Vísir - 17.03.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 17.03.1938, Blaðsíða 3
 VlSIR Gerðardómsfrumvarpið afgreitt sem iðg frá Alþingi. -o- Haraldor Huðmondsson atvinnomála^ ráðherra biðst iansnar. I fyrsta sinni síðan Aþingi 1 kom saman fyrir mánuði síðan safnaðist þangað all-mik- ill mannfjöldi í gær, til að fylgj- ast með því, sem þar fór fram. Til umræðu var frumvarp forsætisráðherra um gerðardóm í togaradeilunni og hófust um- ræður með ræðu forsætisráð- herra kl. 1 e. h. Forsætisráðlierra rakli ástæð- urnar til frumvarpsins og efni þess. Taldi hann að togaradeil- an væri nú komin á það stig, að óumflýjanlegt væri að Al- þingi gripi inn i gang málsins og skakkaði leikinn. Kvað hann hér vera um slíkt undantekning- artilfelli að ræða, að ekki væri horfandi í að grípa til gerðar- dóms og skerða þannig það samningafrelsi, sem ekki væri þess megnugt að leysa hnútinn, en lífsnauðsyn væri að togar- arnir færi nú þegar út á veiðar. Rakti forsætisráðherra noklc- uð þær fyrirmyndir, sem til eru frá öðrum löndum fyrir slíkri lagasetningu svo sem í Dan- mörku, þar sem samsteypu- stjórn socialista og radikala flokksins hefði þrisvar sinnum heitt sér fyrir samskonar gerð- ardómslöggjöf, í Frakklandi þar sem ríkisstjórn Alþýðufylk- ingarinnar svonefndu hefði lög- fest gerðardóm og svo í Noregi. Lagði forsætisráðherra á- herslu á að hinar afstöðnu sátta- umleitanir hefðu sýnt, að sú leið væri ekki fær og væri því skylda ríkisvaldsins að gera ráð- stafanir til að leysa deiluna nú þegar. Atvinnumálaráðherra, Har- aldur Guðmundsson, tók næst- ur til máls og lýsti því yfir, að hans flokkur væri algerlega and- vígur fi’v. forsætisráðherrans, en vildi hinsvegar fara þá leið, sem bent væri á í frumvarpi þvi sem lagt var frarn samtímis frv. forsætisráðherrans, og Sigurjón Á. Ólafsson og Erlendur Þor- steinsson flytja, en efni þess er sem hér segir: Ákvæði samnings dags. 28. jan. 1935 á milli Sjómannafé- lags Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar og Félags ísl. botn- vörpuskipaeigenda varðandi lágmarkskaup og kjör sjó- manna á saltfisksveiðum tog- ara, skulu gilda á árinu 1938 með þeim breytingum á þessum álcvæðum, sem getur í tillögum sáttasemjara ríkisins, er boni- ar voru fram í kaupdeilu sjó- manna og togai'aútgerðar- manna í marsmánuði 1938 og gengið var til atkvæða um af aðilum hinn 14. þessa mánaðar. Rikisstjórnin slcal hlutast til um, að haldið verði áfram sáttatilraunum i yfirstandandi kaupdeilu með það fyrir augurn að korna á samningum með að- ilum. Ráðheri’ann kvað socialista velja þessa leið með því að mest væri aðkallandi að leysa deiluna að þvi er viðkettiur saltfisks- veiðunum, en með setningu gerðardóms væri um að ræða svo mikið brot á samningsfi’elsi verkamanna að flolckur lians gæti ekki á það fallist, að það yrði skert þannig, og það því fremur, sem ekki væri þörf á því, þar sem nú væri langt til síldveiða og aðiljar hefðu nóg- an tíma til samninga. Forsætisráðherra tók aftur til máls og kvaðst eklci geta fallist á, að rétt væri að taka saltfisk- veiðarnar út úr. Ef tillaga sátta- semjara, að þvi er þeim við- kæmi yrði lögfest