Vísir - 25.02.1938, Blaðsíða 4

Vísir - 25.02.1938, Blaðsíða 4
VlSIR Ralbylgju- ofninn. Blaðamönnum var í gær boðið að skoða nýja, íslenslca wppfundningu, rafbylgjuofninn, sem þrír áhugasamir menn iiafa unnið að með góðum á- rangri. Eru það þeir Guðmund- lir Jónsson, Agnar G. Breið- fjörð blikksmiður og Stefán Runólfsson Hafa þeir myndað með sér félagsskap og hyggja til framleiðslu á þessum ofnum, Eru allar líkur til, að þessi nýja ofntegund muni ná mikilli út- breiðslu, þvi að um mikla kosti er að ræða umfram aðra hit- unarofna, svo sem ratmagns- geislaofna og miðstöðvarofna. Er þar fyrst að ncfna spar- neytni, en ennfremur má gera ráo fyrir góðri endingu. Ofnarnir eru af ýmsum stærðum, a'uðvelt að flytja þa úr stað, snotrir útlits og eld- hættulausir. Hitinn ee jafn og þægilegur. B CBÍOP fréffír I.0.0.F.1=11922581/2=F1. Veðrið í morgun. í Reykjavík 8 st., mestur hiti í gær 7, minstur í nótt 6 st. tírkoma 3.5 m.m. Heitast á landinu í morg- un 12 st., á Siglunesi, minstur hiti 4 st., að Skálum. Yfirlit: Djúp og víðáttumikil lægð yfir Atlantshafi og Grænlandshafi á hreyfingu í norð-norðaustur. Horfur: Faxa- flói: Hvass suðaustan og sunnan. Rigning. Skipafregnir. Gullfoss er á leið til Leith frá Kaupmannahöfn. Goðafoss er í Hamborg. Brúarfoss var á Kópa- skeri í morgun og Dettifoss á Pat- reksfirði. Lagarfoss er í Kaup- anannahöfn. Ærá Hafnarfirði. Lyra affermdi í Hafnarfirði í fyrradag til bæjarútgerðarinnar ■efni í 50 fiskhjalla. Ætlar bæjarút- gerðin að herða í þeim ufsa á kom- •andi vertíð. — Togarinn Maí kom 'til Hafnarfjarðar í gærmorgun tmeð '130 smálestir af ufsa, eftir daga veiðiför. Skipið fer aft- ur á veiðar í kvöld. Línuveiðarinn jFjölnir kom til Hafnarfjarðar í gær. — Var afli hans 112 skpd. — FÚ. Esja íór frá Siglufirði kl. 6 siðdegis áléiðis tíl Hofsóss. Afmæli Þjóðminjasafnsins var haldið hátíðlegt að Hótel iBorg í gær- kveldi og voru margar ræðurflutt- ar. — Matthías Þórðarson þjóð- minjavörður flutti ræðu um safnið sjálft, dr. Jón biskup Helgason tal- aði fyrir minni íslands, Indriði Einarsson um Sigurð Gtiðmunds- son málara og Sigurð Vigfússon fornfræðing, en báðir höfðu ver- ið kunningja'r hans. Dr. Guðm. Finnbogason talaði um menning- argildi safnsins, en Bened. Sveins- son um nauðsyn þess á nýjum og bættum húsakynnum. Þorsteinn Gíslason las upp kvæði eftir sjálf- an sig, en annað kvæði eftir hann var sungið. Póstferðir laugard. 26. febrúar. Frá Reykjavík: Mosfellssveitar- Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa-póstar. TilReykja- víkur: Mosfellssveitar-, Kjalar- ness- Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa-póstar. Austanpóstur. Fagranes frá Akranesi. Höfnin. Arinbjörn hersir kom frá Eng- landi í nótt. Sindri kom af ufsa- veiðum með 110 smál. L.v. Sigríð- ur kom af veiðum í gær með 60 skpd., eftir stutta veiðiför. Næturlæknir: Axel Blöndal, Mánagötu 1, sími 3951. Næturvörður í Reykjavíkur apteki og Lyfjabúðinni Iðunni. Útvarpið í kvöld 18.45 íslenskukensla. 10.10 Veð- urfregnir. 19.20 Þingfréttir. 19.50 Fréttir. 20.15 Erindi: Uppeldi, VI. (dr. Símon Ágústsson). 20.40 Hljómplötur: a) Lög úr óperum, b) Píanólög. 21.20 Útvarpssagan: Katrin, eftir Sally Salminen (14.). 21.50 Hljómplötur: Harmónikulög. 