Vísir - 08.03.1938, Blaðsíða 4

Vísir - 08.03.1938, Blaðsíða 4
V I S I R Iþróttatrygging. Italir eru eina þjó'ðin í heim- inum, sem tryggir íþróttamenn sína gegn meiðslum og fjör- tjóni. Eru 3 ár síðan þessar tryggingar komu til fram- kvæmda og á þeim tíma hefir vandamönnum íþróttamanna verið greiddar meira en 700 þús. króna. Samtals eru um 2 milj. og 475 þús. manna trygð- ir á þenna hátt. „Aldursforseti“. Ljónynja ein í dýragarði nokkrum á Indlandi dó um dag- inn og hafði þá verið 30 ár í búri og er það lengsti tími, sem ljón hefir veriS í húri. Öll önn- ur Ijón í þessum dýragarði, að einu undanteknu, voru afkvæmi ljónynjunnar. IRADDIR frá lesöndunum. Símaskráin. Símaslcráin er áreiðanlega sú bók hér á landi, sem mest er notuð. Það er og sagt, að útgáfa liennar sé fullgott fyrirtæki. En livorugt þetta má þó sjá á frágangi þessarar bókar, því að hann er í einu verulegu at- riði mjög hraklegur. Stafrófið, til þess að fletta skránni upp, er •svo illa og óvandlega gert, að eftir hálfsmánaðarnotkun, jafn- vel á heimili, auk lieldur á skrifstofu, eru þessir ómerki- legu stafrófssneplar orðnir slitnir og máðir og liornin geifl- uð, svo að hæði er bókin þá ó- nothæf að kalla og auk þess andstyggileg útlits. Þar sem simskráin er mikið notuð, verð- ur hún bráðlega eins og hræ- iugga, viðbjóðsleg að sjá, og ó- hæfileg lil afnota. Símanotend- ur hafa af þessu bæði töf og hugraun, Þó að símanotandinn svo léti binda eintak sitt í skinn, þá breytir það ekki málinu, því að stafrófið í skránni þolir ekki :að henni sé flétt. Það eru heil kynstur, sem prentuð eru í símaskránni af auglýsingum og tímavísindum, sem venjulegur símanotandi hefir ekkert með að gera. Þetta gerir símahókina óþarflega mikla og þykka, að minsta kosti fyrir Reykvíkinga, sem fyrst og fremst þurfa númeraskrá fyrir Reykjavík (og Hafnarfjörð). Sjáifsagt væri hentugt að gefa Reykvíkingum kost á að fá slíka skrá sérstaka, þ. e. part af skránni, eins og hún nú er, prentaðan á boðlegan pappír og fyrst og fremst með boðlegum frágangi á stafrófinu. í fyrsta lagi þarf að tvískifta stafrófinu (A—M og N—Ö) svo að hvert horn verði svo stórt, að það sé gómtækt fyrir nieðalmanns hönd. Þar að auki þarf að ganga vel frá stafa- hornunum, en ekki eins og nú, að stafurinn sé prentaður á pappirssnepil af lökustu gerð og illa límdur á, þegar í uppliafi, svo að hornin eru skæld og skökk, þegar siminn afhendir skrána nýja. Það er furðulegt, að þeir, sem vinna verkið fyrir simann, skuli láta hafa sig til slíkra vinnubragða, jafnvel þó að síminn hafi óskað þess sjálf- ur, að fá verkið svona smánar- lega unnið. Jökull Bárðarson. Dtiar Balearis, herskipi uppreistarflianna, var sökt Nánari fregniv. London 7. mars. FÚ. Balearis, einu af beitiskipum uppreistarmanna var sökt i gær- lcveldi undan Palos-höfða. Bale- aris, Canaris og annað beitiskip til voru þar á ferð, þegar tvö gömul beitiskip stjórnarinnar bar þar að, ásamt tundurspilla- deild, og var skotið tundur- slceytum úr beitiskipunum á Balearis. Það varð mikil