Vísir - 15.02.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 15.02.1938, Blaðsíða 2
V í S I R Hitler afneitar undirróðri austnrískra nazista. Ræðu Hitlers á sunnudaginn verðup endup- útvappað fpá austupískum stöðvum. VÍSIR dagblað Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Páll Steingrímsson. Skrifstofa I ! Austurstræti 12. og afgreiðsla ) S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. * Félagsprentsmiðjan. Stjórnar- samvinnan. ALÞINGI hefir nú verið kvatt saman á ný. Og svo virðist, sem nokkur óvissa muni ríkjandi um það, hversu störf- um þess reiðir af að þessu sinni, ekki siður en siðast er það kom saman. Stjórnarflokkarnir eiga það fyrir höndum, að taka að nýju upp samninga um stjórn- arsamvinnuna. Og þó að við- horfið sé að ýmsu breytt, frá því sem það var í byrjun siðasta þings, er þá samninga skyldi upp taka, þá er óvíst, hve mjög það er til batnaðar eða til þess að greiða fyrir því, að samning- ar megi nú takast greiðlegar. Það hefir Iengi verið Iátið í veðri vaka af hálfu Framsókn- arflokksins, að samvinna milli lians og Alþýðuflokksins geti því að eins komið til mála, að Alþýðuflokkurinn hefði engin mök við kommúnista. Og þann- ig liafði verið til ætlast, áður en síðasta þing kom saman, að Al- þýðuflokkurinn gæti gengið til samninga við Framsóknarfloklc- inn, þegar í þingbyrjun, með „óflekkað mannorð“ að þessu leyti, og var samningamakki lians við kommúnista, um sam- einingu flokkanna, sem þá hafði staðið yfir á þriðja mán- uð, sagt formlega slitið í tæka tíð. Hinsvegar varð stjórn Al- þýðusambandsins það á, að því sinni, að láta Héðin Yaldimars- son fleka sig til þess að kveðja saman Alþýðusambandsþing, til þess að úrskurða um það, hvort makkinu við lcommúnista ætti að vera slitið í raun og veru, og fyrir þá sök varð 5—6 vikna dráttur á samningunuin við Framsóknarf lokkinn. Nú hefir meirihluti Alþýðu- sambandsstjórnarinnar ekki ætlað að „brenna sig á sama soðinu“, og til þess að hún mætti sem hest varast Héðin og öll hans vélabrögð hefir hún gripið til þess ráðs að reka hann úr Alþýðuflokknum, og með öllu afsagt að kveðja Alþýðu- sambandsþing saman, að svo stöddu, til þess að úrskurða um afstöðuna til kommúnista. Og þannig getur Alþýðuflokkurinn nú gengið til samninga við Framsóknarflokkinn á ný, án þess að þurfa að kvíða því, að lionum verði gefin sök á of nánu eða vinsamlegu samslarfi við kommúnista eins og nú er komið. Að þessu leyti þarf Fram- sóknarflokkurinn um ekkert að kvartæ Hann þarf varla að ótt- ast það, að hann fái nokkurt „óorð“ af kommúnistum, þó að liann endurnýi samningana við Alþýðuflokkinn eins og nú er hátlað sambandi hans við kommúnista. Hitt væri meir að vonum, að bann þætlist þurfa að ganga úr skugga um það, livernig högum Alþýðuflokks- ins kunni að vera háttað að öðru leyti, eða hvað muni i rauninni vera orðið af honuin. Því að óviðfeklið hlyti það að vera fyrir Framsóknarflokk- inn,- að relca sig á það einhvern- tima síðar, að liann hefði samið um stjórnarsamvinnu við flokk, sem í rauninni hefði ekki verið til, þegar samningar voru gerð- ir, eða þá eitthvað alt annað en hann átti að vera. Getur Framsóknarflokkurinn yfirleitt samið um stjórnarsam- vinnu við Alþýðuflokkinn á Al- þingi eins og nú er komið, eða án þess að liann færi með ein- hverjum liætti sönnur á það, að hann fari þar með umboð ein- hvers flokks kjósenda í land- inu? ERLEND VÍÐSJA; MARGRA ÁRA STYRJÖLD Á SPÁNI? Spánarstyrjöldin hefir nú staöi'5 yfir á nítjánda mánuð. Engn verð- ur spáð um hvenær hún muni