22.15 Dagskrálok. „Eg hefi séð fifil minn fegri,“ sagði betlarinn við Skotann. „Það getur verið,“ svaraði hann, „en eg má ekkert vera að tala um jurtafræði núna.“ f)ÆR REYKJA FLESTAR TEOfANi 3 2 * ^ rt >h (3j ■SSÍ3 Hárgreiðslustofan Perla. Bergstaðastr. 1. Sími 3895. VÍSIS liAFFIÐ gerir alla glaða. Daglega nýtt í matinn Dilkakjöt, Saltkjöt, Nautalcjöt, Svínakjöt, Hangikjöt, Kjöt hakkað, Fiskfars, Kindabjúga, Miðdagspylsur, Kjötfars, Harð- fiskur o. fl. — Það besta er aldrei of gott! Álegg á brauð, mikið úrval. ----Alt til sprengidagsins.- Jón Mathiesen Sími: 9101 og 9102. Útbú Hverfisg. 56. — Sími 9301. arLINDARPENNI, grænn Pelikan, tapaðist um næstsíðustu helgi, óvíst hvar. Finnandi er vinsam- lega beðinn að gera aðvart eða skila honum á afgr. Vísis.___________________(500 PENINGABUDDA, með al- eigu gamallar konu var tekin á afgreiðsluborðinu í Liverpool, Hafnarstræti í gær. Vinsamleg- ast skilist þangað. (430 BLÁ kventaska hefir tapast. Skilist á Bjarnarstíg 9. (425 SJÁLFBLEKUNGUR, merkt- ur: „Guðríður“ tapaðist. Skilist á skrifstofu Alliance. (427 Ðaglega nýtt Kjötfars, 1.40 pr. kg. Miðdagspylsur, 1.90 pr. kg. Kindabjúgu, 1.90 pr. kg. Leifsgötu 32. Sími: 3416. ftHOSNÆf)ll TIL LEIGU 1. mars 2 her- bergi og eldhús. Uppl. Þórsgötu 5, miðhæð. (424 MIG VANTAR íbúð (2—3 herbergi) frá 14. mai n. k., helst sem næst Kennaraskólanum. — Isak Jónsson. (428, íbúð 3 herbergi og eldhús,með 14. maí næstk. — Tvent í heimili. Uppl. í síma 1640. eða 3435. (432 MAÐUR í fastri stöðu óskar eftir góðri 2ja lierbergja íbúð nálægt miðbænum 14. maí. — Þrent í lieimili. Uppl. í síma 1094. (433 STOFA og eldliús til leigu. Uppl. í síma 2363. (436 LÍTIL kjallaraíbúð með sér- miðstöð til leigu nú þegar fyr- ir barnlaust, ábyggilegt fólk. — Uppl. Hverfisgötu 16 A. (437 BARNLAUS lijón óska eftir tveimur herbergjum og eld- llúsi 14, maí, með öllum þæg- indum, í mið- eða vésturhæn- um. Tilboð, merkt Rólegt, leggj- ist inn á afgreiðslu blaðsins fyr- ir 27. þ. m. (439 TVÖ herbergi og eldhús ósk- ast strax. Uppl. síma 1525. — (431 IkaupskapdrI LIFUR og hjörtu. Kjötbúðin Herðubreið, Hafnarstræti 18. — Sími 1575. (355 SÚR HVALUR. — Kjötbúðin Herðubreið, Hafnarstræti 18. — Simi 1575. (356 DÖMUKÁPUR, kjólar, dragt- ir og allskonar barnaföt er snið- ið og mátað. Saumastofan, Laugavegi 12, uppi. Sími 2264. Gengið inn frá Bergstaðastræti. ____________________(317 HATTASAUMUR og breyt- ingar. Hattastofa Svönu & Lár- ettu Hagan, Austurstræti 3. — Simi 3890. (1 NOTUÐ íslensk frimerki eru ávalt keypt hæsta verði í Bóka- skemmuiini, Laugavegi 20 B og á Urðarstig 12. (74 6ðk) '8TIT nuig uojy uignqiofyj — •bjtoij iSjgui go iqsuaisi ‘jofuis quq TUH ‘Jniæjinj) ‘qneq •nSnrqeputyi qofqegnes gi -guen jofqeisaq giguen 'qpis 1 IQÚiepieioq -jjnq 1 loLiepie[oq •gq % \id ejne OS BIBI ? nugjoqnj je iofq •iQfqejieqiiy : NNIXVIN V9V gflNNÍlS J GÓÐ, notuð taurulla til sölu. Verð 30 kr. Sími 4425. (438 ■VínnaB UN GLIN GSSTÚLK A óskast til að gæta barna, á Flókagötu 5. Sími 3043, (420 STÚLKA Óskast hálfan dag- inn. Tvéllt í íiéimíii. Uppl. i sima 4135. (435 STÚLKU vantar. — Upþí, i Hanskagerðinni, Austurstrætí. (440 og menn hans, Sögur í myadum fyrip börn. 31 Fógetinn og Gramur hækka í tigninni. — Nú er tími til að halda af stað, — En hvað þú ert hugrakkur, fó- — Eftir þetta tiltæki er En allir bæjarbúar ætla að ærast af Hrói. Málaliðsmennirnir eru farnir geti! Hræddur við bjarndýr, sem líf þitt ekki mikils virði, kátínu yfir óförum Grams og fó- að fá kjarkinn aftur. Hvert augna- ætlar bara að fá eina kjaftfylli. Hrói. getans. — Takið okkur niður, þorp- blik er dýrmætt. Komi þið! arar, hrópuðu þeir. 