Vísir - 25.02.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 25.02.1938, Blaðsíða 3
V 1 S I R Stórkostlegnr rekstrarhalli hjá Síld- arverksmiöjom rikisins. Möpg hundpud þúsund kpónum fleygt í mislieppnadap tilrannip og fálm. Þróapbákniö — 250 þús. kp. furðuverk. Aðalfundur Slysavarnafélags íslands verður haldinn í Varðarhús- inu í Reyk javík laugardaginn 26. febrúar og hefst kl. 2 siðdegis. Dagskrá: 1. Stjórnin gefur skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu ári. 2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir s. 1. ár til samþyktar. 3. Kosin stjórn og endurskoðendur til næstu tveggja ára. 4. Önnur mál sem upp kunna að vérða borin. Kaupmenn H rí sgrj ón Hrísmj öl Kartöfliimj öl i ÍOOOÖÖÖÖÖÍSÖÖÖOiiftöí Alt til íöööoöoööööööööööí l I ooöcsöö; i oööoöo; Sprengidagsms! Viktoríubaunir Hýðisbaunir Grænar baunir Spaðkjöt Mustarður. Sími: 1—2—3—4 UIS M Núverandi framkvæmda- stjóri Síldarverksmiðja rikisins, Jón Gunnarsson, hefir gert reikninga verksmiðjanna upp s. 1. ár og er reksturshallinn 1937 sá sem áður er getið. — Pæikningarnir eins og fram- kvæmdastjóri hefir gengið frá þeim hafa verið samþyktir af núverandi verksmiðjustjórn. Er nú annað uppi á teningnum, en var rétt fyrir jólin, þegar Finn- ur Jónsson fyrv. form. verk- smiðjustjórnarinnar var að guma af hinum góða fjárhag verksmiðjanna. Á uppgjöri Finns og reikn- ingunum, eins og þeir liggja nú fyrir, skakkar hvorki meira né minna en 504 þús- und krónum á útkomu ársins 1937, svo stór- kostlega lakari er hagur verksmiðjanna, en Finnur taldi hann vera, þegar hann var að gylla stjórn sína á verksmiðjunum fyrir Al- þingi, meðan frumvarpið um breytingu á stjóm þeirra var þar til afgreiðslu. Verður að telja það stórvita- vert af opinberum trúnaðar- manni að gefa svo ranga skýrslu um fjárhagsafkomu verksmiðjanna og er það engin afsökun, þótt það sé gert til þess að breiða yfir persónuleg- ar yfirsjónir. Hefir oft, þótt minna liafi munað, verið talað um reikningsfölsun. Munurinn á uppgjöri Finns og hinu nýja uppgjöri verk- smiðjanna liggur í því: 1) að Finnur liefir talið birgðir verk- smiðjanna af lýsi og mjöli etc. miklu meira virði en þær reynd- ust og munar á þeim lið um 170 þús. krónum, 2) að Finn- ur hefir fært til eignaaukning- ar ýmsar breytingar og svo- nefndar endurbætur að uppliæð samtals 337 þús. kr., en af þess- ari upphæð liefir verið ákveðið að telja 197 þús. kr. til eigna- aukningar, 3 þús. kr. til stofn- lcostnaðar þróarinnar, en af- gangurinn, 137 þús. kr., færist til útgjalda þar sem hann er falinn i breytingum, sem ekki fela í sér neina verðmætisaukn- ! ingu fyrir verksmiðjurnar, eða j eru hreint viðhald, 3)að Finnur j hefir fært síldarþróna frægu til eigna með hinu óhóflega kostn- aðarverði og því sem á það var smurt, en verksmiðjustjórnin hefir nú álcveðið að telja þróna ekki til eigna með liærra verði en kr. 70 þús., svo að á þessum lið hefir orðið að að afskrifa 178 þús. la*. Munurinn er því samtals samkvæmt 1. lið liér að framan kr. 170 þús. 2. ------------- — 137 — 