Vísir - 18.03.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 18.03.1938, Blaðsíða 3
VlSIR 1 Hæstiréttnr skipaði í döminn í gær, en í dag ki. 3 fer fram rnðning, og til- nefning af háifn aðila. Hæstirétlur hefir skipað í gerðardóm þann sem samþykt- ur var á Alþingi í fyrri nótt, að svo miklu leyti sem réttinum ber að tilnefna í dóminn. Yar Hákon Guðmundsson, hæstaréttarritari, skipaður for- maður dómsins, en auk þess voru tilnefndir Ágúst Jósefsson heilbrigðisfulltrúi, Björn Steffensen endurskoðandi, Þorsteinn Þorsteinsson, hagstofustjóri, og Pétur Lárusson, skrifstofu- maður hjá Alþingi. Af þessum mönnum ryðja aðilar sínum manninum hvor en tilnefna í stað þeirra einn mann hvor og er þá gerðardómurinn fullskipaður. Fer ruðning og tilnefning af hálfu aðila, þ. e. sjómanna og útgerðarmanna, fram kl. 3 e. h. í dag, hjá formanni dómsins. Er þá gerðardómur fullskipaður og tekur til starfa. Hvenær vænta má niðurstöðu dómsins verður ekki um sagt að svo stöddu, en hann mun hraða störfum eins og auðið er. Forsætisráðherra tilkynti lausnarbeiðni Haralds Guð- mundssonar atvinnumálaráð- herra á Alþingi í dag. Áður gengið var til dagskrár á fundi neðri deildar Alþingis, kl. 1 e. h. í dag, kvaddi forsætisráðherra sér hljóðs. Tilkynti hann deildinni, að sér hefði í morgun borist bréf frá atvinnu- málaráðherra, Haraldi Guðmundssyni, þess efnis, að hann bæð- ist lausnar fyrir sig úr ráðuneytinu. Kvaðst forsætisráðherra hafa símað konungi með ósk um það, að beiðni ráðherrans væri sint. Jafnframt kvaðst forsætisráðherra hafa óskað, að sér væri falið að gegna embætti atvinnumálaráðherra, fyrst um sinn, eða þar til breyting yrði gerð þar á. Forsætisráðherra kvað kunnar ástæðurnar fyrir lausnarbeiðninni og þau rök, sem atvinnumálaráðherra hefði fært fram, er hann kvaðst munu biðjast lausnar, þegar gerðardómsfrumvarpið var rætt á Alþingi. Forsætisráðherra kvað sér þykja leitt, að svona hefði farið, að stjórnarsamvinnan hefði slitnað á þessu máli. En hann kvaðst álíta það svo stórt mál og nauðsynlegt að afgreiða það án tafar, að öll önnur sjónarmið hefði orðið að víkja fyrir því. Að lokum ræddi liann samvinnuna innan stjórnarinnar og þakkaði Haraldi Guðmundssyni samvinnuna, er hann hefði rækt af drengskap. Umræður um þetta mál urðu engar að lokinni ræðu forsætisráðherra. ðr YerstöðTHDuai. 17. mars 1938. — FÚ. ' í gær og framan af í dag var , ágætt sjóveður suðvestan lands. \ Margir liafa fiskað vel en afli hefir verið all misjafn. — Úr Grindavík er símað í dag: Það sem af er þessari viku nema mánudag liafa bátar al- ment róið hér og fiskað sæmi- lega í net. í morgun réru allir bátar og var sjór brimlaus og veður gott — bægur suðaustan kaldi. Úr bádegi brimaði skyndi- lega og varð Járngerðarstaða- sund að mestu ófært. Nokkrir bátar slörkuðu þó inn um það og voru svaðilfarir hjá sumum. Þórkötlustaðasund er nauðlend- ing sveitarinnar og þangað fóru 5 bátar frá Járngerðarstaða- sundi og farnaðist vel. Úr tveim- ur bátum, sem voru með bilaða vél, voru mennirnir teknir og bátunum lagt utan við sundið. Þeir eru i töluverðri hætlu enn- þá og getur farið svo, að þeir tapist en allir sjómennirnir eru komnir á land heilir og liress- ir, — í Keflavík var afli í dag frá 8 til 25 skip- pund á bát. Beitt var síld og virðist ekki veiðast síður á bana en loðnu, sein liefir verið beitt undanfarið. í Sandgerði fengu margir bátar góðan afla í gær eða alt að 30 skippundum. Um miðjan miðaftan i dag voru bátar að koma