Vísir - 17.03.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 17.03.1938, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Páll Steingrímsson. Bkrifstofa og afgreiðsla Símar : Austurstræti 12. AfgreiSsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 VerU 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Friðarslit? TÍMADAGBLAÐIÐ gaf fyrir- * heit um þaö iá dögunum, aö á næstu sólarhringum yrði liaf- ist handa um að ráða fram úr togaradeilunni, með einhverj- um hætti, þolinmæði Framsókn- arfloltksins væri á þrotum og liann mundi „ekki lengi biða á- tekta“ um lausn málsins. Framsóknai-flokkurinn hefir nú efnt meira en fyrirheit blaðs- ins tók til. Hann hefir, með frumvarpi því um lagaskipun gerðardóms í togaradeilunni, sem flutt var á Alþingi af for- sætisráðherranum sjálfum, ekki að eins „hafist handa“ um að leysa úr togaradeilunni, heldur einnig um það, að leysa sig úr stjórnarsamvinnunni við Al- þýðuflokkinn. Að svo stöddu verður nú ekk- ert sagt um það, hvernig takast muni til um lausn togaradeil- unnar, þrátt fyrir lögfestingu gei-ðardómsfrumvarpsins. En „lausn“ s t j órnarsamvinnunnar virðist vera i góðu gengi. Undir umræðunum um gerð- ardómsfrumvarpið í neðri deild í nótt lýsli atvinnumálaráðherr- ann, Haraldur Guðmundsson, því yfir, að Alþýðuflokkurinn mundi slíta stjórnarsamvinn- unni við Framsóknarflokkinn og „draga ráðherra sinn (þ. e. hann sjálfan) út úr stjórninni“, ef frumvarpið yrði samþykt. Þrátt fyrir þá yfirlýsingu, er frumvarp þetta nú orðið að lög- um og má því vænta þess, að atvinnumálaráðherrann heiðist lausnar þegar í stað. En þá virð- ist heldur ekki verða hjá því komist, að stjórnin beiðist öll lausnar, þvi að ráðherra Framsóknarflokksins skortir þingfylgi til þess að geta farið einir með völd. Það er nú hinsvegar furðu- legt, að svo skuli vera komið, svo lítið sem Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum í rauninni bar þar á milli í sam- bandi við lausn togaradeilunn- ar. Gerðardómslög slík, sem hér er um að ræða, liafa verið sett með samþykki socialista í nágrannalöndunum, hvað eftir annað. Þess er hinsvegar einnig dæmi, að ráðið hefir verið fram úr vinnudeilum með því að lög- festa álcveðin launakjör, eins og Alþýðuflokkurinn lagði til að gert yrði hér, en Framsóknar- flokkurinn vildi ekki fallast á. Það virðist í rauninni ekki geta skift ákaflega miklu máli, hvor leiðin var farín. En Alþýðu- flokkurinn hefir með afstöðu sinni lil gerðardómsins sýnt það sem oftar, að hann er mildu skyldari kommúnistum i skoð- unum en „bræðraflokkur“ hans í nágrannalöndunum. Um Framsóknarflokkinn mætti helst ætla, að honum hafi ekki verið það óljúft að losna úr samvinnunni við Alþýðuflokk- inn, og ekkert varð þess vart í sambandi við yfirlýsingu at- vinnumálaráðlierrans um sam- vinnuslitin, að hinum ráðherr- unum félli það þungt, að þurfa að sjá honum á bak. En vel má þó vera, að þeim hafi verið þyngra niðri fyrir en séð varð á yfirborðinu. Og engan veginn er nú loku fyrir það skotið, að sættir og samlyndi geti tekist aftur með flokkunum, þegar frá líður. Erfiðleikar kunna líka að verða á því að koma nýrri stjórn á laggirnar. Og ekkert mun Alþýðuflokknum ógeðfeld- ara en að þurfa nú að ganga til nýrra kosninga. ERLEND VÍÐSJA: FRAKKAR ÓTTAST ÁHRIF UNDIRRÓÐURS JAPANA í SIAM. Eins og komið hefir fram * í skeytum hafa Frakkar haft á- hyggjur miklar af styrjöldinni í Kína — ef til vill enn meiri en aíSrar Evrópuþjóöir, aö vissu leyti. Stafar þaö af því, aö Frakkneska Indó-Kína er nágrannaland Kína, þar sem