Vísir - 19.02.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 19.02.1938, Blaðsíða 3
ATVINNUMÁLARÁÐ- HERRA MISNOTAR ÚTVARPIÐ. Þótt útvarpið hafi oft verið misnotað i pólitískum til- gangi af stjórnarflokkunum, hefir slik misnotlcun aldrei farið svo úr hófi fram sem í gærlcveldi, er útvarpið var látið flytja efni lieillar síðu úr Alþýðublaðinu. Efnið var ekkert annað en pólitískur á- róður fyrir Alþýðuflokldnn, Úskorun frá nokkrum leið- togum lians til flokksmanna sinna, vegna þess öngþveitis, sem þeir hafa sjálfir komið flokknum í. Samkvæmt venjulegri yfirskinsvandlæt- ingu útvarpsstjóra urn það sem flutt er í útvarpið, mundi slík yfirlýsing ekki hafa verið flutt fyrir Sjálf- stæðisfloklcinn, þótt fyrir hana liefði verið greitt sem auglýsingu. En ekki er liklegt að atvinnumálaráðherra hafi íkveðið að greitt skyldi 20 aura fyrir orðið, þegar hann fyrirskipaði hinn pólitíska upplestur úr Alþýðublaðinu. Það fer að verða litið eftir af hinu margumrædda „hlut- leysi útvarpsins“. Bæði Alþýðublaðið og Þjóð- viljinn liafa annað slagið rætt nú undanfarið um liina nýju mjólkurhækkun, en livorugt blaðið hefir fært réttar ástæður fyrir henni. Af hverju stafar þessi tilraun til að villa fólki sýn í þessu máli ? Líklega af því, að þessir flokkar kenna sig seka um orsökina, en hún er breyting sú, sem gerð var á mjólkurlögunum á siðasta þingi. Það er eins og nú stend- ur erfitt að segja um liver verði hlutur mjólkurframleiðenda hér sunnanfjalls eftir þessum nýju lögum, en það er víst, að það sem þeir fá í sinn hlut, hefði mikið lækkað, ef útsölu- verðið hefði ekki liækkað. Að- al breytingin á hinum nýju lög- um er fólgin í þvi, að nú eiga allir framleiðendur á verðjöfn- unarsvæðinu að fá hærra verð fyrir mjólk sína, ef þeir leggja hana inn í eitthvert mjólkurbú á verðjöfnunarsvæði Reykja- vikur og Hafnarfjarðar, en þetta verðjöfnunarsvæði tekur yfir Reykjavík, Hafnarfjörð, Kjósar- og Gullbringusýslu, Ár- nessýslu, Rangárvallasýslu, Vestur-Skaftafellssýslu og Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Ef þessi verðjöfnun kemur til fullra framkvæmda og mikið af þeirri mjólk, sem framleidd er á þessu svæði yrði vegin inn i mjólkurbú, þá yrði mest af henni greitt af því fé, sem kem- ur inn fyrir neyslumjólkina, þvi lélegur markaður er til fyrir mest alt af vinsluvörunum nema það af þeim, sem selst í Reykjavik. Það er því augljóst að þeir sem framleiða neyslumjólkina hér í nágrenninu, muni fá lítið fyrir hana, þvi þeir eiga ekki að fá hærra verð en hinir, nema sem munar flutningskostnaði hingað frá því mjólkurbúi, sem mjólkin er vegin inn í. Vitanlega er þetta mjög ósanngjarnt og gæti haft mjög alvarlegar af- leiðingar. Vitanlega er neyslu- mjólkin nauðsynlegust vegna þess að heniiar er þörf, og það er ekki hægt að framleiða hana mjög langt frá sölustað. Svo lokast og samgöngur æði oft á veturna, og hvernig á þá að V I S I R Reykjaviltuyaiipátll h. f. Fornar dygðir. Myndin til vinstri er úr 2. „möguleika“. Eru þar: Slagbrand- ur (Har. Á. Sigurðsson) og Eldbrandur (Tr. Magnússon) orðn- ir ,„passaoffiserar“, og talast við á skrifstofu