Vísir - 22.02.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 22.02.1938, Blaðsíða 2
VlSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Páll Steingrímsson. Skrifstofa í Austurstræti 12. og afgreiðsla j Sí m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Undirgefni. Þess hefir verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, hvemig samningum stjórnarflokkanna um áframhaldandi stjómar- samvinnu mundi reiða af. Það hafði verið búist við því, að til slíkra samninga mundi verða gengið þegar í þingbyrjun, og þeim síðan hraðað, svo sem frekast væri unt, til þess að störfum þingsins yrði sem minst töf að þeim. En svo und- arlega bregður við, að þess hef- ir á engan hátt orðið vart síð- an að þing var sett, að í ráði sé að gera nokkura slíka samn- inga. Og svo virðist, sem stjórn- arsamvinnunni verði haldið á- fram án þess að nokkuð verði um það samið. Það var vikið að því hér í blaðinu á dögunúm, að gera mætti ráð Jyrir því að Fram- sóknarflokkurinn teldi sér varla fært að semja um stjórnarsam- vinnu við Alþýðuflokkinn, eins og nú væri ástatt um hann, þvi að í rauninni vissi enginn livað um hann væri orðið. En nú hef- ir miðstjórn Framsóknarflokks- ins tekið alveg af skarið um þetta og lýst yfir þvi, að hún telji „rétt að leitað sé eftir sam- komulagi við Alþýðuflokkinn um stuðning við ríkisstjórn og afgreiðslu mála á yfirstandandi Alþingi.“ Jafnframt hefir liún hins vegar ályktað að „liafna samstarfi við flokka, sem ekki vinna undandráttarlaust á þing- ræðis- og lýðræðisgrundvelli til framdráttar sínum málum“ og að „fordæma alveg sérstaklega pólitíska starfsemi þeirra manna, sem leita til erlendra valdhafa eftir fyrirlagi um íslensk stjórnmál.“ En með þessum ummælum er að sjálfsögðu átt við Kommúnista- flokkinn og væntanlega einnig sameinaðan flokk Héðins Valdi- marssonar og kommúnista, þó að ekkert verði um það vitað, Iivað þá kann að verða eftir af Alþýðuflokknum, til „að leita eftir samkomulagi við um stuðning við ríkisstjórn og af- greiðslu mála.“ Hinsvegar þarf Framsóknar- flokkurinn ekkert að ótlast, þó að hann „hafni öllu samstarfi“ við kommúnista og Héðin Valdimarsson. Rikisstjórn á al- veg vísan stuðning Kommún- istaflókksins, og þá væntanlega einnig Héðins, hverju sem mið- stjórnFramsóknarflokksins lýs- ir yfir um óbeit sína á þeim lýð og öllu hans hátlalagi. Slíkar yfirlýsingar hefirKomm- unistaflokkurinn að engu, og hann aftekur með öllu að taka það trúanlegt, að Framsóknar- flokknum sé nokkur alvara um það, að liafna stuðningi hans við ríkisstjórnina og samvinnu um afgreiðslu mála. I grein, sem birtist í blaði lcommúnista s. 1. laugardag, um afstöðu Kommúnistaflokksins til ríkisstjórnarinnar, er lálið svo um mælt um þetta: „Afstaða Kommúnistaflokk-s ins til ríkisstjórnarinnar er aug- ljós og almenningi kunn. Kom- múnistaflokkurinn mun styðja þessa ríkisstjórn gegn illum á- rásum afturlialdsins og tilraun- um ihaldsins til að steypa henni.