Vísir - 01.03.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 01.03.1938, Blaðsíða 3
V 1 S I R Verkfallsaldan magnast ár frá ári Um átta vinnustöðvanir á síðast- liðnu ári. að er ómótmælanleg' stað- reynd, að ókyrð sú sem er í vinnumálum landsins grípur meira og meira um sig og verk- föll verða tíðari og eru fram- kvæmd með meiri ofstopa og frekju með hverju árinu sem líður. Það má segja, að verkfalla- brjálæðið liafi náð hámarki sínu í síðara Dagsbrúnarverk- fallinu 1937 þegar vinna var stöðvuð við Kol & Salt h.f. út af kaupi kyndaranna í Gasstöð- inni, og eru þó ýms fordæmi til frá verkföllum fyrri ára, sem ekki eru fögur. Það sem einkum einkennir verkföllin er það fljótræði sem fámennar broddaklikur sýna og sú algerða fyrirlitning fyrir fjármunum bæði verkamanna og atvinnurekenda sem sýnd er. Afstaða hins opinbera valds er hræðslukend og verður ekki skilin á annan veg en lögreglu- valdið telji að ofbeldi og svift- ing athafuafrelsis sem fram- kvæmt er í verkföllum, standi utan við lögin. í nýlega afstöðn- um vinnudeilum hefir það livað eftir annað komið fyrir, að beitt hefir verið hegningarverðu of- beldi, en lögreglan hefir bein- línis neifað um vernd gegn slíku athæfi og er slík neitun þó ský- laust lögbrot af lrálfu lögregl- unnar. Ástandið er því í fáum orðum þannig, að þungamiðja valdsins í verkalýðsfélögunum er í liöndum fámennrar klíku, sem getur sigað mönnum til verkfalla án þess að þeim sem teflt er fram í óspektunum sé einu sinni kunnugt um liið rétta tilefni þess, sem þeir eru látnir framkvæma. Skýringarnar geta þeir fengið á eftir, sagði Guð- mundur Ó. 'form. Dagsbrúnar. En gagnvart þessum friðspillum stendur máttlaus og viljalaus lögreglustjórn sem ekkert hefst að og er það ekki yfirvöldunum að þakka, að ekki skuli hafa hlotist oftar stórkostleg slys og jafnvel manntjón i verkfallsó- spektunum en orðið hefir. Þetta ástand byggist á laga- leysi. Það er undarlegt að í landi þar sem hægt er að setja bónda í hegningarhús fyrir að flytja rjómabrúsa eða skyrpund til bæjarins skuli engin lög ná yfir þá menn sem æsa til ó- spekta, siga öðrum út í deilur og barsmíðar, en forkólfarnir heimta auk þess að þeir þurfi ekki að gefa skýringu á fyrir- skipunum sínum fyrr en á eftir. Árið 1937 gefur mjög góða mynd af ástandinu í vinnumál- unum eins og það er. Verkföll og vinnustöðvanir urðu meira en annanhvern mán- uð á árinu. Dagsbrún, undir stjórn Guðmundar Ó. stóð að tveimur verkföllum. Var síðara verkfallið, sem áður er á minst þess eðlis, að það var til mink- unar fyrir þjóðfélagið, að slíkir atburðir skyldu geta átt sér stað og er gangur þess máls í of fersku minni til þess að um þá þurfi að fjölyrða hér. Afstaða hins opinbera kom afar Ijóst fram i verkfalli sem húsgagnasmíðasveinar stofnuðu til. I þvi verkfalli var ráðist inn í hús atvinnurekenda og þrír menn dregnir út á götu, rifin af þeim fötin og þeim misþyrmt. En lögreglustjórinn lét við það sitja, að halda einhver mála- myndarpróf, en ekki um það talað að höfða opinbert mál. Fleiri ofbeldisverk voru fram- kvæmd í sambandi við þetta vcrkfall