Vísir - 02.03.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 02.03.1938, Blaðsíða 2
VÍSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Páll Steingrímsson. Skrifstofa . , 1 Austurstræti 12. og afgreiðsla J S i m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Undanbrögð. P LAÐ f jármálaráðherrans ” gerir ráðherranum lítinn greiða með því, að vera sífelt að endurtaka þá fávíslegu skýr- ingu sem ráðherrann gaf á gjaldeyrisörðugleikunum í fjár- lagaræðu sinni á dögunum. En að dómi ráðherrans á það að vera ein af höfuðorsökum þeirra örðugleika, hve mikið fé hefir verið lagt í ýmis fyrirtæki síðustu þrjú árin, þó að vitað sé, að megnið af því fé er erlent lánsfé, sem beinlínis hefir lilot- ið að draga úr þessum örðug- leikum meðan verið var að nota það. Nú hefir blað ráðlierrans tek- ið það lil bragðs, til þess að reyna að bréiða yfir þá fávisku ráðherrans eða blekkingarvið- leitni, sem liann gerði sig sek- an um í ræðu sinni, að lialda því fram, að það „skifti eklci máli í þessu sambandi“, þó að mikið erlent lánsfé hafi verið flutt inn í landið þessi síðustu þrjú ár, sem verslunarjöfnuð- urinn liafi verið hagstæður, að meðaltali um 5,3 milj. kr. á ári. „Hér er um að ræða útfluttar vörur frá landinu og innfluttar vörur til landsins", segir blaðið, „þar á meðal það erlent efni, sem gengið hefir til arðbærra iðnaðar- og framleiðslufyrir- tækja“! Það verður nú að gera l'n* fyrir því, að ráðherránum hafi verið það Ijóst, þó að þeim, sem blað hans rita, skiljist það ekki, að erlenda lánsféð, sem flutí hefir verið inn i landið, skiftir verulegu máli í sambandi við verslunarjöfnuðinn þau ár, sem verið var að flytja það inn, og þá fyrst og fremst í sambandi við „það erlent efni, sem geng- ið hefir til“ nýrra fyrirtækja, og keypt hefir verið fyrir þetta lánsfé. Því að það hefir gert það að verkum, að greiðslujöfnuð- urinn hefir í reyndinni verið liagstæðari þessi ár, en mismun- urinn á verðmæti inn- og út- flutnings sýnir. Ef t. d. teknar liafa verið að láni erlendis 10 miljónir króna, til að leggja i ný fyrirtæki á þessum þremur árum, og þá fyrst og fremst til að kaupa „erlent efni, sem gengið hefir til þeirra“, þá leið- ir af því, að 10 milj. krónum meira af erlendum gjaldeyri fyrir útfluttar vörur hefir verið til umráða til annara hluta, eða að verslunarjöfnuðurinn liefir í reyndinni verið hagstæður um 8,6 milj. í stað 5,3 að meðaltali þessi þrjú ár. Og því furðu- legra og óskiljanlegra er það, að gjaldeyrisörðugleikarnir skuli sífelt hafa farið vaxandi. Og því ægilegri eru horfurnar í framtíðinni, ef nú skyldi alveg taka fyrir innflutning lánsfjár. Þessi undanbrögð Framsókn- arblaðsins stoða þannig lítið. Og þrátt fyrir þau vantar alveg skýringuna á því, liversvegna ráðherrann lét svo í ræðu sinni, sem stofnun nýrra fyrirtækja í landinu hefði aukið svo mjög á gjaldeyrisörðugleikana, þvi að honum hlýlur að vera kunnugt um það, að þessi nýju fyrirtæki höfðu að mestu leyti verið stofnuð