Vísir - 22.03.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 22.03.1938, Blaðsíða 3
V t S 1 R ðtgerðarmean eiga ettir að taka afstöðn um áiyktas sjómaimamia. Fundir meðal togaraeigenda í dag. í Yarðarhúsinu mánud. 28. þ. m., kl. 9 e. h. Fundarefni: Skíðaskálamálið. Igær var haldinn fundur í Sjómannafélagi Reykjavíkur til að taka afstöðu til úrslita gerðardómsins, sem kveð- inn var upp í gerðardómnum í gærmorgun. Yar fundurinn all-fjölmennur og var samþykt með 309 atkv. gegn 151 atkv. ályktun út af dómnum. 43 seðlar voru auðir og 2 ógildir. 1 atkvæðagreiðslu þessari tóku einnig þátt sjómenn í Hafnarfirði og á Patreksfirði, en þeir eru aðilar í deilu þessari. Ályktun sú, sem samþykt var og borin var fram af stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur var svohljóðandi: „Sjómannafélag Reykjavíkur mótmælir harðle,ga gerðardómi þeim, er settur var með lögum 17. þ. m„ til þess að dæma um ágreining milli sjómanna og togara-útgerðarmanna, svo og úrskurði dómsins, uppkveðnum í dag. Telur félagið úrskurðinn ekki á þann hátt bindandi fyrir meðlimi sína, að því sé óheim- ilt að gera ráðstafanir til þess, að ekki verði lögskráð. á togar- ana, með þeim kjörum, sem í úrskurðinum eru ákveðin. En þar sem nauðsyn krefur, að lausn fáist nú þegar á kaup- deilunni, að því er varðar salt- fiskvertíðina, og félagið telur að þau kjör, sem til boða standa á þeirri vertíð, séu eftir atvikum ekki óviðunandi, þá heimilar fé- lagið meðlimum sínum að láta lö|gskrá sig á togara með greind- um kjörum á saltfiskvertíð þá, sem nú er að hefjast“. veiðum séu viðunandi og sjó- mönnum leyft að láta skrá sig á skipin fyrir þau kjör. En eftir orðalagi ályktunar- innar sýnist þurfa nýjan fund í Sjómannafélaginu til að heim- ila félagsmönnum að fara út á síldveiðar. Má því segja, að útgerðar- menn búi nú við svipað öryggis- leysi og orðið hefði ef frum- varp Sigurjóns Á. Ólafssonar um að lögfesta aðeins kaup það, sem miðlunartillaga sáttasemj- ara ákvað að skyldi vera á salt- fiskveiðum, hefði verið sam- þykt á Alþingi um daginn. En það frumvarp þótti ganga of skamt og var því gerðardóms- leiðin valin. En hvaða afstöðu útgerðar- menn taka gagnvart ályktun Sjómannafélagsins er ekki enn ákveðið. Koma togaraeigendur saman á fyrsta fund sinn kl. 11 f. li. í dag en þar var endanleg ákvörðun elcki tekin heldur frestac þar til síðar. Eins og ályktun þessi her með sér tekur meirililuti sjómanna afstöðu gegn úrslitum gerðar- dómsins og neitar algerlega að fallast á þann liluta af úrslcurð- inum, sem fjallar um sildveið- arnar. Er í ályktunirini raunar mótmælt allri niðurstöðu gerð- ardömsins, en siðar í sömu á- lyktun er sagt að ákvæði úr- skurðsins um kjör á saltfisk- Happdrætti Skíðaskála Ármanns. DregiÖ var í því á skrifstofu lög- manns í gær og komu þessi númer upp. i. vinningur, safn af bókum, nr. 538; 2. vinn., málverk, nr. 1251, 3. vinn., lituð ljósmynd, nr. 63; 4. vinn., fornritin, nr. 1198, 5. vinn., skíðaföt, nr. 1143, 6. vinn., skíði, nr. 1116, 7. vinn.