sem engin leiðrétting fékst á. Á síðastliðnu ári stóð lang- vint verkfall í Bolungavik, sem lamaði atvinnulíf þessa fátæka þorps svo mánuðum skifti, á þann liátt, að fjölskyldur sveltu heilu liungri af skorti á nauð- synjum. í byrjun síldveiðitímans er síldarsöltun var að liefjast var skelt á verkfalli. Sá atvinnuveg- urinn, sem allur landsbúskap- urinn veltur á, var nú í veði á þeim stað, þar sem mest fram- leiðsla síldarafurða er. Yerk- fallslinefinn var rekinn í borð- ið og til þess að firra riki og einstaka menn örlagaríku tjóni var látið undan kröfum verk- fallsmanna, að kalla má þegar í stað. Á Akranesi varð verkfall í lok september þegar vinna við slátrun var að hefjast og miklir fjárrekstrar biðu afgreiðslu í kauptúninu. Var verkfall þetta rekið af miklu kappi og í æsing- unum vildi til stórslys sem manntjón hlaust af þegar deilu- aðilar áttust við úti á bryggju, sem stórsjór gekk yfir. Það er kominn tími til að slíkir leikir séu stöðvaðir. Vinnulöggjöf þarf að koma — löggjöf sem miðist við að reyna að sætta aðilja og komi í veg fyrir fyrirvaralaus verkföll eða verkbönn. Slíkri löggjöf yrði að framfylgja á einbeittan liátt en það mundi naumast reynast erfitt ef lögin yrðu bygð á skynsemi og réttlæti, þvi Is- lendingar mega teljast lög- hlýðnir i betra lagi, þótt úf af geti brugðið. Þeir sem berjast fyrir að vinnumálum verði komið í betra liorf, þurfa aldrei að hú- ast við því, að fá til þess stuðn- ing manna eins og kommúnista, sem beinlínis lifa á veiðuni og lagaleysi og hafa undanfarið verið fremstir í flokki í verk- fallaæðinu. Baráttan fyrir vinnulöggjöf- inni er um leið barátta gegn þessum postulum lagaleysisins. Tilkynning frá Leikfélagi Reykjavíkur. — Nokkurar bréfaskriftir hafa fariS fram milli Leikfélags Reykjavíkur og hr. Paul Reumerts í Kaup- mannahöfn um þá hugsun, aS hann, ásamt frú sinni, Önnu Borg, komi til Reykjavíkur í vor. senni- Iega í maímánuSi, og leiki hér meö aöstoö og á vegum Leikfélagsins. Þessir ágætu vinir íslenskra leik- listarmála hafa boSist til þess a’S starfa hér aS leiksýningum endur- gjaldslaust, en láta ágóSa þann, sem veröa kann, renna á einn eSa annan hátt til þess aS styrkja hug- sjónina um þjóöleikhús á Islandi. ÞaS er ekki enn fastmælum bund- iS, hver eSa hve mörg leikrit verSa sýnd. En rannsókn fer fram á þvi, hvort ldeift reynist aS koma upp þrernur leikritum, sem sýnd yrSu aS minsta kosti níu kvöld. Rætt hefir veriS um þessi Leikrit: Ta- varis eftir Deval, Læknirinn (Nu er dlet Morgen) eftir Schluter og Salome eftir O. Wilde. Ef til vill kann þaS aS leiSast í ljós, aS hentugra þyki aS sýna aðeins tvö leikrit, meS því aS fleiri bæjarbú- ar ættu þá kost á að sjá hvort um sig en ella. — LeikfélagiS mun kosta kapps um að vanda til þess- ara leíksýninga eftir því sem frek- ast er kostur, enda þykist það þess fullvíst, aS bæjarbúum muni verSa þaS mikiS fagnaðarefni að fá þessa göfugu gesti. Stjórn Leikfélags Reykjavíkur. En þótt hótanir þeirra séu há- værar, nú þegar á því stendur, að lögfesta ákvæði um vinnu- deilur, þá munu þó áhrif þeirra verða að engu þegar