að. Áællað var að sumir mundu bafa 16 til 18 skippund. Sæbjörg. Stjórn S. V. í. hefir farið þess á Ieit að sjópróf fari fram vegna leka þess, er varð vart á björg- unarskútunni „Sæbjörgu“, er bún var á leið til landsins. Yar lekinn bæði á þilfari og byrðing. Sjóprófunum verður hraðað sem mest, svo að Sæbjörg kom- ist út aftur sem fyrst, lielst fyrir belgi. StMentafilagifinAnr- Inn I kreld. PINS og áður hefir verið aug- ^ lýst hér í blaðinu, heldur Stúdentafélag Reykjavíkur fund í kveld í Varðarhúsinu og hefst bann kl. 8 Til umræðu verð- ur það mál, sem nú er efst á baugi hér á Iandi og mikið er rætt og ritað um: Vinnudeilur og vinnulöggjöf. Málshefjandi er Thor Thors alþm. Menn af öllum stjórnmála- flokkum munu taka til máls og verður fundurinn vafalaust fjörugur. Auk þess verður rætt um landsmót stúdenta á Þingvöllum næsta sumar. Stúdentar, eldri sem yngri! Fjölmennið á fundinn í kveld og' gangið í félagið, ef þið eruð ekki þegar í því! Húsbpuni. Seyðisfjiirður, 17. mars. FÚ. Kl. 2 í nótt vöknuðu Seyðfirð- ingar við brunaboð og kom í ljós að eldur var laus í stóru fiskhúsi á Fjarðarströnd —- eign Halldórs kaupmanns Jónssonar. Brunalið kom taf- arlaust á vettvang en liúsið var þá albrunnið. Inni brann fisk- ur, nætur, tunnur og fleira en bryggja fram af liúsinu brann ekki. Orsakir eldsins voru ekki kunnar um liádegi i dag. — Tveip menn drukna. Einkaskeyti til Vísis. Eyrarbakka í gær. Um bádegi í dag brimaði snögglega í veiðistöðvum aust- anfjalls. Allir bátar voru í róðri. Einn bátur náði landi hér á Eyrarbakka, en tveir bátar héð- an héldu til Þorlálcshafnar. Á Stokkseyri lentu þrír bátar. Þeim fjórða blektist á á sund- inu. Brotsjór tólc af honum siýrishúsið og formann og vél- stjóra, sem þar voru inni, og druknuðu þeir báðir. Sjór bar bátinn mjög langt af leið. Hin- um finnn bátverjum var bjarg- að af Ingimundi Jónssyni á Strönd. Einn maður slasaðist. Þeir sem fórust voru Guðni Eyjólfsson, formaður, frá Björgvin á Stokkseyri, ókvænt- ur, annaðist aldurhnigna for- eldra. Vélstjórinn, Magnús Karlsson, var ungur maður, ó- kvæntur. Báturinn beitir Inga Hann er nú mannlaus úti á sjó. Fjórir bátar frá Stokkseyri, Fríður, Haukur, Hersteinn og Sissí, gátu ekki lent og liéldu til liafs. Sigurður. Gengið í dag. Sterlingspund ......... kr. 22.15 Dollar _............... — 4.43% 100 ríkismörk....... — 179.13 — fr: frankar....... -— 13.94 — belgur........... —' 75-ig — sv. frankar....... — 102.69 — finsk mörk........ —• 9.95 — gyllini.......... — 246.-1 — tékkósl. krónur .. — 15-88 — sænslcar krónur . . — 114.21 — norskar krónur .. —• 111.44 — danskar krónur .. — 100.00 Fslitiinsfiknir I Danmðrki 17. mars. FÚ. t ráði er að gera í Danmörku fæðurannsóknir á svipaðan liátt og þann er dr. Skúli Guðjónsson hefir gert á Færeyjum. Rann- sóknir þessar verða að mestu leyti kostaðar af Carlsberg- sjóðnum, og er gert ráð fyrir að kostnaðurinn verði 100 þúsund krónur á ári í þrjú ár. Dr. Skúla Guðjónssyni liefir verið falið að liafa yfirstjórn þessara rann- sókna. Mmningfarorð. Hinn 1. febr. s. 1. andaðist að heimili sínu, Kiðafelli í Kjós, frú Ingibjörg Jónsdóttir, 68 ára að aldri. -— Þegar eg frétti lát þess- arar æskuvinstúlku minnar, rif juðust upp fyrir mér margar liugljúfar endurminningar frá æskuiárunum, þvi við vorum uppeldissystur og voruin saman í seytján ár. Eg var barn að aldrei er eg kom á lieimilið, þar sem við ólumst upp. Þá átti Ingibjörg þar lieima og var nokkurum árum eldri en eg, svo eg