-, 50 kr. í pening- um, nr. 1860, 8. vinn., málverk, nr. 1172; 9. vinn., 25 kr. i peningum, nr. 1802. Vinninganna sé vitjað sem fyrst í Körfugerðina til Þor- steins Bjarnasonar. Bœjar fréttír Veðrið í morgun. I Reykjavík 4 stig, mestur hiti í gær 5, minstur í nótt 3 stig. Úr- koma í gærmorgun 5.8 mm. Heit- ast á landinu í morgun 9 stig, á Skálanesi, kaldast —4, á Horni. — Yfirlit: Djúp lægð yfir íslandi á hreyfingu í austur. Horfur: Faxa- flói: Stinningskaldi á suðvestan fyrst, en gengur síðan í norðvest- ur. Skúrir og síðar él. Skipafregnir. Gullfoss er á leið til Kaupmanna- hafnar frá Leith. Goðafoss er á leið til Vestmannaeyja frá Kaup- mannahöfn. Brúarfoss er í Kaup- mannahöfn. Dettifoss fer frá Hull i kveld áleiðis hingað. Lagarfoss er í Reykjavik. Selfoss fór kl. 2 frá Hafnarfirði til útlanda. Hjúskapur. 1 dag verða gefin saman í hjóna- band af síra Árna Sigurðssyni ung- frú Ingibjörg Ásgéirsdóttir, Sig- urðssonar skipstjóra, og Vilhjálm- ur Vilhjálmsson verslunarmaður. Heimili þeirra er á Laugaveg 82. Til hjónanna, sem húsið fauk ofan af: 5 kr. frá Ingunni. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 5 kr. frá J. S., 5 kr. frá G. T. V., 2 kr. frá Þ. Á. Um tíu-leytið í morgun var slökkviliðið kvatt inn að Laugavegi 32. Þegar til kom reynd- ist rifa á reykháf í húsinu, svo að þegar þegar kynt var í húsinu, fylt- ist alt af reyk. Höfnin. Hávarður ísfirðingur fór á veið- ar í nótt. Selfoss fór í morgun til Hafnarfjarðar. Fór þaðan kl. 2 til útlanda. Franskur togari kom í morgun til að taka kol. Erlendur ó. Pétursson hefir tekið að sér Reykjavíkur- afgreiðslu Sameinaða gufuskipafé- STJÓRNIN. lagsins í Kaupmannahöfn og rek- ur það framvegis með fullri ábyrgð sinni. Skipaafgreiðslan heldur þó sama nafni og áður, „Skipaafgr. Jes Zimsen“. Dr. Betz, þýski sendikennarinn, flytur næsta fyrirlestur sinn í kveldi kl. 8. Efni: Æfintýraleikur Gerhardts Hauptmann. Slys. Rán kom í gær til Hafnarfjarð- ar og hafði einn skipverja, Símon Jóhannsson, slasast. Vildi það til með þeim hætti, að annar fótur hans varð á milli öldustokks og hlera og marðist fóturinn illa. Fyrirlestrar dr. Nielsens fara allir fram í Oddfellowhúsinu og er sá fyrsti í dag kl. 5. Póstferðir miðvikud. 23. mars: Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-, Ivjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Hafnar- fjörður. Seltjarnarnes. Esja austur um í hringferð. Bílpóstur til Húna- vatnssýslu. — Til Reykjavíkur: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Kjós- ar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa- póstar. Hafnarfjörður. Seltjarnar- nés. Laxfoss frá Borgarnesi og Akranesi. Happdrætti Húsbyggingafsjóðs I.O.G.T. Enn eru óútgengin þessi númer: 656, 1822, 4869 og 3906, í happdrætt- inu er dregið var 15. des. síðastl. ár. Þeir, er kynnu að hafa seðla með þessum númerum, þurfa að gefa sig fram fyrir 15. apríl næst- komandi, á skrifstofu Hjartar Hanssonar, Aðalstræti 18 (Uppsöl- um), þar eð eftir þann tírna reikn- ast seðlar þessir úr gildi gengnir. Næturlæknir: Kjartan Ólafsson, Lækjarg. 6B, sími 2614. Næturvörður i Reykja- víkur apóteki og Lyfjabúðinni Ið- unni. Útvarpið í kveld. Kl. 20.00 Fréttir. 20.15 Erindi: Berklaveiki og berklavarnir á heim- fpá Gjaldeyris- og innfiutningsnefiid. Hér með er skorað á alla þá, eða aðstandendur þeirra,. sem óska að fá yfirfærslur vegna náms erlendis á yfir- standandi ári, að senda oss hið fyrsta, og í síðasta lagi fyrir 15. apríl n- k., skýrslu um eftirgreind atriði: 1. Námsgrein, og einnig við hvaða skóla eða stofnun námið er stundað. 