Vísir - 01.04.1938, Page 2

Vísir - 01.04.1938, Page 2
V I S I R VlSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Austurstræti 12. S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn '4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Ávarp. ÆslNS og getiö var um i Vísi i gær, tek eg við ritstjórn blaðsins frá og með deginum í dag að telja. Páll Steingrímsson hefir, sökum langvarandi heilsu- brests, látið af ritstjórnarstörf- um, og er mér það tjóst, að sæti hans verður ekki auð- skipað. Páll hefir starfað við blaðið í nálega lft ár, á breytinga og byltingatímum, og að ýmsu Páll Steingrímsson. leyti þeim erfiðustu, sem yfir land þetta hafa gengið. Með- an að hann var heitl heilsu, helgaði hann blaðinu óskifta krafta sína og vann því vin- sældir og álit. Enginn íslensk- ur blaðamaður mun hafa skrif- að fegurra né hreinna mál, og munu það allir mæla, er til þekkja. Stjórnmálaftutningur og fréttaburður blaðsins und- ir stjórn Páls Steingrímssonar hefir einnig haft á sér annan blæ, en tíðkast hefir hjá ýms- um þeim blöðum, sem fremst hafa staðið í sókn og vörn. Ilefir þar gætt frekari sann- girni, en sumir aðrir blaða- menn hafa talið sér hæfa, en einmitt þeirra hluta vegna hef- ir Vísir unnið sér traust og not- ið frelcara álits en önnur blöð, hjá stórum hóp manna. Á hinum síðustu og verstu tímum, er utanaðkomandi ráð- stafanir hafa gert allan blaða- rekstur erfiðari en áður, og heilsuleysi ritstjórans hefir bæst þar ofan á, hefir reynt á vinsældjr blaðsins, en það hefir staðið af sér alldn öldu- gang og ágjafir og ber fyrst og fremst að þakka það Páli Steingrímssyni, vinsældum hans og trausti. Þeir, sem blaðinu standa næstir, kveðja Pál Steingríms- son með óblandinni efíirsjá og þakklæti, og hefðu kosið að krafta hans mætti lengur njóta heillra og ólamaðra. Að þessu sinni hefir það orðið mitt hlutskifti, að hefj- ast handa, þar sem lxorfið var frá, og vildi eg gjarnan eins vel gera og Vísir verðskuldar. Þótt tímarnir séu viðsjálir og erfiðleikar á öllum sviðum vona eg, að þetta elsta og vin- sælasta dagblað tandsins megi undir minni stjórn njóta vin- sælda Páls Stcingrímssonar og mun eg þá vel við una. Tímarnir hafa breyst og mennirnir með. Við ístending- ar höfum komist í náið sam- band við umheiminn, og lifum og hrærumst í þeim atburðum, sem slce í dag. Blöð verða að uppfylla kröfur tímanna og haga sér samkvæmt því, ef þau eiga að verða hér eftir sem hingað til leiðandi afl í hverju þjóðfélagi. Eg vil leitast við, eftir því sem efni standa til, að verða við kröfum lesendanna, og er það óslc mín og von, að sam- band blaðsins og þeirra verði sem nánast og vinsamlegast. Kristján Guðlaugsson. ERLEND VÍÐSJÁ; MAÐURINN, SEM BJARGAÐI NANSEN. Nýlega er látinn í London einn af kunnustu „ævintýramönnum" Breta, „Norðurpóls-Jackson" kall- aður oft og tíSum. Daily Mail, sem minnist hans í tilefni af and- látinu kallar hann „manninn, sein bjargaöi Nansen“. Jackson átti heima í fljótsbát á ánni Thames og lá báturinn viö festar hjá Vaux- hall Bridge. Frederick G. Jackson majór var 77 ára að aldri, er hann lést i örmum konu sinnar, Margu- erite, en bát sinn nefndi hann sama nafni. Jackson var forystu- niaður hins svo kallaða Jacksotf— Harmsworths leiðangurs, sem á árunum 1893—1897 fór margar feröir til Franz Jósefslands og aö lokum gerði tilraun til þess aö komast til noröurheimskautsins. í leiöangrinum voru 33 menn og r.efndist skip þeirra Windward. Höfuðtilgangur þeirra var aö framkvæma rannsóknir á Franz Jósefslandi og gera uppdrátt af því. Þegar leiðangurinn var í norð- urhöfum var Nansen að leitast við að komast til norðurheimskauts- ins í skipi sínu „Fram“. Var til- gangurinn aö láta skipið reka með ísnum til heimskautsins. Gekk svo i sjö mánuði, uns Nansen og félagi hans, Johansen, yfirgáfu skipið og héldu norður á bóginn fótgang- andi. Neyddust þeir, eftir mikla erfiðleika, til að setjast að á eyju nokkurri, frá því í ágúst 1895 þar til í maí 1896. Ætluðu þeir