Vísir - 03.03.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 03.03.1938, Blaðsíða 2
V 1 S I R 9 Bretar ætla 350 miljónir sterlings- punda til vigbúnaðar 1938 - - wm 68 miljónum meira en 1937. Austuppíski innanpíkispád- heppann beygip sig fypip nazistum. Seyss-Inquart var í allan gærdag á ráðstefnu með leið- togum Nazista í Steiermark. Þeir þykjast nú hafa unnið nokkuð á, þar sem þeir hafa fengið lejrfi til þess að bera nasistamerki og heilsa með nasistakveðju, en það hafði áður verið bannað. Sagt er að Dr. Seyss-Inquart hafi sjálfur heilsað með nasistakveðjunni er hann kom í fund nasistanna. Dr. Seyss-Inquart fer ef til vill til Linz í dag, en þar hóta nas- istar að halda „þýskan dag“ næstkomandi sunnudag hvað sem tautar. VÍSIR DAGBLAD Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Páll Steingrímsson. Skrifstofa 1 Austurstræti 12. og afgreiðsla ) S f m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri ‘2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Til hvers er hagstæður greiðslujöfn- uður? C LESTIR spyrja nú um þess- * ar mundir: Til livers er hagstæður greiðslujöfnuður? Er hann elcki til neins gagn- legur nema fyrir ríkisstjórnina til að miklast af? Margir mundu álíta, að hagstæður greiðslujöfnuður væri nokkur trygging fyrir því, að hægt sé að standa í skilum við útlönd. Enda Iiefir fjármálaráðherra margsinnis lýst því yfir, að með skipulagningu sinni á innflutn- ingi og gjaldeyrisverslun, hafi hann komið í veg fyrir skulda- söfnun við útlönd. En hvað er hér að gerast? Þrátt fyrir hag- slæðan greiðslujöfnuð, þrátt fyrir margendurteknar yfirlýs- ingjar fjármálaráðherra, eru geiðsluvandræðin að verða að þjóðarliáðung og skuldasöfnun- in við útlönd eykst dag frá degi. Síðan ráðherrann byrjaði á því að lýsa yfir, að slculda- söfnunin væri stöðvuð, hafa skuldirnar vaxið um miljónir. Vill elcki Nýja dagblaðið skýra þetta nýja fjármálafyrir- hrigði um liagstæðan greiðslu- jöfnuð og stórkostleg greiðslu- vandræði á sama tíma? Vill ekki blaðið leiða þá menn í all- an sannleika, sem eru að brjóta heilann um það hvort gagn sé að hagstæðum greiðslujöfnuði, þegar öllum innflytjendum landsins að meira eða minna leyti er synjað um að standa í skilum vegna gjaldeyrisskorts? Blaðið verður vafalaust ekki í vandræðum með að skýra þessi atriði, svo gófulega sem það hefir undanfarna daga rifað um þetta mál. Það hefir látið sér tíð- rætt um hinar „stórmerkil. at- huganir fjármálaráðherra“ sem áltu að skýra það hversvegna þjóðin væri í greiðsluvandræð- um. Það var vegna þess, að var- ið hafði verið til iðnaðar og framkvæmda mörgum miljón- u m á ári. En þrátt fyrir það, þótt þessar miljónir væri tekn- ar til greina, náðist hinn hag- stæði greiðslujöfnuður. Ilinar „stórmerkilegu alhuganir“ ráð- herrans liafa vafalaust fallið í góða jörð Iijá flokksmönnum lians, en þær hafa ekki enn sem komið er getað Jiokað um liárs- breidd til hins betra því óþol- andi vanskilaástandi sem er gagnvart útlöndum. Úrræðaleysi slj