Stjórnarliðar höfðu ákveðið verðhækkunina fyrir kosning- ar. Þeir sögðu sjálstæðismenn heimta verðhækkun — en hið sanna er komið í ljós, að stjórn- arliðar vildu verðhækkun — en ekki lil þess að framleiðendur nyti góðs af. Verðliækkun mjólkurinnar mælist að sjálfsögðu illa fyrir. Með lienni eru bæjarbúar skatt- lagðir enn á ný. Og verðhækk- unin bitnar harðast á þeim fá- tækustu. Uerðpóstur Hoi ít lyro. Fyrsti stýrimaður á Lyru til- kynti í gær lögreglunni, að verðpóstur hefði liorfið úr skip- inu í síðustu ferð þess, en það kom hingað til Reykjavíkur kl. 2 e. h. á miðvikudag. Svo og liöfðu liorfið 4 bréf, er fara áttu í land í Færeyjum. Hafði pósturinn ekki verið geymdur í lest, svo sem venja var til, þar eð búið var að loka henni, er komið var með póst- inn um borð og var hann i þess slað geymdur í ólæstum klefa á 3. farr. skipsins. Lögreglan hér leitaði í skipinu jafnskjótt og tilkynt hafði verið um hvarf- ið, en sú leit bar engan árangur. Hefir verið símað til Bergen og óskað eftir skýrslu um verð- bréfapóstinn, en liún var ekki komin um liádegið í dag, þegar Vísir átti tal við póstmálastjórn- ina. Bjarni Björnsson endurtók skemtun sína í gær, og tókst nú enn betur upp en í íyrra skiftið. Hann endurtekur skemtun sína annað kveld kl. 7.15, í Gamla Bíó. Árekstur varð í morgun á Frikirkjuvegin- um milli bifreiðanna R-1040 og R-1075. Eru það hvorttveggja leigubifreiðar. Bar ökumaðurinn á R-1040 það, að hinn hefði ekið fyr- ir s'ig á breiðri og beinni götunni. Skemdist R-1040 töluvert. 75 ára er i dag Sveinn Ólafsson alþm. í Firði. Guðspekifélagið. Reykjavíkurstúkan heldur fund i kvöld (föstudag) kl. 9. Páll Ein- arsson, fyrv. hæstaréttardómari, fly’tur erindi. Aflasala. Snorri goði seldi i Hull í fyrra- dag 1662 vættir á 1531 stpd. Næturlæknir: Jón G. Nikulásson, Freyjug. 42, sími 3003. Næturvörður i Reykja- víkur apóteki og Lyfjabú'ðinni Ið- unni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.