væri um skerðingu á samningsfi’elsinu að ræða, sem H. G. hefði tahð órjúfanlegt, og væri því ekki nema um stigmun að ræða. En engin trygging og jafnvel að- eins litil likindi væri fyrir þvi að aðilar kæmust að samning- um um síldarvertíðina, og hvað ætti þá að gera. Á því tímabili, sem hún liefst, sæti ekkert þing og þá yrði að grípa til þess að gefa út bráðabirgðalög, sem óvíst væri, að í’ikisstjórnin gæti komið sér saman um. Magnús Jónsson tók til máls og óskaði eftir fundarhléi með því að frumvarp það, sem verið væri að ræða væri fyrir svo skömrnu fram komið, að þing- menn Sjálfstæðisjflokksins liefðu eltki liaft tækifæri til að taka afstöðu til þess. Frestaði forseti þá fundi til kl. 3.20. Eftir hléið tók Magnús Jóns- son til máls og skýi’ði afstöðu sjálfstæðismana. Kvað hann flokkinn skv. allri stefnu sinni lialda fast við samningsfrelsi borgaranna eji til væru þó und- antekningar, þar sem grípa yrði inn i lil að forða yfirvofandi hættu og svo stæði á um tog- aradeiluna. Lýsti hann þvi yfir, að Sjálfstæðisflokkurinn mundi fylgja frv. framsólmarmanna um gerðardóm, en væri andvíg- ur tillögum socialista með því að þær gengju of skamt til lausnar, en þyrftu að ganga lengra úr því farið væri inn á þessa braut. Síðar töluðu Brynjólfur Bjarnason, ráðherrarnir og Sig- urjón Á. Ólafsson og fleiri, en ekkert nýtt kom fram í þeim ræðum. Var svo málið afgreitt fyrir miðnætti frá efri deild til neðri deldar, með 12 atkv. gegn 1. í neðri deild urðu yfirleitt ekki þýðingarmiklar umræður um málið. Af liálfu sjálfstæðis- manna talaði Ólafur Thors og gerði liann i ágætri ræðu grein fyrir afstöðu Sjálfstæðisflokks- ins til málsins. Atvinnumálaráðherra stóð upp mjög dapur og kvað upp úr með, að ef frumvarpið yrði sam- þykt þegar á nóttina liði, eins og’ útlit væri fyrir og fullvíst mætti telja, myndi hann biðj- ast lausnar. Lýsti hann því með f jálgleik hve gerðardóm- ur væri mikið brot á stefnu Alþýðuflokksins og gæti hann ekki sætt sig við að vera í stjórn eftir að slíkt mál væri samþykt af samstarfsflokkn- um. Einar Olgeirsson liélt yfir klukkustundar ræðu fulla af fúkyi’ðum og æsingum. Var það tilætlun hans, að koma af stað uppþoti og nota til þess útvarp það, sem var frá þinginu. En þessi tilraun tókst ekki og varð Einar að þagna eftir mikið erf- iði, en lítil laun. Klukkan rúmlega 4 í nótt var gerðardómsfrumvarpið sam- þykt í neðri deild með atkvæð- um framsóknar- og sjálfstæðis- manna og afgreitt sem lög frá Alþingi. SJÓMANNAFÉLAGSFUNDIR voru lialdnir í gærkveldi í Reykjavík og Hafnarfirði. Fundurinn í Reykjavík var lialdinn í K.R.-húsinu og liófst kl. 8 og stóð til klukkan fram undir ellefu. Voru umræður heitar. Var borin upp tillaga til að mótmæla lögþvinguðum gerðardómi, en jafnframt á- lyktað, að gengið skyldi að málamiðlun sáttasemjara, hinni síðari. Þessi tilaga var feld með 169 atkv. gegn 133, en 29 seðl- ar voru auðir. Samskonar til- Iaga var feld á Hafnarfjarðar- fundinum með 45 atkv. gegn 4. Á fundinum töluðu Sigurjón Á. Ólafsson, Haraldur Guð- mundsson, Ólafur Friðriksson o. fl. Mæltu þeir með tillögunni, en fengu að sögn ekki gott hljóð. Um það bil og