Fjáraflaplans- nefndarinnar. Á hinni myndinni eru Eldbrandur, jungmaður og Eysteina Jónasdóttir (Magnea Sigurðsson) í fyrsta „möguleika“, um borð í „Baulu“. —• fullnægja mjólkurþörf Reykja- víkur með mjólk austan yfir fjall? Raunverulega munu framleiðendur hér í Kjósar- og Gullbringusýslu liafa fengið fyrir mjólk sína undanfarið 24 eða 25 aura og rninna, ef mjólk- in hefir reynst gölluð. Ef þetta verð hefði nú lækkað mikið, er ekki við öðru að búast, en dreg- ið liefði mikið úr mjólkurfram- leiðslu hér sunnanfjalls, og Reykjavík því getað orðið í voða vegna mjólkurleysis, hve- nær sem snjór og illveður lok- uðu fyrir samgöngur yfir Hell- isheiði; svo veit eg að reykvískir mjólkurneytendur óska ekki eftir, að bændurnir vinni að framleiðslunni fyrir þá kaup- laust. Sá liluti mjólkurfram- leiðslunnar, sem framleiddur er hér á bæjarlandinu, hefir líka orðið fyrir nýjum álögum vegna þessara laga. Þessir framleið- endur áttu eftir eldri lögum að greiða í skatt af hverr'i kú 90 kr. á ári, en með hækkun á verðjöfnunargjaldinu sem mjólkurnefndin liefir samþykt, verður þessi skattur eftirleiðis 120 kr. á kú á ári og auk þess er dýralæknisskoðun og heil- brigðiseftirlit með mjólk, sem er samtals kr. 22.80 á kú árlega, svo er ennfremur lögum þess- um þann veg háttað, að mjólk- ursölunefnd getur hækkað þenna skatt hvenær sem liún vill, því ekkert hámarks- ákvæði er um þetta, eins og var í eldri lögunum. Þegar tekið er tillit til mismunandi nytliæðar kúnna, og að meðalnyt hjá mörgum er lítið yfir 2000 lítra sem selt er úr hverri kú á ári, gerir m j ó 1 lc u rh ælckun i n ekki meira en að greiða þessa skatt- hækkun. Hvernig þvi víkur við, að þessi blöð ekki geta um þessa or- sök til hækkunarinnar, stafar sennilega af því, að þau reyndu ekkert að koma í veg fyrir samþykt þessara laga, sem vit- anlegt var að mundu bitna á mjólkurneytendum í Reykja- vík, og það er víst um Alþýðu- flokkinn, að hann samþykti þau með Framsóknarflokknum. Indriði Guðmundsson. K.F.U.M. Almenn samkoma annað kvöld kl. 8jý. Páll Sigurðsson talar. All- ir velkomnir. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 2 kr. frá N. N., 2 kr. frá ónefndum (garnalt áheit) og i kr. frá 1. E. „Fornar dygðir“. Alt er uppselt á mánudag og ju-iSjudag. jPántanir sækist í Iðnó á morgun kl. 4—7. Fræðilegir möguleikar í f jór- um liðum og einum milli- lið. Leikstjóri: Har. Á. Sig- urðsson. Menn höfðu lengi beðið með eftirvæntingu eftir „revy“-unni, sem sýnd var á frumsýningu á þriðjudaginn var og mun vart nokkur hafa orðið fyrir von- brigðum, er á leikinn horfði. Meðferðin er yfirleitt óað- finnanleg, — enda eru þarna samankomnar hinir fremstu skopleikarar landsins. Söngur- inn er einnig góður, auðvitað ekki afburðagóður, enda eru það fremur ljóðin og látbragð- ið, sem honum fylgja, sem eiga að „slá i gegn“. Leikritið sjálft er auðvitað fult af hnittinyrð- um og „bröndurum“ — háði, sem veitt er að þeim mönnum, sem einna fremt standa í stjórn- málabaráttunni hér og fleirum. Eiga stjórnarflokkarnir auðvit- að hróðurpartinn, en það er elcki nema eðlilegt, þar sem þeir eru ávalt í „eldinum“, ef