Vísir - 30.03.1938, Blaðsíða 4

Vísir - 30.03.1938, Blaðsíða 4
VlSIR JÓN BALDVINSSON. Frh. af bls. 3. kalla hann málsnjallan mann, en hann kom vel fyrir sig orði. Málsnild getur verið hættulegur elginleiki, en framsetning Jóns og ræður voru altaf rétt bygðar ár innviðum málanna, en ger- sneyddar pírumpári þess orð- skrúðs, sem oft villir fólkið, og það var því beinlínis hægt að læra af þeim. Af sanngirni Jóns leiddi eðli- lega að hann var samvinnuþýð- ur og samvinnufús. Hver liöfuð- kostur það er á hverjum manni, s'em stendur í stöðugum mála- reipdrætti er augljóst. Ef sain- ■yinnuþýðleikann vantar fer oft svo að mál, sem hefðu getað verið friðsamlega til lykta leidd, lenda í öngþveiti fullkomins svarra, og lausn þeirra ferst fyrir. Það var svo einkennilegt með Jón, að þó menn væru honum gersamlega ósammála um eitthvað og deildu við hann um það, þá varð skilnaðurinn altaf í góðu og shkur, að hægt var að hefja umræður aftur. Eg sefast ekki um það, að þessi eig- inleiki Jóns hefir margsinnis af- síýrt óþægindum. Jón var réttlátur, og eg hefi aldrei heyrt hann hafa illmæli um neinn mann, og er það þó ekki alveg dæmalaust hér á landi. Á öllu tali hans skildist það, að hann vissi ógnarlega vel, að þeim, sem aðrar skoðanir hefðu en hann, gengi gott til, endaþótt liann væri þess full- viss að þeim rangsýndist. ,SIíkt Jilýtur að vekja traust, en aldrei hitt, að trúa blint á fúlmensku andstæðinganna, og að þeim geti aldrei gengið gott til. Eg varð þess stöku sinnum var, að Jón fyrirliti einstaka mann, en það kom fram í því, að á hann vfldi hann ekki minnast, eða þá .-að hann segði: „Það getur meira en verið, að hann sé skárri en hann sýnist.“ Jón var stillingarmaður, og 'er það ekki algengt vor á meðal, þvi að við erum örir í lund, og viljum þá að alt gangi undan ‘okkur viðstöðulaust, enda skort- ír þá stundum elcki frekjuna. &ón var vafalaust ör eins og við hinir, en hann réði við sjálfan sig, og fór ekki lengra en rétt var. Slík hófsemi vekur líka traust, því þó að menn flani sjálfir, skilja menn ógnarvel, að aðrir eigi ekki að gera það, og sjá vel breyskleika hinna í því efni. Þá er að nefna einn kost, sein þó er ekki kallaður kostur alment, heldur var það hjá Jóni, eins og hann var gerður. Hugmyndaflug Jóns var ekki ýkjamikið, og nokkuð minna en íslendinga alment, því flestir hafa þeir það mikið og sumir taumlaust, enda mun það orsök þess, hve mörg — ólióflega mörg — „skáld“ eru liér é landi. Stillingin á ekki verri óvin en liugmyndaflugið, og er þó liug- myndaflug í sjálfu sér ekki að lasta, en menn með mjög auð- ugu hugmyndaflugi geta liaft það til að verða stórháskalegir, eftir þvi sem efni standa til. En í stað mikils liugmyndaflugs liafði Jón öðlast trygga rökfestu, sem leiddi hann örugt örugga leið. Jón var fullkomlega fastur fyrir, er hann þóttist vera kom- inn að niðurstöðu, sem dugði, og þá lagðist hann á málin með seiglu. Það var þétt, rólegt út- hald. c* -mávann á, en hann gekk aldrei að málunum með bæxlagangi. Fyrir þetta þoldist lionum öfundarlaust og liaturs- laust að koma fram sínum mál- um, sem oft er ekki vel þegið. Jón gat virst vera dulur, og svo sem erfitt væri að fálijáhon- um ákveðið svar. Þetta var þó misskilningur, því að þessa gætti eingöngu meðan liann var sjálfur að velta málunum fyrir sér. Þegar liann var búinn að komast að niðurstöðu, þá var liann eklcert dulur, og þá stóð ekki á svörum. Þetta var gætni bygð á mannþekkingu, annað ekki. Gáfur Jóns voru merkilegar. Þær voru ákaflega skýrar og rökfastar, og sérstaklega lagað- ar til þess, að fella sig að mjög svo ólíkum viðfangsefnum. Þetta sýnir allur æfiferill Jóns, því hann hefir um