spreng- ing í skipinu, og síðan tók þaS að sökkva. Flugvélar stjómar- innar vörpuðu sprengjum yfir skipið og önnur skip uppreist- armanna, á meðan Balearis sökk. Tvö bresk herskip, Boreas og Campenfelt, voru þarna í grendinni og björguðu þau úr sjónum þeim sem komust lífs af. Voru sumir þeirra fluttir yf- ir í beitiskip uppreistarmanna, en aðrir teknir til Palma á Maj- orka. Brot úr sprengikúlu varð einum breskum sjóliða að bana, en þrír særðust lítilsháttar. í breska þinginu i dag spurði einn þingmanna úr verka- mannaflokknum hvernig stæði á því að bresk skip væru látin reka slíka björgunarstarfsemi og hversvegna þeir sem hjörg- uðust hefðu verið fluttir til sinna manna, en ekki verið fluttir yfir í stjórnarskipin. Að- stoðarflotamálaráðh. sagði, að breskir sjóliðar teldu það skyldu sina að aðstoöa hvorn aðila sem í hlut ætti, þegar þannig stæði á, en þar sem Bretar væru hlutlausir í styrj- öldinni þá væru þeir sem björg- uðust aldrei fluttir yfir í her- búðir andstæðinga sinna. Æskniýðsvika R. F. D. M. og K. Samkoma í lcvöld kl. 8%. — Ingvar Árnason talar. —• Efni: „Elskar þú Jesúm?“ Ungmeyjakór syngur. Allir velkomnir. Hárfléttnr við isl. og útlendan búning í miklu úrvali. Keypt sítt, afklipt hár. — Hárgreiislast. Perla Nýir kanpeodir fá blaðíð ókeypís til mánada- Símfd í dag 3400. VÍSIS KAFFIÐ gerir alla glaða. ■■■■■■■■■■■■■■■; TVÖ lierbergi og eldhús til leigu 14. maí fyrir fámenna | fjölskyldu. Tilboð sendist afgr. Vísis, merkt „Skilvís“. (148 MIÐALDRA maður i fastri stöðu óskar eftir góðri forstofu- | Stofu, helst i vesturbænum, 1. eða 14. maí (í rólegu húsi). — ÓskaS er eftir fæði og þjónustu á sama stað. Fyrirframgreiðsla, góð umgengni. Tilboð merlct „Fæði“ leggist inn til Vísis, sem fyrst. (149 LÍTIÐ þakherþergi til leigu. i smápokum 1,75. ; Hverfisgötu 16 A. (154 í ....... i ii ...... | 2 'HERBERGl og éldilúá ósk- ast 14. maí. Fámenn fjölskylda. Uppl. i síma 1279, eftir kl. 7. (156 Odýrt! HVEITI no. 1. Bálfarafélag íslands Skrifstofa: Hafnarstræti 5. Félagsskírteini (æfigjald) kosta 10 kr. Skírteini, sem tryggja bálför, kosta 100 krónur, og má greiða þau í fernu lagi, á einu ári. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins. Sími 4658. ! MAÐUR í fastri stöðu óskar eftir íbúð, 2—3 herbergjum og eldhúsi ásamt góðri geymslu, 14. maí n. k. Uppl. í sima 3948 eftir kl. 5. (136 FORSTOFUHERBERGI tíí ; leigu til 14. maí. Uppl. Lauga- veg 56, uppi. (145 SMÁÍBÚÐ. I vor vantar ung hjón, bæði í fastri atvinnu, 1—2 ’ lierbergi og eldliús með nútíma þægindum. Uppl. í síma 2090, 1 kl. 8—9 i kvöld og annað kvöld. (146 ItVINNIAfl ELDRI kona óskast hálfan daginn stuttan tíma. Þingliolts- stræti 8 B. (142 STÚLKA sem getur tekið að sér fáment heimili í viðlögum, óskast austur í Hveragerði frá 15.—20. mars til 15. maí eða lengur. Góð aðbúð og gott kaup. Uppl. Bárugötu 34, niðri. (144 ÓDÝRAST er að láta sauma allan barna- og unglingafatnað á Saumastofunni Þingholtsstr. 