Vísir - 07.03.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 07.03.1938, Blaðsíða 2
VÍSIR Prieto ætlar aO taka sér einræðisvald í þeim hluta Spánar sem stjórnin ræður yfir. Berlín, 6. mars. FÚ. í gær gerði stjórnarherinn viö Teruel tilraun til þess að ná aftur nokkrum af þeim stöSvum sem uppreistarmenn tóku fyrir nokkurum dögum. Öllum áhlaupum stjórnarsinna var hrundið og er sagt að þeir liafi heðið mikið manntjón. Franska blaðið „Journale“ ritar um þá togstreitu sem sé milli flokkanna í spönsku stjórninni. Það segir að Negrin for- sætisráðherra liafi á dögunum sagt, að her uppreistarmanna væri miklu hetur æfður en stjórnarherinn og síðan væri hann mjög óvinsæll meðal hinna ráðlierranna. Blaðið segir einnig að Prieto hermálaráðherra ætli inn- an skamms að mynda nýtt stjórnarráð og taka sér ein- ræðisvald í þeim hluta Spánar sem er á valdi stjórnarinn- ar í Barcelona. VÍSIR DAGBLAD Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Páll Steingrímsson. Skrifstofa } Austurstræti 12. og afgreiðsla J B í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Skattar og taprekstur. C jávarútvegurmn hefir verið ° rekinn með tapi nú um nokkurt skeið, og öllum er ljóst, að þvi verður ekki lialdið áfram miklu lengur. Gegnir það furðu, hve lengi hefir verið látið reka á reiðanum í því efni, án þess að nokkuð hafi verið að hafst, til að ráða bót á því. Togaraútgerðin hefir nú stöðvast í svip, af þvi að kraf- ist hefir verið kauphækkunar til lianda sjómönnunum, en út- gerðarmenn ekki talið fært að verða við þeim kröfum. Hitt er óvíst, hvort útgerðin hefði stöðvast að þessu sinni, ef þess- ar kröfur hefðu ekki verið gerðar nú. Hinsvegar hefði ekki getað hjá því farið til lengdar. hvort eð var, eins og hag út- gerðarimiar var komið. Lýsir það því furðulegri heimsku, að saka útgerðarmenn um það, að þeir hafi stöðvað útgerðina ann- að tveggja af einberum fjand- skap við sjómenn, eða af þvi að þeir hafi viljað aulca á vandræði ríkistjórnarinnar, þegar verst gegndi og gjaldeyrisörðugleik- arnir kreppa sem mest að. Það dylst engum, sem nokk- urri ábyrgðartilfinningu eru gæddir, að Iiag útgerðarinnar er nú svo komið, að algerð stöðvun hennar er yfirvofandi, ef ekkert er að hafst. En stöðv- un útgerðarinnar væri þjóðar- ógæfa, sem menn yfirleitt geta ekki gert sér grein fyrir afleið- ingunum af, og engin ráð of dýr til þess að koma í veg fyrir liana. Það er að sjálfsögðu varhuga- verð braut, að leggja út á, að styrkja atvinnureksturinn með fjárframlögum úr ríkissjóði. Slíkur styrkur hefir þó verið lagður landbúnaðinum um langt árabil, og er enn. Það var vel- gengni sjávarútvegsins á fyrri árum, sém upphaflcga gerði það kleift, að rétta landbúnaðinum þá hjálparhönd. En nú á sjávar- útvegurinn meira en nóg með sjálfan sig, og ætti það því ekki að vera nein goðgá að fara fram á það, að létt yrði að mínsta kosti af honum þeim gjöldum til ríkissjóðs, sem hersýnilegt er að liann er ekki orðinn fær um að greiða. Það er nú að vísu svo, að nokkurum gjöldum hefir verið létt af útgerðinni. Útflutnings- gjald af saltfiski hefir verið felt niður og fyrirheit gefið um eft- irgjöf á kola- og salttolli að nokkuru Ieyti. Enn er þó tekið útflutningsgjald af sjávarafurð- um, er nemur tvöfaldri upphæð þess útflutningsgjalds sem felt var niður, og í stað tollsins af kolum og salti liafa aðrir tollar á nau’ðsynjum útgerðarinnar verið hækkaðir, svo að vafi er um vinninginn. Útflutnings- gjaldið