Vísir - 05.03.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 05.03.1938, Blaðsíða 3
VlSIR Fárviðri fór yfir landið síðastliðna nótt og komst vindhraðinn upp í 30 metra á sekundu. Hús tók af grunni i Kiepps- holti og* var félkid, sem þar bjó, hætt komið' — Tjón af völdnm fárvedursins sennilegfa minna en búast mátti við. Fárviðri mikið geisaði hér á landi síðastliðna nótt. Var hvast og mikil úrkoma í gærkveldi, en hvesti æ meir, er á leið kvöldið, og um miðnæturbil var komið ofsarok. Einna hvassast mun hafa verið kl. 1—1 og var vindhraðinn 12 stig. Mikið tjón varð af völdum of- veðursins hér í bæ og Hafnarfirði. Auk þess sem hús fauk hér innan við bæinn, fuku þakplötur af húsum, og aðrar skemdir urðu, skúrar fuku o. s. frv. Efir myndin er af brakinu af búsinu, þar sem það liggur um 50 m. frá grunninum. — Á neðri myndinni fremst sést gólfið úr húsinu, en liitt braldð í 25 m. fjarlægð. 20% kauplækkun á togara í Hafnarfiröi. Ný svik socialista viö sjómannafélögin* j Asama tíma, sem blað sósíalista hér í Reykjavík hamast gegn því sem það kallar „ósvífni útgerðarmanna“ að hækka ekki orðalaust kaup á togurunum, þá er samið með vitund Sigurjóns A. Ólafssonar og formanns Sjómannafélags Hafnar- f jarðar við skipverja á togaranum „Rán“ í Hafnarfirði uííi, ^að þrátt fyrirþað, þótt þeir séu ráðnir á skipiðfyrir taxtakaup, fái þeir ekki nema 80% af kaupinu, en gefið eftir 20%. Viðtal við Jðn EyþórS' son Teðnrfrsðini. Vísir átti i morgun tal við Jón Eyþórsson veSurfræðing og bað hann um upplýsingar um fárviðrið. Sagðist honum svo frá: Ofviðrinu olli óvenjulega krappur stormsveipur, sem fór yfir landið, og minti að sumu leyti meira á liitabeltisstorm- sveipa en venjuleg ofviðri, bæði vegna þess hve hann fór hratt yfir og yfir tiltölulega litið svæði. Lægðarmiðjan hreyfðist austur yfir norðanvert landið og mun hafa valdiS fárviðri víða um land, einkum á suður- og suðvesturlandi. Veðurhæðin varð mest 30 metrar á sekúndu (29 metra vindhraði á sekúndu eða meira telst 12 vindstig). í morgun voru 10 vindstig í Vest- mannaeyjum og á SeySisfirði. Átt var suðvestan og snerist meira til vesturs, er á leið nótt- ina. lis fýkur if irani i Siiiavgg. I ofviðrinu tók hús af grunni við Sundlaugaveg og lá við, að fólkið, sem þarna á heima, stór- slasaðist, en betur fór en á horfðist. Húsmóðirin meiddist þó nokkuð. Flutti lögreglan fólkið til bæjarins. Hús það, sem hér uxn ræðir, stendur á Kleppsliolti, við Sund- laugaveg, nokkuru fyrir aust- an sundlaugarnar. Húsið er eign Andrésar Andréssonar klæðskera og er reist sem sum- arbústaður, en hefir verið notað til íbúðar alt árið. Húsið er ein- lyft með háu risi. Þarna bjó nú Haukur Eyj- ólfsson með, fjölskyldu sinni, konu og tveimur börnum. Er hið eldra þein-a 4 ára, en hitt 3 mánaða. Tókst Hauki að komast í síma. Hringdi hann til lögreglunnar og bað hana um aðstoð. Fór löjgreglan þegar á vettvang og flutti fólkið í bæinn og fékk húsrúm fyrir það á Hótel Borg. Konan hafði meiðst á fæti, en ekki alvarlega. Fréttaritari Vísis fór í morg- un inneftir og skoðaði brakið af húsinu. Stendur þaS skamt frá Kleppsveginum fyrir sunnan veginn, og var 4x6 m. að