Vísir - 16.02.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 16.02.1938, Blaðsíða 3
Við andlát og útför þessa þjóðkunna og vinsæla manns rifjast upp margar fagrar og hugljúfar minningar vina hans og lærisveina um ævi lians og imiiin störf. Verða þeim minn- ingum engin skil gerð i flýtis- línum þessum. En ljúft er mér, sem notið hefi kenslu, leiðsagn- ar og dýrmætrar vináttu hans um mörg ár, að minnast lians að noklcru eftir ósk þessa hlaðs. Sigurður Pélursson Sívertsen var fæddur í Höfn i Melasveit 2. okt. 1868. V'oru foreldrar hans Pétur F. H. Sivertsen hóndi í Höfn og siðari kona hans Steinunn Þorgrímsdóttir, prests Thorgrímsens i Saurbæ, Guðmundssonai'. I Reykjavíkur lærða skóla fór hann 1883, og iauk stúdentsprófi 1889 með I. eink. Sigldi hann sama ár til Kaupmannahafnarliáskóla. Tólc hann þar öll undirhúningspróf með loflegum vitnisburði, og lauk síðan embættisprófi i guð- fræði 14. júni 1895 með I. eink. Næstu 3 árin dvaldi hann hér i Reykjavík, stundaði hér kenslu, héll uppi barnaguðsþjónustum og var nokkra bríð í ritstjórn kii'kjublaðsins „Verði ljós“, á- samt Jóni Helgasyni og Haraldi Nielssyni. Árið 1898 var hann settur prestur á Útskálum og tók vígslu 12. júní það ár. En 16. júní 1899 var honum veitt Hofs- presfakall í Vopnafirði, og flutt- ist hann þangað í júlímánuði sama ár, þá nýkvæntur konu sinni, Þórdísi Helgadóttur lekt- ors Hálfdánarsonar. Var hún liin mikilhæfasta kona og marini sínum samliuga og sam- hent í öllu starfi hans. Urðu liin ungu prestslijón á Hofi brátt vinsæl og mikils virt. Er þess enn minst af gömlum sóknar- börnum, livílikan lifandi áhuga, samviskusemi og vandvii'kni sira Sigurður sýndi í prestlegu starfi, og átti liann jafnan síðan i Vopnafirði trygðavini, sem aldrei gleymdu honum né konu hans. Virtist nú fögur, björt og stai-fauðug framtíð blasa við. En þá urðu þau sviplegu um- skifti, að frú Þórdís andaðist eftir 4 ára sambúð þeirra hjóna. Komst hann sjálfur svo að orði um þessa reynslu sina: „Það var sárasta sorg ævi minnar og mesti missir minn. En llún skildi mér eftir sem inntalc lífs- reynslu sinnar játninguna: Guð er kærleikur“. — Böni þeirra hjóna voru þrjú: 1. Steinunn, gift Gústav A. Jónassyni skrif- stofustjóra, 2. Helgi verslunar- maður og 3. Þórliildur, sem andaðist ung. Þegar Háskóli íslands var stofnaður á aldarafmæli Jóns Sigurðsonar 1911, hauðst sira Sigurði þar kennarastaða í guð- fræði. Þótti eigi völ á öðrum lærðari guðfræðingi og að öllu hæfari manni til að lakast jiá kenslu á hendur, ásamt þeim pi’óf. Jóni Helgasyni og próf. Haraldi Níelssyni. Gegndi hann því slarfi óslitið í 25 ár, fyrst sein dósent, og síðan sem pró- fessor. Ilinn 1. okt. 1936 var lronum veitt lausn i náð sam- kvæmt eigin umsókn. Var liann þá orðinn mjög þrotinn að heilsu, og ágerðust veikindi lrans siðan smátt og smátt, unz hann andaðist. Þó að embættisferill sira Sig- urðar hafi verið stulllega rak- inn, er með því varla hálfsögð sagan um þau störf, sem liann fékk afkastað, þrátt fyrir veila heilsu um langan tima. Þegar eg lít í huganum yfir öll störf hans, ritstöi’f og félagsstörf, sé eg fagi-an og álirifamikinn vott þess, sem einlægur áhugi, ó- þreytandi viljakraftur og fóm- arlund og lifandi