Vísir - 28.03.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 28.03.1938, Blaðsíða 2
VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÖAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Kitstjóri: Páll Steingrímsson. Bkrifstofa •C afgrciðsía Bfatar : Austurstrœti 12. Afgreiðsla S400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 YerS 2 krónur á mánuði. Lansasaia 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Hver veit? DLAÐ Héðins Valdimarsson- " ar hlakkar mjög yfir þvi, að „hægri leiðtogum" Alþýðu- flokksins hafi hrapallega brugð- ist bogalistin, þegar þeir spörk- uðu Héðni, og þóttust með því ætla að bjarga stjórnarsam- yinnunni við Framsóknarflokk- inn. Sú „dýra fórn" hafi ekki komið þeim að neinu haldi „heldur mistu þeir Héðin og stjórnarsamvinnuna, þvi Héð- inh var rekinn og stjornarsam- vinnan bilaði", segir blaðið. „Reyndar", segir blaðið, „vissu allir", að H. V. vildi ekk- ert fremur en áframhaldandi stjórnarsamvinnu við Fram- sóknarflokkinn, og það meira að segja „aukna samvinnu", eins og „allir sannir sameining- armenn vilja", og þó að vísu því aðeins, að „Framsóknar- flokkurinn starfi sem vinstri flokkur". En vill Framsóknarflokkur- inn starfa sem „vinstri flokkur" i þeim skilningi, sem hinir „sönnu sameiningarmenn", Héðinsistar og kommúnistar, eiga við? Og gæti það nú ekki einmitt verið svo, að Héðinn og kommúnistarnir geri róttækari kröfur um „starf vinstri flokka^ en Framsöknarflokkurinn vill fallast á, og að „hægri leiðtog- arnir" hafi látið sér skiljast, að samvinnan mundi stranda á því, ef þeim kröfum væri hald- ið til streitu, jafnvel þó að þeir gæti fallist á þær fyrir sitt leyti? Er það ekki svo að skilja, að „hægri leiðtogar Alþýðuflokks- ins" hafi viljað stíga feti lengra til „hægri", til samvinnu við Framsóknarflokkinn, en gott þýkir í herbúðum Héðinista og kommúnista, og einmitt þess vegna séu þeir kallaðir „hægri" leiðtogar, en Ieiðtogar hinna „sönnu sameiningarmanna" geti einir kallast „sannir vinstri leiðtogar". Og gæti það þá ekki einnig verið svo, jafnvel þó að Héðinn hefði viljað samvinnu Alþýðuflokksins og Framsókn- arflokksins „sem vinstri flokks" að „hægri leiðtogarnir" hafi verið tilneyddir að losa sig við hann, til þess að bjarga sam- vinnunni við Framsóknarflokk- inn, hversu sárnauðugt sem þeim kynni að hafa verið það, að þurfa að sjá honum á bak, af því að hans kröfur um starf Framsóknarflokksins „sem vinstri flokks" hafi verið um of til „vinstri"? Hitt er að sjálfsögðu rétt, að ef „hægri leiðtogunum" er á- kaflega mikil eftirsjá að Héðni, þá hefir þeim „brugðist boga- listin", er þeir fórnuðu honum fyrir samvinnuna við Fram- sóknarflokkinn, ef sú verður raunin á, að þeir missi einnig af samvinnunni,. þrátt fyrir þessa „dýru fórn". Það virðist nú alveg augljóst, að Framsóknarflokkurinn vilji ekki „starfa sem vinstri flokk- ur" að skilningi Héðins og kommúnista. En eftir er að fá úr því skorið, hvort hann getur fullnægt kröfum „hægri leið- toganna" í því efni, eða