'NJÓSNARI NAPOLEONS. -52 * eðlara en tilfinningar þær, sem hún bar í brjósti tiLmágs sins. Hún dáði Gerard mjög — eins og menn dá hetju i ástarsögu, fyrir riddaraskap göfgi og glæsileik, og aðrar dygðir, er karlmenn xnega mest prýða, enda kallaði hún hann oft „mon chevalier“. Og það var liún, sem keypti hina frægu mynd málarans Delacroix af Bay- ard, „le chevalier sans peur et sans reproche“. Hún liafði það ait af í setustofu sinni, yfir skrif- borði sínu, því að liún hafði nú tekið það í sig, að Gerard væri lifandi eftirmynd þess, sem mál- verkið var af. Konur þeirra tíma voru nú svona, þær ólu slikar hugmyndir, og hún ræktaði hugs- ■anir sinar um liann (eg get ekki fundið annað vorð til þess að lýsa liugarfari hennar í hans garð) og hún trúði því af einlægni og innileik, að lionum þætti vænt um hana. Og nú var svona bræðilega lcomið fj'rir þess- um unga glæsilega manni, sem framtíðin blasti við. Og hann, að sjálfsögðu alsaklaus. Hvernig mælti svo vera, að hann væri sekur um land- i’áð eða nokkurn glæp gegn riki og stjórnar- völdum. Og þessi ógeðslegi smjaðrari og höfð- ingjasleikja, Toulon, vogaði sér að tala um ó- yggjandi sannanir! Það var ekki satt, það gat ekki verið salt. Og þegar hann talaði um skrif- lega játningu var það fölsun, eða — og Fanny de Lanoy lirylti við af tilhugsuninni — að um var að ræða andlegar pyndingar. — Gerard liafði verið kvalinn svo, að hann hafði til neyðst að játa á sig glæp, sem liann liafði ekki framið. Hún var ekki í nokkurum vafa, — hún vissi hversu djöfullegum aðferðum var beitt við póli- tíska fanga. Toulon, Prevost og alt þeirra lið. Þessir fyrirlitlegu djöflar í mannsmynd svifust einskis, til þess að geta mjakað sér upp á við — til metorða og auðs. . „Væna mín“, sagði liún ávalt við mig, er at- burði þessa dags bar á góma, „livernig eg fékk afborið það, sem fyrir okkur kom þennan dag, er mér ráðgáta enn þann dag í dag. Eins og þú getur gert þér í liugarlund hafði mér aldrei dottið í liug, að Gerard mundi flækjast inn í þessi áform, sem rædd voru i leynifélögunum. Hann var liollur konunginum, eins og allir menn af okkar grein aðalsins voru, en liann var göf- uglyndari, hreinlyndari maður en svo, að liann læki nokkurn virkan þátt í samsærisáformum um að ráða keisarann af dögum — eins og vesa- lings Pierre du Pont-Croix. Eg var því grun- laus með öllu — og svo kom þella alt í einu yfir okkur eins og reiðarslag. Eg reyndi að halda liUgarjafnvægi, þvi að eg liafði aldrei bugast látið, livað sem á gekk. En eg leið miklar þjáningar — meiri en eg hefi nokkuru sinni liðið á æfinni. Það get eg full- vissað þig um.