2. Hve langan tíma er gert ráð fyrir að námið taki og hve langt því er komið. 3. Hve mikið fé í ísl. krónum viðkomandi gerir ráð fyrir að þurfa mánaðarlega þann tíma, sein um er að ræða. Það skal tekið fram, að umsóknir um gjaldeyrisleyfi fyrir námskostnaði þarf að senda á venjulegan hátt, þótt skýrsla hafi verið gefin samkv. ofanrituðu og jafn- framt að þeir sem ekki senda skýrslu, mega búast við að umsóknir þeirra verði ekki teknar til greina, að eins af þeirri ástæðu. Jafnframt eru þeir menn sem kunna að hafaíhyggju að byrja nám erlendis á þessu ári, varaðir við að gera nokkurar ráðstafanir þar að lútandi, nema hafa áður trygt sér leyfi til yfirfærslu á námskostnaðinum. Gildir þetta einnig um aðra, er óska yfirfærslu vegna dvalar erlendis, þótt eigi séu þeir við nám. Reykjavík, 18. mars 1938. QjaldeyriS' 09 inDflutningsnetnd. ilum, I. (Sigurður Magnússon pró- fessor). 20.40 Hljómplötur: Létt lög. 20.45 Slysahætta fyrir börn á heimilum (frú Sigríður Eiríksdótt- ir). 21.05 Symfóniutónleikar: a) Tónleikar Tónlistarskólans. b) (21.45) Tónverk eftir Schubert (plötur). 22.15 Dagskrárlok. aðeins Loftur. Þorsteinn Þorsteinsson. heitir 400 síðu bók nýltomin á markaðinn, eftir Þorstein skáld Þorsteinsson, höfund Vest- manna. Efnið er einstætt og ólíkt öllu, sem skeð liefir i sögu þjóðar- innar. Ferðaundirhúningurinn norðan úr afdölum við fsliaf og suður í hitabeltið. Alt þjóðar- ástandið og liugsunarhátturinn kemur greinilega í Ijós. Bæði er það vegna þess, að heimildirn- ar eru auk annars mörg og löng sendibréf, sem komist liafa í liendur útgefandans: Sigurgeirs Friðrikssonar bóltavarðar. En nánir ættmenn hans koma mest við söguna. Hitt atriðið er það, að vel er unnið úr þessum fyi'slu handar heimildum, svo að lesarinn lifir upp æfikjör þeirra, sem nauðugir flýðu héð- an undan dauðanum og út í ó- vissuna. — Það má heita stórvirki, að vinna heildarsögu úr öllu þessu hrotagulli, einkum þegar þess er gætt, að svo er unnið af ná- kvæmni og vandvirkni, að bók- in mun í framtíð notuð sem lieimildarrit. Hefir hér tekist, það sem of oft mishepnast, að sameina sannsögulegan fróðleik og alþýðlegan skemtilestur. Yæri nú tími til kominn, að þessum höfundi væri sómi sýndur. Að sönnu hafa fallið vinsamleg orð í lians garð. Til dæmis ritaði Tryggvi heitinn Þórhallsson um hann grein og birti í blaði sínu, Tímanum, 5. júní 1920. Þar birtir hann langt kvæði eftir Þorstein og nefnir liann: „Gott skáld, heilbrigt og þróttmikið.“ Síðan talar liann um teikningar hans og myndir og segir: „Það er aðalliugsun hans .... að koma alstaðar að myndum frá lieimalandinu, myndum sem glæði ástina á því, veki umtal um það og hjálpi til um að lialda órjúfanlegu bróð- urbandinu við heimalandið." Og að lokum segir hann: „Þorsteinn skáld Þorsteins- son er einn af farsælustu, ein- lægustu og áhrifamestu útvörð- um íslenskrar menningar vest- an hafs.“ Og: „Hvar sem hann verður, verður hann íslandi ágætur sonur.