Vísir - 23.02.1938, Blaðsíða 4

Vísir - 23.02.1938, Blaðsíða 4
VlSIR UMRÆÐURNAR í NEÐRI MÁLSTOFUNNI. Frh. af 2. bls. gangi þessara mála. Franska stjórnin hefði verið því með- mælt, að Bretar og Italir rædd- ust við, um þau mál, sem henni var tilkynt, að myndu verða tekin til umræðu. Franska stjórnin hefði aðeins lagt á- herslu á það, að Spánarmálin yrðu höfð ofarlega á dagskrá. Um Þjóðabandalagið sagði Chamberlain: „Það er gagn- laust að halda því fram, að Þjóðabandalagið veiti það ör- yggi, sem menn gerðu sér vonir um. Við erum áfram í Þjóða- bandalaginu vegna þess, að við trúum því, að unt verði að end- urskipuleggja það á þann hátt, að það geti orðið gagnleg stofn- un. Eg efast um að Þjóðabanda- lagið vinni verðskuldaða hylli á meðan gert er ráð fyrir refsi- aðgerðum eða að valdi sé beitt á annan hátt. Ef Þjóðabanda- lagið vildi kasta grímunni og hætía ölium látalátum, en kann- ast hreinskilningslega við van- mátt sinn og segja þá um leið hreinskilnislega, hvað það er sem það getur gert og vill gera, þá myndi það undir eins afla sér trausts manna og virðingu". „Ert þú við því búinn að fara út i stríð, það er spurningin sem fyr eða síðar kann að vera lögð Í3'rir einhvern forsætisráðherra þessa lands", sagði Chamber- lain. „Eg mundi vera að bregð- ast skyldu minni ef eg ekki reyndi að tefja fyrir þvi augna- bliki, ef eg neitaði að grípa það tækifæri, sem mér býðst nú, til þess að eyða sundurlyndi, sem á sér stað milli Englands og ítalíu". Churchill tók til máls á eftir Chamberlaim Hann taldi á- kvörðun bresku stjórnarinnar og afsögn Edens vera stórkost- legan sigur fyrir Mussolini, enda riði honum á að vinna sigra utan lands, eins og sakir stæðu, til þess að breiða yfir ósigra sina innanlands. 'Gengið í dag: Sterlingspund ..... Dollar ........... loo ríkismörk..... •— fr. frankar . ... — belgur........ — sv. f rankar .... — f insk mörk ..'.. — gyllini ....----- — tékkósl. krónur — sænskar krónur — norskar krónur — danskar krónur kr. 22.15 443 178.73 14-59 75.20 102.79 9-95 247-56 15-83 114.31 111.44 100.00 Hitt og þcttft. Hermenn og þjóðarauður. Daniel Doherty, forseti banda- lags gamalla hermanna í Bandaríkjunum, lét nýlega það uppi i ræðu, að Bandaríkin hefði einn hermann fyrir hverja eina miljón dollara þjóðarauðs síns. Hinsvegar hefði Bretar 5 hermenn, Japan 24, Frakkland 106 og ítalir 332 móti hverri miljón dollara. Tölur fyrir Rússland og Þýskaland voru ekki fyrir hendi. i Hæsti foss í heimi. Amerískur flugmaður, sem nauðlenti i Caroni-héraðinu, um 250 mílur frá Ciudad í Venezu- ela, sá þar foss einn, sem ekki er til á neinu landkorti, og reiknaðist flugmanninum að fossinn, skv. hæðarmæli flug vélarinnar, væri 5—6 þús. fet iá hæð. Reynist þetta rétt er foss þessi alt að helmingi hærri en sá foss, sem nú er talinn hæstur í heimi. Aldursmunur. 44 ára aldursmunur ér á yngsta og elsta stúdentinum við Ohioháskólann. Yngsti stúdent- inn er 15 ára og er í verkfræði- deildinni, en sá elsti er 59 ára gömul kona, sefn nemur upp- eldisfræði. Léttur málmur. í Norður-Carolina hefir fund- ist mikil gnótt af riýjum málmi, sem er fimm sinnum léttari en aluminium og er nefndur spo- dumene. Getur hann flotið á vatni. „Konuna mín dreymdi í nótt, að hún giftist auðkýfingi." „Þú ert svei mér heppinn. Konan mín heldur það nefni- lega á daginn." HOfANI Ciaarettur 1 REYKTAR HVARVETNA m§? Lindappenni Grænn Pelikan-lindarpenni, mjög nýlegur, tapaðist 13. þ. m.,- óvist hvar. Finnandi vin- samlegast beðinn að skila hon- um á afgreiðslu Vísis. LEICA FISKRUÐ óskast til leigu, þarf helst að vera starfrækt nú. Tilboð auðkent: „Fiskbúð" sendist Vísi. (386 ORGEL óskast til leigu nú þegar. Uppl. gefur Kristinn Ing- varsson, Skólavörðustíg 28 (400 Itf ST. FRÓN nr. 227. — Fundur annað kveld kl. 8. — St. Víkingur nr. 104 heimsækir. — Dagskrá: Upptaka nýrra félaga. 