Vísir - 30.03.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 30.03.1938, Blaðsíða 3
VISIR Jon Baldvinsson bankastjóri. I, Síðan í júnímánuði í fyrra hafa fjórir kunnir stjórnmála- menn þjóðarinnar gengið veg allrar veraldar. Mun það ó- venjulegt lirun á svo skömmum tima. Meðan harist var um hylli kjósanda og traust fyrir síðustu alþingiskosningar, féll snögglega í valinn einn af frambjóðöndun- um, sira Sigfús Jónsson, kaup- félagsstjóri á Sauðárkróki. Var hann ný lagður af stað í orra- liríðina og má því um liann segja, að fallið liafi á sjálfum vigvellinum — og þó að visu áður en saman sigi fylkingar. Næstur varð á vegi hins „slynga sláttumanns“ Jón hankastjóri Ólafsson, en þá Magnús Guð- mundsson, fyrrum ráðherra. Og loks var héðan kvaddur að- faranótt 17. þ. m. Jón Baldvins- son, bankastjóri. — Margt var gott um menn þessa alla, og var hver um sig mikils metinn i sínum flokld. Jón Baldvinsson fæddist 20. desemher 1882 að Strandseljum í Ögurhreppi við ísaf jarðardjúp. Voru foreldrar hans Baldvin Jónsson, hóndi þar, og kona hans Halldóra Sigurðardóttir, bónda í Hörgshlíð Hafliðason- ar. Mun Jón hafa haft liug á því i æsku, að ganga hinn svo nefnda „skólaveg“, en af því gat ekki orðið, sakir fjárskorts. En prýðilega mun hann hafa verið til lærdóms fallinn. —- Úr foreldrahúsum fór hann alfar- inn 15 vetra gamall (1897). Hélt þá til ísafjarðar og gerðist prentnemi þar, í prentsmiðju þeirri, sem hinn þjóðkunni at- liafnamaður og þingskörungur Skúli Thoroddsen, ritstjóri Þjóðviljans (1887-1915) átli þá og starfrækti lengi síðan — á ísafirði, Bessastöðum og hér í Reykjavík. Skúli Thoroddsen fluttist að Bessastöðum 1901, hóf þar bú- skap og liélt áfram útgáfu Þjóðviljans. Fór Jón Baldvins- son með honum suður þangað og stundaði þar iðn sína, uns hann fluttist hingað (1905) og gerðist prentari í „Gutenberg“. Vann liann þar óslitið til 1918, er honum var falin á liendur forstaða Alþýðubrauðgerðar- innar. í aprílmánuði 1930 varð J. B. einn af þremur forstjórum Út- vegsbankans, er gengið liafði verið af íslandsbanka dauðum. Forseti Alþýðusamhandsins var hann kjörinn árið 1916 og end- urkosinn æ síðan. Þingmaður Reykvíkinga af hálfu Alþýðu- flokksins varð hann 1921 (til 1926), en eftir það landkjörinn þingmaður. Síðuslu árin (1935 —1938) var hann forseti sam- einaðs Alþingis. Kosinn var hann í Dansk-íslenska ráðgjaf- arnefnd 1927 og síðar, í Þing- vallanefnd 1928 og mörg önn- ur trúnaðarstörf voru honum í liendur fengin. í bæjarstjórn Reykjavíkur átti hann sæti eitt kjörbil (1918—1924). Jón Baldvinsson lcvongaðist árið 1908 ungfrú Júlíönu Guð- mundsdóttur, bónda í Jafna- skarði í Stafholtstungum, Auð- unssonar. Lifir hún mann sinn ásamt einkasyni þeirra, Baldvin lögfræðingi. Alþýðuflolckurinn hefir mik- ils mist i fráfalli Jóns Baldvins- sonar. Hann var efalaust lang- mestur stjórnmálamaður þar í sveit og að mörgu liið besta til foringja fallinn. Hann var gæt- inn maður og gerhugall, eðlis- vitur og langsýnni miklu en al- ment gerist, gæddur i ríkum mæli hyggindum þeim sem í liag koma, lipur samningamað- ur og stýrði málefnum flokks síns af skynsemd og liagsýni, en stundum mun hann hafa verið