Vísir - 17.02.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 17.02.1938, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIR DAGBLAD Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Páll Steingrímsson. Skrifstofa I í Austurstræti 12. og afgreiðsla J S í m a r : Afgrciðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Vinnulög. Q TJ ÓRNARBLÖÐIN skýra ^ svo frá, að frumvarp til vinnulöggjafar muni verða lagt fram af hálfu stjórnarflokk- anna á yfirstandandi Alþingi, frumvarpið só þegar tilbúið og þvi" hafi verið skilað til ráð- herra. í báðum stjórnarblöðunum er nokkuð sagt frá efni frumvarps- ins í aðaldráttum, og þó ekki allskostar á sama veg. Blað Framsóknarflokksins hefir það eftir fulltrúum flokksins í nefnd þeirri er undirbjó málið, að frumvarpið sé „í aðalatrið- um sniðið eftir gildandi lögum Norðurlanda um þessi efni“, en þar sem ákvæði voru mismun- andi, „reynt að þræða meðal- veg“. Samkvæmt þessu mætti ætla, að frumvarpið væri „í að- alatriðum“ mjög iá sama veg og frumvarp sjálfstæðismanna, sein legið hefir fyrir nokkrum síðustu þingum, og algerlega þræðir „gildandi lög Norður- landa í þessum efnum“. En því er afar fjarri tekið i blaði ann- ars stjórnarflokksins, Alþýðu- blaðinu. Er þar sagt, að frum- varp sjálfstæðismanna liafi ver- ið sannnefnd „þrælalög“ og á það sama þá að sjálfsögðu einnig við um löggjöf socialista á Norðurlöndum um þessi efni. En bitt, segir blaðið, að sé „hin grófasta blekking, að vilja telja fólki trú um, að hið sarna felist í frumvarpi milliþinganefndar- innar“, sem nú eigi að leggja fyrir þingið, þvi að i þvi sé „tek- in frjálslyndari og vinsamlegri afstaða til verkalýðsfélaganna en þekkist annarsstaðar“. Að svo stöddu verður ekkert um það sagt, hvort stjórnar- blaðið það er, sem rangt skýrir frá um efni og stefnu þessa frumvarps stjórnarflokkanna. En það er alveg bersýnilegt, að annað hvort þeirra hlýtur að fara með „liinar grófustu blekk- ingar“, og til þess eru þau raun- ar bæði jafn líkleg. Það kann nú í fljótu bragði að virðast furðu djarflega af sér vikið af Alþýðuflokknum, eins og nú er liáttað um hann, að beita sér fyrir setningu vinnu- löggjafar, jafnvel þó að ómerki- leg og gagnlítil kunni að vera. Fórvigismenn flokksins hafa um langt skeið látið það við- gangast, að haldið væri upp í verkalýðsfélögunum, um land alt, hinum hatramasta áróðri gegn hverskonar vinnulöggjöf. Og þó að það séu aðallega kommúnistar, sem lialdið hafa þessum áróðri uppi síðustu árin, þá kemur það alveg í sama stað niður, af því að ekkert hefir ver- ið gert til þess að láta almenn- ingi skiljast það, að Alþýðu- flokkurinn eða forystumenn lians væri þeim ósamþykkir í þessum efnum, eða að vinnu- löggjöf væri verkamönnum ekki síður nauðsynleg vernd en at- vinnurekendum. Og nú mega Alþýðuflokksmennirnir eiga það víst, að kommúnistar nola sér af þessu „til þess að skara eld að sinni köku“ og „klofn- ingsmannanna“ í Alþýðu- flokknum, í baráttunni um völdin i flokknum og verldýðs- lireyfingunni. Og þess sjást þeg- ar glögg merki í blaði komm- únista, að þeir ætla ekki að láta það undir höfuð leggjast. Hinsvegar má vel vera, að þetta verði Alþýðuflokknum ekki eins hættulegt og ætla mætti. Það er enginn vafi á þvi, að fjöldi verkamanna hefir opin augu fyrir því, hve skaðleg verkföll og vinnudeilur eru verkalýðnum sjálfum. Hér