menn hafa fengið reynslu af sanngjarnri og skynsamlegri vinnulöggjöf. Það er krafa almennings á ís- landi, að vinnulöggjöf verði lög- fest nú á Alþingi. Drátturinn á þessu máli er orðinn óþolandi, og hver einasti réttsýnn Islend- ingur styður þá kröfu, að það hættulega lagaleysisástand, sem nú ríkir verði brottnumið og reglu og friði komið á í þess stað. Hin skyndilega brottför Stefáns Jóhanns úr bæn- um hefir vakið allmikla athygli og umtal og hefir ýms- um getum verið leitt að þvi í hvaða tilgangi Stefán liafi fyr- irvaralaust tekist ferð á hendur til útlanda sama kvöldið, sem „Dagsbrún“ afneitaði honum og Jóni Baldvinssyni, og rak for- mann flokksins úr félagsskapn- um. Um svipað leyti upplýsti Al- þýðublaðið að litlu hefði mun- að, að Héðni tækist að ná Al- þýðuprentsmiðjunni á sitt vald með því að segja upp ábyrgðum sínum fyrir liana. Hefir því mörgum látið sér detta í hug að Stefán hafi farið í fjárbón til flokksbræðra sinna erlendis og þá ekki síst í Svíþjóð, því eins og kom fram er Stefán útveg- aði Nygren til að koma Sigurði Einarssyni inn i dósentsembætt- ið, þá er liann vinur og dús- bróðir sumra sósíalistaforkólf- anna sænsku. Sósíalistarnir hér hafa áður fengið útlent fé, svo það væri engin nýlunda þótt þeir færu í slíka bónarferð nú. En i sam- bandi við utanför Stefáns hefir komið upp önnur saga, sem að vísu er að ýmsu leyti all ólíkleg en gefur þó allgóða hugmynd um hvaða vopnaburð menn telja að foringjarnir í hinum klofna sósíalistaflokki heiti Iivor aðra. Orðrómur þessi er á þá leið, að Stefán hafi farið utan í þeim tilgangi að fá lán til þess að losa héðan hinar innifrosnu innstæður olíufélaganna British Petroleum og Shell, en síðan eigi að setja á olíueinkasölu þegar búið er að koma þvi svo fyrir að hin erlendu félög fái sitt Þessari ráðstöfun ætti auðvit- að fyrst og fremst að vera beint gegn oliukonginum í Olíuversl- un Islands. Þessi saga fellur raunar, að því er ætla má, um sjálfa sig vegna þess að rikið er nú skuld- bundið skv. loforði við Englend- inga um að taka ekki lán eða ábyrgjast lán, en óhugsandi er að slíkt fé fengist án hluttöku ríkisins. En orðrómur þessi, sem mun kominn upp innan Alþýðu- flokksins sýnir nokkuð inn i baráttuna þar, og er að því leyti ekki ófróðlegur. ~ $L&tnSoZOL> adeins Loftup. Jarðarför konunnar minnar og móður okkar, Bjarneyjar G. Hafberg, fer fram fimtudaginn 3. mars frá dómkirkjunni. Athöfnin hefst með bæn á lieimili hennar, Bergþórugötu 11 A, kl. 1 e. hád. — Kransar afbeðnir. Helgi Hafberg og börn. Minnlngarorð nm frfi Gnirfinn Magnfisdóttnr. Guðrún Magnúsdóttir frá Söndum lést að Strönd í Meðal- landi 28. október s. 1. eftir nokkurra ára vanlieilsu, fullra 96 ára gömul, f. 30. janúar 1841 að Stórólfslivoli í Hvol- hreppi. Voru foreldrar hennar Magnús prestur Jónsson Norð- dahl og kona hans Rannveig Eggertsdóttir. Var Guðrún elst barna þeirra, en systkini henn- ar voru: Þórunn móðir Magn- úsar heitins lagaprófessors Jónssonar, Guðmundur, fyrr óðalsbóndi í Elliðakoti, Skúli síðast sýslumaður í Dalasýslu, Jóhanna og Kristín, móðir frú Halldóru, konu