þá að komast til Spitzbergen, en Jack- son, sem hafði séð til ferðar þeirra frá bækistöð sinni á ísnum, bjargaði þeim. Nansen gleymdi aldrei Jackson 0g gaf landi, sem hann fann, nafnið Fredrick Jack- sons Land. Margar sögur eru sagðar af því, er Jackson komst í hann krappan. Eitt sinn skaut hann á bjarndýr, er hann var á Franz Josefs landi, en særði það aðeins. Bjarndýrið æddi að honum og ætlaði að rífa hann í sig, en Jackson rak þá byssuskeftið í gin bjarndýrsins og drap það og bjarga'ði þannig lífi sínu. Stjðrsarskr ár- brajtiog í Noregi Osló, 31. mars. Utanríkismálanefnd stór- þingsins hefir einróma lagt til, að samþykt verði tillaga til breytingar á stjórnarskránni, en tillagan er borin fram af Henrik Ameln, og er þess efnis, að kjörtímabilið verði lengt úr 3 í 4 ár. Leggur nefndin til, að ríkisstjórnin beri fram frum- varp um þetta efni. (NRP.-FB.). Vörn stjornarhersins við Lerida er afar hörð. Uppreistar- menn ganga i gildru. JafnaðarmanBastjörnlB norska helmtar geroar- dím í vegaviinudelln, EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Frá Barcelona herma fregnir, að vörn stjórnar- hersins við Lerida sé afarhörð. Hefir þeim enn tekist að verja borgina fyrir uppreistar- mönnum, enda þótt foringjar þeirra í Salamanca hafi hvað eftir annað sagt, að þeir hafi umkringt borgina. I gær létst stjórnarherinn hafa yfirgefið borgina og voru þó 15 þús. þeirra faldir í húsunum við aðalgöt- urnar. Fjörutíu bryndrekar Francos, ásamt með fót- gönguliði héldu þá inn í borgina. Stjórnarsinnar létu alla fylkinguna komast í gott skotfæri, áður enþeirhófu hina ægilegustu skothríð með hríðskotabyssum, hand- sprengjum og fallbyssum, sem eru sérstaklega ætlaðar til að granda bryndrekum. Mannfall varð afskaplegt í liði uppreistarmanna, er þeir voru gengnir í þessa gildru, en þeir komust þó út úr borginni aftur. Um sama leyti hófu stjórnarsinnar sókn á Guadala- jaravígstöðvunum og náðu smáborginni Ablandes úr höndum uppreistarmanna. Þessi sókn er augsýnilega gerð í þeim tilgangi, að fá uppreistarmenn til að flytja meira lið þangað og þá veikja sókn sína við Lerida og Kataloniu yfirleitt. Hinsvegar segir í skeyt- um frá Saragossa, að upp- reistarmenn hafi næstum al- gjörlega umkringt Lerida og láti stórskotahríðina ganga látlaust yfir borgina. Segir auk þess í þeim fregnum, að eldur sé kominn upp víðs- yegar í borginni. United Press. 300 kílómetra víg'lína. Berlín 1. april. FÚ. Víglínan í Aragóníu er nú um 300 km. á lengd og nær frá Pyrennealandamærunum, rétt austan við Jaca, til norðurliluta Castiliuhéraðs. Norðan við (Mspe segjast uppreistarmenn vera komnir í 50 km. námunda við Miðjarðarhaf. Frá Alcaniz hafa þeir sótt fram alt til Ianda- merkja Tarragónahéraðsins, og má sjá Miðjarðarhaf frá þeim stöðvum. Flugvélar vörpuðu í gær milj- ónum flugrita yfir Barcelona, þar sem fólkið var livatt til að gefast upp. , HOOVER OG UTANRÍKIS- ( MÁL BANDARÍKJA. r Einkaskeyti til Vísis. London í morgun. UERBERT HOVER, fyrver- j ** andi forseti, hélt ræðu í gær fyrir utanríkismálanefnd Bandaríkjanna. í ræðu sinni varaði hann nefndina við því, að taka höndum saman við stórveldin í Evrópu, eða eins og hann orðaði það: Ganga í varnarbandalag við Frakka og Breta, sem gæti leitt til f jandskapar við ítali og Þjóð- verja. United Press. GULNES-MÁLIÐ. Settur sendiherra spænsku lýðveldisstjórnarinnar í Osló hefir afhent Kolit, utanríkis- málaráðherra ávísun að upp- hæð kr. 167.782 kr. í skaðabæt- ur til sjómanna þeirra, sem urðu fyrir tjóni, er loftárásin var gerð á norska skipið Gulnes í spænskri höfn i desember 1936. — NRP—FB. Meiri hluti sveitar- og bæjar- stjórnarnefndar stórþingsins hefir lýst sig mótfallna tillögu ríkisstjórnarinnar um skipun gerðardóms til þess að leiða vegavinnudeiluna til lykta. Meiri hluti nefndarinnar er þeirrar skoðunar, að stórþingið eigi ekki að leggja vald það, sem það liefir í launadeilumál- um, í hendur gerðardómstóls, því að það geti haft álirif, að þvi er snertir aðra verkamenn og starfsmenn ríkisins. Vinstri flokkurinn leggur til, að skipuð verði nefnd til þess að taka deil- una til athugunar, og verði nið- urstaða hennar lögð fyrir stór- þingið. Bændaflokkurinn hefir lýst sig fylgjandi tillögu vinstri- flokksins. Er málið rætt í stór- þinginu í dag. Mörg blöð, sem gera málið að umtalsefni, búast við, að ríkisstjórnin muni gera það að fráfararatriði. (NRP.