horinn ráðum og fór þá einatt ver. Kallaður var hann af sum- um undirhyggjumaður, afslepp- ur nokkuð og liáll, ef þvi var að skifta, kunni manna best þá list, að leika fimlega tveim skjöldum. Þykir slikt ekki saka og er jafnvel með kostum talið, er svo háttar, að setið er að ref- skák stjórnmálanna og eng- inn trúir öðrum til fullrar hlitar. Engi var hann hávaða- maður að eðlísfari, fór sér löng- um hægt og rólega — þó að út af því gæti brugðið — og þótti „sígandi lukka“ best, jafnt í þjóðmálum sem öðru. U tan s t j órnmála-þvargsins var Jón liinn Ijúfasti maður, hollráður og hjálpsamur, hleypidómalaus og manna prúðastur, gamansamur og skemtinn i viðræðum, tryggur og vinfastur. Lét og htt á sér íesta, þó að gamlir kunningjar viki kuldalega að honum á op- inherum vettvangi, hafði gam- anyrði á reiðum höndum, er fundum bar saman, vék talinu frá dægur-þrasi og flokka-styr, þótti gott að leggja af sér í bili hinn pólitíska stakkinn og gera sér glatt í sinni við sameiginleg- ar minningar frá þeim dögum, er „lífið var miklu skemtilegra en nú“, eins og þá var stund- um að orði komist. Síðustu árin var heilsa hans svo alvarlega biluð, að hann mun sjaldan eða aldrei hafa á heilum sér tekið. Honum mun hafa verið Ijóst, að skjótlega gæti liúmað „undir hinsta kvöld“ í þessu lífi, og eins hitt, að eitthvað kynni að mega fresta „vistaskiftunum“, ef al- gerrar hvíldar væri leitað um sinn og þvi næst horfið að fullu úr harki og hjaðningavigum stjórnmálanna. — En hann fór ekki að því, hlífði sér hvergi og vann meðan dagur entist. P. S. Síðan Jón heitinn Baldvins- son andaðist er búið að skrifa margt um hann, og það hefir alt verið á einn veg, að öll trúnað- arstörf lians og afköst hafa ver- ið talin upp, og að verðungu borið á það mikið lof, hvernig honum fór það alt úr hendi. Þetta er maklegt og skylt, en eg get elcki neitað því, að mér finst eins og maðurinn sjiálfur hafi í frásögnunum liorfið bak við af- köstin, svo að lítið glitti í hann fyrir þeim. Það er ekki nema eðlilegt, að mönnum hafi orðið langstarsýnast á þá lilið á fari lians, sem að öllum vissi, af- köstin. Hin hhðin, skapgerð- in, sem vissi að færri mönnum, þeim sem þektu liann — og það var reýndar ofurauðvelt að fá að kynnast honum jafn- þóttalaus og hann var — var óneitanlega livað merkilegust, ekki síst vegna þess, að liún var undirstaðan og skilyrðið fyrir afköstunum og ágæti þeirra. Menn mega ekki halda, að eg ætli mér þá dul að geta skýrt Jón Baldvinsson eða skilgreint, en það eru fáir menn, sem eg liefi reynt eins vel að gera mér grein fyrir og einmitt liann. Það er vegna þess, livað hann var fráhrugðinn öðrum Islendingum um alla gerð, og eg er ekki með þessu að segja, að liann væri ekki þjóðlegur í hugsun og fasi. Það var einmitt öðru nær; að því leyti var hann algerlega ís- lenskur, og maður varð þess þegar var, að liann var af Vest- fjarðakjálkanum. Eg sá og kyntist Jóni heitn- um Baldvinssyni fyrst, þegar liann var prentari í prentsmiðju Þjóðviljans í Vonarstræíi. Ivringumstæðurnar voru all- einkennilegar, og eg hirði ekki að greina þær, en það var um það leyti sólarhringsins, sem prentsmiðjur annars ekki vinna. Mér varð þá þegar