3. ------------- _ 178 — 4. ónýt síld o. fl. — 19 — Alls kr...... 504 þús. Vísir hefir áður skýrt nokkuð frá hinum mörgu mistökum, sem orðið hafa á rekstri verk- TS> aðeins Loftup. smiðjanna undir handleiðslu Finns Jónssonar. Nægir að minna á, að Síldarverksmiðjan á Raufarhöfn var ekki tilbúin til að taka á móti sild i hyrjun ver.tíðar 1936 og tvær verk- smiðjurnar á Siglufirði ekki fullbúnar í byrjun vertíðar 1937. Þurkofnar verksmiðjanna, sem rifnir höfðu verið niður og hlaðnir upp, skemdust m. a. vegna þess hve fljótt þeir voru teknir i notkun, að lýsisskil- vinda, sem kostaði 10 þús. kr. var hrotin i mél fyrir vangæslu, að tvö rafmagnsspil, sem kost- uðu mörg þúsund krónur voru eyðilögð á fyrsta klukkutiman- um, sem þau voru í notkun, að annar ketill S. R. 30, liálfeyði- lagðist vegna ofálags, að 250 hestafla rafmótor var altaf að hila, að því er talið var vegna gapalegs álags og var hann þó ekki nema 2ja ára gamall,að fyr- verandi stjórnendur verksmiðj- anna, Páll Þorbjörnsson og Jón Sigurðsson fóru báðir úr stjórn- inni með skuldir á bakinu, sem enn eru ógreiddar, um 1000 kr. hjá öðrum, en 1200 kr. lijá hin- um, að fyrverandi fram- kvæmdastjóri verksmiðjanna eyddi óhóflega miklu er hann var á ferðalagi fyrir reikning verksmiðjanna. Til dæmis liefir eyðsla framkvæmdastjórans numið 250 kr. á dag nærri hálfs- mánaðar tíma, sem hann dvaldi í Kaupmannaliöfn, eftir þvi sem næst verður komist. Nú er það uppvíst, að Finnur hefir greitt Gísla Halldórssyni 4000 kr. aukaþóknun fyrir eftir- lit lians með þróarbyggingunni frægu, auk þeirra 12000 kr. árs - launa, sem hann hefir frá verk- smiðjunumi og eru þar ekki taldar ferðasportlur hans. Öðr- um verkfræðingum munu og hafa verið greiddar á 7. þús. kr. fyrir teikningar og útreikninga á þessu eindæma þróarbákni. Þróin er áreiðanlega merki- legasta furðuverk, sem nokk- urntíma hefir verið reist hér á landi. í hana hafa m. a. farið 100 tonn af steypujárni og hún er þannig bygð, að fyrst er síld- inni steypt ofan af hárri bryggju niður í djúpan kjallara, þaðan er hún dregin upp á háaloft í bákni þessu og látin falla þaðan 30 fet niður í neðri hæð þróar- innar, og er síldin, þegar þangað | er komið, sundurtætt af þess- ari fáheyrðu meðferð. Hér við hætist að ómögulegt er að kom- ast að því að salta síldina í neðri þrónni svo að helmingur þróar- innar er óhæfur til síldar- geymslu, enda er það yfirlýst af hinum nýja framkvæmdastjóra að svo sé. Reyndin liefir því orð- ið sú, að fjTÍr 250 þús. krónur hefir ekki fengist geymslurúm fyrir meira af síld en ca. 11 þús. mál, en síldarþró af hent- ugri gerð, sem tekur 22 þús. mál kostar ekki nema ca. 70 þús. kr. Flestum mun því finnast mat hinnar nýju stjórnar verk- smiðjanna á þróarbákninu alt of hátt, ef hún metur það á 70 þús. kr., þar sem það einnig kom á.daginn í sumar að þróin skenidi sild fyrir yfir 150 þús. lcr. Það er furðuleg ósvífni af fyrverandi verksmiðjustjórn, að verðlauna með 4000 kr. auka- greiðslu til framkvæmdastjóra slíkt endemi, sem þessi þróar- bygging er, og má með