-FB.). STYRJALDARAÐILAR Á SPÁNI FÁ HERNAÐAR- RÉTTINDI. London 1. april. FÚ. Á fundi hlutleysisnefndarinn- ar, sem haldinn var i London í gær, var samþykt með meiri- liluta atkvæða, að veita báðum striðsaðilum á Spáni hernaðar- réttindi þegar 10 þúsund sjálf- boðaliðar hefðu verið fluttir á brott frá Spáni, úr liði hvors um sig. Bretar, Frakkar, Þjóð- verjar og ítalir hafa fallist á þessa tölu en Rússum finst hún of lág. Þá var einnig rætt um gæslu- starf við landamæri Spánar og þeirra Ianda, sem að því liggja. Plymouth lávai’ður skýrði frá því, að innan skamms yrði að leggja niður alt gæslustarf nema eitthvað breyttist. All- margir meðlimir hlutleysis- nefndarinnar hafa ekki greitt tillag sitt til viðhalds gæslustarf- inu, þar á meðal Bretland. Berlín 1. apríl. FÚ. Franz fursti af Lichtenstein (smáríki við landamærin milli Sviss og Austurrikis) hefir af- salað sér tign sinni, 86 ára gam- all, til handa Franz Jósef fursta. FRANCO Á VlGSTÖÐVUNUM. Er liin mikla sókn uppreistármanna hófst á Aragóníuvígstöðvun- um var Franco hershöfðingi þar sjálfur með her sínum. Á myndinni liér að ofan, er hann með einum kunnasta herforingja sínum, Varela, o. fl. Síttaseijara atbent farmannadeilan til meiferOar. ■ , ;; r>- ® Camkomulagsumleitanir ■ 'y milli sjómanna annars- vegar og Eimskipafélags- ins og Skipaútgerðar ríkisins hinsvegar, hafa staðið yfir und- anfarna daga, og margir fund- ir verið haldnir, án þess niður- staða hafi íengist. Samningar voru útrunnir á miðnætti síðastliðnu, en vænt- anlega kemur ekki til þess að siglingar skipanna stöðvist. Um það verður þó eigi fullyrt að svó stöddu. Samkvæmt því, sem Visir frétti í morgun, hefir deila stýri- manna við skipaútgerðirnar verið afhent sáttasemjara til meðferðar. Mun liann að líkind- um boða aðila á sinn fund þegar í dag. Auk stýrimanna er deilt um kaup annara sjómanna á skipunum, háseta, kyndara o. s. frv. Er alls um fimm launa- flokka að ræða og því eðlilegt, að samkomulagsumleitanir taki nokkurn tíma. B. v. Seddon teklnn að landhelgisveiðnm f MiB- nessjð. TTarðskipið Ægir tók togar- * ann Seddon frá Grimsby í Miðnessjó í gær. Var togarinn að veiðum um tæpa sjómílu innan landhelgi. Kom varðskipið með togarann hing- að í gærkveldi. Réttarhöld hófust í morgun, en dómur fellur síðar í dag.. Skíðamótið á Siglufirði- Jón Stefánsson vann skiðabikarinn. Síðasti liluti landsmótsins fór fram í Hvanneyrarskál í gær og var kept í slalom (400 m. brekku). Sigurvegari varð Jón Þorsteinsson úr Skíðafél. Siglu- fjarðar og annar Rögnvaldur (Ólafsson, Skíðafél. Siglufjarðar. í Slalom-kepninni tóku þátt 10 félög, alls 29 menn. Þar af voi’u 8 frá Siglfirðingi, 5 frá Skf. Siglufjarðar, 1 frá K. R., 1 frá Ármanni í Reykjavik og annar frá Ármanni í Skutils- firði, einn frá Skíðafélagi Reykjavílcur, 6 frá Iþróttafélagl Ólafsfjarðar, 1 frá Einherjum á ísafirði, 4 frá K. A. og einn frá Knattspyrnufél. Þór. Þessir fimm urðu hlutskarp- astir í kepninni um skíðabikar íslendinga (samanlögð stiga- tala fyrir göngu og stökk): 1. Jón Stefánsson (Skf. Siglu- fjarðar ,........ 427.5 st. 2. Ketill Ólafsson (Sldðafélag Siglfirðingur) . . . 423.6 st. 3. Ásgr. Kristjánsson (Sldðaf. Siglfirðingur) ... 420.3 st. 4. Rögnv. Ólafsson (Skíðafél. Siglufjarðar) .... 414.6 st. 5. Þorkell Benónýsson (Sldða- fél. Siglufj.) ... 412.95 Jón Stefánsson varð fimti f 18 km. göngunni á 1 st. 42 mín. 23 selc. En í stökkkepninni stökk hann 33 mtr. í bæði skiftin. Á Thule-mótinu hér fyrir sunnan varð Jón annar í stökkinn. aðeins Loftup.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.