Vísir - 09.03.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 09.03.1938, Blaðsíða 2
VlSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Páll Steingrímsson. Skrifstofa I ? Austurstræti 12. og afgreiðsla J Bímar : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Krókaleiðir. fónas Jónsson skrifar langt ” mál í Tímadagblaðið í gær um „liina mildu hendi Fram- sóknarflokksins“ í stjórnmálun- um. Segir hann þar, að Fram- sóknarmenn „starfi að pólitik eins og Englendingar að knatt- spyrnu“. Líklega hefir Jónas aldrei þreytt knattspyi'nu, hvorki við Englendinga né aðra. En ef hann hefði gert það, mundi hann sennilega hafa komist að raun um það, að það er ekki „hin milda hönd“, sem einkennir knattspyrnuna mest, jafnvel ekki meðal Englend- inga. I knattspyrnu her miklu meira á hörku en mildi. En, ef vel er leikið, einnig á snarræði og lipurð, eða mýkt í hreyfing- um og viðbrögðum. En um það svipar vinnubrögðum fram- sóknarmanna í pólitík ekki svo að orð verði á gert til vel þjálfaðra knattspyrnumanna. Að eins um eitt svipar pólitískri starfsemi framsóknarmanna nokkuð til knattspyrnunnar, en það er um krókaleiðirnar, sem oft og einatt eru farnar að „markinu“. I annari grein i Tímadagblað- inu i gær, er sagt frá þvi, að af málum þeim, „sem fram eru horin á þinginu“, liafi „þihgs- ályktunartillaga Jónasar Jóns- sonar um hátasmiðastöð á Sval- harðseyri tvímælalaust vakið mesta athygli“. Og þetta má að visu til sanns vegar færa, því að vafasamt er að öllu furðu- legri tillaga hafi nokkuru sinni verið flutt á Alþingi. Það er þó ekki fyrir þá sök, sem hlaðið telur að tillaga þessi liafi vakið svo mikla athygli, lieldur af því að hún horfi til slíkra þjóðþrifa, að vart séu dæmi til annars eins! „Hingað eru nýlega komin tvö ný skip,“ sagir blaðið, annað smíðað á Akureyri og hitt í Dan- mörku, og af þvi að skoða þessi skip hæði, liafa menn „algerlega sannfærst um, að íslendingar liafa fullkomlega getu og kunn- áttu til að leysa slík störf vel af hendi.“ Virðist blaðinu lielst með öllu ókunnugt um, að borið Iiafi verið við að smíða skip á ís- landi, fyrr en þetta „nýja skip“, sem hingað er „nýlega komið,“ var smíðað á Akureyri. En af þvi, hve vel liafi tekist um þessa fyrstu tilraun, megi allir sjá, live „veigamikil rök“ mæli með því, að nú verði undið að því, fyrir atbeina „ríkisins, bæjarfé- laganna og hankanna“ að koma upp skipasmíðastöð á Svalbarðs- eyri við Eyjafjörð. En þó að skip hafi ef til vill aldrei verið hygt á Svalharðseyri, og þar sé að sjálfsögðu engin skipasmíða- stöð, þá hafa skip verið smíðuð hér á landi um langan aldur og skipasmíðastöðvar eru i ýmsum stöðum, svo sem í Reykjavík, Hafnarfirði, Isafirði, Akureyri. Og það er löngu kunnugt, að skipasmíði Islendinga er að gæð- um fullkomlega samkepnisfær við erlenda skipasmíði. Um smiðakostnaðinn er öðru máli að gegna, um liann eru Islend- ingar ekki samkepnisfærir við aðrar þjóðir af ýmsum ástæð- um. En það breytir