“ Og fyrir þessum stuðningi flokksins við rikisstjórnina eru engin skilyrði sett. Blaðið segir að vísu, að „flokkurinn mxrni vinna að því öllum árum, að fá þessa stjórn til að taka upp fasta og ákveðna stjórnarstefnu gegn auðmannaklíku landsins“. En það er engan veginn svo að skilja, að það sé sett sem skil- yrði fyrir stuðningnum við stjórnina, að liún taki upp slíka stefnu. Og blaðið kallar það „furðulega ósvífni“, sem blöð stjórnarflokkanna „leyfa sér í blaðamensku þessa dagana“, „til að spilla á milli Framsókn- ar og íslenslcs verkalýðs, sem nú er að .sameinast í einn flokk“, að saka kommúnista og Héðin Valdimarsson urn það, að vinna á móti áframhaldandi stjórnarsamvinnu „vinstri“ flokkanna. Og alveg sama máli er að gegna um afstöðu Alþýðu- í'lokksins til ríkisstjórnarinnar. Alþýðublaðið fer ekki dult með það, að það sé fullkomin „lífs- nauðsyn“, að stjómarsamvinna núverandi sljórnarflokka haldi áfram, og það með öllu skilyrð- islaust af hálfu Alþýðuflokks- ins. Og Héðinn Valdimarsson þykist fyrir sitt leyti hafa verið aðalstoð og slytta þessarar sam- vinnu frá öndverðu og svo sé enn. Þannig virðist svo sem engin þörf á því, að nolckurir samn- ingar verði gerðir um stjórnar- samvinnuna. Framsóknarflokk- urinn getur verið með öllu á- liyggjulaus um það, að hann verði neyddur til að kaupa stuðninginn við ríkisstjórnina dýru verði. Alþýðuflokkurinn, Iiéðinn og komúnistar keppast um það, að fá að 'láta henni stuðning sinn i té fyrir ekkert. Aðalfunclur Bókbindarafélag.s Reykjavíkur var haldinn í AlþýSuhúsinu í gær- kveldi. í stjórn félagsins voru kosnir: Jens Guðbjörnsson form., Sveinbjörn Arinlíjarnar ritari og Guðgeir Jónsson gjaldkeri. Sam- þykt var tillaga um aö leggja fram kr. 1000,00 úr félagssjóöi til stofn- unar styrktarsjócSs fyrir íélags- menn. Nýr forstjóri Sameinaða. Erlendur O. Pétursson, sem unniS hefir hér á skrifstofu Sam- einaöa undanfarin 23 ár, hefir ver- ið ráöinn forstjóri félagsins hér. Byrjaöi Erlendur sem skrifstofu- þjónn, en vann sig áfram, enda er hann manna kunnastur hér allri starfrækslu Sameinaöa og högum íélagsins. Bláa kápan verður leikin annaö kveld kl. 854. Er aðsókn altaf jafn ör og ætti menn aö tryggja sér aíSgöngu- miða sem fljótast. Póstferðir á morgun. Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölíuss- og Flóa-póstar. — Til Reykjavíkur: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa-póstar. Laxfoss frá Akranesi og Borgarnesi. Aðstaða Chamberlains talln miklum mun betri eítir umræðurnar i neðri málstofunni i gær. VantFauststlllaga socialista veröur fyrir- sjáanlega feld meö miklum atkvæðamun. EINIvASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Samkvæmt tilkynningu frá Nr. 10 Downing street í morgun hefir Chamberla- in falið Halifax lávarði að gegna embætti utanríkis- málaráðherra um stundar- sakir. Umræðurnar um utan- ríkismálin í dag í neðri málstofunni munu ekki valda þeim æsingum, sem búist var við, þar sem Chamberlain í gær, er hann og Eden gerðu grein fyrir afstöðu sinni vegna lausnarbeiðni Edens, komst í sóknaraðstöðu, er hann ræddi Spánar- málin. Eden hafði, í ræðu sinni, lagt áherslu á það, að sett væri skilyrði um það, áður samið væri við ítali, að þeir flytti her sinn á brott frá Spáni, en þessu svaraði Chamberlain svo, að ítalir mundu fara á brott þaðan með herinn. Tilkynti Cham- berlain svo, að samkomu- lagsumleitanir milli Breta og ítala mundu brátt hefj- ast. Atkvæðagreiðsla um van- traust á stjórnina, borið fram af jafnaðarmönnum, fer fram kl. 11 í kveld. Aðstaða Chamberlains hefir styrkst að mun og engar horfur á að stjórnar- fylkingarnar riðlist vegna lausnarbeiðni Edens. Er tal- ið, að íhaldsmenn flestir muni greiða atkvæði með Chamberlain. Má fullvíst telja, að vantrauststillagan verði feld með miklum at- kvæðamun. Halifax lávarður mun að- allega hafa með höndum hin vanalegu mál, sem úr- lausnar bíða, fyrst um sinn. Chamberlain sjálfur mun persónulega hafa með höndum forystu í sam- komulagsumleitununum við ítali. Að því er United Press hefir fregnað mun Eden styðja stjórnina áfram, en nota hvert tækifæri sem gefst, til þess að láta í Ijós skoðanir sínar á utanríkis- málum. United Press. Um umræðurnar í neðri mál- stofunni í gær, segir m. a. í F0.