sanni segja, að það sé táknandi en dýr minnisvarði, sem Finnur hefir reist sér og óstjórn sinni á verk- smiðjunum með þessu 250 þús. kr. furðuverki. Gríma. Tólfta hefti tímaritsins „Gríma“, er Þorsteinn M. Jóns- son á Akureyri gefur út, liefir verið sent blaðinu fyrir nokk- uru. „Gríma“ hefir verið fróð- legt rit og skemtilegt frá upp- liafi og flutt margt merkilegra sagna, sumt lireinar þjóðsögur, er gengið liafa i munni manna um langan aldur, en annað frá- sagnir af einkennilegu og óvenjulegu fólki, og er suml af því eklci alls fyrir löngu til moldar gengið. Hefir það fólk, flest eða alt, verið þess vert að einhverju leyti, að minning þess, striði þess og striti, sigr- um og ósigrum, væri lýst að nokkuru. Það er ekki sjálfsagð- ur hlutur, að harátta og márg- víslegt stríð olnbogaharna og auðnuleysingja geti ekki verið lærdómsríkt á ýmsa lund. Allir eiga nokkurn rétt á sér i tilver- unni, jafnvel þó að breyskir sé og margvíslega bagaðir. Siðasta hefti ritsins flylur þetla efni: Þáttur af Rifs-Jóku, eftir Benjanún Sigvaldason. Hefir Jóka verið blendin og brellin í meira lagi. En gull lief- ir þó leynst í soranum og mætti vel hafa orðið að gagni, ef eftir þvi hefði verið leitað. En kyn- slóðirnar hafa löngum verið fundvísari á annað en gullið í sálum umkomulítiíla samferða- manna. Þátturinn er vel skrif- aður. Yilla á öræfum heitir næsta frásagan. Er það útvarpserindi, sem Pálmi rektor Hannesson flutti í febrúarmánuði 1934, og segir frá hrakningum Kristins Jónssonar fná Tjörnum í Eyja- firði, þess er viltist í fjárleitum haustið 1898 og hraktist matar- laus og illa búinn suður öræfi, uns hann fanst, kalinn og skemdur og nær dauða en lífi, i Búrfellsskógi norður af bygð í Eystra-Hreppi í Árnessýslu. — Hafði liann þá verið matarlaus, rammviltur og oftast holdvotur tæp 15 dægur (frá 27. septem- ber til 4. október) og gengið 200—250 km., ef gert er ráð fyrir að liann hafi farið all- miklar krókaleiðir, svo sem tíðast er um vilta menn. Erindi Pálma rektors er skemtilegt og fróðlegt og bún- ingurinn prýðilegur. Ritar sá maður miklu minna en æskilegt væri, svo sem áður hefir verið að vikið hér í blaðinu. — Þá koma Nokkrar sagnir úr Vestur-Húnavatnssýslu, er Frið- rik Á. Brekkan hefir sla*ásett. Þær eru þessar: Stefán Helga- son. — Frá Stefáni Þorvalds- syni halta. — Um Dalkots- Lálca. -—- Guðrún í Litlu-Tungu og Brandur. — Málfríður kerl- ing. — Frá Hörghóls-Móra. — Fr. Á . B. er Vestur-Húnvetn- ingur og þvi kominn nær um frétt. Hefir hann ritað sögurn- ar eins og þær gengu í munni manna, er hann var að alast upp í Miðfirði. Lestina reka þessar frasögur: Arnoddarurð, eftir handriti Einþórs Stefánssonar frá Mýr- um, og Gálgahraun og Gvend- arsteinn, báðar eftir handriti Skúla Þorsteinssonar á Reykj- um. --O--- Jónas læknir Rafnar segir frá helstu æviatriðum Kristins Jónssonar. Hann fæddist 1876 að Jórunnarstöðum i Eyjafirði. Fyrstu ár æv- innar hafði hann verið „mjög heilsuveiklaður og framfaralít- ill, var bæði augnveikur og eitlaveikur". Hann var „ekki tápmikill“, er hann komst til fullorðinsára, „en seiglaðist vel, góður f jármaður og fór vel með allar skepnur.