Vísir - 23.02.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 23.02.1938, Blaðsíða 3
V 1 S I R Sigurður Kpistjánsson: Til hvers var fjárveitinganefnd kölluð saman fjórum vikum fyrir þing? Fjármálaráðherra krafðist þess í vetur, að fjárveit- inganefnd, eða að minsta kosti einhver hluti hennar, kæmi saman hér í Reykjavík fjórum vikum fyrir þing. Lét ráðherrann á sér skilja, að nefndin ætti undir forustu hans og í samstarfi við hann að finna ráð til þess að stífla að ein- hverju leyti þá hina miklu eyðsluflóðgátt, sem hann og fyrirrennarar hans hafa grafið og ríkissjóði er nú með öllu blætt út í gegnum, og senn hef- ir einnig tæmt alt blóð úr f jár- hagsæðum þjóðfélagsins. Sjálfstæðismenn liéldu, að ráðherrann mundi óttast það, að sparnaðarráðstafanir yrðu ó- vinsælar lijá einhverjum hluta þjóðarinnar, og ætlaði sér því að koma af sér ábyrgðinni og ó- vinsældunum yfir á fjárveit- inganefnd. En sökum þess, að sjálfstæðismenn hafa ætíð verið fúsir til samstarfs við andstæð- ingana um lausn stærstu vanda- mála þjóðar sinnar, og aldrei leitað þess að komast undan á- hyrgð á þeim ráðstöfunum, sem frá þeirra sjónarmiði voru nauðsynlegar, létu þeir það eft- ir náðherranum að tilnefna þrjá menn úr sínum floldd í þessu skyni, en Framsóknarflokkur- inn tilnefndi aðra þrjá. Hinn gæfusamlegi formaður fjármálafleytunnar hafði, er þing lcom saman, setið með þessa 6 háseta í 4 vikur á dýpstu miðum fjármálaspekinnar. Mátti því vænta, að hlutur þjóðarinnar úr þessum fyrsta róðri, eða fyrstu legu ársins, jnði ekki sérlega rýr. Vitanlega hafa menn gert sér misjafnlega bjartar vonir um árangur af þessu stafi. En öllum mun ljóst /íver væri hinn eðlilegi árangur. Það er svo vitað mál, að ekki þarf mörg orð um það að hafa, að ríkissjóður hefir í mörgum greinum beinlínis ausið út fé, algerlega að óþörfu ýmist til þess að seðja gírugar flokks- kindur, eða til þess að þjóna lundbrestum ráðlierranna. Margt hefir og farið í súginn vegna vankunnáttu, og í ráð- leysisfálm, sem kann að hafa verið vel meint. — Til alls þessa hefir þurft óhemju mikið fé. Og þegar lánstraustið var þrot- ið, var ekki til annars að taka, en að kvelja féð með einhvcrj- um ráðum út úr landsfólkinu, láta það greiða blóðpening við hvern hita og sopa, sem það bar sér til munns. Af þessu stafa hin fjölmörgu bráðabirgðalög undanfarinna þinga um nýja skatta og nýja tolla. Það hefir þótt ráð, til að friða þjóðina, að kalla þetta bráðabirgðaálögur, og láta gilda eitt ár í senn. En svo hefir reynslan altaf orðið sú, að alt er framlengt og nýju bætt við. Þetta bráðabirgðaform hefir reynt að vera einber blekk- ing. En nú, þegar ráðherrann kall- ar saman sérstakt lið, beinlínis til þess að undirbúa sparnaðar- ráðstafanir á ríkisfé, „niður- skurð“, eins og hann kallaði það, var réttmætt að vænta þess, að af því starfi leiddi að minsta kosti það, að ekki þyrfti enn á ný að framlengja allar „bráðabirgða“ álögurnar. En hvað skeður? Skiftin eru byrj- uð, eftir þennan fyrsta