Vísir - 23.02.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 23.02.1938, Blaðsíða 2
 VlSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VfSIR H.F. Ritstjóri: Páll Steingrímsson. Skrifstofa og afgreiðsla Sí mar: Austurstræti 12. Afgreiðsla Ritstjórn Auglýsingastjóri Prentsmiðjan Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. 3400 4578 2834 4578 í defni Kað er ekki aö ástæðulausu, ¦ að menn bera kvíðboga fyrir því, hvern enda óreiðan i gjaldeyrismálunum muni taka. Lýsing sú, á ástandinu i þeim efnum, sem gefin yar i grein Björns Ólafssonar i Visi i gær, spáir engu góðu um það. Gjald- eyrismálunum hefir verið þannig stjórnað, að þjóðin er að fá það orð á sig i viðskifta- heiminum, að henni sé ekki trúandi fyrir eyrisvirði, nema andvirðið sé borgað „út i hönd". Hún sé áþekkust óreiðumönn- unum sem hafa allar klær úti til þess að svikja sér út lán, án þess að hugsa nokkuð fyrir því, með hverju eigi að borga. En af hverju stafar það, að svo er komið, þrátt fyrir margra ára framkvæmd gjaldeyris- og innflutningshaftanna? Það stafar m. a. af því, að þessi 'höft hafa frá upphafi verið framkvæmd að mjög verulegu leyti með annað markmið fyrir augum, en að sjá borgið við- skiftum þjóðarinnar út á við. Það er sú hlutdrægni i fram- kvæmdinni, að nota höftin til þess að auka sem mest við- skifti kaupfélaganna, sem ógæf- unni veldur að nokkuru leyti. Og það er siðgæðisskortur valdhafanna í landinu, sem er undirrótin. I greinaflokki, sem þessa dagana er að birtast í einu mál- gagni ríkisstjórnarinnar, og átti að vera lýsing á stjórnmála- ferli nafngreinds stjórnmála- manns, hefir greinarhöfundi orðið það á, væntanlega óafvit- andi, en i fullkominni einlægni, að gera grein fyrir því, hvaða siðgæðiskröfur hann telur að gera beri til ráðamanna þjóð- félagsins. Greinarböfundurinn er sjálf- ur einhver aðsópsmesti foringi annars stjórnarflokksins, og virðist ekki vera í vafa um það, að hann sé manna færastur til þess að dæma um það, í h'verju öðrum stjórnmálamönnum sé helst áfátt. Hann telur það m. a. nokkurn ljóð á ráði manns þess, sem hann er að lýsa, að hann „virðist hafa komist á vélræna skoðun um mátt manna til andlegra starfa og forustu í félagsmálum". Og „á þann hátt", segir hann, að maður þessi hafi „safnað um sig sveit manna" án tillits til þess hvort þeir væri líklegir til að „vinna vel eða illa," til að „svíkjast um eða gera verk sitt vel". En hér við bætist, að „sú staðreynd, að nokkuð af þess- um mönnum hefir nú i bili yfir- gefið hann, sannar ennfremur hve litla dómgreind sá maður hefir, sem setur þvílíkt lið til vandasamra mannvirðinga, þar með talinn . erindisrekstur er- lendis." Manni skilst það nú alveg -af- dráttarlaust, að greinarhöf. telji þá „sveit manna", sem um er að ræða, líklega til þess bæði að „vinna illa" og að „svíkjast um" i starfi sínu. Hafa þá sum- ir þeirra manna, sem hann nefnir, unnið að opinberum trúnaðarstörfum, „þar með tal- inn erindrekstur erlendis", á óbyrgð beggja stjórnarflokk- anna, án þess að hann hafi nokkuru sinni að því fundið. Virðist hahn því ekki telja það skifta svo miklu, þó að opin- berir trúnaðarmenn „vinni illa" og „svíkist um". En hitt skilst manni að hann telji þeim mjög til áfellis, að þeir hafi „nú i bili yfirgefið" sinn lánardrottin, sem hafði „sett þvílíkt lið til mannvirðinga", og þó fyrir þá sök eina, að hann var kominn á glapstigu að þeirra dómi, og einnig að dómi greinarhöfund- arins sjálfs, í stað þess að fylgja honum til hverskonar óhappaverka. ; „í stuttu máli": Það virðist vera höfuðeinkenni greinarhöf- undarins, að opinbera trúnaðar- menn beri að velja eingöngu með það fyrir augum, að það sé trygt að þeir fylgi sínum „lán- ardrotni", einstökum flokksfor- ingja eða flokki „gegnum þykt og þunt" og til hvers sem er og hafi þjóðarheill að engu, ef svo ber undir. Og eftir þessari meg- inreglu hefir gjaldeyrismálum þjóðarinnar verið stjórnað. Ekki með þjóðarheill fyrir aug- um, heldur fánýta flokkshags- muni. Og þess vegna, m. a., er gjaldeyrismálunum nú komið i það öngþveiti, sem alkunnugt er ERLEND VlÐSJÁ: „UTVARPSSTRÍÐ" STÓRVELDANNA. Fyrir nokkuru var mikiS rætt um þaS, aS Bretar hefSi gripiS til þess ráSs aS útvarpa fregnum á arabisku til þeirra landa, þar sem arabisk tunga er töíuS, í mótvarn- ar skyni, þar sem ítalir hefSi not- aS stöSina í Bari, til þess aS vekja óánægju Arába og fleiri þjóSa í g'xr^ Breta. Bresk og amerísk blöS segja, aS ítalir — og einnig Þjóöverjar — hafi óspart notaS langbylgjustöðvar sínar til þess aS útvarpa áróSursfregnum á ýmsum málum, til Austurlanda, SuSur- Ameríku og víSar. 