Vísir - 14.03.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 14.03.1938, Blaðsíða 2
VI SIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Páll Steingrímsson. Skrifstofa 1 Austurstræti 12. og afgreiðsla J S i m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Gerðar- dómur. AÐ virðist svo sem orðið sé með öllu vonlaust um það, að sættir geti tekist í tog- aradeilunni. Sáttasemjari ætlar að vísu að gera eina tilraun enn, til að kom á sættum, en litlar líkur virðast til þess, að sú til- raun beri árangur. En við svo búið má þó ekki standa, og blýtur þá að koma til kasta ríkisstjórnar og Alþingis, að íá endi bundinn á deiluna. Jónas Jónsson lét svo um mælt á dögunum, í blaði Fram- sóknarflokksins. að „tveir veg- ir sýndist opnir“. Annar, sem að vísu er enginn „vegur“: „að aðhafast ekkert, láta veiðiskipin hvíla sig alla vertíðina og láta bæ og land byrja að kymiast sulti og gjaldþrotum"! En hinn: að Alþingi skakki leikinn, lög- bjóði gerðardóm um málið og sjái um að honum verði fram- fylgt. Þess ber nú að gæta, að það sem lagt befir verið til þess- ara mála í blöðum Framsókn- arflokksins, befir verið allmjög sitt á bvað, eftir þvi hvort greinarnar hafa verið auðkend- ar J. J. eða ekki. Skoðanir J. J. og skoðanir blaðsins hafa ekki virst fara alls kostar saman. Og það verður ekki með vissu vit- að, hvort það er heldur J. J. eða blaðið, sem túlkar skoðanir flokksins. Hinsvegar virðist enginn vafi á því, að það sé skoðun J. J., að Alþingi beri nú að „skakka leikinn“ í togara- deilunni, og „lögbjóða gerðar- dóm um málið, og sjá um að honum verði framfylgt“. En er Frainsóknarflokknum fær sú leið? I>að, sem um er að ræða, er að lögbjóða gerðardóm um „kaup og kjör“ í vinnudeilum. Fyrir nokkurum árum báru þingmenn úr Sjálfstæðisflokkn- um fram frumvarp til laga um slíkan gerðardóm. Framsóknar- flokkurinn reis algerlega önd- verður gegn því frumvarpi og taldi það ongu siðuðu löggjafar- þingi sæmandi, að fara fram svo „skefjalausu“ ofbeldi í laga- setningu sinni. Og nú virðist J. J. þó gera ráð fyrir því, að farið verði feti framar í ofbeldinu, og ekki aðeins Iögboðinn gerðar- dómur, heldur á einnig að „sjá um að lionum verði framfylgt“! En um það voru engin ákvæði í frumvarpi sjálfstæðismann- anna. IJér við bætist svo það, að þó að leyst yrði úr togaradeilunni með gerðardómi, þá er ekki með því ráðin bót á erfiðleikum togaraútgerðarinnar. Það getur orðið „skammgóður vermir“, jafnvel þó að það takist, með þeim hætti, að koma togurun- um út í fyrstu veiðiförina, ef taprekstur útgerðarinnar á. að balda áfram. Fyr eða siðar hlýtur þá að reka að því, að útgerðin stöðvist á ný, þó að cngum kaupdeilum sé til að dreifa. Og lítið bætir það úr gjaldeyrisvandræðunum, að Iialda áfram rekstri útgerðar- innar upp á þær spýtur, að bún eyði jafnt og þétt meiri gjald- eyri en hún aflar. En jafnvel þó að Framsókn- arflokkurinn, þrátt fýrir alt þetta, reyni að fá lögskipaðan gerðardóm í togaradeilunni, þá er bann ekki einfær um að koma því fram. Og næst liggur að ætla, að hann yrði þá að fórna stjórnarsamvinnunni við Alþýðuflokkinn, og leita sér sluðnings til þess annarsstaðar. En varlegast er að fullyrða sem minst um það, hvernig þá mundi fara. Það, sem einu sinni hefir komið fyrir, getur komið fyrir aftur. Og Alþýðuflokkur- inn befir áður látið sér það Iynda, að Framsóknarlokkur- inn færi sínu fram, livort sem honum líkaði betur eða ver. ERLEND VlÐSJA: Kirkjudeilurnar í