Vísir


Vísir - 12.03.1938, Qupperneq 3

Vísir - 12.03.1938, Qupperneq 3
V t S I R AlIStlirPÍkí' Fr amhald af 2. síðu. SEYSS-INQUART sem tók við kanslaraembættinu af Schussnigg. sem dvelja í Tékkóslóvaldu eru jafnaðarmenn. Austurríkismenn í Þýskalandi hafa lieldur ekki atkvæðisrétt, en þeir eru flest- ir nazistar. Lundúnablöðin i dag segja frá því, að nokkur liðssamdrátt- ur hafi átt sér stað við landa- mæri Bayern og Austurrikis. 1 Berlín er viðurkent að lierlið Þjóðverja við landamærin hafi verið litilsliáttar aukið, þar sem búast megi við óeirðum um helgina. Þegar von Ribbcnlrop fór i dag á fund Chamberlains for- sætisráðherra og Halifax lávarð- ar drógu þeir athygli hans að fréttum þeim sem borist höfðu um ástandið i Austurriki. Þeir sögðu lionum að breska stjórnin liti þannig á að afskifti Þjóð- verja af málum Austurrikis gælu haft mjög alvarlegar af- leiðingar ekki einungis fyrir Mið-Evrópu heldur og fyrir sambúð Þjóðverja og Englend- inga. Auslurríski sendiherrann i London fór í dag á fund breska utanríkisráðlierrans og sendi- lierra Austurríkis i París hefir i dag átt viðræður bæði við Blum og Delbos utanríkismála- ráðherra. fog gera liverjar þær ráðstafanir sem þvi sýnist. Þá cr gert ráð fyrir því af blaðamönnum, að Scliussnigg kanslari muni fallast á það, til þess að sýna velvilja sinn i garð Þýskalands,að liætta við þjóðar- aratkvæðagreiðsluna á sunuu- daginn kemur, en jafnframt gegnur það fullum fetum i Vín milli blaðamanna, og er þegar simað út frá tiðindamanni Havas-fréttastofunnar, að þýska stjórnin muni ekki láta sér nægja það eitt, úr þvi sem kom- ið er, heldur muni gera frekari kröfur í þá átt, að Schussnigg segi af sér og Seyss-Inquart taki við stjórnarstörfum. Þá er það einnig orðið lcunugt í Vín, að Schussnigg kanslari liefir boðið út öllum varnar- sveitum föðurlandsfylkingar- innar til þess að vera viðbúnum liverri á sínum stað og enn- fremur hefir verið boðið út ein- um árgangi liins austurriska varaliðs, árganginum frá 1915 til þess að ganga inn i hinn reglulega lier. Landamæraverð- ir Auslurríkis hafa verið auknir stórkostlega i allan dag. Nokkuru eftir miðján dag gaf austurriska stjórnin út opin- bera tilkynningu, þar sem liún lýsti því yfir, að allar þessar ráð- stafanir væru einungis gerðar í varnaðarskyni. Óeirðir hafa víða orðið í Austurríki í dag aðallega í Vín og Graz og á báðum þessum stöðum af völdum nasista. Klukkan 11 árdegis kom til ó- eirða við háskólann í Vín og liefir honum verið lokað fyrst um sinn. Um óeirðirnar í Graz er ekki enn þá fullkunnugt. Þessar fréttir frá Austurriki hafa orðið til þess að vekja ugg og angist út um alla álfuna. Síðdegis-blöðin í Bretlandi eru mjög uggandi um liorfurnar, en láta þó í ljós að bæði aðgerðir austurrisku stjórnarinnar og þýsku stjórnarinnar séu varúð- arráðstafanir. Þó er það augljóst að liðssamdráttur Þjóðverja við landamæri Austurríkis og úr- slitakostirnir sem Scliussnigg liafa verið sendir, eru siðdegis- blöðunum í London hið mesta áhyggjuefni. STJÓRNARMYNDUN 1 Kalundborg, kl. 5 i gær. — FÚ. (Fréttastofunni hefir þótt rétt að birta frásögn danska úl- varpsins um atburðina i Austur- ríki eins og liún er