1 Palestina og Arabíu hafa menn fangaS yfir því, aS Bretar sögSu ítölum útvarps- stríS á hendur, því aS viStækjum til þess aö hlusta á stuttbylgju- stöSvar Breta, hefir veriS úthiutaS til f jöldá manna í þessum löndum. En þessi tæki er ekki hægt aS nota til þess aS hlusta á útvarps- stöSina í Bari á SuSur-ítalíu. ÁS- ur en Bretar hófu útvarp á ara- bisku, sem nær til hlustenda í Ara- bíu, Palestina og víSar, voru 25.- 000 viStæki í notkun í Palestina, og þar af var hægt aS ná Daven- try-stöðinni í Bretlandi á 15.000, en fæst þessara tækja eru í eign Araba, en flestir meSal þeirra, höfSu viSæki, sem hentug voru til þess aS ná Bari. Undanfarnar vik- ur hefir veriS unniS aS því af Bretum, aS dreifa stuttbylgju-út- varpsviStækjum meSal Araba í Palestina —¦ ókeypis. — Þegar um þetta útvarpsstríS er rætt er vert aS geta þess, aS í Austurlöndum eru útvarpsstöSvar, sem reyna á allan hátt aS keppa viS Bari ekki Samkomulagsumleitanir Breta og Itala hefjast bráðlega í Róm. Æsmgfar í neöri málstofmmi, er Lloyd Creorgfe ásakar Chamberlain um ad Iiafa iegið á svari Itala, til þess að losa sig- við Eden. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Tillaga sósíalista um að neðri málstofan lýsti yfir vantrausti sínu á stef nu Chamberlain í utan- ríkismálum, var feld, er til atkvæðagreiðslu kom í gærkveldi, með 330 gegn 168 atkv. Tuttugu og fimm menn úr íhaldsflokknum greiddu ekki atkvæði, en einn stjórnarflokksþingmaður greiddi vantrausts- yfirlýsingunni atkvæði. Atkvæðagreiðslan fór fram að afstöðnum hinum harðorð- ustu umræðum, sem fram hafa farið í neðri málstofunni um mörg ár, en þeir Churchill, Lloyd George, Chamberlain og Eden fluttu allir ræður, sem vöktu hina mestu athygli og yf- irlýsingar, er þeir gáfu, komu af stað meiri æsingum í mál- stofunni, en þessi virðulega stofnun hefir haft af að segja um langt skeið. Lloyg George ásakaði Chamberlain fyrir að hafa legið á svari Itala, þar sem þeir samþykkja tillögur Breta um brottflutning ít- alskra sjálfboðaliða á Spáni og hafi þar með Chamberlain sjálfur verið valdur að því, að Eden baðst lausnar, en hann hefði ekkert vitað um þetta svar ítala. Reis þá Eden á fætur og kvaðst ekki hafa vitað um þetta svar Itala, en það hef ði ekki gert neinn mismun, því að hann hefði beðist lausnar, þótt hann hefði um það vitað. Eden heldur fund í Leaming- ton, með kjósöndum sínum n. k. föstudag, til þess að gera þeim ítarlega grein fyrir lausn- arbeiðni sinni. Undirbúningur undir viðræð- ur Itala og Breta er hafinn. Perth lávarður hefir átt tveggja klukkustunda viðræður í Róm við Ciano, utanríkismálaráð- herra ítala, og leggur Perth aí stað áleiðis til London í dag ár- degis, til þess að taka við fyrir- skipunum og leiðbeiningum Chamberlain. Samkomulags- umleitanirnar fara fram i Róm og fer Grandi innan skamms frá London til þess að taka þátt i þeiin. United Press. FRÁ UMRÆÐUNUM I NEÐRI MÁLSTOFUNNI. London, 22. febr. FÚ. Síðdegis i dag fór Anthony Eden á fund konungs, og afsal- aði sér embættisskírteini sínu. Hann dvaldi hjá konungi í hálfa klukkustund. í morgun kvaddi hann samstarfsfólk sit't í utan- ríkisráðuneytinu, en á meðan sat franski sendiherrann á fundi með Halifax lávarði er gegnir embætti utanríkisráðherra fyrst um sinn. I Rómaborg fór Perth lávarð- síSur en Daventry. — TalsverSar líkur eru taldar til, aS Bretfmi verSi sigursæll um þaS er lýkur í úívarpsstríSi þessu. ur sendiherra Breta, á fund Ciano greifa, utanríkisráðherra ítala. Siðan