Jugoslaviu, Hin langa og beiska deila milli ríkisstjórnarinnar í Jugoslaviu og serbnesku rétttrúnaðarkirkjunnar uni sáttmála þann, sem ríkisstjórn- in gerSi við páfastólinn, virðist nú hafa verið til lykta leidd. Sátt- málinn var geröur 1935 og sam- kvæmt honum fékk rómversk-ka- þólska kirkjan í Jugoslaviu ýms réttindi, sem serbneska rétttrúnaS- arkirkjan var mótfallin. Þegar Stoyadinovitch forsætisráðherra síöastliSiS sumar ætlaSi aS hraða fullnaðarsamþykt (ratificaíion) sáttmálans og lagði hann fyrir fulltrúadeildina, vakti þaö svo miklar deilur í landinu, að stjórn- in sá sitt ráð vænst, þótt fulltrúa- deildin samjiykti sáttmálann, að Ieggja hann ekki fyrir efri deild þingsins. Og upp á síðkastiS hefir ríkisstjórnin leitast vi‘S að sættast við serbnesku rétttrúnaðarkirkj- una í þessu máli. Fyrir nokkurum vikum birtust greinar í blö'Suni Jugoslaviu, sem gáfu til kynna, að sáttmálinn mundi að líkindum ekki verða lagður fyrir efri deild þings- ins. En síSan hefir biskuparáS serbnesku rétttrúnaðarkirkjunnar lýst yfir því, að sú rá'Sstöfun rik- isstjórnarinnar, að leggja sáttmál- ann ekki fyrir efri deild þingsins, sé biskuparáðinu mikið ánægju- efni. Þessi yfirlýsing biskuparáðs- ins er skilin svo, að það hafi sam- ið frið vitS ríksstjórnina. Þegar þessi yfirlýsing hafði verið birt voru allir þeir náða'ðir, sem voru í fangelsi, vegna óeirðanna í sam- bandi við deilurnar um sáttmál- ann. Kirkjumálaráðherrann, sem studdi sáttmálann, og fleiri hon- um fylgjandi, hafa látið af em- bættum, en aðrir, vinveittari serb- nesku kirkjunni, hafa verið teknir í þeirra stað. — Með því að sætt- ast við serbnesku kirkjuna hefir Stoyadinovitch, að því er talið er, bætt aðstöðu sína til þess að halda völdunuum. Nýja Bíó. Sýning fellur niður í kinkmynda- hiísinn í kveld, vegna fundar Sjó- mannafélagsins lít af togaradcil- unni. — Hin ágæta þýska söng- mynd „Þar sem lævirkinn syngur“, verður aftur sýnd annað kveld. Grípa Bretar til vopna með Frökkum, ef Þjóðverjar ráð- ast á Tékkóslóvakíu? News Chronide skorar á stjórnina að styðja Frakka til pess að varöveita sjálfstæði Tékka. — Yflrlýsing frá Chamberlain í dag. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London í morgun. 1 breskum blöðum, sem einróma fordæma fram- komu Hitlers gagnvart Austurríki, verður vart mikils ótta um það, að sama sagan gerist f yr eða síðar í Tékkó- síóvakíu, þ. e. Þjóðverjar fari með her inn í landið, gangi stjórnin í Tékkóslóvakiu ekki að kröfum þeirra. Blaðið News Chronicle lætur mestan ótta í ljós í þessu efni. Spyr blaðið stjórnina um það, hvort hún vilji lýsa yfir því, að hún vilji veita Frökkum liðveislu, verði ráðist á Tékkóslóvakiu, en eins og kunnugt er hafa Frakkar lýst yfir því, að þeir muni grípa til vopna, verði um vopnaða innrás í Tékkóslóvakiu að ræða. Vafalaust munu Frakkar efna það loforð sitt við Tékka, eigi þeir stuðning Breta vísan. Daily Telegraph segir, að ekkert stórveldanna geti látið sig litlu skifta hvaða aðferðum Þjóðverjar hafi beitt gagnvart Austurríkismönnum, þ. e- kúgað vin- samlega og varnarlausa þjóð. j Breska stjórnin kom saman á fund í morgun til þess að ræða af stöðu sína til þeirra atburða, sem gerst hafa í Austurríki. Er það þriðji ráðuneytisf undurinn, sem haldinn er á sex dög- um. Stjórnmálamenn bíða með mikilli óþreyju eftir að Chamberlain geri grein fyrir afstöðu stjórnarinnar, en yfrlýsing frá Chamber- lain er væntanleg á fundi í neðri málstofunni í dag. Búist