má renna í fiskimála- sjóð og því má verja í þarfir útgerðarinnar, en það er þó ekki skylt. En verður því á nokkurn hátt betur varið i þarfir útgerð- arinnar, en með því að endur- greiða þaö eða fella það niður? Það er að sjálfsögðu mikil nauðsyn á því, að ríkisbúskap- urinn sé rékinn tekjuhallalaust. En ef engin ráð eru til þess önn- ur, en að skattleggja atvinnu- rekstur, sem rekinn er með tapi, þá er það að minsta kosti vafasamt, að það geti talist full- komlega heiðarlegt gagnvart lánardrotnum atvinnurekend- anna, eins og nú er komið. Og er rikisbúskapurinn í rauninni rekinn tekjuhallalaust, þó að tekjuhallinn sé „skrifaður í reikning“ einstakra atvinnufyr- irtækja í stað ríkissjóðs sjálfs? ERLEND VlÐSJÁ: FLOTAAUKNING ITALA KNÝR FRAKKA TIL ÞESS AÐ HEFJAST HANDA UM AUKNA HERSKIPASMIÐI. Frakkar hafa variS óhemju fé lil víg'búnaöar á síöari árum og þaö er kunnara en frá þurfi aö segja, að ríkishagurinn er ekki svo góöur, að Frakkar geti í raun- inni lagt fram fé, eins og sakir standa, til smíöi nýrra herskipa, en samkvæmt símskeytum frá París telja þeir sig til þess neydda, vegna þess aö ítalir sé enn að auka sinn flota. En Frakkar hafa altaf fylgt þeirri stefnu, að hafa öflugri flota en ítalir, en nú er svo komið, aö þeir óttast sjóveldi ít- ala. ítalir ákváðu eigi alls fyrir löngu aö smíða tvö 35.000 smá- lesta orustuskip og mörg önnur herskip. Þegar búið er að smíða þessi skip, hafa ítalir öflugri flota á Miðjarðarhafi en Frakkar, nema hinir síðarnefndu fari sömu leið og ítalir. Flotamálaráðherrann frakkneski, Cesar Campinchi, seg- ir, að ekki hafi verið hafist handa um smíði nema helmings þeirra herskipa, sem ráðgert var að byrja á árið 1937 (47.000 smálestir). Or- sökin var sú, að ríkisstjórnin varð að nota féð, sem ætlað var til her- skipasmíðanna, til annars. Bitnaði þetta meira á flotanum en land- og lofthernum. Frakkar eiga nú tvö 35.000 smálesta orustuskip í smíðum, Richelieu og Jean Bart. Þau eiga að verða tilbúin 1940. En þrátt fyrir það, að þessi skip verða betur búin og fullkomnarien flest herskip, sem nú eru til, telja Frakkar flota sinn ekki nægilega öflugan nema smíðuð verði enn tvö slík skip, vegna hinnar harð- vítitgu vígbúnaðarkepni ítala. Ennfremur segjast þeir verða aö smíða marga nýja tundurspilla og kafbáta. — Hverja fjárhagserfið- leika þetta mun baka Frökkum, rná sjá af því, að það kostar nú helmingi meira pr. smálest að smíða herskip í Frakklandi en fyr- ir tveimur árum. En sennilega mun frakkneska þjóðþingið ekki sjá sér annað fært en halda á sömu braut og ítalir — og um það ber öllum saman, að það geti haft hinar alvarlegustu afleiðingar, að því er lánstraust ríkisins snertir og fjárhaginn yfirleitt. — Víg- búnaðaráform ítala munu vafa- laust einnig hafa þær afleiðingar, að (Bretar og Þjóðverjar hefjist handa um enn aukna herskipa- smíði. Breskt herskip bjergar 400 mOnnnm af spæn- skn beitlskipl. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London í morgun. Breska í'lotamálaráðuneyt- ið tilkynnir, að 400 sjóliðum af spænsku beitiskipi hafi verið bjargað við Baleareyj- ar. Beitiskipið, sem sjóliðar voru á, var eitt af herskipum uppreistarmanna. Breska herskipið Boreas Kempen- feldt bjargaði sjóliðunum og flytur þá til einhverrar hafn- arborgar, sem uppreistar- menn ráða yfir, sennilega Palma á Baleareyjum. — Fregnir vantar um hvernig hið spænska beitiskip fórst. United Press. Réttarhöldin i Moskwa: Kalundborg, 6. mars. — FÚ. firheyrslurnar í Moskva halda áfram. Bukarin kom fyrir réttinn í dag. Játaði hann að hafa haft samband við Þjóð- verja og að hafa tekið þátt í til- raunum til þess að losa Ukraine og fl. hluta Rússlands undir er- lend yfirráð. Neitaði hinsvegar að hafa átt hlutdeild í morði Korovs eða neinna annara morð tilrauna, en hann hefði reynt að miðla málum milli Stalins og ýmsra andstæðinga hans. Buk- arin játaði að hafa haft sam- band við gagnbyltingarsinnaða menn í Japan, Póllandi, Júgó- slavíu og að hafa haft sam- band við Henleinflokkinn í Tékkóslóvakiu. Verktöll jflrvofandi í Danmörkn. Kalundborg, 6. mars. FÚ. Verkföll virðast nú yfirvof- andi í Danmörku í ýmsum iðn- greinum og taka þau til tuga þúsunda af verkamönnum. Samningar milli atvinnurek- endafélagsins og fulltrúa þcss- ara verkamanna liafa strandað. Sáttasemjari hins opinbera sat á fundi með fulllrúum beggja málsaðila í alla fyrrinótt og meirihluta dags í gærdag, og bjóst einnig við að gera tilraun til málamiðlunar í dag. Hafnarfjörður. Júpíter og Venus eru á leið til Hafnarfjarðar, fóru frá Englandi á föstudagskveld. Flóöin í Kaliforniu London í morgun. rá Los Angeles er símað, að enda þótt flóðin í Suður-Kaliforníu sé farin að sjatna í ýmsum sveitum þori .fólkið ekki annað en að vera á verði, því að það óttast enn að rigning- ar geti komið aftur og flóð- in hækkað á ný. Eftir að rannsókn hefir farið fram í fimm héruðum álíta yfirvöld- in, að 300 manns hafi drukn- að eða horfið. Rauði krossinn telur þó þetta of lágt reiknað og álítur að tala druknaðra sé að minsta kosti 400, en 150—250 hafi ekki fundist. Segir í skýrslu Rauða kross- ins að óvíst sé hvort öll líkin finnist nokkuru sinni, því að sum þeirra geti verið hulin framburði flóðsins, sem er mörg hundruð smálestir, að því er menn ætla. United Press. BRETAR OG ARABAR BERJAST. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Fregn frá Jerúsalem herm- ir, að í orustu, sem háð var í Jeninhéraði, milli Breta og Araba, hafi 80 fallið af liði Araba. Breska herliðið tók 30 Araba liöndum. Margir Arabar særðust. Níu breskar flugvélar tóku þátt í orust- unni. Arahar þeir, sem hér er um að ræða, liöfðu unnið livert hryðjuverkið af öðru. United Press. Seyss-liquðrt talar við leiOtooa aazista l Linz. Berlín, 7. mars. FÚ. Dr. Seyss-Inquart innanríkis- ráðherra Auslurríkis fór til Linz í gær og flutti þar ræðu fyrir leiðtogum nazista. í ræðu sinni lagði liann mesla áherslu á hið sameiginlega þjóðerni Þjóðverja og Austurríkismanna og það, að Þýskaland ábyrgðist sjálfstæði Austurríkis. Þetta, sagði hann, væri dr. Schusnigg meira virði en allir þeir sátt- málar sem Austurríki hefði gert við önnur lönd síðan heims- ófriðnum lauk. FÚ. í gær og fyrradag. SANDGERÐI: Bátaárekstur. — Hlaða fýkur. Hér var suðvestan rok síðast- liðna tvo daga. Á fimtudaginn var mjög mikið flóð og gekk sjórinn upp yfir veg. Skemdir urðu þó litlar nema á veginum hér niður að Sandgerði. í nótt var afspyrnurok af vestri. Fauk heyhlaða með öllu heyi — eign Páls Pálssonar í Hólshúsi. Einnig brotnaði heyhlaða á Bæjarskeri en hey fauk ekld. Vélbátinn Muninn rak á vél- bátinn Hrönn og brotnuðu 15 styttur og öldustokkurinn beggja megin fram að stýris- liúsi. Hrönn sakaði ekki. Þá urðu dálitlar skemdir á húsum svo sem þær að járnplötur fuku. Yfirleitt var fólk ekki óhrætt um sig i húsum inni og vakti því mestan hluta nætur. KEFLAVÍK: V.b. Óðinn fann vélbát, sem