starsýnt á manninn svo var hann gæfuleg- ur, og mér þótti þá þegar það eftirtakanlegt við liann, livað hann var einkennilega kíminn, og livað þessi kímni var öll óís- lenskuleg. íslensk kímni er afar- glefsin og græskumikil, svo að stundum vill verða mjótt á mununum hjá okkur um kímni og ruddaskap, og sumir mistaka sig alveg á livað sé hvað í þeim efnum. Erlend kímni er alla- jafna græskulaus eða græsku- lítil, og þetta einkendi einmitt kímni Jóns Baldvinssonar. Það var bersýnilegt, að það var hnitnin, sem hann sóttist eftir, og að liann vísvitandi forðaðist möðganirnar. Mönnum eru rnargir eigin- leikar gefnir, góðir og illir, en ágæti manna fer því miður elcki eftir magni eins góðs eiginleika, heldur eftir samstillingu þeirra allra og því jafnvægi, sem er á milli þeirra. Það var einmitt jafnvægið milli eiginleika Jóns Baldvinssonar, sem gerði liann að þeim ágæta manni sem hann var og afaróíslenskan í skap- gerð. Það runnu saman í fari hans bestu eiginleikar Islendinga við ýmsa eiginleika, sem Islend- inga gersamlega skortir, og við það varð hann hæfari til starfa í opinberu lífi en flestir menn aðrir, og liann hefði vafalaust verið maður, sem borið hefði á, þó liann liefði lifað með annari þjöð. Yið íslendingar erum eigin- hyggjumenn miklir, eða ef á að orða það alþýðlega, eigingjarn- ir. Þetta er að jafnaði nokkur löstur, en Jón vantaði hann al- veg; þvert á móti var óeigin- girni lians alveg furðuleg. Það var ekki það eitt, að liann legði fram starf sitt sleitulaust án þess að fá nokkuð 1 aðra hönd, heldur var hjálpsemi hans við aðra menn alveg takmarkalaus. Einu sinni varð það af tilviljun fyrir mörgum árum, að eg sá hjá Jóni lista yfir skuldbinding- ar hans fyrir aðra. Hann hafði um þær mundir lítið kaup, og mér blöskruðu upphæðirnar, sem liann hafði ábyrgst fyrir hina og þessa, og varð að orði: „Ef þetta fellur á þig, þá ertu gjaldþrota.“ Þá liló Jón, og fáir gátu hlegið eins og hann, og sagði kímileitur: „Eg væri það svo sem, þó eg væri ekki Jún Baildórsson &ýkn- aóúi’ I Hæstarétti af flllum ákaarnm rétt- Tkinnar. KI. 10 í raorgun var kveð- inn upp dómur í Ilæstarétti af dómsforsetanum, Gissuri Bergsteinssyni, í málinu: Réttvísin gegn Jóni Hall- dórssyni, skrifstofustjóra Landsbankans. Var niður- staða dómsins á þá leið, að Jón Halldórsson var sýkn- aður af öllum ákærum rétt- vísinnar í málinu. I lögreglurétti hafði Jón verið dæmdur í nokkrar sektir og er mönnum í fersku minni allur sá mála- rekstur og rannsóknir þær, sem fram fóru á málinu. Verjandi Jóns var Jón Ásbjörnsson, hrm., en sækj- andi hins opinbera, Stefán Jóh. Stefánsson hrm. Bílslys. varð í gær á gatnamótum Hverfisgötu og Kalkofnsvegar. Var vörubifreið á leið niður Hverfisgötu og pilturinn, sem meiddist, var á hjóli rétt á eftir lienni. Þegar komið var að fyrr- nefndum vegamótum beygði bíllinn til hægri norður Kalk- ofnsveg, en um sama leyti ætl- aði pilturinn fram lijá honum hægra megin. Varaði hann sig eklci á því að bíllinn beygði og lenti á afturhjóli hans. Hand- leggsbrotnaði pilturinn á vinstra framhandlegg, brotnuðu báðar pípurnar. Var liann flutt- ur á Landspítalann, en þegar bundið liafði verið um brotið, gat hann