grunn- stærð, timburhús meS risi.Hefir það lyftst að grunninum, en það hefir staðið algerlega ofan jarð- ar, og borist um 40—50 metra áöur en það hefir brotnað í spón. Gólfið, og á því brak af reykháfnum og eldavélin, ligg- ur um 25 m. frá grunninum. Er stórgrýti umhverfis húsið og mesta mildi, að eklci urðu frek- ari slys að. Viðtal við Sigrúnu Steinsdóttnr, konn Hauks Eyjóifssonar Fíréttaritarinn átti þvi næst tal við konu Hauks, Sigrúnu Steinsdóttur, en þau voru flutt að Hótel Borg i nótt. Frú Sig- rúnu sagðist svo frá: Eftir miðnætti voru lætin svo mikil í veðrinu, að enda þótt við værum gengin til hvilu, gát- um við ekld sofnað. Kl. 1% tókst húsið skyndilega af grunn- inuin og tók margar veltur, áð- ur en gólfiö varð eftir, en yfir- byggingin fauk áfram. Þegar þetta skeði sat eg uppi og hélt á börnunum, sem eru 4 ára og 3 mánaða. Iiöfðum við verið að hugsa um að fara á fætur og út. Þegar yfirbyggingin fauk áfram, urðum viö eftir á gólf- inu einu. Fór þá maðurinn rninn i liús rétt hjá og náði i síma, en eg sat eftir. Allir munir okkar voru óvá- irygðir og höfum við þvi orðið fyrir miklu tjóni. Frú Sigrún meiddist á fæti og litla barniö meiddist einnig, en ekki var búið að atliuga það í morgun, er Vísir átti tal við Sigrúnu. SAMSKOT. Eins og menn munu sjá er hagur fjölskyldunnar mjög bág- ur eftir þetta milda áfall. VÍSIR beinir því þeim til- mælum til allra góðra manna, að hlaupa undir bagga með þessari fjölskyldu og tekur blaðið góðfúslega á móti sam- skotum. Reykvíkingar hafa á- valt verið manna hjálpfúsastir, og svo mun enn vei’ða. Um allan bæ hafa girðingar fallið og sumstaðar steingarðar. Reykháfar brolnuðu á mörgum stööum'og síma og rafmagns- staurar. LÖGREGLAN HAFÐI ÆRIÐ AÐ STARFA 1 NÓTT. Lögreglumenn þeir, sem voru á verði í nótt, liöfðu mikið að slarfa. Komu sífelt beiðnir um aðstoð til lögregluvarðstofunn- ar. Urðu skemdir víða i bæn- um af völdum ofveðursins. — Þakplötur fulcu af liúsum víða í bænum, rúður brotnuðu og gluggar, girðingar lögðust sum- staðar að jörðu eöa tók upp. VIÐTAL VIÐ SLYSAVARNAFÉLAGIÐ. Jón E. Bergsveinsson tjáði Visi i morgun, að liann hefði talaö við Akranes, Sandgerði og Keflavík. Tjón varð lítið i þess- um stöðum, nema lielst á liús- um og smávægilegt, og ekki á bátum, enda var þetta um fjöru. Ber mönnum saman um, að stórtjón mundi liafa orðið á bátum, ef fárviðri þetta hefði skollið á, er liásjávað var. Einn opinn vélbát rak mannlausan með festum af Keflavilcurhöfn. Bátur liefir sést fram undan Kálfatjörn og er giskað á, að það sé sami báturinn. — Vegna bilunar liafði J. E. B. ekki haft lal af Vestmannaeyjum. Með öðrum orðum: Af hverj- um 100 krónum sem skipverjar eiga samkvæmt hinuin auglýsta taxta að fá, tekur Ásgeir Stef- ánsson, forstjóri Bæjarútgerð- arinnar og Ránarútgerðarinnar, 20 krónur, þótt að nafninu til sé lögskráð fyrir fult kaup. Nokkrir af skipverjunum vildu þó ekki láta tilleiðast að skrifa undir þennan leynilega baksamning um að gefa eftir 20% af kaupi sínu, en þá voru þeir reknir i land tafarlaust, og spurðir að því um leið „á fínan máta“, hvort þeir hefðu efni á því að ganga atvinnulausir í landi og vakin athygli þeirra á