styrjöld geisar, en ýmsir árekstrar geta valdið nábýlisþjóö- um þeirra, sem í ófriöi eiga, erfitt fyrir á marga lund, ef ekki ef við- höfð fylsta gætni. En þaö er ekki aö eins ófriöurinn í Kína, sem veldur Frökkum áhyggjum, vegna frakkneska Indó-Kína, heldur og þaö, aö Siam, sem er nágranna- land Frakkneska Indó-Kína, er Frökkum ekki eins vinsamlegt og þaö á'öur var. Siam og Frakkland gerðu með sér sáttmála 1925, til þess að bæta sambúð Siam og frakkneska Indó-Kína, en nú hefir Siam sagt þessum sáttmála upp. í þessum sáttmála voru ákvæði hvernig leysa slcyldi deilur um landamæri o .fl. og yfirleitt hvern- ig leysa skyldi öll vandamál, sem upp kynnu að koma. Og það hefir þegar komið í ljós, síðan er Siam sagði sáttmálanum upp, að sam- búðarerfiðleikarnir hafa farið mjög vaxandi. Og vegna áróðurs J'apana í Síam telja Frakkar, að Siambúar sé að verða sér æ fjand- samlegri, og telja öryggi frakk- neska Indó-Kína minna en áður — og jafnvel í hættu statt. Siam er óháð konungsríki, sem liggur að nýlendum þeim, sem sameinatiar kallast Frakkneska Indó-Kína (Tonkin, Annam, Laos, Chochin-Kína og Cambodia). Sam- eignleg landamæri Frakkneska Indó-Kína og Siam eru 1200 ensk- ar mílur á lengd, og þegar sam- búðarerfiðleikar eru miklir, þarf að auka landamæraeftirlit á öllum varðstöðvum við landamærin. Milli Siam og Japan hefir lengi verið vinátta. í Siam er sem stend- ur sterk þjóðernishreyfing og Jap- anir styðja Siamsbúa í öllu og hvetja þá til aukinnar þjóðernis- legrar baráttu. Af þessu hefir leitt vaxandi andúð í garð Frakka. Andúðin náði hámarki með upp- sögn samningsins og eftir það fóru Siamsbúar að vaða uppi við landa- n?ærin sumstaðar og hafa þeir tek- ið til að víggirða svæði þar, sem samkomulag var um áður, að skykli vera óvíggirt. Frakkar hafa beyg af þessu. — Fregnir hafa borist til Parísar um, að Japanir sé að aðstoða Siam við endurskipulagningu hersins og sagt er, að margt japanskra yfir- foringja sé í Siarn. Þá hefir það valdið gremju meðal Frakka, að Siamstjórnin hefir látið gera ný landbréf af Siam, þar sem stórar sneiðar af Frakkneska Indó-Kína eru taldar til Siam. Og þessi landabréf eru notuð í skólunum, E>jódstjórn á Bretlandi Versnandi horfur í alþj óðamálum knýja Ghamborlain að lik.ind.om til að mynda þjóðstjórn með stuðningi frjálslyndra og | afnaðarmanna. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, á hádegi. Allar líkur benda til, að versnandi horfur í al- þjóðamálum hafi þær afleiðingar, að miklar breytingar verði gerðar á skipun bresku stjórnarinnar. Er mjög um þetta rætt af stjórnmála- mönnum. Ágreiningur er sagður mikill innan stjórnar- innar um stefnu bresku stjórnarinnar í utanríkismál- um. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefir United Press fregnað, að menn, sem gegna mikilvægum ráð- herraembættum, muni biðjast lausnar þá og þegar. Samkvæmt sömu heimildum er gefið í skyn, að í ráði sé að mynda þjóðstjórn með þátttöku allra flokka, og verði verkalýðsflokknum og frjálsyndaflokknum því boðið að taka þátt í stjórninni. Markmiðið með þessu er að mynda sem öfiugasta stjórn, er hafi stuðning alþjóðar, því að þess sé hin fylsta þörf á þeim alvörutímum, sem nú séu: Daily Mirror segir, að horfurnar verði æ alvarlegri, og gerir ráð fyrir því, að mynduð verði stjórn með þátttöku Attlee’s, Sinclair’s, Churchill’s, Eden’s og Stanley Baldwin’s. United Press. Framsókn uppreistar- manna í Aragoniu stððvuð. London, 17. mars. FÚ. Spánski stjórnarherinn virðist hafa stemt stigu fyrir fram- sókn uppreistarhersins í