“ Sunnlendingar — og þá ekki síst Reykvíkingar — reyndust Kristni vel í raunum hans. „Skutu þeir saman fé til Mý ýsa fæst í dag í fiskútsölum Jðns & Steingrlms greiðslu á sjúlo*akostnaði hans og bjuggu hann* svo vel úr garði, að þegar hann kom aftur heim i átthaga sína á áliðnum vetri, var liann vel og snyrtilega til fara og með 300 krónur í vas- anum.“ Kristinn kvæntist árið 1905 og lióf búskap á Nýjabæ í Eyja- firði, en fluttist síðar að Úlfá. Þar misti hann konu sina árið 1917. — Eflir það tók heilsu hans mjög að hnigna, „lá flest vor í lungnabólgu”, bjó við mikla fjárliagslega óliægð og örðugleika, „en aldrei þá hann af sveit“. — Hann andaðist úr lungnaberklum í sjúkrahúsi Akureyrar sumarið 1921, hálf- fimtugur að aldri. Sala happdrættismiða hef- ir farið ört vaxandi á fyrstu 4 árunum. Fyrsta árið (1934) seldust miðar fyrir nálega 680.000 krónur, en á síðasta ári (1937) fyrir á aðra miljón krónur. Senn liður að því, að alt verður útselt, er selja má (lVz miljón krónur). Frá starfsemi Happdrættisins. 11. Hús var reist fyrir happ- drættiságóða. 1937 vann A. í þorpi nálægt Reykjavík 5000 krónur. A. er dugnaðarma'ður, en fátækur 5 barna faðir og eru 3 af þeim í' ómegð, en hefir altaf komist af án sveitarstyrks. Nú er hann bú- inn að reisa myndarlegt stein- hús. 12. Styrkur í veikindum. í 4. flokki 1935 vann maður i Reykjavik 5000 krónur á %- miða. Hann sagðist hafa verið veikur megnið af vetrinum og svo félitill, að hann hefði ekki getað farið eftir ráðleggingum læknis sins, en þær voru alger hvild. Hann hefði orðið að fara að vinna strax og hann komst á fætur. 13. Ung stúlka vinnur 20.000 krónur. 1 fyrsta flokki 1936 skrifaði stúlka, sem býr i nágrenni Rvik- ur, umboðsmanni í Reykjavik og bað hann að velja fyrir sig nú- mer. Um sama leyti tilkynti starfsmannafélag, sem hafði haft númer hjá sama umboðs- manni, að það myndi ekki end- urnýja númer sitt, vegna þess að það ynni aldrei. Lét nú umboðs- maðurinn stúlkuna fá númer starfsmannafélagsins og vann hún 20.000 krónur á það í des- ember sama ár. 14. 5 ára drengur vinnur 2500 krónur. f 2. flokki 1936 vann 5 ára drengur 2500 krónur á 14 miða. Hann var í fóstri hjá ömmu sinni. Gamla konan hafði orðið að fá lánað kr. 1.50 til þess að endurnýja nieð fyrir dráttinn. Sjaldan hlýtur liikandi happ. Umboðsmenn í Reykjavík eru: Frú Anna Ásmundsdóttir & frú Guðrún Björnsdóttir, Túngötu 3, simi 4380. Dagbjartur Sigurðsson, kaupm., Vesturgötu 45, sími 2814. Einar Eyjólfsson, kaupm., Týs- götu 1, sími 3586. Elís Jónsson, kaupm., Reykja- víkurveg 5, sími 4970. Helgi Sívertsen, Austurstræti 12, sími 3582. Jörgen Hansen, Laufásvegi 61, sími 3484. Frú Maren Pétursdóttir, Lauga- veg 66, sími 4010. Pétur Ilalldórsson, Alþýðuhús- inu. Stefán A. Pálsson & Ármann, Varðarhúsinu, sími 3244. Umboðsmenn í Hafnarfirði eru: Valdimar Long, kaupm., sími 9288. Verslun Þorvalds Bjariiasonar, simi 9310.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.