fundinum Iauk eða jafnvel nokkuru fyr var þröng mikil í anddyri Alþingis- hússins og stigum. Vildu komu- menn fá að komast inn til þess að hlýða á umræður, en áhorf- endapallar vörú fullir. Kröfð- ust þeir þá útvarpsumræðna. Var hávaði mikill i stigunum og brotnaði ein rúða i inn- göngudyrunum gegnt aðaldyr- um neðri deildar. Munu komm- únistar liafa verið fjölmennast- ii’ í hópi þeirra, sem þama voru. Tilraunir voru einnig gerðar til þess að trufla fundarliald efri deildar með þvi að lief ja söng á áheyrendapöllum. — Lögregla kom til þess að lialda uppi reglu. Thafe-möt’ð Vísir liefir verið spurður að því oftar en einu sinni, hver hafi orðið stigatala félaganna, sem tóku þátt í 18 km. göng- unni á skíðamótinu og birtir þær tölur þvi hér: • 1. Skf. Siglfirðingur ... 26 st. 2. Ekf. Siglufjarðar .... 27 _ 3. Skátaf. Einherjar ... 54 __ 4. K. R............ 62 — 5. Ármann ......... 103 Skíðafélag Reykjavíkur kom ekki að marki með fult lið. Skandinaviska veitingastofan í París, þar sem voru tuttugu málverk eftir Per Krog, liefir brunnið til kaldra kola. Tjónið er metið á 250.000 kr. — NRP —FB. adeins Loftur. I f Jón Baldvinsson i fopseti Alþingis, andaðist i nótt, eft— ip langvarandi veikindi. — Þessa merka manns og góda drengs verð- ur nánapa getið síðap liép í blaðinu. Harildur Ouimuudsson biist lausuar í dai. Atvinnumálaráðherra Harald- ur Guðmundsson, mun í dag formlega tilkynna forsætisráð- herra lausnarbeiðni sína. For- sætisráðherra muni því næst síma konungi lausnarbeiðni ráðherrans. Hvað frekar ger- ist verður eigi sagt að svo stöddu. Sjálfstæðisflokkurinn taldi ekki að það mál, sem nú hefir klofið ríkisstjórnina, niundi liafa þær afleiðingar.og sísf taldi sá flokkur ástæðu til þess þegar það liggur fyrir, að Alþýðu- flokkurinn hefir, með frum- varpi sínu um lögfestingu nokk- urs hluta af miðlun sáttasemj- ara gengið inn á að rétt væri, undir vissum kringumstæðum, að ákveða kaupgjald með lög- um. Hinsvegar hefir Sjálfstæðis- flokkurinn að sjálfsögðu tekið sömu afstöðu til gerðardómsins án tillits til þeirra afleiðinga seni nú eru fram komnar, vegna þeirrar þjóðarnauðsynjar, sem nú er á því, að leysa togaradeil- una. Cr því sem komið er, er sjiá- anlegt, að Haraldur Guðmunds- son er að fullu og öllu úr stjórn- inni farinn. Skiftir engu um það, hvort gerð verður kveðin upp eða sátt takist áður en til slíks kemur. Aðalatriðið er það, að Alþýðuflokkurinn gerði það að samvinnuslitaatriði við Fram- sóknarflokkinn, að sá flokkur vildi staðfesta í íslenslcri lög- gjöf, að leyfilegt væri að ráða fram úr kaupdeilum með gerð- ardómi í vissum tilfellum. Fræðilegir og þingræðilegir möguleikar, sem nú liggja fyrir um myndun landsstjórnar, eru fyrst og fremst þessir: að fram fari riýjar kosningar, að Sjálfstæðisflokkurinn veiti lilutleysi Framsóknar- flokknum, að Sjálfstæðisflokkurinn mjmdi stjórn með lilutleysi framsóknarmanna, að samsteypustjórn verði skipuð af Framsóknarfl. og S j álf s tæðismönnum. að Sjálfstæðismenn myndi stjórn með stuðningi annara en framsóknarmanna. Hér verður vist að telja úti- lokað, að Alþýðuflokkurinn geti veitt framsóknarmönnum hlut- leysi