hvort „hægri leiðtogarnir" vilja vinna það til, að stiga skrefinu lengra til hægri, en jafnvel þeim gott þykir, til þess að bjarga stjórn- arsamvinnunni við. Og ef tir þvi er nú beðið, að úr þessu fáist skorið, og enginn veit hve löng sú leið kann að verða, m. a. vegna þess að óvíst þykir, að Framsóknarflokkurinn viti sjálfur hvað hann vill, þó er ef til vill líklegast, að þar sé hver höndin uppi á móti annari. fleimavist Laugarness* skólans hefir nú verið starfrækt í rúm- lega tvö ár og gefist vel. Visi hefir borist skýrsla um börnin, sem þar hafa verið á timibilinu frá 1. des. 1935 til 31. des. 1937 og er í henni margvíslegur fróð- leikur. Börn, sem verið hafa í heima- vistinni eru samtals 96 að lölu, 48 telpur og 48 drengir. Aldur þeirra hefir verið frá 8 til 14 ára (1 drengur). Flest hafa börnin verið 9 ára gömul (13 dr., 10 st.) og 10 ára (íl dr. og 15 st.). Hefir því rúmur helm- ingur allra barnanna verið 9— 10 ára. Mörg börnin voru berkla- smituð er þau komu í skólann, eða 31 drengur og 30 stúlkur. Bar mest á berklasmituninni hjá 9 og 10 ára börnum. Af 23 börnum 9 éra gömlum höfðu 14 berkla og af 26 börnum 10 ára gömlum höfðu 15 berkla. Þriðja hvert barnanna, eða 33, höfðu dvalið i sjúkrahúsum, áður en þau komu í heimavist- ina, mest vegna kirtlabólgu, 19 börn höfðu dvalið um eitt ár í sjúkrahúsi og eitt hafði verið 5 ár. Vegna margvíslegra kvilla og sjúkdóma höfðu mörg barn- anna ekki getað sótt skóla sem skyldi, t. d. höfðu átta börn aldrei sótt skóla. Sex börn höf ðu mist 3 vetur úr, 14 börn 2 vetur og 16 börn höfðu mist úr 1 eða 1% vetur. Börnin nutu kenslu meðan þau voru í heimavistinni, eftir því sem aldur þeirra og heilsa leyfði. Var daglega kent 3—5 klukkutíma. Legudagar voru mestir 34 dagar (hjá einu barni). Fimm- tiu og f imm barnanna urðu las- in meðan þau voru í heimavist- inni, en lágu flest stuttan tíma. Þyngdaraukning hjá drengj- um varð mest hjá þeim dreng, er var 14 ára. Þyngdist hann á 3 mán. um 6.9 kg. og hækkaði um 0.7 cm. Þyngd og hæð jókst mest hjá 12 ára drengjum. Þyngdust þeir um 5.225 kg. að meðaltali og hækk- uðu um 2.2 sm. Hjá telpunum varð þyngdaraukningin mest hjá þeim, sem voru 11 ára, eða 5.9 kgr. Hækkunin varð mest hjá þeim 8 ára gömlu eða 2.6 sm. Sex af þessum bðrnum eru nú farin úr skóla og vegnar vel. 55 þeirra sækja enn skóla og eru hraust til heilsu. Ellefu sækja skóla undir lækniseftirliti, 4 sækja skóla öðru hverju, en eru Framsókn uppreistarmanna á Spáni stöövuö, segir í tilkynningiim síjópn- apinnar 1 Bapeelona. Prieto segir, ad sama hætta vofi yfir Frakklandi sem Kataloniu. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Barcelonafregnir herma, að lýðveldisherinn spænski hafi stbðvað hina hröðu framsókn uppreistarmanna nálægt Fraga, sem 160 flug- vélar uppreistarmanna gerðu harðvítugar loftárásir á í gær. Framsókn uppreistarmanna til Kataloníu er stöðv- uð, en stjórnin í Barcelona viðurkennir, að Katalonía sé í stórhættu. Bardagar eru ákaf lega harðir, en lið upp- reistarmanna er betur búið f allbyssum, skriðdrekum og flugvélum. Furðu mikil ró er í Bareelona, þegar tekið er tillit til þess hver hætta vofir yfir borginni og Kataloníu allri. Blöðin hvetja stjórnina til hinna róttækustu ráðstafana til þess að stöðva framsókn uppreistarmanna. Prieto hefir sagt í viðtali við blöðin: Meðan aðrar þjóðir senda oss samúðarrík orð og góðar óskir, fær óvinaherinn vopn og skotfæri í svo stórum stíl frá sínum vinum, að oss leik- Ur sterklega grunur á, að ekki eigi að nota þau gegn oss einum. Hergagnaflutn- ingarnir eru í svo stórum stíl, að eg hika ekki við að full- yrða, að öryggi Frakklands sé hætta búin. United Press. Manntjón ítala á Spáni. ítalir vara Frakka vid að senda her- lid til Spánar. London, 28. FÚ. 1 tilkynningu frá stjórn Fran- cos til stjórnarinnar á Italíu segir, að orustunum sem iátt hafi sér stað á Spáni undanfarnar vikur hafi 29 liðsforingjar og 253 óbreyttir liðsmenn ítalskir fallið, en 125 liðsforingjar og 1300 óbreyttir hermenn særst. Auk þess sé 33 manna saknað. t ítölsku blaði í gær voru Frakkar varaðir við að grípa inn í styrjöldina á Spáni vegna þess að það mundi hafa ófyrir- sjáanlegar afleiðíngar. í sama blaði er einnig minst á ræðu Chamberlain og sagt að italska stjórnin muni standa við það Ioforð sem hún gaf bresku stjórninni um að flytja ítalska sjálfboðaliða á brott frá Spáni þegar Frakkar og Rússar flytja sína sjálfboðaliða þaðan. Blaðið bætir þvi við, að þar sem að engir ílalskir hermenn hafi far- ið til Spánar nú i marga mán- uði, þá fari tala ítalskra manna sem berjast á Spáni sí-Iækkandi. Loks segir að ítalska stjórnin fylgist með banáttu vinstriflokk- heilsutæp, önnur fjögur hafa ekki getað sótt skóla vegna van- heilsu, en þrjú eru á berklahæli. Eitt barn er fatlað, hraust að öðru Ieyti, en sækir ekki skóla, og tólf eru nýkomin úr heima- vist og geta sótt skóla. anna í Frakklandi til þess að fá frönsku stjórnina til að aðstoða spánska lýðveldið- London, 17. mars. FÚ. Samkvæmt opinberri yfirlýs- ingu, sem gefin var út í kosn- ingaræðu í Austurríki í gær, munu dr. Sehusnigg og ráðu- nautar hans verða dregnir fyrir lög og dóm, fyrir það að hafa ætlað sér að hafa svik í frammi í sambandi við hið fyrirhugaða þjóðaratkvæði sem austurríska stjórnin boðaði til. Kínverjar sækja á. London, 27. mars. - FÚ. Frá Suður-Shansi-fylki i Kína berast þær fréttir, að kín- verski herinn sæki þar á, og að Japanir eigi á hættu að Kínverj ar nái aftur úr höndum þeirra allmörgum bæjum, sem þeir höfðu áður náð á vald sitt. SKEMDARVERK VIÐ BRESKAR HERNAÐARFLUGVÉLAR Einkaskeyti til Vísis. London, í morgun. Daiby Herald birtir þá fregn, að skemdar hafi verið fimm hraðfleygar sprengju- flugvélar, sem búið var að smíða handa breska loftflot- anum. Þetta var framið hjá Fairey flugvélafélaginu í Stockport. Allar rafleiðslur höfðu verið skornar í sund- ur. Leynileg rannsóknar- nefnd hefir verið sett á lagg- irnar til að hafa upp á söku- dólgunum. United Press. annaí psuod Reyk- víkingar á sKíðnm í