sparnað- arróður ráðherrans. Og hver er hlutur þjóðarinnar? Sá, að fyrstu daga þingsins lagði ráð- herrann fyrir til framlengingar allar bráðahirgðaálögurnar frá fyrri þingum. Það er náttúrlega ekki full- séð enn, að enginn árangur hafi orðið af þessu fyrirþingsstarfi fjárveitingarnefndar. E. t. v. á að nota það sem sparast, til þess að styrkja atvinnuvegina og þar með að örfa atvinnulífið. Ná- granna þjóðir okkar verja nú árlega miljónum, jafnvel tug- um miljóna kr. til styrktar sjávarútvegi þegna sinna. Þess- ar þjóðir skilja það, að stærsta fjárhagstjón liverrar þjóðar er það, að liætt sé að framleiða verðmætar útflutningsvörur, og fólkið verði að sitja auðum höndum. Kannske hinn reynslu- drjúgi fjármálaráðherra okkar sé búinn að koma sínu glögg- skygna auga á þessi sannindi, og ætli nú að fara að dæmi frænda vorra Norðmanna, sem greiða nú úr ríkissjóði Noregs fiskimannastétt landsins alt að 20 kr. útflutningspremíu á hvert skippund af verkuðum fiski ? Það er sjálfsagt að híða enn átekta. En margir munu þeir, sem láta sér ekki koma mjög á óvart, þó þessi nýbreytni í fjár- málastarfinu reynist ekkert annað en venjulegt framsóknar- tilraunafálm, til þess eins ætlað að gorta af og gera hávaða um, en án allrar fyrirhyggju og ær- legs ásetnings. Brenonvargur í VestmannaeyjBm. Vestm.eyjar 22. febr. FÚ. Aðfaranótt síðastliðins mánu- dags var gerð tilraun til í- lcveikju i vélbátnum Óskari er lá við Básaskersbryggju i Vest- mannaeyjum. Gerðist það með þeim hætti, áð tekið var dót er var í vélarhúsinu og það sett undir olíuleiðslu úr oliugeym- um hátsins og leiðslan skrúfuð sundur á þeim stað. Var síðan kveikt í dótinu, en sökum þess að hlerinn vl'ir vélarhúsinu var lokaður og vélarliúsið loftþétt, liafði eldurinn kafnað áður en hann náði að magnast. Þegar að var komið var eldurinn dauður en allmikil reykjarlykt og sótlag var þar inni og litils- háttar hrunnið timbur þar sem eldurinn liafði verið kveiktur. Sömuleiðis voru olíugeymar bátsins tæmdir, en í þeim höfðu verið um 500 lítrar af hráolíu. Litlar skemdir urðu á bátnum. Málið er í rannsókn. Heimild fréttaritara er frá fulltrúa lögreglustjórans í Vest- mannaeyjum, Kristni Ólafssyni. Oslo, 22. febrúar. Fjölmennur fundur norskra fiskimanna hefir samþykt að skora á rikisstjórnina að taka npp samningaumleitanir við þær þjóðir, sem reka togaraút- gerð í stórum stíl, um það, að norskir línubátar og togarar fái sérstök mið til þess að stunda fiskveiðar. NRP. — FB. íkviknun ad Selfossi. Selfossi 22. fehr. FÚ. í gærkveldi um kl. 21 kvikn- aði i geymsluhúsi Kaupfélags Arnesinga að Selfossi. Eldurinn kviknaði út frá ljósvél þorps- ins, er var í skúr við húsin. Brann skúrinn allur innan og talsverður eldur barst um stórt geymsluliús áfast skúmum. Slökkviliðið kom þegar eftir að eldsins varð vart og tókst því fljótlega að kæfa eldinn, en all- miklar skemdir urðu á húsum og vörum bæði af eldi og vatni. Slökkvitækjum þorpsins hefir verið komið upp í sambandi við nýlagða vatnsveitu