eftir að framsóknarmenn hafa í þeirra augum gert sig seka í svo miklu broti, að ráð- herra flokksins er kipt burtu. BcbÍop fréttír I.O.O.F 5=U93178V2= 9.1 Veðrið í morgun. í Reykjavík 2 st., mestur hiti í gær 9, minstur i nótt 2 st. Heitast á landinu í morg-un 4 st., í Fagra- dal kaldast — 1 st., í Bolungar- vík. Úrkoma varð hér í gær 1.0 mm., og sólskin var í 5,8 st. Yfir- lit: Alldjúp lægS su'ðvestur af Reykjanesi á hægri hreyfingu í norSur. Horfur: Faxaflói: Sunnan og suSvestan gola. Rigning öðru hverju. Leiðrétting. í greininni „Síðasta úrræðiS", niðurl., sem birtist í gær, setndur í 14. linu, að meta frádráttinn, á að vera: mæta frádrættinum. Höfnin. Rán kom í gær meS brotna skrúfu og fór í slipp. Var ný skrúfa sett á skipið í nótt og fór þaS aftur á veiSar í morgun. Davíð Scheving Thorsteinsson, fyrrum héraðslæknir, var jarS- sunginn í gær. HúskveSju flutti sr. FriSrik Halgrímsson, en í kirkju talaði sr. Bjarni Jónsson. ísfirSingar báru kistuna út úr húsi D. S. Th., en læknar báru í kirkju og frímúrarar úr kirkju. Skátar gengu fylktu liSi undir fánurn á undan líkfylgdinni aS kirkju, og stóSu vörS inni í kirkjunni. Frí- múrar stóSu heiðursvörS viS kist- una í kirkju og báru hana í kirkju- garS. Skipafregnir. Gullfoss er á leið til Leith frá Vestmannaeyjum. GoSafoss og Brúarfoss eru í Kaupmannahöfn. Dettifoss er í Hamborg. Lagar- foss var á Hvammstanga í morg- un. Selfoss er í Reykjavík. Miss Thomton flytur næsta háskólafyrirlestur sinn í kveld, fimtudag, kl. 8. Efni: Aldous Huxley og önnur samtíS- arskáld. Öllum heimill aðgangur. Fornar dygðir, revyan, verSur sýnd í kveld í 13. sinn og hefst sýningin kl. 8, stimdvíslega. Póstferðir á morgun: Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- ðg Flóa-póstar. Hafnar- fjörður. Skildinganes. Laxfoss til Ákraness og Borgarness. — Til Reykjavíkur: Mosfellssveitar-, Kjalamess-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss og Flóapóstar. Hafnar- fjörður. Seltjarnarnes. Laxfoss frá Borgarnesi og Akranesi Bílpóstur úr Húnavatnssýslu. Innilegar þakkir frá sjúklingum á Vífilsstöðum hefir blaSiS veriS beSiS að færa Karlakórnum „Þrestir“ frá Hafn- arfiröi, fyrir söngskemtun þeirra að VífilsstöSum síSastliSinri sunnu- dag. Línuveiðarinn Eldborg tók í Keflavík í gær 900 tunnur af hrognum til útflutnings. Allir bátar voru á sjó í dag og öfluðu 10—20 skpd. á bát. (FÚ.) Bátar úr Sandgerði uröu í gær fyrir miklu veiðar- færatjóni af völdum erlendra tog- ara, sem eru aS veiðum á sömu miSum. Mistu margir bátar alt að 12 bjóöum. Allir bátar voru á sjó, en afli var af þessum ástæSum lít- ill. Oft undanfariS hafa bátar úr SandgerSi orSið fyrir tjóni af sömu ástæSum. Sjómenn telja aS skip, sem liti eftir veiðarfærum, myndi geta veitt mikla hjálp. — Telja þeir tjónið enn tilíinnanlegra vegna þess, aS hörgull sé á þeirri línu, sem bátarnir noti. — Trillu- bátar frá Hvalsnesi og Stafnesi öfluSu ágætlega í net í gær — eða hæst 1750 þorska á bát. (FÚ.) Vélbáturinn Loki, sem lýst var eftir í útvarpinu í dag, er, samkvæmt símskeyti frá Látrum viS Horn, kominn fram. (FÚ.) Næturlæknir: Dan. Fjeldsted, Hverfisgötu 46, sími 3272. NæturvörSur í Laugav. apóteki og Ingólfs apóteki. Útvarpið í kveld: 20.15 Erindi: Maður slasast (Felix GuSmundsson, verkstj.). 