engu í því efni, og síst til bóta, þó að skipa- smíðastöð verði reist á Sval- barðseyri eða einhverjum öðr- um stað, þar sem aldrei liefir verið smiðað skip áður og eng- in skilyrði eru fyrir liendi til slíkrar starfsemi. Það dylst nú engum að með þessari tillögu sinni um að koma upp skipasmiðastöð „með sam- starfi ríkisins, bæjarfélaganna og bankanna“ er Jónas að stæla tillögur sósíalista um togaraút- gerð ríkis og bæjarfélaga“ frá fyrri árum og um „þjóðnýt- ingu“ togaraútgerðarinnar á vorþinginu í fyrra, sem þá ollu samvinnuslitum stjórnarflokk- anna í hráðina. Er hann þannig hersýnilega kominn út af þeirri „línu“ Framsóknarfloklcsins, sem þá var ákveðin. En tilgang- urinn með tillögunni er lika fyrst og fremst alt annar en látið er uppi. Svo er mál með vexti, að framsóknarmaður einn, sem all- mikils er metinn í flokki sínum, réðist í að kaujia Svalharðseyri fyrir nokkurum árum, keypti hana miklu hærra verði en eignin getur óvaxtað og er nú af þeim sökum all aðþrengdur fjárliagslega. Þessu ætlar Jónas að bjarga við, með þvi að láta reisa skipasmíðastöð „ríkis hæj- arfélaga og banka“ á þessum stað, og gera eignina þannig arð- berandi fyrir eigandann eða þá að láta kaupa hana af honum. En að sjálfsögðu verður í orði kveðnu að láta það lieita svö, að þetta sé gert af hrýnni þjóðar- nauðsyn. Það er „krókaleiðin“ að markinu. VerslnnarjöfnnÍBriín óhagstæSur nm rfima 1% miljön. Samkvæmt heimildum Hagstofu Islands hefir versl- unin við útlönd orðið á tveimur fyrstu mánuðum þessa árs óhagstæð um 1.696.380 kr. — Verðmæti innfluttra vara nam 6.733.740 kr., en verðmæti útfluttra vara nam 5.037.410 kr. Á tveimur fyrstu mánuð- um síðastliðins árs nam verð- mæti innfluttra vara 4.168.- 000 kr. en verðmæti útfluttra vara 4.292.000 kr. og var verslunin þá hagstæð um 124 þúsund. — FÚ. Landsmálafélagið Yörður hélt fund í gærkveldi, og var hann fjölmennur. Thor Thors og Jón Pálmason voru frummælendur. Thor Thors talaöi fyrst um þing- ið og deyfðina, sem þar ríkti í öllu, vegna aðgerSaleysis stjórnarflokk- anna. Síðan sneri hann sér að fjár- málum ríkisins og loforðum þeim, er stjórnarflokkarnir höfðu gefið, en öll væri þverbrotin. Loks lýsti hann vinnulöggjafarfrumvörpunum (frv. stjórnarfl. er að vísu ekki komið fram ennþá) og muninum, sem á þeim er. — Jón Pálmason mintist aðallega á störf f járveitinga- nefndar, en meiri hluti hennar kom saman 3 vikum fyrir þingið, til að athuga rekstur ýmsra fyrirtækja, en þar er víða pottur brotinn. Ferðafélagið hélt skemtifund í gær, að Hótel Borg. FrúOddn. Sen flutti fróðlegt erindi um Kína, og sýndi skugga- myndir, en síðan var dansað til kl. 1. Socialistar og kommúnistar ætla að fella Chautemps. Hann neydist að líkindum til þess að biðfast lausnaF fypip sig og páðuneyti sitt í kvöld. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Pirísarfregnir herma, að alment sé búist við því í París, að Chautemps-stjórnin neyðist til þess að segja af sér, ef ekki næst samltomulag milli stjórnarinnar og sósíalista og kommúnista. Það, sem ágreiningnum veldur er það, að Chau- temps hefir farið fram á, að stjórnin fái aukið vald i hendur til þess að taka ráð- stafanir í vissum málum, án samþyktar þingsins, ef sér- stakar ástæður eru fyrir liendi. Nefnd úr vinstri flokk- unum fer á fund Chau- temps í dag, vegna þessarar kröfu, til þess að fá stjórn- ina til þess að falla frá henni. Ef samkomulag næst ekki er búist við, að tekin verði ákvörðun um það á stjórnarfundi í kveld, að Chautemps biðjist lausnar fyrir sig og alla stjórnina. United Press. KOMM0NISTAÆSINGAR í LONDON VIÐ KOMU RIBBENTROPS. EINKASKEYTI TIL YÍSIS. London, í morgun. Kommúnistar í London stofnuðu til æsinga á Piccadilly Circus í gær, til þess að mótmæla þeim skoðun- um, sem sagt er að von Ribben- trop ætli að bera fram við bresku stjórnina. Kommúnistar lýstu yfir því, að þeir mundu safnast saman á Viktoríustöð- inni í dag, til þess að taka á móti Ribbentrop. United Press. Hátíðaútvarp frá háskóla Oslo. Á fimtudaginn kemur verður útvarpað frá Oslo sérstakri há- tiðaatliöfn frá háskólanum, þar sem þeir verða kjörnir forsljór- ar sem annaðhvort hafa varið doktorsritgerðir á síðustu fimm árum, eða háskólinn veitir þessa nafnbót í heiðursskyni. Meðal þeirra sem háskólinn veitir þessa nafnbót, er Sigurður Nor- dal prófessor. í norska útvarp- inu hefst athöfnin kl. 15,30 eftir íslenskum tíma. (FÚ.). íslenskir söngvar í belgíska út- varpinu. Næstkomandi föstudag kl. 18 eftir íslenskum tíma syngur belgiski söngvarinn Francine Lebage, íslenska, danska og sænska söngva í útvarpið 1 Brússel. (FÚ.). Niemi sigraði í 50 km. kapp- göngu á skíðum. í skíðakapplilaupunum á HolmenkoIIen varð Finnlend- ingurinn Niemi sigurvegari í 50 kni. kappgöngu. Næslur varð Voninen frá Finnlandi og þriðji Gjöslien frá Noregi. (FÚ.). VERÐA OLYMPSLEIKARN- ' IR í JAPAN 1940? Einkaskeyti til Vísis. London í morgun. REGNIR frá Tokio herma að talsmaður Olympiu- nefndarinnar japönsku hafi látið svo um mælt, að al- menningur í Japan hafi full- an hug á því, að leikarnir verði lialdnir þar í landi 1940. ■Sagði hann, að enda þótt Ugi- yama liefði tekið þessa af- stöðu til leikanna, sem mönn- um er kunn, þá gæti hann spáð því, að nefndin mundi geta greitt allan kostnað við þá, þótt ríkisstjórnin neitaði að styrkja þá fjárhagslega. United Press. 600 sjfiltðar drnknnðn. er Balearis ffirst. Kalundborg, 8. mars. FÚ. Eftir síðustu fregnum að dæma hafa 600 manns druknað þegar spænska lierskipið „Bal- earis“ fórst. Meðal uppreistar- manna á Spáni er þessi atburð- ur talinn einn hinn sorglegasti í allri styrjöldinni. 