Aragoníu. í gær stóSu grimmar or- ustur um Caspe og Montalban. SíSIa í gærdag hófu uppreistarmenn loftárás á Barcelona og í hálfa þriðju klukkustund var haldið uppi stöðugu sprengju- regni yfir borgina. Það er óttast, að manntjón hafi orðið til- finnanlegt þar sem allmargar sprengjur féllu um miðbik borg- arinnar. Þessi loftárás var hin harðvítugasta sem Barcelona hef- ir orðið fyrir til þessa. Franska stjórnin hefir aukið herlið sitt við spænsk-frönsku landamærin. Blum ætlar að lýsa yfir stefnu frönsku stjórnarinnar á þing- fundi í dag. Yfirlýsingin var samþykt á ráðherrafundi sem haldinn var í gærkvöldi. til þess að gefa börnum og ung- lingum hugmynd um „Siam fram- tíðarinnar". Frakkar þurfa því eleki að fara í neinar grafgötur um hvað Siams- búar ætla sér. Frakkar hafa 25.000 manna her, aðallega innfæddra manna, í Frakkneska Indó-Kína, en Siam hefir 60.000 manna fastaher og vel æfðan og 300.000 manna varalið. Mikill hergagnaflutningur fer fram frá Frakkneska Indó-Kína til Chiangs Kai-shek á járnbrautinni Hanoi til Yunnan í Suður-Kína. Til þess að þóknast Japönum bönnuðu Frakkar að nota jám- brautina til slíkra flutninga. (En mikill hergagnaflutningur fer þó að sögn enn fram til Kína — írá Frakkneska Indó-Kína, en- eftir öðrum leiðum, eftir bilvegum inn í Kwangsi). Almenningur í Frakklandi, segir amerískt blað, veit lítið um hversu alvarlega horfir í Frakkneksa Indó-Kína. En frakkneskir stjórn- málamenn hafa af því miklar á- hyggjur og leitast við að ná sam- komulagi við Siam og gera nýan samning við Siamstjórnina. KOMMÚNISTAR í FRAKK- LANDI VILJA HJÁLPA SPÆNSKU LÝÐVELDIS- STJÓRNINNI. Oslo 16. mars. Horfurnar eru hinar alvar- legustu fyrir stjórnarhernum á Spáni. Hefir hann orðið að liörfa undan og eru allar horf- ur á, að allar samgönguleiðh- milli Barcelona og Valencia verði slitnar sundur af Franco- hersveitunum. Hersveit Franco nálgast nú landamæri Kataloniu. Frakk- nesku kommúnistamir hafa krafist þess, að frakkneska stjórnin veiti lýðveldisstjóm- inni á Spáni lið, en frakk- neska stjórnin hikar við að hverfa frá hlutleysissam- komulaginu. Franco hefir undanfarna daga, að sögn, fengið mikinn liðstyrk frá Ítalíu og Þýska- landi. Fregnir hafa borist um það, að Azana, forseti spænska lýð- veldisins og Prieto landvarnar- ráðherra, séu væntanlegir til Toulose á hverju augnablild. Einn skipverja, kyndari, á enska skipinu Stamvell, sem flugvélar uppreistarmanna skutu á í Taragona, fórst, en aðrir særðust. Danskur eftir- litsmaður á vegum hlutleysis- nefndarinnar, M. C. Madsen, heið bana af sárum, sem hann hlaut. — NRP—FB. SpánaF- stypjöldin. Stjórnmálaástandið í álfunni flóknara vegna þess hversu horfir á Spáni. Hvað gera Bretar og Frakkar? London, 16. mars. - FÚ. Framsókn uppreistarhersins á vígstöðvunum í Aragoníu og sú hætta sem Cataloníu stafar af sigurför hans hefir orðið til þess að gera stjórnmálaástandið í Evrópu enn flóknara en það var orðið vegna atburðanna í Austurríki. Chamberlain forsætisráð- herra Breta skýrði frá þvi í þinginu i dag, að franska stjórn- in liefði í gær látið í Ijós við sendiherra Breta í París á- liyggjur frönsku stjórnarinnar út af ástandinu á Spáni. Breska stjórnin, sagði hann, gerði sér fullkomlega Ijóst hversu alvar- legt ástandið væri. Attlee, leið- togi stjórnarandstæðinga spurði Chamberlain þá hvort breska stjórnin ætlaði ekki að gera neinar náðstafanir ásamt Frökk- um vegna þess að Ijóst væri, að Ítalía hefði brotið ákvæði hlut- leysissáttmálans og gengið á gefin loforð. Chamberlain vildi engu öðru svara en