fyrir erlent lánsfé, en ekki fyrir aflafé landsmanna í erlendum gjaldeyri, og að þau skifta því litlu máli í sambandi við gjaldeyrisafkomuna. ERLEND VlÐSJÁ: RÚSSNESKUR FLUGLEIÐ- . ANGUR TIL SUÐUR- SKAUTSINS. Mikhail Vodopyanoff, rússneski flugmaöurinn, sem stýröi fyrstu rússnesku flugvélinni, sem flaug yfir NorSurheimskautiö, í maí- mánu'öi áriö sem leið, hefir stung- i'S upp á því, að ráðstjórnin stofni til flugleiöangurs til Suðurheim- skautins. Þessi flugmaöur er tal- inn hafa átt hugmyndina að því, aö efna til flugleiöangurs frá Moskva yfir NoröurheimskautiS til Kyrrahafsstrandar Bandarikj- anna. Hann hefir nú fyrir nokk- uru ritað um þaö í „Pravda“, að æskilegt væri, að stofnaö væri til flugleiðangurs ti! Suðurheim- skautsins. Mikhail Gromoff, leið- togi rússnesku flugmannanna í seinni flugferöinni yfir Norður- heimskautið, hefir einnig gert þessa hugmynd að umtalsefni í rússneskum blöðum. Eins og menn munu minnast setti Gromoff og fé- lagar hans, í fyrrnefndri flugferð met í langflugi, er þeir flugu frá Moskva til San Jacinto í Cali- forniu, án þess aö lenda, eða 6262 enskar mílur vegar. Vodopyanoff stingur upp á, aS íarið verði frá Leningrad næst- komandi haust, í hinum nýja ís- brjóti Joseph Stalin, áleiðis til Suöurheimskautssvæðisins, og veröi sett upp bækistöö á hent- ugum staö viö Wedellsjó. ís- brjóturinn heföi m. a. meöferöis fimm tvíhreyfla-flugvélar, til þess aö flytja áhöld og vistir til Suö- urheimskautsins, frá Prince Re- gent Luitpoldlandi viö Wedellsjó, p_n það er. um 800 enskar mílny vegar. Telur flugmaöurinri, á8 koma mætti öllu því nauösynleg- asta í þremur flugferöum. Hann gerir ráð fyrir, að allar flugvél- arnar veröi í nánd viö Suöurheim- skautið í einn mánuð og fari sam- tals í 70 flugferðir frá heimskaut- inu þennan tíma. Að þeim tíma liðnum fari þær þaöan, en eftir veröi skilin á heimskautinu ein flugvél og átta menn, til marg- víslegra athugana, er standi yfir í þrjú ár. Vodopyanoff hefir látiö í ljós, að hann voni, að sá draumur sinn rætist, aö honum veröi falin for- usta slíks leiðangurs. Hann hefir nefnt þessa flugmenn sem líklega til þátttöku í leiðangrinum : Vasily Molokoff, Anatolii Alexeieff, Ivan Mazuruk og Pavel Golovin, sem allir eru flughetjur, sem tóku þátt í flugferðunuin yfir Norðurheim- skautiö. Vodöpyanoff segir, að Richard E. Byrd, varaaðmírálinn ameríski, sem frægur er fyrir Suöurheim- skautsleiðangra sína, hafi ekki dvalist nógu lengi á heimskautinu sjálfu, til þess að framkvæma nauðsynlegar veöurfræöilegar og landfræðilegar athuganir. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Frá Shanghai eru íregn- ir a þa leio, ao jap- anski herinn sé kom- inn að landamærum Shansi- fylkisins og sé nú fremstu sveitirnar í óða önn að búa sig til bardaga við 8. her Kínverja. Bíða þeir liðs- auka, því að ætlunin er að gersigra Kínverja og upp- ræta þenna her þeirra með öliu. Síðan vörn Kínverja fór í handaskolum í Shansi- fylki, er fylkið raunveru- lega alt í höndum Japana, enda þótt þeir hafi ekki ennþá sett setulið í allar hinna stærri borgir fylkis- ins. Þegar bardagar hef jast í Shensi-fylki er raunveru- lega barist í átta fylkjum Kínaveldis. United Press. EDEN SENDIHERRA í BANDARÍKJUNUM. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. St j órnmálaf réttaritari Daily Sketch segir í morg- un að líkur sé á því, að Eden, fyrverandi utan- ríkismálaráðherra, verði sendiherra Breta í Wash- ington um takmarkaðan tíma. Væri það sigur fyr- ir þá stefnu hans, að Bretar og Bandaríkja- menn eigi að hafa sem nánasta samvinnu í heimsmálunum. United Press. ENN AUKINN VÍGBÚNAÐUR Á ÍTALÍU. Áætlanir um útgjöld lil ílalska íiersins voru íagðar fram í Róm í gær. Á komandi ári er gert ráð fyrir að verja tultugu og sjö og hálfri miljón sterlingspunda til þessara þarfa og er það am einni miljón meira en í fyrra. Ábersla verður lögð á að víg- girða eyjarnar í Gríska hafinu. FÚ. „RÉTTARHÖLDIN“ í MOSKVA. EINKASKEYTI .TIL VÍSIS London í morgun. J Ahádegi í dag (Moskva- tími. Reykjavíkurtími 8 árd.) hófust yfir- heyrslurnar yfir Bukharin, Rykoff og félögum þeirra í Moskva. Fara þau fram í hinum fræga súlnasal í borg- inni. United Press. öskudagsfagnaður st. Einingin er í kvöld. Eining- arfélagar og aörir Templarar fjöl- menni þar og njóti ágætrar skemt- unar og styrki sjúkrasjóð stúk- unnar. Fundurinn byrjar kl. 8.30 stundvíslega og skemtunin um ld. 9-30- , iilÍfl Óeirðir yflrvofandi i Austurriki. London, 2. mars. Dr. Seyss-Inquart er farinn til Styríu, til þess að reyna að reyna að kveða niður æsingarn- ar, sem þar hafa átt sér stað síðan nazistum var veitt stjórn- málalegt frelsi í Austurriki. I norðurbluta Austurríkis er ótt- ast að óeirðir muni brjótast út innan skamms. Nazistar þar bafa gert sig líklega til þess að sýna yfirvöldunum mótþróa og fara sínu fram, þrátt fyrir þær hömlur, sem samningurinn milli Austurríkis og Þýska- lands leggur á starfsemi þeirra. I morgun barst út sú frétt, að tveir útlægir nazistaforingjai- frá Austurrilci væru komnir heim frá Þýskalandi, og er ann- ar þeirra dr. Taus, en skömmu áður en þeir Schussnigg og Hit- ler ræddust við á Berchtesgaden hafði hann verið handtekinn og höfðu þá fundist í fórum hans skjöl, sem bentu til þess, að hann ætlaði sér með aðstoð Þjóðverja að velta Schussnigg úr sessi. (FÚ). — Norskn stjðrnlnnl hætt við falli. Oslo, 2. mars. Nokkur norsku blaðanna gefa í skyn, að nokkurar likur sé til að stjórnin verði liælt komin, þegar Stórþingið tekur til með- ferðar finsk-norska verslunar- sáttmálann. I þessum samningi eru m. a. ákvæði um innflutn- ing á 450.000 kg. á kjöti. Rikis- stjórnin mun gera það að frá- fararatriði, ef viðskiftasamn- ingurinn verður ekki samþykt- ur. Flestir ætla, að ríkisstjórn- in beri sigur úr býtum í at- atkvæðagreiðslunni, en með litlum meirihluta. NRP. — FB. SKÍÐAMÓTIÐ I LATHI. Fimmtíu kílómetra skíða- göngunni i Lathi í Finnlandi lauk með stórkostlegum sigri fyrir Finna. Sigurvegari