Andrésar klæð- skerameistara Andréssonai-, og Magnúsar Þórarinssonar báta- formanns. — Magnús Norðdahl var fyrst aðstoðarprestur að Stórólfshvoli, en fluttist brátt að Hvammi í Norðurárdal og gerð- ist þar aðstoðarprestur síra Jóns Magnússonar, föður síns. Þaðan fluttist hann eftir fá ár að Sandfelli í Öræfum og varð þar prestur. Mun Guðrún þá liafa verið 4 ára gömul og ólst upp í Sandfelli næstu 4—5 árin, en fluttist síðan með foreldrum sinum að Rofabæ í Meðallandi, því að þá liafði síra Magnús fengið veitingu fyrir Meðal- landsþingum. En hann hafði þá tekið banvænan sjúkdóm (sulla- veiki) og Iést hann þar rúmu ári siðar. Ekki var Guðrún nema á 17. ári, er hún gekk að eiga Jón bónda Jónsson, og reistu þau bú á Langholti þar í sveit, en fluttust síðar að Söndum í sömu sveit, og þar bjó Guðrún mestan sinn bú- skap. Jón bóndi druknaði vest- ur í Mýrdal, á besta aldri, og liafði þeim Guðrúnu orðið 10 barna au'ðið. Elst þeirra eru Brynjólfur, verkamaður liér í bæ (á Vitatorgi) 78 ára gamall; þá eru og enn á lífi tvær systur Iians (tvíburar), frú Margét, kona Þorsteins kaupmanns Þor- steinssonar í Keflavik, og Jó- hanna (austur undir Eyjafjöll- um). Síðar giftist Guðrún í annað sinn Guðmundi Lofts- syni, er var bróðir Markúss bónda í Hjörleifshöfða, þess er eldritin samdi. Þau Guðmundur eignuðust 5 börn: Þórdísi, hús- freyju á Fossi á Siðu, Loft, odd- vita og hónda á Strönd í Meðal- landi, Eggert, er druknaði fyrir rúmum 30 árum i Kúðafljóli (við flutning strandmanna), Jó- hannes bónda á Herjólfsstöðum í Álftaveri, og Guðbjörgu (á Strönd). Ekki varð Guðmundur bóndi langlífur, og bjó Guðrún mörg ár með börnum sinum. En rausnarbúi bjó hún jafnan á hólmanum í Kúðafljóti og veitti á báðar hendur gestum og gangandi, en Sandar voru í þjóðbraut og póstleið í þá daga. En mörg hinna siðustu ára dvaldist hún lijá Lofti syni sín- um á Strönd, og þá alknjög far- in að heilsu upp á siðkastið, en hélt þó sjón og lieyrn til ævi- loka. Guðrún á Söndum var fríð sýnum, en ekki var hún há í loftið, og mætti þá segja, að hún hafi ekki „tekið mikið veður á sig“. En það kom sér líka, því að mörg urðu „veðrin“ urn æv- ina, og ekki allblíð öll, og mun fáum ætlanda að standa þau betur af sér en hún gerði. Hún var hin mesta þrekkona, er ekki lét sér bregða, þótt aðrir æðruðust, og bráðgáfuð var hún, fróð og ræðin, hún var mannblendin mjög, og þótti veisla varla fullsetin þar um slóðir, ef Guðrúnu á Söndum vantaði. Hennar má nú margur minnast, hinnar tápmiklu sæmdarkonu, er með svo mik- illi prýði og röggsemi stóð í sinni vandasömu stöðu. Hðppdnetti 8. Farfuglafundur verður haldinn í Kaupþingssaln- um í kvöld kl. 9. Fundúrinn er a‘ð- eins fyrir ungmennafélaga. Útvarpi'ð í kvöld. 18,45 Þýskukensla. 19,10 Veður- fregnir. 19,20 Þingfréttir. 19,50 Fréttir. 20,15 Erindi: Áfengi og tækni (Einar Björnsson verslm.). 20,40 Hljómplötur: Létt lög. 20,45 Húsmæðratími: Sálfræðilegt upp- eldi barnsins innan þriggja ára, III (frú Aðalbjörg SigurSardótt- ir). 21,00 Symfóníu-tónleikar: a) Tónleikar Tónlistarskólans. b) (21.40) ítalska symfónían, eftir Mendielssohn (plötur). 