er við, aS ræSa Cham- berlains verSi löng og ítarleg, og aS bún geri mjög nálcvæm- lega grein fyrir afstöSu Breta lil MiS-Evrópumálanna, og loks aS bann láti uppi hvaS Bretar telji sér skylt aS gera, ef sjálf- stæSi MiS-Evrópuríkjanna verS- ur skert. Hann mun og ræSa sérstaklega afstöSu Breta gagn- vart Tékkóslóvakíu. Bresku blöSin halda áfram aS fordæma framkomu ÞjóS- verja og fara um bana börSum orSum. Times segir, að framkoma Þjóðverja gagnvart Austurríki sé ógrímuklæddur ofbeldis- verknaður og s páir því, að framkoma þeirra muni hafa þau áhrif að spilla stórum sam- búð Breta og Þjóðverja og veikja traust manna á Þjóð- vei-jum um alla álfuna. Krefst Times þess, að víg- búnaður Breta verði stórum aukinn. United Press. -------- ------------ Höfnin. Vélbáturinn HermóÖur kom í gær með línuveiðarann FróSa í eftir- dragi. Haf'Öi FróSi fengið net í skrúfuna. Katla kom síðastl. Iaug- ardag. Magni kom í gær með línu- veiðarann Bjarnarey, sótti hann í Miðnessjó. Flafði stýri Bjarnareyj- ar brotnað. Lv. Jarlinn fór héðan í gær. Tveir togarar, annar enskur, hinn ])ýskur, sent komu hingað til viðgerðar, fóru í gær. Haukanes fór á veiðar á laugardag. Rán kom af ufsaveiðum í morgun. Þjfiðaratkvæði 10. apríl. London 14. mars. FC. I gærkvöldi voru Austurríki og Þýskaland sameinuð undir eina stjórn, með því að lýst var yfir nýjum lögum þar að lút- andi. Auslurríki verður einn hluti af liinu þýska riki, þótt það hafi sérstaka stjórn, með aðsetur í Vínarborg. I Vínar- borg var tilkynt í. gærkvöldi, að austurríska stjórnin befði samið þessi lög, og að þjóðinni myndi verða gefið tækifæri til þess að staðfesta þau með þjóðaralkvæði 10. apríl næstk. Hitler lýsti því yfir í Linz, að hann viðurkendi þessi nýju lög og að austurríski herinn lyti frá þeirri stundu yfirstjórn sinni. Hann skipaði svo fyrir, að meðlimir í hinum fyrver- andi austurriska her, skyldu þegar sverja sér bollustueið. THE GLASGOW BULLETIN birti þ. 28. jan. grein, sem nefnist „Iceland Calling Scots Scouts, 1938 Jamboree Plans in Northern Capital“. Fjallar grein þessi, eins og nafnið bendir til, um skátamótið, er haldið verð-. ur bér á sumri lcomanda, og þátttöku skotskra skáta i þvi. Talsverður bluti greinarinnar fjallar um skátastarfsemina á íslandi. Undir greininni slanda stafirnir T. L. M. — (FB.) — Miklas for- seti seg'ir af sér. London í dag. FU. í Þýskalandi tilkynti Göring hin nýju sambandslög í ræðu sem hann flutti í Berlín, og var lienni útvarpað. Miklas forseti Austurríkis sagði af sér í gær, fyrir tilmæli Seyss-Inquarts, er síðar tók að sér forsetastörfin ásamt kansl- arastörfunum. Það liefir nú fengist greinileg vitneskja um það, hvar Schus- nigg er niður kominn, en áður liöfðu gengið um það allskonar flugufregnir. Ilann er hafður undir lögregluvernd í einkaíbúð sem honum hefir verið fengin lil afnota í höll einni í Vínar- borg. Hitler hefir enn ekki farið til Vínarborgar (segir i frétt kl. 7,50 í morgun) en hann mun fljúga þangað frá Linz í dag. Ilann vildi ekki fara til Vínar fyr en Miklas forseti væri vik- inn úr embætti. í allan gærdag bjuggust Vínarbúar við lionum, og hafði íbúð í einu aðal-gisti- húsi borgarinnar verið tekin til í'yrir bann, og liervörður settur um gistihúsið. Þýslcur ber heldur áfram að streyma inn í Vínárborg í morgun. Hermönnunum er tek- ið með miklum fagnaðarlátum. Það er áætlað að bið þýska herlið í Austurríki sé alls 25 þús. menn. Það liefir verið sent á þrjá staði: til