farið heim til sin. Heitir hann Guðjón Ragnar Stefánsson og á heima á Grettis- gölu 2. Hanner 15 ára gamall og er sendisveinn í Versl. Vað- nes. nema í einum fimta liluta af þessum ábyrgðum“. Islendingar eru tortryggir og gruna alla um eigingirni, en maður sem sann- anlega er óeigingjarn aflar sér viðstöðulaust trausts allra, og þess naut Jón Baldvinsson vegna óeigingirni sinnar. Það er ekki hægt að kalla okk- ur íslendinga sanngjarna menn. I allri viðureign vorri við aðra gætir þess lítið, að við gerum sjónarmiðmn annara nokkurn kostnað. 1 augum okkar upp og ofan eru þau röng, nema þau fali saman við okkar sjónar- mið, og við erum ófúsir til þess, að taka við skoðunum annara, jafnvel þótt réttar séu, enda eru skoðanaskifti í engu landi jafnóvirt og á íslandi. Eg licfi sjaldan liitt nokkurn mann, sem sökti sér jafnvandlega nið- ur í skoðanir annara og Jón. Hann var stöðugt að velta þeim fyrir sér, og eg liefi oftar en einu sinni lieyrt liann segja, að þetta væri nauðsynlegt, því skoðanir andstæðinganna um þetta eða liitt, kynnu að vera réttar. Það getur ekki lijá því farið, að maður, sem altaf er að slika og vega svona, liljóti að njóta almenns trausts fram yfir þann, sem liendir skoðanir sin- ar á lofti. Þessi eigileiki Jóns aflaði honum sérstaklega trausts andstæðinga hans. Hann olli og því, að Jón varð aldrei lýðskrumari, en slíkt er afar- freistandi fyrir stjórnmála- menn. Jón skorti að vísu til þess einn eiginleika að verða það, því það var ekki liægt að Frh. á bls. 4. SKEMTILEGT LEIKRIT. Góð aðsókn. Leikfél. Reykjavíkur lileypti af stokkunum siðastl. fimtudag gamanleiknum „Skírn, sem seg- ir sex“, sem var tekið með mikl- um fögnuði. — Frá uppliafi til enda var hlegið, enda er leik- urinn bráðskemtilegur og að öllu hinn merkasti. — Hér er mynd af Emelíu Borg í hlut- verki Tvibreiðu-Petru. — Nsesta sýning verður á morgun (fimtudag). Bimdindisstarf- semi barna. Barnatími útvarpsins s.l. sunnudag var nokkuð öðruvísi en venja er til. Það var barna- stúkan „Æskan“ liér í Reykja- vík sem lét útvarpa fundi sin- um. Þykir mér trúlegt, að rnargir útvarpshlustendur- muni mér sammála um það að þar hafi þeir hlýtt á góða skemt- un. Börnin sjálf önnuðust skemtiatriðin að undantekinni sluttri ræðu, þar sem Aðalbjörn Stefánsson prentari, sem starf- að liefir i stúkunni fjölda mörg ár, sagði nokkuð frá starfsemi slúkunnar og framtíðaráætlun- um. Jafnframt mintist hann nokkuð fyrri starfsemi hennar þau 52 eða 53 ár, sem hún hefir slarfað. „Æskan“ mun elsta harnastúka á landinu. — Munn- liörpukór drengjanna virtist á- g'ætlega samæfður. Upplestur- inn og einsöngur htlu drengj- anna var prýðilega af hendi leyst, þegar maður athugar, hve ungir starfskraftarnir eru. — Einsöngvarinn var 12 ára gam- all, sonur stórtemplars Fr. Ásm. Brekkan rithöf. Mun hin mjúka og skæra drengjarödd lians hafa yljað mörgum um hjarta- ræturnar. Framburður málsins var skýr og fallegur, bæði hjá upplesaranum og einsöngvar- anum. Guðm. Pálsson, gæslumaður stúkunnar, stýrði þessum út- varpsfundi og mun liafa unnið mest og best að undirbúningi lians. —- Hefir hann á undan- förnum árum unnið mikið og þarft verk í þágu unglinga- reglunnar. Þess