trú fá til leið- ar komið. Eg tel fyrst sjálfstæð rit hans guðfræðilegs efnis: 1. Opinberunarrit síðgyðing- dómsins (fylgirit með Árbók Iláskólans 1919—20), 2. Trúarsaga nýja testament- isins (1923), 3. Fimm höfuðjátningar ev- angelisk-lútherskrar kirkju (1925), og 4. Samanburður samstofna guðspjallanna (fylgirit með Ár- hók 1929). VlSIR Alt stór og myndarleg rit, er bera höfundi skýrt vitni um lærdóm, eljii og vandvirkni. Auk þess var liann, ásamf próf. Ásm. Guðmundssyni og Þorsteini Briem prófasti, höf- imdur að hinni fallegu og vin- sælu hók: Heimilisguðrækni, er kom út 1927. Þá var það og hann, sem lagði hvað mestan skei'f til liinnar nýju Helgisiða- bókar ísl. þjóðkirkjunnar er kom út 1934. Af öðrum ritstörfum próf. iSiverlsens skal hér sérstaklega getið starfa lians við rit Presta- félagsins. Þegar „Prestafélags- ritið“ lióf göngu sína sumarið 1919, var hann ráðinn ritstjóri þess og gegndi þvi starfi, og siðan ritstjórn „Kii’kjuritsins“, ásanit próf. Ásm. Guðmunds- syni, þar til er liann var sam- lcvæmt eigin óslc leystur frá því starfi á síðastliðnu ári. í þess- um ritum báðum geymast fjöl- margar ritgerðir og erindi eftir próf. Sívertsen, sem eigi er unt upp að telja. Ritar liann þar um guðfræðileg og trúarleg vanda- mál, félagsmál presta og starfs- kjör og kirkjumál útlend og innlend. Áhuginn var sívakandi og lijartað hrann af löngun til að vísa kirkjunni leiðir til framfara og ávaxtaríkara starfs. — Jafnframt þessu var próf. Sívertsen lífið og sálin í samtökum og félagslífi presta- stéttarinnar. Var hann forseti Prestafélags Islands til ársins 1936, og var, er hann sagði af sér því stárfi, einróma kjörinn lieiðursforseli þess, i þakkar- skyni fyrir ómetanlegt starf í félagsins þarfir. IJann fór nokk- urum. sinnum utan til þess að kyiina sér kirkjumál og guð- lræðistörf erlendis, og kom æf- inlega heim aftur með nýjan fróðleik og nýjar hvatningar og bendingar til kirkju íslands og prestastéttar. Einingarstarfsem- in innan kristinnar lrirkju var lionum hjartfólgið mál. Og inn- an sinnar eigin kirkju var hann boðberi einingarinnar og bræðralagsins í orði og verki. Hann var ákveðinn i skoðunum og liélt fast á máli sínu jafnan. Eri liann vildi freinur vinna að framgangi skoðana sinna með hliðu en sti’íðu. Hann unni hóf- stillingu, hógværð og mildi, en öfgar, ofsi og harka i baráttu og málflutningi voru fjarri skapi hans. Prófessor Sigurður P. Sivert- sen naut milcillar virðingar og ástsældar innan íslenskrar prestastéttar. Var það mjög að Yonum. Hann var vinsæll kenn- ari liinnar yngri prestakynslóð- ar, og var þeim siðar i stai’fi þeii-ra ástríkur og hjálpfús bróðir. Og eins og sagt liefir verið, lagði hann fram alla sína krafta, utan embættisstarfanna, i þjónustu íslenskrar kirkju og prestastéttar. — Þegar sálma- skáldið Valdimar Briem andað- ist árið 1930, var próf. Sívert- sen af px-estum kjörinn i hans slað vígsluhiskup í Skálliolts- biskupsdæmi liinu forna, og vígður biskupsvígslu í Rcvkja- víkur dómkirkju 21. júni 1931, af di’. Jóni biskupi Helgasyni. Eg sé, að í’úmið endist mér ekki til að minnast eins og eg vildi þess manns, er var mér og öðrum nemendum sínum livort- tveggja í senn fræðari og bróð- urlegur vinur