svo má að orði kveða. En, eins og segir í formálanum fyrir leik- endaskránni, „reiði þeirra, sem minst er á í revyunni, óttast höfundarnir minna, en reiði hiima, sem hvergi er á minst/, „Fyrsti möguleikinn“ gerist á strandferðaskipinu „Baulu“, annar 1 skrifstofu Fjárafla- plansnefndar rikisins, þriðji á Cocktail-bar í London og sá fjórði á flugvellinum við Laug- arvatn, en á milli fyrsta og annars „möguleika“ er „milli- liður“. Skipstjóri á Baulu er Fjöruþór (Friðfinnur Guð- jónsson) og býst hann við að vinna „Bláa borðann“ sakir þess að hann er að eins tveim dögum á eftir áætlun. Friðfinn- ur hækkar svo í tigninni með hverjum „möguleikanum“ og verður loks aðmíráll. Friðfinn- ur nýtur sín ekki rétt vel í þessu hlutverki, en altaf er hann þó skemtilegur. Hásmund Hanagals, stýrimann, leikur Gestur Pálsson. Hlutverk lians er viðalítið, en hann skilar því vel af sér. Gunnþórunn leikur Sölku-Völku, skipsjómfrúna, sem í 4. „möguleika“ er orðin að lögreglumey. Er Gunnþór- unn skemtileg mjög og skringi- leg að vanda. Haraldur Á. Sigurðsson (Slagbrandur léttmatrós) og Tryggvi Magnússon (Eldbrand- ur, jungmaður) leika aðalhlut- verkin. Hækka þeir smám sam- an í tigninni, því að þeir fylgja stjórninni að málum og í 4. „möguleika“ er Slagbrandur orðinn prinsgemal og Eldbrand- ur forstjóri. Eru þeir afar kátlegir og sífeldur hlátur meðan þeir eru á leiksviðinu. Frú Magnea Sigurðsson leikur Eysteinu Jónasdóttur, farþega í lest, sem kemst til útlanda og verður Miss Rosemarie og loks frú Slagbrandur. Tekst Magneu stórum betur í þessu hlutverki en öðrum, sem liún hefir haft með höndum, sérstaklega í fyrsta „möguleikanum“. Sigrún Magnúsdóttir leikur Dísu Dalakoff. Hlutverk henn- ar er lítið og ekki mikið úr því liægt að gera, nema söngnum, en Sigrún liefir góða rödd og syngur skemtilega. Lárus Ing- ólfsson leikur tvö hlutverk, Baldur Bisnes, farandsala, og Stephano bargest. Er leikur hans mjög skemtilegur í fyrra hlutverkinu. Alfred Andrésson leikur Bjargráð Ráðþrots, forstjóra Fjáraflaplansnefndarinnar, og siðar móttökustjóra á Laugar- vatni. Er Alfred svo góður gamanleikari, að honum er ó- hætt í hvaða hlutverki sem er. Auk þess hafa þau smáhlut- verk Guðmundur Kristjánsson, Gottfred Bernhöft, Helga Kal- man og Sigfús Halldórsson (ekki frá Höfnum). Gamanvísurnar, sem sungnar eru í „revy“-unni eru margar smellnar og skemtilegar og verða vafalaust sumar á hvers manns vörum áður en langt um líður, enda þótt þær teljist varla til skáldskapar. 1 leikslok koma fram á sviðið liöfuðkempurnar fjórar, Hitler, Mússólíni, Stalin og Jónas frá Hriflu og heilsuðu leikhúsgest- um. Kynniskvöld Gudspeki- félagsins. Undanfarna vetur liefir Guð- spelcifélagið varið nokkrum kvöldum á vetri til svokallaðr- ar alþýðufræðslu. Hefir þá ver- ið flutt eitt erindi á hverju af þessum kvöldum. — Noklcur breyting verður nú gerð á þess- ari starfsemi félagsins. Áform- að er að liafa erindin fleiri. Verða nú þrjú erindi flutt á hverju kynnikvöldi. Er það gert til þess, að geta varpað ljósi Guðspekinnar á sem flest við- fangsefni lífsins. Fyrsta kynni- kvöld félagsins á þessum vetri, verður naistkomandi sunnudag i Guðspekihúsinu og hefst kl. 9. Verða þar flutt erindi um þessi efni: 1. Guðspeki og daglegt lif. 2. Guðspeki og listir. 