-fregn: Meðal þeirra, sem studdu Ed- en, voru þingmenn úr öllum Hömlur lagðar á starfsemi nazista í Austurríki. London, 22. ferbr. - FÚ. Sir Jolin Simon lýsti því yfir í breska þinginu í gær, að breska stjórnin hefði fullvissað sig um, að engir skriflegir milliríkja- samningar liefðu verið gerðir milli Þýskalands og Austurríkis. I frétt frá Graz í Austurriki er sagt að lögreglunni hafi nú tekist að koma þar á reglu, en nasistar i Graz stofnuðu til stór- kostlegra hátíðahalda þar á sunnudaginn og urðu nokkurar róstur í þvi sambandi. I gær sáust að eins nokkurir hakakross- fánar uppi, og tveimur ölstofum, þar sem allmikið bar á óeirð- um, hafði verið lokað. Nokkurir nasistar voru handteknir. I gærkveldi héldu meðlimir föðurlandsfylkingarinnar þar hóp- göngu í mótmælaskyni gegn hátíðahöldum nasista. Lögreglan í Austurriki liefir nú lagt bann við þvi að nokkur- ar liópgöngur verði farnar á næstu fjórum vikum. Þá hefir einn- ig, verið lagt bann við því, að menn beri nasistamerki eða lnópi „Heil Hitler“, og einnig er bannað að bera pólitískan einkenn- isbúning. Nasistasöng má að eins syngja að fengnu leyfi lög- reglunnar. í Vínarborg gerðu'2000 nasistar í gærkveldi tilraun til þcss að ganga fylktu liði inn í Gyðingaliverfi borgarinnar, en lög- reglan kom i veg fyrir að af því yrði. flokkum. Chamberlain svaraði öllum ræðum, og var síðastur ræðumanna áður en fundi var slitið. Cbamberlain sagði frá því, að Grandi hefði sagt sér, að hon- um liefði borist tilkynning fré ítölsku stjórninni um það, að hún gengi að breslcu tillögunum um brottflutning sjálfboðaliða frá Spáni, á sunnudaginn, eða áður en Eden sagði af sér. Hann kvaðst hafa lagt mikla áherslu á það við Grandi, að breska stjórnin teldi það miklu máli skifta, að ítalir gerðu ekkert til þess að breyta ástandinu á Spáni, t. d. með því að senda þangað meira lið, á meðan á samningum við Breta stæði.li lieldur kostuðu kapps um að | lirinda í framkvæmd bresku til- lögunum. „Eg hefi aldrei haft dýpri sannfæringu fyrir því, að eg væri að gera rétt, en eg hefi nú,“ sagði Cliamberlain. „Eg tel j að ílalska stjórnin hafi, með þvij að laka eins í málið og hún| hefir gert, lagt drjúgan skerf l lil friðarmálanna, en það er á-1 liugamál vor allra.“ Attlee taldi, að Mussolini| hefði unnið stórlcostlegan sig-| ur, með því að fá hresku stjórn-1 ina til að ganga til samninga við sig, þrátt fyrir allar þær móðganir, sem Bretar liefðu orðið að líða af hans liendi á undanförnum mánuðum. Ilann sagði, að þess mundi ekki langt að bíða, að áhrifanna gætti í Palestínu, Kína og jafnvel í Bandaríkjunum, í auknu virð- ingarleysi fyrir hreslcu stjórn- inni og vajdrausli til hennar. Chamberlain vísaði þessum ótta á bug í svarræðu sinni. Hann sagði, að hresku stjórn- inni kæmi ekki til liugar, að kaupa friðinn með heiðri sín- um. En liins vegar væri ómögu- legt, að ráða hót á ástandinu í Evrópu, nema því aðeins að til- raun væri gerð til samninga. London, 22. febr. - FÚ. Þýskaland hefir formlega við- urkent Mancliukuo sem sjálf- stætt