Vín, lil Bren- nerskarðs og til landamæra Austurríkis og Tékkóslóvakíu. Austurrísk herdeild gekk i gærkveldi inn í Þýskaland og fer til Miinchen, til þess að taka þátt í hátíðahöldum í til- efni af sameiningu Austurrík- is og Þýskalands. Gleisner, leiðtogi föðurlands- fylkingarinnar í Efra-Austur- ríki, var tekinn fastur í Linz í gær, ásamt nokkrum sam- lierjum sínum, og var sagt, að þeir hefðu viðurkennt að bafa komið á fót þeim orðrómi, að Hitler ætlaði sér að taka Suð- ur-Tj'rol, en það er sem stend- ur undir stjórn Itala. Sendiherrar Austurríkis í London, París og Prag hafa verið kvaddir heim. SUNDERLAND ECHO, breskt blað, skýrir frá því 20. jan., að dr. Jean Young frá Re- ading-báskóla, hafi baldið fyr- irlestur um ísland á .sameigin- legum fundi The Englisb Asso- ciation og Geograpliical Asso- ciation i University College, iSoutbampton. Fyrirsögn grein- arinnar nefnist „Intellect in Ice- Iand“, en fyrirlesturinn fjallaði að mestu leyti um mentun og bókbneigð íslendinga. I upphafi greinarinnar er frá þvi skýrt, London 14. mars. FÚ. Leon Blum hefir nú tekist að mynda stjórn, með stuðningi socialista og vinstri l'lokkanna. Blum er sjálfur forsætisráð- herra og fjármálaráðherra. Ut- anríkismálaráðherra er Paul- Boncour en hann er öflugasti fylgismaður Þjóðabandalags- ins. Blum hefir skipað út- breiðslumálaráðuneyti. Bæði Chaulemps og Delbos liafa lof- að stjórn Blums stuðningi sin- um. íslensk sönglög- erlendis. Alþjóðaráð tónskálda, sem stofnað var 1934 fyrir forgöngu tónskáldanna Richard Strauss, Jean Sibelius o. s. frv. og nær til tuttugu landa, kaus svo sem kunnugt er Jón Leifs sem full- trúa íslenskrar tónlistar í ráðið, og hefir að jafnaði látið flytja tónverk hans á hinum árlegu tónlistarhátíðum sínum viðs- vegar um álfuna. Hefir Jón I.eifs samkvæmt lögum ráðsins í hvert sinn látið i ljós álit sitt um livaða íslensk verk væri heppileg til flutnings á bátíðuil- um og liefir þegar að öllu sain- antöldu stungið upp á tónverk- um tíu íslenskra tónskálda, og- um leið óskað þess hvað eftir annað eindregið, að á alþjóða- tónhstarhátíðum ráðsins yrðu ekki flutt eingöngu verk eftir hann sjálfan. í ár hefir verið lálið að óskum hans og ákveðið, að Einar Kristjánsson syngi á næstu tónlistarhátíð lög eftir Árna Tborsteinson, Pál ísólfs- son og Sveinbjörn Sveinbjörns- son, en fulltrúi þess lands, sem hálðina beldur, hefir eins og- venja er, valið lögin endanlega úr þeim verkum, sem honum liafa verið send. Tónskáldaráðið befir nú sent frá sér prentuðu dagskrárnar fyrir alla liátðina, sem stendur yfir frá 22.—30. maí næstkomandi í Stuttgart og flytur alls tíu hljómleika og söngleiki frá 20 löndum. (Tilk. frá alþjóðaráði tónskálda. — að fyrir nokkurum árum bafi verið gefin út dýr frakknesk orðabók. Bókavörðurinn í Gir- ton liefði, vegna þess live bókin var dýr, slegið á frest að kaupa bana. Næsta sumar fór einn af starfsbræðrum bókavarðarins til Islands í sumarleyfi, og kom þar á afskemtan sveitabæ, og sá þar bók eina mikla, sem þar var. Fór bann að aíhuga bókina og var þar komið eintalc af frakknesku orðabókinni! Þetía og fleira nefndi dr. Young sem vott þess hversu mentalöngun og bókbneigð íslcndinga væri á báu stigi. Dr. Young kvaðst bafa beyrt um þelta rætt oft- lega, en dregið í efa, að rétt væri, en hefði sannfærst um þaö í för sinni lil Islands, að síst væri ofsögum af þjóðinni sagt, að þvi er þelta snerti. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.