3. Guðspeki og guðsdýrkun. Milli erindanna verður leikið á hljóðfæri. Þeir, sem komist liafa inn að kjai-na Guðspekinnar, liafa ekki orðið fyrir vonhrigðum. Er það írú þeirra, að náin kynni af guðspekilegum fræðum, geti varpað björtu slcilningsljósi á viðfangsefni lífsins — líka hin hversdagslegustu. Guðspekin er ekki nein glansmynd, til þess gerð að hengjast upp á vegg í liúsum einstakra manna. Hún er fræðsla um lífið sjálft og skilningur á því. Fræðslan er að vísu í molum, eins og öll mann- leg þeklcing er enn í molum. — En vér lítum á lianá sem morg- unroða komandi dags og hlust- um á liana sem fótatak þess, sein koma skal. Kristján Sig. Kristjánsson. adeins Loftup. 1í íra pilínr drukknr í UrriiBá. _ _ - W. . . -£5Bv . «• Swií'. Jí - v 'IS FÚ. Síðastliðið þriðjudagslcvöld um kl. 19 druknaði í Urriðaá á Mýrum Erlendur Sigurðsson, 17 ára að aldri frá Lamhastöðum í Álftaneslireppi. — Erlendur var á lieimleið úr Borgarnesi með systur sína er slys þetta vildi til. Vöxtur var í Urriðaá <en liún er vanal. htil og hættu- laus. Systir Erlends segir þann- ig frá atburðinum: Erlendur reið á undan út í ána og eg sá illa til lians vegna myrkurs og vissi eg ekki fyr til en hann var orðinn viðskila við hestinn og horfinn. Stúlkan fór heim áð Smiðjulióli. — Á miðvikudag og fimtudag var leitað en á- rangurslaust. Bæjar íréWtr Messur á morgun. I dómkirkjunni, kl. 11, síra Fr. Hallgrímsson; .kl. 5, 'síra Bjarni Jónsson. 1 fríkirkjunni: Kl. 2, barnaguðs- þjónusta; kl. S, síra Ámi SigurSs- son. í Laugarnesskóla: Kl. 10.30 barnaguðsþjónusta; kl. 5, sira Garðar Svavarsson. 1 frikirkjunni í Hafnarfirði: Kl. 2, síra Jón AuSuns. Landakot: Kl. 6/2 og 8 árd. lágmessur. Kl. 10 hámessa. Kl. 6 siðd. guðsþjónusta með prédikun. — I Hafnarfirði: Kl. 9 hámessa. Kl. 6 guðsþjónusta með prédikun. 1 Adventkirkjunni: Kl. 8.30. O. J. Olsea. Veðrið í morgun. 1 Reykjavík 5 st., mestur hiti í gær 8, minstur i nótt 4 st. Sólskin i gær 2,1 st. Heitast á landinu í morgun 8 st., á Siglunesi, og minst- ur hiti 1 st., á Fagurhólsmýri. Yfir- lit: Hæð, 785 mm, við suður- ströndina. — Horfur: Faxaflói: Sunnan og suðvestan gola. Úrlcomu- lítið og milt veður. Skipafregnir. Gullfoss kom til Kaupmanna- hafnar i morgun. Goðafoss er á leið til Hull frá Vestmannaeyjum. Detti- foss kom frá útlöndum kl. 1—2 í dag. Selfoss fór til útlanda á há- degi í dag. Lagarfoss er á leið frá Kristiansand til Kaupmannahafnar. Brúarfoss fór héðan í gærkveldi, vestur og norður um land í hring- ferð. Tekur freðkjöt á nokkurum höfnum til útflutnings. Skipið kem- ur hingað, áður en það fer utan. Esja fer í strandferð i kvöld. Hjónaband. 