Vísir - 01.03.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 01.03.1938, Blaðsíða 2
V I S I R VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Páll Steingrímsson. Skrifstofa . 1 Austurstræti 12. og afgreiðsla J S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Vandlifað. NDANFARNA daga hafa farið fram umræður um vinnulöggjafarfrumvarp sjálf- stæðismanna á Alþingi. Að sjálfsögðu hefir ekki orðið hjá því komist, í þeim umræðum, að víkja nokkuð að frumvarpi því, um sama efni, sem gert er ráð fyrir, að ríkisstjórnin muni hráðlega leggja fyrir þingið og þegar er komið fyrir alinenn- ingssjónir. En þó að frumvarpi þessu sé, eins og vænta mátti. að ýmsu ábótavant, þá er það þó viðurkent af öllum, að með því sé stigið spor í rétta átt. Hafa sjálfstæðismenn á þingi einnig 'látið orð falla á þá leið um frumvarpið, og m. a. sagt, að það hefði að geyma mörg af nauðsynlegustu ákvæðum þess frumvarps, sem þeir flytja sjálfir. En þessi „hólsyrði“ sjálfstæðismanna, um hið vænt- anlega stjórnarfrumvarp virð- ast engan veginn hafa fallið í góðan jarðveg í stjórnarherhúð- unum! í Tímadagblaðinu á sunnu- daginn birtist smágrein á fyrstu síðu með fyrirsögninni: „ílialds- menn lijálpa kommúnistum“, og er þar gefið í skyn, að til- gangur sjálfstæðismanna með þessum undirtektum sé sá, að gefa andstöðu kommúnista gegn vinnulöggjöfinni byr í seglin, enda hafi kommúnistar „telcið þeim með þökkum og sagt í blöðum sínum, að verka- menn gætu best séð á þessum ummæium íhaldsmanna, hvers- konar þrælalög séu hér á ferð- inni“. Og segir blaðið, að af þessu verði ljóst „samspilið“, sem þama sé á milli kommún- ista og sjálfstæðismanna! En hvers vegna kemur Fram- sóknarblaðinu það svona ger- samlega á óvart, að sjálfstæðis- menn skuli geta fundið nokkuð nýtilegt i þessu vinnulöggjafar- frumvarpi stjórnarinnar? Blað þetla hefir nú árum saman ver- ið að klifa á þvi, að það væri eitthvert mesta áhugamál Framsóknarflokksins, að koma á vinnulöggjöf, sem gæti orðið nokkur liemill á verkfallsæði kommúnista og hinna „óró- legu“ í Alþýðuflokknum. Það inætti því ætla, að í þessu vinnulöggjafarfrumv. stjórn- arinnar hlytu að felast einhver -gagnleg fyrirmæli í þá átt. En svo virðist sem Framsóknar- blaðinu muni koma það mjög á óvart, ef svo væri, og að sá liafi í rauninni engan veginn verið tilgangurinn með þessari fyrirhuguðu löggjöf, sem látið var í veðri vaka. Eða þá að brýn nauðsyn þykir á því, að því verði haklið sem vandlegast leyndu, meðan verið er að koma löggjöfinni á. En liafi það ver- ið tilgangurinn, að svíkjast þannig aftan að verkalýðnum í landinu, öðrum liöfuðaðila þessa máls, þá þarf að vísu ekki að gera ráð fyrir því, að um það geti orðið nokkurt ,.samspil“ milli Sjálfstæðis- flokksins og stjórnarflokkanna, annars eða beggja. En af Al- þýðuflokksins liálfu virðist þó að vísu ekki hafa verið gert ráð fyrir nokkuru slíku. Og yfir- leitt verður að viðurkenna það, að miklu meiri „mannsbragur“ er á allri framkomu hans í jiessu máli, en Framsóknar- flokksins, svo mjög sem hann þó á í vök að verjast fyrir lýð- æsingum kommúnista. Það liefir verið viðurkent al- \eg afdráttarlaust í blaði Al- þýðuflokksins, að það væri til- gangurinn með vinnulöggjafar- frumvarpi stjórnarflokkanna, að sporna við óþörfum og mis- ráðnum verkföllum. T. d. er látið svo um mælt í blaðinu í gær: „Það er alls ekki í þágu verkalýðsins, að hversu fámenn- ur félagsfundur sem vera skal, geti skelt fyrirvaralaust á verk- falli, sem snertir þúsundir manna“. Og þetta