22,15 Dag- skrárlok. Næturlæknir: Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður í Laugavegs apóteki og Ingólfs apóteki. öskudagsfagnaður stúdenta verður að Hótel Borg annað kveld og hefst með borð- haldli. Ræður verða fluttar undir borðum, sungnir stúdentasöngvar c. fl. verður til slcemtunar. — Að- göngumiðar fást í dag kl. 3—7 í Háskólanum. Er ráölcgast, aö tryggja sér miöa í tíma. 5. skíðanámskeið íþróttafélags Reykjavíkur hefst á morgun a'ð Kolviðarhóli. Þátt- taka tilkynnist strax til Jóns Kal- dal, sími 3811. Skírteini sækist í dag. Skógarm enn halda marsfund sinn annað kveld, öskudag, kl. 8% í húsi K. F. U. M. Hvað er í pokanum'? ?? Skógarmenn, eldri sem yngri, fjölmennið stundvíslega. STJÓRNIN. Sala liappdrættismiða ei4 nú í fullum gangi. Forðist ösina síðustu daga fyrir drátt og kaupið miða nú þegar. Verið með frá upphafi. Það getur verið tjón fyrir yður að kaupa miða seinna. Frá starfseml Happdrættisins. 18. Það er hættulegt að endumýja ekki. í 9. flokki 1936 vann fátæk kona 34 af 25.000 krónum. Dótt- ir hennar sótti peningana og fór að afsaka hjá umboðsmanni það, sem hún hafði sagt, þegar hún endurnýjaði síðast. Það var á þá leið, að það þýddi ekkert að vera að spila i þessu happdrætti, maður fengi aldrei neitt. Hún sagðist ekki hafa ætlað að trúa sínum eigin eyrum, þegar hún heyrði númerið lesið upp i út- varpinu. 19. Þegar neyðin er stærst, er hjálpin næst. Iíona A. var nýbúinn að missa manninn sinn frá þrem ungum börnum í mikilli fátækt. Hún sagðist ekki hafa haft ráð á að endurnýja þá tvo fjórðungsmiða, sem maður hennar hefði spilað á síðustu tvö árin. En af því að aðeins var einn dráttur eftir á árinu, þótti henni leitt að sleppa miðunum og endurnýjaði þá. Hún lilaut 6250 krónur eða 34 af 25.000 króna vinning og sagði hún, að peningar þessir hefði bjargað sér frá miklum áhyggj- um og efnahagslegum örðugleik- um. — 20. A. kaupir snurpinót. Árið 1935 vann A. á Sauðár- króki 500 krónur og notaði þær til að festa kaup á snurpinót á- samt fleirum. 21. Trúlofuo stúlka vinnur 2500 krónur. 1934 i 2. flokki vann ung stúlka trúlofuð 2500 krónur. Var þetta þægileg hjálp til þess að stofna heimili með. 22. Hugboð. 4. desember 1935 kom maður inn til umboðsmanns í Reykja- vik og keypti heilmiða. Sagðist hann gera það eftir hugboði, en ekki eftir draumi. Kom miðinn upp eftir nokkra daga með 20.000 króna vinning. Sá fær Happ, sem hamingjan ann. Umboðsmenn í Reykjavík eru: Frú Anna Ásmundsdóttir & frú Guðrún Björnsdóttir, Túngötu 3, simi 4380. Dagbjartur Sigurðsson, kaupm., Vesturgötu 45, simi 2814. Einar Eyjólfsson, kaupm., Týs- götu 1, sími 3586. Elís Jónsson, kaupm., Reykja- vikurveg 5, sími 4970. Helgi Sívertsen, Austurstræti 12, sími 3582. Jörgen Hansen, Laufásvegi 61, sími 3484. Frú Maren Pétursdóttir, Lauga- veg 66, sími 4010. Pétur Halldórsson, Alþýðuhús- inu. Stefán A. Pálsson & Ármann, Varðarhúsinu, sími 3244. Umboðsmenn í Hafnarfirði eru: Valdimar Long, kaupm., sími 9288. Verslun Þorvalds Bjarnasonar, sími 9310.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.