leggur Perth lávarð- ur af stað til London til þess að ræða við bresku stjórnina, áður en viðræðurnar milli Breta og ítala hefjast í Róm. Italska ráðuneytið kom sam- an á f und í dag, en það var sagt, að eingöngu hefði verið rætt um innanrikismál. Arthur Greenwood bar i dag fram vantraustsyfirlýsingu á bresku stjórnina, og stóðu um- ræður út af vantraustsyfirlýs- ingunni yfir, er síðast fréttist. I vantraustsyfirlýsingunni segir, að þingið harmi það, að þær kringumstæður skyldu skapast, sem valdið höfðu þvi, að Anthony Eden lét af em- bætti, og að þingið vantreysti utanríkismálastefnu stjórnar- innar. í framsöguræðu sinni sagði Greeirwood m. a. að það væri eftirtektarvert, að Chamberlain forsætisráðherra hefði ekki lýst yfir, eins og venja er til við slík tækifæri, trú stjórnarinnar á hugsjónir Þjóðabandalagsins og sameiginlegt öryggi. Hann bar það á stjórnina, að hún hefði svikið kjósendur sína, fengið einræðisöflunum öll spilin i hendurnar og auðmýkt hina bresku þjóð i augum alls heims- ins. Þessu svaraði Chamberlain á þá leið, að engin þjóð sezn hefði snefil af sjálfsvirðingu neitaði að ræða við fulltrúa annarar þjóðar, nema með því móti að einhverjum vissum skilyrðum yrði fullnægt fyrirfram. „Spurn- ingin er" sagði Chamberlain, „er okkur alvara að ræða við Itali eða ekki? Ef okkur er það alvara, þá er best að konja því í verk sem fyrst". Ýmsir ræðumenn, sagði Chamberlain, hefðu látið sem þeir teldu bresku stjórnina vera að niðurlægja sig og þjóðina með því að þiggja boð ítölsku stjórnarinnar. Hún væri sökuð um að hafa látið kúga sig, og hann hefði verið sjálfur sakað- ur um að hafa skriðið skælandi til Mussolinis. „Eg Iæt ekki annað eins og þetta á mig fá", sagði Chamberlain. „Eg veit sem er, og þeir sem ásaka mig vita það einnig, að aðstaða þjóðar vorrar er þannig, að hún getur leyf t sér að gera það sem marg- ar smærri þjóðir geta ekki leyf t sér að gera, en þaS er að sýna eðallyndi í viðskif tum sínum við aSrar þjóðir", Chamberlain sagSi, aS franska stjórnin hef'Si verið látin fylgjast meS öllum Frh. á 4. bls. AUKTNN VlGBÚNAÐUR, Á fundi frakknesku stjórnar- innar i gær var samþykt aS taka innánríkislán til vígbúnað- ar, að upphæð 21 miljón ster- lingspund, og mun þá lántaka vegna vigbúnaðar Frakka nema alls nálægt 100 miljónum sterlingspund. (FÚ.). London, 23. febr. - FÚ. Verslunarmálaráðherra Breta lýsti því yfir i gær, að versl- unarsamningar milli Italíu og Bretlands mundu verða teknir til endurskoðunar innan fárra daga. FRAKKAR ÆTLA AÐ SEMJA VIÐ ITALI. London, 23. febr. - FU. Á ráðherrafundi í París í gær- kveldi skýrði Delbos utanríkis- málaráðherra frá því, að ef samningar tækjust milli ítahu og Bretlands, þá myndu Frakk- ar fúsir til þess, að gera samn- inga við ítalíu, en þó með nokk- urum skilyrðum. Kínverskap flugvélar gera loftárásip á japanskap borgii* London, 23. febr. - FÚ. Samkvæmt japönskum frétt- um sem borist hafa til Shang- hai, gerðu 7 kínverskar flugvél- ar i gær loftárás á Taihoku á Formosa-eyju, en það er flota- stöð Japana. Síðar gerðu flug- vélarnar árás á aðra borg, 40 mílur sunnan við Taihoku. Þetta er i fyrsta skifti sem kin- verskar flugvélar gera árás á japanskar borgir TVEIR JAPANSKIR HERFOR- INGJAR KVADDIR HEIM. Japanska stjórnin hefir kvatt heim frá Kína tvo hershöfð- ingja auk Matzui hershöfSingja i Shanghai. Þeir eru hershöfð- inginn í Nanking, en hann er föðurbróðir keisarans, og hers- höfðinginn i Hangchow. Loftárásir á Spáni. London, 23. febr. — FÚ. Flugvélar uppreistarmanna gerðu loftárás á Valencia í gær. Sprengjur féllu i grend við franskt skip sem lá á höfninni. Loft- árás var einnig gerð á Sagunto um 30 kílómetra norðar með ströndinni. Franskt skip, sem lá á höfninni varð fyrir einni sprengjunni. Franska skipið sem sagt var frá í gær, og flug- vélar uppreistarmanna gerðu árás á, varð ekki fyrir neinvim skemdum. EFTIR LOFTÁRÁS á Barcelona. Verið er að ryðja til í rústunum af húsi einu og bera brott dauða og limlesta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.