Vísir - 25.02.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 25.02.1938, Blaðsíða 2
VlSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VfSIR H.F. Ritstjóri: Páll Steingrímsson. Skrifstofa í Austurstræti 12. og afgreiðsla J S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Mál málanna IT M ekkert er nú eins mikið U talað manna á milli og þann voða, sem er fyrir dyr- um vegna þess að gjaldeyris- skipulagið er að sigla í strand. Almenningur verður að vísu ekki fyrir áhrifum gjaldeyris- skortsins fyrr en vöruþurð fer að gera vart við sig. Verslunar- stéttin aflur á móti liefir nú í nálega eitt ár fengið að súpa seyðið af hinu siversnandi á- standi. En éftir að grein Bjöms ,Ólafssonar um gjaldeyrisá- standið birtist hér í blaðinu, liafa augu almennings opnast fyrir þvi hvað hér er að gerast í þessum málum. Alþýða manna hefir hingað til álitið áð engum kæmi gjaldeyrisástandið neitt við nema kaupmönnum. En menn eru nú farnir að átta sig á því, að gjaldeyrisskortur og ill stjórn á þvi sviði, kemur fleirum við en þeim, sem flytja inn vörur. Hér er verið að fara með fjöregg þjóðarinnar. Mörgum finst jafnvel ótrú- legt að ástandið sé orðið eins og því er lýst hispurslaust og hóg- værlega í grein B. Ó. En ein sönnunin fyrir þvi, að elcki sé ofsagt er sú, að stjórnarblöðin hafa elcki sagt eitt orð um greinina, sem er ein þyngsta og alvarlegasta ásökun, sem til þessa hefir fram komið á gjald- eyrisskipulag og fjármálastefnu stjómarinnar. Stjómarblöðin þegja af því, að þau vita að hvert orð i greininni er satt. Þau geta ekki véfengt einn staf af því sem þar er fram borið. Ástandið er stórhættulegt fyrir þjóðina og stjórnin stendur uppi ráðþrota hvað gera slculi. Það ár sem nú er að byrja, verður niðurlægingartími fyrir þjóðina, ef ekki verður bætt úr gj aldeyrisháðungunni. Fjármálaráðherra reynir að komast undan þeirri þungu á- byrgð, sem á honum hvilir i þessu efni, með þvi að telja upp hversu mikið hafi verið eytt í verksmiðjur og iðnaðarfyrir- tæki á siðustu þremur árum. Út af fyrir sig er gott að vita þetta, sérstaklega ef rétt væri túlkað hver álirif þetta hefir á gjaldeyrismálið. En þetta er ekkert aðalatriði. Hitt er aðal- atriðið að alt gjaldeyrisskipu- lagið er að kollsigla sig. Við- skifti þjóðarinnar út á við eru að fara í strand. Við þörfnumst engra bollalegginga um það hvers vegna skipið er að reka upp í skerjagarðinn, heldur skjótra ráðstafana til þess að forðast skipbrotið. Svo blindir eru þeir sem stjórna þessum málum, að þeir segja, að rnenn sem leyfa sér að benda á þessar sorglegu stað- reyndir, séu að „svala“ sér á pólitískum andstæðingum. Það er engu líkara en að stjóminni finnist, að verið sé að minnast á mál, sem enga stoð á i veru- leikanum, hvað þá lieldur að nokkuð sé aðfinsluvert. Það virðist þó svo að ástæða sé jafn- vel til að minnast á lítilvægari mál en þau, sem snerta afkomu og lieiður allrar þjóðarinnar, eins og gjaldeyrismálið. En þetta stórmál, sem vel má nefna mál málanna á þessu landi í dag, virðist ekki ætla að l'á þær undirtektir og þá leið- réttingu frá ríkisstjórninni, sem nauðsynlegt er og heill þjóðar- innar krefst. Og aldrei munu landsmenn fá að súpa seyðið jafn eftirminnilega af hand- vömm stjómarinnar og þeir fá nú fyrir meðferð hennar á gjaldeyi-ismálum landsins. NOTAGILDI ÍSLENSKS SÍLDAR- OG KARFAMJÖLS 24. febr. FÚ. Fréttaritari útvarpsins í Kaupmannahöfn hefir snúið sér til „Landökonomisk Forsögs- laboratorium“, með