flutt í dag, þó að hún sé í mörgum atriðum samhljóða frásögn enska út- varpsins, af því að skýringin á því sem á milli ber gæti að nokkuru leyti legið i mismun- andi aðstöðu danska og breska útvarpsins til þess að segja frá þeim stórpólitísku atburðum sem hér eru að gerast. Danska útvarpið segir frá á þessa leið). I allan dag hafa l)orist fregn- ir um það, að verið sé að draga saman þýskt herlið við landa- mæri Austurríkis, og liafi lieil- ar herdeildir verið sendar á vett- vang, bæði stórskotalið, fót- göngulið og livað eina sem hafa þarf á takteinum cf til oruslu lcæmi. Um miðjan dag í dag kom sú fregn fná Vín, að þýska stjórnin liafi sent Schussnigg Austurríkiskanslara úrslita- kosti um það, að liætt yrði við þjóðaralkvæðagreiðsluna á sunnndaginn kemur, og enn- fremur að hann segi af sér og léti nasistann Seyss-Inquart taka"við stjórnarstörfum af lionum. Ef að ekki er gengið að þessum úrslitakostum áskilur Þýskaland sér rétt til þess að talca þegar i stað til sinna ráða FRAKKLANDI HRAÐAÐ VEGNA ATBURÐANNA 1 AUSTURRÍKI. London 11. mars. FÚ. Leon Blum gefur út þá yfir- lýsingu síðdegis í dag að atburð- ir síðustu kluklaistunda i álf- unni geri það að verkum, að brýna nauðsyn beri til að stjóm sé skipuð í Frakklanri sem allra fyrst. Muni liann þvi þeg- ar i fyrramálið gefa forsetanum yfirlýsingu um það, hvort hann sjái sér fært að mynda stjórn. Aður í dag hafði Leon Blum rit- að Daladier bréf og farið þess á leit við hann, að liann gæfi skriflega yfirlýsingu um það, livort að flokkur radikal-social- ista væri við þvi búinn að styðja alþýðufylkingarstjórn sem styddist við hina almennu og yfirlýstu stefnuskrá alþýðufjdk- ingarinnar. STÓRRÁÐ FASCISTA Á ÍTALÍU Á NÝJUM FUNDI. London 11. mars. FÚ. Stófráð fascista lcemur aftur saman á fund í kvöld i Róm, sat það á fundi i gærkveldi þangað til ld. 2 í nótt. í morgunfréttum var gert ráð fyrir að aðalum- ræðuefnið liefði verið bresk-ít- ölsku samningarnir, en gera má Míx Baer sisraii lofliy farr. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. M ax Baer og Tommy Farr börðust í Madison Square Garden Bowl í gær- kveldi og stóð bardaginn í 15 lotur. Max Baer bar sigur úr býtum, vann á stigum. Bar- daginn var skemtilegur og tilþrifamikill. Sótti Farr sig mjög er á leið, en stoðaði ekki. United Press. Fossanes ðkonili fram. Enn hefir ekkert frést til fær- eysku skútunnar „Fossáness“, eftir fárviðrið aðfaranótt þess 5. m. Þór leitar skútunnar ennþá, en menn eru farnir að óttast, að hún sé ekki lengur ofan sjávar. Skipstjóri „Fossaness“ er ís- lenskur, Jón Magnússon að nafni, ættaður frá Bildudal. Er hann maður kvæntur og er f jöl- skylda lians búsett i Hafnar- firði. ráð fyrir, að það séu atburðirnir í Austurriki, sem að eru þess valdandi að stórráðið er kvatt á fund kvöld eftir kvöld. Samkvæmt seinustu FÚ.