2. Nefndarskipanir. 3. Kosning kjörmanna. 4. Önn- ur mál. 5. Hagskráratriði: a. Frú Björg Guðnadóttir: Ein- söngur. b. Frú Ingibjörg Steinsdóttir: Upplestur. c. Gamanvísur. d. Kvartett syng- ur. e. Kaffisamdrykkja. f. Dans. — Félagar, fjölmennið og mætið kl. 8 stundvíslega. (394 ' TVÆR 2 herbergja íbúðir og eldhús með nútimans þægind- •um óskast 14. maí eða 1 hæð, 4 herbergi og eldhús getur komið til mála. Tilboð, merkt: „100" sendist fyrir laugardag. (384 ; LÍTIÐ, bjart kjallaraherbergi óskast. Tilboð, merkt: „Sigur- berg" sendist Vísi. (381 TIL LEIGU 14. maí fyrir fá- menna fjölskyldu, tvö herbergi og eldhús, með þægindum, sér- miðstöð. Tilboð, merkt: „Norð- urmýri", sendist afgr. Vísis. — (388 ÍBUB, 2 herbergi og eldhús með nýjustu þægindum, i aust- urbænum, óskast 14. mai. Til- boð, merkt: „S. M." sendist Vísi. — (389 4 HERBERGI og eldhús ósk- ast 14. maí með nútímans þæg- indum. Tilboð, merkt: „X". (390 EITT HERBERGI til leigu Klapparstíg 12. (399 HERBERGI til Ieigu. Uppl. Þórsgötu 21 A. (401 VÍSIS KAFFIÐ gerir alla glaða. S'ViNNA SAUMA i húsum. Jóhanna Guðmundsdóttir, Spítalastig 3, uppi. (387 VEGNA veikinda er pláss laust fyrir unga stúlku frá 1. mars. Sími 3203. Herkastalinn. (397 llUAf) flMIDJ TAPAST hafa karlmanns- gleraugu. Finnandi vinsamlega beðinn að gera aðvart í síma 2491. (378 REGNFRAKKI fundinn. — Uppl. í síma 2469; (392 KARLMANNS-armbandsúr fundið. A. v. á. (398 IKAUPSKAFURÍ VÖRURIFREH) til sölu. — Uppl. í síma 2022, (395 TVÍBURAKERRA óskast.— Grettisgötu 58. * (396 TVÆR smart kvengrímu- dragtir til sölu. Uppb í sima 1374. (402 FULLVISSIÐ yður um að það sé „Freia"-fiskfars, sem þér Heimasími: 4155. Greið viðskifti í kaupið. (381 VIL KAUPA nokkra birki- stóla, mega vera notaðir. Mat- salan. Grettisgötu 2. (383 2 KVENREIÐHJÓL óskast keypt, ný eða notuð. Hringið í sima 2866. (391 NOTAÐAR eldavélar af ýms- um stærðum og kolaofnar til sölu Kaplaskjólsveigi 2, JSími 2467. (367 X^armoniu (393 LIFUR og hjörtu. Kjötbúðin Herðubreið, Hafnarstræti 18. — Símil575._______________(355 SUR HVALUR. — Kjötbúðin Herðubreið, Hafnarstræti 18. — Sími 1575. (356 DÖMUKÁPUR, kjólar, dragt- ir og allskonar barnaföt er snið- ið og mátað. Saumastofan, Laugavegi 12, uppi. Sími 2264. Gengið inn frá Bergstaðastræti. (317 HATTASAUMUR og breyt- ingar. Hattastofa Svönu & Lár- ettu Hagan, Austurstræti 3. — Sími 3890. ____________(1 NOTUÐ íslensk frímerki eru ávalt keypt hæsta verði í Bóka- skemmunni, Laugavegi 20 B ög á.Urðarstíg 12. (74 GRASBÝLI í bæjarlandinu til sölu með góðum skilmálum. Eignaskifi hugsanleg. Lysthaf- endur leggi nöfn sín og heimili á afgr. Vísis fyrir f ebrúarlok, merkt: „Grasbýli". (343 INTERESSERTE av Persianer- sau. Endel dræktige söyer tils. Eget opdrætt. Fine skinn. — R. Winderen, V. Aker, Oslo. (382 HUSEIGNIR til sölu smærri og stærri á góðum stöðum i bænum. Með sanngjörnu verði. Uppl. Óðinsgötu 14 B. Hannes Einarsson, sími 1873. (376 Irúi Höttur og menn lians. Sögup í myndum fyrir toörn. 