Vísir - 30.03.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 30.03.1938, Blaðsíða 2
V I S I R VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Bitstjóri: Páll Steingrímsson. Skrifstofa I í Austurstræti 12. •t afgreiðsla J Siatr: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 VerS 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Sjálfstæðis- menn og útgerðin Yfirlýsing sú frá Sjálfstæðis- flokknum í bæjarstjórn, sem birt er á öðrum stað i blaðinu í dag verður að sjálfsögðu lögð fyrir næsta bæjarstjórnarfund og samþykt þar af þeim sama meirihluta, sem sent hefir hana frá sér, hvað sem liður undir- tektum fulltrúa rauðu flokk- anna. Með þessari yfirlýsingu hafa sjálfstæðismenn markað það skýrt livað þeir vilja gera fyrir útgerðina og eins og hún ber með sér eru aðgerðir þær, sem sjálfstæðismenn samþykkja að fylgja fram, faldar sumpart í afnámi á gjöldum útgerðarinn- ar til bæjarsjóðs og sumpart í lækkun shkra gjalda um helm- ing. Á síðasta þingi lofuðu stjórn- arflokkarnir afnámi kola- og salttolls til útgerðarinnar á salt- fiskveiðum, ef bæjarfélög veittu tilsvarandi aðstoð. Raunar tóku þessir sömu flokkar í sama tíma „gjöf“ sína til baka með því að hækka aðra tolla og meira til. En þessi af- sláttur á kola- og salttollinum hefir ekki enn komið til fram- kvæmda vegna þess að rikis- stjórnin heíír nórið það fyrír sig að svar hafi ekki komið frá bæjunum við því hvað þeir vildu leggja útgerðinni á móti. En nú hefir Reykjavík gefið sitt svar. Ráðstafanir þær, sem yfirlýsingin felur í sér, eiga að koma til framkvæmda þegar eftir að formlegt samþykki er fengið á bæjarstjómarfundi, en sýni það sig að ríkisstjórnin ekki uppfylli sínar skyldur gagnvart þessum atvinnuvegi, þá telur bærinn sig óbundinn um áframhald þessara ráðstaf- ana útgerðinni til léttis. Eins og kunnugt er, er gert ráð fyrir að samþykt verði á yfirstandandi Alþingi ,að skipa nefnd til að rannsaka hag út- gerðarinnar. Ef til vill má ganga út frá, að þinghald það, sem nú stendur, fái naumast á- orkað meiru en samþykkja slíka nefndarskipun, en síðan er alt starfið eftir. Sjálfstæðismönnum í bæjar- stjórn er liinsvegar alveg ljóst, að án opinberra ráðstafana til að létta undir með útgerðinni, verður ekki komist, og þeir þurfa enga nýja nefnd til að færa sér heim sanninn um þessa nauðsyn, og vilja á engan liátt láta nefndarskipun ríkisstórn- arinnar tefja fyrir því að bæj- arfélagið geri sitt til að létta byrðum af útgerðinni. En sýni það sig hinsvegar, að ríkið noti sér aðeins eftirgjafir Reykjavíkurbæjar til að mjólka þess meira fé frá útgerðinni til sín, þá mun meiri hluti bæjar- stjórnar, sjálfstæðismenn, líta svo á, að til lítils sé barist og að tilganginum með afléttingu gjalda á útgerðinni sé ekki náð. Útgerðarmenn eru mjög á- nægðir með þær undirtektir sem kröfur þeirra um kjarabæt- ur til handa útgerðinni liafa fengið með yfirlýsingu sjálf- stæðismanna í bæjarstjórn. Þeir telja það stórmikinn feng fyrir útgerðina að verða útsvars- frjálsa í næstu 5 ár eða að fá gjöld þau önnur, sem talin eru lækkuð um helming. Verði und- irtelctir rikisstjórnarinnar til- svarandi mun mega líta bjart- ari augum á framtíð útgerðar- innar en nú. Sjálfstæðismenn hafa nú varðað veginn til endurreisnar böfuðatvinnuvegar vors. En liefir rikisstjórnin þann sama skilning á hagsmunum útgerð- arinnar og sjálfstæðismenn? — Raunar má segja, að eftir reynslu undanfarinna ára sé þess naiimast að vænta, en al- vara yfirstandandi tíma veitir þó nokkrar líkur fyrir því að ábyrg ríkisstjórn muni koma auga á hver skylda hennar er gagnvart höfuðatvinnuvegi landsmanna. ERLEND VÍÐSJÁ: LANDVARNIR ÍSJSiaW!