- fregnum í gærkveldi hafði Seyss-Inquart sent Hitler skeyti og beðið hann að senda þýskan her inn í Austurríki, til þess að koma í veg fyrir blóðsúthelling- ar. Síðar hélt Seyss-Inquart útvarpsræðu og hvatti menn til þess að sýna engan mótþróa, því að þýskur her kæmi til þess að tryggja frið í landinu. Schussnigg staðfesti í útvarps- ræðu í gærkveldi, að Miklas for- seti hefði fengið úrslitakosti þá frá þýsku stjórninni, sem greint er frá í fréttunum. Schussnigg sagði, að forset- inn hefði falið sér að lýsa yf- ir því, að Austurríki hefði að eins beygt sig fyrir hinu vopnaða ofurefli Þýskalands og hann sagðist vilja lýsa yf- ir því við þetta tækifæri og kalla guð til vitnis um það, að fréttir þær, sem birst hefðu í þýskum blöðum um óeirðir af völdum jafnaðar- manna í Austurríki og blóðs- úthellingar, og ætti að sanna, að hann væri búinn að missa tökin á þjóðinni, væru raka- laus ósannindi. Stjórnarvöldin í Berlín neita að hafa sett Schussnigg úrslita- kosti. — ítalir munu ekki hafa afskifti af þessum málum og stjórnmálamenn álíta, að hvorki Bretland eða Frakkland telji sig þess umkomin að hlutast til um málið að svo stöddu. — Þýskur her er kominn til Linz. Rudolf Hess kom til Vínarborgar í gær- kveldi og Göring er væntanlegur þangað. Bretar og Frakkar hafa sent þýsku stjórninni mótmæli og varað við hinurn alvarlegu afleiðingum, sem framkoma hennar kunni að hafa. (Útdráttur úr FÚ-skeytum í gærkveldi). aöeins Loftnp. Messur á morgun. í dómkirkjunni: Kl. n, sira Bjarni Jónsson (altarisganga), kl. 2, baniaguðsþjónusta (sr. Fr. H.) og kl. 5 sira Frrðrik Hallgríms- son. í fríkirkjunni: Engin messa vegna aöalsafnarfundar. í Hafnarfjarðarkirkju: Kl. 2, sira Garðar Þorsteinsson. í Laugarnesskóla: Kl. 10,30 barnaguðsþjónusta. Messað í Aðventkirkjunni sunnud'aginn 13. mars kl. 8,30 síðd. O. J. Olsen. 1 kaþólsku kirkjunni: í Reykja- vík: Lágmessa kl. 6/. og 8, há- messa kl. 10, kveldguðsþjónusta með prédikun kl. 6. 1 Hafnarfirði: Hámessa kl. 9, kveldguðsþjónusta með prédikun kl. 6. Veðrið í morgun. í Reykjavík 4 st., mestur hiti í gær 9 st., minstur í nótt 8 st. Úrkoma í gær 6,5 mm. Heitast á landinu 10 st., á Siglunesi og í Fagradal, minstur hiti 2 st. í Kvíg- indisdal. Skipafregnir. Gullfoss er á leið til Sands frá Siglufirði. Goðafoss er í Kaup- mannahöfn. Dettifoss kemur til Grimsby í d'ag. Brúarfoss er á leið til Grimsby í dag. Brúarfoss er á leið til Gautaborgar frá London. Selfoss er væntanlegur til Vest- mannaeyja síðdegis á morgun. Lagarfoss er við Austfirði. íþróttafélag kvenna fer í skíðaferð á morgun. Lagt af stað frá Gamla Bíó kl. 9 árd. Þátttakendur tilkynni þátttöku sína i síma 3140, kl. 6—7 í kveld. Næturlæknir aðra nótt: Björgvin Finnsson, Vesturgötu 41, sími 3940. Nætur- vörður í Laugavegs apóteki og Ingólfs apóteki. H elgidagslæknir: Alfreð Gíslason, Brávallagötu 22, sími 3894. Höfnin. Enskur togari kom í gær með bilaðan ketil. Haukanesið kom af ufsaveiðum í morgun með 73 föt. Katla var væntanleg fyrrihluta dags í dag. Einar Markan söng nýlega í Good-templara- húsiu með aðstoð Páls Pálssonar. Söngur Einars var mjög skemti- legur, rödd hans hefir fegrast mik- ið og styrkst síðan hann söng síð- ast hér í Reykjavík. Einna mesta eftirtekt vöktu tvö lög eftir hann sjálfan, sérstaklega naut hetjurödd' hans sín .vel í öðru þeirra, ,,Reykjavík“, ljóð eftir Einar Benediktsson. Þ. Skátar! Drengir og stúlkur. Farið verð- ur í sameiginlega skíðaferð upp í Hveradali næstkomandi sunnu- dag kl. S/2 frá Arnarbæli. Farmið- ar seldir eftir kl. 1 í dag í Arnar- bæli, Lækjargötu 8. Póstferðir á morgun. Frá Reykjavík: Þingvellir. Áheit til Blindravinafélags íslands frá konu úr Rangárvallasýslu kr. 10,00 og frá Þ. kr. 10,00. Kærar þakkir. Þ. Bj. A. S. B. heldur fund í Kaupþingssalnum á mánudagskveld. Áríðandi að fé- lagskonur fjölmenni. K.R.