sína daga fengist við margt og sundurleitt, og alt lánast í höndum hans. Þá var Jón búinn þeirri dygð, sem fegurst er allra, að hann var manna tryggastur. Þeir, sem hann liafði tekið því við gátu reitt sig á hann út í rauðan dauðan. Slíkt verður aldrei of- metið. Eg geri ekki ráð fyrir því, að Jón hafi verið gallalaus, frekar en aðrir menn, en eg hefi aldrei orðið var við þá, enda getur ekki liafa verið mikið svigrúm fyrir þá í jafnfastmótaðri skapgerð og Jóns var. Ágæti Jóns var ekki fólgið i magni livers eins af liinum góðu eiginleikum hans, heldur í þvi, hvernig þeir allir stóðu af sér hver við annan og féllu jafnvægt saman í .eina ósundraða lieild, þar sem hvergi var sviklcur á um samskeytin. Jón var það sem lcallað er heilsteyptur mað- ur. Eg liefi fáuin mönnum kynst, sem mér hefir fallið eins vel við, sem eg hefi borið eins mikið traust til og jafnmikla virðingu f jrrir og honum, og eg veit líka, að eg er ekki einn um þetta. Lið íslenskra stjórnmála- manna hefir á síðustu árum goldið mikið afliroð, þar sem ýmsir hinir lielslu og bestu þeirra liafa fallið í valinn ein- mitt á því skeiði, sem mesta slarfið átti af þeim að standa, og er Jón Baldvinsson síðaslur þeirra. Þó að það fari ekki svo fyrir mér, kynni einhverj- um að fljúga nú í hug gamait máltæki: silfurkerin sökkva í sjó, en soðbollarnir fljóta. Þó að skörðin séu mikil, verður að vona, að einhver silf- urker séu enn á floti, eða fari á flot nú þegar mest á ríður. Guðbr. Jónsson. EVRÓPUSÁMBAND GUÐSPEKIFÉLAGSINS hefir þing í Zagreb í Jugóslaviu dagana 25.—31. ágúst næst- komandi. Mun þing þetta verða háð undir vernd og umsjá Balk- anþjjðanna (Búlgara, Rúmena, Júgslava og Grikkja) og verð- ur síðasti dagur mótsins helgað- ur þeim og nefndur Balkandag- ur. Zagreb er einnig nefnd Agi-am og liggur á mjög fögr- um stað við rælur skógivaxinna fjalla. Nánari upplýsingar lætur forseti Guðspekifélags Islands, Grétar Fells, í té. (Tilkynning frá Guðspekifélaginu). Hitf og þetta, DRUKNIR MENN í TÍGRIS- DÝRABÚRUM. William Kane borgarstjóri í Wohurn í Massachusett er ein- ræðisherra í borg sinni. Er liann piparsveinn og bindindismaður á vítt, te og tóbak. Honum blöskrar svo drykkjuskapur urtgra manna og kvenna í horg sinni, að hann hefir með stuðn- ingi bindindismanna ákveðið að druknum konum og körlum, ón tillits til aðstöðu eða aldurs, skuli refsað á þann hátt, að þau skulu lokuð inni í uppljómuðum tígrisdýrahúrum, sem síðan skulu dregin um aðalgötur borgarinnar ahnenningi til sýn- is og viðvörunar. Druknir menn fá ekki lengur húsrúm í „stein- inum“ og engar sektir. Þetta hefir vakið ahnenna gremju í borginni og er búist við að tilraunir verði gerðar til að bjarga þessum fórnardýrum áfengisbölsins út úr búrunum, þegar lög þessi ganga í gildi. MILJÓNAMÆRINGAR í Bandaríkjunum voru árið 1935 41 og 1936 61. Árið 1936 greidu þessir 61 miljónaeigend- ur 10.856.000 dollara meira í skatta en 2.237.737 manns, sem höfðu 5000 dollara eða minna i laun. IJinsvegar höfðu þessir sömu menn 5.395.108.000 doll- urum meiri tekjur en miljóna- mæringarnir. Milj ónamæring- arnir töldu fram 107.641.000 dollara og greiddu 77.138.000 d. í skatta, en hinir — 2.237.737 að tölu — töldu fram 5.502.749.- 000 dollara og greiddu 4.051.- 3991.000 dollara í skatta. OLÍUBIRGDIR BANDA- RÍKJANNA. I byrjun þessa árs voru stein- olíubirgðir Bandaríkjanna tald- ar nema 15.507.268.000 — fimt- án biljónum fimm hundruð og sjö miljónir og tvö hundruð sextíu og átta þúsund — tunn- um og er það 2.443.868.000 tn. meira en 1. jan. 1937 og 3.330.