-'"'- , •• '•’WRSSKSBB ASTRALÍUMANNA. Þegar Lyons var kominn til valda eftir kosningarnar s.l. haust var tekið til óspiltra málanna í Ástralíu, að koma landvörnum í betra horf, enda voru þær eitt af þeim málum, sem Lyons lofaði að beita sér fyrir, ef hann bæri sigur úr býtum í kosningunum. HiS svo kallaÖa ástralska landvarnaráð hefir aftur tekiS til starfa og hefir þaS nána samvinnu viS bresku stjórnina. Er í ráSi aS koma upp hergagnaverksmiSjum í Ástralíu cg skipuleggja iSnaSinn í land- inu þannig, aS meS stuttum fyrir- vara sé hægt að taka verksmiðjur landsíns til aínota í þágu vígbún- aSarins. Ennfremur verSur land- her, flugher og sjóher Ástralíu tnikiS aukinn. Þegar búiS er aS koma þessum áformum áleiöís batnar hernaSarleg aSstaöa Breta- veldis mjög mikiS, en þaS er beygurinn viS ágengni Japana, sem mjög hefir ýtt undir þessar framkvæmdir. Ástralíubúar telja mikla og lcnýjandi nauSsyn aö efla flug- herinn sem mest, enda er strand- lengja álfunnar 12.000 enskar mílur og Ástralía er aS flatarmáli 25 sinnum stærri en Bretland. í- búatala Ástralíu er nú 6.750.000. Liggur í augum uppi, þegar lega landsins og allir staShættir eru at- hugaSir, aS ef til árásar á þaS kæmi, verSur aSallega aS reiöa sig á flugliS og flota til varnar. FlugstöSvum er veriS aS koma upp víöa um álfuna og í lok yfir- standandi árs er svo ráS fyrir gert, aS flugherinn ástralski hafi 200 nýjar, fyrsta flokks hernaSar- flugvélar. FlugvélaverksmiSja er fyrir nokkurU tekin til starfa í Melbourne og gert ráS fyrir, að þar verSi smíSaSar 100 flugvélar á næstu mánuöum. Þá er unniS aS framleiöslu skriðdreka, brynvar- inna bifreiSa og ýmissa tækja annara, sem mikil þörf er fyrir í r.útímahernaSi. Uppreistarmenn sækja að Lerida úr þrem áttum. Spánarstjórn lireinsar til innan lögreglunnar. ÞJÓÐVERJAR SETJA GLÆSI- LEGT LANGFLUGSMET. London, 29. mars. FÚ. Þýsk sjóflugvél lagði af stað á sunnudaginn var frá Þýska- landi í flug til Buenos Ayres. Hún lenti í dag lieilu og höldntt í Paranagua, um 800 kílómetra suður af Rio de Janiero. Með þessu flugi hefir tekist að setja nýtt met í langflugi sjóflugvéla. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Barcelonastjórnin hefir ákveðið að koma saman reglulega, daglega, í þessari viku vegna þess hve illa lítur út á vígstöðvunum í Aragoniu. Talsmaður stjórnarinnar hefir lýst því yfir, að víggirð- ingunum umhverf is Barcelona verði hraðað eftir mætti. Þá lýsti hann því yfir, að stjórnin myndi hefja sam- vinnu við syndikalista og auk þess hefði stjórnin í kyggju að hreinsa til meðal æðstu manna lögreglunnar. Tíu loftárásir hafa verið gerðar á hafnarborgir við Miðjarðarhafið undanfarna tvo sólarhringa. .. Frá Saragossa berast þær fregnir, að uppreistarmenn sæki að Lerida frá þrem hliðum. Þeir hafi tekið borg- ina Monzon við Cincafljótið og fyrir bragðið ráði þeir yfir járnbrautinni á milli Saragossa og Lerida. Upp- reistarmenn hafa einnig farið yfir Cincafljótið á mörg- um öðrum stöðum og séu búnir að koma sér svo vel fyrir á vinstra árbakkanum, að þeir verði ekki hraktir þaðan nema með miklu manntjóni þeirra er á sæki. United Press. London, 29. mars. — FÚ. Þó að uppreistarmenn á Spáni haldi áfram að telja herjum sínum sigur á Aragoniuvíg- stöðvunum heldur stjórnin því fram í tilkynningum sínum í dag, að hersveitum hennar hafi tekist að hefta framsókn upp- reistarmanna á nokkurum stöðum. Hinsvegar heldur sókn uppreistarmanna áfram nyrst á víglínunni. Þá heldur stjórnin því fram í dag, að árás uppreist- armanna á Fraga hafi verið hrundið, en uppreistarmenn töldu sig fyrir nokkuru hafa tekið þá borg. Enska blaðið Daily Herald birtir í dag grein þar sem mikil áhersla er lögð á það, að gera enda á styrjöldinni á Spáni. Blaðið endar grein sína á því, að hvetja Franco til þess að gera vopnahlé áður heldur en búið sé að leiða meira böl yfir landið því að það muni ekki vera ósk lians að ríkja yfir kirkjugarði. LRP, 29. mars. — FÚ. Liðsforingjar í her spænsku stjórnarinnar, sem staðið hafa fyrir vörninni við Fraga liafa í dag gefið út opinbera tilkynn- ingu þar sem segir á þessa leið: „Einu sinni ennþá hafa menn vorir í hinum allra alvarlegustu kringumstæðum sýnt, að þeir þekkja skyldu sína, og að þeir eru að rita með blóði sinu frels- issögu Spánar“. Fjögur hundruð þúsund sjálf- boðaliðar eru nú að byggja víg- girðingar á bak við herlínuna og umhverfis Barcelona. JAPANIR HEFJA GAGN- ÁRÁSIR. London, 29. mars. FÚ. Japanski herinn hefir gert gangárás við Tientsin Pukow járnbrautina, og segir svo í til- kynningu japanska hersins að hann liafi bókstaflega afmáð hinar kínversku hersveitir sem þar voru til varnar og tekið tvær borgir, aðra við járnbraut- ina, og hina nokkuð vestur af lienni. Her Rínverja hörfar nú undan á þessum slóðum. Báðir senda varalið til styrktar her- sveitum sínum þar. w T" * 'Z'kfrr Olíumálin í Mexico. Ríkisþingiö kallað saman. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Frá Mexico City er símað, að Cardenas forseti í Mexico hafi kallað saman ríkisþingið til aukasetu, út af olíumálunum. Eins o,g áður hefir verið um símað voru eignir erlendra olíu- félaga teknar eignarnámi út af kaupkröfum, sem olíufélögin vildu ekki ganga að. Þessu hafa Bretar og Bandaríkjamenn strengilega mótmælt og hyggja á gagnráðstafanir. Hefir Car- denas því eigi séð sér annað fært en kalla saman þingið til þess að athuga þessi mál. Mun stjórnin fara fram á, að þingið heimili henni lántöku á alþjóð- legum peningamarkaði til greiðslu á eignunum. — Stjórn- málaerindrekar Bandaríkjanna leitast við að fá vinsamlega lausn á deilu Mexico og Banda- ríkjanna út af þessum málum. United Press. SJálfistædisflokkuFinxi í bæj- arstjórn Reykj avíkup léttir byrðap togaraútgeTðapininap. M eiri hluti bæjarstjórnar Reykjavíkur, Sjálfstæð- ismennirnir, sendu í gær, gegnum Frétta- stofu blaðamanna, út svohljóðandi yfirlýs- ingu: Þar sem Sjálfstæðisflokkurinn í bæjarstjórn Reykja- víkur telur þjóðarnauðsyn, að botnvörpuskipaútgerð verði komið á tryggan f járhagslegan grundvöll, og full- víst má telja að fyrirhuguð rannsókn á hag útgerðar- innar leiði í Ijós, að það verði ekki gert án sérstakra opinberra ráðstafana, þá lýsir flokkurinn yfir því, að hann muni, til þess að Reykjavíkurbær láti ekki sitt eftir liggja í því skyni, nú þegar beita sér fyrir eftirtöldum ráðstöfunum: Botnvörpuskipaútgerð verði með lögum undan- þegin útsvarsskyldu til bæjarsjóðs um 5 ára bil. Lækkuð verði um 50% vörugjöld til Reykja- víkurhafnar af þelstu nauðsynjum (kolum, salti), sem notaðar eru til útgerðar botnvörpuskipa frá Reykjavík, svo og vörugjöld af útfluttum fram- leiðsluvörum skipanna. Ennfremur verði lækkuð um 50% skipagjöld af botnvörpuskipum til hafnarinnar og verði á vatni til þeirra, enda verði skiþin gerð út frá Reykjavík og Reykvíkingar sitji fyrir um skiprúm á þeim. Allar þessar ráðstafnir verði bundnar þeim skilyrð- um, að ríkið létti undir með útgerðinni af sinni hálfu, svo að viðunandi sé, og að á meðan þær standa verði öllum arði útgerðarinnar varið til eflingar henni sjálfri. Reykjavík, 29. mars 1938, í umboði Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Reykjavíkur. JAKOB MÖLLER. NÝJAR aftökur í rúss- LANDI. London, 29. mars. FÚ. Frá Moskva kemur fregn um það í dag, að nítján menn hafi verið teknir af lífi í Kazakhstan fyrir launráð. Tveir voru hátt- settir embættismenn og höfðu gegnt hinum mestu trúnaðar- störfum í þágu Sovét-lýðveld- anna. T. d. Kútembetow, fyrverandi forseti Kazakhastan lýðveldis- ins. Hinir voru þektir stjórn- málaleiðtogar í heimalandi sínu. Voru þeir dæmdir til dauða af herrétti eftir að þeir höfðu ját- að sig seka um að liafa unnið að þvi að gera Kazaklistan viðskila við Sovét-veldið og koma því undir vernd erlends ríkis. Rétt- arhöldin gegn þessum mönnuni voru leynileg og fóru fram á meðan réttarhöldin í Moskva stóðu yfir. Bílstuldupinn. Eins og sagt var frá í Vísi í gær var bilnum R 530, eign A. J. Árnasonar, húsgagnasmiðs, stolið i fyrrakveld. V'ar bilsins leitað þá um kveldið og í gær en árangurslaust. í gærkveldi fanst bíllinn svo loksins. Til- kyntu verkamenn er voru að vinnu í Herðubreiðarporti, að þeir hefði séð bíl falinn þar í portinu, og er betur var að gáð var það bíll Árna. HÆFÐI MARKIÐ. • Myndin hér a‘S ofan er af tundurspilli stjórnarinnar, Lepanto, sem skaut beitiskip uppreistarmanna,. Baleares, í kaf fyrir skemstu, meh tundurskeyti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.