Vísir - 02.04.1938, Page 3

Vísir - 02.04.1938, Page 3
VISIR --o- Málið fei* til efpi delldap Alþingis, sem mun ieggja yfir það blessun sína. Það hefir lítið eitt verið drep- ið á það í blöðunum, að meiri hluti allsherjarnefndar bar fram í neðri deild Alþingis frumvarp til laga um bráða- bir(gðanotkun lóðarinnar nr. 2 við Bankastræti hér í bænum. Fer frumvarpið fram á það, að. ríkisstjórninni sé heimilað að leyfa KaupfélagiReykjavíkur og nágrennis að reisa til bráða- birgða einlyft steinhúðað versl- unarhús úr timbri, með alt að 250 fermetra grunnfleti á lóðr inni, sem er eign ríkissjóðs og var á sínum tíma keypt með það fyrir augum, að þar skyldi reist opinber bygging. I greinargerð frumvarpsiris er þess getið, að byggingarnefnd og bæjai'stjórn Reykjavíkur hafi synjað um leyfi til að byggja timburhús á lóðinni, og hafi haldið þar fast við ákvæði byggingarsamþyktar Reykja- vikur,en ráðuneytið hafi eigi séð sér fært, að fella ákvörðun þessa úr gildi — og þá sennilega ekki með bráðabirgðalögum, sem hafa þó til þessa þótt örugg hjálp í viðlögum, þótt um veiga- meiri og örlagarikari mál væri að ræða. Þessi yfirlýsing meiri hluta allsherjarnefndar tekur ( af öll tvímæli um það, að byggingar- nefnd og bæjarstjórn hlíta að eins settum reglum um bygg- ingar í bænum, en eru að engu leyti að amast við Kaupfélagi Pteykjavíkur, sem að sjálfsögðu á fullan rétt á að byggja yfir sig innan takmarka byggingarsam- þyktar og almenns velsæmis. — Það kann þó að vera, að Kauji- félaginu sem verslunarfyrirtæki sé ekki svo mjög láandi, að það ágirnist þessa opinberu lóð, en liitt er með öllu óverjandi af þingmönnum stjórnarflokk- anna, að teigja sig svo langt í lagasetningu, sem hér um ræð- ir. Þetta út af fyrir sig er ærið íhugunarefni, en slcal þó ei frek- ar vikið að því að sinni. Hitt skal rifjað upp, að í sið- ustu bæjarstjórnarkosninguin lofaði Framsókn að setja nýjan svip eða jafnvel „nýtt andlit“ á Reykjavíkurbæ. Það átti að byggja hallir og skrauthýsi, sem engan „íhaldsmann“ liafði dreymt um að upp mundi risa, og formanni flokksins var teflt fram til að gefa Reykvíkingum lrin gullnu loforð. En hver eru svo afskifti Framsóknar af byggingarmál- um Reykjavíkur? Formaður flokksins hefir litið aðhafst í bæjarstjórninni, enda ekki þar mikils megnugur, en á þinginu ræður flokkurinn lögum og lof- um. Fjöllin tóku jóðsótt og það fæddist lítil mús. I stað skrauthýsanna hyllir undir hús Kaupfélagsins í Bankastræti. Það verður lág- kúrulegt og útúrborulegt eins og skúrarnir hjá Sambandinu. Það verður ekki steinn og ekki timbur — lieldur sementsliúðað timbur — kölkuð gröf — eng- um til sóma en öllum til ósóma. En það verður táknrænt rninn- ismerki F ramsóknarf lokksins, þvi að ekki er til gott tré, sem ber skemdan ávöxt og ekki heldur skemt tré, sem ber góð- an ávöxt; og hver bjóst við góð- um ávexti frá Framsókn, þrátt fyrir gullnu loforðin? Fari nú svo, að frumvarp