Vísir - 28.03.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 28.03.1938, Blaðsíða 3
V I S I R F ilaiherrai éébii IdeyrisástoDd. Hann boðar enn harðapi inn- flutningsliömliir jármálaráðherrann hefir nú opinberlega orðið að kann- ast við að ástandið í gjaldeyrismálunum sé nú hið hörmulegasta og landinu til skaða og vansæmdar. — • Það verður að teljast all- merkilegt að fjármálaráðherr- ann skyldi játa svo berlega, sem liann gerði á Alþingi á laugar- dag, að gjaldeyrishömlurnar hefði ekki náð tilgangi sínum, þvi undanf arið haf a flokks- menn hans sungið gjaldeyris- hömlunum lof og Framsóknar- flokkurinn beinlínis kent sig við gjaldeyrishömlurnar og nefnt sig „flokk innflutningshaft- anna". Svo ilt er ástandið orðið, að fjármálaráðherrann kvaðst í þingumræðunum vera knúður til að gera eftirfarandi ráðstaf- anir: Draga úr framkvæmdum, sem þurfa útlendan gjaldeyri, fá heimild Alþingis til að full- nægja lánsþörf ríkisins með innanlandsláni, draga úr öllum innflutningi til stórra muna, banna innflutning „óþarfa vara", takmarka innflutning á neysluvörum, athuga í samráði við bankana skuldir einstaklinga, ríkis eða stofnana erlendis. Eins og kunnugt er, hefir nefnd starfað að athugun gjald- eyrismálanna, að tilhlutun ráð- herrans og er verkefni hennar m. a. að athuga hina geigvæn- legu skuldasöfnun erlendis. Að þvi er f jármálaráðherrann sagði í þinginu mun vera reynt að útvega einhvern gálgafrest erlendis með því að breyta slyttri Iánum í Iengri lán. Um ráðstafanir þær, sem ráð- herrann boðaði, má segja, að í þeim er fátt nýtt og geta þær ekki talist annað en áframhald á þeim hömlum, sem undanfarið hafa verið í gildi. Þegar litið er á hvernig á- stándið hefir verið það sem af er þessu ári, er von menn spyrji um hvað orðið hafi af hinum nær 8 miljón króna hagstæða greiðslujöfnuði, sem talinn var við síðustu áramót. Þessi greiðslujöfnuður hefir verið aðalfjöðrin í hatti fjár- málaráðherrans og flokkurinn allur benti á þennan jöfnuð sem dæmi um hina prýðilegu f jár- málastjórn! En það hefir komið i ljós, að þessi „jöfnuður" var falskur — var pappírsjöfnuður og ástand- ið í gjaldeyrismálunum aldrei verið verra en nú. Þannig fer i fjármálum þess lands, þar sem reynslu og kunn- átíulausir menn ráða. Leiíað að grundvelli. RÁÐUM á brúðkaup að halda, bærinn er þönum á", orkti Hafstein forðum. Líkt má segja nú. Nýtt brúðkaup milli Alþýðuflokksins og Fram- sóknar er undirbúið af kappi. En nú þarf mikils við, þvi brúðguminn, Alþýðuflokkurinn, er nýkominn af skipbroti, og ákaf lega illa til reika. Vill hann ineð engu móti leggja í kosn- ingaróður að sinni, og hyggur sig mundu hjarna við, ef hann fengi að vera fyrir framan hjá Framsókn, þó ekki væri nema eitt ár. Verður þvi ekki neitað, að hann ber sig heldur vesald- arlega, og gengur nú ef tir drós- inni með grasið í skónum. Er risið á makka hans sýnu lægra en í fyrra hjónabandinu, því þá mátti Framsókn ekki um frjálst liöfuð strjúka fyrir honum. Það var enginn timadagur fyrir Alþýðuflokkinn, þegar hann setti Harald við stýrið á stjórnarskútunni. Hefir fleytan legið undir áföllum alla stund síðan. Vegsemdin steig þessum stýrimanni svo til höfuðs, að hann gat að lokum í hvorugan íótinn stigið fyrir ofmetnaði, en var þó alla þessa stund ginninga- fífl eins hásetans, Vilmundar Jónssonar. Óhamingjan hófst með kappsiglingunni móti kommúnistum, sem endaði með þvi, að þúsundir kjósanda gengu úr slciprúmi frá socialist- um yfir til sjálfstæðismanha, en kommúnistar sigldu hraðbyri inn á Alþingi með þrjá menn á kostnað Alþýðuflokksins. Næst var það, er Vilm. Jóns- son narraði Harald út i dósents- málið. Þá var ofmetnaðar-upp- blástur mannsins orðinn ná- kvæmlega eins og Vilmundur þurfti á að halda, til þess að stæla hann upp í það ófremdar- verk. Lenti gremja almennings og fyrirlitning út af því máli að miklu leyti á flokknum. Þriðja áfallið hlaut flokkur- inn, er stafnbúa hans, Héðinn, tók út, og að því er menn hyggja, meiri hluta hásetanna. Þannig undirbúinn lenti flokk- urinn enn i kappsiglingu við kommúnista út af togaradeil- unni, og endaði sú sigling með því, að Haraldur hleypti til . .