29 Ringulreið. Mannfjöldinn lýstur upp æSis- gengnu angistarópi, er fólk kem- ur auga á bjarndýriö. — For'Si sér nú allir. Ægilegt bjarndýr! Allir taka til fótanna, en menn Hróa hattar og bjarndýriö gera þaS, sem þeir geta, til að auka ringulreiðina og óttann. — Sjáðu, Hrói, sjáöu, segir Litli-Jón upp á pallinum. — Eg sé, og mér vir'Sist sem bragöarefurinn Tuck standi þarna aS baki. — Nú er okkur borgit), Hrói. Sjáöu hvaS allir hlaupa, meira aS segja menn fógetans. . -»aaKB»ií.^'-v^. ^KyJ.ag^jgat^aiai.a—^r&axsiimewTr&tla* NJÓSNARI NAPOLEONS. ZO en ekki á þann hátt, sem við öll óskuðum ef tir. Hann var ávalt í flokki hinna vandfýsnu, sem gerðu miklar kröfur til kvenna — um fegurð, gáfur og yndisþokka, en hann skorti Cecile min því miður. Kvöldið eftir viðtal það milli Cecile og Ger- "ards, sem bakaði mér svo mikil vonbrigði, var eiginmanni mínum gefið í skyn, að hirðin mundi fara til Bordeaux daginn eftir árla morguns. Vitanlega urðum við að vera í fylgd með keisaranum og keisarafrúnni, og nærri tvær stundir eftir að eg fekk boð um Bordeaux- förina, hafði eg miklu að sinna, þvi að eg varð að hafa yfirumsjón með undirbúningi þerna minna undir förina, velja það, sem taka þurfti með af fatnaði, leggja það í ferðakistur, og þar fram eftir göiunum. En þrátt fyrir annirnar reyndi eg að ná tali af Gerard. Eg — og her- toginn, maðurinn minn, vorum þeirrar skoðun- ar að best væri, að hann hyrfi frá Lyon og við vorum staðráðin í, að hvetja hann til þess að fara þaðan. Gerard gat ekki þótt neinn akkur i að halda þar kyrru fyrir úr því sem komið yar. Og enda þótt hann kynni að hafa lílinn áhuga fyrir — eða jafnvel álls ekki vilja — fara með okkur til Bordeaux, töldum við góða úrlausn, ef hann færi til Parísar. Hann leigði ljómandi skemtilega ibúð við Parc Monceau, þar sem hann hafði gott þjónalið. Vini átti liann marga í París og töldum við, að þegar hann væri þangað kominn og í þeirra hóp, mundi skjóllega breytast til batnaðar — og sárasti isviðinn vegna hins sorglega atburðar i Lyon, hverfa að mestu. Eg hafði alt af mikið sam- viskubit af þvi, að hann skyldi hafa farið til Lyon, þvi að það var eg, sem i upphafi hvatti hann til fararinnar. Du Pont-Croix f jölskyldan átti heima þar og Gerard, sem eg oft hefi yikið að, var mjög hrifinn af Pierre og var hann besti •vinur hans. Og meðfram kom hann, bless- aður pilturinn, til þess að verða við óskum mín- um — til þess að mér leiddist siður. Þrívegis þetta kvöld, áður en við fórum til Bordeaux, sendi eg ti.l hans, en þjónn hans, Ar- mand, hafði hvorki heyrt hann eða séð síðan er hann lagði af stað á fund minn. Siðar kom Armand og sagðist að sjálfsögðu búast við, að húsbóndi hans mundi koma heim um kvöldið, til þess að hafa fataskifti og spurði þá hvort hann ætti að skila nokkuru til hans. „Við hjónin áttum að vera í kveðjuboði sem keisarahjónin höfðu boðið í öllum virðingar- mönnum í Lyon. Tíminn var naumur og eg mun hafa verið all-óþolinmóð við þernur min- ar, en meðan þær voru að búa hár mitt — og það tók sinn tima — hripaði eg nokkurar línur til Gerards. Eg bað hann um að koma „í fyrra- málið" til þess að kveðja mig — eins snemma og hann gæti — þvi að við legðum af stað klukkan tíu." Þetta sagði gamla hefðarkonan mér i smá- molum og smám saman tókst mér að fylla i allar eyður — komast að því sem raunverulega gerðist uns hún komst