20.10 Útvarpskórinn syngur. 21,05 Frá útlöndum. 21,20 Útvarpshljóm- sveitin leikur. 21,45 Hljómplötur: Andleg tónlist. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 30 lcr. frá L. J. og 2 kr. frá gamalli konu. Til hjónanna, sem húsið fauk ofan af, afhent AT'si: 5 kr. frá G. S. Hitt og þetta. —o— Sókt um leyfi! Dr. Finnur prófessor Jónsson skýrir frá þvi i Ævisögu sinni, að hann hafi verið fenginn til þess, að fara á fund Albertis liins danska (dómsmálaráðherra, „bændavinar“ og „stórsvindl- ara“) og spyrja hann að því auðvitað allra undirgefnast, hvort nafngreindur Islendingur mætti „bjóða sig fram í Vest- mannaeyjum“!! — Þetta furðu- lega erindi mun dr. Finnur hafa rekið á jóladag 1901. Hafði Al- berti skrifað honum og beðið hann „að lritta sig“ þann dag. Þegar Finnur liefir skýrt að nokkuru frá viðræðum sínum við hinn stórdanska höfðingja, segir hann svo (Ævisaga bls. 119): „I samtali minu við Alberti gat eg komið þvi að að sþyrja hann, hvort hann hefði nokkuð á móti því, að Jón Magnússon byði sig fram í Vestmannaeyj- um til þingmensku. Það hafði verið skorað á mig í bréfum frá Reykjavík að fá „leyfi“ Albertis til þess. Eg áleit þetta barna- skap, en fékk seinna að vita, að það var lástæða til þess. En Al- berti sagði, eins og eg hafði bú- við, að það stæði sér öldungis á sama, það mætti Jón gera fyrir sér, að bjóða sig fram og taka kjöri“. Dr. Finnur nefnir ekki „á- stæðuna“, sem hann „fékk seinna að vita“. Sú hefir víst verið burðug! Finngálkn. Svo sögðu gamlir menn i Höfn- um suður, að finngálkn væri komið af ketti og tófu. Það er ákaflega grimt, skotliarðast allra dýra og öllum vargi skað- legra fyrir sauðfé manna. Það er Ijón-styggur skolli og líklega frárra á fæti en nokkurt kvik- indi annað. Og ekki verður þvi í hel komið, nema með silfur- kúlu, og er þó sjálfsagt vissara, að hún sé þaul-vígð. —• Sæbjört. Eins og auglýst er hér á öSrurri staö í blaSinu, verSur æfintýraleik- urinn Sæbjört, eftir RagnheiSi Jónsdóttur og Margréti Jónsdótt- ur, leikinn í ISnó á morgun, kl. 4 e. h. Leikurinn er sýndur af leik- flokki úr stúkunni Æskan nr 1, og; leið'beinandi er Guömundur Páls- son gæslumaöur, sem góSkunnur er fyrir ýmsar skemtanir, sem hann hefir haldið eöa haldnar hafa veriS undir hans stjórn. Er skemst aS minnast, er hann fór meö leik- flokkur úr stúkunni Æskan nor'Ö- ur í land siSastliði'Ö sumar, og var hvarvetna prýöilega tekið. Leik- urinn er prýöilega saminn og vel til þess fallinn, aS vekja fagrar hugsanir hjá börnunum. Hann ger- ist aS mestu á sjávarströnd og sjást þar hafmeyjar synda i sjón- um og faSir þeirra, Sækóngurinn. Ef einhver ágó'Si veröur af sýn- ingunni, hefir GuSmundur hugs- aS sér einhver ferSalög í vor meS börnin. Þar sem eftirspurn er þeg- ar orSin mikil, er vissara aS ná sér í aSgöngumiöa í tíma. Dr. Niels Nielssen er meöal farþega á Dr. Alexand- rine til Reykjavíkur og kemur hann hingaö til þess aS flytja fyr- irlestra viS háskólann. (FÚ.) *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.