“ Eg áræddi að drepa á þann bluta bréfs Tou- lons, þar sem hann vék að því, að Gerard og hefðarkona nokkur, sem keisarinn sjálfur léti sér persónulega ant um, liefði verið gefin saman. Og gamla liertogafrúin brosti dapurlega, um leið og hún svaraði: „Sannast að segja, gat eg — þessar stundir — ekki um annað liugsað eil Gerard og hörmuleg örlög hans. Eg sá lík lians, sundurtætt af byssu- kúlum, fyrir liugskotsaugum mínum — í gröf afbrotamanns. Þetta var svo ógn- og lirollvekj- andi, að aðrar liugsanir komust vart að. Góður guð lét mig tvívegis verða fyrir miklum harmi. Og að eins önnur raunin var vissulega nóg til þess að eg eltist um mörg ár á skammri stundu. Nei, þú mátt ekki brosa að mér. Eg fullvissa þig um, að þegar eg liafði lesið þetta liræðilega bréf, livarf æskan og gleðin úr sál minni — og hvorugt kom aftur —- að fullu og öllu. Fram að þessum degi var eg ung — og hamingju- söm. Vitanlega var lif mitt nokkuð einhæft. Það var þessi eilifa liringferð — úr einni veisl- unni i aðra, í opinberar heimsóknir, og við liöfðum boð inni sjálf, eins og þú getur skilið, og þegar maður stendur í þessu árið út og árið inn, verður það einhæft líf og dálílið þreytandi, því að ekki má gleyma, að alt var rígskorðað samkvæmt settum siðareglum, er varð að fylgja á þessum tíma, meðal hinna æðri stétta. Og — maðurinn minn — liann var góður i sér, kurteis, rausnarlegur, en ekki — heitlyndur. En livað sem því leið var eg hamingjusöm. Og eg átti hamingju mina mikið Gerard að þalcka. Vinátta okkar var fullkomin. Við skildum livort annað til fulls. Og liann var svo skemti- legur og ræðinn. Við ræddum um bækur, hljóm- list, málverk. Ilann var góðvinur Dumas og Oclave Feuillet, Meissonier og Puvis de Cliav- annes — liann þekti Offenbach vel, Sclineider og Cora Pearl — kunnustu menn og konur álf- unnar, sem dvöldust í París — og hann sagði mér alt, sem gerðist meðal listamannanna, en við þá gat eg ekki haft mikið saman að sælda.“ „Nú, þegar eg hafði þetta bréf Toulons í höndunum, skildist mér að fullu, að hinir góðu, hamingjuriku samvistardagar minir og Gerards voru liðnir og mundu elcki aftur koma. Við liöfðum verið svo samrýnd og litið samúðar- rikuin augum á aðra menn. Og þegar eg svo hugleiddi þetta leynilijónaband jukust sálar- kvalir mínar um allan helming. Þvi að — grun- ur vaknaði um það í liuga mínum að Gerard liefði lengi farið á bak við mig, að hann hefði verið ástfanginn af þessari konu, liver svo sem hún var, án þess að vikja að því einu orði við mig eða gefa mér neitt í skyn um það — en eg var trúnaðarmaður hans. Og mér var það lirein- asta kvalræði að heyra hertogann tala um þetta lijónaband frá sjónarmiði manns, sem ekki læt- ur sér bilt við verða, livað sem fyrir kemur, og ræðir um þetta rólega eins og hvern hversdags- legan viðhurð, en eg kvaldist af þessu. Maðurinn minn leit svo á, að Gerard hefði lengi verið ástfanginn af þessari konu — að minsta kosti nokkurn tíma — og hefði ætlað sér að kvongast henni í náinni framtíð — i stuttu máli, að liann hefði verið svo ástfanginn af henni, að liann hefði kosið að gefa henni nafn ætlar sinnar, áður en hann varð að láta líf sitt. Að þvi er konuna snertir var það eldci nokkurum vafa undirorpið, að hún var af Bonaparteættinni, og þar sem eignir Gerards voru teknar lögtaki og lagðar undir ríkið, eins og ávalt var gert, þegar um landráðamenn var að ræða, mundi keisarinn sjálfur leggja ekkju lians til mikið fé. En livað sem þessu leið hafði keisarinn og rikisstjórnin samþykt þetta lijóna- hand, og það var ekki um annað að ræða, en stappa í sig stálinu og vera við því búin að liitta þessa konu í sölum keisarans. Ef við reyndum að ganga fram lijá lienni, sagði mað-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.