órnarvaklanna í þessu máli er að verða meira áberandi með hverjum degi. Sjálfslæðismenn liafa hent á þá þjóðarsmán, sem fram fer í sambandi við gjaldeyrismálin. Þeir liafa sýnt fram á hættuna, sem þessu er samfara. Þeir liafa sýnt fram á þetta sökum þess að valdhafarnir virðast vera al- veg blindir fyrir þvi livað liér er að gerast. Sjálfstæðismenn hafa vakið þjóðina til athugun- ar um þetta alvarlega efni, en þeir liafa ekki jafnframt komið með ráð út úr öngþveitinu. Þeir hafa ekki gert það vegna þess, að það cr þeirra, sem með völd- in fara og ógæfuna liafa leitt yfir þjóðina, að ráða fram úr vandanum. 1 öðru lagi hafa þeir ekki hent á ráð vegna þess, að stjórnin og flokkar liennar hafa undanfarin ár virt að vett- ugi liverja tillögu frá sjálfstæð- ismönnum, í hvaða máli sem verið hefir. En nú ber fjármálaráðherra sér á hrjóst og skrifar í blað sitt, að „þjóðin krefjist“ þess að fá að vita hverjar séu tillögur sjálfstæðismanna, í gjaldeyris- málinu. Sumir mundu nú álita að þarfara væri fyrir stjórnina að ná samvinnu við sjálfstæð- ismenn um lausn málsins eins og nú er komið, en að láta blöð sín rita um það af miklum hroka og af litlu viti. Minnismepki yfii* dpukknaða sjó- menn veröur reist í Vest— mannaeyj um. í Vestmannaeyjum er liafinn undirbúningur að þvi að reist verði veglegt minnismerki yfir druknaða sjómenn og þá sem lálið hafa lif sitt i fjallaferðum. I þessu skyni hefir sjóður verið stofnaður og birtist hér saga þessa máls eftir lieimildum rit- ara í stjórn sjóðsins. Á þjóðhátíð Vestmannaeyja 1935 flutti Páll Oddgeirsson kí'V.pmaður minni sjómanna og slofnaði sjóð í þeim tilgangi að reist yrði i Vestmannaeyjum minnismerki druknaðra sjó- manna við Vestmannaeyjar og þeirra, er látið liafa líf sitt í fjallaferðum. Hinn 25. f. m. var svo stofn- fundur sjóðsins haldinn og stjórn kosin. Stjórnina skipa Páll Oddgeirsson kaupmaður, formaður, Magnús Jónsson út- vegsmaður ritari, Kristján Linnet bæjarfógeti, gjaldlceri, og meðstjórnendur þeir Gísli Wium forstjóri og Þorsteinn Jónsson skipstjóri. Stjórnin ákvað á fvrsta fundi sinum að minnismerkið yrði, er ástæður leyfðu, reist eftir er- lendri fyrirmynd í líkingu minnismerkja hermanna, er fallið liafa í ófriði. Nöfn hinna druknuðu og töpuðu alt frá síðustu aldamótum verði skráð á töflur inni í minnsmerkinu, sem og i framtíðinni ef slík slys bera að höndum. Minnismerkið hugsar stjómin að reisa í fyrir- liuguðum trjá- og blómagarði bæjarins. Stjórnin birti ávarp í viku- blaðinu Víði i Vestmannaeyj- um og mæltist til þess að út- vegsmenn og sjómenn og ibú- arnir í heild sýndu málefni þessu samúð og stuðning og hefir stjórnin þegar orðið þess vör, að undirtektir útvegs- manna og sjómanna eru liinar bestu. Stjórnin hefir rætt ýms at- riði skipulagsskrár, sem verður ' samin næstu daga og verður síðan sótt um konunglega stað- festingu. (FÚ). London í morgun. — FÚ. Breska stjórnin gaf í gær- kvöldi út „hvíta bók“ um á- ætluð útgjöld til landhers, sjóhers og loftflota