“ Öll þessi orð Tryggva Þór- hallssonar mun hver maður fús að undirstrika, af þeim er lil þekkja. Einkum var tímaritið Saga kærkomið lesefni Islendingum í Vesturheimi. Þar var bjargað frá gleymsku mörgu er geymd- ist i minni íslendinga vestan hafs. Þar sem Saga hcfir verið til liér á landi í söfnum, liefir liún verið lesin upp til agna hvað eftir annað. Á undan Sögu gaf Þorsteinn út tímaritið Fífla. í þessum tímaritum er sægur frum- samdra kvæða og sagna. Þá hafa komið út tvær Ijóðabækur eftir Þorstein og auk þess á hann afarmikið óhirt í liandrií- um, auk fjölda kvæða í blöðum og tímaritum. Gæði þessara ritverka má nokkuð marka á því, að þegar valið var hið besta úr öllu því, sem ritað liefir verið vestan hafs, í bólcina Vestan um haf, 1930, þá var langtum meira tekið eftir Þorstein en nokkurn annan höfund. Höfundar voru um 30, en valinu réðu þeir Ein- ar skáld Kvaran og Guðmundur landsbókavörður Finnbogason. Kvörtuðu þeir yfir því, að að- alvandinn við valið liefði legið í því, að takmarka sig, þvi að úr svo miklu af góðu væri að velja. Bókin er 735 síður, af þeim á Þorsteinn yfir hundrað síður, rúmlega fjórfalt meira en með- altal liinna höfundanna. Á blaðsíðu 42 í bókinni Vest- an um liaf, kemst Einar Kvar- an svo að orði: „Þorsteinn'Þ. Þorsteinsson er eftirtakanlega leikinn í því, að ná lifandi myndum úr lífi Vestur-lslend- inga. Ekki finst mér ástæðulaust að benda á það hér, að honum liefir tekist nokkur síðustu árin að gefa út slcemtirit, sem er verulega skemtilegt ekki síst fyrir það, sem hann leggur til þess sjálfur. Sögur hans í þess- ari bók eru allar teknar úr þessu tímariti hans „Sögu“, og meira hefði verið úr þvi tekið, ef rúmið hefði nægt til þess.“ Vesturheimur hefir oft verið nefndur land tækifæranna. En Þorsteinn hefir sneitt hjá þeim og valið sér að rita á íslensku fvrir enn þá minni markað en til er liér heima. Enda hafa launin hlotið að verða liin sömu og Stefáns G., Guttorms Guttormssonar, Magnúsar Bjarnasonar, Jakob- ínu Johnson og fleiri og fleiri. Þessir höfundar liafa skrifað af innri þörf með örbirgðina eina að launum. Sumt af því fegursta, sem sagt hefir verið um Island var talað vestan Atl- antshafs. Og hvergi mun Island elskað lieitara en þar. En þeir menn koma stund- um heim, sem um áratugi hafa i fjarlægð fóstrað minninguna um ísland í lielgidómi hjartans. Þeir eru öðrum mönnum við- kvæmari. Um þá sannast orð M. J.: „Margir fundu fent í skjólin fagran kringum æsku hólinn .. og kalinn á hjarta slapp margur þeirra aftur vestur. En fyrir hvern mun ættum við nú að brúa djúpið, opna eyrun fyrir því, sem vel er sagt vestan hafs. Eða hve margir hér heima lesa Timarit Þjóðræknisfélagsins, sem óefað er með vönduðustu og hestu tímaritum, sem út koma á íslensku. Nú er kominn tími til að rétta fram höndina til samvinnu. Ótal upplögð tækifæri bíða ó- notuð. Við höfum tekið á móti f jölmörgum stúdentum frá Hol- landi, sem dvalið hafa liér mán- uðum saman, og farið með hlýj- an hug til Islands, þrátt fyrir örðugleika tungunnar. Því ekki að liafa mannaskifti við landa. okkar vestan hafs? Nú er í ráði, að íslendingar leggi fjárstyrk til bókasafns- myndunar í hinni stórauðugu Svíþjóð. Það er gott og blessað. En hitt væri þó skyldara að minnast þess, að nú er verið að koma upp íslensku hókasafni í Winnipeg, og væri fróðlegt að sýna þar lit á stuðningi. Væri nú vel, að byrjað væri að brúa djúpið með því að sæma þann mann ríflegum bókmenta- slyæk, sem öllum mönnum fremur liefir átt skilið að heita útvörður íslenskrar menningar vestan liafs. En það er Þorsteinn skáld Þorsteinsson. Steingr. Arason.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.