-. - ... brots og valt út úr stjórninni. Þannig útleikinn af Haraldi, og hans illa anda, Vilmundi, þorir flokkurinn ekki fyrir sitt litla líf út i kosningar. Stendur hann því á biðilsbuxunum frammi fyrir þeirri fráskildu. Og nú er leitað að grundvelli undir nýjan stjórnarhjúskap. Morgunfundir eru haldnir, kvöldfundir eru haldnir, og næturfundir eru haldnir. En það finst enginn grundvöllur, sem vogandi sé að sýna kjós- öndum beggja. Grundvöllur er að sönnu til, þvi hvorir tveggja stefna að sama marki. ríkis- rekstri og lýðkúgun (sem þeir kalla skipulagningar). Þann grundvöll mundu Alþýðuflokks- menn vilja birta. En Framsókn þorir það ekki. Matarpólitíkin er líka sá grunnur, sem báðir ætla að byggja á, og á þeim grunni hefir heimili þeirra staðið alla þá stund, er þeir hafa haft einn arinn í löglegri og ólöglegri sambúð. En það mundi alþýðan tæplega geta viðurkent viðun- anlegan málefnagrundvöll. Já, það er leitað að stjórnar- samvinnugrundvelli dag og nott. Framsókn er hálfhrædd við það að drepa i fjórða sinni vinnulöggjöf fyrir sjálfstæðis- mönnum. Sú þjónustusemi hennar við kommúnismann hef- ir vakið mikla tortrygni og óá- nægju í sveitabygðum landsins. En sósar skjálfa allir á beinun- um, ef á vinnulöggjöf er minst. Þeir óttast samkepnina frá hendi Héðins og Einars Olgeirs- sonar. Það má með sanni segja, að það sé mesta hunda lif, sem þessir fyrverandi og tilvonandi samherjar lifa þessa dagana. Sósarnir skjálfandi fyrir kosn- ingalikunum. Þurfa frest fram yfir Alþýðusambandsþing, svo þeir geti séð hvernig heimtist, hvort flokkurinn er liðinn und- ir lok, eða hjarir enn. — Fram- sókn getur hinsvegar ekki verið einsömul. Hún veit, að biðillinn til vinstri er af hennar kyni. En hann er svo dauðans illa til reika og litilfjörlegur, að óvist er að við hann megi hlíta. Og svo bætist það ofan á alt Fólksflutningar í stórum stíl frá Evrópu til Suður- Ameríku byrja bráðlega ¦ Ráðstefna í Genf um fólksflutningamálin, É sem eru einhver hin vandasömustu úrlausnar : allra þeirra, sem nú er leitast við að f inna við- ¦ unandi lausn á. fjað er kunnara en frá þurfi að segja, að á síðari tímum, hafa ýms ríki, sem áður tóku árlega við fjölda innflytjenda frá, Evrópulöndum, takmarkað svo mjög tölu innflytjenda, að heita má, að víða sé um lítinn sem engan innflutning fólks að ræða miðað við það, sem áður var. Ber þar fyrst að nefna Bandaríkin, sem áður fyrri tóku við innflytjendum svo tugum þúsunda skifti árlega frá sum- um löndum, t. d. Italíu. En Bandaríkin eru ekki eina land- ið, sem hefir takmarkað inn- flutning fólks. Bresku sjálf- stjórnarrikin hafa einnig gert það, og þött breskir meun og konur hafi haft betri skilyrði til þess að fá innflutningsleyfi i þessum löndum, hefir Bretum sjálfum þótt takmarkanirnar bitna alt of hart á sér. En nokk- uð hefir nú liðkast til í þessum efnum, a. m. k. að þvi er Ástra- líu snertir, og er búist við, aS fólksflutningar hefjist þangaS i stórum stíl áður langt líður. Það, hversu ströng fyrirmæli voru tekin upp i þessum efnum í löndum, þar sem innflutningur fólks var lítt takmarkaður áð- ur, olli og veldur enn miklum erfiðleikum í Evrópu. Þegar skyndilega stöðvuðust allar út- flutningsleiðir — jafnframt því, sem krepputímar skullu á — komu ótal erfiðleikar til sög- unnar. Þrengslin heima fyrir eru ein