á landi hefir svo oft verið stofn- að til lieimskulegra vinnudeilna sem að eins hafa orðið verka- mönnum til skaða og skap- raunar, að reynslan er næg um það, hve gagnlegt muni vera að einhverjar liömlur séu á slíkt lagðar. Um það eru nærtæk dæmi, svo sem gasstöðvar-verk- fallið svonefnda. Og með því að beita sér fyrir setningu vinnu- löggjafar, sýnir Alþýðuflokkur- inn að lionum muni einhver al- vara um það, að fara meira sínu fram í stjórnmálastarfsemi sinni framvegis en liann hefir gert og að semja sig frekar að háttum „bræðraflokka“ sinna i nálægum löndum en kommún- ista. En það er enginn vafi á því, að með þvi einu verður honum bjargað frá því að verða kommúnismanum að hráð, að liann liætti að elja kapp við kommúnista í öfgunum, eins og hann hefir gert. Því að i öfgun- um verða kommúnistarnir allt- af öllum yfirsterkari! UNITED PRESS SKRIFAR UM GUNNAR GUNNARSSON. United Press Association of America, sem sendir Ylsi einka- skeyti, sendir daglega út frétta- hréf, er nefnast „United Press Red Letter“. Er þar m. a. getið helstu bóka á hókamarlcaðinum í Ameríku. I „U. P. Red Litter“ þ. 3. þ. m. er þetta skrifað um Gunanr Gunnarsson: Ef Gunnar Gunnarsson, ís- lenski rithöfundurinn, væri eins þektur í Bandaríkjunum, eins og t. d. í Danmörku, myndi hækur hans vafalaust liafa selst i 10 milj. eintaka. Þær myndu hafa farið fram úr bók Marga- rets Mitchells „Gone with the Wind“ og standa næst biblíunni að eintakafjölda. Gunnar Gunnarsson er and- ríkur rithöfundur eins og Miss Mitchell og Ilervey Allen og er afar vinsæll á Norðurlöndum og á Þýskalandi. Bók hans sú, sem nú er nýútkomin hjá for- laginu Bobbs Merrill, er ágæt saga og er lík íslendingunum, sem hún er um, kyrlát og þrungin kyngikrafti .... (Bókin, sem við er átt, er „Skibe paa Himlen“, sem á ensku er nefnd „Ships in the Sky“). UTAN AF LANDI: Síðasta fisksending frá Ólafsfirði. í Ólafsfirði lestaði nýlega ít- alska flutningsskipið Morea 3100 pakka af saltfiski og var þá allur saltfiskur frá síðastliðnu ári seldur og fluttur burt af staðnum. Ftí. Pipailn kiefet oeia liolsi «ii brenr Uppdráttur þessi sýnir slaðinn, þar sem jakinn var á reki fyrir liðlega viku. Yar þá ísbrjóturinn Taimyr á leið að jakanum. Seyssin Qaart lagflur ai stað ti! Berlinar til þess að ráðfæra sig um samkomuiag Hitlers og Sehusniggs. EINKASIÍEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Skeyli frá Vínarborg í morgun herma, að Seyss- in Quart, hinn nýi innanríkisráðherra Austur- ríkis, sé lagður af stað til Berlínar. Samkvæmt því, sem stjórnmáiamenn segja, er hann farinn til Ber- iín til þess að ræða við þýsku stjórnina vandamál, sem upp eru komin og stafa af þýskausturríska samkomu- laginu, sem þeir Hitler og Schussnigg gerðu. Munu þessir erfiðleikar að nokkuru byggjast á óánægju út af embættaútnefningum manna, sem tilheyra Ættjarðar- fyíkingunni, er styður Schussnigg. Blaðið Reichspost, sem er að hálfu leyti opinbert rnalgagn, segir að ferðin sé farin til þess að ræða við þýsku stjórnina um framkvæmd samkomulags þýsku og austurrísku stjórnarinnar. United Press. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Samkvæmt símfregnum frá Moskva í morgun hefir ísbrjót- urinn Taimyr stöðugt skeyta- samband við Papanin-leiðang- urinn. Loftskeyti frá Taimyr í nótt herma, að Papanin segi, að hann og hinir vísindamennirnir, félagar hans, geti hafst við árs- f jórðun,gi lengur á jakanum, ef nauðsynlegt reynist. Að því er United Press hef- ir fregnað mun flugvélin frá Taimyr, sem lenti á jakan- um, hafa bækistöð þar áfram í nánd við stöð vísindamann- anna. Þegar lagfærður hefir verið lending-arstaður getur hún farið, eftir þörfum, milli ísbrjótsins og jakans. Enn hrfir ekki verið gengið til fullnustu frá björgunaráætl- unum, en Papanin sjálfur hefir þær nú til athugunar. Eru frek- ari skeyti væntanleg frá hon- um, m. a. um lokaákvarðanir viðvíkjandi björgunarstarfsem- inni. United Press. Ápnasafns. P UNDUR verður lialdinn í Stúdentafélagi Reykjavik- ur í kvöld um endurheimt Árna- safns. Munu menn fagna því, að stúdentar láta þetta milcil- væga mál til sín taka, en þeir hafa oftlega lagt góðum málum lið, og ber þar fyrst að nefna sjálfstæðismál þjóðarinnar. Endurheimt Ámasafns hefir verið rædd í Vísi ítarlega. Þann- ig liefir Guðbrandur Jónsson prófessor, sem verður málshefj- andi á fundinum í kvöld, skrif- að fróðlegar og rökstuddar grein um málið, og dr. Alex- ander Jóliannesson prófessor látið í ljós álit sitt á málinu í Visi, i viðtali sem hirt var í des- ember s.l. Ræðumenn verða margir á fundinum í kvöld. Er þess að vænta, að skriður komist nú á málið, og þing og stjórn beiti sér fyrir frekari aðgerðum. Pðstþjófnaðnrinn npplýstnr Strax þegar Lyra kom til Bergen liéðan voru haldnar yf- irheyrslur yfir skipverjum við- vikjandi póstþjófnaðinum eða hvarfinu á verðpóstinum í síð- ustu ferð Lyru hingað. Fékk svo póstmeistarinn hér stutt skeyti í gær um það, að málið væri nú upplýst. Játaði einn hásetanna á sig brotið, og kveðst hafa hent ö.llu þvi í sjóinn, sem pokinn hafði að geyma, en það vom 74 á- byrgðarbréf og 4 peningabréf. TIMES UM INNLIMUN AUST- URRfKIS f ÞÝSKALAND. Blöðin í London gera sam- komulag Austurríkis og Þýska- lands að umtalsefni í morgun. Times segir, að það sé í fylsta máta eðlilegt, að Austurrikis- menn og Þjóðverjar hefji með sér nána samvimru, vegna skyldleika þjóðanna og ná- grennis. Telur blaðið, að ekk- ert hafi verið fávislegra og lík- legra til að vekja gremju, er friðarskilmálarnir voru gerðir, að bann var lagt við því, að Austurríki væri innlimað i Þýskaland. United Press. Seyssni Quast fær ekki algert vald í lögreglumálum Austur- ríkis. London 17. febr. FÚ. Dr. Seyssin Quart, liinn nýi innanrikisfáðherra Austurríkis, er farinn til Berlínar til fundar við Hitler. í Vín er sagt, að ekki sé vitað um ástæðuna fyrir þvi að ráðherrann fór til Berlínar, en blaðamenn giska á, að hann ætli að bera sig saman við Hitl- er um stjórn lögreglumála í Austurríki, einkanlega að þvi leyti sem þau snerta nasista. Fyrverandi lögreglustjóri Vínarborgar, sem Schussnigg ætlaði að setja yfir öryggis- og lögreglumál, hefir verið gerður að yfirlögreglustjóra ríkisins, og er ábyrgur í því starfi gagn- vart Schussnigg, en ekki innan- ríkisráðherranum. Á þennan hátt liefir Schussnigg komið i veg fyrir að dr. Seyssin Quart fengi algert vald yfir lögreglu- rnálum ríkisins. Austurrjki var „fengin skamm- byssa til að fremja sjá!fsmorð.