fyrir árið 1938, ásamt áætluðum útgjöldum til varna gegn loftárásum. Alls eru út- gjöldin áætluð rúmlega 350 mil jónir sterlingspunda, eða 68 miljónir meira en 1937. Til landhers eru áætlaðar 106 miljónir. Mikill kostn- aður er því samfara að breyta riddaraliði í bifhjóla- sveitir. Á þessu ári verða 16 ný skip tekin til notkunar í breska flotanum, en kjölur verður lagður að 2 or- ustuskipum einu flugvéla- móðurskipi, 4 stórum og 3 smáum beitiskpum, 4 kaf- bátum og fleiri smáum skip- um. Mannafli flotans hefir aukist um 14 síðan 1933. I Iok þessa árs er gert ráð fyrir því að unt verði að láta livert mannsbarn í landinu fá gasgrímu. Oslo. 2. mars. SLÆMAR HORFUR FYRIR NORSKU STJÓRNINA. Dagbladet segir í dag, að allir þingflokkarnir haldi fundi í kvöld til þess að ræða stjórn- málahorfurnar, aðallega afstöðu sína til finsk-norska verslunar- samningsins. Alt virðist nú henda til, að mjög liætt sé við, að ríkisstjórnin verði að biðjast lausnar, þar sem talið er, að Bændaflokkurinn muni greiða atkvæði gegn samningnuin, þrátt fyrir það, að ríkisstjórnin hafi lýst yfir, að liún geri málið að fnáfararatriði. Talið er, að hvorki Hægri- né Vinstriflokk- urinn liafi neina löngun til þess að slaka til, í þessu máli, nema Bændaflokkurinn geri það. — NRP. — FB. Bæjarbruni á Melrakkasláttn. 3. mars. FÚ. Bærinn Höskuldarnes á Mel- rakkasléttu brann til kaldra kola um hádegisbil í dag. Mestu af innanstokksmunum var bjargað, en matvæli i kjallara náðust ekki. — Bærinn var tví- lyft timburhús, 4 sinnum 11% metri, ásarnt geymsluskúr, livortveggja vátrygt, en innan- stokksmunir óvátrygðir. Tahð er að eldurinn hafi kviknað frá reykháf. Stúdentafélag Reykjavíkur hélt ársskemtun sína og ösku- dagsfagnað að Hótel Borg í gær- kveldi og hófst á borðhaldi. Margar ræður voru lialdnar undir borðum, en er þau liöfðu verið upp tekin var dans stíginn fram eftir nóttu. Skemtu menn sér liið besta. Dómur í máli Niemöllers. London 2. mars. FÚ. í dag var feldur dómur í máli Niemöllers prests. Hann var fundinn sekur um að hafa rætt opinher mál í stólnum á þann hátt að það gæti valdið æsing- um. Hann var dæmdur í sjö mánaða „heiðarlegt varðhald“ og fimm hundruð marka selct. Með orðunum heiðarlegt varð- liald er átt við það, að ekki sé um fangelsisvist að ræða og að enginn vanheiður sé í því fólg- inn að sitja í þessu varðhaldi. En þar sem Niemöller prestur hefir þegar setið átta mánuði í varðlialdi, er hann talinn hafa fullnægt dómi. Niemöller var einnig gert að greiða kostnað sakarinnar og aukasekt, að upphæð 1500 mörk, en vararefsing ákveðin þriggja mánaða fangelsi. London, 3. mars. FÚ. Niemöller handtekinn aftur. 