á vinnulög- gjöf sú, sem stofnað er til i frv. stjómarflokksnna að lcoma í veg fyrir að verði gert. ög það er viðurkent af sjálfstæðis- mönnum, að þessum tilgangi verði náð með ákvæðum frum- varpsins. Og því liafa lcommún- istarnir „tekið með þökkum“, eins og Tímadagblaðið segir. En hvað hefði það stoðað, þó að sjálfstæðismenn liefðu vé- fengt þetta, úr því að það er við- urkent af málgagni Alþýðu- flokksins, að þessi sé tilgangur frumvarpsins, Það virðist vissu- lega til of mikils mælst, að sjálfstæðismenn vilji vinna það til, að neita staðreyndum, til þess að hjálpa stjórnarflokkun- um til að blekkja flokksmenn sina, jafnvel þvert ofan í stað- hæfingar stjórnarblaðanna! 28. febr. FÚ. VÍSINDALEG HAGNÝTING SJÁVARAFURÐA. Enska blaðið „Fishing Ne\vs“ skýrir frá því að í Þýskalandi sé verið að gera mjög merkilegar tilraunir um visindalega Iiag- nýlingu sjávarafurða og segir að þeim tilraunum sé fylgt með hinni mestu athygli í Þýska- landi. Blaðið skýrir frá því, að nú þegar séu eftirtaldar vörur framleiddar úr fiskafurðum, með ýmsum vísindalegum að- ferðum. Fiskipylsur í stórum stíl, fóðurefni til klæða, allskon- ar umbúðahylki, eggjahvitu- duft og bökunarduft, og enn- fremur sé verið að framleiða nýjar tegundir af næringarefn- um úr lýsi og fiskoliu. Þess má geta að á rannsóknarstofunni „Fiskelaboratoriet“ í Stafangri í Noregi er einnig verið að gera margvíslegar tilraunir meðnýja liagnýtingu sjávarafurða og gera menn sér vonir um að einnig þessar tilraunir verði i framtíðinni mjög þýðingar- miklar fyrir afkomu sjávarút- vegsins í Noregi. Kaupmannahöfn, 28. febr. FÚ. ASBJÖRN RUUD SIGURVEG- ARI í STÖKKKEPNI. 1 stökkkepninni á skíðamót- inu í Lathi í Finnlandi varð Norðmaðurinn Asbjörn Ruud sigurvegarinn. — Næstur varð Marusar frá Póllandi. Þjóðverjar reka víðtæka njósnastarfsemi í Banda- ríkjunum. Hitler reynir ad inilTÍssa Bandaríkjamenn nm, ad Þjódverjar vilji eng-in afskifti af innanrikismálum Stónkostleg verkföll, ef vinniilöggjöf Chautemps nær ekki fram ad ganga. Þingklukkan stöövuð. EINKASKEYTI TIL VtSIS. London í morgun. New York fregnir herma, að upp hafi komist um víðtæka njósnastarfsemi í Bauda- ríkjunum, einkanlega í hafnar- óg flótaborgunum, bæði á Atlantshafs- og Kyrrahafsströndum. Fregnir um þetta og handtöku þrigg ja Þ jóðverja hafa vakið ugg um gervöll Bandaríkin og er unnið kappsamlega að því, að hafa upp á öllum, sem við njósnirnar eru riðnir. Fregnir þessar komu þjóðinni mjög á óvart, því að leynilög- reglu sambandsstjórnarinnar tókst aðdáanlega að halda leyndri starfsemi sinni til þess að hafa upp á njósnurunum. Unnu þeir að rannsóknum sínum í 18 mánuði, en þá var farið að koma í ljós, að njósnarar mundu að verki í mikilvægustu hernaðarstöðv- um Bandaríkjanna. Allan þennan tíma var unuið að þvi að hafa hendur í hári njósnaranna. Er húist við nýj- um liandtökum þá og þegar og að meðal hinna handteknu verði ýmsír leiðtogar njósnaranna, en handtaka þeirra þriggja Þjóð- verja, sem fyrr var að vikið, hefir leitt til þess, að nýjar upp- lýsingar hafa fengist um njósna- starfsemina og leiðtoga njósnar- anna. Njósnararnir höfðu með sér félagsskap, segir aðalskrifstofa leynilögreglu sambandsstjórn- arinnar. Þeir njósnuðu m. a. um vamir Panamaskurðsins og einnig í öllum helstu flota- og flugstöðvum í austur- og vesturhluta Bandaríkjanna. Höfðu njósnararnir hnuplað skjölum og teikningum yfir víggirðingar o. s. frv. Þýski sendiherrann í Washingion, Dieckhoff, hefir farið á fund Cordelí Hull, utanríkismálaráð- herra