9. mars. FÚ. Laust fyrir kl. 8 í gærkveldi bárust útvarpinu fyrst ljósar fregnir um stórtjón í Borgar- firði eystra af völdum óveðurs- ins 5. þ. rii. Eru torveldar sam- göngur við bygðarlagið og sím- ar slitnuðu allvíða á þessum slóðum í óveðrinu og átti það þátt í því, að fréttir töfðust. — Símstjórinn á staðnum — þ. e. í Borgarfirði eystra — skýrir þannig frá: Hér varð mikið tjón af völd- um óveðursins 5. þ. m. í Ilúsa- vík fauk timburhús, en fólkið komst út úr rústunum — þrjú systkini eittlivað meidd. Við íbúðarhúsið var baðstofa, skúr- ar og fjós. Fauk alt, en kýr sak- aði ekki. Tvær lilöður, 200 kinda hús og þak af fiskhúsi fauk einnig — en þetta var eign fjögra bræðra, er keyptu jörð- ina fyrir nokkrum árum. Á Dallandsparti fauk þak af íbúð- arliúsi og þak af hlöðu og fisk- hús. — I Ilólshúsum fauk járn af annari hlið íbúðarhússins. I Bakkagerðisþorpi fauk þak af húsi Björns Jónssonar og áfast- ur skúr. Fiskgeymsluhús Pönt- unarfélagsins fauk og 3 trillu- bátar, sem í því voru mikið skcmdir eða ónýtir. Hlaða, 20 liesta liey, 60 kinda fjárhús og liesthús fauk algerlega — eign Sigurbjörns Guðmundssonar. Þá fauk lilaða, 10 hestar af heyi og fjós, eign Björns Helgasonar. Sami átti og 2 af áðurnefndum trillubátum. Trillubáturinn Svanur fauk og er algerlega ónýtur. Þá fauk þak af lilöðu, sem Bjarni Steinsson er eigandi að. Enn fauk þak af fiskhúsi, sem Björgvin Vilhjálmsson á. í Geitavílc fauk skemma og þak af áburðarhúsi. — Þess utan fuku víða 8 til 10 liestburðir af heyi og járnplötur af penings- húsum og íbúðarhúsum. Mikið tjón varð á eldiviði. Aulc alls þessa eru mörg íbúðarliús og peningshús skemd á ýmsan hátt og röskuð á grunni, þar á meðal skólahús lireppsins. — Föstumessa í fríkirkjunni í kvöld kl. 8)4. sha Árni Sigurðsson. Dr. Alexandrine kom í gær til Kaupmannahafn- ar héöan. Var hún 36 stundir á eftir áætlun. Á leiöinni lá hún hálfan sólarhring til drifs undan Shetlandseyjum. Fékk hún þá á sig sjóa nokkra og brotnaSi dálítiö ofanþilja. Brytinn meiddist lítils- háttar. (Skv. sendiherrafrétt.) Höfnin. Lyra kom á hádegi í dag. — Tryggvi gamli kom af ufsaveiðum í morgun meö 160—170 tonn. — Þýskur togari kom í gærkveldi og tók kol og vatn. Fisktökuskip kom frá Akranesi. Frithiof Hansen, verksmiöjueigandi frá Joh. Han- sens Sönner í Bergen, kom meö Lyru í dag og býr á Iiótel ÍBorg. Næsti háskólafyrirlestur síra Siguröar Einarssonar um nokkur sérkenni kristindómsins, veröur fluttur í kveld kl. 6. Öllum er heimill aögangur. Sænski sendikennarinn Sven B. Jansson heldur í kveld kl. 8.05 fyrirlestur í Háskólanum um nýjar sænskar bækur, skáld- sögur, ritgeröasafn o. s. frv., sem komnar eru til Landsbókasafnsins og verða til útláns þar innan fárra daga. Öllum heimill aögangur. Til hjónanna, sem mistu aleigu sína í ofviðr- inu: 20 kr. frá ónefndúm, 5 kr. frá ónefndum, 3 kr. frá M. og ávísun á fatnaðarvörur fyrir 33 kr. frá Álafossi. í Mentaskólanum á Akureyri fór í dag fram minningarathöfn um Jón Öfeigsson. — Athöfnin hófst með því, aö sungið var Int- eger vite. Þá flutti Sigurður skóla- meistari Guðmundsson minningar- ræðu. Að henni lokinni var sung- inn sálmurinn „Á hendur fel þú honum“. FÚ. Kynnikvöld Guðspekifélagsins. Guðspekifélagið tók upp' þá ný- breytni, að hafa svonefnd