meginorsök þeirrar óánægju, sem þær þjóðir eiga við að stríða, sem ávalt eru sak- aðar um ágengni, svo sem Ital- ir og Japanir. Italir tóku til sinna ráða og lögðu undir sig Abessiniu, meðfram af þvi, að þeir telja sér lífsnauðsyn að hafa aðgang að landi, þar sem þeir geta komið fyrir fólki, sem þeir vita ekki hvað við á að gera heima fyrir. Þá hefir það og aukið vandræSi af þessu tagi, aS siSan er einræSisstefnunni óx fylgi og hún varS ofan á í mörgum löndum, hafa Gyðinga- ofsóknir færst í aukana i ýms- um löndum, Rússlandi, Pól- landi, Þýskalandi og nú seinast í Austurríki. Hafa GySingar i tugþúsundatali flúiS þessi lönd. Margir GySingar hafa sest að í Gyðingalandi, að vísu, esir Iandnám Gyðinga þar hefir, sem kunnugt er, valdið ó- eirðum og vahdræSum, og hefir því ekki veriS hægt að koma eins ihörgum Gyðingum þar fyrir og upphaflega var ráð- gert. ER SUÐUR-AMERÍKA FRAM- FR AMTlÐARL ANDIÐ ? Þannig spyrja nú margir. SuSur-Ameríka hefir ekki selt eins þröng skilyrði fyrir inn- flutningi fólks og i gildi hafa verið undanfariii ár í Banda- ríkjum Norður-Ameriku. En Suður-Ameríkuríkin, sem -vaf a- laust geta enn tekið við miklum fjölda innflytjenda, vilja ekki skipulagslausan innflutning. Þess vegna sendu Suður-Ame- ríkuríkin fulltrúa á ráðstefnu þá um fólksflutningamálin, sem haldin var í Genf, að tilhlutan Verkalýðsmálaskrifstofu Þjóða- bandalagsins. I ráðstefnunni tóku þátt fulltrúar frá sjö Suð- ur-Ameríku-lýðveldum og átta ríkjum, sem vilja koma svo ár sinni fyrir borð, að þau geti sent landnema i stórum stíl til SuS- ur-Ameríku. MeSal þessara ríkja er Japan, en i Bandaríkjunum hafa þeim veriS settir þrengri kostir en öðrum þjóðum og það hefir mjög spilt sambúð Japana og Bandarikjanna. Raðstefnan hafði aðallega með höndum að athuga hvern- ig greiða mætti fyrir þeim, sem vildu nema land í Suður-Ame- ríku, enda eru það slíkir inn- ftytjendur, sem eftir 6r sóst. Hvorttveggja var tekið til ná- kvæmrar athugunar, skilyrðin til þess að setja þá niður við jarðrækt, og hversu greiða mætti fyrir þeim til þess að komast til hins nýja lands. SuSur-Ameríkuríkin, sem þátt taka í ráðstefnunni eru: Argentina, Bolivia, Brazilia, Chile, Ecuador, Uruguay og Venezuela, en „útflytjenda— ríkin, auk Japans: Austurriki, Ungverjaland, Pólland, Sviss- land, Tékkóslóvakia, Jugo- slavika, Holland og Belgía. Á NÝJUM GRUNDVELLI. Alþj óðaverklýðsmálaskrif - stofan leitast við að finna lausn á þessum málum á nýjum grundvelli. Sérfræðingar skrif- stofunnar hafa lengi haft þessi mál til athugunar, með það fyrir augum, að hafist verði handa um fjárhagslega og „tekniska" alþjóðasamvinnu til þess að koma þessum málum i sem best horf og svo, að allar hlutaðeig- andi þjóðir megi sem best við una. Vert er að geta þess, að áriS 1936, héldu SuSur-Ameríku-lýS- Hér með tilkynnist ættingjum og vinum, að ekkjan, Mapia Gísladóttir, andaðist að hehnili sínu, Grjótagötu 14 B, laugardaginn 26. þ. m. — Vilhelmína Jónsdóttir Alfred Þórðarson, Theódóra Eyjólfsdóttir. Vegna jardapfapap verðup bank- iim lokaður midvikudaginn 30. mars. Til athugunar skal það tekid fram, að þeip víxlap, sem falla í gjalddaga 28. maps, verða að gpeiðast þpiðju- daginn 29. mars til þess ad komast hjá afsðgn. — Útvegsbanki íslands li-f. M. Jean Haupt, frakkneski sendikennarinn, sem hér dvelst i vetur við Há- skóla Islands, hefir skrifað grein um Island i frakkneska blaðið „La Bourgogne" og fylgja henni þrjár ágætar myndir, ein af tjörninni og Stúdentagarðin- um, önnur af dómkirkjunni og Alþingishúsinu og sú þriðja af íslenskum hesti. I blaðinu seg- ir, að fyrrverandi kennari M. Jean Haupt hafi beðið hann að skrifa sér um Island. 