að því hversu hörmu- lega fór fyrir Gerard, „en það hafði þau íáhrif á mig, að eg eltist um mörg, mörg ár á einni stundu. Þegar eg hafði fengið bréf óhræsisins hans Toulons var sem æskugleðin hyrfi úr sál minni og æskusvipurinn af andliti mínu." — En þetta var i rauninni fjarstæða. Því að jafn- vel, þegar Fanny de Lanoy var orðin gömul kona, var hún svo fögur, að af bar. Eg hefi aldrei séð f egurri konu en hana og hún var alls ekki í flokki þeirra kvenna, sem eldast fljótt. Hún hafði ekki miklar áhyggjur af Gerard þetta kvöld eða meðan hún dvaldist í Bordeaux með keisarahjónunum. „En eg var dálítið gröm i hans garð," sagði hún, „af því að hann kom ekki til þess að kveðja mig. Um klukkustund áður en við fór- um kom þjónn hans, Armand, til þess að skýra mér frá því, að Gerard væri enn ókominn og hefði engin skilaboð sent. En þrátt fyrir þetta ól eg engar áhyggjur. Þvi að mér flaug i hug, að hann hefði kannske verið að skemta sér alla nóttina, með Merincourt, sem alt af var „lil i alt". Við shku fanst mér verða að búast af mönnum á þeirra aldri. En eg var áhyggjulaus — að eins dálítið gröm — og hugleiddi þetta ekki frekara, fyrr en á leiðinni til Bordeaux." „Það rigndi ósköpin öll þennan dag, væna min", sagði hún „og það er annað en gaman að ferðast langa leið í ijárnbrautarvagni i leiðinda, mollu-veðri. Loftið í járnbrautarvögnunum var svo þungt, að maður gat vart dregið andann — og það lá við að eg formælti þeim, sem fann upp eimreiðina. Þegar eg hugleiði hversu þægi- legt var að ferðast í vágninum okkar, skraut- legum og rúmgóðum, en í honum ferðuðumst við oft frá einu stað til annars, gátum notið út- sýnisins og farið okkur hægt, — vakna margar góðar minningar, en frá járnbrautarferðalög- unum á eg engar hugljúfar minningar. Jæja, þegar við vorum ung, var sem tími væri til alls, til þess að njóta lífsins, til þess að njóta og kunna að meta fegurð náttúrunnar og listar- innar — og nógur tími til þess að elska." Og gamla, fagra hertgofrúin andvarpaði, og tillit augna hennar bar þess vitni, að hugur hennar var allur á valdi gamalla minninga — en aldrei fanst mér hún fegurri en þá. Það var sem hún ætti óþrjótandi sjóð fagurra minninga frá hinum glöðu dögum æskunnar — en um fram alt fagrar minningar um ást, sem var helg og hrein. „Eg tók það í mig einu sinni," sagði hún, „á þessu hræðilega ferðalagi, að skrifa Gerard langt bréf, undir eins og eg væri kominn til Bordeaux og hefði tóm til þess. Og þetta bréf skrifaði eg degi eftir komu okkar þangað. Eg bað hann um að koma aftur til Parísarborgar þegar í stað og sagði í bréfinu að hann gæti búist við mér þangað innan fárra daga. Eg vissi að keisarafrúnni mundi ógeðfelt að halda lengi kyrru fyrir i Bordeaux. Það, sem gerst hafði í Lyon hafði, eins og geta má nærri, haft slæm áhrif á taugar hennar. Og þar sem tilraun haf ði þar verið gerð til þess að drepa keisarann og ef til vill liana sjálfa óttaðist hún mjög um öryg'gi sonar síns. Hún þurfti ekki að vera í neinum vafa um það lengur, eftir ferðalögin á landsbygðinni, að keisarinn naut ekki eins mik- illar lýðhylli utan Parísar og hún og keisarinn höfðu gert sér vonir um. Það hafði ekki vantað, að keisarinn, hún og prinsinn hefði verið hylt — víða hvar. Fólkið hafði veifað vasaklútum og æpt sig hást, til þess, að því er virtist, að fagna þeim. En það

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.