24. Sömuleiðis eftirmiðdags- og selskabskjóla. (151 STÚLKA, vÖn saumum ósk- ar eftir að komast að á sauma- verkstæði, eða annari atvinnu, nú þegar. Uppl. i síma 3581. (159 3 HERBERGI og eldhús með öllum þægindum óskast 14. maí. —- Engin hörn. — Skilvis greiðsla. Tilboð, merkt: „170“ sendist Vísi. (140 HERBERGI með liúsgögn- um óskast sem næst Kvenna- skólanum. Uppl. i sima 2712. (141 1—2 HERBERGI með þæg- indum óskast nú þegar eða 14. maí. Uppl. í síma 4975. (143 iitlSNÆfillð ST. IÞAKA nr. 194. Fundur í kvöld ld. 8 lý. Inntalca nýrra fé- laga. Erindi: Ögmundur Þor- kelsson o. fl. (153 STÚKAN EININGIN nr. 14. Fundur á morgun. Fram- kvæmdanefnd Stórstúkunnar heimsækir. Kosning fulltrúa til Þingstúkunnar. (160 llAFÁD'fUNDII)] DÖMU-ARMBANDSÚR hefir tapast á leiöinni frá Ránargötu 9 að Tjarnargötu 30. Finnandi vinsamlega beðinn að tilkynna i sima 3922. (150 PAKKI með prjónavörum tapaðist föstudag. Skilist Bald- ursgötu 6 A, niðri. Simi 2406. (155 PAPPlRSRÚLLA hefir fund- ist. Uppl. í síma 4299, (157 SJÁLFBLEKUNGUR, Swan, lapaSist í gær í Miðbænum. A. v. á. (158 KAUPI gull og silfur til bræðslu, einnig gull og silfur- peninga. — Jón Sigmundsson, gullsmiður, Laugavegi 8. (294 Fornsalan Mafnapstpæti í 8 kaupir og selur ný og notuð húsgögn og lítið notaða karl- mannafatnaði. KÁPU- og kjólaefni frá Saumastofunni Laugavegi 12, eru seld í Rammaverslun Geirs Konráðssonar, Laugavegi 12. — Sími 2264. (308 ÞVOTTAPOTTUR óskast til kaups. Símí 2063. (147 NÝTÍSKU hnotuskápur — b.erraskápur —, dívanskúffa og borð til sölu. Ránargötu 31, uppi. Uppl. kl. 8—10 í kvöld. (153 HRÓI HÖTTUR og menn hans. — Sögur í nivndum fyrir börnin. — 40. NÝR LIÐSMAÐUR. — Þarna kemur draugur .... nei, ■— Jæja, piltur minn, litlu munaði — Eg þakka fyrir hjálpina. Eg •—• Hann tekur frá ríku kúgurun- þaS er þá Litli-Jón. — Eg bjó til aS illa færi á'öan. Hver ert þú? leita Hróa hattar. — Ha, þess um, satt er það. En bófi er hann d'eig úr hermönnunum, vinum Hvaö er þér á höndum? þjófs og bófa? enginn. ckkar. NJÓSNARI NAPOLEONS. 50 nokkurs var. En Iiami sá engan. Það hafði verið slökt á öllum kertum, nema við stigaopið var dálitill náttlampi, sem gaf frá sér dauft Ijós. Þetta var einskonar lukt, og voru englamyndir á glerjunum. Til vinstri og liægri, meðfram göngunum, voru allar svefnherbergisdyr lokað- ar. Fyrir utan sumar voru skór, af ýmsum stærðum og gerðuni. Það duldist ekki, að allir höfðu tekið á sig náðir. Gerard gekk sem liljóðlegast niður á hæðina fyrir neðan. Einnig þar liafði verið slökt á öll- um kertum, en dauft Ijós logaði á dálitlum nátt- lampa af samskonar gerð og sá, sem var á hæð- inni fyrir ofan. Fyrir enda ganganna voru stór- ar dyr með tvöföldum hurðum í og yfir dyrun- um stóð með gullnu letri: Nr. 14. (Gerard tók í hurðarsnerilinn og reýndi að opna, en hurðin var læst. Hann barði á dyrnar, mjög hægt í fyrstu, en svo nokkuru liarðara. Inni var kallað með kvenmannsrödd: „Ilver er þar?“ Hann barði aflur á dyrnar, hægt, því að hann var smeykur orðinn um, að einliver kynni að vakna í næstu lierbergjum. Loks voru dyrnar opnaðar til hálfs og út gægðist þerna, sem sýni- lega hafði farið upp úr rúminu, er barið var að dyrum. „Hvað viljið þér?