staðar- ins. Reyndust tækin ágætlega, en án þeirra hefði orðið mikil bruni. GJÖF TIL SLYSAVARNAFÉL. ÍSLANDS. FB. í dag færði lir. fyrv. skip- sljóri Sölvi Víglundsson undir- rituöum peningagjöf til Slysa- varnafélagsins frá sér og konu sinni, frú Guðrúnu Friðriks- dóttur, kr. 100,00 — eitt hundr- að krónur — til minningar um komu björgunarskútunnar Sæ- bjargar. — Um leið og eg kvitta hér með fyrir þessa veglegu og vel hugsuðu gjöf til starfsemi vorrar, bið eg gefendurna mót- taka hjartans þakklæti okkar, og óska eg gefendunum gæfu og blessunar um ókomin ár. — Rvík 22. febr. 1938. F. li. Slysavarnafélags íslands Þorst. Þorsteinsson. BcbÍop fréffír Merca HB 110 23 ^ 2 ^ 8V2 Veðrið í morgun. í Reykjavík 5 st., mest í gær 6, minst í nótt 1 st. Sólskin i gær 7,2 st. Kaldast á landinu — 2 st., Hólum í HornafirSi, heitast 6 st., Siglunesi, Sandi, Reykjanesi og víðar. Yfirlit: Hæö yfir Bret- landseyjum og norðvestur yfir ís- landi. Læg'S við SuSur-Grænland á hreyfingu í norð-norðaustur. — Horfur: Faxaflói: Stinningskaldi á sunnan. Rigning öðru hverju. Skipafregnir. Gullfoss fór frá Kaupmanna- höfn í dag. Goðafoss kom til Hamborgar í morgun. Brúarfoss er á Borðeyri. Dettifoss fer vest- ur og noröur annað kveld. Lagar- foss er á leiS til Kaupmannahafn- ar. Selfoss er á leiö til Hull. Háskólinn. Sænski sendikennarinn, Sven R. Jansson, lýkur í fyrirlestrunum í Háskólanum í kveld kl. 8 aö tala um Vald. Hammenheg og mun síðar tala um nýjar, sænskar bók- mentir, sem komnar eru til Lands- bókasafnsins. — Sig. Einarsson docent heldur næsta fyrirlestur kl. 6 í kvöld. Öllum heimill aðgangur. Nýja Bíó sýnir um þessar mundir ame- rísku myndina „Nótt í París“ og er hún snildarlega vel leikin af Charles Boyer, Jean Arthur og Jeo Carillo. Myndin gerist i París, NewYork og á stórskipi, sem rekst á hafísjaka í fyrstu för sinni yfir Atlantshaf. Skemtifundur K. R. fyrir alla K.R.-inga veröur hald- inn fimtudagskvöld kl. 8J4 stund- víslega , K.R.-húsinu. Til skemt- unar veröur: Leikfimissýning, 1. fl. kvenna, söngur, „Kling Klang“ s Umboðssala -" Heildsala S Útvega allskonar VEFNAÐARYÖRUR OG SMÁVÖRUR H “5 með hagkvæmum skilmálum. Austurstræti 20. — Sími 4823. EIHáR GUÐMUNDSSONl ...1 IREYKJ&VIKl kvintett, upplestur, Alfreö Andrés- son, dánssýning, Rigmor og Sigu- jón. AS lokum ver'Sur smá „snún- ingur“. Munu K.R.-ingar áreiöan- lega fjölmenna á þessa ágætu skemtiskrá. Bjami Björnsson endurtekur skemtun sína í kveld kl. 7,15. Félag matvömkaupmanna hélt aöalfund sinn í Varðarhús- inu í gærkveldi. Stjórn skipa nú Guðmundur Guðjónsson, formað- ur, Sigurliði Kristjánsson, Sigur- björn Þorkelsson, allir endurkosn- ir, Simon Jónsson og Tómas Jóns- son. Leikfélag Reykjavíkur sýnir á morgun í 7. sinn sjón- leikinn „Fyrirvinnan“ eftir W. Somerset Maugham. Leikur þessi var sýndur síðastliðinn sunnudag fyrir troðfullu húsi og viö ágætar viðtökur. Póstferðir á morgun. Frá Reykjavík: Mosfellssveit- ar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykja- ness-, Ölfuss