-ingar fara austur á Iiellisheiði á morgun kl. 9 f. h. Lagt af stað frá K. R.-húsinu. Farmiðar verða seldir hjá Axel Cortes, Laugaveg 10, í dag til kl. 6. Ekkert selt við bílana á morgun. Læikfélag Reykjavíkur sýnir á morgun sjónleikinn „FyrirVinnan" fyrir lækkað verð á aðgöngumiðum. Dýraverndarinn. Febrúarblaðið er komið út fyrir nokkuru og flytur m. a. minning- arorð um sira Ólaf heitinn Ólafs- son fríkirkjuprest, eftir Jón Páls- son fyrv. bankaféhirði. Sira Ólaf- ur var hinn mesti dýravinur, sem kunnugt er, og hefir marga þarfa hugvekju ritað um meðferð dýra. Munaði um hann þar, sem annars- staðar, er hann lagðist á sveif. Kemur eugin mifllunar- Ullaga fram? Ágreiningup innan ríkisstjórnai*— innar nt af gepðapdóminum. U ngin miðlunartillaga hefir *“ enn komið fram frá sátta- nefndinni, en búist var við því, að slík tillaga mundi koma fram í gær. Sáttanefndin hélt fundi í gær, en að því er lieyrst liefir mun árangurinn af starfi nefndar- innar eldd vera mikill, þannig að það mun eiga langt i land, að samningar náist . I dag mun nefndin lialda á- fram starfsemi sinni, en alveg mun tvent til um, hvort hún kemur fram með tillögu til miðlunar eða ekki. Þó virðist svo, sem ekki sé fullreynt fyr en nefndin hefir komið fram með tillögu til samkomulags, sem síðan væri borin undir fé- lög útgerðarmanna og sjó- manna til samþykkis eða synj- unar. í gær ritaði formaður Fram- sóknarflokksins um það í blað sitt, að ef sætth* tækjust ekki væri naumast um annað að ræða, en setja á laggirnar lög- þvingaðan gerðardóm. Má því ef til vill líta svo á, sem þetta sé leiðin, sem ráðandi menn i Framsóknarflokknum hafa i hyggju, ef samningar ekki nást, þótt álit formannsins þurfi ekki að vera fullkomin sönnun þess, að flokkurinn sé á einu máli um að taka þessa stefnu. Hitt mun aftur vera með öllu óvíst, svo eldvi sé meira sagt, hvort sósíalistar treysta sér til að fara inn á þessa braut. Að vísu er til fordæmi úr „landi Staunings“ um að slík aðferð sé viðliöfð, en sócialistar liér munu margir telja að pólitísk- ar aðstæður hér og í Danmörku séu ólíkar, svo ekki komi til AnnaS efni er þetta: „Um frið- un fugla“, eftir Halldór Pálsson, „Átthagarækni fuglanna og rat- vísi“, eftir Þorstein KonráSsson, „Merkilegt áheit“ (J. P.), „Grátt gaman“ (J. P.) og „Minningar- gjafasjóöur Jóns Ólafssonar bankastjóra". Æskulýðsvika K. F. U. M. og K. stendur enn yfir. 1 kveld talar Steinn Sigurðs- son. Efni: „Gleö þig, ungi maS- ur“. AnnaS kveld talar sira Bjarni Jónsson. Efni „Styrkist í Drotni“. NotiS þessi tækifæri. ÞaS má stækka salinn, ef á þarf aS halda. AthugiS þaS. Útvarpið í kveld. 19,50 Fréttir. 20,15 Leikrit: „Kamilíufrúin“, eftir Alexander Dumas (Soffía GuSlaugsdóttir o. fl.). 22,00 Danslög. 2b,oo Dag- skrárlok. Næturlæknir í nótt: Karl Sig. Jónasson, Sól- eyjargötu 13, sími 3925. Nætur- vörður í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúöinni ISunni. Útvarpið á morgun. 