því, að þeir mættu þakka fyrir, að fá þetta kaup. Þessar aðfarir eru þó ekki einsdæmi, þvi að í aðalútgerð- arbæ socialista, Hafnarfirði, hafa fleiri ámóta samningar veríð gerðir við sjómenn. Má minna á það er lögskráð var á togarann „Haukanes“ fyr- ir 50% af taxtakaupi hásetafé- lagsins. i GRlMUKLÆDDAR KAUPLÆKKANIR. Það er liáttur socialista, er þeir reka útgerð, að fá sjómenn í félag við sig, þannig að þeir binda þá með samningum til að lofa ákveðinni kauplækkun frá gildandi samningum milli liá- setafélaganna og útgerðar- manna. Sjómennirnir eru að nafninu til taldir liluthafar í út- gerðinni og eiga þeir skv. fé- lagssamingnum aö fá ágóða- hlut. Þessi ákvæði eru sett til að kauplækkunin, sem er aðal- markmið slíkra samninga, líti betur út, en vitanlega fá sjó- menn ekki neinn ágóðahluta, þvi þó einhver ágóði yrði, þá fer það í afborganir af eldri töpum. En socialistabroddarnir, sem slíkri útgerö stjórna, sitja i landi og hafa stjórn útgerðar skipanna sem aukabitling. SOCIALISTAR VILJA EKKI HÆTTA SÍNU EIGIN FÉ. Það sem einkennir útgerðar- starfsemi socialista er að þeir SÍMABILANIR bafa orðið alhniklar. Átti Vísir i morgun tal viö Ólaf Kvaran simastjóra, og gaf hann blaðinu þessar upplýsingar: Til Borgar- ness hafa orðið slit hjá Voga- tungu svo og fyrir norðan Borg- arnes. Á Hellisheiði eru allar línur sveiflaðar. Milli Ægissíðu og Garðsauka eru margir staurar brotnir, en sambandslaust er austan Ægissíðu. Þak fauk af húsi í Sandvík og sleit símalínuna. Suöur með sjó, á línunni fyr- ir sunnan Keflavík, brotnuðu staurar. Verða menn sendir út i dag til viðgerða á línum og koma sambandinu í Iag. viðliafa lengstum þá aöfcrð, að stofna bæjarútgerðir eða svo- nefnd samvinnufélög sjómanna, en gæta þess vel að leggja ekk- ert eða sama sem ekkert fé fram fjrá sjálfum sér. — Ágóðann af útgerðinni talca þeir þannig, að þeir komast á há laun hjá útgerð- inni, sem þeir sjá um aö greiða sjálfum sér skilvíslega, þótt há- setar verði oft að biða langan tíma eftir kaupgreiðslum. Um ágóðaþóknun af útgerðinni vita þeir að vart er um að ræða, en tapinu, sem altaf er á slíkum útgeröum socialista, skella þeir annaðhvort yfir á viðkomandi Læjarfélög eða bök þeirra sjó- manna, sem við útgerðina strita. RÍKIR SOCIALISTAR OG TOGARI FISKIMÁLA- NEFNAR. Sjómönnum hefir oft orðið á að spyrja hversvegna for- sprakkar socialista, sem marg- ir eru auðugir menn, leggi ekki fé sitt í útgeröarstarfsemi. kaupi togara og geri þá út og greiði taxta hásetafélagsins, til að sýna svart á hvitu, að þeir geri betur en útgerðarmenn. Slíkt væri ólikt drengilegra, en að láta við það eitt sitja, að rægja útgerðarmenn og sviviröa á svipaðan liátt og gert var í blaði socialista i gær. Nærtækt dæmi um óvilja so- cialista til að leggja fé sitt í út- gerð, er það, að þeir hafa ekki viljað leggja fé í kaup á ný- tísku togara, þrátt fyrir það, þótt Fiskimálanefnd eigi að legjgja mikið fé á móti. Socialistar hafa reynt að fá sjómenn, sem um mörg ár hafa síarfað á togurum einkaútgerð- arinnar og liafa með ráðdeild og sparsemi eignast álitlegar fjárhæðir, til að leggja i þessa nýtísku togara, en sjómenn bafa eklci látiö að fortölum