til lykta leidd, en leiðtogar beggja styrjaldaraðila búa sig undir, að stýrjöldin standi yfir lengi enn — ef til vill mörg ár. Þó verður eigi annað séð, en að þegar sé svo komið, að þjóðin hafi með styrj- öldinni bundið sér þær byrðar, er hún geti eigi lengi undir risið. Hin fjárhagslegu útgjöld eru gífurleg og manntjón og atvinnuvegir þjóðarinnar eru lamaðir. Ríkis- stjórnin ver 5 miljónum peseta á dag aðeins í launagreiðslur handá hermönnum sínum (um 300.000 amerískum dollurum), en mánað- arleg útgjöld stjórnarinnar af styrjöldinni eru talin 300—400 milj. peseta a. m. k. Útgjöld Francostjórnarinnar kunna að vera minni, enda hermönnunum miklu minna goldið, en stjórnar- hermennirnir fá 10 peseta á dág, er þeir eru á vígstöðvunum. Um ein miljón manna eru undir vopn- um á Spáni. Um 2.000.000 manna hafa særst eða fallið á vígstöðv- unum, eða fyrir aftan víglínurnar. — Horfur á skjótum sigri eru litlar, hvort sem litið er á málið frá sjónarmiði Franco eða stjórn- arinnar. Azana ríkisforseti og Ju- an Negrin forsætisráðherra, hafa sagt þjóðinni, að styrjöldin kunni að standa alt árið 1938 — ef til vill miklu lengur. Á Spáni stefnir nú hratt í þá átt, að enginn eigi neitt. Hugsanir um daglegar þarf- ir eru efstar á baugi í huga nærri allra. Utanríkisverslunin er þegar í rústum að kalla rná. Reynt er að halda við atvinnurekstri þar sem því verður við komið, en það er miklum erfiðleikum bundið, þar sem blómi þjóðarinnar er á víg- völlunum. Lýðveldisstjórnin hefir kvatt alla karla, sem vopnfærir eru, í herinn, á aldrinum 20—29 ára, og allir vinnufærir karlar á aldrinum 18—50 ára hafa verið teknir í vinnuflokka í hernaðar- þarfir, en konur eru þjálfaðar til þess að taka að sér störf karla. íbúatala lýðveldisins er 10—12 miljónir manna, en 10 af hverjum 100 íbúum landsins eru í hernum — vinna í þarfir hersins — og starfa því ekki að framleiðslu. Auk þess eru hermennirnir og þeir, sem vinna í þarfir hersins, orðnir viðtakendur mikils hluta þess, sem framleitt er, af matvæl- um o. fl. Og herinn verður að ganga fyrir — þeir, sem heima sitja, verða að svelta, ef svo ber EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London 15. febr. FÚ. Austurríska stjórnin kom saman á fund í dag til þess að ræða um endurskipun stjórnar- innar. í frétt sem barst frá Vín- arborg seint i gærlcveldi er sagt að svo virðist sem Hitler hafi lofað Schuschnigg því að naz- istaflokkurinn í Þýskalandi skyldi ekki liafa nein bein af- skifti af flokknum í Austurríki. Það er upplýst, að auk þeirra er áður er sagt að tekið hafi þátt í viðræðunum í Berchtes- gaden á laugardaginn var, þá hafi nokkrir embættismenn úr hernum og fulltrúi frá blaða- mannaslcrifslofunni verið við- staddir part af tímanum. Fundur Hitlers, þýska ríkis- leiðtogans, og Schussniggs Austurríkiskanslara, stóð yfir í 11 klst. — Ileimsblöðin ræða mikið fundinn, en engar opin- berar yfirlýsingar liafa vcrið út gefnar, sem skýra ítarlega frá viðræðunum. - NRP.-FB. JAPANSKT FISKISKIP STÖÐVAÐ í SINGAPORE. London 15. febr. FÚ. Japanskt fisldskip hefir verið stöðvað í Singapore samkvæmt beiðni stjórnarinnar í Ástralíu. Hafði skipið tekið vélina og járnruls úr „Einden“, þýska berskipinu, sem tekið var í ó- fríðnum mikla og Ástralía helg- ar sér. undir. Það er gamla sagan, þegar styrjaldir eru háöar. Ríkisstjórnin hefir 500.000 manna her, ef til vill nokkuru mannfleiri her en Franco. Og þéssi her er allvel æföur orð- inn. Lýðveldisstjómin hefir um cinn þriðja hluta landsins á sínu valdi — og þar era tvær stærstu borgirnar og a'Saliðnaöarsvæ'Si landsins. JafnótSum og fregnir berast um, a'5 samkomulagsumleit- anir fari fram um vopnahlé, eru þær bornar til baka af lei'Stogum lýðveldisstjórnarinnar. — Negrin sagöi í ræðu eigi alls fyrir löngu: „Þessi styrjöld verSur ekki til lykta leidd fyrr en Franco gefst upp skilyrðislaust og allir erlendir hermenn eru farnir frá Spáni“. Þessi orð eru enn á hvers manns vörum í þeim hluta Spánar, sem lýðveldisstjórnin ræiSur yfir. London í morgun. 