þetta nái fram að ganga, hefir Reylcjavíkurbær orðið einu minnismerkinu rikari — minn- ismerki, sem i næstu framtíð verður talandi tákn um brjóst- lieilindi flokksins. Sjálfstæðismenn keppast við að fegra bæinn á allar lundir, en lofa litlu. Framsókn setur beint og óbeint blett á bæinn, en lofar miklu. Bifreið stolid í nótt, um kl. hálf tólf, saknaSi Ingibergur Þorkelsson, trésmíöa- meistari, bíls síns, R. 785. Haf'öi Ingibergur komiö á Njarðargötu 5, en er hann kom þaöan út aftur, um hálf tólf, var vagninn horfinn. Bíllinn er fimm manna fólksbif- reiö, mógrá að lit. — Þegar Vísir átti tal við lögregluna um hádegið, var enn ekki búið að hafa uppi á bílnum, en hann finst vafalaust áð- ur en langt um líður. Má gera ráð fyrir, að hér hafi sami maður ver- ið að verki, og sá, er stal R. 530 á dögunum og faldi í portinu hjá Herðubreið. Frú Aslhildor Tiiorsteinsson andaðist í Landspítalanum í gærkveldi, eftir all-löng veik- indi. — Þessarar ágætu og merku konu verður síðar getið hér í blaðinu. Skídaferöix* um Itelgina. Ágætt skíðafæri er nú um allar jarðir og liorfur hinar bestu fyrir því, að veður verði hagstætt á morgun. Ætti því allir, sem vetlingi geta valdið, að grípa til skíðanna og nota „snjóinn og sólskinið“ á morg- un. Sltiðafélagið fer tvær ferðir á morgun, aðra yfir Kjöl, liina til skálans í Hveradölum. 1 förina til skálans verður lagt upp kl. 9 í fyrramálið, og verða menn að ltaupa farmiða í dag. Of seint mun að tilkynna þátt- töku sína í förinni yfir Kjöl, þar eð þvi átti að vera lokið á hádegi í dag. K. R.-ingar fara í kveld kl. 7% frá bifreiðastöð Steindórs, en í fyrramálið kl. 9 frá K. R.-húsinu. Farmiðar fást hjá versl. Haralds Árnasonar og Axel Cortez, Laugaveg 10. Ármann fer ld. 4% og 8 í dag og ld. 9 i fyrramálið. Far- miðar fást, eins og venjulega, í Brynju og á skrifstofu fé- lagsins. /. R.-ingar fara að Kolviðar- hóli kl. 8V2 og 9 í fyrramálið. Lagt verður upp frá Söluturn- inum, en farmiðar fást í Stál- húsgögn, Laugavegi 11. Skátar f ara einnig í skíðaför og leggja af stað frá Mikla- garði ld. 9 f. h. Bókhlaðan ann- ast farmiðasöluna. Skiðafélag Hafnarfjarðar fer í fyrramálið og fást farmiðar í versl. Einars Þorgilssonar. Hjartans þakklæti til allra þeipra er sýndu okkup hluttekuingu í okkap sápu sopg viö fpáfail Jóes Baldvinssonai* bankastjóra Jiilíana Guðmundsdóttip BaldLvin Jónsson. Jarðarför mannsins míns, Guðmundar Ólafs, fer fram mánudaginn 4. apríl og liefst með liúskveðju að heimili lians, Nýjabæ, Seltjarnarnesi, kl. 1 eftir hádegi. — Ragnhildur Brynjólfsdóttir Ólafs. Frú Ásthildur Thorsteinsson, andaðist á Landspítalanum 1. þ. m. — Aðstandendur. Bcbíop fréttír „Helgafell“ 5938457—VI.