er að vænta, að við út- varpslilustendur eigum eftir að njóta fleiri slikra barnatíma. Fylgja væntanlega fleiri barna- stúkur í spor Æskunnar. Slík- ar stundir eru ómetanleg hvöt fyrir æskuna sem enn stendur fyrir utan regluna og gerir for- eldrum jafnframt ljóst, að eigi mun annar félagsslcapur börn- um þeirra liollari. Utvarpshlustandi. BRESK FLUGVÉL FERST. Oslo 29. mars. Bresk árásarflugvél hefir hrapað í sjó niður fyrir utan Brest og mun áhöfnin, 7 menn, liafa farist. NRP—FB. Ba&tap fréfftr Veðrið í morgun. 1 Reykjavík — i st., mestur hiti í gær 4, minstur í nótt — 2 st. Úrkoma o,i mm. Heitast á land- inu í morgun o st., á Raufarhöfn, kaldast — 4, á Dalatanga og Siglunesi. Yfirlit: Djúp lægö og stormsveipur við suöurströnd ís- lands á hreyfingu í norSur. Horf- ur: Faxaflói: Austan hvassviðri í dag, en sennilega suðaustan í nótt og slydda. Skipafregnir. Gullfoss er á leiö til Vestmanna- eyja fré Leith. Goöafoss fer út í kveld. Brúarfoss er í Kaupmanna- höfn, Dettifoss er í Reykjavík. Lagarfoss er á leið til Hamborg. Selfoss er á leiö frá Grimsby til Antwerpen. Ámesingamót verður að Hótel Borg laugar- daginn, eins og auglýst var hér í blaðinu fyrir nokkurum dögum. Þar verður án efa margt um mann- inn, því aS margskonar skemtiat- riði verða. Menn eru beðnir aiS sækja aðgöngumiða fyrir hádegi á föstudag. Höfnin. Ólafur og Belgaum komu af ufsaveiðum í morgun. Otur var væntanlegur upp úr hádeginu. Goðafoss kom frá Keflavík og Hafnarfirði. Leikfélag Reykjavíkur sýnir á morgun gamanleikinti „Skírn, sem segir sex“. Hjónaefni. Á laugardaginn opinberuðu trú- lofun sína Lilja Vigfúsdóttir, Vesturgötu 26, og Sigurgeir Frið- riksson, Sellandsstig 20. „HalIveigarstaðiP'. Aðalfundur kvenfél. „Hallveig- arstaðir" h.f. verður haldinn í Oddfellowhúsinu í kveld kl. 8j4- Póstferðir á morgun. Frá Reykjavík: Fagranes til Akraness. Laxfoss til Akraness og Borgarness. Dettifoss til Húsa- víkur. Til Reykjavíkur: Laxfoss frá Akranesi og Borgarnesi. Fagranes frá Akranesi. Karlakór Akureyrar söng í Gamla Bíó í gærkveldi við ágætar viðtökur og mikinn fögnuð áheyrenda. Söngstjórinn, Áskell Snorrason, varð að láta kór sinn endurtaka mörg lögin. Söng- skemtunin verður endurtekin ann- að kvöld á sama staða kl. 7 síðd. Gamla Bíó sýnir um þessar mundir mynd- ina „Án dóms og laga“, og er hún um „lynch“-morðin í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Aðalhlutverkin leika Spencer Tracy og Sylviá Sydney. Nýja Bíó sýnir í fyrsta sinn í kveld spenn- andi enska mynd, sem heitir „Scotland Yard gegn rauða hringnum", og er eftir samnefndri skáldsögu Edgars Wallace. Aðal- hlutverkin leika Alfred Drayton, June Duprez og Noah Beery. Útvarpið í kvöld. 20,15 Föstumessa úr dómkirkj- unni (sr. Bjarni Jónsson). 21,15 Kvöldvaka: a) Guðbrandur Jóns- son próf.: Þjóðsögur. b) Sigfús Iíalldórs frá Höfnum: Þýdd ljóð (eftir M. Ásg.) c) Jón Jónsson Gauti: Sterki íslendingurinn. Enn- fremur sönglög. 22,15 Dagskrár- lok. Næturlæknir: Halldór Stefánsson, Ránarg. 12, sími 2234. Næturvörður í Lauga- vegs apóteki og Ingólfs apóteki. FJELAGSPRENISiliÐJUNHAR e£ST\R aðeins Loftup.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.