1 flugufregn frá Berlín segir, að Niemöller hafi verið hand- tekinn á ný í gærkvöldi, en fréttin liefir ekki fengist stað- fest. — London, 3. mars. FÚ. Gagnslaust að halda fram sakleysi sínu í Rússlandi. Kretinsky, fyrverandi (sendiherra Sovét-Rússlands i Berlín, er sá eini af hinum 21 ákærðu í Moskva, sem hefir lýst sig saklausan af ærunni. Áður hafði liann játað fyrir lögreglunni að hann væri sekur. Þegar hann var spurður hverju það sætti að hann bæri nú á móti því, sagði liann, að sér hef ði verið það ljóst, að það var gagns- laust, að bera á inóti því við ’ögregluna, og allsstaðar nema fyrir opinberum rétti. HOLMENKOLLEN- SKlÐAMÓTIÐ. Kalundborg 2. mars. FÚ. Á laugardaginn kemur hefst skíðakepni á Holmenkollen við Osló. Eru fyrstu útlendu kepp- endur þegar komnir til Oslo, en það eru Svíar. I þessari kepni er búist við harðri samkepni milli Finna og Norðmanna, vegna þess að í Latlii sigruðu Finnar Norð- menn og keppendur frá öðrum N orðurlandaþ j óðum. London, 3. mars. Enn 28. febr. í franska þinginu. Enn er 28. febrúar í franska þinginu. 1 gærkvöldi leit út fyr- ir að franska stjórnin segði af sér, en síðan liafa horfurnar batnað, og er búist við að sam- lcomulag náist i dag milli hinna tveggja þingdeilda um atvinnu- löggj af arf rumvarpið. London, 3. mars. 123.000 Kínverjar fallnir. í japanskri frétt frá Peiping segir, að 123 þúsund Kínverjar liafi fallið í styrjöldinni i Kína, síðan liún liófst og að Japanir hafi jaröað 20 þúsund Kinverja á vígstöðvunum í Suður-Shansi nýlega. I frétt frá Tokio segir, að á áttunda liundrað kín- verskra flugvéla liafi verið skotnar niður síðan styrjöldin hófst. ísland í amerískum blöðum. í Norður-Dakotablöðunum „The Hope Pioneer“ og „Hanna- ford Enterprise“ birtist 18. nóv. s. 1. ítarlegur útdráttur úr ræðu um Island nútíðarinnar („Tlie Modern Land of tlie Sagas“), sem dr. Richard Beck prófessor í norrænum fræðum við rikis- liáskólann i Norður-Dakota, flutti í dönsku kirkjunni i Lu- verne, Norður Dakota, sunnu- daginn 14. s. m. — í norsk-ame- ríska blaðinu „Grand Forks Skandinav“ er 19. nóv. endur- prentun úr liinu kunna tímariti „The American Scandinavian Review“ ritgerð dr. Becks um liáskóla ísl. („The Universily of Iceland") ásamt mynd af há- skólanum. — 1 vetrarhefti nefnds tímarits er ritdómur eft- ir dr. Beck um ensku þýðinguna á hók prófessors Iljalmar Lind- roths um Island. „Iceland, a Land of Contrasts“. — 1 jóla- blaði norsk-ameriska blaðsins „Fergus Falls Ugeblad“, sem gefið er út í horginni Fergus Falls, Minnesota, er allítarleg grein á norsku eftir prófessor Beck um Matthías Jochumsson (Matthias Jochumsson — Is- lands dikterhövding og Norges- venn“.) — í norsk-ameriska blaðinu „Normanden“, sem gefið er út í Fargo, Norður Da- kota, er 13. og 20. janúar endur- prenluð ræða dr. Becks um Leif Eiriksson og Ameríkufund lians. Loks má geta þess, að í nóvem- berhefti mánaðarritsins „The Friend", sém út kemur í Minn- eapolis, er allítarleg grcin á ensku eftir prófessor Beck um Einar skáld Benediktsson, og er tekin upp í hana þýðing frú Jakobínu Johnson af kvæði Einars „Norðurljós“. (FB.). — Bcbíop fréffír =fi. Veðrið í morgun. í Reykjavík 3 st., mestur hiti í gær 6, minstur í nótt 2. Úrkoma í gær 5.0 mm. Heitast á landinu í: morgun 5 st., á Skálanesi, Papey og víðar, kaldast — 2 st., í Rauf- arhöfn. Yfirlit: Djúp lægð suS- vesfur af Reykjanesi á hreyfingu í noröaustur. Horfur: Faxaflóil Allhvass suðvestan eða vestan. Skúrir og éljaveður, Skipafregnir. Gullfoss kom frá útlöndum í gærkveldi. GoSafoss er á leiS til Kaupmannahafnar frá Hamborg. Brúarfoss fer héðan í kvöld áleið- is til útlanda. Dettifoss er vænt- anlegur kl. 1 að vestan og norðan. Lagarfoss er í Leith. Selfoss er í Antwerpen. Strætisvagnamir. Póst- og símamálastjóri hefir sent bæjarstjórn til umsagnar er- indli h.f. Strætisvagnar Reykjavík- ur um að endurnýjað veröi sér- leyfi félagsins til fólksflutninga í bænum og nágrenni. BæjarráS vísaSi málinu til bæjarverkfræ'ð- ings til athugunar og verði sér- staklega gengi'ö úr skugga um, aö félaginu veröi kleift aö fullnægja skyldum þeim, sem sérleyfið legg- ur því á heröar. Flugskýli er veriö aö gera viö Skerjafjörö á bakkanum viö Shellportiö. Er þaö flugfélagið á Akureyri, sem lætur gera skýlið, en þaö á von á flugvél sinni eftir hálfan mánuö. Er það S manna flugvél, fyrir flugmann og 4 farþega. — Flug- félagið fékk 5000 kr. styrk úr hafnarsjóði til þess að koma upp skýlinu. „Fornar dygðir“. Revyan „Fornar dygðir“ veröur sýnd í kvöld í 7. sinn. Hefir hún verið sýnd fyrir troðfullu húsi í þau 6 skifti, sem hún hefir veriö sýnd. — Framvegis geta menn fariö til aðgöngumiðakaupa í Iðnó, án þess að fara erindisleysu, því að það verður ekki tekið á móti pöntunum í síma. Verður sú tilhögun ihöfö framvegis. Verksmiðjuhús. Sölusamband ísl. fiskframleiö- enda hefir sótt til byggingarnefnd- ar um leyfi til að xæisa tvílyft verksmiðjulxús (stærö 368,68 fer- m.) úr steinsteypu á lóðinni nr. 22 við Lindai'götu. Samþykti nefndin þetta með því skilyrði, að kol verði ekki notuð til kynding- ar, heldur t. d. rafmagns- eða svokölluð „Stoker“-kynding. Póstferðir á morgun. Frá Reykjavík: Mosfellssveit- ar-. Kjalarness-, Kjósar-, Reykja- ness-, Ölfuss- og Flóa-póstar. Lax- foss til Akraness og Borgarness. Bílpóstur til Garðsauka. Til Reykjavíkur: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa-póstar. Bílpóstur úr Húnavatnssýslu. ,,Bændakvöld“ heldur Húsmæðrafélag Reykja- víkur í tilefni af afmæli félagsins, annað kvöld í Oddfellowhúsinu. Hefst skemtunin með sameigin- legri kaffidrykkju. Einnig verða ræður, söngur, upplestur og fleira til skemtunai*. Árshátíð sína heldur Starfsmannafélag Reykjavíkur að Hótel Boi'g 5. mars og hefst hún meö sameigin- legu borðhaldi kl. 7%. Geir Zoega vegamálastjóri hefir veriö sæmidlur kommandörkrossi Danne- brogsorðunnar. Togararnir. Haukanes kom inn í morgun með slasaðan mann og Kári með bilaðan stýrisumbúnað. útvarpið í kvöld. 19,10 Veðui-fregnir. 19,20 Lesin dagskrá næstu viku. 19,30 Þing- fréttir. 19,50 Fréttir. 20,15 Erindi: „Maður slasast“ (Felix Guð- mundsson verkstjóri). 20,40 Ein- leikur á fiðlu (Þórarinn Guð- mundsson). 21,00 Frá útlöndum. 21.15 Útvai-pshljómsveitin leikur. 21,45 Hljómplötur: Andleg tónlist. 22.15 Dagskrárlok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.