—2. Messur á morgun. í dómkirkjunni: Kl. 11 sr. Fr. Hallgrímsson, kl. 5 sr. Bj. Jónsson. í fríkirkjunni: Kl. 2 (barna- guðsþjónusta) og kl. 5 sira Árni Sigurðsson. í Laugarnesskóla: Kl. 10,30 barnaguðsþjónusta, kl. 5 sr. Garð- ar Svavarsson. í fríkirkjunni í Hafnarfirði: Kl. 2 sr. Jón Auðuns. í Aðventkirkjunni kl. 8,30 síðd. O. J. Olsen. í kaþólsku kirkjunni í Reykja- vík: Lágmessa kl. 6)4 og 8, há- messa kl. 10, kveldguðsþjónusta með prédikun kl. 6. í Hafnarfirði: Ilámessa kl. 10, kveldguðsþjón- usta með prédikun kl. 6. Útvarpið í kvöldí. 20,15 Leikrit: Tveir leikþættir, eftir Noel Coward (Ragnar E. Kvaran 0. fl.). 21,30 Útvarp frá Árnesingamóti að Hótel Borg. 22.30 Danslög. 24,00 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun. 9,45 Morguntónleikar: Þrefald- ur konsert eftir Beethoven (plöt- ur). 14,00 Guðsþjónusta í útvarps- sal (Ræða: sira Eiríkur Helgason) 15.30 Miðdegistónleikar: a) Lúðra- sveit Reykjavikur leikur. b) Hljómplötur: Ýms lög. 17,40 Út- varp til útlanda (24,52 m.) 18,30 Barnatími. 19,20 Erindi Búnaðar- félagsins: Um matjurtir (Ragnar Ásgeirsson ráðunautur). 20,15 Tónskáldakvöld: iBjörgvin Guð- mundsson. a) Útvarpshljómsveitin. b) Einsöngur: Frú Elísabet Ein- arsdóttir. c) Erindi: Sigfús Hall- dórs frá Höfnum. d) Einsöngur: Gunnar Pálsson. e) Kantötukór Akureyrar syngur (frá Akureyri), undir stjórn tónskáldsins. 22,00 Danslög. 24,00 Dagskrárlok. Veðrið í morgun. í Reykjavík 1 st., mestur hiti í gær 4, mestur kuldi í nótt — 2 st. Bardagarnir um yfirráðin yfir Lung Hai járnbrautinni. í skeytum að undanförnu hefir iðulega verið getið um Lung Hai járnbrautina, sem Japanir hafa lagt mikta áherslu á að ná á sitt vald. I eftirfarandi grein, sem birtist í amerísku blaði, er ^gerð grein fyrir því, hvers vegna Japönum er svo umhug- að um að ná járnbrautinni sem fyrst — og þá jafnframt fæst skýring á því, að þarna hafa Kínverjar teflt fram miklu liði, til þess að koma í veg fyrir áform Japana. — KUNG, fjármálaráðherra ldnversku stjórnarinnar. U FTIR meira en sjö mánaða ^ styrjöld í Kína eru Japanir yfirleitt í sókn á öllum vígstöðv- um þar. Þeir hafa yfirleitt borið sigur úr býtum, en hver sigur eykur erfiðleika þeirra — og markið: fullnaðarsigur á Kin- verjum, er jafnfjarri og áður. Hins vegar er ljóst, að svo kann að fara bráðlega, að Japanir geti komið svo ár sinni fyrir borð, að þeim verði þau not að sigr- um sínum, að viðhorf og að- stæður breytist þeim rnjög í liag. Undanfarna tvo mánuði hafa. Japanir og Kínverjar barist lieiftarlega um yfirráðin yfir Lung Hai járnbrautinni, sem er 500 mílur enskar á lengd, frá Haichow inn í Sian í Shensi, sem liefir verið kölluð lykill að bestu landbúnaðarhéruðum Kína —sex bestu fylkjum lands- ins. En afleiðing þess, að Jap- anir næði járnbrautinni á sitt vald, yrði ekki eingöngu þau, að þeir gæti náð þessum land- búnaðarhéruðum, heldur og að kínversku herirnir í strand- fylkjunum mundu verða að hörfa langt inn í Iand. Auk þess gæti farið svo, að 400.000manna ldnverskur her, sem hefir varið járnbrautina mjög vasklega, yrði innikróaður, og gæti ekki komist undan. (Skeyti undan- farna daga herma, að Kínverjar hafi hert