frá fyrstu kynn- um til hinna síðustu. IJann var í kennarastóli skýr i liugsun, um leið og liann var fjölfróður í sínum kenslugreinum, og lagði ríka áherslu á glögga sund(urliðun .og liugsunárrétta niðurröðun hvers viðfangsefnis. En minnisstæðastur verður liann fyrir persónulegu áhrifin og fórnfúsa viðleitni sína um það, að vekja athvgli nemend- anna á lífinu sjálfu, svo að lær- dómur þeirra mætti bei’a sem mestan ávöxt í prestlegu og kirkjulegu starfi. Hann safnaði oss nemendum sínum á fundi heima hjá sér í hverjum mán- nði til þess að ræða ýms vanda- mál kirkjulegs og prestlegs starfs. Þar ræddi hann við oss cins og eldri bróðir, leiðbeindi oss í málsmeðferð, söng með oss sálriia — og bað með oss. Þar sáum vér eitt af þeim prestsheimilum, sem ávalt geta verið lil fyrirmyndar, heimili, er liann liélt uppi með aðstoð sinnar kæru dóttur, sem alla ævi sina hefir með honum ver- ið. Oss verður hinn ástúðlegi lcennari og vinur jafn ógleym- anlegur, hvort heldur vér minnumst kenslustunda hans, góðra stunda á lieimili hans, samfunda ásamt fleiri stéttar- bræðrum, eða vér hugsum um þær stundir er vér síðar kom- um heim lil lians að tala við liann einslega um vandamál vor og erfiðleika i prestsslarfinu, og sóttum nýja uppörvun og leið- beining til þessa eldri bróður með lilýja hjartað og barnslegu trúna. Prófessor Sigurður Sivertsen var frjálslyndur guðfræðingur. En liann var jafnframt Guðs biðjandi barn, sem beygði kné sín fyrir föðurnum í hjartans auðmýkt. Ilafa fárra manna hænir hrifið huga minn meir en bænir lians, er lxann bað fyrir þjóð og kirkju, nemendum sín- um og vinum. — Þar var auð- fundið bæði einlæga guðsti-aust- ið og lilýi kærleikurinn. Inntak- ið í trú sjálfs hans og í guð- fræðilegri skoðun lians voru þessi orð ritningarinnar: „Guð er kœrleikur, og sá sem er stöð- ugur í kærleikauum, er stöðug- ur í Guði og Guð í honum“. —■ Úr þessari trú kom honum krafturinn til alls þess er hann íéldc afkastað, þjóð og kirkju iil heilla. Og í þessari trú beið liann burtfarar sinnar, og bað vini sína að samfagna sér látn- um. Guð blessi þjóð og kirkju ávöxt stai’fa hans. Árni Sigurðsson. 'Fisldþ ira.£gi d • Eins og frá var skýrt i bæj- arfréttum í Vísi i gær var Fiski- þingið selt kl. 4 þá um daginn. Ellel'u fulllrúar voru mættir, en fjórði fullhúi Reykjavílcur- deildarinnar, Þorst. Þorsteins- son, skipstjóri, er enn ókominn úr utanför. Hér fara á eftir nöfn fulltrú- anna: Fyrir Reykjavík: Bene- dikt Sveinsson, Geir Sigurðsson, sem kjörinn var fundarstjóri, Magnixs Sigui’ðsosn og Þor- steinn Þorsteinsson. Fyrir Sunn- lendingafjórðung: Finnbogi Guðmundsosn og Þórður Guð- mundsson. Fyrir Vestfirðinga- fjórðung: Finnur Jónsson og Kristján Jónsson. Fyrir Norð- lendingafjórðung: Jóhannes Jónsson og Pétur Halldórsosn. Fyrir Austfirðingaf jórðung: Friðrik Steinsson og Níels Ing- varsson. Útvarpið í kvöld. Kl. 18.45 íslenskukensla. ig.io Veðurfregnir. 19.20 Þingfréttir. 19.50 Fréttir. 20.15 Bækur og menn (Vilhj. Þ. Gislason). 20.30 Kvöld- vaka: a) Oscar Clausen: Rif á Snæfellsnesi, I. b) Frá Lithauen: Sanxtal (Sigurður Benediktsson og Teodoras Bieliachinas). c) Vilhj. Þ. Gíslason: Úr Vatnsdælasögu, III. d) Sigurður Einarsson dósent: Kvæði („Hinir tólf“, eftir Alex- ander Block). Ennfremur sönglög og harmóníkulög. 