- 268.000 meira en 1. jan. 1936. leIcaI IÐNVINNUSTOFA óskast nú þegar. Æskileg stærð 6x19 mctrar. Pósthólf 945. (647 FORSTOFUHERBERGI til leigu strax á Skálholtsstíg 7. (674 SÓLRÍKT herbergi til leigu, Bergþórugötu 21, efri liæð. — (685 BARNLAUS hjón óska eftir ibúð. Uppl. i síma 2442. (655 2 HERBERGI og eldliús með þægindum óskast fyrir 14. maí. Uppl. í síma 1548 frá kl. 6—8 í kvöld. ____________(677 3 STOFUR til leigu neðarlega á Skólavörðustíg, hentugar fyrir skrifstofur lækningastofur eða saumastofu. Tilboð, merkt: „72“ sendist Vísi. (679 ÓSKA eftir tveim herbergjum og eldhúsi. Uppl. í sima 2644. — (680 TVEIR reglusamir piltar óska eftir herbergi nú strax og til 14. maí. Fyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 1787 milli 6 og 8 í kvöld. (682 SÓLRÍK kjallaraíbúð, stór stofa, lierbergi og eldhús, til leigu 14. maí á Bergstaðastr. 67. Einnig til leigu með íbúðinni eða sérstaklega, stór kjallarastofa. Uppl. í síma 3220. (686 2—3 STOFUR og eldhús með öllum þægindum til leigu 14. maí í vesturbænum. Sími 4878. (687 tHVINNAl SAUMA allskonar kjóla, blús- ur og pils. Vera Ingibergsdóltir, Hverfisgötu 99. (672 tmammmmmmmmmmmmmummmmmmammmmmmmmmMmm^mmi^mmmmmmmmmm HATTASAUMUR og breyt- ingar. Hattastofa Svönu & Lár- ettu Hagan, Austurstræti 3. — Simi 3890. (1 TEK PRJÓN. Ódýr vinna, fljót afgreiðsla. Guðrún Magn- úsdóttir, Ránargötu 24. (456 UNGLINGSSTÚLKA óskast nú þegar í létla vísí á fáment heimíli. Uppl. Freyjugötu 4, uppi. (678 STÚLKÁ óskast í mánaðar- tima. Húsverk. Tilboð, merkf: „Kaup H.“ sendíst Vísi strax. — _________________________(681 STÚLKA sem er vön kjóla- saumi óskast. Bergþóra Sveins- dóttir, Hringbraut 186. (683 BRÚNN smábarnaskór tapað- ist á Njálsgötunni. A. v. á. (676 ST. DRÖFN nr. 55. Fundur annað kvöld kl. 8V2. Fundar- efni: 1. Heims. framkv.nefndar Stórstúkunnar. — 2. Upptaka nýrra félaga. — 3. Kórsöngur. — 4. Erindi: Við gluggann. Br. Steind. Sigurðsson. — 5. Leikrit. (684 EMUBKÁRjlá TTL SÖLU 2 falleg karlm.föt með tækifærisverði. Til sýnis á Bergstaðastræti 55, uppi, gengið inn i portið. (675 ORGEL í góðu standi til sölu. Skólavörðustíg 3 (litla húsið). _________________________ (673 VÖRUBIFREIÐ i góðu standi óskast til kaups. Tilboð, sem greinir stærð og gerð ósamt verði, leggist inn á afgr. Vísis' fyrir 5. næsta mánaðar, merkt: „~ÁbyggiIegur“.___________(671 SNIÐABORÐ til sölu. Uppl. á Hverfisgötu 99. (670 KÁPU- og kjólaefni frá Saumastofunni Laugavegi 12, éru seíd í Rammaversiun Geirs Konráðssonar, Laugavegi 12. — Sími 2264. (308 KAUPI gull og silfur til bræðslu, einnig gull og silfur- peninga. — Jón Sigmundsson, gullsmiður, Laugavegi 8. (294 CONSOLE grammófónn til sölu með sérstöku tækifæris- verði. Uppl, í síma 2982. (618 ULL allar tegundir og tuskur hreinar kaupir Álafoss afgr. hæsta verðí. Verslið við Álafoss, Þingholtsstræti 2. Símí 3404. —- (596 KAUPI islensk frímerki liæsta verði. Gísli Sigurbjörns- son, Lækjartorg 1. Opíð 1—3%. (659 HRÓI HÖTTUR og menn hans. — Sögur í myndum fyrir börnin. — 59. HANDALÖGMÁL. Eiríkur veröur nú æfarei'Sur og — Strákhvolpur! Þú hefir geng- Nú lætur Litli-Jón til skarar —Þegiöu, hundur, ella skal eg sjá missir stjórn á sér. — Svikari, ið í gildruna, drengur minn. Varð- skríða. Einn var'ðmannanna ætlar svo um að þú verðir mállaus héð- þorpari! Þetta skal þér í koll menn! Morð! Komið hingað! a'S ráSast á hann, en Litli—Jón rek- an í frá. koma. ur honum högg undir hökuna og þarf sá ekki meira. NJÓSNARI NAPOLEONS. 