fyrirspurn um hvernig gangi rannsókn- irnar á notagildi íslensks-síldar og karfaméls til skepnufóðurs í Danmörku. Skýrði rannsóknaf- stofan lionum svo frá að niður- stöður rannsóknanna hefðu nú verið sendar danska landbúnað- arráðuneytinu, og séu þær í skemstu máli á þá leið, að ís- lenska síldarmjölið og karfa- mjölið fullnægi sem fóðurbætir handa mjólkurkúm, bæði að efnasamsetningu og næringar- gildi öllum kröfum sem gerðar eru til fyrsta flokks vöru. Kýrn- ar liöfðu fljótlega vanið sig við þetta fóður, ef það var gefið með olíukökum og korni og að engar óheppilegar verkanir liafi komið fram á mjólkinni. Karfamjöls notkun hafi leitt til þess að smjörið varð meira og A. og D. vitamín innihald þess jókst. Þá hefir og notkun þess- ara efna sem fóðurbætir handa alifuglum reynst mjög vel. Rannsóknarstofan upplýsir það að lokum, að í eitt ár enn muni rannsóknum með þessu íslensku efni verða haldið áfram, og nú þegar sé óhætt að segja það með fullri vissu að Danir geti með mjög góðum árangri hagnýtt sér íslenskt síldarmjöl og karfa- mjöl. Sýning Guðmundar Einarssonar 24. febr. FÚ. frá Miðdal er nú komin til Miinchen. Var liún opnuð þar 9. þ. m. að viðstöddu fjölmenni í sýningarsölum Miinchener Kunstferien, sem eru í gömlu Bayersku konungshöllinni. Fréttastofunni hefir borist eintak af „Mtinchener Neueste Nachrichten“ frá 10. febrúar, þar sem farið er lofsamlegum orðum um þessa sýningu Guð- mundar Einarssonar. Áskorun um þin,grof á Bret-. landi. Oslo, 24. febrúar. Breski verkalýðsflokkurinn og Iandssamband verklýðsfélag- anna hafa birt tilmæli til ríkis- stjórnarinnar um að Iáta þing- rof fara fram og efna til nýrra þingkosnínga. NRP. — FB. Útvarpsræða Sclmssiilggs: London, í morgun. — FÚ. Schussnigg Austurríkiskanslari flutti ræðu í útvarpið í gærkveldi, þar sem hann ræddi um utanríkismála- stefnu stjórnarinnar og innanríkismál, með sérstöku lilliti til fundar þeirra Hitlers í Berchtesgaden 12. þ. m. Dr. Schussnigg sagði, að í utanríkismálum væri stefna stjórn- arinnar mótuð af tveimur megin hvötum: I fyrsta lagi, að lifa í friði við allar þjóðir, og i öðru lagi, að vernda sjálfstæði lands- ins. „Vér ráðum engu um landamerki vor,“ sagði dr. Schuss- nigg, „en vér munum lialda þvi fram sem vér höfum hlotið.“ að Mussolini hafi eftir sem áður fulla samúð með oss, í viðleitni vorri til að varðveita sjálfstæði vort, án þess að blanda sér inn í innanríkis- mál vor“. Að lokum sagði Schusnigg, að Austurríki léki hugur á því, að lialda óskertri vináttu sinni við þær þjóðir, sem ætið hefðu reynst því vel, og þá ekki síst Breta, Frakka og Bandaríkin. Að lokinni ræðu sinni fór Schusnigg í broddi fylkingar um götur Vínarborgar. Áætlað er, að 150 þúsund manns hafi tekið þátt i hópgöngunni. Smá- liópar Nasista reyndu á ein- staka stað að rjúfa fylkinguna. Um fund þeirri Hitlers i Bei- chtesgaden sagði dr. S- husnigg, að þar liefði veiið sú stefna, sem ætti að ríkja um allan ald- ur í sarnbúð Þýskalands og Austurríkis, Þar nefði verið lok- ið við þá sáttmá'ogcio, sem haf- in var 1936. í Berchtesgaden 12. febrúar hefði verið bundinn endi á 5 ára stjórnmálega bar- áttu milli Austurríkis og Þýska- lands. Þýska stjórnin sagði liann, hefði staðfest yfirlýsingu sína, um viðurkenningu á rétti Austurrikis til fullkomins sjálf- stæðis, sem falin var í sáttmál- anum 1936. Á þessum grund- velli hefðu svo viðrræður þeirra Hitlers farið fram og samkomu- lag það, sem orðið hefði á milli þeirra, áliti hann