22.15 Dagskrár- lok. Opið bréf til sira Sigurðar Einarssonar og mentamálaráðherrans herra Haralds Guðmundssonar. Höskuldsstöðum, 20. des. 1937. Hátlvirtu lierrar! Leyfið mér, í öngþveiti liins svonefnda dósentsmáls, að ná alhygli ykkar með fáein orð frá kirkjulegu sjónarmiði. Vil eg þá fyrst ræða örstutt réttmæti þess sjónarmiðs gagn vart veitingu dósentsemhættis- ins í kristilegri trúfræði, sið- fræði og kennimannlegri guð- fræði, sem vitanlega er að formi til háskólamálefni einbert. Veit- ingin getur nefnilega ekki nema að formi til verið einbert liá- ■skólamálefni. Þvi í reyndinni er guðfræðideildin vitanlega fyrst og fremst undirbúnings- skóli fyrir presta þjóðkirkjunn- ar. Liggur því i augum uppi, að þegar rætt er um kennaraem- bætti við deildina, verður ekki lcomist hjá því, ef vel á að vera, að taka mjög ákveðið tillit til afstöðu umsækjandans gagn- vart kristindómi og kirkju, — þ. e. a. s. sé sú afstaða þannig vaxin, að það liafi vakið al- menna athygli, að hún sé ó- kirkjuleg (að ekki sé meira sagt), miðað við skilning og til- finningu alls þorra kirkjulega sinnaðra manna í landinu. Þessi afstaða lá fyrir, þegar þér, síra Sigurður, sóttuð um embættið. En þér, hæstvirti ráð- herra, tókuð ekkert tillit til þess, Jieldur veittuð síra Sig- urði embættið, þó að beinast lægi við að veita það öðrum umsækjanda, er liefir almenn- ings traust. Og er nú svo komið, sem fyrirsjáanlegt var, að mjög alvarleg óánægja ér rikjandi um land alt út af veitingunni. Að vísu sléal því ekki neitað, að fleiri sjónarmið en hið kirkju- lega komi þar í ýmsum tilfell- um til greina — í fyrsta lagi stjórnarfarsleg og í öðru lagi pólitísk.' En eg þori að fullyrða, að hin kirkjulega eða trúarfars- lega afstaða , fólksins í þessu máli er nægilega ákveðin, til þess að verðskulda hið fylsta tillit. Hér skal gengið alveg fram bjá öllum sjónarmiðum öðrum en hinu kirkjulega og ekki sak- ast heldur um það, sem orðið er, lieldur miðað beint að því að leysa vandann, sem á er orð- inn og knýjandi nauðsyn ber til, að leyst sé úr. En liann verður, að eðli málsins, ekki leystur nema á einn veg svo, að lausn geti talist: þannig, sem sé, að kirkja þjóðarinnar finni sér ekki misboðið eða stefnt til ó- heilla. Enn fremur er málefnið þannig vaxið, að möguleikarnir til þess að leysa hnútinn sýnast enn þrengri, en nú var tekið fram. Eigi að vera um það að ræða, sem mér finst sjálfsagt að óska, að leysa hnútinn í sam- starfi við ykkur, háttvirtu herr- ár, þá virðist sá einn vegur fær, er notaður var að lokum við hinn fornfræga Gordíonshnút: höggva á hann: liætta þessum deilum um fræðileg og stjórnar- farsleg alriði málsins (eg gef samt engan veginn í skyn, að þau sjónarmið séu í sjálfu sér hégómleg; langt í frá); liætta þessu „klipt var það — skorið var það,“ en að þér, sira Sigurð- ur, gerið nú svo vel að taka nú það tillit til hinnar kirkjulegu hliðar á málinu, sem yður virð- ist ekki ljós, þá er þér sóttuð um embættið og tókuð þvi, — m. ö. o. afsalið yður þvi. Ef yður skyldi ekki enn verá Ijóst, að maður með yðar kenn- ingar i trúfræðilegum efnum (sbr. fyrst og fremst ritgerðina „Farið heilar