kynni- kýöld1 í húsi sínu í Reykjavík sunnudagana 20. febr., 27. febr. og 6. mars þ. á. Ræðumenn voru þrír b.vert kvöld og talaði hver um á- kveðið efni frá sjónarmiði guð- spekinnar. Leikið var á hljóðfæri á undan og eftir hverju erindi. Að sókn var góð öll kvöldin. (Tilk. frá Guðspekifél. — FB). KOMMUNISTAÁRÓÐUR í ÚTVARP I BANDA- RÍKJUNUM. Einkaskeyti til Vísis. London í morgun. D ORGARSTJÓRINN í New ** York hefir samþykt að láta fram fara rannsókn á út- varpsfélagi bæjarfélagsins, eftir að bæjarfulltrúinn Kee- gan hafði haldið því fram, að það hefði fyrir skemstu látið útvarpa ferðalýsingu frá Rússlandi, sem væri blátt á- fram ekkert annað en áróður fyrir Rússa. United Press. Þorlákshöfn á sjó 09 landi. Nýlega er út kominn all-mynd- arlegur bæklingur (74 bls.) um Þorlákshöfn, hina fornfrægu veiðistöð. Höfundur ritsins er Sigurður Þorsteinsson frá Flóagafli, en ísafoldarprent- smiðja útgefandi. — S. Þ. er kunnugur „vertíðarlífinu“ í Þorlákshöfn, bæði af afspurn og eigin reynd. Sjálfur hefir hann slundað sjó þaðan um 25 ára skeið og lengi ráðið fyrir skipi. Á fyi-stu vertíð sinni þar lenti hann í sjóhrakningum (29. mars 1883). Var hann þá 15 velra og yngstur allra skip- verja. Bjargaðist skipshöfnin í frakkneska fiskiduggu. Dag þenna var eitt liið mesta aftaka- veður fyi'ir sunnan land og fórst þá skip úr Þorlákshöfn með allri áhöfn. Höf. skiftir riti sínu í þætti, sem hér segir: I. Nokkrar sögu- lcgar heimildir um Þorláks- höfn. Lýsing á aðstöðu til sjó- sóknar, lýsing á verbúðum o. fl. — II. Sjóferðir, veiðar- færi, fiskimið o. fl. — III. Sjó- hrakningur 29. mars 1883. Skip- skaðar og manntjón 1840—1887 og gelið heimilda fyrir þeim er skeðu fyrir 1883. Sagt frá nokkrum dularfullum fyrir- brigðum í sambandi við sjó- slysin. — IV. Landlegudagar, ferðir til versins og til Eyrar- bakka o. fl. — V. Niðurlagsorð. Drepið á hvers virði útræðið var fyrir ldutaðeigandi sveitir, og hvað tapaðist, er það lagðist niður. Ritlingurinn er greinagóður og vel saminn. Höf. gerir sér bersýnilega far um, að segja frá sem sannast og réttast og er þa'ð mikilli kostur. Og hvergi er liallað á neinn, að því er séð verður. Er þarna all-mikill fróð- leikur saman dreginn, sem bet- ur er geymdur en að glatast befði. Eru nú margir til mold- ar gengnir, þeir er sjó stunduðu í Þorlákshöfn samtimis höf. (einkum hin fyrri ár hans þar), en hinir, sem enn lifa, gerast nú sumir ærið gamlaðir. Var því vel fallið af höf., að taka saman ritlinginn, og prent- smiðjunni að koma honum fyr- ir almenningssjónir. Gömlu, þjóðlegu verbúðirnar, jafnt í Þorláksliöfn sem öðrum veiði- stöðvum, eru nú horfnar úr sög- unni. Þorlákshafnar-húðirnar voru brotnar niður fyrir meira en 20 árum, en aðrar traustari og betri reistar í staðinn. Margar góðar myndir af for- mönnum og skipshöfnum þeirra prýða ritið. Þar eru og myndir af hinum fornu verbúð- um. $Jbn$Æ3Í> adeins Loftup.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.