Bandaríkjanna og til- kynt honum, að þýska stjórnin hafi fyrirskipað, að öllum Þjóðverjum,semhafa þýskan borgararétt, hafi verið boðið að ganga úr „Deutscher VoIksbund“, sem er amerískt félag, er fylgir nazistiskri stefnu. Er litið á fyrirskipun þessa, sem audjósa tilraun til þess að fullvissa Banda- ríkjastjórn og allan almenn- ing í Bandaríkjunum, um það, að Þýskaland óski engra afskifta af innanrík- ismálum Bandaríkjanna. United Press. London 1. mars. FÚ. Umræðum um fyrsta vinnu- löggj afarfrumvarp Chautemps- stjórnarinnar laulc ekki í gær- kveldi, en verður lialdið áfram í dag. En þar sem stjórnin taldi nauðsynlegt, að frumvarpið næði samþykki fyrir 1. mars, var þingklukkan stöðvuð, og er látið heita, að enn sé 28. fehrú- JAPANIR SÆKJA HRATT FRAM. London, 1. mars. FÚ. Japanska stjórnin liefir beð- ið afsökunar á því, að eitt her- skip þeirra skuli hafa skotið á hreska farþegaflugvél á föstu- daginn var. En samtímis er þvi lýst yfir, að flugvélin hafi verið álitin kittversk. Japanski herinn í Suður Sliansi sækir nú óðum fram og er kominn að Gulafljóti. Hann nálgast því hröðum skrefum Lunghai járnbrautarlínuna. 28. febr. FÚ. NORÐMENN SMÍÐA HAFRANNSÓKNASKIP. Norska Stórþingið skipaði fyrir nokkru siglinga og fiski- málanefnd og hefir liún lagt fram tillögur um að veita skuli 815 þúsund krónur til þess að byggja hafrannsóknaskip, sem jafnframt stundi fiskirannsókn- ir. Teikningar af skipinu eru nú fullgerðar. Er gert ráð fyrir að það verði 144 feta langt, 26 feta breitt, 620 brúttótonn að stærð og útbúið með öllum nýjustu tækjum til fiski- og hafrann- sókna. Meðal annars er gert ráð fyrir að á skipinu verði nýtísku rannsóknarstofa með öllum tækjum. Það vakir fyrir nefnd- inni með byggingu þessa skips að gera þorskveiðar Norðmanna alveg sérstaklega að rannsókn- arefni, enda er það sá atvinnu- vegur í fiskveiðum Norðmanna sem verst hefir borið sig undan- farið. MERKJASALA RAUÐA KROSSINS Á ÖSKU- DAGINN. Síðan Rauði Krossinn var stofnaður hafa altaf verið seld merki á öskudaginn, til ágóða fyrir starfsemina. Hin vinsælu merki félagsins verða á boðstól- um á morgun, en með nýrri gerð. Merkin kosta 50 aura og 1 krónu, og væntir Rauði Kross- inn þess, að salan takist vel nú, sem fyrirfarandi ár. — Sölu- hörn komi í Reykjavíkur apó- tek fyrir hádegi. ar, að því er þingstörf snertir. Ástæðan fyrir þessu er sú, að að 1. mars ganga úr gildi ýms- ir launasamnignar, og er óttast, að ef frumvarp Chautemps \ erður ekki orðið að lögum er launasamningarnir falla úr gildi, þá kunni það að leiða til stórlcostlegra verkfalla. FRÁ FÆREYJUM. Kaupmannahöfn, 28. febr. FÚ. Félag sem samanstendur af Dönum, Þjóðverjum og Eng- lendingum hefir ákveðið að reisa verksmiðju í Færeyjum til þess að framleiða fiskflök, fiskmjöl og eggjalivítuefni úr fiski. Er gert ráð fyrir að þessi verksmiðja verði mjög fullkom- in í sinni röð. Kaupmannahöfn, 28. febr.. FÚ. ÞJÓÐVERJAR SMlÐA 200 NÝ FISKISKIP. Samkvæmt opinberri tilkynn- ingu frá þýskum stjórnarvöld- um hefir verið ákveðið að Þýskaland skuli á yfirslandandi ári og á árinu 1939 smíða 200 ný fiskiskip og er gerð sú grein fyrir þessari ráðstöfun, að hún sé til þess að tryggja Þjóðverj- ur nægilega fiskframleiðslu, þegar kemur fram iá árið 1940. SKEMDARVERK I BRESKA LOFTFLOTANUM. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Þegar flugæfingar áttu að hefjast í morgun frá Ring- way-flug-velli lofthersins við Manchester kom í ljós að tvær spreng juflugv élar höfðu verið skemdar og voru óflug- færar. Höfðu verið boruð göt á bensíngeyma þeirra og er talið fullvíst að þetta sé gert í því skyni að vinna gegn vígbúnaðaráformum Breta. Stjórnin hefir tekið mjög á- kveðna afstöðu til þessa og sett rannsóknarnefnd á lagg- imar, því að skemdarverk sem þessi hafa verið alltíð undanfarið, aðallega í flotan- um. United Press. Þýski sendikennarinn, dr. Betz, flytur fyrsta háskóla- fyrirlestur sinn í kveld kl. 8. Fyr- irlestrarnir fjalla um þýska leik- list og leikritaskáld nú á tímum. Öllum er heimill aSgangur. Áðalfuidnr Starfs- mannafélags Reykj avíkurhæj ar var haldinn í gær. í stjórn vorui kosnir þessir menn, einn frá liverri höfuðgrein bæjarstarfh anna: Pétur Ingimundarson, slökkviliðsstjóri, var kosinn afl slökkviliðinu; Jón Jónsson frá' Laug af hálfu lögreglunnar; Jóli. Möller af hálfu starfs- manna Rafveitunnar; Sig. Þor- steinsson af starfsmönnum hafnarinnar; Magnús V. Jó- hannesson fyrir starfsfólk bæj- arskrifstofanna, Magnús Þor- steinsson af hálfu gasstöðvar- starfsmanna og Bergsveinn Jónsson af hálfu annars starfs- fólks. — Stjórnin skiftir þann- ig með sér störfum; Formaður er Jóhann G. Möller, varafor- formaður Magnús V. Jóhannes- son, ritari Jón frá Laug og gjaldkeri Sig. Þorsteinsson. Starfsmannafélagið heldurj árshátíð sína á laugardaginn kemur, 5. þ. m., og verður hún nánar auglýst á morgun og næstu daga. Bæjaf fréffír Véðrið í morgun. í Reykjavík — 2 st., heitast í gær 3, kaldast o st. Úrkoma í gær 0,3 mm. Sólskin 1.6 st. Kaldast á landinu í morgun — J st., í Kvíg- indisdal, heitast I st., á Papey og Vestmannaeyjum. Yfirlit: Álldjúp en nærri kyrrstæð lægð fyrir norðan Island. Horfur: Faxaflói: Vestan átt meö snörpum éljum í dag en lygnir me'S kveldlinu. Skipafregnir. Gullfoss er væntanlegur tíl Vestmannaeyja í kvöld. Goðafoss er í Hamborg. Brúarfoss er á leið til Reykjavíkur frá Reyðarfirði. Dettifoss var á Siglufirði á hádegí í dag. Selfoss er í Antwerpen. Lagarfoss er á leið til Leith frá Aalborg. Esja var á Bíldudal í gærkveldi. M.s. Dronning Alex- andrine fór héðan í gærkveldi á- leiðis til útlanda. — Kári og Tryggvi gamli fóru á ufsaveiðar í gær. ö skudagsf agnaður Ármanns verður í Iðnó annað kvöld. Meðal margra ágætra skemtiatriða er fimleikasýning hins vinsæla úvalsflokks kvenna. Ármenningar, fjölmennið á skemt- unina. Póstferðir á morgun. Frá Reykjavík: Mosfellssveit- ar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykja- ness-, Ölfuss og Flóa-póstar. Hafnarfjörður. Seltjarnarnes. Til Reykjavíkur: Mosfellssveitar-, Fjósar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss og Flóa-póstar. Hafnar- fjöröur. Seltjarnarnes. Esja vest- an um land úr hringferS. Gullfoss frá útlöndum.^ Laxfoss frá Akra- nesi og Borgarnesi. NorSanpóstur. Snæfellsnesspóstur. Hjónaefni. S.l. laugardag opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Svanhvit Svala Kristbjörnsdóttir, Hverfisgötu 85 og |Bjarni Sigurðsson, Vesturgötu 16. N orðlendingamótið að Hótel Borg hefst kl. 8 í kvöld. Kl. 4 eru síðustu forvöS aS ná í miða að borShaldinu. En aS- göngumiðar að dansinum verða seldir til kvölds í Havana og Hót- el Borg. Sæbjörg. I dlag fer fram úttekt á björg- unarskútunni „Sæbjörgu" og er hún framkvæmd af sérfróðum mönnum. Var skútan tekin í Slipp í gær í þessum tilgangi. Þeir, sem lögmaður hefir skipað til að fram- kvæma úttektina eru þessir: Eyj- ólfur Gíslason og Hafliði J. Haf- liðason, skipasmiðir, og Þorsteinn Loftsson, vélfræðingur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.