so- cialista, því þeir hafa vitað, að í fyrsta lagi mundu þeir verða að vinna fyrir Iækkað kaup og í öðru lagi tapa öllu því fé, sem þeir legðu í útgerðina. SOCIALISTAR TELJA NÓG GERT FYRIR ÚTGERÐINA. Alþýöublaðið í gær segir, að ríkið liafi þegar „veitt útgerð- inni mikinn stuðning". Ifver er sá stuðningur? Sann- leikurinn er sá, að útgerðar- menn liafa ekki enn fengið eyr- is virði af þeim „stuðningi“, sem blaðið talar um. Blaðið á sennilega við það af útflutningsgjaldinu, sem af- numið var og burtfellingu kola- og salttollsins, sem þó er með þeim skilyrðum, sem sum út- gerðarpláss út á landi sennilega ekki geta fullnægt. En liér við er að athuga, að i sama þinginu, sem þessi mikli „stuðningur“ var veittur út- gerðinni voru tollar og skattar, sem á lienni hvíla hækkaðir um í íslenska bappdrættinu er hægt að vinna mörgum sinn- um á ári á sama miðann, enda liefir það margoft kom- iö fyrir. Flýtið yður að kaupa miða áður en það verður um seinan. Frá sta’fsemi Happdrættisins. 32. Bjargaði sér frá sveit. Konan A. á Norðurlandi barö- ist við sveit með barnahóp og sjúkan mann. Taldi hún það vissu, að hún myndi auðgast á happdrættinu. 1935 hlaut hún 1250 krónur á fjórðungsmiða og bjargaðist sæmilega af, vegna þessa vinnings. 33. Hættulegt að gleyma að endurnýja. 1935 hlaut ungur maður frá Akureyri 25.000 króna vinning. Hann endurnýjaði miðann á aðal- skrifstofunni í Reykjavik, kvöld- ið áður en dregið var. Varð að senda símskeyli norður, um end- urnýjunina, og kom það svo seint, að umboðsmaður hafði gengið frá skýrslum og búið um endursendingu óseldra miða. 34. Einkennilegur draumur. í Vestmannaeyjum kom maður tvisvar sinnum til umboðsmanns og óskaði eftir að fá ákveðið númer i hvort skiftið. Kvað hann sig hafa dreymt þau, og varð mjög áfjáður, einkum í síðara skiftið. Númer þessi voru seld annarstaðar, en i bæði skiftin hlutu þau liæsta vinning. 35. Hættulegt að sleppa númeri sínu. Einn af umhoðsmönnum happ- drættisins hefir reiknað út, hve miklu viðskiftamenn í umboði hans hafa tapað á því annað- hvort að liætta að spila eða að endurnýja ekki. Upphæðin er 51.000 krónur. Hver yHI míssa af von- lnni að vinna? Yegna óvanalegrar eftir- sóknar tilkynnist heiðruðum viðskiftavinum Happdrættis- ins, að pantaðir miðar hjá umboðsmömium vorum, verða að skrásetjast og sækj- ast í siðasta lagi 5. mars, annars eiga viðskiftamenn vorir á liættu að liinir pönt- uðu miðar verði seldir öðr- um. — \ UMBOÐSMENN í Reykjavík hafa opið á laugardag 5. mars til kl. 10 e. h. — Umboðsmenn í Reykjavík eru: Frú Anna Ásmundsdóttir & frú Guðrún Björnsdóttir, Túngötu 3, sími 4380. Dagbjartur Sigurðsson, kaupm., Vesturgötu 45, sími 2814. Einar Eyjólfsson, kaupm., Týs- götu 1, síini 3586. Elís Jónsson, kaupm., Reykja- víkurveg 5, simi 4970. Helgi Sivertsen, Austurstræti 12, sími 3582. Jörgen Hansen, Laufásvegi 61, sími 3484. Frú Maren Pétursdóttir, Lauga- veg 66, sími 4010. Pétur Halldórsson, Alþýðuhús- inu. Stefán A. Pálsson & Ármann, Varðarhúsinu, sími 3244. Umboðsmenn í Hafnarfirði eru: Valdimar Long, kaupm., simi 9288. Verslun Þorvalds Bjarnasonar, sími 9310.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.