gær. IKILL fjöldi bæjarmanna f ór út úr bænum í gær, til j þess að f ara á skíðum, og muuu fleiri hafa farið úr bænum í gær þessara erinda en nokkuru sinni, þegar skiðamótsdagarnir eru undanskildir. Svo sagðist formanni Skiðafélagsins, hr. L. H. Múller, frá í viðtali við Vísi í morgun. Um tíma í gær voru 60 bílar við skála Skíðafélags- ins, þar af 25 stórir, þegar flest- ir voru þar. Stórir bílar voru þá og viða á veginum. Um 800 manns munu hafa komið í Skíðaskála Skíðafél. Reykjavik- ur, en fjöhnenni var og við skála iþróttafélaganna og viðar. Skipskaðar og manntjón í Noregi. Oslo, 26. mars. Fiskiskúta frá Svotvær fórst í gær með f jögurra manna áhöfn. Frá Tromsö er símað, að fár- viðri mikið hafi geisað hvar- vetna í Norður-Noregi með ströndum fram og urðu mörg slys af og mikið tjón. Sextán menn hafa drukknað og óttast menn að ekki sé öll kurl kom- in til grafar. Á einni skútu, sem fórst, voru fjórir bræður og faðir þeirra. (NRP—FB). Landsinót skidamaima 27. mars. FÚ. Á landsmóti skíðamanna f Siglufirði hófst skíðagangan kl. 14 í dag. Veður var ágætt, hæg- ur suðaustan kaldi og lyngdi er á leið gönguna. Göngufæri varr sæmilegt. Hafði snjóað dálitið í nótt og var slóðin lögð aftur í morgun. Þegar leið á göng- una kom í ljós, að skiðamönn- um hafði ekki tekist að velja hentugan áburð á skiðin, þar eS færi breyttist meðan stóð a göngúnni. Gengnir voru ná.-^ kvæmlega mældir 18 km. Þátt- takendur voru 8 úr Skíðafélag- inu Siglfirðingur, 8 úr Skiðafé- lagi Siglufjarðar, 1 úr Skíðafé- lagi Reýkjavikur, 1 úr Ármanni, 1 úr íþróttafélagi ÓlafsfjarSait og 1 frá Einherjum á IsafirðL Fyrstur varð Magnús Krist- jánsson úr Einherjum, 1 klst. 37T mín. 21 sek. Annar varð Jón Þorsteinsson úr Skiðafélagi Siglufjarðar, 1 klst. 38 mín. 27 sek. Þriðji yarð Björn Blöndal' úr Skíðafélagi Reykjavíkur, 'Í klst. 39 mín. 7 sek. Fjórði varS Jóhann Sölvason úr Skiðafélag- inu Siglufirðingur, 1 klst. 41 mín. 3 sek. Fimti varð Jón Stef- ánsson, úr Skiðafélagi Siglu- fjarðar, 1 klst. 42 mín. 23 seld — Áhorf endur voru á að giska 1200—1300. Skíðastökkið hefst á morgun kl. 14, i Hvanneyrar- skál. Norsku sparisjóðirnir styrkja þjóðnytjafyrirtæki. Oslo, 26. mars. Oslo Sparebank hefir ákveð- ið að úthluta 205.000 kr. til nyt- samra stofnana, þ. á. m. er Nationalteatret, sem fær 25.000 kr. NRP. — FB. f Norski verklýðsflokkurinn gengur í alþjóðasamband socialista. Oslo, 26. mars. Niðurstaða atkvæðagreiðsl- unnar innan verkalýðsflokksins. norska um það, hvort han» skyldi ganga í socialistiska al- þjóðasambandið, varð sú, aS mikill meirihluti samþykti að sækja um upptöku í sambandiS. (NRP- — FB). Karlakór Akureyrar. Karlakór Akureyrar kom til Reykjavíkur á M.s. Dronning Alexandrine í gærmorgun. Efn- ir kórinn til söngskemtana hér i bæ og munu þær verða fjöl- sóttar, því að mikið orð fer af kórnum og er hann hér mörg- um að góðu kunnur. Söngstjóri er Áskell Snorrason. Kórinn syngur i Gamla Bíó annað kvöld kl. 7.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.