fornu dygðir“) og með yðar framsetningarhátt á þeim efnum (sbr. sömu grein) á ekki á þenna hátt samleið með þjóðkirkju Islands, enn sem komið er, livað svo sem síðar kann að verða, þá vænti eg þó þess, að þér heygið yður fyrir þeirri staðreynd, að öll á- stæða er til að ætla, að alþýða kirkjulega sinnaðra manna í landinu líli svo á og telji þetta varða eigi alllitlu. Eg- leyfi mér að skora á yður að afsala yður embættinu skilmálalaust. Setjum nú svo, að þér séuð af innilegustu einlægni horfinn frá því viðhorfi, sem lýsir sér í kenningum og framsetningar- hætti nefndrar ritsmíðar, og því að vissu leyti misskilinn af oss, kirkjulega sinnuðum almenn- ingi. Séu málavextir þeir, þá vænli eg, að það lýsi sér i því m. a., að þér látið ekki málefnið gjalda mannanna, heldur viður- kennið, að oss sé vorkunn, þó að vér getuni ekki fylgt jafnört með slikum breytingum og þér sjálfur, á meðan þær bera sér ekki opinberlega vitni á þann liátt, að gangi manni að lijarta. Ivirkjulegar ræður gæti „spekú- lant“ látið í té undir þessum kringumstæðum; slíkt sann- færir ekki út af fyrir sig. Ef þér af-tur á móti afsalið yður embættinu og starfið eftir það og til langframa að málefni guðsríkis með aðferðum guðs- ríkis á einfaldan og skiljanleg- an liátt, þannig að vér finnum yl kærleikans leggja af yður i stað „kaldrænunnar“, sem þér hafið undanfarið virst hugsa yður, að tæki við hásætinu, sem Fagnaðarerindið ætlar kærleik- anum; — ef að þér afsalið yður embættinu, vitandi það með sjálfum yÖur, að þér séuð mis- skilinn, en vitaridi það líka, að oss er vorkunn, eflir það sem á undan er gengið frá yðar hendi, -— og sýnið það í fram- komu yðar, að þér hafið fyrir- gefið þann eðlilega misskilning og skilið, að hann átti rætur sínar að rekja lil liollustu við fagnaðarerindið, þó að í vcik- leika væri,-----þá og þá fvrst finst mér þér liafa rétt til að ætlast til þess, að yður sé treyst sem kristnum kennimanni og trúum liðsmanni kirkjunnar. Að lokum að eins fáein orð til yðar, liæstvirti ráðherra! Eg vænti þess, að yður sé ljóst orðið, að yður hefir sést yfir mjög mikilvæga hlið þessa máls eða vanmetið hana, er þér veitt- uð sr. Sigurði umrætt embætti. Eg verð þó að játa, að þið sr. Sigurður eruð engan veginn einir i sökinni. Ivirkja þjóðar- innar átti að mótmæla undir -eins og umsókn sr. Sigurðar varð kunn — alveg eins og þér hafið tekið fram — livort sem þér hefðuð nú tekið tillil til þess eða ekki. Þetta var mér ljóst frá upphafi og sendi, undir eins og eg frétti af umsókninni, mótmælagrein til Nýja Dag- blaðsins. En með því að sr. Sig- urðiir fór til útlanda, áður en greinin kæmist á framfæri, þá gerði eg þá ráðstöfun, að birt- ingu hennar skyldi frestað, þangað til hann kæmi heim; — og var það sjálfsagt ekki eins rétt ráðið og það var vel meint. Þvi lieimkoma sr. Sigurðar dróst svo lengi, að ritstjórinn taldi úr tíma að birta greinina (og tvær viðbótargreinar frá mér), er að því kom. En þó að kirkjan eigi liér sjálf nokkura sök á, þá le>Ti eg mér að stinga upp á, að ekki sé sakast um það fremur en annað i mistökum þessa máls, lieldur, sem sagt, snúið sér þráðbeint að lausn þess — og að þér, hæstvirti

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.