að myndi verða báðum þjóðum til heilla. „Alt hatur verður að hverfa“, sagði Schusnigg, „og þeir sem vilja taka þátt í stjórnmála- legri þróun þessa lands, verða að starfa að því á einum og sama grundvelli, og innan vé- banda Föðurlandsfylkingarinn- ar“. Þýska rikisstjórnin hefði skuldbundið sig til þess, sagði Schusnigg, að leggja með öllu niður alla íhlutun um stjórn- mál Austurríkis og veita nas- istum í Austurríki engan stuðn- ing, en hinsvegar veitti austur- ríska stjórnin nasistum í Aust- urríki frelsi og biði þeiin sam- starf við aðra þegna rikisins innan Föðurlandsfylkingarinn- ar. Stjórnin í Austurríki væri ekki samsteypustjóm, sagði dr. Schusnigg, heldur samfylking- arstjórn. Þá sagði kanslarinn, að engin ástæða væri til þess, að álíta, að samkomulag þeirra Hitlers og stjórnarbreytingin í Austurríki hefði á nokkum hátt áhrif á sambúð Austur- ríkis og Ítalíu. „Eg hefi gilda ástæðu til þess að líta svo á, Egipska stjórum krefst þess ad mega taka þátt i viðræðum Breta og Itala. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Cairo-fregnir í morgun herma, að Mahmoud pasha, forsætisráðherra Egiptalands, hafi í dag skýrt sendiherra Bretlands í Egipta- landi, Miles Lampson frá því, aö ríkisstjórn Egiptalands hafi á- kveðíð að endurtaka kröfu sína um að réttindi hennar til þess að taka þátt í viðræðum Breta og ítala verði viðurkend, að því er Suezskurðinn snertir og önn- ur mál, sem Egiptar láti sig miklu varða. Bendir egipska sljórnin á það, að samkvæmt 6. grein sátt- mála Bretlands og Egiptalands, sé svo ákveðið, að komi til nokk- urs ágreinings milli Egipta og Breta, er valdið gæti hættulegri sambúð, skuli leitast við að jafna liann með vinsamlegum samkomulagsumleitunum. Ákvörðun þessi var tekin, er birtar höfðu verið fregnir um það í Cairo, að rætt mundi verða um Suezskurðinn milli Breta og ítala. VIÐRÆÐUR MILLI ÞJÓÐVERJA OG BRETA. 1 Umræður, liliðstæðar þeim, sem fram fara milli ítala og Breta, munu fara fram milli Breta og Þjóðverja. Byrja þær í næstu viku milli Chamberlain og Ribbentrops, er hinn síðar- nefndi kemur til London, en hann mun þá ganga á fund konungs. — Umræðurnar eru að eins til undirbúnings frekari umræðum síðar. Chamberlain hefir beðið sendiherra Bretlands í Berlín, að fara frain á það við Ribben- trop, að hann staðfesti ummæli Hitlers í ræðu lians, varðandi Bretland, og spyrjist fyrir um það hvort Þjóðverjar sé reiðu- búnir að hefja viðræður þegar við Breta. Hefir von Ribbentrop svarað játandi. MÚSSÓLÍNI ER KRÖFUHARÐUR. Oslo, 24. febr. FÚ. Frönsk blöð skýra svo frá i dag og telja sig liafa það eftir góðum lieimildum, að breska stjórnin muni gefa sendiherra sínum í Róm, fult umboð til þess að semja við ítölsku stjórn- ÞJÓÐARATKVÆÐA- GREIÐSLAN I RÚMENÍU. London, 25. febr. FÚ. Við þjóðaratkvæði það sem fór fram í Rúmeníu í gær, um hina nýju stjórnarskrá Carols kon- ungs, greiddu meira en fjórar miljónir atkvæði með stjórnarskránni, en 5000 manns greiddu at- kvæði gegn henni. United Press. ina. 1 samningum þessurn muni meðal annars verða falin viður- kenning Breta á yfirráðum Itala í Abessiniu. Þá muni og verða samið um hve mikinn her Italir skuli mega liafa í Lybiu og ennfremur um það að Italir láti af útvarpsáróðri sínum gegn Bretum í löndunum um- hverfis Miðjarðarhaf. Frönsku blöðin fullyrða að ekki muni verða samið um Spánarmálin lieldur verði hlut- leysisnefndinni og hernaðar- aðilum á Spáni sjálfum eftir- látið að útldjá þau. Parísarblöðin