slitnaði upp. Talsverðar skemdir urðu hér á húsum. Þök rifnuðu og reyk- háfar fuku. — Opinn vélbátur, sem lá á höfninni, slitnaði upp og rak bátinn inn í flóann, en þar fann varðbáturinn Óðinn liann í dag. Fjöldi skipa leitaði hafnar í Keflavík vegna veðurs- ins. AKUREYRI: Skemdir á rafmagnskerfi bæjarins. í afspyrnu vestan roki er gekk yfir síðari hluta nætur og náði hámarki um kl. 5,20 í morgun urðu allmiklar skemd- ir á rafmagnskerfi bæjarins. Brotnuðu þá staurar í há- spennulínunni og var bærinn Ijóslaus í morgun. Unniö var að viðgerð í dag. I brunanum á Oddeyrartanga 3. þ. m. — sem fyr er getið — brann nýsmíð- aður trillubátur er stóð inni í húsinu. Búið var að ganga frá vél í bátnum. Báturinn var eign Gustavs Andersen. FÁSKRÚÐSFIRÐI: Bátatjón. — Bryjggjuskemdir. Síöastliðna nótt var aftaka stormur. Vélhátar slitnuðu frá legufærum og rak á land. Tveir þeirra, Nanna og Hekla skemd- ust litið, en Katla brotnaði tals- vert, sérstaklega ofan þilja. Rakst hún á Stangalands- bryggju og braut allan land- gang hennar. Járnþök tók nær alveg af tveimur íhúðarhúsum. Heylilaða með talsverðu af heyi fauk alveg. Á Kappeyri í Fá- skrúðsfjaröarhreppi fulcu 2 hey alveg og ein lilaða ásamt lieyi. Á Brimnesi fauk kvisturinn af íliúðarliúsinu. FRÁ VESTMANNAEYJUM: Bátatjón. í ofsaveðrinu aðfaranótt 5. þ. m. skemdust margir vélhátar á höfninni. Vélbáturinn Ester söldc og vélbáturinn Skuld slitn- aði upp og rak hann upp í nyrðri hafnargarðinn og brotn- aöi báturinn nokkuð. Náðist báturinn út í gær. Átta árabátar — um 500 króna virði hver — ýmist brotnuðu eða töpuðust af liöfninni. Þýskum togara hlekkist á. Skemdir urðu nokkrar á úti- húsum fyrir ofan Hraun. Tog- arinn Zieten frá Wesermúnde lcom inn á innri-höfnina í gær og var mikið brotinn ofan þilja og öldustolókurinn slórskemdur. Skipið fékk á sig stórsjó kl. 3> á Iaugardagsnótt suðaustur af Eyjum og lagðist á hliðina. Lá það þannig um eina klukku- stund og gelck svo mikill sjór inn í lcolaklefa skipsins, að kyndarar stóðu i sjó upp undir hendur er skipið loksins komst á réttan kjöl. Bráðabirgðavið- gerð fer fram í Vestmannaeyj - um. Skipið er af nýjustu gerð, aðeins 4 ára gamalt. FRÁ SEYÐISFIRÐI: Stórskemdir á húsum og báta rekur upp. Aðfaranótt 5. þ. m. var fá- dæma eða dæmalaust ofviðri á Seyðisfirði og nágrannafjörð- um. Urðu þar stór-skemdir á húsum og bátum. í Seyðisfjarð- arkaupstað, skemdust einkum húsaþök og gluggar og þó ekki stórkostlega. — Á Dvergasteini fuku þök af tveimur hlöðum. Féll annað hlöðuþakið á fjár- húsþak og braut það. Féð sak- aði ekki, en það varð að reka til húsa á næsta bæ. Á Hánefs- stöðum, Þórarinsstöðum og Eyrum, stórskemdust mörg liús, bæði íbúðarliús og fjárhús. Vélhálarnir Magnús og Ása lágu búnir til Hornafjarðar- veiða i Ilánefsstaðahöfn. Sleit þá upp og ralc þá á Brimnes- fjöru. Óvíst er enn um slcemdir á bátunum. — Þölc tveggja fjárhúsa á Grund og Dalatanga og tvö hey fuku og íbúðarhúsið stórskemdist. Tveir bátar úr Seyðisfirði lögðu af stað á föstudagskvöldið til Horna- fjarðar. Lá annar í Norðfirði í gær en hinn náði liöfn í Seyð- isfirði við illán leik. FRÁ ESKIFIRÐI: Hús jafnast við jörðu. Fárviðri geisaði hér yfir síð- astliðna laugardagsnótt og olli stórfeldu tjóni, rauf glugga í flestum húsum í miðju kaup- túninu, reif járn víða af húsum og sumstaðar gersamlega, svifti þökum af og jafnaði heil hús. Frli. á 3. siðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.