14 menn farast. Kviknar í stór- skipinu Berengaria. Einkaskeyti til Vísis. London í morgun. jEJldur varð laus í Bereng- aria, stúrskipi Cunard- White Star-línunnar um miðnætti í nótt, þar sem skipið lá við uppfgllingu í Southampton. Kom eldur- inn upp í 3. farrými og var slökkvilið hafnarinnar kallað á vettvang; kom það á dælubáti og einnig dælu- vagnar frá næstu slökkvi- stöð. Tókst að ráða niður- lögum eldsins á 1 klukku- stund, en þá höfðu allmarg- ar „lcáetur“ brunnið. „Ber- engaria”, sem er 52.100 smá- lestir að stærð, lá i stór- skipakvínni við hlið „Queen Mary“, en hana sakaði ekki, né lieldur var hún nokkurn tíma í hættu, vegna þess hve fljótt slökkviliðið brá við. UNITED PRESS. Hiisbruni á Síglofirði. Aðfaranótt 13. þ. m. branm húsið við Tjarnargötu 12 á Siglufirði. Fréttaritari útvarps- ins á Siglufirði skýrir þannig frá atburðum: U111 miðnætti aðfaranótt 13. þ. m. varð elds vart í svonefndu Hoffmann-Olsenshúsi við Tjarnargötu 12 hér á staðnum, eign Friðriks Guðjónssonar út- gerðarmanns, þar sem hann liafði skrifstofur sínar. í húsinu bjuggu Bergur Guð- inundsson kennari niðri í norð- urenda og Andrea Bjarnadóttir; fulltrúi uppi. Var livorugt heima er eldsins varð vart. Ým- islegt dót var geymt í húsinu varðandi útgerð og matreiðslu- áhöld tilheyrandi Aðalheiði JÓI- afsdóttur, mati'eiðslukonu. Hús- ið sem var timburhús, ójám- varið, einlyft með porti og kvistum varð bráðlega alelda, og brann algerlega að heita mátti. Varð engu bjargað nerna heyi geymdu í suðurenda niðri. Þau Bergur og Andrea mistu alt sitt og Friðrik öll skjöl, samninga og viðskiftabækur viðvíkjandi útgerð sinni og síldarverslun. Húsið var vátrygt hjá Bruna- bótafélaginu fyrir 20 þús. kr., skrifstofuáhöld Friðriks og geymt dót fyrir 6000 kr. og inn- anstokksmunir Bergs fyrir 3000 kr., en Andrea liafði alt óvá- trygt. — Upptök eldsins eru ókunn. — F.Ú. Kínverjar að sitja fyrir Japön- um við Kai-feng, sem er um 80 kílómetrum fyrir austan Gheng- chow. * Siglingaleiðin eftir Canton- fljóti verður opnuð aftur i dag en henni var lokað með tálm- anagarði fyrir nokkrum dögum þegar óttast var að Japanir ætl- uðu að gera árás á Ganton. UPPREIST í ABESSINIU. London 15. febr. FÚ. Uppreist sú sem sagt var frá í frétt frá Aden í gær að átt hefði sér stað í Abessiniu, er sögð hafa verið í Gojjam-hér- aði, en það er i Vestur-Abessin- iu nokkru norðar en Addis- Abeba. ítalska stjórnin mót- mælir því algerlega, að nokkur fótur sé fyrir þessari frétt. KOSNINGARNAR Á NORÐUR-ÍRLANDI. London 15. febr. FÚ. Fullnaðarúrslit í kosningun- um i Norður-Irlandi eru nú kunn. Sambandssinnar, eða flokkur Graigavons, hefir hlot- ið 39 þingsæti, en allir aðrir flokkar til samans 13. Er þetta stærsti þingmeirihluti sem sam- bandssinnar hafa haft síðan ár- ið 1922. LISTSÝNIN G AR CARNEGIE-STOFNUNAR. í fyrra tók Jóliannes Kjarval listmálari þátt í listsýningu Carnegie-stofnunarinnar og hefir hún nú farið þess á leit að íslendingar sendi fleiri lista- verk. í fyrra var að eins ein mynd eftir Kjarval á sýning- unni