því, að breska stjómin stæði í stöðugu sambandi við frönsku stjórnina um þessi mál. Attlee spurði þá Chamberlain hvort hann mætti minna hann á það, að á dögunum, þegar hann skýrði frá væntanlegri samningagerð við ítali, þá hefði hann sagt, að breska stjórnin hefði gert það að skilyrði að ítalir aðhefðust ekki neitt sem gæti breytt afstöðu styrjaldar- aðilanna á Spáni. Chamberlain sagðist hafa ástæðu til að áilta, að uppreistarmenn hefðu ekki notið aðstoðar annara erlendra hersveita en þeirra, sem voru á Spáni, þegar hann mælti þau orð, sem Attlee vitnaði til. Attlee bað þá um leyfi til þess að mega leggja til að umræðum um dagsknármál yrði frestað, en ástandið á Spáni tekið til um- ræðu. Þingforseti spurði hvort hann nyti stuðnings 40 þing- manna um þessa tillögu, eins og krafist er og risu þá allir stjórn- arandstæðingar úr sætum sínum og kváðust styðja tillögu Attlees. Fara því fram umræður um Spánarmálin í neðri málstofu breska þingsins í kvöld. Franska stjórnin hefir i dag rætt um ástandið á Spáni við sendiherra Breta, Spiánar og Sovét-Rússlands. Ráðuneytið kom saman á fund í dag til þess að ræða um þessi mál og þann orðróm, að ítalska stjórnin befði nýlega sent liðsauka til Spánar. Það er sagt í fréttum frá Paris að Blum muni vera að reyna að fá þá flokka sem nú Frh. á 4. bls. PÖLSKUR HERMAÐUR SKÝTUR Á LITHAUISKA LANDA- MÆRAVERÐI. London, í morgun. Fregnir frá Genf herma, 1 að Lithauen muni bera fram harðort mótmælaskjal vegna þess að pólskur her- maður hafi skotið á lithau- iska landamæraverði. Ætlar Lithauen að krefjast þess af Þjóðabandalaginu, að það sjái um að Pólvejar bæti þetta brot að fullu. Almenningur í Póllandi er yfirleitt á þeirri skoðun, að þetta atvik sé Lithauum að kenna, og krefst þess að Lit- hauen verði refsað, en síðan bætt samlyndi þjóðanna. United Press. London 17. mars. FU. Henlein, leiðtogi þýslcra nas- ista í Tékkóslóvakíu hefir skor- að á áhangendur sína að sam- einast í baráttu fyrir „frelsi og beiðri“ Þjóðverja í Tékkósló- vakíu. Áskorun þessir er birt í morgun í málgagni flokksins. Þjóðverjar í Austurriki, segir Henlein, hafa sýnt að eining og einbeitni eru vopn, sem rang- lætið má sín einskis gegn. Sudeten-nasistarnir hafa sagt skilið við þann liluta Þjóðverja í Tékkóslóvakíu sem fylgir stjórninni. Í þingi Tékkóslóvakíu setti einn þingmaðm- Sudeten-Þjóð- verja í gær fram kröfu um að stofnuð yrði sérstök „Kantona'* fyrir þá í Téklcóslóvakíu, eftir svissneskri fyrirmynd. Stjórnin hefir bannað að láta birta meirihlutann af ræðu þessa þingmanns. Rikisþiagið kaliað saman. London 17. mars. FÚ. Hitler hefir kvatt Rikisþingið saman á fund á morgun og mun hann þá gefa yfirlýsingu í sam- bandi við innlimun Austurríkis í þýska ríkið. SJÁLFSMORÐ í AUSTURRÍKI Oslo 16. mars. Fey majór, fyrrverandi yfir- maður austurriska heimvarnar- liðsins hefir framið sjálfsmorð ásamt konu sinni og syni. Aust- urríski iðjuhöldurinn Reitling hefir látið dóttur sina drepa sig. Dóttir hans framdi síðan sjálfs- morð. — Kunwaldt, fjárhags- ráðunautur Schusniggs hefir fundist drepinn í Wien. Iíuhn- waldt var Gyðingur. — NRP —FB. Papanint keminn til Leningrad. ísbrjóturinn, sem liafði inn- anborðs rússnesku leiðangurs- mennina, sem bjargað var af hafisjaka i Norðurishafi, kom til Leningrad í gær. Var Papa- nini og hinum öðrum lciðang- ursmönnum fagnað forkunnar vel. Héldu þeir þegar í stað ræðu í útvarp, Papanini og Smith, og skýrðu frá lielstu at- burðurn í sambandi við björg- unina. (FÚ.).-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.