1 dag verða gefin saman í hjóna- band af síra Bjarna Jónssyni, ung- frú Helga Guðjónsdóttir og Jón Lárusson,’ loftskeytamaður á tog- aranum „Verði“ frá Patreksfirði. Farþegar með Brúarfossi vestur og norður um land í gær- lcveldi: Þormóður Eyjólfsson, Þor- kell Clementz, Jón Sigurðsson, Hr. Eyvind Nielsen, Friðrik Magnús- son, Hulda Larsen, Halldóra Ólafs- dóttir, Sigrún Sigurjónsdóttir. Athygli skal vakin á því, að Innrömmun- arvinnustofa Axels Cortes er á Laugaveg 10. Knattspyrnufélagið Frarn heldur 30 ára afmælisfagnað sinn að Hótel Borg í kvöld kl. y/2. Verð- ur þar margt til slcemtunar, t. d. sungnar gamanvísur o. fl. Bjarni Björnsson, heldur síðustu skemtun sina í Gamla Bíó á morgun kl. 3. Póstferðir á morgun. Frá Reykjavík til Þingvalla. Til Reykjavilcur: Dr. Alexandrine frá útlöndum. Útvarpið í kvöld. Kl. 18.45 Þýskukensla. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Þingfréttir. 19.50 Fréttir. 20.15 Leikrit: „Frö- ken Júlía“, eftir August Strindberg (Soffía Guðlaugsdóttir, Anna Guð- mundsdóttir, Gestur Pálsson). 21.50 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Á þessu ári eru í fyrsta sinni í umferð allir rniðar, er leyfilegt er að gefa út sam- kvæmt liappdrættislögunum. Númeratalan er óbreytt, , 25000, en D-miðum liefir nú verið bætt við A, B, og C af pjórðungsmiðum. Öllum þess- um miðum hefir nú verið út- hlutað meðal 64 umboðs- manna og er því hætta á, að sumstaðar gangi númerin til þurðar. Flýtið yður þvi að ná í liappdrættismiða. Frá starfsemi. Happdrættisins 1. Ðraumanúmer. 1934 tólc málari einn á Akur- eyri að ganga mjög fast eftir að fá ákveðið númer, sem annar maður hafði þá. Hafði hann dreymt númerið mjög skýrt, og lét ekki laust fyr en hann fékk það. Á þetta númer vann hann tvisvar 1935 og aftur tvisvar 1936, en altaf lægsta vinning. Síðast- liðið sumar kom númerið ekki upp, en A. hefir tröllatrú á þvi, að það eigi eftir að koma upp með stóran vinning. 2. Misti af 10.000 krónum. Stjórnmálamaður fékk sér miða 1934, og fekk engan vinning á hann. Árið eftir keypti hann ekki miðann, og var hann seldur fá- tækum verkamanni, sem á 10 börn, og fékk hann 10.000 króna vinning á hann í fyrsta drætti, sem dregið var. 3. Það er hættulegt að sleppa númeri sínu. Embættismaður úti á landi hafði skift við umboðsmann í Reykjavík og skrifaði honum í nóvember 1936, að ef hann fengi ekki vinning á fjórðungsmiða sína i 10. flokki, vildi hann ekki hafa þá framvegis. Hann fékk ekki vinning í 10. flokki og hætti þvi við þá. En strax í 1. flokki 1937 kom einn af þessum miðum upp með 10.000 krónur. Miði þessi var þá öðrum seldur, og var það tilviljun ein, að sá fékk þetta númer, því að hann valdi það ekki, en bað umboðsmanninn að taka það út úr miðabunkanum. Ekki missip sá, sem fyrst fær. Umboðsmenn í Reykjavík ernr ! Frú Anna Ásmundsdóttir & frú Guðrún Björnsdóttir, Túngötu 3, sími 4380. Dagbjartur Sigurðsson, kaupm., Vesturgötu 45, simi 2814. Einar Eyjólfsson, kaupm., Týs- götu 1, sími 3586. Elís Jónsson, lcaupm., Reykja- vílcurveg 5, sími 4970. Helgi Sívertsen, Austurstræti 12, sími 3582. Jörgen Hansen, Laufásvegi 61, sími 3484. Frú Maren Pétursdóttir, Lauga- veg 66, simi 4010. Pétur Halldórsson, Alþýðuhús- inu. Stefán A. Pálsson & Ármann, Varðarhúsinu, sími 3244. Umboðsmcnn í Hafnarfirði eru: Valdimar Long, kaupm., sími 9288. Verslun Þorvalds Bjarnasonar, simi 9310.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.