sóknina á þessum slóð- um og 5000 manna japanskur her sé þarna innikróaður). — Fullnaðarsigur Japana á þess- um slóðum mundi veita þeim aðstöðu til þess að bæla niður allan mótþróa í Norður-Kína, en þá gæti þeir snúið sér að því á eftir, að kúga Kínverja í Suður- Kína, þar sem andúðin gegn þeim er mögnuðust. Til þess að ná járnbrautinni, hafa Japanir beint þangað liði úr ýmsum áttum og það enda þótt þeir til þess liafi orðið að skilja svo litið varalið eftir á sumum slóðum, að borgir, sem þeir höfðu, liafa fallið í hendur Kínverja. Hinsvegar er þess að geta, að i Nancliang, fyrir sunnan Yang- tze, liafa Kínverjar komið sér upp öflugri flugstöð, og vafa- laust munu þeir geta gert Jap- önum margar skrávéifur, þótt þeir nái Lung Hai jámbraut- inni. KOWLOON-ÞJÓÐBRAUTIN. Það er heldur ekki hægt að ganga fram lijá því mikilvæga atriði, að jafnvel þótt Japanir nái járnbrautinni og styrki að- stöðu sina — a. m. k. um skeið, — hafa Kínverjar enn sömu not af Kowloonbrautinni og að und- anförnu. Þetta er bílavegur og eftir lionum fara fram gífurlegir her- gagnaflutningar á hverri nóttu frá Hongkong til Canton. Á liverri nóttu fara vöruflutninga- lestir í liundraðtali hlaðnar her- gögnum um brautina, og þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir japanskra flugmanna, hefir þeim ekki tekist að eyðileggja brautina og liindra þessa flutn- inga, en þetta er aðalherflutn- ingaleið Chiang Kai-Sheks — og ef liún lokaðist mundi hann fljótlega verða að gefast upp. Chiang Kai-shek liefir haft mikinn lier járnbrautinni til varnar, enda þótt hætta væri á, að Japanir mundi reyna að um- kringja þann her. Það hafa þeir lika reynt, en urðu að nota her- sveitir, sem voru við Wuhu og gátu því ekki haldið áfram sókninni til Hankow, en að eins 30.000 manna japanskur her ver járnbrautina frá Wuhu suð- austur til Hangchow og eiga fult í fangi með að halda þessari mikilvægu viðskiftamiðstöð. Japanir rejmdu sérstaklega að ná Suchow við Lunghai-járn- brautina, en varð lítið ágengt, vegna öflugrar mótspyrnu Kin- verja. Veðráttan var og óhag- stæð. Stöðvaðist framsókn Jap- ana 80 mílur frá Suchow. Japanir gerðu nú tilraun til þess að koma Canton-stjórninni undir forustu Wu Pe Cheng, hershöfðingja, frá vöIdUni, og koma að sér vinveittri stjórn, en þær tilraunir misliepnuðust. Wu Pe Cheng var liollur Chiang Kai-shek og sá við brögðum Japana. Eftir þetta hófu Japanir frek- ari tilraunir til þess að króa her Kínverja inni, með því að stefna þangað liði úr ýmsum áttum. Þessi ákvörðun var tekin eftir að Iwane Matsui hersliöfðingi lét af lierstjórn sinni 23. febrú- ar, en hann hafði ráðið mestu um hve víða Japanir börðust i Kina. Sumir segja, að hann hafi óskað að láta af herstjóm, aðr- ir, að hann hafi glatað trausti yfirboðara sinna í Tokio, með- fram vegna þess, að lélegur agi Frh. á 4. síðu. UPPDRÁTTUR AF NORÐUR-KÍNA.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.