1 upphafi greinar sinnar lýsir M. Haupt tilfinningum ferðamannsins á leið til hinnar dularfullu sögu- eyjar, komunni- til Reykjavik- ur, bænum sjálfum, hinu gámla og nýja sem hér þróast hlið við hlið, hinu frumstæða og hinu nýjasta á sviði tækninnar. Hann dáist mjög að sundhöllinni, sem hann telur vafasamt að eigi sinn lika í Frakklandi. Þar næst snýr hann sér aS þvi aS lýsa Há- skólanum, sennilega minsta há- skóla í heimi, SlúdentagarSin- saman, að enginn grundvöllur finst, til þess að byggja á hinn nýja ráðahag. PRENTMYNDASTQFAN L E I PTII R Hafnantrœti 17, (uppi), býr til 1. floklts prentmyndir. Sími 3334 um o. fl. Hann minnist með að- dáunai'orðum á hvernig nátt- úruöflin verði hagnýtt hér (hitaveitan), Reykjavík verSi „reyklausa höfuSborgin" og hin nýtískasta allra i því tilliti. Þá drepur hann á tískuna, mót- setningarnar, er hér geti aS lita: Peysuföt og ParísarmóS! — Að lokum lýsir hann lit- skrúði vetrarkvöldsins og þung- lyndisblæ hins norræna skamm- degis. (FB.). . Áhöfn af selveiðara bjargað. Oslo, 26. mars. EftirlitssMpiS Fridtjof Nan- sen bjargaði í gær áhöfninni af selveiðaranum Isfjell, sem ótt- ast var um, en skipsmenn höfðu farið yfir i selveiðarana Fur- enak og Hisö. — Ef tirlitsskipiS Ieitar aS selveiSaranum. (NRP. — FB.). veldin ráSstef nu meS sér til þess að ræða þessi mál. Var sú ráð- stefna haldin i Chile (Santiago) og var þar tekin ákvörðun um, aS fara fram á þaS viS Verk- lýðsmálaskrifstofuna, að hún rannsakaði þetta mál frá rót- um, frá sjónarmiöi þeirra rikja, sem þurfa að flytja fólk úr landi og koma þvi svo fyrir, að það geti sest að i öðru landi að fullu og öllu. MARGRA ÁRA KYRSTABA. Alþ j óðaverklýðsskrif s tof an hafði áður haft þessi mál með höndum, en vegna erfiðleika af völdum kreppunnar fékk skrif- stofan lítið sem ekkert aðhafst. Kreppan dró mjög úr skilyrð- unum til alþjóðlegrar samvinnu í því augnamiði að greiða fyrir fólksflutningnum (flutningum verkamanna) landa milli. Hvar- vetna að kalla var alt gert, sem unt var til þess að koma i veg fyrir, að verkalýður flyttist inn frá öðrum löndum, en Verka- lýðsskrifstofan hélt þó áfram athugunum sinum, til þess að geta veriS reiSubúin aS hafa á- hrif á gang þessara mála, þegar skilyrSi voru aftur fyrir hendi til þess, aS fá þjóSirnar til þess aS gera meS sér samkomulag um hvernig þessum málum skyldi haga. HIN NÝJÁ STEFNA. Á ráSstefnunni i Santiago var bent á hvaSa leiSir skyldi fara í þessum málum — og m. a. bent á nauSsyn þess, aS athuguS væri landnámsskilyrðin i hverju því landi, sem gæti tekið viS innflytjendum. Þess vegna var nefnd manna send vestur um haf 1936 og fór hún til Brazilíu, Uruguay og Argentinu, og at- hugaSi meS aSstoS, sérfróðra þarlendra manna skilyrðin til landnáms fyrir innflytjendur frá Evrópu. Skýrsla þessarar nefndar var svo send VerkhjSs- málaskrifstofunni. Samkvæmt þessari skýrslu og síðar alk<= herjarskýrslu um þessi mál frá Verklýðsmálaskrifstofunni var- augljóst, að aftur var svo kom- ið, að nokkur lönd voru reiðu- búin til þess að taka viS iiiiv- flytjendum i allstórum stil. Hinsvegar var ekki nema aS litlu leyti gengiS frá því hvernig haga skyldi landnámi þeirra og greiða fyrir þeim að flytja til hins nýja lands og setjast þar að. Var síðan málið tekið upp við þær ríkisstjórnir, sem vitað var að höfðu mestan áhuga fyrir málinu, og eftir árs bréfa- skriftir og athuganir, hófst svo ráðstefnan um þessi mál, sem aS framan hefir vcriS um rætt. í Genf, í Iok febrúarmánaöar. ÞaS eru taldar miklar iikur til, að árangurinn af þessari raSstefnu verSí sá, aS skipu- lagsbundnir fólksflutningar i allstórum stíl hef jist áSur langt hður frá Evrópu til Suður-Ame- riku, lýðveldisríkjunum þar og hinum ýmsu Evrópuríkjum til? góSs á marga lund,.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.