varð Jalkanen, finnskur og Finnar áttu 11 fremsíu mennina, að undanteknum þriðja mannin- um, sem var Norðmaðurinn Bergendahl. (FÚ.). — PAPANINLEIÐANGURINN, Rússneski isbrjóturinn með Papanin og félaga lians fór ár- degis í dag fram hjá Skageu (Revs vitaskip). NRP. — FB. RÉTTARHÖLDIN í MOSKVA. Réttarhöldin í Moskva eiga fram að fara fyrir opnum dyr- um. Allir hinir ákærðu er sak- aðir um að hafa verið i leynifc- lagsskap, sem í voru áhangend- ur Trotski, Bukharins og Men- shivikar. Trotski er sagður hafa haft samband við fulltrúa er- lendra velda frá árinu 1921, en tilætlun félagsskaparins var, að gera ýms ráðstjórnarríkin óháð Rússlandi, svo sem Ukraine, Georgiu o. s. frv. Iláskólapróf- essorarnir og læknarnir, sem á- kærðir eru fyrir að hafa drepið Maxim Gorki og fleiri kunna menn á eitri, eru fjórir talsins. NRP. — FB. Sigurjón Pétursson á Álafossi veröur fimtugur 9. þ. m. og vegna þessa ætlar Glímufé- ' lagiö Ármann aö gangast fyrir samsæti honum til heiöurs í Odd- fellowhúsinu þá um kveldiö og hefst þaö kl. 8. Iþróttamenn og aÖrir, sem vilja heiðra Sigurjón og taka þátt í samsætinu, riti nöfn sín á lista, sem liggja frammi í Bókv. Sigf. Eymundssonar og Versl. Áfram. Sjómannadagur. Stéttarfélög sjómanna i Reykjavík og Hafnai-firði liafa bundist samtökum um, að einn dagur á ári liverju skuli lielgað- ur sjómannastétt landsins, er nefnist sjómannadagur. Takmark sjómannadagsins sé: — að efla samliug meðal sjó- manna, og liinna ýmsu starfs- greina sjómannastéttarinnar, — að heiðra minningu látinna sjómanna, og þá sérstaklega þeirra sem i sjó drukna, — að kynna þjóðinni lífsbar- áttu sjómannsins við störf sin á sjónum, — að kynna þjóðinni hve þýðingarmikið starf stéllin vinnur i þágu þjóðfélagsins, — að beita sér fyrir menn ingarmálum varðandi sjó- mannastéttina. Þessu takmarki sé máð með ræðum, útvarpserindum, rit- gerðum i blöðum og tímaritum, samkomum, sýningum, íþrótt- um og öðru því, sem stéttin getur vakið eftirtekt á sér með. Til að undirbúa og sjá um framkvæmdir sjómannadags- ins, mynda stéttarfélög sjó- manna við Faxaflóa fulltrúaráð, er skipað sé tveimur fulltrúum frá hverju félagi, og eínum til vara, tilnefndum af stjórnum félaganna til eins árs í senn. Ráðgert er, að meðlimir ráðsins geti einnig orðið stéttarfélög sjómanna annarsstaðar af land- inu. Þessi félög hafa þegar nefnt fulllrúa í sjómannaráðið fyrir yfirstandandi ár: Skipstjórafé- lag Islands, Skipstjóra og stýri- mannafélagið „Ægir“ Reykja- vík, Vélstjórafélag íslands, Sjó- mannafélag Reykjavikur, Skip- stjóra- og Stýrimannafélag Reykjavíkur, Matsveina- og veilingaþjónafélag íslands, Skipstjórafélagið Kári, Hafnar- firði, Sjómannafélag Hafnar- fjarðar, Skipstjórafélagið „Ald- an“ Reykjavík og Félag ís- lenskra loftskeytamanna. Á stofnfundi fulltrúaráðs sjómannadagsins, sem haldinn var í gær i Reykjavík, var ákveðið að sjómannadagurinn yrði framvegis fyrsti sunnu- dagur i júnimánuði ár hvert, nema þegar daginn ber