og liét hún móðir og barn. Stofnun þessi heldur árlega listasýningu í Pittsburgh í Bandaríkjunum. — FÚ. Einn af frægustu flugmönnum ítala stýröi flugbátnum EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. ÖMABORGAR-FREGNIR herma, að stórs ítalsks flugbáts sé saknað. Er talið, að hann hafi farist. Farþegar voru 10, en áhöfn 4 menn. Flugbátsins hefir verið sakn- að frá því s.l. sunnudag, en flugbáturinn var á leiðinni frá Cadiz til Ostia. — Flugmála- ráðuneytið, hefir tilkynt skyld- mennum þeirra, sem á flu^g- bátnum voru, um slysið. Einn af frægustu flugmönn- um ítala stýrði flugbátnum, Andriano Bacula, en hann hafði sett mörg heimsmet í flugferð- um sínum. Ofviðri var við Miðjarðarhaf, er slysið vildi til. United Press. VINNULÖGGJÖF CHAUTEMPS RÆDD Á ÞINGI. 80.000 verkamenn hóta verkfalli. FLOTASTÖÐIN í SINGAPORE VÍGÐ. London 15. febr. FÚ. I gær var vígð hin nýja flota- stöð Breta í Singapore, og um leið tekin formlega til afnota hin nýja þurkví, sem þar hefir verið gerð, en það er hin stærsta þurkví í lieimi, og getur ekki einungis tekið hin stærstu her- skip sem nú eru til, heldur og slærri skip, sem kunna að verða smíðuð. Er nú hægt að taka bresk herskip í þurkvi austan Suez í fyrsta skifti. SKÆRUR í ANTWERPEN. London 15. febr. FÚ. 1 Antwerpen urðu í gær- kveldi skærur milli lögreglunn- ar og rómversk-lcaþólskra stúd- enta, og særðist einn úr hvorum flokki. Nokkrir menn voru handteknir. London, 15. febr. FÚ. Hin nýja vinnulöggjöf Cliau- tempsstjórnarinnar í Frakklandi ^ var rædd j fulllrúadeild franska þingsins í gærkveldi. Frumvarp- ið mætir talsverðri mótspyrnu, bæði af hálfu atvinnurekenda og verkamanna. Forseti at- vinnurekendasambandsins lét svo um mælt í gærkvekli að lög þessi mundu aldrei ná tilgangi sínum, þar sem þau gerðu ráð fyrir frjálsri samvinnu at- vinnurekenda og verkamanna, en gagnslaust væri að gera sér vonir um slika samvinnu á meðan að það stéttastríð stæði sem nú ætli sér stað. Áttalíu þúsund verkamenn í málmiðnaðinum lióta nú verk- falli þar sem gerðardómur hef- ir úrskurðað þeim aðeins 4 Vá % launahækkun, en þeir kröfðust launaliækkunar er nemi 11%% af hundraði. VÖRN KÍNVERJA Á LUNGHAI-VÍGSTÖÐVUNUM. London 15. febr. FÚ. Herforingjaráð Kínverja kom saman í Hankow í gær til þess að ræða um það hvernig skyldi haga vörn Kínverja á Lung-hai- vígstöðvunum, en japanski her- inn sækir nú til Lung-hai-jám- brautarinnar, bæði að norðan og sunnan. Ákveðið var að reyna að tefja Japani við Sin- siang, en þangað eru þeir nú á leiðinni frá Wei-hwoi. Þá verð- ur komið fyrir öflugum her við Cheng-chow, sem er skamt sunnan við Sin-siang og hefir mikla hemaðarlega þýðingu, þar sem hún er járnbrautar- skiftistöð. I þriðja lagi ætla Enn ríkir óvissa um margt, sem þeim fór í milli, Hitler og Schusnigg, en heimsblöðin ræða f lest fund þeirra og koma fram ýmsar getgátur í sambandi við viðræðurnar. En líklegast þykir, að ekki komi í ljós að fullu, að hvaða niðurstöðu þeir komust, fyrr en á sunnudag, en þá flytur Hitler ræðu við setn- ingu Ríkisþingsins. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum, er símað frá Vínarborg, að ræðu Hitlers verði endur-útvarpað frá öllum austurrískum stöðvum. Verður það í fyrsta skifti, sem ræðu Hitlers er endurútvarpað í Austurríki. I Austurríki búast menn við, að Hitler muni í ræðu sinni fordæma framkomu austurrískra nazista, sem með undirróðursstarfsemi sinni hafa unnið að því að kollvarpa austurrísku stjórninni. United Press.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.