“ spurði hún og bætti við fljótlega: „Þér megið ekki liafa svona hátt — þér vekið frúna!“ Gerard livíslaði að þernunni: „Þér verðið að vekja frúna. Eg er með orð- sendingu íil Iiennar. Eg verð að tala við hana þegar i stað.“ „Frá hverjum er orðsendingin ?“ „Frá M. Toulon — yfirmanni leynilögregl- unnar. Það er áríðandi orðsending.“ „Bíðið,“ svaraði þernan. „Eg ætla að tala við frúna.“ „Segið henni,“ sagði Gerrad, „að það hafi verið lagt fyrir mig að koma orðsendingunni til hennar persónulega — milliliðalaust". Stúlkan fór inn og læsti dyrunum á eftir sér. Gerard lagði eyrað að skráargatinu, en gat ekki lieyrt neitt. Nokkurar mínútur hðu og Gerard fanst þær sem heil eilifð og leið liinar mestu sálarkvalir. Mundi Lorendana neita að veita honum viðtal? En loks heyrði hann fótatak. Þernan kom aftur, hleypti honum inn og sagði: „Þér getið komið inn. Frúnni þóknast að lala við yður.“ Gerard var nú leiddur inn i rúmgóða setu- stofu, sem var búin húsgögnum, lieldur ó- smekklegum, eins og tíðkast i gistihúsum. Á horði í miðju herberginu var lampi, sem Ijós logaði á, og á marmarahillu, andspænis dyrun- um var skrautker, með gríðarstórum liljuvendi. Þernan fór nú inn i annað herbergi og lokaði dyrunum á eftir sér. Gerard stóð í sömu spor- um og beið. Og meðan liann beið starði hann sifelt á dyrnar. Ilversu lengi liann stóð þar gerði liann sér ekki grein fyrir því að eftir- vænting hans var mikil. Og alt í einu opnuðust dyrnar og Loréndana kom inn. Hún var klædd livitum kjól, sem eins og bylgjaðist utan um hana, og það vaknaði furða i huga Gerards, er hann sá hana. Það var hún — Lorendana -— og þó var sem um aðra konu væri að ræða, enn fegurri, enn dásamlegri. Hið tinnudökka hár,. sem hafði þau láhrif, að hinn liviti hörundslit- ur hennar virtist gulleitari, var horfið. Hún hafði notað falskt hár.En hennar eigið var vissu- lega fagurt — kastaniubrúnt á lit. Augsýnilega liafði hún bundið það i lmút i skyndi, er liún fór út úr rúminu, og nú losnaði hnúturinn, og það hylgjaðist, hrokkið og fagurt, niður á axlirnar. Og varir liennar voru eldd skarlatsrauðar nú — þær voru enn rauðar — en eins á litinn og full- þroska kirsuber. En bletturinn dásamlegi, yfir efri vörinni, var þarna enn. Og hún starði á hann, án þess að láta augnalokin síga niður til hálfs við og við, og það var engin reiði og held- ur ekki furða í augum hennar. Það var næst- um eins og tillit augna hennar bæri þvi vitni, að hún hefði búist við honum. Áður en liann gæti hreyft sig úr sporum hafði liún lokað dyr- unum á eftir sér. Þau voru ein. Hann gekk til hennar, kraup á kné, og vafði handleggjunum um kné hennar. „Konan mín,“ sagði hann hrærður í hálfum hljóðum, „konan mín!“ XXII. KAPITULI. Hraðlestin til Feignies og Briissel, sem átti að fara kl. 7.40, átti að leggja af stað eftir fáein augnablik. Einhversstaðar á stöðinni var bjöllu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.