upp á hvítasunnudag eins og i sumar, er fyrsti sjómannadagurinn verður annan í hvítasunnu 6. júni. í stjórn fulltrúaráðs sjó- mannadagsins voru kosnir: Henry A. Hálfdánarson, Sveinn Sveinsson, Guðmundur H. KOSTNAÐURINN VIÐ BRESKA LOFTFLOTANN. EINKASIÍEYTI .TIL VÍSIS London í morgun. Kostnaðurinn við rekstur breska loflflotans á yfirstandandi ári er láætlaður 73.500.000 sterlings- pund. Er aukningin 17 milj. samanborið við siðastliðið ár. United Press. Föstuguðsþjónusta í dómkirkjunni kl. 8.15 í kveld. Síra Bjarni Jónsson prédikar Veðrið í morgun. í Reykjavík —3 stig, minstui kuldi í gær o, mestur í nótt —3 stig. Úrkoma í gær 0.3 mm. Minst- ur kuldi á landinu í morgun o st.,. í Vestmannaeyjum, mestur —8 st., í Bolungarvík. Yfirlit: Lægö fyr- ir suövestan ísland á hreyfingu í norðaustur. Iiáþrýstisvæði um Bretlandseyjar. Horfur: Faxaflói: Suðaustanstormur í dag, en all- hvass suðvestan með kveldinu. — Slydda og síöan rigning. Skipafregnir. Gullfoss er væntanlegur hingaö í kveld. Brúarfoss kom í nótt frá Reyöarfiröi. Dettifoss var á ísa- firöi í morgun kl. 11. Lagarfoss er á leið til Leith frá Aalborg. Goða- foss er á leið til Kaupmannahafnar frá Hamborg. Eldur. Kl. rúmlega 8.30 í morgun var slökkviliðið kallað að bakhúsinu Laugavegi 34B. Er þaö tvílyft timburhús. Hafði húseigandi ver- iö að kveikja upp í miðstöö í kjall- ara hússins, en eldinum slegið út úr miðstööinni og komist í tréull á gólfinu.. Var mikill reylcur og allmikill eldur, er slökkviliðið kom á vettvang, en þaö slökti eldinn aö vörmu spori. Skemdlir uröu litlar. Höfnin. M.s. Eldborg kom í morgun frá Stykkishólmi. Kom þangað ný- lega frá útlöndum og losaði þar kolafarm. Skeljungur kom í morg- Kirkjuritið. Febrúarheftið er út komið fyrir skömmu. Flytur heilsíðumyndi af hinum látna vígslubiskupi, Sig. P. Sívertsen prófessor, en mun birta grein urn hann síöar. Meðal rit- gerða í þessu hefti má einkum nefna „Um útburð barna í forn- öld“, eftir sira Benjamín Krist- jánsson. Árbók Norræna félagsins 1938 (Nord- ens Kalender) er mikil bók og skrautleg, prýdd mörgum fögrum myndum frá norrænu ríkjunum fimm : tslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Efni ritsins er margbreytilegt og sumt skemti- legt. Hafa þar ýmsir pennafærir menn lagt höndl aö verki. un. — Esja kom úr strandferð í dag. Blað lýðræðissinnaðra stúdenta , er nýkomið út 0g flytur margar góðar greinar um málefni stúdenta og fleira. Aö þessu sinni eru í þvi þessar greinar: Háskólar og stúd- entalíf í Ástralíu, eftir ástralska prófessorinn dr. Augustin Lode- wyckx; Marxisminn og félagslíf stúdenta, eftir S.; Skíðamál stúd- enta, eftir Axel V. Tulinius; „Há- skólinn og kenslumálaráðherrann“ og Churchill um Sovét, hvort- tveggja eftir Bárö Jakobsson, og loks eru fréttir frá stúdentum. Er lýðræðissinnuðum stúdentum sómi að þessu blaði sínu. Oddsson, og til vara Björn Ól- afss, Geir Sigurðsson og Þor- grímur Sveinsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.