9,45 Morguntónleikar: FiSlu- konsert eftir Beethoven (plötur). 11,00 Messa í dómkirkjunni (sira Bjarni Jónsson). 12,00 Útvarp frá skíðamóti á HellisheiSi. 15,30 MiS- degistónleikar: Danssýningarlög (plötur). 17,40 Útvarp til útlanda (24,52 m). 19,30 Barnatími. 19,20 Erindi BúnaSarfélagsins: Van- höldin (Páll Zóphóníasson ráðu- nautur). 19,50 Fréttir. 20,15 Upp- lestur og söngvar: „Sigrún á Sunnuhvoli“. 22,15 Danslög. 24,00 Dagskrárlok. Hjúskapur. í dag verSa gefin saman af sira Árna SigurSssyni Oddbjörg Sig- urSardóttir og Viggó Baldvinsson, húsgagnasmiSur. Heimili þeirra verSur á Leifsgötu 10. mála að beita lögþvinguðum gerðardómi hér. Hefir heyrst, að mikill ágrein- ingur sé innan ríkisstjórnarinn- :ir út af gerðardómi þeim, sem Framsóknarmenn hafa stungið upp á og að, atvinnumálaráð- herrann sé honum andvígur. jerð irar leiti oraf- skrfit sö." Bóklausi Teitur gengur aftur ljósum logum í Nýja dagblað- inu í dag (6. mars). Á þessu átti eg von. Eg geri ráð fyrir að alment verði talið afsakanlegt þótt eg svari fáu. Eg hafði sagt það sem segja þurfti og ekki auðvelt að sjá, hverju sé að svara í þessari nýju grein. Rétt þykir mér hins- vegar að fræða höfundinn um eitt atriði: Hann getur þess til -— og ekki mót von minni — að liinir þjóðhættulegu farandbók- salar séu að einliverju leyti á mínum vegum. Þetta er alger misskilningur. Enginn þessara skaðræðismanna er með eina einustu bók frá mér eða vinnur á neinn hátt i mína þágu. Aldrei datt mér í hug, að hinn bóklausi maður mundi vera neinn Mimisbrunnur um fróð- leikinn. En hver er sínum linút- um kunnugastur og um eitt fræðir hann les. sína í dag, en það er, hverskonar bækur það eru, sem hann telur skaðvænlegt rusl. Það eru bækur eins og þær, sem eg hefi gefið út. Minar forlagsbækur eru nú fáar — til allrar hamingju skulum við segja. Þær eru Ljóðmæli Gríms Tliomsens, Hjálmarskviða Sig- urðar Bjarnasonar, Ævisaga Hallgríms Péturssonar eftir Vigfús Guðmundsson (um liana sagði lærður maður að þar mundi saman komið alt það, er með sannindum yrði nú vitað um ævi Hallgríms), Huld (ekki veit eg hvort Teitur er nokkru nær þó að það nafn sé nefntj, Sagnakver og Ævintýri dr. Björns frá Viðfirði, og nú að lokum iitgáfa þeirra Sigurðar Nordals og Sveinbjarnar Sigur- jónssonar af Núma rímum1). Meðal þeirra, sem á siðastliðnu ári skrifuðu um bókaútgáfu' mína voru dr. Ricliard Beck,, síra Benjamín Kristjánsson,. Pétur Sigurðsson háskólaritari,. dr. Stefán Einarsson, próf. Ól- afur Lárusson, .Takob Smári og; dr. Guðmundur Finnbogason. Það var ljótt að þessir busar skyldu ekki leita sér mentunar hjá Teiti áður en þeir skrifuðu, og mátulegt þó að þeir verði nú að skammast sín fyrir Íofsyrðin. Hvili svo Teitur i friði mín vegna. En þetta tækifæri vildi eg mega nota til þess að leið- rétta álappalega prentvillu í fyrri grein minni. I niðurlagi hennar liafði eg skrifað „á- reitni“, en ekki ,áleitni“ eins og prentast liefir. Sn. J. 1) Sorglegt fyrir Teit og hans röksemdir að sumar af þessum bókum liefir Sigurður Krisljánsson áður gefið út. —■

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.