leitaði hjá lienni skjóls og verndar, enda reyndist hún mér svo góð sem framast mátti verða. Fyrir mig var það ómet- anlegt lán að eiga liana að og geta leitað lijá benni liuggunar í bernskuraunum mínum, því við vorum aldar upp lijá vanda- lausu fólki og áttum ekki i mörg skjól að flýja. Allan þann tíma er við vor- um saman, var hún mér jafn góð og einlæg, og æfinlega tók hún svari mínu ef þess þurfti með. Hún setti það ekki fyrir sig þó hún yrði stundum að líða fyrir aðra, því henni var það ljóst, að vart getur meira góð- verk en að vernda munaðar- laus börn fyrir aðkasti mann- anna. Hún var ein af þeim fáu manneskjum, sem ekkert auint mátti sjá, og vildi alt bæta og öllum gera gott, er voru minni máttar i banáttu lífsins. Það var sama bvort í lilut áttu menn eða skepnur, öllum reyndist liún jafn vel. Þessi góða fóstursystir min varð, sem vænta mátti, bin mesta og besta búkona er hún giftist, og var ætíð jafn góð og einlaég. Hún var tvígift og bjó lengst að Kiðafelli og átti mörg og efnileg börn. Alt henn- ar starf var frábærlega farsælt og blessunarríkt. Og allir sem henni kyntust dáðu hana og virtu — og báru takmarkalaust traust til hennar. Minningin um þessa fóstur- systur mina er mér ómetanlega dýrmæt. Eg liefi aldrei kynst nokkurri manneskju, er verið hefir mér jafn góð og bún. Hún kendi mér að líta björtum aug- um á lífið og tilveruna og vakti trú mína á guð og mennina. Henni á eg meira að þakka en nokkurum öðrum er eg liefi mætt á lífsleiðinni. Og nú kveð eg hana í liinsta sinn með klökkva í liuga og sárum trega. Að síðustu vil eg óska þess, að þjóð vor ætti sem flestar manneskjur, sem líktust lienni að samúð, lilýju og góðu hugar- þeli, og að störf þeirra mættu bera jafn blessunarríkan árang- ur. — Blessuð sé minning liennar. Fóstursystir. ---------------------- Bjami Björnsson endurtekur skenitun sína á sunnudag kl. 3 í Gamla Bíó. Hef- ir aSsókn aS skemtunum Bjarna verið góð, svo sem sést á því, að þetta er 11. skemtun hans. Maðurinn minn, Jón Baldvinsson bankastjóri lést í nótt að heimili okkar, Miðstræti 10. Þetta tilkynnist fyrir mína hönd og sonar okk- ar, Baldvins, sem nú er erlendis. Reykjavík, 17. mars 1938. Júlíana Guðmundsdóttir. VeSrið í morgun. í Reykjavík 3 st., mestur hiti í gær 8, minstur í nótt 1 st. Heitast á landinu 4 st., á Reykjanesi, kald- sat —1, á Blönduósi. Úrkoma í gær 0,5 mm. Sólskin i gær 5,9 st. Yfirlit: Grunn lægð og nærri kyrr- stæð yfir íslandi. Horfur: Faxa- flói: Breytileg átt og hægviöri. Dálítil rigning. Skipafregnir. Gullfoss er á útleiö. Go'Safoss og Brúarfoss eru í Kaupmanna- höfn. Lagarfoss var á leiö til Noröurfjaröar frá Reykjarfi'Si í morgun. Selfoss fór í morgun til Akraness. Esja kom úr strandfer'S í gærkveldi. Hrói höttur. Bækurnar fást nú aftur og fá skuldlausir kaupendur þær ókeyp- is, en fyrir aSra kosta þær 35 aura. „Símar í Reykjavík 1938 eftir götunúmerum" heitir síma- skrá, sem Daniel Halldórsson fjöl- ritari hefir gefiS út. Er þetta ný- brejdni, sem er til þess fajlin að ná vinsældum símanotenda. Því miSur munu vera ýmsir gallar á bókinni, t. d. vantar alla síma Landsbankans og Útvegsbankans og alla nema einn síma BúnaSar- bankans, svo og ýmsa fleiri sima, fyrirtækja og einstaklinga. Skemtifund heldur Glímufél. Ármann í Odd- fellowhúsinu (niSri) n. k. sunnu- dagskveld kl. 9. Þar verður kaffi- drykkja, upplestur, söngur o. fl. ti skemtunar. Fundurinn er aS eins fyrir félagsmenn. Póstferðir á morgun: Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa-póstar. Hafnar- f jörSur. Seltjarnarnes. Fagranes til Akraness. — Til Reykjavíkur: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Kjósar-, Öfluss- og Flóapóstar. Fagranes frá Akra- nesi. Næturlæknir: Gísli Pálsson, Laugaveg 15, sími 2474. Næturvörður í Lauga- vegs apóteki og Ingólfs apóteki. Útvarpið í kveld: 19,50 Fréttir. 