telja að Musso- lini muni meðal annars gera þær kröfur að ítalir skuli hafa sama rétt i Miðjarðarhafi og Bretar, að þeim skuli leyfilegt að hafa her og flotastöð á Bal- earisku-eyjunum um nokkurt árabil ennþá, og loks skuli Itöl- um lieimilað að liafa eftirlit með siglingum um Suez-skurð- inn a. m. k. að einhverju leyti. Þá er talið að Mussolini muni gera það að skilyrði fyrir bæltu samkomulagi, að Italir fái stór lán i Bretlandi og eru 600 níilj. króna nefndar sem lágmark lánsuppliæðarinnar. Joe Louis sigrar í hnefaleik. Oslo, 24. febrúar. Kepni í hnefaleik í þyngsta flokki fór fram í New York i gær. Keptu þeir Joe Louis og ameríski hnef aelikskappinn Nathan Mann. Sló Louis Mann niður í þriðju umferð og bar sigur úr býtum. NRP. — FB. VANDRÆÐI ÍSLENSKRA NÁMSMANNA ERLENDIS. Alment hafa menn ekki vitað um það fyrr en nú síð- ustu daga, að margir íslensk- ir námsmenn í útlöndum liafa ekkert fyrir sig að leggja vegna vöntunar á gjaldeyri héðan að héiman. Þetta hefir þeim einum verið kunnugt hér, sem hafa fyrir námsmönnum að sjá erlend- is. Maður sem er nýkominn frá útlöndum hefir skýrt Vísi frá því, að hann hafi hitt nokkra íslenska námsmenn í borg einni í Þýskalandi. Þeir höfðu ekld fengið senda pen- inga héðan síðan í nóvember, að einum þeirra undantekn- um, sem hafði hjálpað hin- um af sinum litla gjaldeyri. Nú stóðu þeir allir uppi ráða- lausir og voru búnir að veð- setja fatnað sinn fyrir nokk- ur mörk, til þess að geta keypt sér mat. Þetta mun þvi miður ekld vera eins dæmi. '1 Óðinn, hinn nýi varðbátuF, seiU smíðaður var fyrir nörðan, kom hingað í gær kl. 3. Var al- þingismönnum og blaðamönn- um boðið að skoða bátinn, en siðan var sest að kaffidrykkju að Hótel Borg. Undir borðum töluðu þeir Hermann Jónasson, Pálmi Loftsson og Einar Árna- son. Boðið var út til samkepni um uppdrátt að bátnum og heitið 1000 kr. verðlaunum þeim, er teiknaði þann uppdrátt er fylgt yrði. Næstum allir skipasmiðir á landinu tóku þátt í samkepn- inni, en hlutskarpastir urðu þeir Páll Pálsson og Hafliði Hafliðason. Dómnefnd skipuðu Magnús Guðmundsson skipa- smiður, Ólafur Sveinsson, skipaskoðunarstjóri og Þorst. Loftsson. Smíði skipsins var síðan boð- in út innanlands og var tekið tilboði frá Herluf Ryel og Gunnari Jónssyni á Akureyri. Báturinn er 70 smál., traust- bygður mjög, „eik á eik“, eins og það heitir á skipasmíðamáli og táknar að bæði bönd og byrðingur sé úr eik. Vélar eru 3 í bátnum, aðal- vélin 240 ha. Er hún 3ja strokka Delta-dieselvél. Þá er 18 ha. dieselvél er framleiðir rafmagn til ljósa, akkerisvindu, talstöðv- ar, bergmálsdýptarmæli o. s. frv. Þá er loks 3 ha. mótor, sem nota á í höfnum fyrir ljós og þ. u. 1. Á varðbátnum er ein 37 mm. fallbyssa, en báturinn er útbú- inn öllum nýtísku tækjum til siglingar og björgunar. Er bát- urinn svo traustur og vélin svo sterlc, að hann á að geta verið úti í öllum veðrum. Kostnaður varð 140 þús., en þar af fer mikill liluti í ýmis- konar tæki o. s. frv. Reksturs- kostnaður er áætlaður 80 þús. kr. á ári. E.s. Lyra fóF til útlanda í gærkveldi. Met5- al farþega voru : Gunnar Einarsson prentsmi'Öjustj., Ólafur Bergmann Erlingsson prentari, P. B. Melsted, Kristmann GuSmundsson og frú, FriÖrik Dungal og frú, Halldór Dungal, Ernst Jakobsen, Jón St. Árnason, Carl Petersen, Fridtjof Nielsen, Pétur Eggerz Stefánsson, frú Ellen Sighvatsson, Jón Jóhann- esson, Lars Halsör og Ingibjörg Kristjánsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.