og Flóa-póstar. — Fagranes til Akraness. Dettifoss vestur og norður. Lyra til útlanda. Til Reykjavíkur: Mosíellssveitar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa-póstar. Fagranes frá Akranesi. Kammermúsikkvöld hafði Tónlistarfélagið í gær- kveldi í Gamla Bíó. Komu þar fram tveir nýir listamenn, hinn frægi ungi fiðlusnillingur Ernst Drucker og kennari Tónlistarskól- ans Heinz Edelstein, og léku þeir báðir solo, en aðalverkefni kvölds- ins var annars eitt af stórfengleg- ustu og fegurstu verkum P. Tschaykowsky, trio, sem tónskáld- ið samdi til minningar um vin sinn Anton Rubinstein.Tekur verk- ið nærri klukkutíma. Árni Krist- jánsson lék á klaverið. Hvert sæti var skipað, og listamönnunum tek- ið með miklum fögnuði, sérstak- lega hinum unga fiðlusnillingi. — E. Drucker heldur solohljómleik í Gamla Bíó annað kvöld og leikur þá verk eftir Mendelshon (fiðlu- konsertinn fræga í E-moll), Paga- nini, Mozart, Tartini, Dvorak o. fl. Sameignarfélagið Akurgerði í Hafnarfirði kaupir í vetur fisk af sex linuveiðagufuskipum, eða Jökli, Fróða, Venusi, Bjarnarey, Jarlinum og Fjölni. Hafa nú tvö af þessum skipum lagt afla sinn á land, eða Jökull tvisvar og Bjarnarey einu sinni. Enífyrradag voru í höfn Fróði með 130. skpd. og Venus með 122 slcippund. FÚ. Frá Akranesi róa allir bátar daglega og afli glæðist verulega. í fyrradag var mestur afli um 20 skpd. á bát. — Línuveiðarinn Ólafur Bjarnason losaði í gær um 200 skippund. — Togarinn Sindri, nú eign hlutafé- lagsins á Akranesi, losaði i dag um 110 smálestir af ufsa og þorski. Þorskurinn er saltaður og stærsti ufsinn verður flakaður og saltað- ur, en smærri ufsinn látinn í verk- ísmiðjuna og unninn í fiskimjöl. (FCr.) Næturlæknir í nótt: Alfreð Gíslason, Brá- vallagötu 22, sími 3894. Næturv. í Reykjavíkur apóteki og Lyfja- búðinni Iðunni. Útvarpið í kvöld. 18,45 íslenskukensla. 19,10 Veð- urfregnir. 19,20 Þingfréttir. 19,50 Fréttir. 20,15 Bækur og menn (Vilhj. Þ. Gíslason). 20.30 Kvöld- Blfrelðastððln Hrlngnrlnn Siml 1195 Harðfiskur og Rikling’ur íirvals vara. Vísm Laugavegi 1. ÚTBÚ, Fjölnisvegi 2. aðeins Loftur. ÞÝSK TOGARAÚTGERÐ FRÁ BRETLANDI. Kaupmannah. 22. febr. FÚ. KaupmannahafnarblaÖið „Social-Demokraten“ flytur í dag langt skeyti frá London þar sem segir frá því, að þýska tog- arafélagið „Nordsee“ eigi nú i samningum við enska fisksölu- liúsið „Jordan“ í Fleetwood um það að geta fengið bæki- stöð í Fleetwood fyrir nokkra af togurum sinum, með það fyrir auguni að þeir stundi síð- ar fiskveiðar við Island og Grænland þegar kemur fram á vorið, og sé ællanin að koma þessu fyrir á þá leið, að hinu enska firma verði að einhverju leyti afhentur umráðaréttur yf- ir skipunum. Strax er fréttarit- ari útvarpsins í Kaupmannahöfn sá þetta slceyti snéri hann sér til þýsku sendisveitarinnar í Kaupmannaliöfn' og ræðis- mannsskrifstofu Breta þar í borginni, með fyrirspurn um þetta mál, en fékk á báðum stöðunum þau svör að mönnum væri með öllu ókunnugt um þessa samninga. Svona