20.15. Erindi: GuSmundur góSi Hólabiskup (GuSbrandur Jónsson, prófessor). 20,40 Orgelleikur úr fríkirkjunni (Páll ísólfsson). 21.10 Upplestur: KvæSi (GuSm. Ingi Kristjánsson bóndi). 21.25 Hljómplötur: Létt lög. 21.30 Upplestur: „Einstæðing- ar“, eftir Guðlaugu Benediktsdótt- ur (frú Sigurlaug Árnadóttir). 21.50 Hljómplötur: Harmoniku- lög. IRADDIR frá lesöndunum. FRÁ SKÍÐAMÓTINU. . : DiMiiai«Í8b»& . <*>*.■.. Eg sé í Vísi í dag, að Jón Ey- þórsson befir notað ljót um- mæli um okkur, áliorfendur mótsins. — Eg kom á mót þetta kl. 12,20, var þá sldðastökkið nýbyrjað og fóru fram svo- nefnd undirbúnings-stökk. Eg var þar uns „króka“-hlaupið, svonefnda, var byrjað fyrir nolckru. — Allan þennan tíma stóð eg, ásamt fjölda manns, u.tan við íþróttasvæðið, sem af- markað var. Eg varð aðeins var \ið einn mann, allan þennan tíma, meðal áliorfendanna er greinilega braut settar reglur. Það var síra Sigurður Einarsson docent, er þrátt fyrir ítrekað bann gekk þvert yfir skíða- brautina, rétt fyrir neðan brekk- una, á meðan á leiknum stóð. Síra Sigurður bar skiði á öxl- inni og hrópuðu einhverjir í hann fremur kuldalega, enda full ástæða til þess, þvi tæplega mun hann liafa verið í embætt- iserindum eða haft þama nokk- ur forréttindi fram yfir aðra. Væri a. m. k. gott að fá að vita lijá lir. Jóni Eyþórssyni, hvort svo hefir verið, eða hvort það er síra Sigurður docent, sem hann befir átt við er liannnefndi ahorfendur mótsins skríl og öðrum ónefnum. Eg sá engan reglubrjót nema docentinn. Rvik 14. mars 1938. Áhorfandi. Island í erlendum blöðum. I „Völkischer Beobachter“ i Berlín birtist þ. 23. jan. grein sem nefnist „Professor Dungal in Berlin“, eftir H. Rudolf. „So- cialdemokraten“ í Stokkbólmi birti 10. febr. grein eftir Henry Peter Matthis, „Islándska dikt- are“, með mynd af Halldóri Kiljan Laxness. „Nationen" flytur ritdóm þ. 19. jan. um bók Ejnars Munksgaard, Om de fornislándska liandskrifterna með sárskild liánsyn till Flatö- boken. Skrifter, utgivna av samfundet Sverige-Island. Fyr- irsögn greinarinnar i hinu norska lilaði er: De gammel- norske handskrifterne paa Is- land. — Kristeligt Dagblad birti 30. janúar grein með mynd af Landssímastöðinni í Reykjavik: ' Ny storsender i Island .... Is- lands Radiofoni kan i Löbet af Foraaret höres i Danmarlc. Eastern Cbronicle i New Glas- • gow, Nova Scotia birtir grein um ísland 11. jan. „Named by tbe Vikings“. Blaðið Sun í Bran- don, Manitoba, liefir birt tvær ! greinir um nýtingu liveravatns. : á íslandi, 11. og 17. jan. Iceland I to RidCity of Smoke. Reykjavik ; may become tbe first smokeless ! city in tlie World og Hot Springs; are Boon to Iceland. — New York Times 30. jan. birtir grein um bók Gunnars Gunnarssonar „Sbips in the Sky“, með stórri mynd af böfundinum, undir fyrirsögninni: A Fine Novel of Cliildbood o. s. frv. News í Day- ton, Oliio, Sun í Westerley. Rhode Island og Intelligencer í Belleville, Ontario birta öll greinir um liitaveituáformin. (FB.). PRENTMYNDASTOFAN Hafnarsfrœti 17, (uppi), býr til 1. ílokUs prentmyndir. Sími 3334

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.