ríki. Hitler lýsti þessari viðurkenningu fyrir ríkisþing- inu á laugardagimi og i gær var hún tilkynt i japanska þinginu. Hafa þá fjögur lönd viðurkent sjálfstæði Manchukuo, en þau eru Japan, Ítalía, Salvador og Þýskaland. PAPANIN. PAPININ-LEIÐANGURINN Á IIEIMLEIÐ. Osló, 21. febrúar. Þegar Papanin og félögum lians liafði verið bjargað og þeir og gögn þeirra, sem talin eru liafa afar mikið vísindalegt verðmæti, hafði verið komið fyrir i ísbrjótnum, lögðu þeir þegar af stað áleiðis lil Mur- mansk. — Sendiherra Noregs i Moskva liefir óskað rússnesku ráðstjórninni til hamingju, fyr- ir hönd Noregs', með björgunina NRP. - FB. aðeies Loftur. Ný bók. Guðbrandur Jónsson: Innan. um grafir dauðra og aðrar greinar. Með myndum. — Isafoldarprentsmiðja h.f. Fátt lesefni getur fróðlegra. og skemtilegra en ferðasögur og ferðaminningar, vel ritaðar. Bókelskum mönnum, sem gela látið það eftir sér, við og við, að kaupa sér hók, má þvi þykja það góð tiðindi, þegar út kem- ur vel rituð bók af því tagi. Með línum þessum skal vakin athygli á einni slíkri bók. Próf. Guðbrandur Jónsson er löngu kunnur maður fyrir út- varpserindi sín, og margt, sem hann hefir vel og fróðlega ritað.. Það er mörgum kunnugt að hann hefir viða farið, og er einn þeirra manna, er sagt geta með f ornskáldinu: „Fjöld ek fór, fjöld freistaðak. .“ Hann hefir þvi miklu aS miðla af því, er hann hefir séð og heyrt á mörgum ferðum, og í langdvölum erlendis. Og um orðgnótt hans og fjörugan,. hnittinn stíl er mörgurn kunn- ugt. Því er hann liið besta til. þess fallinn, að sýna lesendum það, sem liann hefir séð og segja frá þvi sem hann veit. Ferða- minningar hans og frásagnir eru kjörin lesning þeim, sem situr á heimaþúfunni, og verð- ur að láta sér nægja, að „sitja kyr á sama stað en samt að vera’ að ferðast“. Eg hefi látið þess áður getið opinberlega, að mér þykir Guð- brandur Jónsson einn þeirra rithöfunda vorra nú, sem skemtilegastur er aflestrar. Og hólc sú, sem hér er hent á, „Inn- an um grafir dauðra og aðrar greinar“, er með lians greini- lega marki hrend. Hún er vel rituð og fróðleg. Og þar að auki bráðskemtileg — þrátt fj-rir nafnið! I bókinni fylgir lesandinn hinum vi'ðförla höf.: um Eng- land, Frakkland og Belgíu. Vér komum með honum í graf- hvelfingar og kirkjugarða i Lundúnum og Paris, og sjáum livernig Bretar og Frakkar húa að mikilmennum og leiðtogum sínum að þeim lálnum. Vér skreppum með honum lil Lour- des suður í Pýreneaf jöllum, þar sem enn í dag gerast stórfeld lækningákraftaverk í andrúms- lofti trúar og tilbeiðslu. Hann bregður sér með okkur á heims- sýninguna í Bruxelles, sýnir oss það sem markverðast er að sjá í London og París nú á dögum, og segir oss merkilegan þátt úr sögulegum aðdraganda frönsku byltingarinnar miklu. F yrir- sagnir greinanna eru þessar: 1. Innan um grafir dauðra. 2. Lourdes. 3. Hálsmen drotningarinnar. 4. London. 5. París. 6. Ileimssýningin i Brux- elles 1935. í öllum þessum greinum kynnumst vér liöfundinum eins og hann er: víðförull, marg- fróður, skemtinn og skilnings- glöggur á menn og málefni. En þegar eg segi að hann sé skemtinn, hæti eg því við, að hann kann að miðla ganmi og alvöru í þeim hlutföllum, að nautnin við lesturinn endist við það. Eg gat ekki lagt bók þessa frá mér fyrri en eg hafði lokið lienni. Útgáfan er mjög snotur. En prófarkalestur gæti verið betri. Á. S.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.