69 hinar hörmulegustu kvalir þar. En aftur tókst honum að strjúka og liann lenti í mörgum og liáskalegum ævintýrum. En nú hafði hann lært af reynslunni og fór ekki aftur til Frakklands. Einhvern veginn tókst honum að komast til Svisslands og þar liafði hann dvalist síðan. Hann var fertugur, er hann kom til Genf. IÞað var fyrir tuttugu árum, þegar þriðja stjórn- arbyltingin stóð yfir í Frakklandi og alt var þar I uppnámi. Og þá liafði lögreglan í Frakklandi mikilvægari hlutverkum að sinna en að elta uppi vesalings fanga, sem tekist hafði að strjúka. XXX. KAPÍTULI. Þessa sorgarsögu sagði gamli maðurinn Ger- ard í molum — og margir mánuðir liðu frá þvi 'hann hóf frásögnina og henni var lokið. Gerard var farið að þykja ákaflega vænt um þennan gamla mann. Hann hafði fengið mikla samúð með honum í byrjun og samúðin varð ifljótt að vináttu. Þeir voru ógæfumenn, Gerard og hann — báðir útlagar. Hvorugur mátti koma til elskaðrar ættjarðar sinnar. Gerard ræddi ekki um sjálfan sig við hann og sínar raunir, en honum var mikil huggun í því, að lieyra gamla manninn segja frá þvi, sem á daga hans hafði drifið. „Þjáist þér ekki af heimþná?“ spurði Gerard hann eitt sinn. En hann hristi liöfuðið. „í fyrstu var það svo, en ekki nú orðið. Eg er farinn að verða gamall og sljófur, en stund- „Já, stundum . .. .“ sagði Gerard í spurnar- hreim, því að nú varð gamli maðurinn svo ein- kennilegur á svipinn, að erfitt var að geta sér til um hvað honum var í hug, en það kom fyrir endrum og eins. „Eg les blöðin,“ sagði gamli maðurinn og ypti öxlum dálítið. „Það gerum við allir, sem er- um frakkneskir, eða hvað? Nú — hvað haldið þér að sé að gerast — heima?“ Og hann kinkaði kolli í áttina til Jura, sem sólin skein á. „Þér eigið við — í stjórnmálalífinu?“ „Keisarafrúin vill styrjöld,“ sagði Gerard og andvarpaði. „Hún vill koma svo ár sinni fyrir borð, að sonur liennar verði keisari — og hún heldur, að ekkert nema stórsigrar á vígvelli geti trygt framtíð hans sem keisara Frakk- lands.“ „En keisarinn er hygnari en svo, að liann fari að flana út í stríð. Napóleon þriðji, keisari vor, er hygginn maður. Miklu hygnari en fjandmenn hans vilja við kannast. Og hann er veikur —. og það hefir lamað metnað hans.“ ,Eg er smeykur um það.“ „Yitur maður er sá, sem sér galla sonar síns,“ sagði gamli maðurinn,“ og heimskur er sá stjórnandi, sem ekki revnir að gera sér ljóst hvar þjóð hans er veik fyrir.“ „En herinn ?“ spurði Gerard af nokkurum hita, því að hann hafði verið alinn upp i þeim anda, að hann dáði herinn og taldi hann sigur- sælasta og besta her álfunnar. „Það er vitur stjórnandi,“ sagði gamli maður- inn, „sem einnig gerir sér Ijóst, að her hans getur lika verið veikur fyrir.“ „Af liverju segið þér þetta?“ spurði Gerard og fanst honum gamli maðurinn, mót venju, mæla ónotalega — honum fanst hann næstum tala sem landráðamaður. En áður en gamli blaðasalinn fengi svarað komu viðskiftavinir. Hann fór að selja blöð sín. Og hann svaraði ekki spurningu Gerards. -----o----- Þetta var síðla i marsmánuði 1870. Veturinn hafði verið mjög harður. En nú var vorið kom- ið og það var milt veður á morgnana. Sólskin var á degi hverjum, en fannir voru enn á hæð- um öllum — og þáð var enn allsvalt á kvöldin. Þetta kvöld, er Gerard hafði átt tal við blaða- salann, var kalt, og Gerard hafði enga löngun til þess að fara út aftur. Hann átti tvær eða þrjár skemtilegar bækur ólesnar, og svo blöðin. Og liann var að ljúka við ritgerð, sem Landry prófessor í Ziirich hafði lofað að fara yfir fyrir hann. Gerard ákvað því að sitja og lesa við ar- ininn í stofu sinni. En hann gat ekki að því gert, að hugsanir hans beindust aftur og aftur að gamla blaðsalanum. Nú er aðgætandi, að þetta var ef til vill í fyrsta sinni sem Gerard hafði heyrt nokkurn mann tala af litilsvirðingu um frakkneska herinn — og honum sárnaði, að svo skyldi hafa æxlast til, að margir viðskifta-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.