eiga metin að vera! Fjögur járnbrautarfélög i Bandaríkjunum — New York Central, Michigan Central, Pittsburgh & Lake Erie og Boston & Albany félögin — hafa starfað í 14 ár, án þess að einn einasti farþegi með lcstum þeirra liafi látið lífið í járn- brautarslysi. Á sama tíma bafa lestir þeirra flutt farþega sam- tals 43.472, 290.150 mílur. vaka: a) Oscar Clausen: Rif á Snæfellsnesi, II. b) Björn GuS- finnsson cand. mag.: Uppruni ís- lendingasagna (eftir próf. Knut Liestöl). c) Jóhann Kúld: Nor'S- uríshafsleiSangur 1924 (J. Eyþ.). Ennfremur sönglög og harmóniku- lög. 22,15 D'agskrárlok. Á hverju ári eru dregnir út 5000 vinningar af. 25000 númerum. Að meðaltali fær þá 5. hvert númer vinning, alt frá 50.000 krónur niður í 100 krónur, eftir liepni livers vinnanda. Á fyrstu 4 árurn liappdrættisins liefir verið greitt í vinninga yfir 2 >/2 mil- jón krónur. Frá staifsemi Happdrættisins. 8. Sagan um fjölina og númerið. í Vestmannaeyjum bað versl- unarmaður einn um ákveðið núm- er af eftirfarandi ástæðum: Fjöl j úr vörukassa var sifelt að flækj- . ast fyrir honum. Fjórum sinnum lét hann fara með fjöl þessa nið- ur í miðstöðvarherbergi, í þeim tilgangi að brenna henni, en í fimta sinn varð fjölin fyrir hon- um, og var hún þá komin upp i glugga í herbergi inn af versl- unarbúðinni. Þótti honum þetta einkennilegt og tók eftir því, að tölur voru á fjölinni. Skrifaði hann þær upp og keypti happ- drættismiða með sama númeri. Hefir hann hlotið vinninga á númer þetta frá upphafi, og stundum tvisvar á ári. 9. Hætti á miðju ári og misti af 25.000 krónum. Maður nokkur hætti við númer, hálfmiða, vorið 1936, af því, að því er hann sagði, að hann taldi útséð um, að á það myndi vinn- ast. Annar keypti seðilinn eftir nokkra daga, og í 10. flokki þess árs vanst á númerið 50.000 krón- ur. Fékk þessi nýi eigandi á mið- ann og sá, er átti hinn hálfmið- ann á móti honum og hafði átt frá byrjun, sínar 25.000 krónurn- ar hvor. Báðir voru efnalitlir menn í alþýðustétt. 10. Vantaði viðtæki og fékk. Mann í Hafnarfirði langaði að afla sér viðtækis, en treysti sér ekki til þess sökum fjárskorls. Hann keypti sér 1/4 miða i um- boðijiu og lét svo um mælt, að nú skyldi á það reynt, hvort for- sjónin vildi gefa sér viðtæki. Maðurinn vann á miðann, svo að nægði fyrir viðtæki, og keypti það. Hvaö fær sá, sem einkis fffeistar? Umboðsmenn í Reykjavík eru: Frú Anna Ásmundsdóttir & frú ' Guðrún Björnsdóttir, Túngötu 3, sími 4380. Dagbjartur Sigurðsson, kaupm., Vesturgötu 45, sími 2814. Einar Eyjólfsson, kaupm., Týs- götu 1, sími 3586. Elís Jónsson, kaupm., Reykja- víkurveg 5, sími 4970. Ilelgi Síverísen, Austurstræti 12, sími 3582. Jörgen Hansen, Laufásvegi 61, sími 3484. Frú Maren Pétursdóttir, Lauga- veg 66, sími 4010. Pétur Halldórsson, Alþýðuhús- inu. Stefán A. Pálsson & Ármann, Varðarhúsinu, sími 3244. Umboðsmenn í Hafnarfirði eru: Valdimar Long, kaupm., sími 9288. Verslun Þorvalds Bjarnasonar, sími 9310.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.