“ Blöð um allan heim gera breytinguna á stjórninni i Aust- urríki að umræðuefni. Þýsk blöð fagna lienni. Frönsk hlöð harma hana. „Petit Parisen“ segir að Austurríki liafi verið neytt til þess að gera þessar ráðstafanir, til þess að bjarga sér undan Þýskalandi. Blöð í Tékkóslóvakíu óttast að sam- komulagið milli Tékkóslóvakíu og Austuríkis liljóti að fara versnandi. „New York Herald Trihune“ segir að Austurríki liafi verið fengin skammbyssa og skipað að fremja sjálfsmorð. „London Times“ segir, að að- ferðir slílcar sem Hitler hafi nú gripið til kunni að verða árang- ursríkar, en ekki til heilla þýsku þjóðinni, þar sem að menn beri ekki virðingu fyrir ofbeldis- mönnum. Berlín í morgun. FÚ. Hin opinbera tilkynning um hið nýja samkomulag Þýska- lands og Austurríkis er birt á áberandi stöðum í Berlínar- blöðunum. Telja þau, að nú sé lokið tímábili tortrygninnar í sambúð Iiinna tveggja landa og Italla samkomulagið þýðingar- STRAUK TIL AÐ FORÐA LÍFI SÍNU. London í dag. FÚ. Yfirlýsing sú sem „Giom- ale d’Italia“ birti í gær og sagði að væri eftir rússneska sendilierrann í Bukarest, er á þá leið, að liann hafi strokið frá Bukarest til þess að forða lífi'sínu, þar sem liann hafi lcomist að því, að rússneska leynilögreglan hélt uppi njósnum um hann. Að öðru leyti er greinin árás á stjórn- ina i Sovét-Rússlandi og rúss- neska leiðtoga. STEFNUSKRÁ RÚMENSKU STJÓRNARINNAR. London 17. febr. FÚ. Stjórnin í Rúmeníu birti í gærkvöldi stefnu sína i utanrík- ismálum. — Aðalatriði hennar eru: Stuðningur við Þjóða- bandalagið, vinátta við aðrar þjóðir og að Rúmenía leyfi enga erlenda ildutun um sín cinka- mál. Stjórnin segist vilja styrkja bæði Litla-Bandalagið og Balk- anrikjasambandið og einnig samband sitt við Pólland. Via- átta við Frakka, segir hún, muji ætíð vera aðalundirstöðuatriðl u tanríkismálastefnu Rúmeniu. JAPANIR VIÐ GULAFLJÓT. London, 17. febr. Japanski herinn, sem á dög- unum tólc Wei-liwei, er nú lcom- inn að norðurbakka Gulafljóts við Kai-feng. Þar ætla Kínverj- aor að reyna að liefta för han§. TVÖ innbrot voru framin í nótt, bæði við Skúlagötu. Var annað í Kassagerðina, sem er á horni Skúlagötu og Vita- stígs og liitt i Bifreiðayfirbygg- ingaverksmiðju Tryggva Pét- urssonar & Co. þar rétt lijá, Engu var stolið á þessum stöðum, enda eru þar eldtraust- ir peningaskápar, sem eldci er hægt að opna nema með lyklum eða fullkomnum verkfærum. Hinsvegar liöfðu verið rannsak- aðir slcápar og slcúffur og öllu rótað til. — Málið er í rann- sókn. mikið atriði til verndar friðn- um i Evrópu. Schussnigg tók í gænnorgun á móti meðlimum hinnar nýju stjórnar. Austurrísku hlöðin taka yfirleitt ekki enn afstöðu til liins nýja samnings, nema „Die Reichspost“, málgagn stjórnarinnar, sem birtir langa grein um málið og telur að með samningnum frá 12. febrúar sé liin fyrri vinátta landanna end- urnýjuð. í London og París hef- ir þessi samningur komið mjög á óvart. Ensku morgunblöðin benda á það, aðeins og nú sé komið, geti eklci lijá þvi farið, að Hitler og Schussnigg ræðist við aftur mjög hráðlega og taki frekari ákvarðanir. „Daily Telegraph“ bendir á það, að hinn nýi innanríkisráðherra liafi altaf barist fyrir samein- ingu Þýskalands og Austurrikis eða að minsta kosti toll-banda- lagi milli rikjanna, og telur að toll-bandalag muni bráðlega verða tekið upp. Ennfremur tel- ur blaðið að utanríkisáðherrann dr. Schmidt muni miða utanrík- isstefnu sína við Berlín—Róm- ásinn, og haga henni í anda hins svokallaða samnings til baráttm gegn kommúnisma.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.